28.4.09

Hugleikur í Þjóðleikhúsinu!

Hugleikur, hið 25 ára leikfélag, frumsýnir á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, þann 15. maí næstkomandi, afmælissýningu sína, Ó, þú aftur.

Undirrituð aðstoðarleikstýrir og Smábátur leikur, syngur og dansar af hjartans lyst.

Nánari upplýsingar um miðapantanir og sýningar og sollis verða á vef Þjóðleikhússins, frá og með morgundeginum. (Og ég get ekki lýst því hvað ég varð glöð fyrir hönd stjórnar þegar ég heyrði að ekki þyrfti að manna miðasölu. Snilld hf.)

Var að detta inn af mikilli tónlistaræfingu. Held þetta verði alveg bara ferlega, og jafnvel bara alveg óvenjulega, gott, fyndið, skemmtilegt og "hugleikskt" hjá okkur.

Í leiðinni er best að plögga að væntanlega (nema undirrituð klunni einhverju alveg geðveikt illa) verður útvarpsþáttur um fyrirbærið Hugleik á dagskránni einhvern tíma í maí. Á Rás 1. Nánar auglýst síðar.
Nefndin.

27.4.09

Til hamingju, Ísland

Tilefnið segir sig sjálft.
Annars gerist ekki mikið hér þessa dagana. Er að djöfla frá mér MA verkefni og ætla að reyna að klára áður en Bandalaxþing hefst á fimmtudagskvöld. Líka hálfgert brjál í gangi í útvarpsþætti og leikriti.

Allt að gerast í einu, eins og venjulega.
Set fallegar myndir af börnunum inn, sem stillimynd, um leið og færi gefst.

Óver end... Zzzzzzz...