31.12.03

Á áramótum hef ég gjarnan gefið skýrslu til fjarstaddra. Hér kemur árið

2003

Síðustu áramótum fagnaði ég á Egilsstöðum, eins og næstum öllum öðrum slíkum. Strax að þeim loknum hélt ég þó á vit örlaga minna til Glaðskóga þar sem ég var í miðju kafi að hafa vetursetu. Í janúarlok þurfti ég síðan að skreppa til Frakklands til safna saman og ganga frá örlögum mínum þar. Kvaddi ég Frankaríki með örlítilli eftirsjá og huxaði sem svo að þangað vildi ég fara einhverntíma í heimsókn.
Í byrjun mars kvaddi ég síðan Glaðskóga, með engri eftirsjá, fari sá staður og allt hans hyski í fúlan pytt.

Þegar þarna var komið sögu varég sumsé komin með pjönkur mínar, sem árið höfðu hafið í þremur löndum, allar í sama landið, og flutt með öll mín örlög til föðurhúsanna. Reyndist það verða þjóðráð hið mesta.

Eins og þeir sem eitthvað hafa fylgst með pistlum undanfarin áramót vita, þá hafði ég um síðustu áramót lifað mikið til án jafnvægisskyns í rúmt ár. Ástand þetta var enn til staðar þegar ég fluttist búferlum heim í heiðardalinn. Stuttu síðar bar það þó við að ég var tekin til gagngerrar endurskoðunar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Það var skoðað, gegnumlýst, mælt og tekin sýni í nokkra daga og í ljós kom… ekki nokkur skapaður hlutur. Á heilsufari undirritaðrar fannst ekki nokkur meinsemd, utan smá misskilnings í innra eyra sem auðvelt er að halda niðri með hraustlegri framgöngu og líkamlegu atgerfi hverskonar. Öllum fyrri sjúkdómsgreiningum var þar með kastað fyrir róða og bötnun hafin skipulega.
Þarna var ég þó búin að græða eitt og hálft ár til innhverfrar íhugunar og er eflaust betri manneskja eftir.

Mikið var ég þó fegin að fara að vinna aftur, eins og eðlilegur þjóðfélagsþegn, en það gerði ég á Minjasafni Austurlands fyrir tilstilli Rannveigar nokkurrar Þórhallsdóttur sem vegna þessa og ýmiss annars viðurgjörnings á árinu skoðast
Velgjörðarmaður Ársins.
~ Fyrir hennar tilstilli og föður míns fór ég síðan að skipta mér af útgáfu hins merka tímarits “Glettings” og endaði með því að ritstýra einu tölublaði af því áður en árið var úti.
~ Áður en að því kom fór ég á Leiklistarskóla Bandalagsins, sem er alltaf sama snilldin, í þetta skipti á framhaldsnámskeið í leikritun þar sem ég skrifaði hálft leikrit sem síðan hefur legið í salti.
~ Í sumar fór ég líka að vinna í minni ágætu MA ritgerð, sem er langt komin núna.
Það varð sumsé smá ofvirkni sprenging.

Í ágúst ferðaðist ég, fyrir tilstilli áðurnefndrar Rannveigar, til Dalvíkur að sjá hina dáindisgóðu uppsetningu Þorgeirs míns Tryggvasonar á Draumi á Jónsmessunótt. Þar mættu mér alveg flunkuný örlög. Ég hélt að lífið væri hætt að koma mér á óvart, en hefði ég vitað fyrr að hægt væri að landa karlmönnum með arfaslakri frammistöðu í karókí á fylleríi… ja, þá hefðum við Berglind til dæmis átt að vaða í þeim hérna á árum áður. Ég er heldur á því að lögmál heimsins hafi eitthvað breyst síðan í eina tíð.
Síðan hef ég alltént verið með annan fótinn á höfuðborgarsvæðinu.

Í haust kom síðan Leikfélag Fljótsdalshéraðs sterkt inn og setti upp Gaukshreiðrið, í hverju ég var aðstoðarleikstjóri hjá honum Oddi Bjarna, sem er indælis- og snilldar- bæði leikstjóri, og gaur almennt. Það var firna lærdómsríkt og gaman, ekki síst vegna þess að sýningin heppnaðist þvílíkt vel og fékk gargandi góða dóma. Skemmtilegt.

Nú held ég aftur áramót á Egilsstöðum og aftur hyggst ég ferðast á vit örlaga minna á nýbyrjuðu ári. (Merkilegt hvað þau virðast alltaf þvælast á undan manni hvað sem maður reynir að halda í við þau og safna þeim saman...) Í þetta sinn er þó ferðinni ekki heitið lengra en til höfuðborgarinnar. Þar hef ég hugsað mér að ferðast aðeins aftur í tímann, fara að vinna hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga eins og forðum, leika mér við Hugleik og búa í kommúnu við hana Ástu og eiga unnusta í Hafnarfirði. Er það von mína að það verði bæði happadrjúgt og heillaríkt.
Vegabréfið mitt er útrunnið, mér líður vel yfir því, enda eru útlönd asnaleg.

Ég vil að lokum þakka þeim sem lesa samskiptin á árinu og biðja menn vel að lifa og að passa sig á flugeldunum og fylleríinu í kvöld, sérstaklega ku vera varhugavert að gera hvurutveggja í einu.
Nýju ári verður fagnað hér í kjallaranum að venju, þó hópurinn sem mætir af “mínu” fólki sé óneitanlega farinn að þynnast. Það eru vonandi góðir gleðskepir annars staðar sem hinna brottfluttu njóta.

Takk fyrir gamla árið, allesammen, gangi vel með það nýja.

29.12.03

...og 10 kílóum síðar...

Þetta voru lötustu jól mannkynssögunnar. Ládeyðan á heimilinu var svo algjör að Hugrún systir mín litaði á sér hárið út úr leiðindum, fór ekki eftir leiðbeiningunum og er nú eins og páskungi um hausinn. Þegar ég var búin að hía á hana stanslaust í sólarhring fór hún í bæinn og tók eiginlega allt draslið mitt með sér þannig að nú er ég eiginlega flutt til Reykjavíkur með allt nema sjálfa mig.

Bára systir mín var brúðarmær í hálfamerísku brúðkaupi hjá vinkonu sinni. Við vorum búnar að spá mikið í það hvort þetta yrði ekki örugglega alveg eins og í amerískri sápu, en það gerðist ekkert spennandi. Brúðurin stakk ekki af, brúðguminn kom ekki út úr skápnum og það kom enginn löngu týndur skáfrændi, sem þjáðst hafði af minnisleysi, hlaupandi inn í kirkjuna á síðustu stundu til að segja þeim að þau væru systkini. Semsagt, ekkert spennandi.

Ég er eiginlega ekki búin að vera neitt að nenna að hitta fólk, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Fór eitt kvöld í partý og svo á ball en þar hitti ég alla og nokkra í viðbót þannig að ég ætla ekkert að vera með of mikinn móral yfir því að vera félagsskítur.

Á þessum letijólum er ég hins vegar búin að verja gífurlegum tíma til sjónvarpsgláps. Ég er t.d. búin að komast að því að Titanic hefur ekkert skánað síðan ég sá hana síðast. Englar alheimsins hefur ekkert versnað heldur. (Batnað heldur en hitt við það að vita af því að það er unnusti minn sem er eitt af löggukjánunum sem óðu út í tjörnina...)
Moulin Rouge er svakalega undarleg mynd. Ég vissi svosem ekkert við hverju ég bjóst... og hún olli mér heilabrotum. Ég veit ekki alveg hvað mér fannst. Svo horfði ég á X-Men. Alltaf gaman að stökkbreytingar- og ofurmennapælingum. Handritið frekar glatað, samt.
Svo voru náttúrulega klassíkurnar, The Muppets Chrismas Carols, The Nightmare Before Chrismas og My Fair Lady, sem standa jú alltaf fyrir sínu.

Og svo eru það náttúrulega bara áramótin.
Áramótapistillinn í ár verður náttúrulega á blogginu. Ég er búin að skrifa þá í nokkur ár og senda, ýmist fjölskyldunni eða ættingjum fyrir vestan eða bara vinum og kunningjum. Var að huxa um að birta þá gömlu hér í leiðinni, en er búin að tína þeim. Allavega, hann kemur á Gamlársdag.

24.12.03

Óska öllum vinum og vandamönnum, kunningjum, velgjörðarmönnum sem illviljuðum, nær og fjær, til sjávar og sveita, um landið og miðin,
gleðilegra Jóla og farsældar á ári komanda.
Guð launi allan viðurgjörning á því liðna með óvenju innihaldsríkum jólagjöfum og yljandi jólamat.


*Lesi hver upphátt fyrir sig með rödd Gerðar G. Bjarklind*

23.12.03

Hvað er þetta með skötuna?
Ég veit að það er rökrétt að borða eitthvað alveg fokvont rétt fyrir jól svo jólamaturinn bragðist betur í samanburði, en þarf þess eitthvað? Er jólamatur ekki bara ágætur nú á dögum? Ég skil þetta svosem hérna í gamla daga þegar það var kannski farið að slá í hangikjötið sem þar að auki var af sjálfdauðu og skemmd epli voru notuð í millimálasnakk í staðinn fyrir súkkulaði en komm on! Þetta er 21. öldin. Það eru til ísskápar.
Það er allavega skötulykt inni í nefinu á mér. Einstaklega ójóló.

Við Bára erum annars búnar að vera að garfa í Sögu Daganna, en þar er m.a. að finna ýmsan fróðleik um íslenska jólasveina. Minn uppáhalds er Lungnaslettir. Hann hafði þann leiða ávana að berja börn með blautum lungum. Það gerði líka hann Reykjasvælir, en sumar heimildir herma líka að sá hafi verið með lungun utan á skrokknum. Sexý!

Svo veit ég að það er fullt af fólki hérna í bænum sem mig langar svakalega að hitta, en ég bara veit ekki um neinn.
Sennilega spurning um að fara í kuffélagið eftir vinnu... Eða reyna að láta fólk koma í kaffi í vinnuna!
Er að huxa um að beita hugarorkunni við það. Þori ekki að hringja í fólk á Þollák.

22.12.03

Gleðilegan stysta dag ársins!

Og allir komnir í ískrandi jólaskap. Nú streyma systkini mín og vinir í bæinn sem aldrei fyrr. Á ennþá eftir að gera slatta af hlutum, en nenni þeim ekki. Mig langar miklu meira að skipuleggja hittingar við alla heldur en að sitja heima og föndra með jólapappír og merkimiða. Af hverju er maður aldrei búinn að þessu fyrr, eins og maður ætlar?

Annars á ég eiginlega líka að vera að huxa fyrir því að pakka niður. Ég er að flytja í bæinn föstudaginn 2. janúar, fyrir hádegi. Það vill hins vegar svo skemmtilega til að í öllu millilandaruglinu undanfarin ár þá hefur draslið mitt minnkað alveg svakalega. Akkúrat núna held ég að allt sem ég á komist næstum með flugi á milli staða án þess að fara í yfirvigt! Allavega það sem ég hef með mér hér, eitthvað er í geymslum fyrir sunnan. En þetta er semsagt ein gífurlega jákvæð þróun sem varð á árinu sem er að líða. Nú er draslið mitt allt í einu landi. Um síðustu áramót var það í þrem.

Mér finnst eitt alveg agalegt. Undanfarna daga er búið að vera algjört jólakortaveður. Snjór, falleg birta o.s.fr.v. Í dag er hins vegar komin jólahláka, þannig að snjórinn verður kannski bara farinn þegar Svandís og Jonathan koma á morgun. Það finnst mér mjög slæmt. Þegar fólk kemur alveg frá Frakklandi þá finnst mér alveg lágmark að það fái jólakortaveður.

21.12.03

Hvað er það við jólin
sem fær allar konur til að ryksuga?


Segir í flunkunýju jólalagi sem mér finnst sniðugt. Mér þætti gaman að vita hver það var sem ákvað að flestar kellingar verði alveg snar eftir miðjan desember? Faðir minn hefur ævinlega passað sig að halda sig utan heimilis, eða allavega í útihúsunum, sem mest á þessum tíma. Núna er ég líka búin að búa mér til leiksvæði í bílskúrnum og Bára komin með lykla að Tónskólanum. Við erum sem sagt viðbúin því að flýja að heiman þegar hinn hávaða- og stressbelgurinn mætir á heimilið á morgun. (Altso, systir mín hin eldri.)
Það er samt svo skrítið að mamma mín er alltaf bara stressuð þangað til Hugrún mætir á svæðið með sinn 140 yfir 98 blóðþrýsting og fer að hafa hátt. Eftir að það hefur gerst verður mamma alveg pollróleg.
Kannski er þetta bara eitthvað eðlisfræðilögmál sem gildir bara í desember. Þá þarf einn aðili á hverju heimili að vera yfir þrýstimörkum.
Hmmm?

Persónulega líð ég annars líkamlegar og andlegar kvalir fyrir þrif á heimilum. Sérstaklega svona skipulögð, sem þurfa að gerast á ákveðnum tíma. Mér getur hins vegar alveg dottið í hug að þrífa ísskápinn í febrúar, forstofuna í júlí og taka fataskápana í gegn um miðja nótt á miðvikudegi í október.
Ef fólk eða náttúruöflin ætla hins vegar að fara að segja mér að ég "þurfi" að gera svona hluti á einhverjum ákveðnum tíma þá fæ ég kvíðakast. Það slær út um mig köldum angistarsvita og mig langar að vera að gera hvað sem er annað. Þetta er einhvers konar mótþrói.

Og í honum er ég einmitt núna, sit og blogga þegar ég ætti að vera að taka til í herberginu mínu. Grrrrr....

16.12.03

Horfði á Lord of the Rings 1 um helgina.
(Nei, ég var ekki búin að sjá hana, já, það er skrítið og skammarlegt, á ekki einu sinni skilið að vera nörd að heiðursnafnbót.)

