Nú er búið að hagræða stundatöflukerfi háskólans þannig að ég geti stundað allt það nám sem mig langar að troða í mig á þessari önn. Ég verð í skólanum frá klukkan 15.50 - 17.20 á þriðjudögum og frá 10 til 17.20 á miðvikudögum. Helgar fram að áramótum koma sem sagt til með að standa frá 17.20 á miðvikudögum til klukkan 15.50 á þriðjudögum. Vinnuvikan verður rúmur sólarhringur. Ég hef nú bara aldrei séð jafnþægilega stundatöflu! Það er annað en stundatafla Rannsóknarskips. Öll götótt með 2 daga helgarfríum. Ussu.
Annars var hann að hringja. Er að slaga heim úr skólanum eftir óvissuferð... klukkan 5 á föstudegi. Ég er nú ekki viss um að mér lítist alfarið á lífernið á þessum kennurum. ;-)
17.8.07
Mig dreymdi
að ég hefði alið stúlkubarn. Örlítið fyrir tímann. (Ekki semsagt núna heldur svona í janúar.) Fæðingin var svo lítið mál að ég mundi ekki eftir henni daginn eftir. Ég var að vesenast með þá stuttu, en eitthvað var hún nú lík systur sinni, það var ekki við það komandi að leggja hana niður, heldur vildi hún láta halda á sér og vera helst upp á rönd.
Annað er helst í fréttum að það bætist við óléttar kunningjakonur sem ég veit um ca. ein á dag, að meðaltali.
Nú sýnist mér Freigátan þurfa laggningu.
Annað er helst í fréttum að það bætist við óléttar kunningjakonur sem ég veit um ca. ein á dag, að meðaltali.
Nú sýnist mér Freigátan þurfa laggningu.
16.8.07
Dagur 2.
Húsmæðrun daxins var nú bara ótrúlega þolanleg. Enda húsið fullt af gestum allan daginn. Þegar maður er að tala við fólk, gerast lágmarkshúsverk einhvern veginn af sjálfum sér. Á morgun er svo kominn föstudagur, síðasti dagurinn sem heimavinnandi húsmóðir, Eló mágkona enn í heimsókn, og ég fer bæði í sjúkraþjálfun og vonandi í bumbusund, ef Hugga móða verður í stuði til að passa. Svo þetta virðist ætla að hafast, án inngrips meðferðarteymis eða geðlyfja.
Og leikritið æðir áfram og er að huxa um að verða söngleikur. Gerði það snarlega í dag þegar ég impraði á þvi við Tónskáldið að semja huxanlega tónlist í sollis, og brást það hið spenntasta við. Soldið spennandi... En þar sem við Tónskáldið höfum huxað okkur að semja saman óperu eftir 3 ár, er kannske ekki verra að við byrjum að æfa okkur.
Innihald verksins er að öllu leyti hernaðarleyndarmál í bili.
Og það er að koma menningarnótt. Ég hef stundum gert misheiðarlegar tilraunir til að "Menningarnótta" en það hefur aldrei brugðist að niðri í bæ hef ég ekki fundið viðburðina sem ég ætlaði á og jafnan orðið ótrúlega syfjuð, bara. Mig langar pínu að sjá Hálfvitana ljótu á Miklatúni... en ég er nú alltaf að hitta eitthvað af þeim auk þess sem diskurinn er það eina sem er spilað í bílnum. Svo veit ég ekki hvort ég nenni að bögglast með börn og grindargliðnun í gegnum miðbæinn, þar sem milljónir manns verða saman komnar. Það er kannski frekar að maður brjótist niður í ráðhús að heyra hann Svan litla spila á gítarinn sinn um hálfsjöleytið. Allavega er ljóst að eitthvað minna verður tekið þátt í unglingafylleríinu í ár.
Sybb og andleysi.
Best að fara að huxa um hvað á að vera í matinn á morgun...
