7.6.08

Helztu fréttir...

Ókum eins og landafjandar alla leið austur í gær á meðan Hraðbáturinn setti persónulegt met í svefni og Freigátan annað slíkt í nammiáti. Í dag eru allir frekar eftir sig. Við Freigátan erum samt búnar að hafa það af að rölta kvennahlaupið og ég er búin að fara með Hraðbátinn og leyfa honum að toga í nefið og hárið á langömmu sinni. Það fannst henni nú gaman. Freigátan er líka búin að fara í sína fyrstu læknisheimsókn hér, þetta sumarið, en við ræstum út lækni í dag vegna þess að hún var komin með illa ógeðslega augnsýkingu. Henni fannst fúlt að fá ekki að bíða á biðstofunni. Hún fékk augnkrem.

Nú er hún sofnuð, eldsnemma, og Hraðbáturinn að skemmta ömmu sinni. Og ég ætla að gá aðeins hvernig fótboltanum líður. En sé fram á að verða ekki með nema tæplega annað augað á honum, þetta stórmótið.

Talaði annars við Rannsóknarskip áðan og heyrist ekki vera neitt sérlega leiðinlegt á skólanum. Svo er hann í herberginu sem við systir hans vorum í um árið, svo mér finnst ég nú eiginlega vera þarna...

5.6.08

Grenj

Eina ferðina enn er ég EKKI að fara í Svarfaðardalinn á morgun. En er samt alltaf jafn áþreifanlega meðvituð um að ALLIR eru að fara þangað, þar sem Rannsóknarskip er að fara, fjórða árið í röð. En, jæjajæja. Skemmti allir sér vel. 
(Ég vona að þetta verði árið sem verður öööömurlegt. ;-)

Við erum annars að fara á okkar eigið ródtripp á morgun. Ég mamma og tveir minnstu ormarnir. Við ætlum að aka til Egilsstaða. Suðurleiðina, af því að þar verður rigning svo enginn bráðnar í bílnum. Þar ætlum við að tjilla og tjilla. Allavega fram yfir frumsýningu á Soffíu mús. Þá er séns að við skreppum norður og heilsum upp á Rannsóknarskipið (og ömmuna þar og frændfólkið) áður en hann fer í hálsskurðinn. En, semsagt, frá og með morgundeginum verð ég einstæð móðir á Egilsstöðum um óákveðinn tíma, með internetið í kjallaranum, svo ekki er alveg víst að ég nenni að blogga á hverjum degi. Fljótlega þarf ég nú samt að fara að svíkjast um í vinnunni, þannig að þetta verður nú örugglega ekkert langt eða mikið blogghlé.

Annars verða báðar systur mínar meira og minna verklausar á Austurlandinu í mestallt sumar. Og eru báðar búnar að segjast ætla að vera duglegar að passa á meðan ég ritstýri Glettingnum og Rannsóknarskip verður í Golfi. Ég er nú samt að vona að ég sjá eitthvað í sólina, stundum.

Ég er að gleyma einhverju...

...bara man ekki hvað það er.

4.6.08

Undir augliti Frojds

Held helst að Júlía Hannam hafi bjargað geðheilsu minni í kveld með því að draga mig út að horfa á fatlaða leika geðfatlaða. Fór sumsé að sjá Athygliverðustu áhugaleiksýningu ársins, þetta árið, í Þjóðleikhúsinu. Þar sýndi Halaleikhópurinn Gaukshreiðrið í leikstjórn Guðjóns Sigvalda. Það var nú örlítið nostalgíuhvetjandi. Og setningin: Ekki liggja á glerinu, það koma fingraför! Þótti mér ennþá notalega heimilisleg.

Í öðrum fréttum. Síðasta leikár var ég í einu embætti hjá Hugleik sem ég sinnti einstaklega illa. Þess vegna var ég alveg búin að ákveða að taka hreint ekkert að mér næsta vetur þar sem hann verður líklega síst ógeðveikari en sá síðasti. Svo hringdi nýi formaðurinn og ég held ég sé búin að taka að mér eina fimm hluti... Émdi segja að nýi formaðurinn lofaði góðu.

Hraðbáturinn fór til læknis. Hann er hvorki kominn með eyrna- eða lungnabólgu. Ennþá.

Úffpúff

ókei. 5 manns þurfa að fara í 3 áttir og hafa með sér allt sem þeir þurfa til sumarsins. Nema einn. Sem kemur aftur hingað í júní. Farangur þriggja þarf að fara í bíl í kvöld. Þeir þrír og sængurnar þeirra fara austur á bíl á föstudaginn. Hinir tveir fara saman fljúgandi norður á föstudaxkvöld. En þar skiljast leiðir þeirra, svo þeir geta ekki haft sameiginlegan farangur.

Í dag þarf sumsé að pakka niður fyrir þrjá. Og reyna að klára þvottinn. Og reyna að nálgast skattkortið mitt sem er búið að vera í notkun hjá Rannsóknarskipi og er að fara í fæðingarorlofssjóð. Og komast að því hví í andsk... við erum að fá rukkun fyrir leikskólagjöld á leikskólanum sem við vitum ekki einu sinni ennþá hvenær Freigátan má byrja á en verður aldrei fyrr en eftir miðjan ágúst.

