var það Jókó sem klauf meirihlutann í borginni. Eins og Bítlana. Endalaus ófriður í kringum þessa kellingu alltaf hreint.
Ragnar Reykás er snillingur.
Fórum í ferðalag til Kópavox í dag. Heimsóttum Huggu syss í nýja húsið sitt í vesturbænum þar, gáfum henni köku (aðallega ég), settum upp fyrir hana ljós (aðallega Rannsóknarskip) og rusluðum heilmikið til hjá henni (aðallega Freigátan). Í heimleiðinni rúntuðum við svo aðeins um vesturbæ Kópavox og mér tóxt að finna aftur húsið sem við Bára syss leigðum einu sinni í. Þetta er nú flott hverfi. Ég er ógurlega svag fyrir vesturbæjum.
Annars erum við búin að tjilla voðalega í dag. Ég er að lesa minn fyrsta Arnald, og á bara erfitt með að draga nefið uppúr honum nokkra stund. Ég er annars ógurlega kreðsin á reifara. Gafst fyrir skemmstu upp á fyrstu blaðsíðu Möltufálkans, þar sem hún fór mest í að lýsa útliti þeirra sem við sögu komu, í smáatriðum. Í bókinni hans Arnalds (Arnaldar?) hef ég ekki hugmynd um hvernig neinn lítur út. Upplýsingum um einkalíf Rannsakenda Málsins er líka haldið í algjöru lágmarki. (Fátt fer meira í pirrurnar á mér heldur en þegar löggurnar í húdönnitt fara allt í einu að klína einkalífi sínu, tala nú ekki um ef löggurnar eru kallar í efri miðaldra og í einkalífinu er kynlíf, inn í þættina, sem mér finnst að eigi bara að snúast um að finna glæpóninn og velta sér upp úr æ skuggalegra einkalífi fórnarlambsins og/eða glæpónsins. Þetta var löng setning og sennilega þarf smá rannsóknarvinnu til að komast að því um hvað hún var.
Allavega. Inntakið er, ég er að lesa skemmtilega bók.
Og nú er Freigátan sofnuð. Hið vikulega laugardax-ekkert í sjónvarpinu. Rakið að halda áfram með hana.
12.10.07
Börnene
Ætlaði að fara að setja inn myndir af krökkunum, en komst að því að við erum bæði búin að vera einstaklega léleg að taka svoleiðis, og þær fáu sem tekist hafa eru einstaklega illa heppnaðar. Þar sem ég nenni ekki að setja inn myndir af hnökkunum á þeim, úr fókus, þá ætla ég bara að skrifa fréttir af þeim í staðinn.
Smábáturinn er orðinn meira Nexusnörd en ég hef nokkurn tíma verið, og er þá mikið sagt. Er einmitt núna að bíða eftir honum, en hann er þar á júkíó-móti en var uppálagt að leggja af stað heim ekki seinna en klukkan 5, þar sem hann á að mæta í flug norðuryfir klukkan hálfsex. Ekki er nú svo víst að hann verði svo kátur við sjónina sem kemur til með að mæta honum úti í garði. Þar eru nefnilega Rannsóknarskip og Freigáta að taka saman trampólínið. Reynar eiginlega vonum seinna, það stóð til fyrir nokkrum rokum síðan, en veikindi hafa þvælst fyrir. Allavega, þessarar gífurlegu skemmtigræju verður sárt saknað í herbúðum Smábáts og félaga. Ég er líka búin að vera mjög ánægð með hana, þó svo að það ískri í gormunum og allt það, því allt sem gerir það að verkum að unglingar á tölvuöld kíki annað slagið út fyrir hússins dyr er gífurlega jákvætt í minni bók. Og engin slys hafa orðið á neinum svo þetta er búið að vera hið besta mál. Smábáturinn er annars að taka allt sem hann á að vera að læra með trompi, sýnist mér. Skipulagsmál öll að komast í fastar skorður eftir sumarruglið, fyrir utan að ein og ein flík vill gleymast einhvers staðar á dularfullum stað. En það er nú alltaf verið að reyna að sporna við því.
Smábáturinn er annars orðinn mjög flinkur í ýmsu innan heimilis, til dæmis getur hann gert herbergið sitt eins og útstillingarbás í IKEA á engri stundu. (Það þarf reyndar oftast að minnast á það við hann... en ekkert meira en svo.) En hann er orðinn mjög hlýðinn og hvers manns hugljúfi. Hann er bara spenntur fyrir yfirvofandi fjölgun í fjölskyldunni og stendur á því fastar en fótunum að hann vilji fá bróður. Helst tvo. En svo skemmtilega vill til að hann er líka að fara að eignast systkin fyrir norðan, í mars. Mér finnst nú samt skemmtilegt að stríða honum á því að hann gæti líka alveg setið uppi með fjórar systur...
En það liggur allavega ljóst fyrir að með vorinu þarf að ná mynd af Smábátnum með öllum litlu systkinunum hans fjórum.
Freigátan er orðin svakalega dugleg á leikskólanum. Hún er farin að sofa þar alveg eins og heima hjá sér, í einn og hálfan til tvo tíma á dag, og grenjar núna víst bara rétt á meðan ég er að fara út úr dyrunum. Spurning hvort það lagast nú ekki einhvern tíma áður en hún verður sex ára. Hún málaði mynd um daginn, og límdi laufblöð á hana, og ekki var nú laust við að móðurhjartað ætlaði alveg að rifna úr stolti þegar ég sá myndina hanga uppi, hjá öllum hinum.
Hún er farin að vera svo dugleg að syngja, syngur Afi minn og amma mín og Allir krakkar, en maður þekkir lögin en ekki nema einstöku lykilorð úr textanum. Eins og rímorðin og mamma. Hún er fjarskalega dugleg að hjálpa til við húsverkin og finnst fátt skemmtilegra en að setja í þvottavélina og leggja á borð. Hún er svakalegur stríðnispúki og kippir þar í Hænuvíkurkynið. Oft er sá gállinn á henni að gera akkúrat öfugt við það sem maður biður hana um. Eins og þegar maður ætlar að klæða hana til að fara út, þá leggst hún gjarnan á forstofugólfið og þykist vera sofandi.
