Búin að vera á Héraði í tvo daga og í morgun kom það. Fyrsta Egilsstaðabrjálið. Las Austurgluggann og hafði skoðanir á öllu sem var í honum. Brást við því eins og maður gerir, með því að fara í kaupfélagið.
Þaðan lögðum við hjónin örlitla lykkju á leið vora og skruppum á Borgarfjörð Eystri. Þar var sama rigningin og þegar ég kom þangað síðast og öfug Dyrfjöllin sáust ekkert fyrir þoku. Árni var samt ánægður með ferðina, hafði enda hvorki séð þennan Borgarfjörð né nokkurn lunda fyrr.
Nú erum við orðin bæði foreldra- og barnlaus. Veitir enda ekkert sérstaklega af, Árni er að drukkna í þýðingaverkefnum og ég er ekki hálfnuð með að jafna mig eftir leiklistarhátíð. Vona nú samt að ég klári það um helgina svo ég geti lagst í leikritaskriftir í næstu viku þegar ég verð orðin al-alein.
28.6.05
Af sumarleyfinu
er það helst að frétta að það er víst bara í annarri vinnunni. Hin eltir mann í tölvupóstinum hvert sem maður fer og stundum dettur fólki í hug að hringja og vekja mann, alla leið frá Ítalíu, til að gera eitthvað þegar maður ætlaði að sofa út. Og svo þegar maður er búinn að því og ætlar aftur uppí, þá er auðvitað sólin farin að glenna sig og það er víst ekki stætt á öðru en að brúka hana.
Annars voða skrítið að vera á Akureyri eftir að hátíðin er farin. Soldið eins og að vera síðastur heim af Húsabakka á skólaslitadegi.
Annars voða skrítið að vera á Akureyri eftir að hátíðin er farin. Soldið eins og að vera síðastur heim af Húsabakka á skólaslitadegi.
26.6.05
Þá er
loxins búið að slíta Hátíð. Allir farnir til síns heima eða eitthvurt annað, nema ég sem er komin í sumarfrí og er um kjurt í herbúðum Rannsóknarskips og Smábáts. Og ég verð að viðurkenna algert bensínleysi.
Get þó ekki látið hjá líða að óska brúðhjónum gærdaxins innilega til hamingju, ekki það að þau sjái þetta, hugurinn væntanlega kominn með þau hálfa, ef ekki alla, leið til Rómar.
Held að hátíðin hafi heppnast vel í flesta staði, annars eru nú sennilega flestir betur til þess fallnir en ég að segja nánar frá því. Ég takmarkaði leikhússókn við stykkir sem ég átti eftir að sjá, djammaði hreint ekkert, en gæti hins vegar lýst því í nokkuð nákvæmum smáatriðum hvernig upplýsingamiðstöð hátíðar leit út að innan.
Veit núna hvernig síðasta hátíð gat endað í svona miklu blakkáti hjá mér, huxa að þessi geri það bara líka. Rextur upplýsingarmiðstöðvar er bara ekki meira spennandi en það. Hins vegar var náttúrulega frekar spennandi hvað síminn minn hringdi mikið þessa daga. Það var bara næstum eins og ég væri vinsæl!
Er búin að strengja þess mörg og hátíðleg heit að næst þegar ég verð á leiklistarhátíð ætla ég þvílíkt að leika mér að drekka mig blindfulla á hverju kvöldi og grenja og gubba í hárið á mér.
En nú er ég komin í sumarfrí, og góða veðrið komið norður og austur, þar sem það á að vera næstu vikur. Fer austur með flotann á þriðjudaxkvöld. Jibbíkóla!
Get þó ekki látið hjá líða að óska brúðhjónum gærdaxins innilega til hamingju, ekki það að þau sjái þetta, hugurinn væntanlega kominn með þau hálfa, ef ekki alla, leið til Rómar.
Held að hátíðin hafi heppnast vel í flesta staði, annars eru nú sennilega flestir betur til þess fallnir en ég að segja nánar frá því. Ég takmarkaði leikhússókn við stykkir sem ég átti eftir að sjá, djammaði hreint ekkert, en gæti hins vegar lýst því í nokkuð nákvæmum smáatriðum hvernig upplýsingamiðstöð hátíðar leit út að innan.
Veit núna hvernig síðasta hátíð gat endað í svona miklu blakkáti hjá mér, huxa að þessi geri það bara líka. Rextur upplýsingarmiðstöðvar er bara ekki meira spennandi en það. Hins vegar var náttúrulega frekar spennandi hvað síminn minn hringdi mikið þessa daga. Það var bara næstum eins og ég væri vinsæl!
Er búin að strengja þess mörg og hátíðleg heit að næst þegar ég verð á leiklistarhátíð ætla ég þvílíkt að leika mér að drekka mig blindfulla á hverju kvöldi og grenja og gubba í hárið á mér.
En nú er ég komin í sumarfrí, og góða veðrið komið norður og austur, þar sem það á að vera næstu vikur. Fer austur með flotann á þriðjudaxkvöld. Jibbíkóla!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)