Af því tilefni:

pippin
Congratulations! You're Pippin!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla

Fór líka á samlestra hjá Hugleik um helgina. Þar var lesið leikrit sem er ekki búið að skrifa. Af þeim orsökum var heldur ekki hægt að "kasta" (í hlutverk... hvernig?... hérna... hverjum datt í hug að íslenska þessa hálfvitalegu sögn?).
Allir bíða spenntir fram yfir áramót.

Komin með jólaflensu, en búin að græða heilan haug af péningum á þýðingum. Svona helst jafnvægi á alheiminum.
Svo var ég að frétta að sígrettupakkinn væri að hækka í kr. 700 um áramót... þetta kallar eiginlega á aðgerðir.

12.12.03

Jólalagaumræðan sem hefur verið í spjallkerfi Varríusar er búin að vera mjög spennandi og fyndin. Gleðihangikjötið hennar Helgu Möller gleður mig t.d. óskaplega mikið þessi jól, svo ekki sé minnst á söguskýringu Huldar á henni jómfrú Önnu sem dansaði í kringum lurk uppi á stól og var eftir það kölluð Anna Tussa.
(Umræða sem spannst út frá "Jólasveinar ganga um gólf", ef menn vilja alla söguna þá þurfa þeir að grafa í kommentakerfi Varríusar. Mér á allavega alltaf eftir að detta þessi saga í hug þegar ég heyri þetta lag, miklu frekar en einhverjar bragfræðilegar umbætur.)

Svo var ég að heyra eitt. Það er til jólalag með Pálma Gunnarssyni þar sem hann syngur, aftur og aftur: "Ógleðileg Jól".
Það minnir mig alltaf á það þegar við Berglind tókum að okkur, af hrikalegu fyrirhyggjuleysi, að vera forsöngvarar á jólaballi á sunnudegi á milli jóla og nýjárs. Að sjálfsögðu vorum við aðframkomnar af timburmönnum einmitt þann dag. Það voru frekar ógleðileg Jól.

Annars, erum að undirbúa jólaflipp í safnahúsinu, ætlum að hafa Dísufyrirlestur um uppruna jólakorta og Dúrrubakaðar lummur og gamaldax jólasveina. Getur ekki klikkað.

11.12.03

Á laugardaxkvöld
Ætla ég á jóladaxkrá Hugleiks í Kaffileikhúsinu. Einhverjir voru búnir að lýsa yfir löngun sinni til að fara með, en ég man ekki hverjir. Alltént, þessi jólakvöld eru ævinlega hin besta skemmtun og mig langar náttrulega að sjá sem allra flesta sem ég þekki. Menn geta pantað sér miða í netfangi Hugleix hugleik@mi.is, það ætla ég t.d. að gera núna.

10.12.03

Og í þeim orðum töluðum...
...fór að rigna yfir mig þýðingaverkefnum frá Philip Vogler. Er reyndar búin að skila af mér ritarastöðu í LF til að geta orðið ritari á landsvísu. Ætlaði að hætta að fá mér verkefni.
En er náttúrulega gasalega gaman að vinna sem sona "frílans"... *sveifla hárinu tilgerðarlega og finnst ég vera svakalega hipp og artí*

Það eru þó allavega peningar í þessu.

Annars, við Rannveig erum í jólasköpum í dag og ætlum að skreyta í vinnunni okkar. Víííí!
Svo er ég að fara til Reykjavíkur um helgina. Víííí.
(Reyndar ákvað Skjáreinn að hafa næstsíðasta þáttinn af Sövævör akkúrat á meðan ég verð í fluvvélinni á leiðinni þangað. Hrmpf.)

8.12.03

Er að verða búin að öllu.
Er m.a. búin með Might and Magic 7, tölvuleik sem ég byrjaði á í kringum 1998.
Því miður er ekki eins ástatt með leikritið og MA ritgerðina sem ég byrjaði á um svipað leyti. Nú er semsagt bara leiðinlegt að verða eftir á verkefnalistanum og um að gera að finna nýtt skemmtilegt til að gera frekar.

Ég sá t.d. nýtt veruleikasjónvarp um helgina, byggingaverkamaður var dubbaður upp sem milli og á síðan að velja á milli 20 heimskra stúlkna sem eru látnar halda að þær eigi möguleika á því að vera í prinsessuleik það sem eftir er ævinnar. Þær fá ekki að vita að hann á enga péninga fyrr en eftirá.
Nú finnst mér gaman.

Svo er Egilsstaðafærðin í essinu sínu. Núna er kominn snjór ofan á hálkuna þannig að maður veit ekkert hvar hún er. Hænugöngulagið virkar ekki neitt lengur og maður getur hvenær sem er verið kominn á rassgatið með lappirnar út í sitt hvort loftið og brotna mjaðmagrind.
Það verður að vera einhver spenna í þessu...

6.12.03

Undur og stórmerki!
Fór á kaffihús eftir bókavöku í gærkvöldi, sem telst ekki sérstaklega til tíðinda. Við Lóa vorum hins vegar rétt sestar með bjórana okkar þegar allt fylltist af KONUM! Huxa sér kvenfólk úti að djamma á Egilsstöðum og fullt af því. Testósterónmengun sem hefur verið allsráðandi síðan í vor, víðsfjarri. Ég endaði með því að skemmta mér konunglega á fjórða bjór og koma mér upp þessari líka fínu þynnku fyrir daginn í dag. (Sem reyndist ekki sérstaklega góð hugmynd, held ég þurfi kannski að keyra bæði á Skriðuklaustur og Seyðisfjörð í dag...)

Endurlifa æskuna...
Svo er ég búin að vera að lesa bók sem heitir Sesselja Agnes. Þessa bók var ég og eitthvað af stelpunum með á heilanum svona um 12 ára aldurinn. Hún er ennþá algjör snilld, en eiginlega alls engin barnalesning. Ég er núna mjög montin af því að við höfum á barnsaldri haft gaman af bók sem er t.d. full af tilvitnunum í Schopenhauer....
Mikið svakaleg heilabörn höfum við verið.

Allavega, er að huxa um að fara ég veit ekki hvert og leita að ég veit ekki hverju...

5.12.03

Bókavaka í Safnahúsinu í kvöld.
Missi af Ædol.
Stjórnarfundur hjá LF á mánudaxkvöld.
Missi af Sörvævör.

Alheimurinn ber enga virðingu fyrir mínu fábrotna einkalífi.

4.12.03

Hmmm. Það eru eitthvað svo ógurlega mörg fynd í gangi í heiminum í dag að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja...

Egilsstaðir hafa tekið á sig gamalkunnan blæ. Nú er komin hin dæmigerða "Egilsstaðafærð" eins og ég man hana. Semsagt, það er eins og bærinn hafi verið glerlagður og hvergi séns að hanga í lappirnar utan dyra.
Þetta hefur það í för með sér að Egilsstaðabúar hafa þurft að þróa með sér sérhæft göngulag og nú vaga allir um eins og fótbrotnar hænur.

Í gær fékk ég spaugilegt símtal. Kona ætlaði að selja mér eitthvað á þeim forsendum að í símaskrá stendur að ég sé til heimilis að Samtúni 2. (Sbr. sumarið 2000) Konan sagðist sumsé vera að hringja fyrir hönd íþróttafélagsins Þrótts.
Ég leiðrétti misskilninginn, sagðist búa á Egilsstöðum og þar með vera stuðningsmaður Hötts.
Konan skyldi ekki brandarann.

Svo er ég ennþá að flissa yfir síðustu Spaugstofu sem er eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð lengi.
Siðblinda er sjúkdómur!

Og svo boxið... sem fékk ágætis kjaftshögg um síðustu helgi og hefur verið uppspretta talsverðra flimtinga í kommentakerfi Varríusar síðan.
Ný frétt af boxurum í útvarpinu í dag. Ég hló svo mikið að ég frussaði kaffi út um nefið.
Það er bara eitthvað við myndina af boxurum í landsliðsbúningum með kókaín uppi í rassinum...
Mikið væri gaman að hafa hæfileika Sigmunds núna!

3.12.03

Going, going...
gone. Glettingur farinn í prentun. Gífurlegt letilíf framundan. Er að þykjast vinna í ritgerðinni, held hún verði tilbúin einhverntíma... kannski. Og prjóna jólagjafir á verksmiðjuhraða.

Þrjár vikur til aðfangadax!
Hef huxað mér að gefa öllum eilífa hamingju í jólagjöf. (Fæst örugglega í kaupfélaginu.)

2.12.03

Fokk. Var búin að blogga fullt sem hvarf.
Grrrr. Týpískt.
Nenni ekki að segja það aftur.
Menn verða bara að nota ímyndunaraflið.

30.11.03

Í dag eru liðin 35 ár síðan foreldrin mín brugðu sér, bandólétt, upp í Vallaneskirkju og létu gifta sig að viðstöddum einhverjum örfáum sem ég veit ekki einu sinni hverjir voru.
Á heimilinu er ekki til giftingarmynd af þeim. Né heldur annars staðar á Austurlandi, mér vitanlega. Hjá ömmu fyrir vestan er ein, þar sem þau brosa voða fallega hvort upp í annað. Það líður næstum yfir móður mína í hvert sinn sem hún sér þessa mynd af því að henni finnst hún eitthvað svo væmin og hallærisleg.
Mamma var búin að steingleyma því að hún ætti brúðkaupsafmæli þangað til ég mundi það og fór að óska henni til hamingju núna seinnipartinn. Pabbi mundi það reyndar, en þótti ekkert taka því að vera að hafa orð á því neitt sérstaklega. Þeim þykir bara ekkert sérstakt tiltökumál að þau skuli vera gift.
Það er sennilega bara alveg laukrétt hjá þeim að vera ekkert að gera veður út af því. Á þessu heimili hefur allavega ævinlega ríkt að mestu leyti friður og eining. (Nema kannski þegar við Hugrún vorum yngri og reyndum að kála hvort annarri á daglegum basís, eða þegar við förum allar að leggja litla bróður okkar í einelti... en svoleiðis smáatriði virðast ekkert hafa káfað upp á samlyndi hjónanna foreldra vorra.)
Ég vona allavega að ég geti einhverntíma verið búin að vera gift í 35 ár án þess að taka sérstaklega mikið eftir því. Ef hægt er að þola einhvern nálægt sér í allan þann tíma án þess að þurfa að halda sérstaklega upp á það hlýtur dæmið að ganga einstaklega vel upp.

29.11.03

Var að heyra fyrsta jólalagið þetta árið.
Jú, það klikkar ekki frekar en fyrri daginn, það var Last Chrismas með Wham.

Annars fara svona jólarómantíkur lög frekar mikið í taugarnar á mér. Ég fæ hroll og grænar í hvert sinn sem ég heyri "Jólin með þér" með Bó Hall og Rut reg. Hvernig dettur jólalagasmiðum í hug að það sé sniðugt að blanda saman jólum og rómantík? Að taka eitthvað ógurlega fallegt og væmið og bæta við það öðru konsepti sem er... líka fallegt og væmið.
Eins og að setja sykur út á súkkulaði.
Mér þykja jólin þar að auki bara ekki sérstaklega góður vettvangur fyrir rómantík. Jafnvel bara óviðeigandi að blanda þessu tvennu saman. Soldið eins og að ríða í kirkju...

Annars er í gangi skemmtileg umræða um hálfvitaleg jólalög í kommentakerfi Varríusar.

28.11.03

Það er eins og mig minni að einhvern tíma í fyrndinni hafi ég haldið að það yrði minna að gera hjá mér eftir frumsýningu á Gaukshreiðrinu. Þegar það gekk ekki eftir þá fór ég að ímynda mér að það yrði minna að gera eftir lokasýningu. Það eru að verða 2 vikur síðan lokasýning var og það er ekki neitt minna að gera.

Ég skil ekki.
Núna ætlaði ég að vera löngu farin að geta hangið í bílskúrnum lon og don og klára ritgerðina mína í öllum frítímanum sem ég ætlaði að hafa, og svo ætlaði ég að hafa frið til að aðventast rækilega í desember. But, nooooo...

Á ennþá eftir að ljúga upp einhverjum myndtextum og efnisyfirliti í Gletting.
Opnun á einhverri undarlegri sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði á morgun (ég veit ekki mikið, nema að þar blandast saman myndlist og matargerð... bíts mí há) til að tala um í útvarpið, annað kvöld verður síðan lokahóf Gaukshreiðursins en þar verða sýndir Sambekkingarnir sem við fórum með á örleikritahátíðina. Svo var verið að biðja mig að skemmta efstu bekkjum grunnskólans á 1. des. og ég ætla að lesa fyrir þau hið snilldarlega verk "Ein lítil jólasaga" eftir Dr. Tótu. Getur verið að ég æfi mig á Gaukshreiðursfólki annað kvöld.

Helgin fer sem sagt meira og minna í einhverja vinnu og vitleysu. Mig sem langaði bara að vera heima og föndra aðventukransa og prjóna. Það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi, enda kannski sniðugt að hafa mikið að gera til að halda skammdegisfýlunni frá.

Er farin að hlakka mikið til að fá Svandísina mína heim um jólin, sem og náttúrulega alla aðra sem hafa huxað sér að jólast á svæðinu, hef bara ekki enn frétt almennilega hverjir aðrir ætla sér það. "Ó hvað ég hlakka..." (með sínu lagi)

26.11.03

Hihi...

You're mostly evil. You're evil most of the
time, but ever once in a while you're good...
for the right person. ;)

Click here
to become an evil vampire.*How evil are you?*
brought to you by Quizilla


Fíntfínt.

Carefree
You're just the happy go-lucky type. You might have
your pet peeves, but other than that, you're
mainly calm. Blending in with your
surroundings, you're the type of person who
everyone likes. Usually it's you who cracks
jokes at social gatherings - after all,
laughter is the best medicine. Sometimes you
pretend to be stupid, but in all actuality, you
could be the next Einstein.


What Type of Soul Do You Have ?
brought to you by Quizilla

Mjög kúl.