Og leikritið æðir áfram og er að huxa um að verða söngleikur. Gerði það snarlega í dag þegar ég impraði á þvi við Tónskáldið að semja huxanlega tónlist í sollis, og brást það hið spenntasta við. Soldið spennandi... En þar sem við Tónskáldið höfum huxað okkur að semja saman óperu eftir 3 ár, er kannske ekki verra að við byrjum að æfa okkur.
Innihald verksins er að öllu leyti hernaðarleyndarmál í bili.
Og það er að koma menningarnótt. Ég hef stundum gert misheiðarlegar tilraunir til að "Menningarnótta" en það hefur aldrei brugðist að niðri í bæ hef ég ekki fundið viðburðina sem ég ætlaði á og jafnan orðið ótrúlega syfjuð, bara. Mig langar pínu að sjá Hálfvitana ljótu á Miklatúni... en ég er nú alltaf að hitta eitthvað af þeim auk þess sem diskurinn er það eina sem er spilað í bílnum. Svo veit ég ekki hvort ég nenni að bögglast með börn og grindargliðnun í gegnum miðbæinn, þar sem milljónir manns verða saman komnar. Það er kannski frekar að maður brjótist niður í ráðhús að heyra hann Svan litla spila á gítarinn sinn um hálfsjöleytið. Allavega er ljóst að eitthvað minna verður tekið þátt í unglingafylleríinu í ár.
Sybb og andleysi.
Best að fara að huxa um hvað á að vera í matinn á morgun...
15.8.07
Tilvist?
Ég er ekki lengur að vinna á Bandalaginu.
Ég er löngu hætt að vera í stjórn Hugleix.
Ég er ekki alveg viss um að ég sé til.
En góðu fréttirnar eru að snilldarhandritaforritið sem Gummi benti mér á er gargandi snilld. Verst að ég er ekki búin að finna út hvernig ég sé hvað ég er komin með margar blaðsíður... sem gæti reynst hættulegt.
Ég er löngu hætt að vera í stjórn Hugleix.
Ég er ekki alveg viss um að ég sé til.
En góðu fréttirnar eru að snilldarhandritaforritið sem Gummi benti mér á er gargandi snilld. Verst að ég er ekki búin að finna út hvernig ég sé hvað ég er komin með margar blaðsíður... sem gæti reynst hættulegt.
Húsmóðurhlutverkið
Það ber helst til tíðinda að Litli-Makki, sem er farinn að gegna nafninu Míka, er kominn á heimastöðvarnar. Þetta er til dæmis boggað á hann. Það fyrsta sem ég gerði var að fjárfesta í Fænaldrafti á alnetinu, svo ég gæti loxins byrjað á leikritinu sem ég ætla að skrifa fyrir ágústlok. En, obbossí, þegar allt er uppsett eftir öllum reglum kúnstarinnar kemur í ljós að fyrirbærishelvítið skilur hvorki ð eða þ. Ég er búin að prófa allt sem mér dettur í hug og er orðin lens og ætla að grafa í innviðum vinnutölvunnar minnar hvort ég finn kannski þar eldgamla, stolna Fænaldraftið sem Guðni Elís gaf mér fyrir margt löngu.
En þá er hún óformlega hafin, fangavistin yfir börnunum og burunni. Reyndar kemur Hugga móða á eftir og tekur Freigátuna með sér aðeins þar sem móðurskipið ætlar aðeins að fara upp á skrisstofu og segja eitt og annað við Rauðhærða Ritarann, sem kom aftur í dag. Og kannski stelast í blóðprufuna sem átti að fara í í síðustu viku.
Rannsóknarskipið er að leggja af stað í fyrsta daginn sinn sem virðulegur lærimeistari í skóla Haganna. Þar ætlar hann að vera í allan dag! Þar með er undirrituð orðin umsjónarmaður heimilishalds, Í þrjá daga. (Síðan förum við Freigátan austur og þegar við komum til baka verður hún leixkólastelpa og ég nemi.) En þessir þrír dagar skelfa mig heilmikið. Ég þakka mínum sæla fyrir að vera uppi á tímum þar sem leikskólar eru til og kvenfólk á annars úrkosti en að vera húsfrýr. Ég myndi einfaldlega ekki meika það, verða þunglynd á þremur dögum sléttum og hengja mig eftir vikuna. Ekki það að mér vaxi í augum að hafa krakkana nokkurn veginn hrein og nærð og í nokkurn veginn heilu lagi. Ég get líka alveg haldið heimilinu maðkafríu. En mér þætti alveg óstjórnlega slítandi til lengdar að þurfa að gera það allan daginn alla daga. Já, ég viðurkenni það. Þrátt fyrir að vera kona þá veita húsverkin mér ekki neins konar andlega fullnægju.
