5.11.04

Bush segist ætla að sameina Bandaríkjamenn...

Ég man ekki betur en að einu sinni hafi einn ágætur ætlað að sameina Þjóðverja. Sá var líka stríðshneigður byrjaði líka á því að fá samþykki alþjóðasamfélagsins fyrir árásum og yfirtökum. Svo hætti hann að fá aðgerðir sínar samþykktar, en hélt samt áfram leggja undir sig eitt og annað. Einn daginn var síðan mælirinn fullur, þegar hann réðist inn í Pólland.

Íslendingar komu reyndar ágætlega út úr því stríði, með fulla vasa af tyggigúmmí og fullar hendur fjár og þennan fína flugvöll... Er hins vegar hrædd um að í heimstyrjöld komandi séum við öfugu megin. Komum sennilega ekki út úr henni með neitt nema nokkra kjarnorkuvetur og enga leið til að komast úr landi, nema kannski bát.

Eftir þá skemmtilegu tilviljun að myndband Osama skyldi einmitt vera birt í heild sinni á kjördag í Bandaríkjunum fer síðan ekki hjá því að maður finni fnyk. Ég hef lengi alið með mér þá samsæriskenningu að Bush og co. hafi sjálfir staðið fyrir árásinni á Tvíburaturna og látið líta svo út sem al-Kaída hafi verið að verki. Eftir að ég sá Fahrenheit 9/11 held ég að málið sé jafnvel flóknara.
Sennilega er bin Laden í felum í Hvíta húsinu, og öll hans fjölskylda. Á launum hjá kosningasjóði Bush. Það þarf jú að halda ógninni við svo það sé hægt að halda áfram að berja á öllum vondu Aröbunum.

Í síðasta stríði voru það gyðingar.

Spurning komandi ára er síðan, hvert verður „Pólland“ Bush? Hvenær missa Sameinuðu þjóðirnar þolinmæðina og byrja að árása, með Frakkland og Mið-Austurlönd í fararbroddi?

Ég held að atvinnuleysi á Suðurnesjum sé ekki hátt verð að borga fyrir að þurfa ekki að taka þátt í þeim hildarleik.

Vona að ég þurfi aldrei að segja "told you so" í þessu samhengi.

4.11.04

Og púrítanskir Talebanar halda völdum í nýja heiminum.
Heimsins óhamingju verður allt að vopni.
Bifreiðar eru verkfæri Satans

Skammi mig hver sem vill fyrir að hafa verið svo vítlaus að hafa samþykkt að fara með bílgarminn upp í Brimborg fyrir klukkan 8 að morgni, ljóslaus, um vetur. Brimborg er í Höfðahverfi sem er eins og allir vita forgarður Helvítis, sérstaklega þegar allt geðvonda fólkin er á leiðinni í vinnuna. Geðvonda fólkið tók samt ótrúlega vel eftir og þótti rétt og skylt að láta mig reglulega vita af ljósleysi vagns míns með tilheyrandi blikkingum.

(Skarpir hefðu nú huxanlega áttað sig á því að villingar miðbæjarrottuvagns með U-númeri í nágrenni allra bílaumboða í heiminum væru huxanlega tilkomnar vegna kunnugleika eigenda um vandamálið...)

Diskóljósaleikur allra sem ég mætti gerði það hins vegar að verkum að ég sá ekki rassgat og náði að villast vel og lengi um andstyggilegasta hverfi í heimi áður en ég gat skilið drossíuna eftir í öruggum höndum fagmanna.

Tók Strætisvagna Reykjavíkur í vinnuna. Besti ferðamáti í heimi.

3.11.04

Maður bara má ekki breggða sér af landinu og þá er allt orðið brjálað.
Kennaraverkfall búið og alveg að byrja aftur (heyrist mér).
Gos í Grímsvötnum og gosmökkur yfir hálfum heiminum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum brostnar á... spurning hvort þeir kunna að telja í þetta skiptið.
Og bara allt vitlaust, eftir áralanga gúrkutíð.

Og svo urlað að gera hjá mér að ég má ekki einu sinni vera að því að mynda mér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut, hvað þá að tjá mig.

Huxa að ég geri frekar formlegt rapport af Færeyjadæminu, með einhverjum spekúleringum um Norðurlandasamstörf, sem ég set síðan sennilega bara á leiklist.is. Fyrst verður nú samt fundargerð haustfundar að fara þangað, klára hana um leið og lát verður á pantanaflóðinu sem æðir hér yfir allt eins og hvert annað Skeiðarárhlaup. Hef ekki ennþá náð að koma nálægt Memento Mori. Það er eins og mig minni að það hafi átt að verða minna að gera hjá mér í nóvember... held það sé eitthvað að klikka.

Íbúðin mín er ennþá eins og eyðimörk. Þar inni er einn stóll, ostaskeri, endalausar birgðir áfengis (sem ég má aldrei vera að því að drekka) og stundum ég. Er búin að vera að reyna að stemma stigu við húsgagnaleysi með því að dreifa prjónadótinu mínu markvisst um allt. Stefni á að ræna geymslur systra minna um helgina.

2.11.04

Færeyjaferð lukkaðist ágætilega, lærði helling og fullt og sá framan í fullt af fólki sem ég hef átt tölvusamskipti við. Ferðasaga kemur síðan í nákvæmari dráttum þegar ég má vera að, en nú er ég að reyna að leggja lokahönd á hina Satanízku fundargerð haustfundar, sem hefur setið á hakanum sökum annríkis á skrifstofunni og geðbólna hverskonar.

En, aðalefni þessarar færslu er það að hún Eló mín, snilldarkona á Akureyri, stórvinkona mín og verðandi mágkona með meiru, er komin með blogg!
Hún fær sko link!

31.10.04

Var að ráfa um hótelið í tilgangsleysi og raxt á tølvu með interneti og meira og minna íslensku lyklaborði. Er í fyrsta skipti í ferðinni sem ég ráfa eitthvað í tilgangsleysi (prógrammið er búið að vera stíft) en thessi ráfun kemur til af thví að illarnir sem ég ferðast með gleymdu að skipta yfir á vetrartíma í nótt og vøktu mig til hittinga klukkutíma of snemma. Plebbar.

Erum annars búin að funda ýmislegt, ferðast um allar koppagrundir, borða stanslítið (og einu sinni hjá borgarstjóranum), sjá tvær leiksýningar, eina góða og eina vonda, og í dag átti að vera letidagur thar sem prógrammið er búið og við komumst ekki heim fyrr en á morgun. En, reyndust ekki Norðmenn vera líka enn á svæðinu svo nú ætlum við að hitta thá, og borða, en ekki hvað?

Og ég er búin að komast að thví að skandinavískan mín er stórfín, sem og færeyskan.

Seinnipartinn ætlum við svo að fara og sjá hinn stórkemmtilega sjónleik "Fólk og dólgar í Kardemommubý" í flutningi Sjónleikarafélagsins.

Og nú held ég að sé að verða kominn tími til að hitta thetta fólk, samkvæmt tímatali mannkyns.

Blíðar heilsanir,