25.11.03

Þá verður ekki aftur snúið.
Búin að panta mér flugfar til Reykjavíkur föstudaginn 12. des og tilbaka þann 16. Ætla m.a. að sjá jóladagskrá Hugleix sem er þessa helgi, (13. og 14., minnir mig) þeir sem hafa áhuga á hópferð láti vita af sér.
Samviskan er náttúrulega alveg kolbikasvört vegna þessarar peninga- og tímasóunar en það er of seint að iðrast eftir dauðann.
Nú ætla ég út í skúr til að skammast mín fram að kvöldmat, þar sem illu er best aflokið.

24.11.03

Er búin að vera í sálrænni krísu.
Þannig er að mig langar ógurlega að fara til Reykjavíkur einu sinni enn á þessu ári. Spurningin er bara, er mér siðferðilega stætt á því að leggja land (eða flugvél) undur fót "bara" til að heimsækja unnusta minn? Er maður ekki aumingi ef maður lifir ekki af einhverja 40 daga?
En, svo fór ég að gá hvort ég gæti ekki búið mér til einhver fleiri ferðatilefni. Ég er jú að flytja í bæinn eftir áramót... ég get alveg sagt að ég þurfi að fara með eitthvað af drasli, fara heim til Ástu og skipuleggja með henni búsetu mína þar. Það hljómar ekkert ólíklega...
Svo fékk ég aðra fína afsökun í tölvupósti áðan, nefnilega staðfestingu á því að jólaprógramm Hugleix verði haldið í desember, að venju. Ég held ég þurfi ekkert fleiri afsakanir. Ætla að skoða flugför.

21.11.03

Búin að rýna í einþáttungaprógramm Veru á Fáskrúðsfirði og kjafta um það í útvarpið. Þangað til það er búið að sendast út eru varir mínar síld.

Stend frammi fyrir þeirri undarlegu aðstöðu að ég er ekkert skipulögð í neitt nytsamlegt um helgina. Silla formaður er hins vegar búin að bjóða mér í mat í kvöld og svo eru Nanna og Jóngeir víst að mæta á svæðið. Sé fram að að þurfa að rifja upp hvernig félagslíf fer fram... mjöög spennandi.

Svo er það náttúrulega bílskúrinn og ritgerðin og leiðaraskrif í Gletting. Þar sem leiðari síðasta tölublaðs fjallaði um það hversu miklu klárari Héraðsmenn eru heldur en Fjarðabúar til ritstarfa, og enginn varð brjálaður, þá held ég að svoleiðis fyrirbæri geti fjallað um nánast hvað sem er. Það les þetta greinilega hvortsemer enginn.

Og í dag virðist ekki ætla að koma dagur á Austurlandi. Ég var eiginlega alveg búin að gleyma því hvað heimskautamyrkrið getur verið niðurdrepandi.

20.11.03

Jólafýla
Þá er jólaskapið komið í suma, og þá náttúrulega um leið, jólafýlan í aðra.
Jólafýlupúkarnir fitja upp á nef sér þegar þeir fara að sjá jólaskraut í nóvember, kvarta yfir tímaleysi til jólaundirbúnings, peningaleysi til jólagjafakaupa og öfundast út í þá sem græða á öllu saman. Mig langar til að svara öllum sem eru með jólafýlu í eitt skipti fyrir öll.

1. Jólaskraut í nóvember. Í nóvember er myrkur þegar maður fer í vinnuna og myrkur þegar maður fer úr vinnunni. Ef menn hafa áhuga á því að hengja upp viðbótarljós og annað fallegt í nóvember þá held ég það sé bara hið besta mál og gæti sparað þjóðinni slatta af þunglyndispillum. Hver er líka tilgangurinn með því að hafa allt draslið í geymslu 11 mánuði á ári?

2. Tímaleysi við jólaundirbúning. Sem betur fer stendur ekkert um það í stjórnarskránni hvernig jólaundirbúningur skuli fara fram. Þyki mönnum ekki gaman að baka og kannski kökur ekki einu sinni góðar þá má bara sleppa þeim. Svo þarf að fara að kenna húsmæðrum landsins að meta þá staðreynd að jól eru haldin í svartasta skammdeginu og þá sér enginn skítinn uppi á eldhússkápunum eða undir þvottavélinni.

3. Peningaleysi til jólagjafakaupa. Menn verða náttúrulega að sníða sér stakk eftir vexti, jólagjafir þurfa ekki að vera neitt dýrar og það er engin keppni í gangi. Annars finnst mér höfuðatriði að komast að því hvað það er sem vini og fjölskyldu langar í. (Ath. langar í, ekki vantar.) Þetta lærði ég af henni Ástu sem hefur ekki enn gefið mér jólagjöf sem ég hef ekki notið og notað lengi. Margir setja upp hundshaus yfir þessu með jólagjafirnar, setja upp einhverja gerfi-helgislepju og fara að tala um að fólk trúi hvortsemer ekkert á Guð o.s.fr.v.
Well, nískupúkar, ef ykkur finnst það til of mikils ætlast að einu sinni á ári eyðið þið einhverjum peningum á eitthvað annað en rassgötin á ykkur sjálfum, þá eruði sálarlaus illyrmi og farið beina leið til Helvítis þegar þið deyið. Guð hefur trúlega hannað jólin til að ykkur frá eilífri grillun. Hafiði huxað útí það?

4. Allir þeir sem græða. Þeir sem græða á jólastússinu er fólk sem á búðir. Að eiga búð trúi ég að sé að alleiðinlegasta sem hægt er að gera við sitt líf. Þetta fólk á alla heimsins peninga skilið. Öfund kemur frá Satni.

Lokapunkturinn er sá að hvort sem Guð er til eða ekki til, hvort sem eitthvað fólk úti í bæ er að græða meira en ég, hvort sem ég gef eða fæ betri eða verri jólagjafir en aðrir, þá finnst mér þetta vera fín afsökun til að reyna að gleðja alla sem mér standa næstir, gleðja síðan sjálfa mig á jólaföstu og jólum við sjálfdekur, ofát og hamslausri gleði með fjölskyldu og vinum. Ég bara skil ekki hvernig menn geta nennt að búa til vandamál úr hátíð ljóss og friðar.


19.11.03

Uppáhalds...
Við vorum að rífa niður leikmynd dauðans í gær og setja hana í geymslu, ef það martraðarkennda happ skyldi nú henda LF að við "fengjum" að fara með sýninguna í Þjóðleikhúsið og púsla öllu draslinu upp þar. Þegar ég var búin að senda öll karlmenni með draslið í burtu og var ein eftir að dudda mér við að þrífa sviðið (eins illa og ég mögulega kæmist upp með) fór ég að rifja upp uppáhalds setningarnar mínar úr hinum ýmsustu leikritum. Svo sem:

Fiðlarinn á þakinu: "Ég fæ að ferðast með lest og bát!" Dásamleg setning sem krakkaormurinn ég var látin æpa þvert ofan í dramatíska kveðjusenu þegar búið var að reka alla gyðingana í burtu frá Anatevka.

Kardemommubærinn er náttúrulega fullur af klassískum gullpunktum. "Ég kann bara eitt kvæði og það á ekki við hér" hlýtur þó að standa upp úr.

Fáfnismenn er fullt af snilldartexta. Þó er eitt samtalsbrot sem stendur upp úr í minningunni:

Tómas: Getur þú aldrei tekið nokkurn skapaðan hlut alvarlega?
Benedikt: Dauðann og djöfulinn. Annað er hjóm.


Svar sem ég er ennþá að bíða eftir að fá tækifæri til að nota.

Og svo náttúrulega: Þið eruð hreinræktuð idíót, það verður engin fjandans hæna.

Embættismannahvörfin eiga nokkur samtalsbrot. M.a.:

Biskup: Er einhver með eldspýtur?
Korpa: Sjálfur geturðu verið mélskítur.


og

Júlía: Þú ert freknóttur!
Friðþjófur: Ég er það. Þó er ég fyrst og fremst fósturbarn.


Svo var ég að fatta að ég man ekki neitt úr mínum eigins leikritum til að hafa fyrir uppáhaldssetningar. Nema ef vera skyldi í Ungir menn á uppleið:

Kokkur (heyrist öskra framan úr eldhúsi): Ætlar enginn að taka þennan helvítis humar!?

Hún er bara eitthvað svo heimilisleg.

Svo er náttúrulega nýlokið sýningum á Gaukshreiðrinu. Þar á ég alveg skýlausa uppáhaldssetningu:

Ratched (í hljóðkerfið út úr hjúkkubúrinu): Viltu gjöra svo vel að liggja ekki á glerinu! Það koma fingraför!

Svo eru náttúrulega nokkrar setningar sem verða að teljast til uppáhalds þó þær hafi nú bara verið notaðar í lífsins spuna. Þessi varð t.d. til um veslunarmannahelgi 1992 upp úr andnauðgunaráróðri og auglýsingum:

Nei þýðir nei
en
nei er ekkert svar
svo
segðu bara kókómjólk. Það skilja allir.


Fyndin samtalsbrot heyrir maður líka stundum úr tjöldum um útihátíðahelgar. Við heyrðum tvær góðar sumarið 1997:

Heyrt í Eyjum:
Þessi ferð kostaði þig... eitthvað... tólf þúsund... eitthundrað og... fjörutíu krónur... og þú bara sefur!

Heyrt í Þórsmörk:
...og svo ætla þau bara að gifta sig og vera hamingjusöm til æviloka. Hvað er eiginlega að fólki!?!

Endum á einni uppáhalds úr menntaskóla. Úr Öddu eftir Jennu og Hreiðar:

Og þá sagði konan það ljótasta sem Adda hafði nokkrun tíma heyrt. Hún sagði: Adda, þú ert kjáni.

Okkar viðbót, í anda kjaftháttar barna nú til dags:

Þá sagði Adda: Halt þú nú bara kjafti helvítis tussan þín og fróaðu þér á naglaspýtu. Þú getur bara sjálf verið kjáni.

Við þetta svar er síðan hægt að bæta fúkyrðum eftir því sem andinn blæs manni í brjóst.

Er að fara á sýningu á Fáskrúðsfirði í kvöld til að rýna í. Ætla að reyna að skoða ljósmyndasýningu á Eskifirði í leiðinni.
Tóm gleði.

16.11.03

Sssssko.
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja núna.

Þannig var að einhverntíma um helgina rak ég augun í að í ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld ætti að vera heimildarmynd um söngleik upp úr Njálu sem farið hefði sigurför um heiminn. Ókei. Forvitni mín var mjög svakalega vakin þar sem þetta dæmi hafði alveg farið framhjá mér. Ég horfa.

Svo kom þátturinn. Þar stóð Arthúr nokkur Björgvin á andköfunum í heilan klukkutíma og mærði uppsetningu sem hann hafði sjálfur staðið fyrir og tekið þátt í með sínu sögusetri. Eitthvað sýndist mér annars að honum hefði brugðist leikhúsfræðin, þar sem prógrammið sem um var að ræða var sunginn kvæðabálkur (ljómandi vel sunginn) með einhverjum leikrænum tilþrifum (sem voru reyndar frekar vond) með lesnum texta af sögumanni (Arthúri sjálfum) inn á milli. Söngleikur? IIIiih, ekki síðast þegar ég gáði. Af heimsfrægð kappanna sá ég ekki betur en að þeir hefðu farið í tvær leikferðir, annars var mest lítið fjallað um það.

Hina vegar var mikið gert úr því að þessir ágætu söngmenn væru nú bara venjulegir menn svona þess á milli, með venjuleg störf o.þ.h. Jiiii. Það er náttúrulega alveg nýtt undir sólinni í voru samfélagi!

Ég beið á milli vonar og ótta eftir að sjá hver framleiddi herlegheitin. Jú, það var RÚV. Sem sagt okkar ágæti ríkisfjölmiðill.

Sami ríkisfjölmiðill sem alla jafna birtir ekki umfjöllun um neinslags áhugaleikstarfsemi, safnastarf eða kórastarf í þessu landi. Huxanlega eitt eða tvö innslög í fréttatíma á ári, þá og því aðeins að menn séu að gera eitthvað alveg forkastanlega merkilegt. Þetta var sumsé klukkutíma heimlidamynd.

Ég var farin að urra á sjónvarpið þegar faðir minn sagði "Svona! Vertu ekki með þessa öfund." Þá áttaði ég mig á því að það var nákvæmilega það sem ég var með. Öfund. En, óskaplega réttlátri og skiljanlegri öfund.

Að koma því sem menn eru að gera í lista og menningarlífi á landinu í okkar ágæta ríkisfjölmiðil er nefnilega ekkert áhlaupaverk, eins og allir þekkja sem eitthvað hafa komið nálægt því. Flestir eru búnir að gefast upp á því, nema kannski helst í svæðisútvörpin eða eitt og eitt viðtalsbrot hjá Lísu Páls. Fægðarför sýningar Vesturports á Rómeó og Júlíu til London fékk ekki einu sinni svona ítarlega umfjöllun eða mikinn tíma í sjónvarpinu. (Þessi "heimildarmynd" var nú reyndar þeim sem hana gerðu kannski ekki til neins sérstaks sóma, og vesalings hópurinn kom nú frekar hjákátlega út en það er nú annað mál.)

Maður getur ekki annað en spurt sig. Hvað er málið? Var það Njáluslepjan? Atrhúr Björgvin sjálfur? Er þetta þá bara spurning um að fá einhvern afdankaðan dagskrárgerðarmann í leikfélagið sitt og þar með er kynningarmálum reddað? Eða vita menn hjá sjónvarpinu ekki að til eru mörg safnasetur og fullt af áhugalistum í landinu? Samkvæmt skilgreiningu Arthúrs er heill haugur af leikhópum sem ég veit um búnir að fara "sigurför um heiminn". Ég myndi alveg vilja sjá heimildarmyndina "Bíbí og Blakan fara sigurför um heiminn" sem gengi síðan út á að skoða daglega lífið hjá leikhópnum. Toggi og Sævar borandi í nefin fyrir framan tölvurnar. Silja að skrifa menningarsíðurnar í Mogganum. Tóta að kenna að syngja og Hulda að sjúkraþjálfa fólk. Alveg örugglega meira spennandi!