Henni finnst langskemmtilegast að leika sér úti og er mikið fyrir að sulla. Sér maður á því að oft kemur hún í aukafötunum heim, með hin alveg haugrennandi. Mér skilst að hún sé orðin mjög kát á leikskólanum og gangi mjög vel að leika við hina krakkana, enda verður hún stundum bara hálffúl að koma heim. Hún er samt alltaf að verða duglegri og duglegri að dunda sér sjálf. Hún á tvær tuskudúkkur sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og stundum treður hún þeim í dúkkuvagninn og labbar með þær. (Stundum skammar hún þær líka og hendir þeim í gólfið.) Svo finnst henni alveg æðislega gaman að skoða bækur og láta lesa fyrir sig. Pabbi hennar ætlar að gera út henni ofurheila og hefur frá því hún var pínulítil verið að segja henni hvað stafirnir heita. Núna bendir hún á alla stafi og segir að þeir séu, a, í og bé. En mér þætti nú allt í lagi að hún byrjaði á að læta að tala, áður en hún fer að lesa.
Ofurlitla Duggan lætur lítið að sér kveða enn sem komið er. Ég sá reyndar á blogginu hennar Siggudísar að hún segist komin 6 mánuði á leið. Það þýðir að ég hlýt að vera komin næstum því það. Ég fékk eiginlega hálfgert sjokk. Mér finnst þetta vera nýbyrjað og miklu meira en nógur tími til alls. En þetta er alveg að bresta á og ég er alveg að verða einhent aftur. Annars ætla ég að fá mér meðgöngusjal og vona svo að Duggan verði svakalega róleg barn og verði til í að sofa bara á bumbunni á mér fyrstu mánuðina. Enn sem komið er er hún allavega voða róleg, virðist næstum alltaf sofa og lætur lítið á sér kræla. Rannsóknarskipi hefur ekki einu sinni tekist að finna almennilegt spart.
Jæja, best að fara að koma drengnum norðurum.
Smábáturinn er orðinn meira Nexusnörd en ég hef nokkurn tíma verið, og er þá mikið sagt. Er einmitt núna að bíða eftir honum, en hann er þar á júkíó-móti en var uppálagt að leggja af stað heim ekki seinna en klukkan 5, þar sem hann á að mæta í flug norðuryfir klukkan hálfsex. Ekki er nú svo víst að hann verði svo kátur við sjónina sem kemur til með að mæta honum úti í garði. Þar eru nefnilega Rannsóknarskip og Freigáta að taka saman trampólínið. Reynar eiginlega vonum seinna, það stóð til fyrir nokkrum rokum síðan, en veikindi hafa þvælst fyrir. Allavega, þessarar gífurlegu skemmtigræju verður sárt saknað í herbúðum Smábáts og félaga. Ég er líka búin að vera mjög ánægð með hana, þó svo að það ískri í gormunum og allt það, því allt sem gerir það að verkum að unglingar á tölvuöld kíki annað slagið út fyrir hússins dyr er gífurlega jákvætt í minni bók. Og engin slys hafa orðið á neinum svo þetta er búið að vera hið besta mál. Smábáturinn er annars að taka allt sem hann á að vera að læra með trompi, sýnist mér. Skipulagsmál öll að komast í fastar skorður eftir sumarruglið, fyrir utan að ein og ein flík vill gleymast einhvers staðar á dularfullum stað. En það er nú alltaf verið að reyna að sporna við því.
Smábáturinn er annars orðinn mjög flinkur í ýmsu innan heimilis, til dæmis getur hann gert herbergið sitt eins og útstillingarbás í IKEA á engri stundu. (Það þarf reyndar oftast að minnast á það við hann... en ekkert meira en svo.) En hann er orðinn mjög hlýðinn og hvers manns hugljúfi. Hann er bara spenntur fyrir yfirvofandi fjölgun í fjölskyldunni og stendur á því fastar en fótunum að hann vilji fá bróður. Helst tvo. En svo skemmtilega vill til að hann er líka að fara að eignast systkin fyrir norðan, í mars. Mér finnst nú samt skemmtilegt að stríða honum á því að hann gæti líka alveg setið uppi með fjórar systur...
En það liggur allavega ljóst fyrir að með vorinu þarf að ná mynd af Smábátnum með öllum litlu systkinunum hans fjórum.
Freigátan er orðin svakalega dugleg á leikskólanum. Hún er farin að sofa þar alveg eins og heima hjá sér, í einn og hálfan til tvo tíma á dag, og grenjar núna víst bara rétt á meðan ég er að fara út úr dyrunum. Spurning hvort það lagast nú ekki einhvern tíma áður en hún verður sex ára. Hún málaði mynd um daginn, og límdi laufblöð á hana, og ekki var nú laust við að móðurhjartað ætlaði alveg að rifna úr stolti þegar ég sá myndina hanga uppi, hjá öllum hinum.
Hún er farin að vera svo dugleg að syngja, syngur Afi minn og amma mín og Allir krakkar, en maður þekkir lögin en ekki nema einstöku lykilorð úr textanum. Eins og rímorðin og mamma. Hún er fjarskalega dugleg að hjálpa til við húsverkin og finnst fátt skemmtilegra en að setja í þvottavélina og leggja á borð. Hún er svakalegur stríðnispúki og kippir þar í Hænuvíkurkynið. Oft er sá gállinn á henni að gera akkúrat öfugt við það sem maður biður hana um. Eins og þegar maður ætlar að klæða hana til að fara út, þá leggst hún gjarnan á forstofugólfið og þykist vera sofandi.
Henni finnst langskemmtilegast að leika sér úti og er mikið fyrir að sulla. Sér maður á því að oft kemur hún í aukafötunum heim, með hin alveg haugrennandi. Mér skilst að hún sé orðin mjög kát á leikskólanum og gangi mjög vel að leika við hina krakkana, enda verður hún stundum bara hálffúl að koma heim. Hún er samt alltaf að verða duglegri og duglegri að dunda sér sjálf. Hún á tvær tuskudúkkur sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana og stundum treður hún þeim í dúkkuvagninn og labbar með þær. (Stundum skammar hún þær líka og hendir þeim í gólfið.) Svo finnst henni alveg æðislega gaman að skoða bækur og láta lesa fyrir sig. Pabbi hennar ætlar að gera út henni ofurheila og hefur frá því hún var pínulítil verið að segja henni hvað stafirnir heita. Núna bendir hún á alla stafi og segir að þeir séu, a, í og bé. En mér þætti nú allt í lagi að hún byrjaði á að læta að tala, áður en hún fer að lesa.