Þá spyrja menn kannski sig (og mig) hvað ég ætli eiginlega að gera þegar ég verð komin með ungabarn? Þá verð ég vissulega heimavinnandi allan sólarhringinn... þangað til í júní, þegar Rannsóknarskip fer í frí. En mér finnst það síður óyfirstíganlegt þar sem Freigátan verður á leikskóla og ég verð líka að taka 2 litla kúrsa í háskólanum. Ég er þá allavega bara að hafa ofan af fyrir einu barni (sem ég er að ímynda mér að verði svefnsælla en stóra systir ;-) og hef eitthvað annað að huxa um þess á milli. Það fer svo eftir veðri og vindum hvað gerist í haust.
Ég dáist að húsmæðrum. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvaða skapgerðarstyrk, sjálfsaga og almennar duglegur þarf til að eyða öllum dögum í húsverk, mest í félagsskap fólks sem enn hefur ekki masterað rökhuxun, án þess að bilast á geði og hætta að fara úr joggingbuxunum eða sófanum. Ég veit að fullt af konum skammast sín vegna þess að þeim finnst þær eru heimavinnandi og finnst þær ekki nógu góðar í því. En staðreyndin er sú að þeirri vinnu lýkur aldrei. Maður getur skrúbbað, straujað og alið upp allan daginn og alla nóttina, heimilið verður aldrei fullkomlega hreint og börnin koma alltaf til með að hirða upp nokkra ósiði, þrátt fyrir góðan vilja. Enn fleiri eru með samviskubit vegna þess að þeim finnst það ekki gaman. En það er algengur misskilningur að við konur eigum að hafa húsmóðurhlutverkið innbyggt og meðfætt og eigum að vera hamingjusamastar á bak við eldavélina. Enn þann dag í dag.
En nú segi ég eins og systir mín, computer says no. Ég er ekki húsmóðurtýpan. Neita að skammast mín fyrir það, eða taka því þannig að með því hafi ég fyrirgert rétti mínum til að eiga fjölskyldu. Ég hef huxað mér að hrúga níður öllum þeim börnum sem mér sýnist og ætlast síðan til þess, alveg skammarlaust, að maðurinn minn, þau sjálf og samfélagið aðstoði mig við heimilshaldið gegn fyrirgreiðslu sem heimili með tvær innkomur hefur efni á að borga. Og ég er engin kvenleysa þó ég vilji heldur vinna utan heimilis. Hins vegar er Rannsóknarskip alveg til í að vera heimavinnandi (sem gerir hann síst ókarlmannlegri), sem hann má alveg ef ég hef einhverntíma þær tekjur sem til þess þarf.
Allt í einu er þetta orðinn kvenréttindalanghundur. Ég veit ekki alveg hvort er samhengi í honum, inn á milli er ég búin að vera að sækja Freigátuna upp á borð og bekki og reyna að gabba hana til að leika sér sjálf. Tiltektin frá í gærkvöldi sést ekki lengur. Uppþvottavél og þvottavél öskra úr hungri og það er ekki alveg laust við að einhver gólf þurfi einhvers konar þrif. Fyrir utan svo gestaherbergið sem þarf að notast í kvöld en er pakkfullt af drasli.
ÉgvildégværiPamelaíDallas!
Eins gott að ég hef Míkana.