Bottom lænið er; ég er með öfund. Ég er líka með fýlu. Ef sjónvarp allra landsmanna ætlar að fjalla um listir og leikferðir á það að:
a) gera fleiru skil
b) gera það almennilega

Mér finnst hafa verið stigið illa ofan á tærnar á:
a) mér og mínum vinnustað (bæði verandi og verðandi) og leikfélögum (verandi, verðandi og öllum hinum)
b) hérumbil öllum sem ég þekki

Er alvarlega að huxa um að senda Markúsi Erni "howler".

14.11.03

Jóla!
Jólafílíngurinn að grípa um sig út um allt. Af því tilefni, veit einhver hvort jóladiskur Dr. Tótu er að koma út? Einhvernveginn finnst mér að ég hafi einhvers staðar heyrt eitthvað um að hún væri að vinna hann, en kannski er það bara della úr mínu sjúka ímyndunarafli.

Allavega, nú fer að koma rétti tíminn til að horfa á allar uppáhalds jólamyndirnar sínar, The Nightmare Before Chrismas, The Muppets Chrismas Carols og Gremlins. Þarf endilega að fara að gá hvað hann Kiddi á Vídeóflugunni á af þessu.

Og, ég er að fá kallinn minn í heimsókn! Jihúúúúú! Hef 3 tíma til fegrunar... jæks... gerir trúlega ekkert mikið gagn. Óvell, við skulum bara vona að hann hafi eitthvað tapað sjón síðan myglulegt vetrarútlit skall á.

Og á morgun er lokasýning á Gaukshreiðrinu. Mikið verður nú gaman þegar það verður búið. Ekki að það hafi verið neitt leiðinlegt, það er bara komið nóg.

Ég er að þróa kenningar um að fyrirbæri sem heitir "nándarfíkn" reki marga úti í leikfélagastarfsemi. Nándarfíkn lýsir sér m.a. í því að menn þróa með sér ógurlega gerfitengsl við hverja uppsetningu og fólkið sem er í henni og fá síðan út úr því að vera í einhverjum tilfinningalegum rússíbana í kringum sýningarlok. Þetta er svona svipað því að eiga ímyndaðan vin, í fólki sem maður þekkir fæst nokkurn skapaðan hlut.
Ég held að þetta sé sjúkdómur sem vel væri þess virði að rannsaka. Þetta hlýtur að vera óhollt og trufla fólk við alvöru tengslamyndun í lífinu. Set sálfræðinginn systur mína í málið.

13.11.03

Stjórn Leikfélags Fljótsdalshéraðs fékk taugaáfall í gær. Allt í einu er Austur-Hérað að ljúka við fjárhaxáætlun vegna ársins 2004, leikfélagið ekki búið að sækja um styrk fyrir árið og formaðurinn í útlöndum. Keeeellingarnar ætluðu alveg vestur úr því. Ég huxaði, há hard ken itt bí, systir mín gerði þetta sem gjaldkeri Leikfélagsins þegar hún var vart af barnsaldri.
Allavega, henti saman umsókn þar sem ég mærði okkur rækilega og sótti svo um milljón. (Og skammast mín ekki neitt.)

12.11.03

Dísus. Ég VERÐ bitur gömul norn!

Seems like you are not in big trouble. Actually,
this result is actually BETTER than average.
You will have a perfect job. You will make a
lot of money. The job that you will have is
being a kind of doctor. You will not marry.
Many (wo)men will like you or did like you in
your college, but you don't think anybody is
good enough for you. You will live in a two-
story house when you are older. Two stories all
for you is good enough for you! You will have
many dinners in your house. The bad news is
that you will be very lonely and sad - perhaps
almost depressed when you are older. Yes, you
will think that money is not everything in your
life. Feel good young man. You will not bald
/*_*\ Your hair will be the same as it is right
now. You will feel that you are one of the
prettiest/handsome (wo)man there is for your
age /*_*\ You will be the over average (wo)man.
In your future, nothing will hurt you. Only
pain on the outside. When you are 87 years old,
you will die of painful cancer.


The Quiz of Luck - What Will Happen In Your Future?
brought to you by Quizilla


Annars, var að fá upphringingu frá eiginkona listamanns, hvers verk ég var að rýna í úttvarpinu síðustu viku. Hún vill fá pistilinn í úrklippusafnið sitt. Maður ætti trúlega að fara að vanda sig eitthvað meira við þetta. Kannski.

Næstsíðasta sýning á Gaukshreiðrinu í kvöld. Lítur út fyrir fullt hús. Samt ekki útlit fyrir að við þurfum að hætta með biðlista og það er nú gott af því að ég nenni alls ekki að hafa aukasýningar. Fólk gat bara öjlast á fyrstu 5 sýningarnar sem allar voru sýndar fyrir hálfum sal. Og hananú.

11.11.03

Það er prófadagur í dag, m.ö.o., nenni ekki að vinna eða neitt...

HASH(0x8728518)
narcissistic


Which Personality Disorder Do You Have?
brought to you by Quizilla
Nightmare Before Christmas
You know so much about the nightmare before
christmas. You must research and study it as
much as I do.
Congratulations.

XxThe Best and Most Challenging Quiz of The Nightmare Before ChristmasxX
brought to you by Quizilla

10.11.03

Hér er komin Þórunn Gréta. Já þeim fækkar óðfluga sem maður þarf að hitta í eigin persónu til að fá fréttir.

100 mann á sýningu á Gaukshreiðrinu í gær. Vað það mikil gleði, besta sýningin hingað til og svo skemmtilega vildi til að hún var einmitt tekin upp. Ég stend samt fast á bremsunni og neita að skipuleggja aukasýningar. Fólk gat bara drullast á þær fyrstu fjórar sem sýndar voru fyrir hálfum sal, og, eins og einn bjartsýnn sagði, ´"Fólk getur bara séð þetta í Þjóðleikhúsinu í vor...".

Í dag virðist ekki ætla að koma dagur. Snjórinn farinn, hitastigið heldur að það sé komið vor, en sólin er á öðru máli. Í dag virðist semsagt ekki ætla að verða nein dagsbirta. Það er frekar niðurdrepandi.

Eftir vinnu í dag ætla ég að fara og skrifa ritgerð. Og hananú! (Það hefur semsagt eitthvað lítið bólað á svoleiðis tilfæringum uppá síðkastið.) Þessi helbera leti gengur bara alls ekki og samviskan farin að naga ýmsa staði í sálinni.

Í nótt dreymdi mig höfundafund og Hugleikspartý. Er farinn að hlakka mikið til að hitta Hugleikinn minn aftur. En, það verður víst ekki fyrr en á næsta ári.

8.11.03

Þarf að hanga í vinnunni í dag. Skjaladagur á neðri hæðinni og Dísa bað mig að lesa upp einhverja vitleysu og við Rannveig ákváðum að hafa opið á okkar hæð líka. Svosem alltílagi. (Reyndar koma örugglega færri en enginn...)
Bara verst að mig langar eiginlega miklu meira að vera heima að prjóna og/eða lesa Harry Potter 5 í annað skipti. Ef ég væri heima ætti ég hinsvegar að vera að lesa yfir greinar í Gletting og/eða skrifa ritgerð. Því nenni ég allsalls ekki.

Er semsagt þungt haldin af kvíðaröskun (leti) og þarf nauðsynlega að "gera eitthvað fyrir sjálfa mig" *lesist í yfirdrifið tilgerðarlegum Fólkmeðsirrý tón* (semsagt gera ekkert)

Þegar ég verð stór ætla ég aldrei að:
- gera neitt sem mér þykir leiðinlegt.
- taka ábyrgð á neinu
- vera neitt eða í einu sem inniheldur orðhlutann "stjór" (sbr. ritstjóri, sýningarstjóri eða í stjórn neins)

Fara annars ekki alveg að koma jól? Eftir á að hyggja, ég væri til í að vera jólastjóri. Myndi hafa þau svona þrisvar á ári.

7.11.03

Kominn föstudagur og allt.
Búin að ryðja umfjöllun um eina málverkasýningu í útvarpið og er að reyna að komast að því hvernig mál standa með frumsýnningu á Fáskrúðsfirði. Henni er haldið svo vandlega leyndri að ég þarf líklega að reyna að hringja í leikstjórann til að komast að því hvort það er frumsýning um helgina eður ei. Annars eru víst einhver flóð og skriðuföll á leiðinni til Fáskrúðsfjarðar þannig að spurning hvort lífi og limum er hættandi fyrir menninguna

Annars, helgin fer trúlega í að vinna Gletting og reyna að komast eitthvað í ritgerðina. Næsta sýning á Gaukshreiðrinu er á sunnudaginn. Þar á bæ gengur allt þokkalega, um 50 manns á sýningu í gærkvöldi og menn fleygðu sér fram af sviðinu af tómri leikgleði. Sótt hefur verið um að koma til greina sem áhugaverðasta áhugaleiksýning ársins, hvað sem hver segir.

Vil hvetja alla sem tök hafa á að heimsækja Leikfélag Hafnarfjarðar um helgina, þar á að sýna slatta af örleikritum, m.a. eitt eftir Jón Guðmundsson, súrrealískan penna frá Hallormsstað. Er sjálf fullkomlega miður mín að missa af þessu. Það þyrfti að minnka Ísland þannig að allt sé í þægilegu ökufæri. Nú missi ég t.d. trúlega af öllu sem verður um að vera á suðvestur horninu fram að áramótum, vegna vegalengda og okurs Flugfélags Íslands. Hmpfh. Gat maður ekki aulast til að búa eitthvað aðeins nær? Á Akranesi, t.d.?

5.11.03

Best að blogga smá, svona fyrst internetið vill tala við mig.
Aldrei hélt ég að ég mundi lenda svo rækilega aftur á steinöld að ég þyrfti að búa við innhringimódem bæði heima hjá mér og í vinnunni, og þurfa þar að auki stanslaust að deila tölvunum með öðru fólki. Svo er allt draslið búið að vera þrælóþægt síðan um helgi, ég er með þá kenningu að það hafi orðið ófært á internetinu vegna veðurs.

Allavega, það lítur ekki út fyrir að Leikfélag Fljótsdalshéraðs fái "nema" um 300 manns á Gaukshreiðrið. Fólki í voru félagi finnst það fyrir neðan allar hellur að ekki skuli nema 10% íbúa á stór-Eiðaþinghár svæðinu hafa sama áhugamál og við og vera til í að borga 2000 kall til að sjá það.
Þessar aðsóknartölur jafngilda þó því að fá um 15.000 manns á sýningu á höfuðborgarsvæðinu, og ég held það myndu nú ekki margir kvarta yfir því.

Svo heyrði ég nýja samsæriskenningu um samkeppnina um áhugaverðustu áhugaleiksýningu ársins. Við ætlum sumsé að sækja um en þegar við vorum að ræða það heyrðist einhver segja fýlulega úti í horni: "Það yrði þá í fyrsta skipti sem einhver ynni með DRAMATÍSKT verk..." Menn ætla sem sagt ekkert að þreytast á samsæris- og flokkadráttakenningum um þessa keppni, þó svo að höfuðborgar/landsbyggðar krísan virðist vera af baki dottin.
Svo sagði annar: "Þýðir eitthvað að sækja um? VIÐ vinnum hvortsemer aldrei..." Eins og það sé skýlaust merki um það að valnefd Þjóðleikhússins hafi eitthvað persónulega á móti Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Að sama skapu hef ég heyrt "Það hlýtur nú bara að fara að KOMA AÐ okkur..."

Ef þessi heiður ætti að skiptast jafnt á milli félaga þá væri þetta ekki keppni um áhugaverðustu áhugaleiksýningu ÁRSINS. Mér finnst nefndin hafa staðið sig vel í að velja nákvæmilega þannig. Ef þeim finnst Freyvangur vera með áhugaverðustu sýninguna tvö ár í röð, þá vinnur hann tvö ár í röð. Ef sömu félögin eru nefnd meðal þeirra sem koma sterklega til greina mörg ár í röð þá er það bara þannig. Það sama á við um tegundir sýninga, ef svo vill til að dramatískar sýningar hafa ekki unnið undanfarin 7-8 ár þá er það bara svoleiðis. Mér þykja þessar samsæriskenningar ýkt hallærislegar, og er nokkuð viss um að ef valnefndin hefði heyrt þær allar þá væri Þjóðleikhúsið hætt að standa í þessu.

Jæja, þá er ég búin að ausa úr mér. Ætla að reyna að skrönglast á Seyðisfjörð og sjá myndlistarsýningu seinnipartinn, til að gagnrýnast um í þessari viku, skilst reyndar að það sé fljúgandi hálka á heiðinni. Ætla að reyna að fara á Fáskrúðsfjörð um helgina að sjá einþáttungasýningu hjá Veru, í sama tilgangi. Á síðan von á 30 stykkjum af 6 ára brjálæðingum hingað á safnið á hverri stundu. Gaman að því.

1.11.03

Hvað gerir fólk á laugardögum ef það er ekki leikæfing eða eitthvað þanneigins? Mér líður mjööööög undarlega. Það liggur við að ég fari að skrifa... eða eitthvað.
Ég má samt alveg eyða öllum deginum í að hanga ef ég vil.
Jibbíkóla!
Það er nú samt eiginlega alveg nóg að vita af því.
Best að fara að gera eitthvað.

31.10.03

Eitthvað voru menn að ráðleggja mér að fara að éta rítalín vegna ofvirkni. Ég veit um fleiri sem ættu þvílíkt að gera það.
Menn hafa greinilega fengið einhverja ógurlega vítamínsprautu í rassinn, hvort sem það er "Mörgu smáu" að þakka eða ekki. Ég varð að reka augun í það að Hugleikarar eru að fara að sýna svo mikið sem 11 örleikrit í Borgarleikhúsinu á morgun í tengslum við tónleika Þórunnar Guðmundsdóttur. Einhver njósn hefur mér síðan borist af því að eitthvað prógramm verði í gangi hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar helgina eftir með glás af slíku, hátíðarefni og nýæfðu (sel það ekki dýrar en ég keypti það, nánar auglýst síðar, vona ég).
Allavega, miðað við marga sem ég þekki ligg ég og mitt leikfélag í leti og ómennsku. Djöfuls bömmer að geta ekki þvælst í bæinn um hverja helgi um þessar mundir.

