Erum á lífi. Bilað að gera. Er búin að skrifa í gegnum leikritið, fyrstu tilraun. Ætla að láta lesa það fyrir mig í kvöld. Svo er lokadagur á morgun. Og þá er nú skólinn búinn og við stefnum í föðurhús Rannsóknarskips á sunnudaxkvöld. Held ég.
Hér er búið að vera skítaveður alla vikuna. Semsagt bara vinnufriður. Freigátan hefur unnið hugi og hjörtu allra viðstaddra og við höfum farið í sund á hverjum degi og skemmt okkur konunglega.
16.6.06
12.6.06
Internet!
Fannst ekki þetta líka skínandi, ilmandi, internet, bara hérna á sjálfum Húsabakka! Og í leiðinni uppgötvaðist að í gær var víst sunnudagurinn ellefti, en ekki tíundi, eins og misskildist í mínu undarlega hugarástandi. En nú er ég auðvitað komin á Svarfdælskan tíma og veit ekki neitt hvaða dagur er eða hvað klukkan er.
Veit hins vegar að ég er búin að þurfa að vesenast voða mikið og sofa slatta og er þessvegna ekkert farin að skrifa. Við Freigáta iðkum ungbarnasund í sundskála Svarfdæla daglega, og finnst stuð.
Og núna eiga allir að mæta á söngæfingu hjá Tótu að læra að syngja Svarfaðardal, þannig að það er víst ekki til setu boðið. (Svo skilst mér að sé blak og gufa, en við Freigáta tökum nú líklegast ekki þátt í því.)
Veit hins vegar að ég er búin að þurfa að vesenast voða mikið og sofa slatta og er þessvegna ekkert farin að skrifa. Við Freigáta iðkum ungbarnasund í sundskála Svarfdæla daglega, og finnst stuð.
Og núna eiga allir að mæta á söngæfingu hjá Tótu að læra að syngja Svarfaðardal, þannig að það er víst ekki til setu boðið. (Svo skilst mér að sé blak og gufa, en við Freigáta tökum nú líklegast ekki þátt í því.)
Sunnudagur, 10.06.
Hann hressir, Svarfaðardalur.
Hér erum við nú sest að í Reiðholti, bústað Árna Hjartarsonar, sem er í um kílómetersfjarlægð frá Húsabakka, hvar Rannsóknarskip er á leikstjórnarnámskeiði. Hér er óstjórnlega mikil ró og friður, ekkert stjónvarp og ekkert heyrist nema fuglasöngur og lækjarniður. (Jú, og svo hlustuðum við Freigáta reyndar á sjómannadaxmessu í útvarpinu í morgun.)
Við erum líka búnar að vera svolítið eins og gráir kettir niðri á Húsabakka. Þar eru menn byrjaðir að skóla af krafti, búið að busa, fara í allavega eina keppni í gúmmítúttusparki og Bandalagið glymur gjarnan úr öllu, hornum, í ár virðast vera nokkuð margir nýnemar sem ekki eru enn búnir að fá leið á því.
Svo leggjum við undir okkur sundskálann við hvert tækifæri, enginn smá lúxus að hafa einkasundlaug fyrir ungbarnasundið.
Og í öðrum fréttum, Rannsóknarskip útskrifaðist í gær úr Háskólanum á Akureyri og er nú allur kominn með kennararéttindi. Hann var ekki viðstaddur (þar sem hann var hér) en við mæðgur skruppum til Akureyrar og keyptum smá útskriftargjafir handa honum. (Sudoku-bók og svona.) Fórum líka inn í Brekku í heimsókn til tengdaforeldranna.
Skemmst frá því að segja að ég er ekki búin að skrifa stafkrók í leikritinu sem ég ætlaði að skrifa hér, vegna stöðux flækings niður að Húsabakka, út á Dalvík og til Akureyrar. En nú er líklega rétt að fara að bæta úr því. Guðmávita hvenær þessi færsla kemst á netið, en næsta hotspott er víst á Akureyri og óvíst er hvenær við nennum aftur þangað.
Hér erum við nú sest að í Reiðholti, bústað Árna Hjartarsonar, sem er í um kílómetersfjarlægð frá Húsabakka, hvar Rannsóknarskip er á leikstjórnarnámskeiði. Hér er óstjórnlega mikil ró og friður, ekkert stjónvarp og ekkert heyrist nema fuglasöngur og lækjarniður. (Jú, og svo hlustuðum við Freigáta reyndar á sjómannadaxmessu í útvarpinu í morgun.)
Við erum líka búnar að vera svolítið eins og gráir kettir niðri á Húsabakka. Þar eru menn byrjaðir að skóla af krafti, búið að busa, fara í allavega eina keppni í gúmmítúttusparki og Bandalagið glymur gjarnan úr öllu, hornum, í ár virðast vera nokkuð margir nýnemar sem ekki eru enn búnir að fá leið á því.
Svo leggjum við undir okkur sundskálann við hvert tækifæri, enginn smá lúxus að hafa einkasundlaug fyrir ungbarnasundið.
Og í öðrum fréttum, Rannsóknarskip útskrifaðist í gær úr Háskólanum á Akureyri og er nú allur kominn með kennararéttindi. Hann var ekki viðstaddur (þar sem hann var hér) en við mæðgur skruppum til Akureyrar og keyptum smá útskriftargjafir handa honum. (Sudoku-bók og svona.) Fórum líka inn í Brekku í heimsókn til tengdaforeldranna.
Skemmst frá því að segja að ég er ekki búin að skrifa stafkrók í leikritinu sem ég ætlaði að skrifa hér, vegna stöðux flækings niður að Húsabakka, út á Dalvík og til Akureyrar. En nú er líklega rétt að fara að bæta úr því. Guðmávita hvenær þessi færsla kemst á netið, en næsta hotspott er víst á Akureyri og óvíst er hvenær við nennum aftur þangað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)