En þá er hún óformlega hafin, fangavistin yfir börnunum og burunni. Reyndar kemur Hugga móða á eftir og tekur Freigátuna með sér aðeins þar sem móðurskipið ætlar aðeins að fara upp á skrisstofu og segja eitt og annað við Rauðhærða Ritarann, sem kom aftur í dag. Og kannski stelast í blóðprufuna sem átti að fara í í síðustu viku.
Rannsóknarskipið er að leggja af stað í fyrsta daginn sinn sem virðulegur lærimeistari í skóla Haganna. Þar ætlar hann að vera í allan dag! Þar með er undirrituð orðin umsjónarmaður heimilishalds, Í þrjá daga. (Síðan förum við Freigátan austur og þegar við komum til baka verður hún leixkólastelpa og ég nemi.) En þessir þrír dagar skelfa mig heilmikið. Ég þakka mínum sæla fyrir að vera uppi á tímum þar sem leikskólar eru til og kvenfólk á annars úrkosti en að vera húsfrýr. Ég myndi einfaldlega ekki meika það, verða þunglynd á þremur dögum sléttum og hengja mig eftir vikuna. Ekki það að mér vaxi í augum að hafa krakkana nokkurn veginn hrein og nærð og í nokkurn veginn heilu lagi. Ég get líka alveg haldið heimilinu maðkafríu. En mér þætti alveg óstjórnlega slítandi til lengdar að þurfa að gera það allan daginn alla daga. Já, ég viðurkenni það. Þrátt fyrir að vera kona þá veita húsverkin mér ekki neins konar andlega fullnægju.
Þá spyrja menn kannski sig (og mig) hvað ég ætli eiginlega að gera þegar ég verð komin með ungabarn? Þá verð ég vissulega heimavinnandi allan sólarhringinn... þangað til í júní, þegar Rannsóknarskip fer í frí. En mér finnst það síður óyfirstíganlegt þar sem Freigátan verður á leikskóla og ég verð líka að taka 2 litla kúrsa í háskólanum. Ég er þá allavega bara að hafa ofan af fyrir einu barni (sem ég er að ímynda mér að verði svefnsælla en stóra systir ;-) og hef eitthvað annað að huxa um þess á milli. Það fer svo eftir veðri og vindum hvað gerist í haust.
Ég dáist að húsmæðrum. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvaða skapgerðarstyrk, sjálfsaga og almennar duglegur þarf til að eyða öllum dögum í húsverk, mest í félagsskap fólks sem enn hefur ekki masterað rökhuxun, án þess að bilast á geði og hætta að fara úr joggingbuxunum eða sófanum. Ég veit að fullt af konum skammast sín vegna þess að þeim finnst þær eru heimavinnandi og finnst þær ekki nógu góðar í því. En staðreyndin er sú að þeirri vinnu lýkur aldrei. Maður getur skrúbbað, straujað og alið upp allan daginn og alla nóttina, heimilið verður aldrei fullkomlega hreint og börnin koma alltaf til með að hirða upp nokkra ósiði, þrátt fyrir góðan vilja. Enn fleiri eru með samviskubit vegna þess að þeim finnst það ekki gaman. En það er algengur misskilningur að við konur eigum að hafa húsmóðurhlutverkið innbyggt og meðfætt og eigum að vera hamingjusamastar á bak við eldavélina. Enn þann dag í dag.
En nú segi ég eins og systir mín, computer says no. Ég er ekki húsmóðurtýpan. Neita að skammast mín fyrir það, eða taka því þannig að með því hafi ég fyrirgert rétti mínum til að eiga fjölskyldu. Ég hef huxað mér að hrúga níður öllum þeim börnum sem mér sýnist og ætlast síðan til þess, alveg skammarlaust, að maðurinn minn, þau sjálf og samfélagið aðstoði mig við heimilshaldið gegn fyrirgreiðslu sem heimili með tvær innkomur hefur efni á að borga. Og ég er engin kvenleysa þó ég vilji heldur vinna utan heimilis. Hins vegar er Rannsóknarskip alveg til í að vera heimavinnandi (sem gerir hann síst ókarlmannlegri), sem hann má alveg ef ég hef einhverntíma þær tekjur sem til þess þarf.