Sýning í kvöld, allir á Gaukshreiðrið. Sýningin búin að fá gargandi dóma, allavega það sem ég veit um. Aðeins verða sýndar 8 sýningar þannig að menn verða að drífa sig ef þeir ætla!

27.10.03

Þá er aflokið
alveg hreint gífurlega menningarlegri helgi. Á föstudagsmorgun flaug ég til Reykjavíkur, mætti á réttum tíma í flugið í þetta skipti og hvaðeina. Eftir að hafa vesenast í bænum megnið af deginum hitti ég Skottu, þá Nönnu og lenti í samfloti við þær á opnun á femínistaviku niðri á Nýlistasafni þar sem við hittum Ástu. Þar var fjallað um sjálfsævisögur kvenna og lesið upp úr slatta af slíkum. Það var bara mjög gaman. Síðan var áfengi og smáréttir í boði Reykjavíkurborgar sem var ekki minna gaman.
Svo hitti ég unnusta minn og fór með honum í Hafnarfjörðinn, sem var náttúrulega mest gaman.

Á laugardag var ég síðan komin upp í Borgarleikhús um eitt þar sem ég og mínar kellur skyldum fá hálftíma á sviðinu sem við áttum svo að sýna á eftir kvöldmat, á stuttverkahátíðinni ógurlegu, "Margt smátt". Dagurinn fór síðan mikið í það að villast um ranghala Borgarleikhússins og hitta fullt af fólki sem maður hafði síðan allt of lítinn tíma til að tala við. Hátíðin sjálf hófst síðan klukkan 5, leikið til skiptis á litla sviði og nýja sviði og heppnaðist alveg frábærlega. Þarna kenndi ýmissa grasa, gott ef ekki bara allra grasanna, fullt af frumsömdu og ég veit ekki hvað. Svo misstum við náttúrulega af einhverju í kringum okkar þátt. Keeellingarnar mínar stóðu sig vel og voru sínu félagi til sóma. Þetta var sumsé allt hið besta mál.

Jæja, sunnudagur byrjaði á flugi (mætti aftur á réttum tíma, en missti á meðan af partýi á Bessastöðum sem haldið var fyrir stuttverkahátíðargesti). Fór svo að segja beint upp í Valaskjálf þegar ég kom í bæinn, og reyndi að gera eitthvað fleira heldur en að þvælast fyrir fram að frumsýningu á Gaukshreiðrinu klukkan 17.00. Hún heppnaðist alveg dandalavel, áhorfendur máttu vart vatni halda og leynigestur á meðal þeirra var "Billy" frá Húsavík, sem heitir öðru nafni Siggi Illuga. Þar vorum við semsé allt í einu og alveg óvænt komin með báða Túpílakabræður á svæðið, enda var Bandalagið sungið af gífurlegri innlifun í partýi. Partý var stutt og fallegt, enda sunnudagskvöld og Bromden höfðingi víst búinn að hella liðið á peruna kvöldið áður.

Svo hélt ég að ég gæti nú aldeilis tjillað í kvöld. En, nei, ritstjórnarfundur í Glettingi.

21.10.03

Mig dreymdi
ógurlega fallega í nótt. Ég fékk sumsé bónorð, ekki var nú alveg á hreinu frá hverjum, enda var ég eiginlega ekki ég, eins og gengur í svona aðstæðum. Allavega, ég var ógurlega kát þegar ég vaknaði og hélt þetta hlyti nú að vera fyrir einhverju alveg sultugóðu og óð beint í draumaráðningabókina.
Neinei. Að dreyma bónorð er víst fyrir annaðhvort aukinni ábyrgð eða framhjáhaldi. Hmmmp...

Draumar eru semsagt tómt rugl.

Í kvöld
verður næstsíðasta skipti sem geðsjúklingarnir mínir hittast, fyrir augliti Freuds, án þess að hafa áhorfendur. Ég vona ógurlega mikið að hljóðkerfi og eitt og annað smávegis sé komið í lag og að Charles Ross sé aftur búinn að taka upp tónlistina í staðinn fyrir teipið sem kindin át.

Keeellingarnar mínar
sem ég er að fara með í Borgó um helgina eru líka að verða færar í flestan sjó og verða flottari og fyndnari með hverri æfingu. Þetta verður vonandi alltsaman dandalagott, nema hvað ég missi af kaffi og kökum hjá forsetanum á sunnudag, vegna frumsýningar hérna megin.
Það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi.

20.10.03

Jæja, kæru vinir, nær og fjær, til sjávar og sveita,
þá er liðin hin hefðbundna "síðastahlegi fyrir frumsýningu" með tilheyrandi taugadrullu og langdvölum í Valaskjálf. Á fyrstu árum bakteríunnar notaði ég ævinlega þennan tíma í að endurtaka með sjálfri mér "aldrei aftur" í ýmsum tóntegundum. Nú orðið veit ég betur en að reyna að ljúga því að sjálfri mér, en er í staðinn farin að segja "næst ætla ég BARA að leika"... sem er trúlega BARA önnur sjálfsblekking.
Næsta helgi verður hins vegar alveg þrusu skemmtileg. Generalprufa á Gaukshreiðrinu er á fimmtudagskvöld, á föstudagsmorgun fer ég síðan í bæinn, á Bandalagið, nemendaskrá og fleiri fantaskemmtilega staði. Föstudags eftirmiðdagur og kvöld fer síðan væntanlega í að rifja upp hvernig kallinn minn lítur út, nema ég drífi þann hinn sama á frumsýningu hjá Stúdentaleikhúsinu, sem væri svosem ekki leiðinlegt. Á laugardegi kemur svo að tilgangi ferðarinnar, Örleikritahátíð í Borgarleikhúsinu. Þar ætla ég að vera leikkonunum mínum fræknu í "Sambekkingar" til halds og trausts. Hátíðin hefst klukkan 17.00 og stendur fram á kvöld. Miðapantanir held ég að séu í Borgó, annars eru örugglega upplýsingar um það hér.
Þar með er þessi ógurlega leikhúshelgi aldeilis ekki búin, á sunnudagsmorgni flýg ég aftur heim í heiðardalinn og spæni væntanlega tiltölulega beint upp í Valaskjálf hvar Gaukshreiðrið verður frumsýnt klukkann 17.00 þann dag. Svo verður standandi gleði fram eftir kvöldi.

Fréttir dagsins af veraldarvefnum eru annars þær helstar að hún Svandís mín sem ég gerði þá fíflsku að skilja eftir úti í Montpellier er aftur komin í samband við umheiminn og er það fantavel. Það dregur allavega úr líkum á því að maðurinn sem ég kynnti hana fyrir sé klikkaður hjólsagarmorðingi og búinn að grafa hana úti í garði. (Hihi. Vill til að hann Jonathan skilur ekki baun í íslensku þannig að um hann get ég bullað hverju sem ég sýnist.)
Hef annars stundum verð að hálfspá í að blogga líka á ensku fyrir úttlendingapakkið sem ég þekki... ég held bara að það sé ekki hálf glæta að ég nenni því.

Rokk on!

16.10.03

Kúlt!

pho
You are Form 0, Phoenix: The Eternal.

"And The Phoenix's cycle had reached
zenith, so he consumed himself in fire. He
emerged from his own ashes, to be forever
immortal."


Some examples of the Phoenix Form are Quetzalcoatl
(Aztec), Shiva (Indian), and Ra-Atum
(Egyptian).
The Phoenix is associated with the concept of life,
the number 0, and the element of fire.
His sign is the eclipsed sun.

As a member of Form 0, you are a determined
individual. You tend to keep your sense of
optomism, even through tough times and have a
positive outlook on most situations. You have
a way of looking at going through life as a
journey that you can constantly learn from.
Phoenixes are the best friends to have because
they cheer people up easily.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla

15.10.03

Plögg
Eins og hún Berglind minntist á í kommenti hérna einhversstaðar þá fórum við að sjá fantagóða leiksýningu fyrir stuttu. Kontrabassinn hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar er sumsé á fjölunum í Hafnarfjarðarleikhúsinu þessa dagana, þó svo að það sé nú hálfgerð leynisýning þar sem PR dæmið klikkaði víst eitthvað aðeins hjá þeim.
Allavega, hér er dómur Harðar Sigurðarsonar um sýninguna, hér er viðtal við aðstandendur, næsta sýning er á laugardagskvöldið og hér eru miðapantanasímar og nánari upplýsingar.
Drífa sig nú!
Auglýsi eftir
fleiri klukkutímum í sólarhringinn. Ef einhver þarf að drepa tíma í þessari viku eða næstu er hann vinsamlegast beðinn að gera það ekki, heldur senda hann hingað.
Er sest að í leikmyndinni og um það bil að verða jafn þrifin og... ákveðinn einstaklingur sem hefur stundum smíðað leikmyndir og gleymt að fara í bað...

13.10.03

Egilsstaðir eru að verða menningarpleis hið mesta.

Ég komst að þessari niðurstöðu á mjög áþreifanlegan hátt þegar ég rumskaði eitthvað á aðfaranótt laugardags (eins og gengur) við mikinn söng og gleðilæti á götum úti (eins og gerist jú stundum þegar er ball sem ég er ekki á). Til flutnings einhvers staðar var tekið lagið Vegbúinn (sem er ekki óalgengt þegar menn hafa drukkið af söngvatni) nema í þessu tilfelli var hann fluttur af hástemmdri barítónrödd með óperutilþrifum! Semsagt, hámenning svæðisins er farin að flæða yfir í eftirballafyllerí, hvað þá annað.
Næst verða menn líklega farnir að gera skúlptúra í partýum og böll í Valaskjálf verða kóreugraferuð í ballettstíl!

Leikfélagið hafði hins vegar endaskipti á þessu um helgina, menn brugðu sér í skítagallana, ljósameistari vor koma í heimsókn að sunnan og svo var byggð leikmynd. Eftir að hafa smoðið og ljósað eins og vindurinn alla helgina renndum við okkur á rassinum í gegnum allt heila klabbið í gærkvöldi með ljósum eftir því sem hægt var.
Það er ýmislegt komið... og fullt eftir... eins og gengur. Hálfur mánuður til stefnu og nú förum við líka að komast að því hvort við fáum að fara með okkar ágæta örleikrit á hátíðina í borgarleikhúsinu þann 25. Svo verður Gaukshreiðrið frumsýnt þann 26. og eftir það geta menn farið að eiga líf aftur.

Ég er að slást við að reyna að setja aftur inn hjá mér kommentakerfi. Kannski virkar það núna...

10.10.03

Bloggleti í gangi sem kemur til af kör nokkurri sem ég ákvað að leggjast í, alveg flöt, og vera alla vikuna. Er nokkurn veginn komin á lappir, að ég held, og ætla að reyna að halda mér þar.

Allir á Moggavefinn og kjósa allt sem Gunnar Björn og Karamellumyndin hans er tilnefnd til Eddunnar fyrir. Nú virkar víst ekki lengur "delete cookies" trixið sem Sverrir sonur minn kjaftaði frá í fyrra, þannig að við verðum víst að reyna að gera þetta löglega. Allavega, nú fer hver að verða síðastur.

Svo senda náttúrulega allir íslenska strauma til Þýskalands og litháska strauma til Skotlands um helgina! Mér til mikillar kætni er verið að opna fótboltapöbb á Egilsstöðum. Þóttu mér þetta mikil tíðindi og góð þar sem ég hef ekki aðgang að Stöð 2 eða Sýn neins staðar.
Svo sá ég auglýsinguna fyrir fyrirbærið.
Hún var á íslensku, ensku og ítölsku og staðinn á að opna með "strákakvöldi". Hrrmpfff...! Ekki þar fyrir að mér finnst arfagóð hugmynd að taka testósterónpakkið á svæðinu og loka það inni á einum stað, en á þeim stað finnst mér ekki sérstaklega aðlaðandi að dvelja. Sé fram á að fórna enska boltanum fram að áramótum.

Er annars búin að vera að berjast við að koma nýju kommentakerfi inn á þessa síðu, en gengur eitthvað ekki vel og ég hef ekki hugmynd um hvað ég er að gera vitlaust.
Grrrrr....

6.10.03

...and the stupid award goes to...
...konunnar sem labbaði pollróleg inn á flugstöðina á Egilsstöðum á föstudagshádeginu en var óvart klukkutíma of sein í flugið sitt.
Já, mín fékk smá greindargliðnun á föstudaginn, kunni allt í einu ekki á klukku, með þeim afleiðingum að ég komst ekki í bæinn fyrr en á laugardagsmorgni, við mikinn fögnuð allra viðstaddra.

Náði þó erindinu, frumsýningu á Kontrabassanum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Gargandi snilld, enda á ferðinni ekki minni kanónur en Gunnar Björn, ofurleikstjóri sem er kannski alveg að fara að fá heilan haug af Eddum, og Halldór Magnússon sem er (þó ég segi sjálf frá) fokkíng snilldarleikari.
Flott sýning sem allir ættu að sjá.

Kommentakerfið er í einhverju veseni, laga það þegar ég nenni.

3.10.03

Hélt ég myndi eiga mjög rólegan morgun í vinnunni, ein á minni hæð og svona. Ekki aldeilis, hingað ruddust inn allir verkalýðsforkólfar landsins í skoðunarferð, nýkomnir innan af Kárahnjúkum alveg rasandi yfir ástandinu þar, þar að auki fastir fyrir austan vegna anna í flugi.
Semsagt, morguninn fór mikið í verkalýðsmál.

Svo er snjókoma. Ég held menn verði bara að sæta sig við það að veturinn í vetur ætlar að vera öflugur og erfiður, allavega hérna megin á skerinu.

