29.5.08

Allt í rugli.

Erum að reyna að týna okkur saman til að fara vestur á ættarmótið. Eða það sem eftir er af því. Það kemur víst til með að vanta einn áðurboðaðan ættlegg sem býr víst í Hveragerði.

Við Rannsóknarskip misstum annars af náttúruhamförunum og mér heyrist við vera ein um það. Við vorum bara niðri í bæ að spóka okkur, eða kannski var hann lagður af stað heim með Hraðbát í bumbupokanum og ég á leiðinni að sækja Freigátuna á bílnum, allavega höfðum við ekki hugmynd fyrr en við heyrðum þetta í útvarpinu þegar við komum heim. Og allar þessar fréttir eru að hafa hin undarlegustu áhrif. Við erum alveg óvenju syfjuð og rugluð. Ég held helst að jörðin hafi gubbað upp einhverju syfjugasi í leiðinni.

En vonandi verður ekki meira af þessu neitt. Og vonandi eru fólk staðir og dýr minna skemmd en leit út fyrir í fyrstu. En myndirnar í fréttunum voru svakalegar.

Annars fékk ég hálfgert paranojukast þegar ég var aðeins ein heima með litlu krakkana á meðan beðið var eftir hugsanlegum stórum eftirskjálfta. Þjófavarnakerfi í bílum voru alltaf að fara í gang úti og ég var að reyna að heyra fréttirnar í gegnum að Freigátan öskraði "babúbabú" með þeim. Og Hraðbáturinn var líka óvenjuræðinn. Og það rifjaðist upp fyrir mér hvað þetta hafði nú allt miklu minni áhrif á mig 2000. Maður verður óttaleg kjeeeelling við þessar barneignir. Rannsóknarskip var hins vegar svo hugrakkur að fara bara í klippingu.

En maður huxar óneitanlega til leikfélaganna sinna á Selfossi og Hveragerði og nágrennum. En ekki á maður nú að vera að hringja neitt. Enda hafa menn sjálfsagt um nóg að hugsa. Huxa bara hughreystandi til ykkar suðurfrá og ætla á Bandalagið í næstu viku og njósna fréttir.

En það er skrítið að vera síðan bara að fara að ferðast í svona, einhverju, ástandi. En þó finnst mér viss léttir að vera að fjarlægjast Suðurlandsundirlendið, svona rétt í bili. Þó við höfum ekki fundið fyrir neinu.

Nú. Varð. Ég. Hissa.

Þegar maður er búinn að díla við Lánasjóð íslenskra námsmanna í fimmtán ár veit maður hverju við má búast. Því versta. Þessvegna gerði ég svo sem ekkert annað en að bölva í hljóði þegar ég sá að mars-endurgreiðslan hafði farið út af þjónustureikningnum mínum, þó ég hafi verið búin að sækja um undanþágu frá henni, þar sem ég væri í námi. Ákvað samt að tala við Sjóðmenn í morgun, áður en ég gerði bankaráðstafanir til að framleiða einhvern áttatíuþúsundkall sem ég átti ekki. Konan sagðist ætla að "athuga málið." Ég þakkaði pent fyrir (bjóst aldrei við að frétta meira af "málinu") hringdi í bankann og gerði ráðstafanir sem fólu í sér bjartsýnisstærðfræði og ímyndaðar framtíðartekjur.

Um hálftíma síðar duttu mér allar dauðar lýs og lifandi úr höfði.

Konan úr LÍN hringdi, búin að athuga málið, viðurkenndi klunn hjá innheimtudeild og heimtaði að fá að endurgreiða mér um hæl, gegn framvísun einhvers rafræns sem þjónustufulltrúinn minn gæti sent um netheima. Ég hef nú bara sjaldan orðið jafnhissa.

Er búin að tala við þjónustufulltrúann minn og málið er dautt.

28.5.08

Mitt svokallaða líf

Í þáttunum um gelgjuna sem ég samsamaði mig svona fínt með í kringum 1994, tek ég í dag mest eftir mömmunni. En hún er hroðalega mikil passívaggressív tík og ég skil fullkomlega að pabbinn skuli halda framhjá henni seinna í seríunni. En hann er nú líka óttalegur bjáni. Og Jordan Catalano er svakalega krakkalegur. Og algjör Öjli, bæðevei. Mikið er maður nú miðaldra.

Í fréttum af heimilinu er það annars helst að afmæli Smábátsins var haldið hátíðlegt í dag í Keiluhöllinni að viðstöddu fjölmenni. Þá þarf ekki að standa í að finna tíma sem ekki finnst í það í haust. Á meðan fór ég með litlu krökkunum, Völu vinnkonu og pabbennar út á róló þar sem hamast var lengi og vel. Freigátan sofnaði um leið og hún lagði höfuðið á koddann.