Og svo er bongóblíða, en Hraðbátur er enn með hor svo við erum bara inni að stressast og komumst ekki einu sinni í síðasta jógatímann. Andsk. Djöf.

Mikið verð ég nú fegin þegar allir verða búnir að ferðast, í bili. Þá ætla ég að vera komin í makindin hjá mömmu fyrir austan með litlu gormana. Og, viti menn, það verður komin rigning!

3.6.08

Bangsi!

��a�� hef��i n�� veri�� vari�� �� a�� f�� ��sbj��rn �� H��sd��ragar��inn! Hva��an kom hann eiginlega? ��etta minnir mann n�� bara �� mj��g undarlegt atri��i �� fyrstu ser��u Lost.

En a�� ����rum bangsa. ��essi litli kr��ttlegi �� myndinni er nefnilega fj��gurra m��na��a �� dag. �� tilefni dagsins ��tlar hann a�� vera duglegur a�� sofa ��r s��r hori��.

En a�� ��llu ��v�� mikilv��ga sem ��g gleymdi a�� segja fr�� ��r fer��alaginu. Eitt mj��g merkilegt sem ��g ger��i var a�� taka mynd af kind. N��nar tilteki�� Geiblukindinni sem vann s��r ��a�� til fr��g��ar s����asta vetur a�� vera alein a�� ��v��last uppi �� fjalli fram yfir ��ram��t. Fyrir ��a�� komst h��n �� H��nuv��kurfr��ttirnar hj�� Gu��n��ju afm��lisfr��nku, og ��ar sem m��r fannst ��etta fyndi�� nafn �� kind rata��i h��n a�� ��v�� loknu inn �� leikriti�� um Soff��u m��s. A�� sj��lfs��g��u er sau��kindin sem um r����ir hreint ekkert "geibld" �� framan, heldur bara ��gurlega hv��t og sviphrein. Ja, svona af kind a�� vera. Enda aldrei neitt a�� marka hva�� vestur��tt m��n segir og s����ast ��egar ��g hitti kindurnar �� H��nuv��k voru ����r allar hv��tar og koll��ttar og h��tu s����an allar Hringhyrna og Snarhyrna og Flekka, e��a eitthva�� svolei��is. En myndina get ��g ��v�� mi��ur ekki birt h��r strax ��ar sem h��n er �� myndav��linni hans pabba m��ns. ��ar eru l��ka myndirnar af Freig��tunni me�� kan��nu.

En mynd af H��nuv��k t��k Ranns��knarskipi�� �� okkar v��l. ��a�� hafa n�� l��klega veri�� teknar betri myndir af b��num, enda voru ��etta n�� bara afsmellingar �� h��lfger��u myrkri ��egar vi�� vorum a�� fara. ���� r��tt og gaman a�� segja fr�� ��v�� a�� ��arna utan �� br��ttu hl����inni utan �� fjallinu (sem ber vi�� himinn og haf �� ��essari mynd) hef ��g labba�� eftir st��rh��ttulegum st��g. Tvisvar! Einu sinni �� tilgangsleysi og einu sinni �� eftir rollum. Og ��tla aldrei a�� gera ��a�� aftur.��

�� Blakknum, fjalli lengra �� burtu, eru s����an t��nd m��kkaegg �� hverju ��ri. Vi�� ��a�� pr��la menn alveg eins og brj��l����ingar og nota ekki einu sinni spotta. Anna�� alveg st��rmerkilegt sem ger��ist var a�� vi�� fengum svolei��is hj�� ��mmu ����ur en vi�� f��rum. ��a�� var n�� illa d��samlegt. ��g komst nefnilega ekki �� m��n ��rlegu eggjafer�� �� Kolaporti�� helgina ����ur (sem ��g fer l��ka venjulega alveg ��n spotta) vegna flensu.

��a�� var til si��s �� vesturfer��um foreldra minna a�� taka ��vinlega myndir af afkomendunum hj�� Kleifakallinum ��egar fari�� var framhj�� honum. ��ess vegna m�� sj��, �� myndaalb��mum ��eirra, a�� ���� ��a�� vanti stundum langa kafla �� fj��lskyldus��guna, eins og til d��mis fyrsta ��ri�� �� l��fi Sigurvins, ��ar sem myndav��lin var bilu��, ���� m�� sj�� b��rnin �� ��llum aldri og �� mismunandi samsetningum standa vi�� Kleifakallinn.

�� ��etta sinn var Sm��b��turinn reyndar s�� eini sam var vakandi �� Kleifahei��i, svo ��eir f��lagarnir voru mynda��ir saman �� bak og fyrir.

Forskalast...

Eitthvað hefur nú slegið um menn á ættarmótinu en nú eru allir forskalaðir, þvers og kruss. Hugga syss er víst með hor, Rannsóknarskip er eitthvað slappur og litli Hraðbátur fékk bullandi hita og átti voða bágt í nótt. En núna sefur hann eins og engill. Ég vona að þetta verði fljótt úr honum aftur. Verst að nú er bongóblíðan úti og ég er komin með mikla útþrá, en þori sennilega ekki með hann út í dag heldur.

