Við Rannsóknarskip misstum annars af náttúruhamförunum og mér heyrist við vera ein um það. Við vorum bara niðri í bæ að spóka okkur, eða kannski var hann lagður af stað heim með Hraðbát í bumbupokanum og ég á leiðinni að sækja Freigátuna á bílnum, allavega höfðum við ekki hugmynd fyrr en við heyrðum þetta í útvarpinu þegar við komum heim. Og allar þessar fréttir eru að hafa hin undarlegustu áhrif. Við erum alveg óvenju syfjuð og rugluð. Ég held helst að jörðin hafi gubbað upp einhverju syfjugasi í leiðinni.
En vonandi verður ekki meira af þessu neitt. Og vonandi eru fólk staðir og dýr minna skemmd en leit út fyrir í fyrstu. En myndirnar í fréttunum voru svakalegar.
Annars fékk ég hálfgert paranojukast þegar ég var aðeins ein heima með litlu krakkana á meðan beðið var eftir hugsanlegum stórum eftirskjálfta. Þjófavarnakerfi í bílum voru alltaf að fara í gang úti og ég var að reyna að heyra fréttirnar í gegnum að Freigátan öskraði "babúbabú" með þeim. Og Hraðbáturinn var líka óvenjuræðinn. Og það rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta hafði nú allt miklu minni áhrif á mig 2000. Maður verður óttaleg kjeeeelling við þessar barneignir. Rannsóknarskip var hins vegar svo hugrakkur að fara bara í klippingu.
En maður huxar óneitanlega til leikfélaganna sinna á Selfossi og Hveragerði og nágrennum. En ekki á maður nú að vera að hringja neitt. Enda hafa menn sjálfsagt um nóg að hugsa. Huxa bara hughreystandi til ykkar suðurfrá og ætla á Bandalagið í næstu viku og njósna fréttir.
En það er skrítið að vera síðan bara að fara að ferðast í svona, einhverju, ástandi. En þó finnst mér viss léttir að vera að fjarlægjast Suðurlandsundirlendið, svona rétt í bili. Þó við höfum ekki fundið fyrir neinu.