Ofurlitla Duggan lætur lítið að sér kveða enn sem komið er. Ég sá reyndar á blogginu hennar Siggudísar að hún segist komin 6 mánuði á leið. Það þýðir að ég hlýt að vera komin næstum því það. Ég fékk eiginlega hálfgert sjokk. Mér finnst þetta vera nýbyrjað og miklu meira en nógur tími til alls. En þetta er alveg að bresta á og ég er alveg að verða einhent aftur. Annars ætla ég að fá mér meðgöngusjal og vona svo að Duggan verði svakalega róleg barn og verði til í að sofa bara á bumbunni á mér fyrstu mánuðina. Enn sem komið er er hún allavega voða róleg, virðist næstum alltaf sofa og lætur lítið á sér kræla. Rannsóknarskipi hefur ekki einu sinni tekist að finna almennilegt spart.
Jæja, best að fara að koma drengnum norðurum.
Ekkert sérstakt
Mikið er hún Hugga syss nú örugglega fegin að vera flutt úr höfðuborginni. Bara á síðustu stundu áður en hann Dagur "vinur" hennar varð borgarstjóri. Ég er alltaf að bíða efti að hún tjái sig um málið, en sennilega situr hún bara í Kópavoginum og prísar sig sæla.
Mér finnst ég ógurlega mikið eitthvað vera með mína eigin skrifstofu núna. Ég skipulagði verkefnavikuna ógurlega mikið og sit núna bara og sendi tölvupósta og hringi í fólk og er voðalega mikið eitthvað eins og að reka fyrirtæki. Enda er þetta nám það langgáfulegasta sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í. Það þjálfar mann til dæmis í því að vinna allskonar "vinnu" sem inniheldur annað fólk, og flest verkefnin á að vera hægt að gera eitthvað við. Ritgerðirnar sem maður skrifar heita "greinar" og eiga að vera birtingarhæfar, útvarpsþáttinn á að spila í útvarpinu, og þýíngar eiga að vera útgáfuhæfar. Já, og eitt verkefnið er að gefa út alveg risastóra bók, í nánu samstarfi við heilan haug af fólki. Ég er nú bara ekki frá því að maður komi jafnvel til með að læra eitthvað gagnlegt á þessu, svei mér þá.
Allavega, ég er farin að garfa í því hvar og hvernig ég myndi vinna lokaverkefnið, og er jafnvel að athuga möguleikana á því að vinna það í sumar, við ákveðnar kjöraðstæður. En það er eins og með annað, í þessu námi skrifar maður ekki ritgerð, sem enginn les nokkurn tíma, heldur vinnur á útgáfustofnun að útgáfu einhvers. Ef það gengi upp hjá mér að gera það í sumar, færi ég ekki í fæðingarorlof fyrr en í september. Þegar Duggan yrði um hálfs árs. Og Árni ekki fyrr en eftir áramótin þarnæstu.
Soldið spes.
Jæja. Best að fara að hlusta á útvarpið. Í lærdómsskyni. Það var á planinu.
Mér finnst ég ógurlega mikið eitthvað vera með mína eigin skrifstofu núna. Ég skipulagði verkefnavikuna ógurlega mikið og sit núna bara og sendi tölvupósta og hringi í fólk og er voðalega mikið eitthvað eins og að reka fyrirtæki. Enda er þetta nám það langgáfulegasta sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í. Það þjálfar mann til dæmis í því að vinna allskonar "vinnu" sem inniheldur annað fólk, og flest verkefnin á að vera hægt að gera eitthvað við. Ritgerðirnar sem maður skrifar heita "greinar" og eiga að vera birtingarhæfar, útvarpsþáttinn á að spila í útvarpinu, og þýíngar eiga að vera útgáfuhæfar. Já, og eitt verkefnið er að gefa út alveg risastóra bók, í nánu samstarfi við heilan haug af fólki. Ég er nú bara ekki frá því að maður komi jafnvel til með að læra eitthvað gagnlegt á þessu, svei mér þá.
Allavega, ég er farin að garfa í því hvar og hvernig ég myndi vinna lokaverkefnið, og er jafnvel að athuga möguleikana á því að vinna það í sumar, við ákveðnar kjöraðstæður. En það er eins og með annað, í þessu námi skrifar maður ekki ritgerð, sem enginn les nokkurn tíma, heldur vinnur á útgáfustofnun að útgáfu einhvers. Ef það gengi upp hjá mér að gera það í sumar, færi ég ekki í fæðingarorlof fyrr en í september. Þegar Duggan yrði um hálfs árs. Og Árni ekki fyrr en eftir áramótin þarnæstu.
Soldið spes.
Jæja. Best að fara að hlusta á útvarpið. Í lærdómsskyni. Það var á planinu.
11.10.07
Ekki margt um málið að segja...
Fráfarandi og aðkomandi borgarstjórar eiga það sameiginlegt að mér er jafn hjartanlega sama um þá. Ég er bara fegin að Stefán Jón er einhvers staðar í Affríku, þá fær fullorðið fólk kannski samt að vera áfram í tónlistarskólum. En mér fannst nú pínu ljótt af þeim að láta gamla meirihlutann mæta á fund í Höfða og láta hann frétta af málinu þar, í fjölmiðlaherkví. Mér hefði nú þótt flottara af þeim að slíta fyrst gamla meirihlutasamstarfinu áður en maður stofnar nýtt.
Ég veit ekkert um Orkuveitumálin. Samt meira en fráfarandi borgarstjóri. Ég hef allavega oft séð þennan Lista.
Og það er alveg sama hvað Bjarni Ármannsson er mikið gleraugnalaus og í peysu. Mér finnst hann samt alltaf vera með gleraugu og bindi.
Ég veit ekkert um Orkuveitumálin. Samt meira en fráfarandi borgarstjóri. Ég hef allavega oft séð þennan Lista.
Og það er alveg sama hvað Bjarni Ármannsson er mikið gleraugnalaus og í peysu. Mér finnst hann samt alltaf vera með gleraugu og bindi.
