29.7.05

Hvar hafa dagar lífs míns...

...lit sínum glatað? Og það sem meira er, hvenær hættu verslunarmannahelgar að koma mér við? Ef ekki hefði verið fyrir hugljómun áðan hefði ég trúlegast mætt í vinnuna á mánudaginn. Fór í framhaldi af því að spekúlera í því hverju sætti. Mundi til dæmis ekki eftir því að komið hefði verslunarmannahelgi í fyrra. Gáði í bloggið, og þar lá að, var á leiklistarhátíð í Eistlandi. Og hefði núna jafnvel geta verið í Mónakó. Held að fleiri verslunarmannahelgar hafi einmit skolast til vegna útlanda.

En horfurnar fyrir þessa eru þó þær frumlegustu sem ég hef nokkurn tíma haft: Ætla að vera heima hjá mér, berfætt og ólétt, skrifa leikrit og pakka niður eigum mínum.

Og það sem er mest fríkish? Mér finnst þetta alveg ljómandi plan og finnst ég ekki vera að missa af nokkrum sköpuðum hlut, hérlendis eða erlendis.

Hnuss

-„Ja, ekki þekktist nú svona eymingjaháttur í mínu ungdæmi,“ hnussar í konunni sem er kynslóð eða tveimur eldri en ég. Mig langar að spyrja hana hvort verkir í rassi og píkubeini hafi ekki bara verið leyndó á tímum tepruskaparins, en þori ekki. Enda ekki ráðrúm þar sem hún heldur strax áfram.
-„Þá var nú ekki verið að væla yfir verkjum hér eða þar, maður átti bara sín börn og það var ekkert með það. Aldrei þurfti ég að "hvíla mig" á meðan ég gekk með mín 5. Og enginn talaði um "grindarverki" eða svoleiðis húmbúkk!“

Konan sem er miklu eldri en ég hnussar og frussar. Og ætlar svo að strunsa burt.

En, hvað er að sjá göngulagið á manneskjunni? Hún kjagar öll og skjöktir, við tvær hækjur? Á leiðinni inn til sjúkraþjálfarans.

Ég huxa að sá hnussi best sem síðast hnussar. Og þegar ég stend á Slattaratindi um sjötugt, í stað þess að sitja á biðlista eftir mjaðmaaðgerð, þá skal ég sko hnussa þannig undir tekur í Færeyjunum öllum.

28.7.05

Úrkynjun?

Hver skrattinn er fólasín? Og ef það er svona ógurlega mikilvægt fyrir ófædd börn, af hverju framleiðir maður það ekki sjálfur í skrokknum á sér? Er þetta ekki bara að verða eins og með erfðabreytt matvæli? Einhvers konar sterabúst?

Ég er búin að ganga fram af heibrigðiskerfinu með áhugaleysi og órómantískri afstöðu til meðgöngu. Druslaðist loxins í blóðprufur í dag, mánuði of seint, og gekk fram af starfsfólki með því að hafa ekki nennt í "hnakkaþykktarmælingu" (sem er ekki glæta að ég hafi nennt í nema stranglega skipað, en þetta gera víst "allir") og er alveg sama þó ég fari ekki í neinn sónar fyrr en á 20. viku. (Huxa að ég eigi eftir að sjá þetta barn alveg fullt. Örugglega of mikið stundum.)

Í gær hitti ég ljósmóðurina, sem virtist skynsemdarkona, þangað til við heyrðum hjartsláttinn og hún sagði eitthvað um "kraftaverk" og bjóst greinilega við einhverjum voða viðbrögðum. (Það lá við að ég þyrfti að gera eins og Miranda í 6 & The City þegar hún feikaði viðbrögð við sónar.) Mér datt hins vegar helst í hug að verða móðguð. Hvað er svona mikið kraftaverk? Að ég skuli geta fjölgað mér? Að mér skuli hafa tekist að halda lífi í barninu innvortis í heila 4 mánuði?

Neinei, ég skal nú ekkert vera að gera mig heimskari en ég er. Veit svo sem alveg hvað hún meinti. Og ég veit það ekki, kannski fær maður eitthvað veruleikafirringskast við fæðingu eða einhverntíma. Ég hef fulla trú á að barneignir séu geðveikt stuð. Annars væri ég ekkert að þeim. En mitt barn kemur aldrei til með að verða fyrir mér eitthvað meira "kraftaverk" en önnur. Gáfaðast og fegurst í heimi í augum móður sinnar, ekki spurning, en ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að eintak fæðist á 7 sekúndna fresti, og stundum, til dæmis í hvert skipti sem maður labbar niður Laugaveginn, er til allt of mikið af fólki. Alltsaman sömu svakalegu kraftaverkin, efast ég ekki um, en flest fara þau nú bara í pirrurnar á mér.

