En það er bara búið að vera eitthvað svo mikið að gera hérna úti um allt land.
Það er verið að bíða eftir mér, ég á að fara að spila Risk við systkini mín og eiginmann, en áður en ég geri það get ég ekki látið hjá líða að setja hlekk á einstaklega merkilega manneskju sem sendi mér afmæliskveðju í kommenti. Þannig er nefnilega að á seytjánda afmælisdaginn minn eignaðist ég litla frænku. Hún heitir Guðný Ólafía Guðjónsdóttir og ólst upp á ættaróðali föður míns, Hænuvík við Patreksfjörð. Hugleikarar muna kannski eftir einþáttungnum Gegnumtrekk, sem var eftir mig og ömmu mína, sú amma er sameiginleg amma okkar Guðnýjar og bjó lengst af í Hænuvík. En þeim merka stað er Guðný einmitt með mynd af á blogginu sínu.
Hér bloggar Guðný, frænka mín, sem á næsta afmælisdegi okkar verður akkúrat helmingi yngri en ég.
Og nú fer ég að fjölmyrða fjölskylduna.
6.4.07
3.4.07
Vika Dimbils
Allt liggur í vellystingum fyrir norðan. Freigátan berst fyrir því af mikilli elju á hverjum degi að fá að borða lambakúk. Hingað til hafa aðrir haft betur.
Við komumst líka að því að fara með fjórtán mánaða brjálæðing í fermingarveislur er mikil vinna. Efast um að nokkur í fjölskyldunni hafi bætt á sig einu einasta grammi, þrátt fyrir einlægan brotavilja þegar menn fengu færi á hlaðborðinu.
Förum austur ekki á morgun heldur hinn, á degi skírs. Skiljum Smábát eftir við hægri hönd föður síns.
Og á morgun ætla ég að verða 33 ára og fá að sofa þvílíkt út.
Við komumst líka að því að fara með fjórtán mánaða brjálæðing í fermingarveislur er mikil vinna. Efast um að nokkur í fjölskyldunni hafi bætt á sig einu einasta grammi, þrátt fyrir einlægan brotavilja þegar menn fengu færi á hlaðborðinu.
Förum austur ekki á morgun heldur hinn, á degi skírs. Skiljum Smábát eftir við hægri hönd föður síns.
Og á morgun ætla ég að verða 33 ára og fá að sofa þvílíkt út.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)