Svooo sybbin
Mig dreymdi Joss Whedon í nótt. Ég sem hélt ég væri vaxin upp úr honum. Reyndar dreymdi mig hann í því samhengi að mig dreymdi að konan hans hringdi í mig og bað eða bauð mér að fara með fjölskylduna og passa hús sem þau ættu á einhverju skíðasvæði í Kanada yfir rúmlega helgi... Þessi draumur gæti reyndar einmitt staðfest að ég væri vaxin upp úr Whedon. Meiraðsegja meistari Buffysins er kominn í eitthvað fjölskyldusamhengi.
Það er komið að því. Síðustu "eðlilegu" gallabuxurnar eru farnar að þrengjast um bumbuna á mér. Bráðum þarf ég að leggja þeim ef ég vil ekki að Ofurlítil Duggan verði krypplingur. Annars er ég búin að vera dugleg að fitna ekkert mikið annars staðar en á bumbunni. Áðan gerði ég meira að segja smá morgunleikfimi á Rás 1 á meðan ég var að keyra. Treysti mér reyndar ekki til að reyna að gera hnébeygjur, en ég gat spennt rassvöðvana. Einhvern morguninn var ég að huxa um að fara í morgunleikfimi hérna heima. En nennti ekki að standa upp til að draga fyrir. Svo málið dó.
Ég er ekkert farin að gera af því sem ég ætlaði að gera í dag. Ennþá óskaplega eitthvað þreytt og úldin eftir gærdaginn. Samt er ekkert mikið sem ég var búin að ákveða að gera í dag. Bezt að gera allavega tilraun til að hamra saman einhverja tilraun að handriti að útvarpsþætti. Og reyna líka að nenna að senda mönnunum sem ég ætla að viðtala tölvupóst.
Einn tveir og Nenn.
Það er komið að því. Síðustu "eðlilegu" gallabuxurnar eru farnar að þrengjast um bumbuna á mér. Bráðum þarf ég að leggja þeim ef ég vil ekki að Ofurlítil Duggan verði krypplingur. Annars er ég búin að vera dugleg að fitna ekkert mikið annars staðar en á bumbunni. Áðan gerði ég meira að segja smá morgunleikfimi á Rás 1 á meðan ég var að keyra. Treysti mér reyndar ekki til að reyna að gera hnébeygjur, en ég gat spennt rassvöðvana. Einhvern morguninn var ég að huxa um að fara í morgunleikfimi hérna heima. En nennti ekki að standa upp til að draga fyrir. Svo málið dó.
Ég er ekkert farin að gera af því sem ég ætlaði að gera í dag. Ennþá óskaplega eitthvað þreytt og úldin eftir gærdaginn. Samt er ekkert mikið sem ég var búin að ákveða að gera í dag. Bezt að gera allavega tilraun til að hamra saman einhverja tilraun að handriti að útvarpsþætti. Og reyna líka að nenna að senda mönnunum sem ég ætla að viðtala tölvupóst.
Einn tveir og Nenn.
10.10.07
Það er alltaf rigning á miðvikudögum
Mikil heljarinnar hetja finnst mér ég nú jafnan vera á miðvikudögum. Þegar ég skelli 11 kílóa Freigátunni í barnastólinn á hjólinu, álíka þungri skólatösku á öxlina og hjóla svo um vesturbæinn þveran á leikskólann og að því loknu í háskólann. Bandólétt. Og næ oftast kaffi fyrir fyrsta tíma sem byrjar klukkan 10. Og er svo í tímum alveg nonnstopp til klukkan hálfsex. Og hjóla þá heim.
Að vissu leyti er ég algjör zúper á miðvikudögum.
Að hinu leytinu er ég í fríi.
Á miðvikudögum huxa ég nefnilega hvorki um þvottavélina né uppþvottavélina. Ég man ekkert hvort eitthvað vantar í matinn og ekki hvarflar að mér að velta fyrir mér hvað eigi að vera í kvöldmatinn fyrr en ég kem heim. Smábátur á sjálfur að sjá um sína píanóæfingu og Rannsóknarskip þarf að muna að sækja Freigátuna.
Á miðvikudögum er ég Ekki Húsmóðir.
Og þetta er alveg tjúllaður miðvikudagur, síðasti skóladagurinn fyrir kennsluhlé. Er búin að skrifa alveg snarmeinað og strangt prógramm yfir næsta hálfa mánuðinn og sýnist ég eiga að meika það svona rétt fyrir horn að klára allt sem á að skilast í þarnæstu viku.
Fékk líka svaka flotta græju til að taka viðtöl í útvarpsþáttinn minn, og tóxt meira að segja að finna út úr henni og fína klippiforritinu sem fylgdi með. Snugt.
Og, fyrst ég er að monta mig af tæknilegum framförum, mér tóxt í gær að láta vídjókameruna tala við tölvuna og ná leiksigri Smábátsins inn í fína kvikmyndagerðarforritið. Hélt að ekki yrði þá mikið mál að brenna hann á disk í framhaldinu. En eftir að hafa verslað þartilgerða diska í bóksölunni í morgun komst ég að því að ekki er algjörlega allt með felldu. Allavega spýtir hann Míka disknum út úr sér með ógeðssvip og segist ekkert geta gert þetta neitt. Svo enn bíður eitt tæknilegt vandamál úrlausnar og þarf eiginlega að leysast í kveld.
Spurning um að gá hvort ég get seifað "projectið" í einhverju öðru "formatti"?
Hmmmm...
Allavega. Ég held ég sé nú samt að sjá fram úr skipulaginu og er búin að setja vandlega inn í það að komast í alla bumbusundtímana í næstu viku! Sem hefur ekki gerst síðan skólinn byrjaði.
Í dag er annars mikill hátíðisdagur.
Við Rannsóknarskip höfum nú verið kærustupar í nákvæmlega 3 ár. Það eru líka 2 ár síðan við trúlofuðumst. Sem er í rauninni kannski ekki svo merkilegt, trúlofanir detta kannski úr gildi þegar maður giftir sig, en það er nú eftir sem áður eitt það alrómantískasta sem hefur nokkurn tíma komið fyrir mig.