Allt í einu er þetta orðinn kvenréttindalanghundur. Ég veit ekki alveg hvort er samhengi í honum, inn á milli er ég búin að vera að sækja Freigátuna upp á borð og bekki og reyna að gabba hana til að leika sér sjálf. Tiltektin frá í gærkvöldi sést ekki lengur. Uppþvottavél og þvottavél öskra úr hungri og það er ekki alveg laust við að einhver gólf þurfi einhvers konar þrif. Fyrir utan svo gestaherbergið sem þarf að notast í kvöld en er pakkfullt af drasli.
ÉgvildégværiPamelaíDallas!
Eins gott að ég hef Míkana.
14.8.07
Framtíðin
..er alveg að koma. í dag er síðasti dagurinn í vinnunni. Þá liggur beinast við að athuga hvað örlaganornirnar á alnetinu hafa að segja. Það er nú ekki allt jafnágltt. Vissulega örugglega ekki andskotalaust að ætla að stökkva úr öruggu og yndislegu vinnunni sinni í að læra eitthvað alveg nýtt og misspennandi eftir margra ára heilarýrnun og ætla að gera það samhliða barneignum.
En lokaútkomuspilið kætti mig óstjórnlega:
Justice: The achievement of balance and inner harmony after a great trial. Agreements, contracts, or treaties concluded justly. Things set to rights. Karma restored. A turn for the better in legal matters.
Í dag verður Míka frelsaður og syndaaflausn versluð fyrir fimmtíuþúsund kall. það er nú ekki mikið, fyrir endurreisn karmans.
Semsagt, lögfræðileg málefni eru á uppleið. Fyndið. Ég var ekki einu sinni búin að átta mig á að ég ætti "legal matters."
En lokaútkomuspilið kætti mig óstjórnlega:
Justice: The achievement of balance and inner harmony after a great trial. Agreements, contracts, or treaties concluded justly. Things set to rights. Karma restored. A turn for the better in legal matters.
Í dag verður Míka frelsaður og syndaaflausn versluð fyrir fimmtíuþúsund kall. það er nú ekki mikið, fyrir endurreisn karmans.
Semsagt, lögfræðileg málefni eru á uppleið. Fyndið. Ég var ekki einu sinni búin að átta mig á að ég ætti "legal matters."
13.8.07
Frelsun Litla-Makka
Herti lox upp hugann og hringdi til að athuga með verustaði Litla-Makka (og Míka).
Þegar þetta er skrifað er ég á hóld, með öööömurlegustu hóldmúsík í heimi.
Allavega. Núna er ég að vinna næstsíðasta daginn í vinnunni. Sá gleðilegi viðburður vildi til þegar ég fór að taka til í draslinu í vinnutölvunni að ég fann atriðin sem mig vantaði inn í að geta klárað að ganga frá handritinu að Listinni að lifa. Hún endaði í 54 blaðsíðum, 34 atriðum. Mikið bútasaumað leikrit.
Jæja. Nú held ég að tollarinn sem veit mætti alveg fara að svara í símann.
Fyrirhugað er að verða síðan heimavinnandi húsmóðir í 2-3 daga, en þá daga held ég að Eló mágkona ætli einmitt að vera í heimsókn hjá mér! Eftir menningarnóttarhelgina ætlum við Freigáta síðan að breggða okkur austur og skemmta ömmu-Freigátu aðeins. Fram að hálfskoska brúðkaupinu sem við erum að fara í í Mývatnssveit þann 25. (Hrikaleg örlög að vera alltaf óléttur þegar maður á að mæta í óvenjudrykkfelld brúðkaup...)
Nú fer ég að halda að ég hafi endanlega týnst í símakerfinu á Keflavíkurflugvelli.
Annars er nokkuð í þessu hjá henni Höllu. Hún var að spá því að tölvan mín myndi lenda í óskilamunum... Kannski bara ódýrara að versla hana þaðan?