Ég vona bara að mér takist að klúðra ekki uppeldinu geðveikt illa. Það er víst nóg til af fábjánum, lúðulökum og uxahölum og ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfri mér ef ég bætti í það safn.

Og helsta áhyggjuefni mitt en auðvitað það órómantískasta af öllu. Ég hef áhyggjur af að ég farist úr leiðindum í í fæðingarorlofinu. Og, já, ég veit það verður svakalega mikið að gera hjá mér og allt það. En, so sú mí, mér finnst ekki skemmtileg tilhuxun að hanga heima í 3-6 mánuði yfir meira og minna sofandi barni og þvo þvott allan daginn. Fékk martröð um daginn þar sem mig dreymdi að ég væri farin að fylgjast með Guiding Light.

Mínir jákvæðu draumórar byrja ekki fyrr en börnin mín (ójá, það er sko stefnt á heilan haug) verða orðin nógu stór til að vera fyndin. Og til að það verði hægt að gefa þeim bjór. Ég hlakka líka til að vita hvernig persónuleikar þau verða þegar þau verða stór og ég vona bara að mér takist að búa til fjölskyldu sem er jafnskemmtileg og sú sem ég var alin upp í.

En þessi mikilvægu atriði sjást ekki í neins konar hnakkaþykktarmælingu. Þess vegna sé ég ekki tilganginn með þeim.

Heilagir Fimmtudagar!

Þetta fimmtudaxkvöld og næstu tvö verða haldin hátíðleg á mínu heimili. Vegna sjónvarpsdagskrár. Þau þrjú kvöld sem samanstanda af Scrubs OG Desperate Housewifes, með Without a trace á milli, sem er alveg hægt að horfa á líka, þarf hreinlega að halda uppá með kertaljósum og klæðunum rauðum. Það er ekkert svakalega oft sem ég sé ástæðu til að hrósa ríkissjónvarpinu fyrir frábæra samsetningu, en þarna hittu þeir nú aldeilis naglann á höfuðið! Sem sagt, verð ekki til viðtals um neins konar félaxlíf á þessum tímum auk þess sem allir símar verða aftengdir á meðan á hátíðahöldum stendur.

Svo fann ég eitt blogg. Setti link á KGB. Held þetta sé hann Kristján Guy, en ég held uppá hann. Og ekki bara vegna þess að hann lítur út eins og Harry Potter, mér finnst hann líka snjall. Á blogginu hans sýnast mér vera nokkrir ágætis langhundar. Og eflaust margir fleiri eftir að koma ef drengurinn heldur sig við efnið.

Heimavinna

Fór í mæðraskoðun í gær, og fékk heimavinnu. Er búin að liggja í símanum í allan morgun og panta mér tíma á flestum heilbrigðisstofnunum í bænum. Er farin að hallast að því að betra hefði verið að vera óléttur í gamla daga, áður en farið var að fylgjast með nokkrum sköpuðum hlut. Hvað um það, afkomandinn reyndist hafa ágætis hjartslátt og tók einnig í tilefni daxins smá frekjukast og boxaði þannig að Móðir Jörð fann fyrir. Það var nú... skrítið. Svolítið eins og ég hefði óvart gleypt sódastrím tæki.

Allavega, það er stundum þannig að þegar maður þarf að leggjast í símann þá gerir maður allt annað í leiðinni. Er loxins búin að hafa samband við manninn sem hún Linda benti mér á og panta eignaskiptasamning. Og ganga frá einu og öðru pappírslex eðlis. Gott ef ég byrja ekki líka í dag að leggja drög að mínum 18. flutningum, sem ég er einmitt alls ekki búin að vera að nenna.

Og svo verð ég líka að hrósa honum Hugleik fyrir dugnaðinn. Hann er búinn að blogga á hverjum degi alla leikferðina! (Sem er reyndar bara búin að standa yfir í tvo daga, en það er nú samt afrek miðað við fyrri tilraunir til slíx.) Þetta getur vonandi haldið áfram að vera morgunlesningin mín næstu daga.

27.7.05

Bara eitthvað...