(Og ef menn skyldu vera að velta því eitthvað fyrir sig, Rannsóknarskip á heiðurinn af allavega topp 50 af því rómantískasta sem hefur nokkurn tíma komið fyrir mig. Áður en okkar samgangur hófst var ég alvarlega farin að halda að rómantík væri öllum karlmönnum dauð. Reyndist Rangt, sem betur fer.)
Hins vegar verður eitthvað lítið um hátíðahöld þetta árið. Við erum bæði stressuð. Ég hundbissí og Rannsóknarskip að fara að fá fyrsta umganginn af foreldra- og nemendaviðtölum á morgun.
Bára syss (eða Ba frænka, eins og hún heitir hjá Freigátunni) er að koma á eftir. Verður hún á landinu fram yfir helgi. Held ég. Smábáturinn stefnir á norðurlandið um helgina, þannig að eitthvað verður um hrókeringar á heimilinu á næstu dögum.
---
Og nú er komið kvöld og ofurkonan er algjörlega að niðurlotum komin á samanammlinu. Komst að því að Leiksigur Smábáts er of stór til að komast á CDROM. Og smyglvarningurinn hefur ekki hæfileika til að brenna DVD diska.
Með það er ég farin að sofa, í fýlu.
Að vissu leyti er ég algjör zúper á miðvikudögum.
Að hinu leytinu er ég í fríi.
Á miðvikudögum huxa ég nefnilega hvorki um þvottavélina né uppþvottavélina. Ég man ekkert hvort eitthvað vantar í matinn og ekki hvarflar að mér að velta fyrir mér hvað eigi að vera í kvöldmatinn fyrr en ég kem heim. Smábátur á sjálfur að sjá um sína píanóæfingu og Rannsóknarskip þarf að muna að sækja Freigátuna.
Á miðvikudögum er ég Ekki Húsmóðir.
Og þetta er alveg tjúllaður miðvikudagur, síðasti skóladagurinn fyrir kennsluhlé. Er búin að skrifa alveg snarmeinað og strangt prógramm yfir næsta hálfa mánuðinn og sýnist ég eiga að meika það svona rétt fyrir horn að klára allt sem á að skilast í þarnæstu viku.
Fékk líka svaka flotta græju til að taka viðtöl í útvarpsþáttinn minn, og tóxt meira að segja að finna út úr henni og fína klippiforritinu sem fylgdi með. Snugt.
Og, fyrst ég er að monta mig af tæknilegum framförum, mér tóxt í gær að láta vídjókameruna tala við tölvuna og ná leiksigri Smábátsins inn í fína kvikmyndagerðarforritið. Hélt að ekki yrði þá mikið mál að brenna hann á disk í framhaldinu. En eftir að hafa verslað þartilgerða diska í bóksölunni í morgun komst ég að því að ekki er algjörlega allt með felldu. Allavega spýtir hann Míka disknum út úr sér með ógeðssvip og segist ekkert geta gert þetta neitt. Svo enn bíður eitt tæknilegt vandamál úrlausnar og þarf eiginlega að leysast í kveld.
Spurning um að gá hvort ég get seifað "projectið" í einhverju öðru "formatti"?
Hmmmm...
Allavega. Ég held ég sé nú samt að sjá fram úr skipulaginu og er búin að setja vandlega inn í það að komast í alla bumbusundtímana í næstu viku! Sem hefur ekki gerst síðan skólinn byrjaði.
Í dag er annars mikill hátíðisdagur.
Við Rannsóknarskip höfum nú verið kærustupar í nákvæmlega 3 ár. Það eru líka 2 ár síðan við trúlofuðumst. Sem er í rauninni kannski ekki svo merkilegt, trúlofanir detta kannski úr gildi þegar maður giftir sig, en það er nú eftir sem áður eitt það alrómantískasta sem hefur nokkurn tíma komið fyrir mig.
(Og ef menn skyldu vera að velta því eitthvað fyrir sig, Rannsóknarskip á heiðurinn af allavega topp 50 af því rómantískasta sem hefur nokkurn tíma komið fyrir mig. Áður en okkar samgangur hófst var ég alvarlega farin að halda að rómantík væri öllum karlmönnum dauð. Reyndist Rangt, sem betur fer.)
Hins vegar verður eitthvað lítið um hátíðahöld þetta árið. Við erum bæði stressuð. Ég hundbissí og Rannsóknarskip að fara að fá fyrsta umganginn af foreldra- og nemendaviðtölum á morgun.
Bára syss (eða Ba frænka, eins og hún heitir hjá Freigátunni) er að koma á eftir. Verður hún á landinu fram yfir helgi. Held ég. Smábáturinn stefnir á norðurlandið um helgina, þannig að eitthvað verður um hrókeringar á heimilinu á næstu dögum.
---
Og nú er komið kvöld og ofurkonan er algjörlega að niðurlotum komin á samanammlinu. Komst að því að Leiksigur Smábáts er of stór til að komast á CDROM. Og smyglvarningurinn hefur ekki hæfileika til að brenna DVD diska.
Með það er ég farin að sofa, í fýlu.
9.10.07
Tími
Ég er frekar geðvond. Nú hafa fávitarnir tekið yfir.
---
Ef maður veit ekki neitt sérstakt, og ætlar ekki einu sinni að vera fyndinn, þá á maður bara að þegja í tímum.
Einu sinni fannst mér allir sem töluðu í tímum ógurlega gáfulegir.
Núna skil ég hvað allir eru að segja og finnst það ekki neitt merkilegt.
---
En ég þegi nú yfirleitt jafnfast, eftir sem áður.
---
Menn eru með óvenjumikla munnræpu. Kennarinn kemst varla að. Og hún er of kurteis til að segja öllum að þeir séu kjánar og tali vitleysu. Þvert á móti hlustar hún ógurlega kurteisilega og reynir eins og hún getur að fá vit í vitleysuna og að reyna að samþykkja allt sem allir segja, þó flestir séu úti í móa. Og rugla saman hugtökum úr alltöðrum greinum.
---
Úff. Og svo er sumt fólk með ógurlega leiðinlegan talanda og ferlega tilhneigingu til að tjá sig í löööööhöööööngu máli.
Og þetta er svo undarlegt. Fólk er ekki beint að spyrja. Það er heldur ekki að leggja neitt nýtt til málanna. (Nema það sé þá einhver arfavítlaus misskilningur.) Annars eru menn bara að endurtaka það sem kennarinn er búinn að segja með mismunandi dæmum og myndmáli.