Vott ever. Nú hringi ég aftur.
ps: Fékk að lokum samband við mann sem gaf mér númer hjá konu. Hún gaf mér aftur númer hjá lögfræðingi sem er ekki við fyrr en eftir 13.00. Og mér skildist að ég hefði átt að finna á mér að ég ætti að hringja í hann í staðinn fyrir að bíða eins og fáviti eftir tilkynningu/rukkun/stefnu/handtöku.
Hmmmm... Það er ekki auðráðið, dómskerfi Íslands.
pps: Náði í manninn og komst að því hvernig ég frelsa Míka úr prísundinni. Aðalrefsingin felst tvímælalaust í að þurfa að keyra Reykjanesbrautina. Mér finnst að finna löggustöðina áMiðnesheiði, tala við Alvarlegan Lögfræðing sem skammar mig örugglega fyrir að vera glæpamaður og borga fimmtíuþúsundkall eiginlega ekkert mál miðað við það. Ég er mjög hrædd við Reykjanesbrautina og finnst hún jafnan helsti farartálminn á leið til útlanda.
En, sem sagt, er búin að boða komu mína til frelsunar Míka úr tugthúsinu á Reykjanesi síðdegis á morgun! Og verð mikið fegin þegar það kurl verður komið til grafar. Hvernig sem sakaskráin mín fer út úr því.
Þegar þetta er skrifað er ég á hóld, með öööömurlegustu hóldmúsík í heimi.
Allavega. Núna er ég að vinna næstsíðasta daginn í vinnunni. Sá gleðilegi viðburður vildi til þegar ég fór að taka til í draslinu í vinnutölvunni að ég fann atriðin sem mig vantaði inn í að geta klárað að ganga frá handritinu að Listinni að lifa. Hún endaði í 54 blaðsíðum, 34 atriðum. Mikið bútasaumað leikrit.
Jæja. Nú held ég að tollarinn sem veit mætti alveg fara að svara í símann.
Fyrirhugað er að verða síðan heimavinnandi húsmóðir í 2-3 daga, en þá daga held ég að Eló mágkona ætli einmitt að vera í heimsókn hjá mér! Eftir menningarnóttarhelgina ætlum við Freigáta síðan að breggða okkur austur og skemmta ömmu-Freigátu aðeins. Fram að hálfskoska brúðkaupinu sem við erum að fara í í Mývatnssveit þann 25. (Hrikaleg örlög að vera alltaf óléttur þegar maður á að mæta í óvenjudrykkfelld brúðkaup...)
Nú fer ég að halda að ég hafi endanlega týnst í símakerfinu á Keflavíkurflugvelli.
Annars er nokkuð í þessu hjá henni Höllu. Hún var að spá því að tölvan mín myndi lenda í óskilamunum... Kannski bara ódýrara að versla hana þaðan?
Vott ever. Nú hringi ég aftur.
ps: Fékk að lokum samband við mann sem gaf mér númer hjá konu. Hún gaf mér aftur númer hjá lögfræðingi sem er ekki við fyrr en eftir 13.00. Og mér skildist að ég hefði átt að finna á mér að ég ætti að hringja í hann í staðinn fyrir að bíða eins og fáviti eftir tilkynningu/rukkun/stefnu/handtöku.
Hmmmm... Það er ekki auðráðið, dómskerfi Íslands.
pps: Náði í manninn og komst að því hvernig ég frelsa Míka úr prísundinni. Aðalrefsingin felst tvímælalaust í að þurfa að keyra Reykjanesbrautina. Mér finnst að finna löggustöðina áMiðnesheiði, tala við Alvarlegan Lögfræðing sem skammar mig örugglega fyrir að vera glæpamaður og borga fimmtíuþúsundkall eiginlega ekkert mál miðað við það. Ég er mjög hrædd við Reykjanesbrautina og finnst hún jafnan helsti farartálminn á leið til útlanda.
En, sem sagt, er búin að boða komu mína til frelsunar Míka úr tugthúsinu á Reykjanesi síðdegis á morgun! Og verð mikið fegin þegar það kurl verður komið til grafar. Hvernig sem sakaskráin mín fer út úr því.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)