Fyrst ég er byrjuð í pirrinu, og almenningur virðist vera búinn að ákveða að nú sé kominn tími heimskulegra spurninga og ætlar ekki að gefa mér meiri frið til að gera neitt fleira af viti í dag, þá er rétt að pirrast fleiru varðandi mína ágætu viðskiptavini.

Það kemur nefnilega fyrir að hingað inn villast ringluð ungmenni sem segjast vera með einhvern "hóp" og ætla setja upp leikþátt. "Bara eitthvað" segja þau gjarnan.

Við þessar upplýsingar umsnúast öll mín innyfli. Þetta hljómar alltaf eins og þessi "hópur" sem vill setja upp "eitthvað" hafi hvorki áhuga né hundsvit á því hvað leiklist er. Sérstaklega þeir sem halda að þeir geti skroppið í handritasafnið og fundið "bara eitthvað" á fimm mínútum fyrir lokun.

Jújú, vissulega veit ég um fullt af "einhverju skemmtilegu", en það er yfirleitt eftir fólk sem ég þekki og er vel við og vil síður vera að þröngva uppá fábjána, sem þessutan verða yfirleitt steinhissa þegar þeir frétta af fyrirbærinu "höfundarlaun".

Mér finnst "hópar" sem vilja gera "bara eitthvað" ættu að einbeita sér að einhverjum idjótískum "organized fun"-leikjum eða fara saman á golfnámskeið eða stofna saumaklúbb. Og hætta að bögga alvarlega þenkjandi leiklistarjöfra í vinnunni.

26.7.05

Skipulagt pirrrrr

Finn mig knúna til að gera játningu. Tímasetningin er m.a. tilkomin af því að hér kom einhver Öjlaklúbbur og vandræðaðist hálfan morguninn en verslaði síðan reyndar fyrir um 10.000 kall, ÚT AF LEIK! Og svo þóttu þeim þeir sjálfir vera ógurlega sniðugir að fatta uppá því að ætla í svona gasalega skemmtilegan "leik" með "klúbbnum" sínum um Verslunarmannahelgina og vildu hest fá afslátt útá það.
Fyrr hefði ég hent þeim niður stigann.
Vegna þess að (og hér kemur hinn sjokkerandi sannleikur):

Ég hef ANDSTYGGÐ á öllu sem kallast getur "organized fun"!

Frá barnæsku hef ég verið lítið fyrir leikreglur. Ef ég spila borðspil þarf ég helst að byggja í kringum það gífurlegan karakter, til að það sé rímótlí skemmtilegt. Þegar ég var lítil hafði ég takmarkaða skemmtum af skipulögðum leikjum, nema þeir sem ég væri að leika við væru þeim mun skemmtilegri. Annars vildi ég helst leika mér í spunaformi. (Sem sást til dæmis á því að barbíleikir mínir og vinkvenna mína fóru á síðustu barbíárunum að leysast mikið upp í óperu- ljóða og söguskriftir.)

Ef ég ætla að stunda félagslegar aðstæður vil ég geta tjáð mig og átt samskipti, frjálst og óháð leikreglum, með öðru fólki sem er jafnfært um hið sama. Af tíma til slíkst er hreinlega alls ekki nóg og verður aldrei. Mér fannst til dæmis alveg dáindisgaman uppi í Heiðmörk um daginn þegar menn komu saman í tilgangsleysi, einhverjir fóru svo að spila blak, aðrir sátu á kantinum og spiluðu á hljóðfæri eða kjöftuðu eða lágu í sólbaði eða hvaðeina. Og enginn sagði "Vertu með". (Ég ÞOLI EKKI þegar svoleiðis er sagt við mig. "Vertu með"! Þó mér sé meira að segja alla jafna vel við viðsegjanda, þá fæ ég andstyggð í allavega 5 mínútur á viðkomandi við þessar aðstæður. Ég vil sjaldan "vera með" og ef ég vil það tek ég þá ákvörðun upp á eigin spýtur.) Hefði hins vegar einhver ætlað að reyna að véla mig upp í Heiðmörk til að taka þátt í einhverjum "leik" hefði ég brúkað hvað sem vera skyldi sem afsökun fyrir þátttökuleysi.