Og Rannsóknarskip er búinn að skila einkunnum svo nú fer maður að sjá hann aftur. Og nú er bara að bresta á með vesturferð! Og áður en hún gerist kem ég til með að skila síðustu þýðingunni minni Í HEIMINUM! Og ég held ég geti bara alveg mælt með myndinni Tortured... svona fyrir utan ofbeldið í henni.

27.5.08

Kraftaverk

Fram yfir þrítugt var ég haldin meinlegum misskilningi. Ég hélt að til að vinna ástir manns, verðskuldað, þyrfti ég að gera Kraftaverk í lífi hans. Ég leitaði einatt uppi menn sem ég taldi kraftaverks þurfi. Ég myndi Bjarga þeim frá sinni óyndislegu tilvist og veita þeim Hið Fullkomna Líf eftir minni skilgreiningu sem einnig væri alheimsins. Í staðinn myndu þeir knékrjúpa mér grátklökkir í eilífri þakklátsemi fyrir Kraftaverkið og veita mér að launum eilífa ást og hamingju til æviloka.

En undantekningalaust komu böbb í bátana.

Sumir reyndust hreint ekki jafnkraftaverksþurfi og ég hugði heldur voru allsendis hamingjusamir í sinni tilvist. Þeim kastaði ég umsvifalaust fyrir róða þar sem ég gat ekkert gert til að finnast ég verðskulda ástir þeirra og elskulegheit.
Aðrir deildu hreint ekki áliti mínu á eigin þarftir, þreyttust fljótt á kraftaverkabröltinu og hurfu á önnur mið.
Enn aðrir þurftu mikið á krafraverkum í lífi sínu að halda en gátu samt lítið gagn haft af mínum tilraunum til slíkra viðurgjörninga vegna þeirrar einföldu staðreyndar að kraftaverkin í lífinu verðu hver að velja og fremja fyrir sig.

Þetta tók mig ein 15 ár að skilja. En ég er fegin að það tóxt á endanum. Hef grun um að margir búi við þessa skynvillu.

Ég tók til við að horfa eftir mönnum með lífið uppum sig sem væru þá frekar tilkippilegir við að gera mitt líf sælla og indælla. Og tók um leið til við að horfa til kraftaverkasmíða í mínu lífi sjálfrar.

Nú er ég Kraftaverkið í lífi Rannsóknarskips og hann í mínu og saman ölum við önn fyrir þremur Kraftaverkum í viðbót sem ég vona að eigi aldrei eftir að búa við þann misskilning að þau þurfi að vinna sér inn ástir annarra með kraftaverkagjörðum.

Herra Rólegur

Ég held alltaf að Hraðbáturinn ætli að fara að minnka eitthvað þennan ógurlega svefn sinn og sofa eitthvað undir 18 tímum á sólarhring. En það er nú eitthvað annað. Núna er hann meira að segja búinn að hagræða þannig að hann sefur frá 10 á kvöldin til hálftíu á morgnana, og er steinhættur að vakna um sjöleytið til að drekka. Og áfram fær hann sér tvo til þrjá laaaanga lúra á daginn. Mög þægilegt. Og eins gott. Það er einhvern veginn alveg sama hvað klárast af verkefnum, það er alltaf jafnmikið að gera.

Þessa dagana situr Rannsóknarskip sveittur og fer yfir próf, lengst fram á nætur. Mér skilst að hann eigi að klára herlegheitin í kvöld. Á morgun er fyrirhugað að halda upp á afmæli Smábátsins. Þetta er í fyrsta skipti sem við prófum að gera það að vori, en hann á afmæli á Jónsmessu og hefur hingað til verið haldið upp á það þegar skólinn er byrjaður aftur. En í fyrra var nú bara svo mikið að gera í upphafi skólaárs að það ætlaði aldrei að finnast tími. Svo núna ætlum við að klára það bara af, og kaupa okkur mjög létt frá því og láta Keiluhöllina sjá um dæmið. Sem var að ósk unga næstum-tólf-ára mannsins sjálfs. Enda komast ekki margir tólf-ára-eða-næstum slöttólfar fyrir í íbúðinni okkar, eins og staðan er í dag.

Og ég er að fatta hvers vegna mér finnst ég hafa misst af undanförnum sumrum. Ég er búin að vera ýmist ólétt eða með barn á brjósti öll sumur síðan 2004. Og þá var ég nú eitthvað lítið á landinu. Og svo er að hefjast eitt brjóstagjafasumarið enn... með einni leiklistarhátíð, reyndar... hvernig sem ég fer nú að því að vera án litlu ormanna minna í tæpa viku. Það er talsvert lengri tími en ég hef nokkurn tíma verið aðskilin frá Freigátunni síðan hún fæddist. Jæks.