Nú er ég að verða komin í helgarleyfi frá mínu lífi og fer í bæinn að hitta önnur líf og leikfélög. Er annars komin með hálfgerð fráhvörf frá geðsjúklingunum mínum í Gaukshreiðrinu eftir 5 daga pásu og hlakka mikið til að halda áfram í því dæmi á mánudaginn.
Mikið gaman.

1.10.03

Lenti í miklum hremmingum á fríkvöldinu fyrir framan sjónvarpið. Á ákveðnum tímapunkti stóð valið um að glápa á skandinavískan listdans og Völu Matt heima hjá Bó Hall. Skemmst frá því að segja að ég var næstum búin að éta af mér hausinn í hamslausum leiðindum og fór og gróf upp einu vídjóspóluna sem ég á.

Ræð mönnum eindregið frá fríkvöldum, nema þeir hafi aðgang að góðum og vanabindandi tölvuleik, góðu glápsafni og/eða einhverjum til að káfa á í sófanum á meðan.

Hingað streyma annars skólabörn í hrönnum í dag, fyrirsjáanlegar æfingar með kellunum mínum á "Sambekkingum" þau kvöld sem eftir eru fram á föstudag, en það er einmitt uppáhalds dagurinn minn ;-)

30.9.03

Jæja.
Þetta er undarleg vika, leikstjórinn í burtu og í kvöld þarf ég ekki að gera NEITT! Er næstum viss um að það er ekkert í sjónvarpinu þannig að það verður örugglega bara leiðinlegt.
Við erum annars byrjuð að æfa leikrit fyrir örleikritahátíðina góðu (sem verður í Borgarleikhúsinu 25. október, daginn eftir frumsýningu á Gaukshreiðrinu). Við erum að æfa leikritið "Sambekkingar" eftir Dr. Tótu með leikonunum Ástu Jóhannsdóttur, Guðlaugu Ólafsdóttir (Gullu) og Guðrúnu Gunnarsdóttur (mömmu hennar Halldóru). Eins og þeir sem til þekkja geta ímyndað sér þá eru þær leikæfingar skemmtilegar samkomur, svo ekki sé meira sagt.
Er að huxa um að fara á Eskifjörð og skoða Erró sýningu seinnipartinn, og blaðra svo um það í útvarpið í vikunni.
Gamangaman.

27.9.03

Laugardagskvöld byrjar vel
Horfði á Survivor í beinu símasambandi við minn elskling. Svo er fólk eitthvað búið að vera að pota í mig að koma mér út úr húsi, á stuðmannaball eða eitthvað þaðan af verra. Minnug hávaðamengunar bæjarins síðasta laugardagskvöld ákvað ég ekkert að vera að eyðileggja kvöldið með svoleiðis vitleysisgangi, en hitta frekar fólkið mitt einhvern tíma þegar ég get heyrt hvað það er að segja.

Þess í stað tók ég pólitíska ákvörðun, sníkti bjór hjá föður mínum, fékk leyfi til að reykja fyrir framan tölvuna í smá stund og ætla að reyna að koma frá mér skipulega nokkru sem er búið að bögga mig í marga mánuði, ef ekki ár.

Það er þetta með lýðræðið
Þessa dagana (mánuðina... árin) er tíska að segja, við ýmis tækifæri: "Þetta er móðgun/svik/árás við/á lýðræðið."
Hvert hnjask sem innrásarher Bandaríkjamanna verður fyrir, í hvers landi sem hann er, er móðgun við lýðræðið.
Íslenskur stjórnmálamaður lét það út úr sér um daginn að morðið á Önnu Lindh hafi verið árás á lýðræðið. (Mér er það stórlega til efs að það hafi verið það sem nojusjúklingurinn hafði í huga.)
Meira og minna allt sem heimsins sótraftar hafa gert af sér í hinum vestræna heimi síðan árásin á Tvíturna var gerð hafa verið glæpir gegn lýðræðinu í einhverju formi.
Ég er mikið búin að klóra mér í hausnum yfir þessu og hélt jafnvel að orðið lýðræði væri eitthvað sem ég væri búin að misskilja árum saman. Ég fór að fletta upp. En, nei, samkvæmt orðabókinni er lýðræði jú enn skilgreint sem:

Sjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga og hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.

Ennfremur segir í Rétti, fræðsluriti um félagsmál og mannréttindi 1915:

Lýðræði merkir það, að lýðurinn ráði --- það er þjóðin --- allur almenningur.

Orðið lýðræði þýðir sumsé akkúrat það sem ég hélt.

Lýðræðinu er hins vegar illa framfylgt í landi þar sem menn geta talið þrisvar upp úr kjörkössum eftir forsetakosningar og aldrei komist að sömu niðurstöðu. Sovétmenn skrifuðu kannski sjálfir á kjörseðlana með vodkaglasið í hinni hendinni, en þeir gátu þó talið þá. (120 % fylgi, takkfyrir.)
Að sama skapi hlýtur að þykja undarlegt að eftir þær sömu kosningar standi maður uppi sem sigurvegari sem ekki hlaut meiri hluta atkvæða. Ennfremur má telja næsta ólýðræðislegt að tveir þjóðhöfðingjar kjósi að eyða almannafé í stríð sem ekki verður betur séð en að stór hluti, ef ekki meiri hluti, þjóða þeirra er á móti.

Það er kaldhæðnislegt að enginn skuli nota meira klisjurnar um glæpi gegn lýðræðinu en George Bush. Ég held kannski að hann viti hreinlega ekki hvað orðið þýðir. Ef hann veit það, ætti hann allavega að hafa vit á að vera ekki að taka sér það orð í munn of mikið.

Og svo þetta með heilann
Færi maður hins vegar út í þessa sálma við Bush-hlynntan Bandaríkjamann gæti svar hans alveg eins verið: "If you're too open minded your brain will pour out..."
Önnur undarleg setning sem mér finnst ég alltaf vera að rekast á. Í hinum vestræna heimi nútímans er nefnilega bannað að brúka gagnrýna hugsun. Fari menn að velta málum of mikið fyrir sér þá er umræðunni gjarnan lokið með þessu flipp-kommenti. Ég heyrði meira að segja vin minn Andy Rooney bregða þessu fyrir sig í vor, og var mér þá allri lokið.

Áróðursmeistarinn sem fattaði upp á þessu ætti að fá nóbelinn. Þessi brandari er eiginlega ekki nógu fyndinn, og væntanlega vita allir að heilinn lekur ekki úr manni, sé maður of víðsýnn. Þetta virðist samt vera að virka!

Sem sagt, höldum öll áfram að misnota lýðræðið þangað til við erum búin að gleyma hvað það upphaflega þýddi, annars lekur úr okkur heilinn.

Ignorance is Bliss!

Er að velta því fyrir mér hvort ég á að rölta til Bitla upp á Nielsen eða fremja stórglæp gegn lýðræðinu og fara að sofa stuttu eftir miðnætti á laugardagskvöldi.

26.9.03

Er að fara í bæinn um næstu helgi að sjá meira af þessum.
Flottastur!

Góða helgi.

24.9.03

Geðheilbrigði er mjög mikilvægur þáttur í lífinu.
Þegar menn eyða tíma sínum ýmist einir á verkstæði í lakk- og þynnis sniffi eða í félagsskap nokkurn veginn heilbrigðs fólks sem þó er stöðugt að þykjast vera geðveikt, er ekki laust við að efasemdir um andlegt heilbrigði fari að gera vart við sig.

Ég er í miðju ferli. Þetta er mjög undarlegt. Ég hef oft tekið þátt í því áður, en skil samt ekki baun í hvernig það virkar. Það er þetta með það þegar slatti af fólki kemur saman og fer að lesa sama handritið aftur og aftur, svo fer tími í að hjakka, labba og stressast og vitleysast, og svo er allt í einu komin leiksýning...
Ég verð alltaf jafn hissa á frumsýningu.

Enn er nú samt langt í hana, og þangað til hangir geðheilsan á bláþræði. Þar sem ég get ekki skilið hvernig þetta galdraferli gengur fyrir sig, þá er ég aldrei viss um að það virki aftur.

Gerði fyrsta rýnispistilinn í svæðisútvarpið í gær. Búið að panta annan fyrir næstu viku. Vona að ég móðgi ekki mjög marga.
Sat ritstjórnarfund með Glettingsmönnum í gær, reyndi að móðga ekki mjög marga.
Sat síðan framkvæmdanefndarfund með leikfélagsfólki eftir það, held ég hafi ekki móðgað neitt marga, tók að mér að gera eitthvað sem ég man ekki hvað var.

Það eru akkúrat 3 mánuðir til jóla!

22.9.03

Það er SNJÓR!
Víííí!
Hef ekki séð svoleiðis í meira en tvö ár.
Ætla að humma jólalög við vinnuna í allan dag.
(Ekki nema rétt rúmlega þrír mánuðir til jóla... qua?)

21.9.03

Þyki mönnum gaman...
- að vaða reyk og hávaða yfir hættumörkum
- að láta fara um og við sig niðurlægjandi og hlutgerandi athugasemdum vegna þeirrar óheppni að vera kvenkyns
- að upplifa áður óþekkt blæbrigði svitalyktar/táfýlu/ofnotkunar á rakspíra

Þá er skemmtanalífið á Egilsstöðum á laugardagskvöldi rétti staðurinn.
Í vor varð ég nett hneyksluð á fyrirspurn ítalskra yfirmanna á því hvar hóruhúsin væru, núna segi ég: Í guðanna bænum, er einhver til í að stofna svoleiðis STRAX!?!

Hingað í bæinn streymir um hverja helgi fleiri hundruð manna skriða, íslensk sem erlend, alltsaman hálfvitlaust af kvenmannsleysi með tittlingana út úr augunum og búnir að steingleyma öllum mannasiðum, svo ekki sé minnst á hvernig á að þrífa sig. Það er eins gott að við græðum almennilega peninga á þessu öllu saman, en þangað til það er búið held ég að allt sæmilega huxandi kvenfólk á Héraði verði bara að halda sig innandyra, allavega svona um helgar.
Það fer alltént að vera vel athugandi að redda nokkrum bílförmum af keellingum þarna upp eftir þó ekki væri nema til að hinn almenni verkamaður við Kárahnjúka muni/geri sér grein fyrir, að svoleiðis fyrirbæri eru líka fólk, ekki gangandi pjöllur á priki.

Stormur í aðsigi
Núna er búið að vera að hræða Íslendinga með stormi. Allir búnir að taka inn útigrillin, negla þakplöturnar betur og svo er það bara að bíða...
dammdammdammdammm.... hvað gerist næst?
Kannski fáum við þakplötu inn um stofugluggann... eða útigrill?
Þetta er allavega góð afsökun fyrir því að vera inni, helst undir sæng, og gera ekkert gáfulegt eða nytsamlegt... vegna veðurs.
Skyldu vinnubúðirnar uppi við Kárahnjúka kannski fjúka á haf út?
Fátt er svo með öllu illt...

18.9.03

Dagur sem byrjar með slyddu.
Hvað getur gert hann verri?
Jú, ferð til tannlæknis.
Þetta ætlar ekki að verða neitt sérstaklega góður dagur...

17.9.03

Komin heim.
Hér er allt í einu kominn vetur, skíta kuldi úti og það á að snjóa á morgun. Hvað var ég eiginlega lengi í burtu? Missti kannski af jólunum?
Kom heim í gargandi þvottakrísu, fór í öll fötin sem ég átti eftir áður en ég fór í vinnuna. (Mér snjallara kvenfólk hefði e.t.v. notað eitthvað af þessum tveimur dögum sem ég hafði til að ráfa um miðbæinn til að kaupa eitthvað í tóma fataskápinnn... maður bara eyðir ekki "sumarfríinu" sínu í að gera leiðinlegt.)

Þarf að hitta þrjú sett af geðsjúklingum seinnipartinn, ritstjórn Glettings, stjórn leikfélagsins og svo náttúrulega Gaukshreiðursgengið. Hælismatar allsstaðar.

Og í dag er Rannveig komin úr fríi þannig að ég fæ að fara aftur að dudda niðri á verkstæði.
Jibbúler!

16.9.03

Þá er þetta fína sumarfrí í Hafnarfirði að verða búið. Það er alltsaman búið að vera einstaklega gagnlegt, "landaði" vinnunni á Bandalaginu nokkuð endanlega frá áramótum, reddaði mér húsnæði í kommúnu Nönnu frá sama tíma (halló 101!).
Samt, búin að vera ágætis afslöppun og frí frá þvarginu á Egilsstöðum, enda er vinna og slatti af fundum og leikæfing um leið og ég kem úr fluvvélinni. (urgh...) Mikið verðu nú gaman og þægilegt að flytja hingað í bæinn í rólegheitin;-)

Annars er ég að finna fyrir vaxandi rithöfundi. Þ.e.a.s. undarlegri hvöt til að sitja einhversstaðar og skrifa lygar og vitleysu, ekki einhverja ritgerð/greinar eða sollis leiðindakjaftæði. Vil alls ekki skrifa, eða gera, ef út í það er farið, hluti sem "vit" er í. Oj.

Bæðevei, þetta skrifa ég á tölvu með ADSL tengingu (!) á skrifstofunni á heimilinu (!!) á meðan verið er að dramatúrgera leikrit í eldhúsinu (!!!). Alltaf gaman að ramba á sína réttu hillu í lífinu...

14.9.03

Halló Hafnarfjörður
Er í bænum. Ekki með góða samvisku, á að vera að þykjast skrifa menningarlega pistla. Doj hvað ég er ekki að nenna því.
Annars, sá loxins Grimms í gær. Það var alveg jafn mikil snilld og allir voru búnir að segja mér. Sá líka æfingu á Kontrabassanum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og lítur það vel út, enda Minn alltaf flottur. Fór síðan og hitti fólk um kvöldið. Endaði í miklum gleðskap og fylleríi heima hjá Ármanni með alls kyns leikfélagafólki. Gamangaman. Er með smá displacement disorder og fráhvörf frá Gaukshreiðrinu.
Hitti Bandalagið á morgun til að skipuleggja framtíð mína og garfa í örleikritum.

12.9.03

Rakst á þetta stórskemmtilega blogg. Fer í linkasafnið.