Sem sagt, mitt félagslíf vil ég hafa í spunaformi. Skemmtilegast finnst mér þegar fólk sem ég er einhvers staðar með að gera eitthvað tekur uppá að tildæmis skreppa á kaffihús á eftir. Sniðugt, laust í reipunum, maður getur verið eins lengi eða stutt eins og manni sýnist. Eins og bjór eftir leikæfingar. Og svo náttúrulega gerast stöku sinnum snilldir eins og þegar við Siggi og Gummi Erl skruppum óvart niður á 22 og dönsuðum fram á morgun. Þess verður lengi minnst þar sem það var/verður líklega í síðasta skipti sem ég er í aðstöðu til að taka svoleiðis skyndiflipp í mörg ár.

Hins vegar vil ég alls ekki hafa leikhús í spunaformi. Þar vil ég hafa handrit, allavega þegar kemur að sýningu. Fátt fer meira í pirrurnar á mér heldur en spunaleikur á sviði, sérstaklega þar sem næstum enginn í heiminum hefur tök á því formi þannig að gaman sé á að horfa. Semsagt, handrit, eða allavega skýrar leikreglur a la Ágústa Skúla, á sviðinu, en lífið spuni án takmarkana, er mín draumastaða.

Come to think of itt, ekki skrítið að ég hafi fílað mig illa í Leikfélagi Hafnarfjarðar, þar sem stefnulitlir spunahroðar kallast "hryðjuverk" og þykja kúl og partýin lúta fleiri leikreglum en leikritin sjálf... hmmmm... interesting.
Auðvitað hefði ég aldrei átt að láta mér detta í hug að halda framhjá honum Hugleiki mínum þar sem handritagerðin er stór þáttur í æfingarferli og önnur starfsemi er spiluð eftir eyranu. Þetta liggur í augum úti, eins og kjeellingin sagði.

Hugleikur á ferð og flugi

Þá er Hugleikur farinn að pakka, enn eina ferðina, og mér skilst að á morgun fari hann, eða hrúgan úr Hamrinum, til Mónakó. Þar ætlar hann að vera við alþjóðlega leiklistarhátíð á vegum IATA/AITA hvar kenna mun ýmissa grasa, m.a. í formi 24 leiksýninga. Þær koma m.a. frá stöðum eins og Benín, Kamerún, Singapúr og víðar.

En þó það sökki auðvitað feitt að missa af þessu, þá öfunda ég liðið nú ótrúlega lítið miðað við aðstæður. Er nefnilega búin að þrauka eina leiklistarhátíð bláedrú í sumar. Og það verður bara að segjast:
Leiklistarhátíðir án tóbaks og áfengis sökka feitt!
Hef öðlast nýjan skilning á mýmörgum sem ég þekki sem hafa yfirgefið áhugamálið og hreyfinguna við það að gerast gúðtemplarar. It's not the same.

Þannig að Hugleikur má fara í friði (þó hann sé nú reyndar vanari að láta nokkuð ófriðlega á svona ferðum) í þetta skipti og óska ég honum heimsfrægðar. Er búin að leggja fast að mönnum að útvega sér heimboð til Afríku. Þá skal ég svo sannarlega reyna að vera í betra ástandi og fara með hvað sem það kostar.

Þess má geta að formaðurinn er að fara með, sem þýðir að varaformaðurinn fær að leika lausum hala og ætlar m.a. að gera allt vitlaust í fyrsta verkefni næsta leikárs og skrifa leikfléttur sem sem jarða m.a. allar fyrirætlanir formannsins um væm í handriti.

25.7.05

Eilíf ást og hamingja

Eftir heimsendaspár föstudaxins er rétt að skipta aðeins um gír. Yndislegi maðurinn minn birtist óvænt á föstudagskvöldið. Laugardeginum eyddum við í að velta okkur í sólinni uppi í Heiðmörk ásamt bandalaxskólafólki. Í gær fórum við síðan að skoða yndislega dásamlega framtíðarheimilið okkar, en þar eru eigendur þessa dagana að "stinga út" eins og þeir sjálfir orða það. Hef fulla trú á að þar á eftir að blómstra þvílíkt eilíf ást og haminga, og ekki spillir fyrir að hún verður staðsett miðja vegu milli Hugleikhússins og Andarungans. Já, þau hafa nú aldeilis séð fram í tímann þegar þau byrjuðu að búa, það Ingibjörg og Ragnar.

Svo þurfti Rannsóknarskipið auðvitað að láta úr höfn í morgun, en nú kemur hann sennilega ekki aftur fyrr en eftir um 3 vikur og þá drekkhlaðinn eigum sínum.

Ég örvænti heldur ekki, á spánnýja og ilmandi Harry Potter bók sem enn er ekki nema hálflesin.