4.8.08

Óver end...

Er alveg á síðasta klukkutímanum. Búin að svæfa Hraðbát og sé hann kannski ekki aftur fyrr en eftir viku!! Og á nottla ekki betra skilið fyrir að hafa gleymt afmælinu hans í gær. (Hann varð 6 mánaða þá, án þess að nokkur tæki eftir því.

Tölvan verður eftir heima í þessari ferð. En þar sem mér finnst alveg bráðnauðsynlegt að skrifa niður bráðabirgðarýni á allar sýningar á svona hátíðum þá hef ég fjárfest í forláta glósubók og penna, og hvurutveggja verða höfð meðferðist og huxanlega birtur úrdráttur úr hátíðardagbók síðar. Svo er nú hefð fyrir að Leikfélög haldi úti ferðadagbókum á svona ferðum, en á því krælir hvergi á vefjum Hugleix eða Leikfélax Kópavox í þetta sinn. Vonandi man einhver eftir sollis á síðustu stundu. Ég nenni ekki að gera neinum viðvart.

Farin að stunda síðustu klukkustundina sem fjölskyldumóðir fyrir lengri pásu en nokkru sinni fyrr! Íks.