11.9.03

Ég var búin að átta mig...

... á ungliðabyltingunni á Alþingi og sætta mig við það að mín kynslóð væri farin að þreifa sig áfram í stjórnun landsins. En, fékk samt menningarsjokk þegar ég komst að því að tannlæknirinn hérna er bara einhver Norðfirðingur á mínum aldri.

Kræst hvað maður er orðinn gamall eitthvað. Er fólk á mínum aldri svona almennt "orðið" eitthvað? Alþingismenn eða tannlæknar? Ætli ég þurfi að fara að ákveða hvað ég ætla að gera við líf mitt?

Ojbara.

9.9.03

Það kom að því...
...að nútíminn náði í skottið á mér. Ég er sumsé, einu sinni enn, komin með gsm síma. Er farin að undirbúa mig andlega undir að fá aldrei að vera í friði aftur. Verð trúlega von bráðar kominn inn í netsímaskrá Landsímans, hefi menn hug á að njósna upp þessu númeri. (Já, ég valdi að skipta við Landsímann. Mér finnst Skjár Einn nefnilega góð sjónvarpsstöð og er alveg til í að láta menn þaðan stela peningunum mínum ef þeir mögulega geta.)

Annars, góður lestur í gær. Geðsjúklingarnir mínir allir að verða mjög... já. Byrjum að æfa í Valaskjálf í kvöld og verðum sumsé á endanlegu sviði væntanlega nánast allar æfingar fram að frumsýningu! (Í fimm vikur!) Þvílíkur gargandi lúxus.

8.9.03

Hohó. Þetta var skemmtileg mynd. Fékk reyndar ekkert svakalega skemmtilegt út úr þessu prófi (Ástu var betra) en hef það hérna samt...

jack and eliz on island
You are "Welcome to the Caribbean, love."
You're more than a little world-weary, but also
intelligent and you keep your head when things
get dodgy. You're everybody's favorite
drinking buddy, but your stubbornness does get
in the way sometimes.


Which one of Captain Jack Sparrow's bizarre sayings from Pirates of the Caribbean are you?
brought to you by Quizilla
Menningardagur
Var ógurlega artí í gær, fór inn á Skriðuklaustur og skoðaði álfasýningu og niður á Seyðisfjörð og skoðaði myndlistarsýningu í Skaftfelli, hvoru tveggja til að ná mér í efni til menningarrýni fyrir svæðisútvarpið. Fannst ég verða einstaklega hipp og kúl kona með "carreer" a la Sex and the City.

Finnst það ekki alveg jafn mikið í dag, veit ekki mikið hvað ég á að segja um þessar sýningar, með gargandi ritstíflu og er búin að komast að því að ég hef ekki vit á neinu. Aldrei sér maður Carrie Bradshaw lenda í þessu!

Líka samlestur á Gaukshreiðrinu í gærkvöldi með næstum öllum leikurunum. Það var hrikalega gaman að heyra og mér sýnist þetta lið hafa alla burði til að gera alveg sultugóða sýningu. Gangi allt vel.

Jæja... grrr... huxhux... Hvað eru góðar klisjur í myndlist?

7.9.03

Góðir Íslendingar,
til hamingju með okkar menn í gær, það er ekki á hverjum degi sem maður er í alvörunni fúll yfir að liðið manns sigri ekki heimsmeistarana. Mikið djö... voru okkar menn flottir. (Fyrir þá sem ekki fylgjast með, þetta var um fótbolta...)

Eníhú, mikið að gerast, Leikfélagar ruddu sínu drasli út úr Valaskjálf í gær við undirleik sándtékks hjá Brimkló. Þótti mér það viðeigandi. Endurnýjaði örlítið gömul kynni við Kára nokkurn Waage, en það er einmitt hann sem er að fara að reka þetta ágæta félagsheimili. Já, heimurinn er pínkulítill. Ég endaði með því að nenna ekki á ball með Bó og félögum, eftir þessa ágætu upphitun, sjeim.

Í dag liggur fyrir að fara um héraðið og firðina og þefa uppi nokkra menningarviðburði og athuga hvort ég nenni að blaðra um þá í útvarpið. Stjórna síðan samlestri í kvöld af harðfylgi í fjarveru Odds Bjarna sem er enn eitthvað að potast í Reykjavík. Hexhex.

4.9.03

Haha, ríd it end víp!

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla
Eitt kúl enn
Fæ að vera "listrænn aðstoðarleikstjóri" hjá Oddi Bjarna í Gaukshreiðrinu. Vona að okkur vinnist það vel, svo hljómar það líka frekar mikið svalt.

Var annars á mínum fyrsta ritstjórnarfundi hjá Glettingi í gær og fór svo beint á samlestur til að skýra frá hlutverkaskipan í fjarveru leikstjóra.

Þetta var semsagt frekar skerí dagur. Ég þarf að vera svakalega mikið eitthvað að "stjórna" fólki á öllum aldri núna og segja fyrir verkum hægri og vinstri. Vona bara að ég sé nógu öflugt hex til að standa undir því, verð annars farin á taugum fyrir næstu mánaðamót.

Túddúllú

2.9.03

Ókei... Þetta var undarlegt.
Var búin að skrifa laaaangan pistil um Valaskjálf. Nenni ekki að gera hann aftur, þannig að menn verða bara að nota ímyndunaraflið.
x
Og við Siggadís erum svipaðar rómantíkur.
E.t.v. ekki algjörlega óvænt...

casablanca
"You must remember this, a kiss is still a
kiss". Your romance is Casablanca. A
classic story of love in trying times, chock
full of both cynicism and hope. You obviously
believe in true love, but you're also
constantly aware of practicality and societal
expectations. That's not always fun, but at
least it's realistic. Try not to let the Nazis
get you down too much.


What Romance Movie Best Represents Your Love Life?
brought to you by Quizilla

1.9.03

I say...

Thu ert Rikey

Hvada persona ur Astriki ertu?
brought to you by Quizilla

Hmmm...
Gleðilegan Harry Potter dag!
(Fyrir fáfróða, galdraskóli HP, Hogwarts, hefst jafnan 1. september.)

Fínn dagur í dag, kominn vetrartími á safninu sem þýðir að ég þarf að vinna mikkkklu minna. Þaðarðauki gaman í vinnunni í dag. Settist niður með Oddi Bjarna og Vígþóri (af því að ég er nú svo mikið fyrir rauðhærða áhugaleikara) og við huxuðum um indjána. Í ljós kom að bærinn er fullur af tveggja metra indjánalegum mönnum, bara spurning um smáatriðið hvort þeir geta leikið.

Fór ennfremur í atvinnuviðtal til Björns Malmquist niður á svæðisútvarp í dag, þarf að skrifa fyrir hann eins og tvo menningarpistla fyrir næstu viku. Launaðu honum greiðann með því að siga á hann leikstjóranum til mannaveiða... kannski ekkert svo obboðslega fallega gert.

Og, Austurland er undarlegt, það er að bresta á með einhverri ógurlegri hitabylgju. Sumarið er tíminn... í september.

30.8.03

Var á fyrsta samlestri á Gaukshreiðirinu.
Er miður mín af hamingju.
Mikið ofboðslega er þetta gott leikrit.
Þaaaað ersvogaman að leika.... (með sínu lagi).

Ekki mætti nú neinn ofboðslegur haugur af karlpeningi, en þeir sem létu sjá sig stóðu sig afbragðsvel. Sigurður nokkur Ingólfsson reyndist t.d. vera snilldarlesari. Einnig hefur frést af einhverjum sem komust ekki/eru að huxa auk þess sem ég hef boðið Leikfélagi Hafnarfjarðar leikaraskipti.

Rokk og ról.
Til hamingju með bloggið, Ásta!
Örleikrit
Fékk leyfi hjá Nick nokkrum Kaldunski til að þýða eftir hann snilldarleikþátt sem hann skrifaði á námskeiði meðmér í Bonn í fyrra. Honum finnst mikið kúl að láta þýða sig á íslensku, enda ekki hvaða Belgi sem er sem lendir í því. Þá er bara spurning hverogherogvillog... hvaða leikfélag vill taka barnið að sér? Ætla að hafa það tilbúið í næstu viku.

Er alveg bráðum að fara á fyrsta samlestur í Gaukshreiðrinu. Fór út á galeiðuna í gærkvöldi undir því yfirskyni að hitta vini mína en var náttúrulega aðallega að gá hvort ég gæti púllað eitthvað á samlestur. Er hrædd um að ég hafi ekki haft erindi sem erfiði. Vona bara að eitthvað týnist af mönnum á þennan lestur. Það þarf einn sem getur leikið ekki verr en Jack Nicholson, annan sem er stór indjáni og einhverja 19 karlkyns í viðbót... ókei, þeim sem þekkja til Leikfélags Fljótsdalshéraðs þykir þetta kannski óráðshjal.
Samt sem áður, það búa hérna 2000 manns. Þetta bara hlýtur að vera hægt.

27.8.03

Skortur á verkefnaleysi
Um daginn bauðst mér kennarastaða við öldungadeild Menntaskólans á Egilsstöðum. Henni hafnaði ég þar sem ég hef enga kennslureynslu og ætlaði þar að auki leikfélaginu kvöldin mín á næstunni. Svo frétti ég af vöntun á leiklistarkennara við sömu stofnun, ákvað að freistast ekki til að sækjast eftir henni sökum hugsanlegra anna á næstunni. Í umræðunni hefur verið að ég taki að mér ritstjórn á eins og einu tölublaði tímaritsins Glettings. Þar á bæ hafa menn greinilega ekki frétt af því að síðast þegar ég ritstýrði tímariti lagði ég það niður.
Undanfarið hef ég sem sagt verið frekar dugleg við að taka ekki að mér verkefni, er núna bara í hálfu starfi á safninu, að skrifa MA ritgerð og í sjórn leikfélagsins.
Áðan fékk ég hins vegar símtal sem ég gat ekki staðist. Tilboð um að gerast listgagnrýnandi fyrir Svæðisútvarpið. Að "þurfa" að sækja alla listviðburði á svæðinu, mér að kostnaðarlausu og blaðra síðan um þá í útvarpið, fyrir péníng.
Við sumu er bara ekki hægt að segja nei. Fundað verður um þetta mál á mánudagsmorgun.

Er á leiðinni upp í Valaskjálf að skrúfa í sundur gamlar leikmyndir og taka til.
Jibbíkei!
Vá. Ég á heima í mjög kúl mynd...

CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

26.8.03

Dóri farinn.
Ég reyndi mikið að freista hans með Gaukshreiðrinu en dugði ekki til. Andsk...
Þá þarf maður að fara að sýna af sér ábyrgt líferni aftur, klára þessa fokkíngs ritgerð, taka til í leikfélagskompum og eitthvað svoleiðis. Bára syss neitar að fara til Reykjavíkur, ætlar ekki fyrr en eihverntíma á síðustu stundu, um helgina.
Í dag er Menntaskólinn að byrja. Voða fyndið. Ég hef ekki verið hér á þessum tíma síðan ég var í honum sjálf. Var heima hjá Rannveigu í gærkvöldi og það var voða notalegt að sjá vistina fyllast af unglingi. Það er eins og mig minni að þetta hafi nú einhverntíma jafnan verið besti dagur ársins...
Hlakka annars bara svakalega til að fara að byrja að leikfélagast. Meira en tveggja ára pása er greinilega ekkert fyrir mig. Spennandi að sjá hvað við notum í þessi 20 kallhlutverk!
Hihi.

25.8.03

Í fréttum er þetta helst.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs ákvað á miklum átaka- og vangaveltufundi í gærkvöldi að þetta haustið verði ráðist í það stórvirki að setja upp Gaukshreiðrið. Hvernig við mönnum um 20 öflug karlhlutverk má Guðvita, ýmis plön eru í gangi, snúa þarf upp á slatta af handleggjum auk þess sem mér hefur verið uppálagt að skera á hjólbarða bifreiðar Halldórs og kyrrsetja hann á svæðinu. (Er ekki hvortsemer nóg af köllum í Leikfélagi Hafnarfjarðar?)
Leikstjóri verður Oddur Bjarni Þorkelsson og fyrsti samlestur verður á laugardag kl. 13.00 í Grunnskóla Egilsstaða. Næsta mál er síðan að finna/skrifa/æfa einhvern slatta af örleikritum með fullt af keeellingum í.
Að öðru leyti ekki margt í gangi hjá mér (enda er þetta nú slatti). Stefnt á Borgarfjörð í kvöld að hitta eitthvað af tengda-ættinni.
Kallinn minn fæ ég að hafa á svæðinu þangað til á morgun (og svo kemur í ljós hvernig ástandið á dekkjunum verður...) er annars búin að hrella hann helling með fjölskyldunni, ættinni og öllum bæjarbúum. Hann stóð sig náttúrulega eins og hetjan sem hann er.
Mikið stuð á safninu þessa dagana, allir í sumarfríi nema ég og minna en ekkert að gera.
Gæti jafnvel orðið friður til að skrifa einhver leikrit af viti og ritstýra eins og einum Glettingi í vinnutímanum.
Það er sumsé ýmislegt í athugun.

21.8.03

Ormsteiti í gangi!
Ég hef aldrei verið hér áður á þessum tíma, en þetta er algjör snilld. Alltaf eitthvað um að vera út um allan bæ. Ormsteiti er sumsé bæjar- og uppskeruhátíð héraðsbúa og stendur jafnan yfir í tíu daga í ágúst. Ég var t.d. á þriðjudagseftirmiðdag og kvöld að föndra hreindýr úr birki og risastórar mósaík myndir með helmingi bæjarbúa. Rakst á nokkra brottflutta og allt mögulegt. Lokahelgin er síðan um næstu helgi og þá er víst ýmisleg um að vera. Meira um það eftirá.
Svo er unnusti minn elskulegur á leiðinni austur, í þessum orðum töluðum, og hér ætla ég að hafa hann eins lengi og Toggi og Gunnar Björn leyfa.
Hér er sumsé allt í tómri hamingju, nema veðrið sem ákvað allt í einu að brjálast í roki og rigningu í dag eftir laaaaanga blíðu.

