6.8.03

Missti út úr mér í kaffinu í morgun að mig langaði á fiskidag á Dalvík um helgina.
Framkvæmdasjórinn hún Rannveig varð alveg óð og uppvæg og óð í að radda mér fríi. Nú er ég semsagt búin að panta mér far með Einsa, gistingu í herbúðum Sýnara og búin að lofa Togga að gera öll þau gögn sem ég get í sambandi við sýningu Sýna (sýnis, síns...) á Draumi á Jónsmessunótt.
Er með hjartsláttartruflanir af tilhlökkun.
Svo er litla stýrið hún Bára að koma heim í dag og ég held að stefnan sé á tónleika og kaffihúsabrölt á Seyðisfirði í kvöld.
Jibbíkei! Það verða þá einhver not fyrir allan bjórinn sem var ósnertur eftir Verslunarmannhelgi eftir alltsaman!

5.8.03

Kom sjálfri mér og alheiminum óskemmtilega á óvart og sat heima og skrifaði ritgerð alla helgina. Var líka að því áðan og er að fara að skrifa meira núna. Mjööög stutt í endanlega einhverfu.
Bið að heilsa lífi mínu ef einhver hittir það.