1.4.06

Skírn eftir viku

Minni á partíið eftir viku. Þá, þann 8.apríl, á að skíra Freigátuna í dómkirkjunni kl. 15.00. Að athöfn lokinni verða bornar fram veitingar á heimili okkar að Tryggvagötu 4, Imbu-skjálf.

Ég var búin að lýsa því yfir að þetta yrði alltsaman óformlegt. Það þýðir hins vegar alls ekki fámennt. Það þýðir bara að ég nenni ekki að bjóða formlega. Við viljum endilega sjá sem flesta, ættingja, vini, kunningja, leikfélaga og bara alla sem langar og nenna og verða ekki of þunnir.

Og menn skulu ekki vera að mæta færandi hendi með neitt gjafkyns nema þeir endilega vilji. Freigátan er vel birg af veraldlegum eigum hverskonar.

Flotinn.

30.3.06

Urrrrgh!

Ekki hélt ég að fyrir mér ætti að liggja að verða svona nágranna-yfir-nöldrari. En ég er hrædd um að ég sé alvega að verða svoleiðis. Við erum búin að komast að því að sá sem þenur græjurnar býr trúlega í íbúðinni fyrir neðan okkur. Sem þýðir að líklega erum við ein um að heyra í honum. Þarf að athuga á hurðina þar hvort íbúinn heitir nokkuð Haraldur. (Hihi. Brandari sem aðeins 3-4 í heiminum skilja.)

Svo eru nágrannar mínir í portinu mikið búnir að vera að hamast í allskyns framkvæmdum. Helst með högg- eða loftborum. Og ég hef grun um að þeir fylgist með því hvenær ég set barnavagninn út, og byrji þá. Í dag var reyndar óvenju friðsælt... En áðan, um hálfníu, var Freigátan ekki fyrr sofnuð en að nágrannanum í asnalega húsinu rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar datt í hug að fara að henda spónaplötum út um gluggann á annarri hæð. Krakkinn hrökk upp og urlaðist, og ég hef sjaldan komist nær því að myrða. (Langaði allavega mikið út að skamma...)

Er að verða ein þessara óþolandi kjeellinga sem finnst algjörlea skýlaust að heimurinn eigi að læðast á tánum í kringum mig og mína fjölskyldu. Ef svo heldur sem horfir þarf ég að fara að sækja um vitavarðarstöðu einhvers staðar yst á löngu nesi.

29.3.06

Niðurtalning 2

Fyrir jól skrifuðum við Rannsóknarskip lannngan lista. Á honum stóð allt sem við ætluðum að gera fyrir jól. Nú er búið að skrifa annan. Hann er yfir allt sem á að gera fram að skírn. Hann er nokkuð styttri, en sumt er það sama og var á jólalistanum. Einhverra hluta vegna...

Fór í sjónpróf í dag og keypti mér ný gleraugu. Það kostaði grilljón. Svo pöntuðum við myndatöku fyrir Freigátuna og flotann allan. Það kostaði aðra grilljón. Þar með er ég búin að eyða tveimur grilljónum í dag. Sjitt.

Svo erum við að reyna að vera ekki lengur eins og væt trasj um svefnhefbergisgluggana. Það er í þróun, sem er reyndar í pásu á meðan Rannsóknarskip rífur hár sitt og skegg yfir skattframtalinu sínu.

Og ég er nú bara með hausverk. Geeeisp. Fer ekki Dr. Phil að byrja?

28.3.06

Tveggja mánaða!

Ég lofaði myndum. Hér koma svipmyndir úr fjölskyldulífinu:


Systkinin að leika sér við Júlíus. (Sem er bangsinn, gjöf frá Júlíu Hannam.)


Það getur komið sér vel að kunna að spila á píanó með tánum.


Og í dag er hún einstaklega bleikklædd í tilefni daxins.

27.3.06

Dugl!

Er búin að skila skattframtalinu! Gífurlega vel yfirförnu og algjörlega kórréttu. Á þaraðauki upplýsingar sem ég þarf að þruma í leiðréttingu á framtalið frá því í fyrra. Geri það um leið og viðrar til ferða niður í toll.

Líka búin að fara til læknis og fá meiri geðlyf. Og búin að fá þann úrskurð að ég verði líklega sloppin af þeim eftir um 3 mánuði. Og það verður nú frekar skemmtilegt.

Er að leggja á ráðin um þvílíkan gardínusaum fyrir skírn.

Og Freigátan verður tveggja mánaða á morgun og þá ætla ég að reyna að nenna að setja myndir.

Og eitthvað voru menn að spyrja mig álits á úrslitum Liverpool-Everton á laugardag. Opinber úrslit 3-1 fyrir þeim fyrrnefndu. En ég hugga mig við það að Everton skoraði nú samt 2 mörk... annað var bara soldið öfugu megin... flott mark, samt.

26.3.06

Það er ekki hver sem er

sem höndlar að eiga góð hljómflutningstæki.

Einhverjum íbúa hússins míns þótti t.d. við hæfi að skemmta öllum öðrum íbúum með Nýdanskri og Queen annað slagið í nótt og síðan á milli ca. 7 og 9 í morgun. Hmmm. Látum nú vera með nóttina. En ég hélt að sunnudagsmorgnar væru nú meira að segja partíljónum heilagir. Þar sem ég lá í morgun og lét Bohemian Rapsody fara í pirrurnar á mér fór ég að velta fyrir mér hvort söluaðilar hljómflutningstækja ættu ekki að leggja einhvers konar próf fyrir kaupendur til að koma í veg fyrir að fávitar eignuðust almennilegar græjur. Svo fór ég að velta fyrir mér hversu hryllilega leiðinlegt fólk væri í þessu partíi, að menn vildu heldur hlusta hver á annan öskra með eldgömlum slögurum heldur en að tala saman.

Já, fólk er fífl. Ég ætla að byrja að safna mér fyrir einbýlishúsi með hljóðeinangruðu gleri í öllum gluggum. (Svo læt ég náttlega eins og ég hafi ALDREI verið hinumegin borðsins og verið í partíi sem í hafa verið læti eða staðið fram undir hádegi. Hentugt að vera búin að gleyma því... Ha? Duranduran danspartí í eldhúsinu? Man hreint ekkert eftir því!)

Get hins vegar því miður ekki kvartað yfir því að lætin hafi haldið vöku fyrir hvítvoðungnum á heimilinu. Hann svaf óvenjulengi (á meðan Queen var í botni) og vaknaði ekki fyrr en um 9. (Þegar slökkt var á partíinu.)

Var annars að koma af seinni sýningu á Þessu mánaðarlega. Við Rannsóknarskip höfðum vaktaskipti og ég var fyrir hlé, leikurum mínum til öryggiskenndar, og hann eftir hlé, til að halda í höndina á sínum. Mér sýndist þessi sýning líka vera að heppnast abbragðsvel. Ég er mjöööög ánægð með þetta. Hlakka til að fara á næsta stjórnarfund Hugleix, en þá verðum við væntanlega bara frekar montin. Og svo ég plöggi aðeins hvað er meira á döfinni, þá er frumsýning á leikritinu Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar í Möguleikhúsinu þann 12. apríl, annað mánaðarlegt sem mun samanstanda af einþáttungum í apríllok og í maí er stefnan að vera með tónlistardagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum sem mun samanstanda af því besta af því besta í tónlistarsögu Hugleix.

Og svo þætti mér gott ef það gæti nú farið að öjlast til að hlýna! Þetta veður er óbjóður! Hvar eru þessi fokkíng gróðurhúsaárhrif sem ég er alltaf að bíða eftir?