Í sjónvarpsþáttunum The Wire er fylgst með afar vel skipulögðum glæpasamtökum og löggunum sem eru að reyna að hanka forsprakkarana í þeim. Það er nú samt þrautin þyngri. Glæpónarnir eru með góðan lögfræðing á sínum snærum sem getur látið næstum hvað sem er hverfa sporlaust. Vitni, sönnunargögn, jú neim itt. Og líkin hrönnuðust upp og fóru í pirrurnar á löggunum þar sem statistíkin hjá þeim gekk öll út á leyst morð vs. óleyst og það var alveg ömurlegt fyrir þá að sitja uppi með haug af morðum vissu alveg hver framdi, en vitni og sönnunargögn hurfu einhvern veginn alltaf eins og dögg fyrir sólu.
Einu sinni náðist nú samt hann Wee Bay. Ekkert sérstaklega hátt settur í genginu en samt nokkuð afkastamikill í ofbeldinu. Einhvern veginn þannig að það var ekki hægt að skola af honum. Og þá brugðu glæpónarnir á snjallt ráð. Wee Bay játaði á sig öll morð sem búið var að rekja til litlu mafíunnar. Át þau öll, eins og það var kallað. Þar með voru þau úr sögunni og hann fór, einn sinna manna, í fangelsi. Löngu seinna kom fram að eiginkona hans og sonur lifðu mjög þægilegu lífi upp frá því.
Það er ekki alveg laust við að manni detti þessi leikflétta í hug nú þegar reynt var að láta Geir hverfa af sviðinu með öll óþægilegu mútumálin í Sjálfstæðisflokknum á bakinu. Hefði kannski verið ástæða til að fylgjast með bankareikningunum hans næstu árin? Ja, ef plottið hefði virkað.
En íslenskur almannarómur er e.t.v. ekki jafn auðblekktur og uppdiktuð versjón af ammrísku réttarkerfi. Þó honum Geir sé ekkert að svelgjast á "ábyrgðinni" eru ekki einu sinni sjálfstæðismenn sjálfir að gleypa að hann beri hana einn. Nú held ég að hafrarnir séu að greinast frá sauðunum innan þeirra raða og kellingarnar og ýmsir aðrir eru að standa sig afbragðsvel.
Sjálfstæðisflokkurinn á sér alveg viðreisnar von. En fyrst verður hann að átta sig á því að gamaldags íhald er vænlegra til vinsælda í framtíðinni.
Ekki harðlínufjálsismi Hannvíðs með spillingunni og mútunum.
9.4.09
8.4.09
Ef maður á, til dæmis, brúðkaupsafmæli
(sem er reyndar líka afmælisdagur Geirs H. Haarde) er þá ekki algjörlega ásættanlegt að sofa fram að hádegi og hanga svo yfir áðurséðu 6 & the city í fullkominni alheimsleti og nenna hreint ekki að gera neitt í hreinlætisleysi heimilisins eða megruninni sem hófst í gær?
Nei, ætli þetta sé ekki bara geðveikislega vond afsökun.
Best að reyna að nenna að læra eitthvað.
Nei, ætli þetta sé ekki bara geðveikislega vond afsökun.
Best að reyna að nenna að læra eitthvað.
7.4.09
Sjávarspendýr?
Fór í Kringluna í dag. Fékk fjárheimildir uppá tugi þúsunda til að kaupa mér föt í afmælisgjöf þar sem mín höfðu öll... hlaupið. Komst ekki heldur í neitt í Kringlunni. Er þó hreint ekki vön því að versla í mjóstu búðunum. Leit ýmist út fyrir að vera ólétt eða bara almennt feit í öllu sem ég mátaði. Keypti þó eitt og annað, uppá vonina, dreif mig svo heim með hrylling í hjarta, sótti Freigátuna og hjólaði með hana í sund.
Í sundlauginni skemmtum við okkur ljómandi vel. Fram að eftirfarandi samtali:
F: Mamma, við erum hákarlar.
M: Nú?
F: Nei, ég er hafmeyja.
M: Nú, erum við hafmeyjar?
F: Nei, ég er hafmeyja. Þú ert hvalur!
Er hætt að borða. (STRAX eftir þessa pizzu.)
Í sundlauginni skemmtum við okkur ljómandi vel. Fram að eftirfarandi samtali:
F: Mamma, við erum hákarlar.
M: Nú?
F: Nei, ég er hafmeyja.
M: Nú, erum við hafmeyjar?
F: Nei, ég er hafmeyja. Þú ert hvalur!
Er hætt að borða. (STRAX eftir þessa pizzu.)
6.4.09
Göngudeild geðsviðs
er svo kallað vegna þess að þangað skyldi ævinlega ganga. Detti manni í hug að ætla að leggja bíl þar fyrir utan er maður geðveikur og af því verður maður enn geðveikari.
En ef maður getur hringsólað með hinum geðsjúklingunum á bílastæðum Landspítalalóðarinnar í þennan hálftíma sem það tekur að ákveða að leggja kolólöglega við gulu línuna, með fullkomnu jafnaðargeði, að sex vikum liðnum, þá hefur maður líklega staðið sig reglulega vel á námskeiðinu í hugrænni atferlismeðferð.
En ef maður getur hringsólað með hinum geðsjúklingunum á bílastæðum Landspítalalóðarinnar í þennan hálftíma sem það tekur að ákveða að leggja kolólöglega við gulu línuna, með fullkomnu jafnaðargeði, að sex vikum liðnum, þá hefur maður líklega staðið sig reglulega vel á námskeiðinu í hugrænni atferlismeðferð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)