Í dag var síðan von á Huggu frænku í kaffi svo mesta horið var þrifið af þeim litlu og þau sett í eins peysur, svo það bæri minna á hvað þau væru rotinpúruleg. Móðurskipið náði meira að segja að ryksuga sæmilega í stofunni áður en frænkuna bar að garði.
Freigátan heyrði líka aðeins í ömmu-Freigátu í dag og bombarderaði hana með spurningum og pöntunum um samfylgd á róló, í sund og ýmislegt fleira. Pantaði líka að fá að fara með í heimsókn til langömmu. Svo fór hún með símann inn í dótaherbergi, til að sýna ömmu það. Hún er greinilega ekki alveg að átta sig á landfræðilegri afstöðubreytingu við ömmuna sína.
En í framhaldi á þessum skipulaxbreytingum erum við farin að velta fyrir okkur löngu tímabærum aðgerðum á baðherberginu. Aðallega vegna þess að ég er hrædd um að klósettið okkar fari alveg að gefa upp öndina. Eftir stutta skönnun á verði á svoleiðis hásætum sýnist mér að verið ættum alveg að geta gert svoleiðis án þess að verða alvarlega gjaldþrota. Jafnvel liggur fyrir að fara í örlítið frekari innréttingar á baðherberginu, í leiðinni. Ætlum að skoða málin og fara huxanlega í þetta einhvern tíma eftir áramót. (Ef dollan dugar svo lengi.)
Á morgun langar mig að komast í Kringluna og versla svo stórsér á helstu lagerum.