Ég þoli ekki bókmenntafræðinga.
---
Þessi tími verður aldrei búinn.
Ég er ponku fegin að það er verkefnavika í næstu viku og allir eiga að vera heima hjá sér að vinna. Og þegja.
---
Greit. Og nú fer tíminn framyfir til helvítis. Bara útaf pakkinu með munnræpuna.
Ég er með heimþrá. Og er kalt. Og örugglega farið að rigna.
Og allir halda örugglega að ég sé svakalega dugleg að glósa allt sem þeir segja af því að ég pikka svo mikið.
Hih.
---
Loxins og hale-fokkíng-lúja!
---
Ef maður veit ekki neitt sérstakt, og ætlar ekki einu sinni að vera fyndinn, þá á maður bara að þegja í tímum.
Einu sinni fannst mér allir sem töluðu í tímum ógurlega gáfulegir.
Núna skil ég hvað allir eru að segja og finnst það ekki neitt merkilegt.
---
En ég þegi nú yfirleitt jafnfast, eftir sem áður.
---
Menn eru með óvenjumikla munnræpu. Kennarinn kemst varla að. Og hún er of kurteis til að segja öllum að þeir séu kjánar og tali vitleysu. Þvert á móti hlustar hún ógurlega kurteisilega og reynir eins og hún getur að fá vit í vitleysuna og að reyna að samþykkja allt sem allir segja, þó flestir séu úti í móa. Og rugla saman hugtökum úr alltöðrum greinum.
---
Úff. Og svo er sumt fólk með ógurlega leiðinlegan talanda og ferlega tilhneigingu til að tjá sig í löööööhöööööngu máli.
Og þetta er svo undarlegt. Fólk er ekki beint að spyrja. Það er heldur ekki að leggja neitt nýtt til málanna. (Nema það sé þá einhver arfavítlaus misskilningur.) Annars eru menn bara að endurtaka það sem kennarinn er búinn að segja með mismunandi dæmum og myndmáli.
Ég þoli ekki bókmenntafræðinga.
---
Þessi tími verður aldrei búinn.
Ég er ponku fegin að það er verkefnavika í næstu viku og allir eiga að vera heima hjá sér að vinna. Og þegja.
---
Greit. Og nú fer tíminn framyfir til helvítis. Bara útaf pakkinu með munnræpuna.
Ég er með heimþrá. Og er kalt. Og örugglega farið að rigna.
Og allir halda örugglega að ég sé svakalega dugleg að glósa allt sem þeir segja af því að ég pikka svo mikið.
Hih.
---
Loxins og hale-fokkíng-lúja!
Gess vott!
Það er aftur farið að rigna! Er maður ekki bara hissa?
Og ég búin að hjóla mér til óbóta í dag og á enn eftir að fara í skólann. Sveiattan bara. Annars líka búin að vera forkastanlega dugleg að læra í dag. En þessa dagana virðist bara aldrei sjá högg á vatni í þeim efnum. Í næstu viku er engin kennsla, þá er verkefnavika, og eftir hana á að skila Öllum Fjandanum.
Gleymdi annars að minnast á að við Smábátur fórum í bíó um daginn. Að sjá Astrópíu. Sem var sérstakt möstsí fyrir hann þar sem hann er upprennandi Nexusnörd. Allavega. Hún byrjaði á því að maðurinn píanókennara Smábátsins skaut hann Sigga P. En svo komu bara Lalli Vill og Sævar og handtóku hann. Og settu hann í fangelsið þar sem hálfur Hugleikur sat inni og Bjössi T Hor passaði hann.
Soldið erfitt að horfa á svona mynd þegar maður er síflissandi yfir því hverjir eru í aukahlutverkum. Já, og jafnvel aðal. Soldið spes hlið á Kastljóskonunni. En, þetta var skenntilegt. Langt síðan maður hefur heyrt rólpleilíngó.
Og nú er ég að slóra. Ætti að vera að gera eitthvað óstjórnlega gáfulegt, er ég viss um. T.d. að taka upptökuna af leiksigri Smábátsins frá um helgina og finna út hvernig ég brenni hana á disk, þar sem bæði er búið panta hana í skólann hans á fimmtudag og til pabba hans á Akureyri um helgina.
Hmmm... Þetta endar reyndar örugglega alltsaman í einhverjum tæknilegum frústrasjónum. En, makkinn á að geta allt, og það á einfaldasta hátt í heimi. Hef ég heyrt.
PS: Jú, fór sem mig grunaði. Eftir mikla og langa og stranga leit fann ég lox ónotaða firewire snúruna (í prjónakörfunni minni. Ásamt sundskýlu Rannsóknarskips og fleira dóti sem hefur lengi verið týnt...) Fann einnig gatið sem snúran passar í á kamerunni og annað samsvarandi á tölvunni. (Ekki í prjónakörfunni.) Og svo veit ég ekkert hvernig ég á að fá þessi tvö tæki til að hafa samskipti hvort við annað. Finn ekki neitt sem bendir í neina átt til þess í hvorugri græju. Og ekki getur þetta nú plebbast til að gerast sjálfkrafa. Nöjnöj. Man ekki hvort einhver diskur fylgdi kamerugerpinu, enda er hann þá örugglega týndur.
Ég held ég sé búin að skipuleggja kvöldið.
Huxa ennfremur að það verði árangurslítið nema einhver kraftaverk komi til.
Einsgott að það er leiðinlegt í sjónvarpinu.
Og ég búin að hjóla mér til óbóta í dag og á enn eftir að fara í skólann. Sveiattan bara. Annars líka búin að vera forkastanlega dugleg að læra í dag. En þessa dagana virðist bara aldrei sjá högg á vatni í þeim efnum. Í næstu viku er engin kennsla, þá er verkefnavika, og eftir hana á að skila Öllum Fjandanum.
Gleymdi annars að minnast á að við Smábátur fórum í bíó um daginn. Að sjá Astrópíu. Sem var sérstakt möstsí fyrir hann þar sem hann er upprennandi Nexusnörd. Allavega. Hún byrjaði á því að maðurinn píanókennara Smábátsins skaut hann Sigga P. En svo komu bara Lalli Vill og Sævar og handtóku hann. Og settu hann í fangelsið þar sem hálfur Hugleikur sat inni og Bjössi T Hor passaði hann.