Ég fann sem sagt þriðja valkostinn í stöðunni um hvað ég ætti að gera í gær, endaði með því að vera heima en gera samt alveg ótrúlega lítið. Allur þvottur fer reyndar að verða hreinn, en það er allt og sumt. Vonandi kemur mamma mín í heimsókn í dag og hjálpar mér.

Annars er ég að fara að níðast enn meira á henni heldur en von var á. Kirtlatökumaður heimilisins hringdi í Rannsóknarskip í gær og ætlar að skrapa úr honum hálskirtlana þann 19. júní. Það með höfum við endaskipti á öllusaman. Þeir Róbert fljúga norður á föstudaxkvöldið, en ég keyri austur. Og fæ að hafa mömmu með mér svo við getum skipst á að keyra og passa. Þegar Bandalaxskólinn verður búinn, þann 15., fer Rannsóknarskip bara í sveitina til mömmu sinnar og kannski smá séns að við skreppum til hans þar og verðum hjá honum til 18. Svona til að hann gleymi okkur ekki alveg. Svo þarf hann að fljúga suður og vera þar í allavega viku eða eitthvað eftir að kirtlarnir eru teknir því þetta er víst voðalegt mál, hann má ekkert gera og þarf að vera í nágrenni spítalans ef skyldi fara að blæða aftur. En gott verður nú þegar þetta verður afstaðið og heilsufarið lagast þá vonandi í framhaldinu.

En ég er búin að missa af þessu vori. Verkefnin hafa meira og minna farið fram fyrir framan tölvuna og nú þegar þeim er lokið er pestarvakt. Þá er bara að vona að ekki verði algjört norðaustan sumar fyrir austan í sumar... reyndar verð ég þar voða mikið í verkefnum... sem verða meira og minna framin í tölvunni sem er niðri í kjallara!

2.6.08

Komin heim

Vestfjarðaferðin og ættarmótið fór hið besta fram. Og takk fyrir skemmtunina og viðurgjörninginn, Vestmenn allir. En þetta var nú allt of stuttur tími. Náði ekki að sýna Rannsóknarskipinu Rauðasandinn eða neitt. Og ekki laust við að eitthvað minna verði úr hittingum þegar maður þarf að vera á hlaupum á eftir krakkagemlingunum. (Ja, eða aðallega einum. Freigátan gerði margar heiðarlegar tilraunir til að fyrirkoma sjálfri sér og öllu úr dýraríkinu sem hún komst í tæri við.) Svo það er stefnt á aðra vesturferð... eftir svona 4 - 6 ár.

En Freigátan var nú samt líklega hamingjusömust með ferðina. Við gistum hjá henni Gróu fö, en hún á tvo ketti og fimm kettlinga. Sem ég vona að hafi allir verið lifandi þegar við fórum. Hún á líka alveg ljómandi fjórtán ára barnapíu sem tók að sér að skemmta bæði Hraðbáti og Smábáti, eftir því sem hún mátti vera að. Ættarmótið var síðan úti í sveit, þar sem Afmælisfrænka mín sýndi okkur heilmikið af bústofninum. Freigátan varð reyndar hálfsmeik við hænurnar, það voru læti í þeim, en fannst refurinn merkilegur, fékk að halda á kanínu og gerði margar heiðarlegar tilraunir til að fá kindurnar til að tala við sig. En að elta þær og kalla: "Kindur! Koddu!" er víst ekkert sérlega vænlegt til árangurs.

Og nú tekur við undirbúningur útlegðarinnar. Hraðbáturinn er með smá hor og hita, svo ég er ekki alveg viss hvort við förum í jógað... samt leiðinlegt að missa af næstsíðasta tímanum... En ég þarf líka að skipuleggja aðgerðir. Hér er allt á hvolfi. Og fyrir liggur að taka til og þrífa híbýlin, ákveða hvað ég þarf að nota í sumar og pakka því niður... og fara í kaffi á Bandalagið.
Og þetta þarf allt að klárast fyrir fimmtudaxkvöld því þá er ég að huxa um að fljúga austur með litlu krílin. (Og þá er nú líklegt að tuttugu stiga hitanum fari að ljúka þar um slóðir og allt að leggjast í norðaustan hrylling. Best að reikna bara með því.)
Ætli maður þurfi ekki að fara að taka réttri hendi í rassinn á sér.

Ég togast samt algjörlega í tvær áttir með hvað mig langar að gera í dag. Mig dauðlangar að pakka Hraðbátnum bara ofan í vagninn, með hori og öllu saman, fara í jóga og koma við á Bandalaginu í bakaleiðinni. En skynsemin segir vissulega að nú sé lag að fresta ekki því óhjákvæmilega og nota tækifærið og ráðast á garðinn það sem versta lyktin er og byrja að þrífa baðherbergið... Á hinn bóginn kemur mamma líklega í heimsókn á morgun. ;-)