19.8.03

Jæjajæja.
Komin heim aftur. Gerði fátt prenthæft í bænum um helgina, utan þess að fara í þessa líka glæsilegu brúðkaupsveislu hjá hjónunum Jóni og Nönnu. Það var dáindis fallegt og skemmtilegt sammenkomst eins og við var að búast. Til hamingju, aftur, börnene.
Berglind, sunnudagurinn fór einhvern veginn í... annað... þannig að ég hef bara samband við þig næst þegar ég kem í bæinn. Mér segir svo hugur um að þess verði e.t.v. ekki svo óskaplega langt að bíða.
Annars er Ormsteiti í blússandi gangi hérna megin, ég held ég sé að fara að vera með einhverja mósaík/birkihreindýra smiðju seinnipartinn í dag. Þarf að athuga það eitthvað nánar. Hef ekki skoðað dagskrá þessa ágæta teitis að öðru leiti en skilst hún sé hin skemmtilegasta.
Kom óvart ekki í bæinn fyrr en í gærkvöldi þannig að nú blasir við fjögurra daga vika! (Og reyndar tvær vinnuhelgar í röð... hmmm)

14.8.03

Í tilefni þess að DV er að fara á hausinn:

Faðir minn rak augun í þessa fyrirsögn í DV um daginn og varð furðu lostinn:
Heimilislausum fjölgar, fimm látnir
Já, þetta hljómar nú eiginlega eins og þeim sé að fækka...

Ég sá líka fyrir nokkru fyrirsögn á leiðara í því ágæta blaði sem mér fanns skrítin:
Miskunnarlaust og ógeðfellt ofbeldi
Sjálf reyni ég alltaf að hafa mitt ofbeldi miskunnsamt og geðfellt.

13.8.03

Lykil- nánustuframtíðarspil í tarotspá minni í dag:

Three of Cups (Abundance): A time of merriment and reflection spent in the company of friends and loved ones. The conclusion of a matter in plenty and perfection. The strength of a diverse community being brought together. May suggest a celebration, festival, anniversary, wedding, baby shower, or other joyous gathering.

Jihú!
Jæja börnene.
Þá fer alveg að bresta á menningarferð til höfuðstaðarins. Ef einhverjir hafa hug á hittingum utan brúðkaupsveislu þá þurfa þeir að fara að panta. Í bænum verð ég sambandslaus við umheiminn, venju fremur...

11.8.03

Urgh.
Ennþá mánudagur?
Djísus kræst.
Hver slökkti á tímanum?
Fiskidagurinn mikli á Dalvík
Best að gera örlítið betri úttekt á þessari ágætu helgi, svona fyrir öfundarkoffortin sem af misstu, og í tilefni þess að ég nenni alls ekki að vinna í dag.
Sumsé.
Við Einar Þór ókum norður á Dalvík að kvöldi föstudags, í mikilli fýlu út í veðrið sem var bara ekki neitt gott. Héldum að veðurklúbburinn hefði kannski bara klúðrað þessu. Fundum Kiwanishöll Dalvíkur þar sem Leikfélagið Sýnir skyldi láta fyrir berast. Svo fóru leikfélagar að streyma á svæðið. Mikið gaman að hitta alla og margar fastar hryggspennur teknar. Eftir örlitla skemmtunarupphitun, karókísöng og ýmislegt sem því fylgdi, voru menn síðan reknir í rúmið með harðfylgi þar sem ræsa átti mjööööög snemma næsta morguns.

Þá var reynt að sofa, gekk misjafnlega, enda gengur náttúrulega mikið á þegar 30 manns hrjóta í einu herbergi.

Klukkan 7 á laugardagsmorgni voru menn síðan rifnir upp og ferjaðir út í Hánefsstaðareit þar sem sýning Sýna, Draumur á Jónsmessunótt, skyldi fram fara. Þar var stundaður undirbúningur ýmis og öllu rennt einu sinni, í brjálæðislega góðu veðri með mest af liðinu með hálfgerðan sólsting og/eða í ofnæmiskasti. Veðurklúbburinn stóð nefnilega fyrir sínu þegar til átti að taka og hafði brjálaða blíðu. Allt gekk nú samt þokkalega upp, svæðið hentaði ljómandi vel og leikarar komust svona meira og minna allt sem þeir áttu að komast. Ljómi og sómi.
Um tvö var svo brunað út á Dalvík þar sem Píramus og Þispa skyldi leikin á hátíðarsviðinu auk þess sem einhverjir leikarar bruggðu sér í gerfi trúða og eldgleypa. Á Dalvík voru MARGIR! Þetta var eins og miðbær Reykjavíkur á 17. júní. Dagskráin var líka þéttskipuð og full af allskonar snilld, enda er Júlíus Júlíusson náttúrulega snillingur, eins og flestir sem þetta blogg lesa, vita.
Okkar innlegg í gamanið var líka til mesta sóma og gekk þokkalega, utan þess að Ástþór eldgleypir ákvað að brenna sig dáldið illa í framan. Hann tók því nú samt af karlmennsku en þurfti að vera með hausinn meira og minna ofan í klakafötu eitthvað fram eftir kvöldi, svona á milli þess sem hann lék.
Allavega, að þessum hrakförum loknum var aftur brunað út í reit og sýnt fyrir um 70 manns klukkan 18. Þið sem misstuð af þessu, ég get ekkert sagt til að hughreysta ykkur. Hún er algjörlega fullkomlega dásamleg. Valinn maður í hverju hlutverki og snilldin sveif yfir vötnunum.
Hins vegar eru víst einhverjar bollaleggingar að sýna meira í haust, allavega var mönnum fyrirmunað að skerða skegg sýn, sumum til mikillar armæðu. Súrt fólk sem missti af þessari umferð ætti að fylgjast með því, ég vil sérstaklega hvetja þá sem tóku þátt í sýningunni fyrir Austan á sínum tíma að sjá þessa uppfærlsu líka. Það er mjög fyndið hvað það er farið allt aðrar leiðir í mörgu.
Eftir sýningu var farið með fólk á Dalvík og það baðað. Svo aftur út í reit þar sem var grillað, sungið og tsjillað þangað til klukkan... eitthvað... ég hef ekki hugmynd. Svo var mönnum rúllað upp í rútu og í Kiwanishöllina okkar þar sem gleðskapnu var framhaldið lengi enn. Slatti af okkur kíkti á Papaball, þar var alveg sæmileg stemming en gífurlega margt fólk.
Eftir aðra nótt í hrotukór var síðan pakkað saman, kvaðst með tárum, og farið heim.
Þetta er náttúrulega alls ekki tæmandi úttekt. Margt er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir, annað ekki prenthæft og svo er náttúrulega ekki hægt að muna allt sem gengur á. Þessu fólki verður jú allt að fyndi og maður hló að meðaltali 40 sinnum á klukkutíma, minnst. Það þarf hinsvegar ekki að orðlengja það að nú er mín ágæta leiklistarbaktería vöknuð úr löngum dvala. Það eru ennþá þrjár vikur þangað til LF byrjar að æfa og það finnst mér LANGUR tími.

Þar var nú samt ekki allt gamanið búið. Ég fékk far heim með Nönnu og co., þar sem mig grunaði að Einar þór myndi ekki vakna fyrr en á miðvikudag. Við túristuðumst slatta á leiðinni, komum við á Akureyri, skoðuðum foss og sulluðum smá í bláa lóni Norðlendinga við Mývatn.
Þegar heim kom var síðan stofnuð stórsveit fjölskyldunnar, en hún flytur í dag afmælissönginn á Kazoo, skeiðar og glas í tilefni af afnælisdegi móður okkar. í gærkvöldi brunuðum við Bára síðan á Seyðisfjörð þar sem við hittum Nönnu og co. aftur í svona post mortem þar sem við sátum dreymin á svip og töluðum um hvað hefði verið gaman og gerðum okkar besta til að gera systur mína elskulega gula af öfund.

Og nú er það bara að bíða eftir brúðkaupshelginni ógurlegu og reyna að þykjast lifa eðlilegu lífi á meðan.

10.8.03

Dalvík er Góður staður.
Fiskur er Góður.
Gott veður er Gott.
Leikfélagið Sýnir er Gott leikfélag.
Draumur á Jónsmessunótt úr Elliðaárdalnum er Góð sýning.
Paparnir eru Góð hljómsveit.

Þetta var Góð helgi.

6.8.03

Missti út úr mér í kaffinu í morgun að mig langaði á fiskidag á Dalvík um helgina.
Framkvæmdasjórinn hún Rannveig varð alveg óð og uppvæg og óð í að radda mér fríi. Nú er ég semsagt búin að panta mér far með Einsa, gistingu í herbúðum Sýnara og búin að lofa Togga að gera öll þau gögn sem ég get í sambandi við sýningu Sýna (sýnis, síns...) á Draumi á Jónsmessunótt.
Er með hjartsláttartruflanir af tilhlökkun.
Svo er litla stýrið hún Bára að koma heim í dag og ég held að stefnan sé á tónleika og kaffihúsabrölt á Seyðisfirði í kvöld.
Jibbíkei! Það verða þá einhver not fyrir allan bjórinn sem var ósnertur eftir Verslunarmannhelgi eftir alltsaman!

5.8.03

Kom sjálfri mér og alheiminum óskemmtilega á óvart og sat heima og skrifaði ritgerð alla helgina. Var líka að því áðan og er að fara að skrifa meira núna. Mjööög stutt í endanlega einhverfu.
Bið að heilsa lífi mínu ef einhver hittir það.

1.8.03

Jámjám.
Verslunarmannahelgin átti að vera þvílíkt skynsamleg vinnuhelgi þetta árið. Ætlaði nú aldeilis að nota þriggja daga frí í vinnunni til að gera skurk í ritgerðinni og allt. Enda löngu hætt að vera hefð fyrir að gera eitthvað skemmtilegt, hef ekkert gert um þessa ágætu helgi síðan ég fór í Eyjar 1997.
Ætla reyndar aðeins að hitta Aðalbjörn í kvöld yfir nokkrum bjórum... langar svo eiginlega soldið á Borgarfjörð Eystri á laugardagin... og vera fram á sunnudag... eða mánudag.
Það lítur semsagt út fyrir að þetta verði fyllsta verslunarmannahelgin í mörg ár.
Svona getur nú lífið komið manni á óvart.

30.7.03

Fann mjög gamlan og mjööög langan tölvuleik sem ég var hálfnuð með... (F. nörda, m&m7)
O-ó.
Þar fer ritgerðin og þar með útskriftin í haust sem og trúlega mannleg samskipti það sem eftir er á árinu...

29.7.03

Skýring komin á sniff-ástandi á verkstæði. Loftræstikerfi reyndist vera bilað. Þarafleiðandi lyktar forvörsluverkstæði eins og þynnir um óákveðinn tíma. (Víííí!)

Rakst á skemmtilega kenningu:
(Gróflega þýtt.)
Konur eru eins og hundar.
Þær geta alveg bjargað sér sjálfar á meðan þær fá að vera í friði og ferðast um í hópum í sínu náttúrulega umhverfi. Þegar það er búið að húsvenja þær þurfa þær hins vegar mikla umönnun og athygli.
Karlmenn eru eins og kettir.
Þeir geta alveg verið sætir og mjúkir en gera það bara þegar hentar þeim og vilja helst fara sínar eigin leiðir.

Hundum og köttum kemur yfirleitt illa saman.

Og þar hafiði það, kæru systkin.
Rokk on!

28.7.03

Var að skoða flugför um brúðkaupshelgina ógurlegu. Skoðaði í leiðinni (alveg óvart) för um verslunarmannahelgi... fullt af afsláttarförum laus... langlang... Verða einhverjir á innipúkahátíðum í bænum?

27.7.03

Hérna er skemmtilegt rant um varnarmál Íslands sem er eins og rantað út úr mínu hjarta!
Time's fun when you're having flys...

Var að skrá mig á rithringur.is. Búin að sitja og rýna smásögur af miklum móð. Bókmenntafræð bókmenntafræð... Þar að auki bara slatti af gestum og gaman.
Vííí!

26.7.03

Var að spá í...

...eins og Þjóðhátíð í Eyjum er ljómandi skemmtileg upplifun, hvað er þetta með Þjóðhátíðalögin? Er skylda að hafa þau vond? Og öll eins? Í alvöru talað, undankeppni Júróvisíon er frumleg og spennandi upplifum miðað við Þjóðhátíðarhroðann, ár eftir ár. Eins og hátíðin sjálf er síðan mikil snilld. Allt frá söngvarakeppni barna að flugeldasýningunni. Gargandi snilld.

Eníveis, er að mygla í vinnunni. Búin að lesa hvern einasta stafkrók í laugardagsmogganum og þar með er eiginlega upptalið það sem ég get gert hér í dag annað en að bíða eftir safngestum sem ekki koma. Ætla aldrei aftur að vinna óþunn/full um helgi. Það er mjöööög pirrandi.

Þetta er líka fyrsti dagurinn sem ég bókstaflega finn til að vera ekki í höfuðborginni. Er með annað augað á klukkunni og mikið með Sýnurum í anda sem eru að sýna í Elliðaárdalnum seinnipartinn. Ég lofaði að hafa rigninguna hérna megin á landinu. Það tókst ekki. Ég þarf sennilega að fara á regndansnámskeið eins og Svandís.

Faðir minn kom með einhverja undarlega athugasemd í morgun um að ég skuli ekki ákveða svo mikið hvað ég ætla að gera í haust. Það muni reddast. Veit ekki hvort faðir minn hefur allt í einu fengið köllun sem spámaður eða hvort hann veit eitthvað sem ég veit ekki... Undarlegt. Annars hafði ég nú hvort sem er ákveðið að ákveða helst ekkert nokkurn tíma í lífinu, heldur láta það koma mér sem mest á óvart. Annars er ekkert gaman.

Mér leiðistleiðistleiðist!
Getiði sagt eitthvað skemmtilegt? Plíííís?