Soldið erfitt að horfa á svona mynd þegar maður er síflissandi yfir því hverjir eru í aukahlutverkum. Já, og jafnvel aðal. Soldið spes hlið á Kastljóskonunni. En, þetta var skenntilegt. Langt síðan maður hefur heyrt rólpleilíngó.
Og nú er ég að slóra. Ætti að vera að gera eitthvað óstjórnlega gáfulegt, er ég viss um. T.d. að taka upptökuna af leiksigri Smábátsins frá um helgina og finna út hvernig ég brenni hana á disk, þar sem bæði er búið panta hana í skólann hans á fimmtudag og til pabba hans á Akureyri um helgina.
Hmmm... Þetta endar reyndar örugglega alltsaman í einhverjum tæknilegum frústrasjónum. En, makkinn á að geta allt, og það á einfaldasta hátt í heimi. Hef ég heyrt.
PS: Jú, fór sem mig grunaði. Eftir mikla og langa og stranga leit fann ég lox ónotaða firewire snúruna (í prjónakörfunni minni. Ásamt sundskýlu Rannsóknarskips og fleira dóti sem hefur lengi verið týnt...) Fann einnig gatið sem snúran passar í á kamerunni og annað samsvarandi á tölvunni. (Ekki í prjónakörfunni.) Og svo veit ég ekkert hvernig ég á að fá þessi tvö tæki til að hafa samskipti hvort við annað. Finn ekki neitt sem bendir í neina átt til þess í hvorugri græju. Og ekki getur þetta nú plebbast til að gerast sjálfkrafa. Nöjnöj. Man ekki hvort einhver diskur fylgdi kamerugerpinu, enda er hann þá örugglega týndur.
Ég held ég sé búin að skipuleggja kvöldið.
Huxa ennfremur að það verði árangurslítið nema einhver kraftaverk komi til.
Einsgott að það er leiðinlegt í sjónvarpinu.
8.10.07
Um þetta leyti árs
finnst mér ógurlega skemmtilegt að lesa bloggið mitt nákvæmlega þrjú ár aftur í tímann. Undarlegt að huxa til þess að það eru bara þrjú ár síðan við Rannsóknarskip fórum að gjóa svo mikið sem hornauga til hvors annars.
Og, zzzúmmmm, eins og við manninn mælt, allt í einu er ég alveg bandgift og ráðsett, með næstum fimm manna fjölskyldu og godnósvott.
Skemmtilegt að geta sagt skuldbindingafælum heimsins frá því að allt þetta er hægt að gera algjörlega án þess að missa niðrum sig persónuleikann, hætta neinu áhugamáli, ekki einusinni að safna fánýtum námum eða skrifa að meðaltali eitt leikrit á ári.
Og að vera giftur ynnnndislegum manni er nottla ekkert annað en ynnnndislegt.
Og hvað sem hvaða sérfræðingar í sambandaráðgjöf segja. Það er ekki Vinna. Það er Frí.
Og, zzzúmmmm, eins og við manninn mælt, allt í einu er ég alveg bandgift og ráðsett, með næstum fimm manna fjölskyldu og godnósvott.
Skemmtilegt að geta sagt skuldbindingafælum heimsins frá því að allt þetta er hægt að gera algjörlega án þess að missa niðrum sig persónuleikann, hætta neinu áhugamáli, ekki einusinni að safna fánýtum námum eða skrifa að meðaltali eitt leikrit á ári.
Og að vera giftur ynnnndislegum manni er nottla ekkert annað en ynnnndislegt.
Og hvað sem hvaða sérfræðingar í sambandaráðgjöf segja. Það er ekki Vinna. Það er Frí.
Meira Út!
Í dag var starfsdagur á leikskóla Freigátu, og hún þess vegna ekki þar, og þannig fékk ég afsökun fyrir að njóta enn frekar þessara rigningarlausu daga. (Sem eiga víst ekki að verða mjög margir.) Svo morguninn fór í fjöruferð. Það eyddum við morgninum í þá fornu íþrótt að henda grjóti í polla. Við mikla skemmtan.
Freigátan hefur hins vegar náð þeim þroska að átta sig á því að Það Er Ömurlegt Að Fá Ekki ALLT Sem Maður Vill. Því er hún farin að mótmæla kröftuglega þegar það kemur uppá. Og þar sem hún hefur mjög ákveðnar skoðanir á því Hvað Hún Vill gerist það nokkuð oft. Aukinheldur er skammtímaminnið eitthvað að lengjast, svo frústrasjónum lýkur ekki endilega um leið og næsti köttur kemur í augsýn. Þegar kom að hádegisblundi í dag voru komin um 10 frekjuflog í dag og sum bara nokkuð lífsseig. Þetta ku vera hið hræðilega tveggja ára tímabil, sem er að láta á sér kræla örlítið snemma. Mér skilst að þetta tímabil endist aldrei lengur en í um 4-5 ár í mesta lagi... Spurning um að fá sér eyrnatappa og fara að leita sér að húsi langt frá mannabyggðum?
Þessa dagana eru síðan í gangi samráðsfundir í bekk Smábáts og við eigum að mæta í svoleiðis seinnipartinn í dag. Verðum við þá leidd í allan sannleik um hvort gengið hefur jafnglimmrandi vel, og hvort hann hefur verið jafnmikil fyrirmynd annarra barna í góðum siðum, eins og hann segir. Eða hvort ástæða er til að flengja hann. Við erum full grunsemda. Það er allavega eitthvað alveg nýtt ef ekki kemur allavega ponkulítil athugasemd við eitt smáatriði. Smábátur ku vera nokkuð ræðinn í tímum sem ótímum. (Mætti þar halda að hann væri eitthvað skyldur mér, svona erfðafræðilega, sem hann er þó ekki nema mjög lítið. Ég er búin að gá í Íslendingabók.) En vonandi er þetta búið að vera jafnmikið eins og blómstrið eina, eins og hann segir. Ég er allavega mjög ánægð með hvað honum gengur vel í félagslífinu. Nú eru komin á nokkuð stabíl vinatengsl við nokkra drengi í nágrenninu, og oftast virðist síðan hægt að finna einhverja til að leika við þó krosstrén bregðist stundumm þurfi að heimsækja feður, ömmur eða annað skyldlið.