Og ég er enn að lesa sjálfa mig fram til daxins í dag. Ég er komin að fyrstu flensu haustsins, þegar ég var að hrósa happi yfir að börnin mín yrðu næstum aldrei veik... Múhahaha. Fáviti.

Jæja. Bezt að taka til við allra síðustu þýðinguna í heiminum áður en ég læt endanlega af störfum sem textari!

25.5.08

Fréttir og myndir

F��r �� l��knavaktina og n�� erum vi�� hj��nin �� sitthvoru pensill��ninu. L��knirinn vildi reyndar meina a�� ��g v��ri sennilega bara me�� laaaaangan v��rus og ��yrfti a�� sj�� til, en ��g sag��ist ekkert mega vera a�� ��v��. Svo ��g er f��kk pillur sem ��g tek upp�� von og ��von og vona a�� ��g ver��i ekki enn���� me�� einhvern langv��rus �� Vestfj��r��unum um n��stu helgi.

N��na eru b����i Sm��b��tur og Freig��ta farin �� r��min s��n, Ranns��knarskip situr sveittur og fer yfir pr��f og Hra��b��tur liggur �� g��lfinu og syngur fyrir mig. (Hann er a�� st��kka svo ��tr��lega hratt ��essa dagana. Enda var ��g a�� fatta a�� drengurinn er alveg a�� ver��a 4 m��na��a! M��r finnst ��g hafa veri�� �� f����ingardeildinni �� g��r.)

Allavega, ekkert nema lei��indi �� sj��nvarpinu svo ��g ��tla bara a�� g�� hvort ��g finn ekki einhverjar s��tar myndir af kr��kkunum til a�� setja h��rna.

J��, hall��?

Viltu tala vi�� br����ur minn?

N��, ��ennan sem kann a�� tala?

Sj��nvarpsgl��parar

K��rukr��tt

Pffff

Stundum hafa lög sem mér finnast flott unnið Júróvísjón. En ekki í ár. Sem er eiginlega alveg ótrúlegt. Vegna þess að mér fundust mörg lög flott. Og hvað er þetta eiginlega með silfurkjóla með kögri? (Og í þessum orðum skrifuðum er akkúrat verið að fara að endursýna hörmungarnar. Slekk um leið og ég nenni að standa upp.)

En við Rannsóknarskip vorum einstaklega júróleg í pestinni og skrifuðum niður komment við öll lögin. Bæði frá mér, honum, og stundum Friðriki. Við vorum ferlega oft jákvæð bara. Og í því ljósi er sérlega fyndið að sjá hvað við skrifuðum við efstu þrjú lögin.


Grikkland (3. sæti)
Á: Sennilega leiðinlegasta lagið.
S: Guð hvað mér leiðist.
F: Það hefur ekkert lag vakið mig síðan ég sofnaði yfir Íslandi

Úkraína (2. sæti)
Á: Eru allir í Tinu Turner-kjólum? Samt ágætlega vel unnið atriði. Nánast eins og MTV-myndband. Vona að það vinni ekki.
S: Of lítlill kjóll og of stórt hár og mér er alveg sama þótt hún sé mjó. Samt leiðinlegt lag.

Rússland (1. sæti)
Á: Nei annars, þetta er leiðinlegasta lagið.
F: Dómadagshávaði er þetta. Fær maður ekki að sofa í friði! (Hrökk semsagt upp með andfælum)
S: Leiðinlegt lag.

Svo við höfum hreint ekki sama smekk og Evrópa þetta árið. Annars var ég nú ekki almennilega ákveðin hvað mér þætti flottasta lagið. En það komu alveg 10 til 15 til greina. Og flest lentu þau fyrir neðan Ísland. Sem gat ekki einu sinni öjlast til að lenda í 16. sæti, sem mér finnst við ættum alltaf að stefna á, ef við vinnum ekki. Allt þar á milli er miðjumall. Ef við lendum neðar en sextánda sæti þá má alltaf stinga nefinu upp í loft og segja sem svo að pllllebbbbarnir í Evrópu skilji ekki allllvöru Tón List.

Rannsóknarskip er annars búinn að fá pensíllín, Freigátan virðist ætla að sleppa fyrir horn, er ekki einu sinni með hor, þannig að kirtlaleysið virðist gera gagn. Hraðbáturinn er allur að skríða saman, held ég, en ég hósta dáldið svo ég er að hugsa um að skreppa á heilsugæsluna með okkur tvö á morgun. En mér hættir auðvitað til að fá bronkítis uppúr svona, eins og sönnum fyrrverandi reykingamanni sæmir. Svo ég get ekki alveg andað í dag og er næstum að huxa um að stelast í asmapústið sem Freigátan fékk í vetur.