Ég er sjálf farin að breyta nokkuð um lögun. Núna hverfur bumban ekki lengur þó ég liggi á bakinu. Hún sést samt ekki ef ég er í úlpu. Ímynda ég mér.
Jæja, þetta dugar engan veginn. Best að nota tímann, taka úr þvottavélinni og reyna að læra eitthvað á meðan Freigátan sefur.
Freigátan hefur hins vegar náð þeim þroska að átta sig á því að Það Er Ömurlegt Að Fá Ekki ALLT Sem Maður Vill. Því er hún farin að mótmæla kröftuglega þegar það kemur uppá. Og þar sem hún hefur mjög ákveðnar skoðanir á því Hvað Hún Vill gerist það nokkuð oft. Aukinheldur er skammtímaminnið eitthvað að lengjast, svo frústrasjónum lýkur ekki endilega um leið og næsti köttur kemur í augsýn. Þegar kom að hádegisblundi í dag voru komin um 10 frekjuflog í dag og sum bara nokkuð lífsseig. Þetta ku vera hið hræðilega tveggja ára tímabil, sem er að láta á sér kræla örlítið snemma. Mér skilst að þetta tímabil endist aldrei lengur en í um 4-5 ár í mesta lagi... Spurning um að fá sér eyrnatappa og fara að leita sér að húsi langt frá mannabyggðum?
Þessa dagana eru síðan í gangi samráðsfundir í bekk Smábáts og við eigum að mæta í svoleiðis seinnipartinn í dag. Verðum við þá leidd í allan sannleik um hvort gengið hefur jafnglimmrandi vel, og hvort hann hefur verið jafnmikil fyrirmynd annarra barna í góðum siðum, eins og hann segir. Eða hvort ástæða er til að flengja hann. Við erum full grunsemda. Það er allavega eitthvað alveg nýtt ef ekki kemur allavega ponkulítil athugasemd við eitt smáatriði. Smábátur ku vera nokkuð ræðinn í tímum sem ótímum. (Mætti þar halda að hann væri eitthvað skyldur mér, svona erfðafræðilega, sem hann er þó ekki nema mjög lítið. Ég er búin að gá í Íslendingabók.) En vonandi er þetta búið að vera jafnmikið eins og blómstrið eina, eins og hann segir. Ég er allavega mjög ánægð með hvað honum gengur vel í félagslífinu. Nú eru komin á nokkuð stabíl vinatengsl við nokkra drengi í nágrenninu, og oftast virðist síðan hægt að finna einhverja til að leika við þó krosstrén bregðist stundumm þurfi að heimsækja feður, ömmur eða annað skyldlið.
Ég er sjálf farin að breyta nokkuð um lögun. Núna hverfur bumban ekki lengur þó ég liggi á bakinu. Hún sést samt ekki ef ég er í úlpu. Ímynda ég mér.
Jæja, þetta dugar engan veginn. Best að nota tímann, taka úr þvottavélinni og reyna að læra eitthvað á meðan Freigátan sefur.
7.10.07
ÚT!
Eftir margra vikna dvöl inni vegna hors, lærdóms, og/eða skítaveðurs, eyddum við Freigáta seinnipartinum utandyra! Það var nú gífurlega langþráð og kærkomið. Enda settumst við að yfir á Drafnarborg og Freigátan framkvæmdaði gífurlega með vörubílinn sinn í sandkassanum. Ég er ekki frá því að það hafi verið bæði virkjað og álverað. Á meðan var sungið hástöfum, mestallan tímann. Enda er hún búin að borða síðan við komum inn.
Við versluðum líka dýrindis lamb í kvöldmatinn með öllu tilheyrandi og ætlum, svona einu sinni að hafa almennilegan mat og meira að segja kjet. Smábátur og félagar voru reknir afturábak út í góða veðrið um miðjan dag, og hafa ekki sést aftur. (Sem þýðir reyndar líklega að þeir hafa stungið sér inn og í tölvuna hjá einhverjum öðrum. Þekki mar sitt heimafólk...)
Allavega, meðan Freigátan svaf gerði ég ofurtiltekt á og eldhúsinu, svo nú er hið langþráða næstum ekkert á eldhúsbekkjum og víðasthvar. Til stendur að taka úr uppþvottavélinni og ganga frá þvottinum. Öjmingja Rannsóknarskip er búinn að vera á spani í allan dag, að hjálpa Huggu syss að flytja og svo er hann að vinna, sennilega alveg fram að kvöldmat. Bezt að hafa heimilið spegilgljáandi og lambasteik á borðum þegar hann kemur heim, svo hann sjái nú enn einu sinni hvað hann er fantavel giftur.
(Ekki víst að hann verði síðan mikið var við það fyrr en þessi skólaönn er búin...)
Og Stundin okkar er að byrja í dag. Ný og óendursýnd. Þess er einnig beðið með talsverðri óþreyju.
Við versluðum líka dýrindis lamb í kvöldmatinn með öllu tilheyrandi og ætlum, svona einu sinni að hafa almennilegan mat og meira að segja kjet. Smábátur og félagar voru reknir afturábak út í góða veðrið um miðjan dag, og hafa ekki sést aftur. (Sem þýðir reyndar líklega að þeir hafa stungið sér inn og í tölvuna hjá einhverjum öðrum. Þekki mar sitt heimafólk...)
Allavega, meðan Freigátan svaf gerði ég ofurtiltekt á og eldhúsinu, svo nú er hið langþráða næstum ekkert á eldhúsbekkjum og víðasthvar. Til stendur að taka úr uppþvottavélinni og ganga frá þvottinum. Öjmingja Rannsóknarskip er búinn að vera á spani í allan dag, að hjálpa Huggu syss að flytja og svo er hann að vinna, sennilega alveg fram að kvöldmat. Bezt að hafa heimilið spegilgljáandi og lambasteik á borðum þegar hann kemur heim, svo hann sjái nú enn einu sinni hvað hann er fantavel giftur.
(Ekki víst að hann verði síðan mikið var við það fyrr en þessi skólaönn er búin...)
Og Stundin okkar er að byrja í dag. Ný og óendursýnd. Þess er einnig beðið með talsverðri óþreyju.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)