15.3.08

Snuðasteik

Ef maður fer að sjóða snuð, og fer síðan að gera eitthvað annað og gleymir þeim í klukkutíma, þá getur maður auðveldlega fyllt heimilið af alveg viðbjóðslegri lykt. Og orðið nokkrum snuðum og einum potti fátækari. Þetta gerði ég í dag. Verst að þetta voru bæði uppáhaldssnuð Hraðbáts og uppáhaldspotturinn minn.

Á hinn bóginn hraðaði viðburður þessi ýmsu öðru sem var á aðgerðalistanum. Til dæmis druslaðist ég loxins til að púsla saman vagninum til að geta gefið Hraðbátum frí frá eiturgufunum, úti í svifrykinu. 

Og það er eins og mig hefur alltaf grunað. Það er ekkert huxað um börn númer 2. (Þar sem ég fékk Smábátinn til umráða þegar hann var níu ára verður Freigátan mitt fyrsta barn á sínum aldri, fram að níu ára aldri, þegar hún færist allt í einu yfir í að vera annað barn. Hraðbátur verður að sama skapi annað barn fram að níu ára aldri, en þá verður hann þriðja. Hann er sem sagt ennþá annað barn. Eins og ég.)

Í fyrsta skipti sem Freigátan fór út í vagn að sofa var ég alveg á nálum og gáði að henni á um 5 mínútna fresti. Í dag setti ég Hraðbátinn í fyrsta skipti út í vagn og gleymdi honum samstundis. Því var það að þegar hann vaknaði var ég í óða önn að skipuleggja skúringar á eldhús-stofu rýminu og var búin að gera ófært út á svalir. Inn náði ég nú drengnum samt, og hann var svaka þægur og sat í ömmustólnum sínum og fylgdist með skúringunum af áhuga.

Til þess að sporna gegn ilminum af snuðasteikinni þurfti nefnilega að grípa til talsvert róttækari aðgerða en að lofta út, hafa opið út báðumegin, og spreyja vellyktandi. Ég greip m.a. til þess ráðst að skúra rækilega með Þrifi. Það dugði nú ekki til nema rétt svo. Það er allavega ennþá vel hægt að finna snuðbræðslulykt.

Ennfremur komst ég að því í dag að það er ekki jafneinfalt að leigja barnavagn og maður gæti haldið. Hef hins vegar augastað á einum góðum til kaups í Babysam. Hann er hræódýr en alveg riiiiisastór. Hraðbáturinn getur sofið í honum fram undir fermingu.

Annars er ég alvarlega húkkt á sjálfri mér þessa dagana. Þegar ég var búin með bæði langtímaverkefnin sem ég var búin að skipuleggja í fæðingarorlofinu (Harry Potter og Friends) vantaði mig eitthvað nýtt til heilarýrnunar, en slíkt er nauðsynlegt ef maður ætlar ekki að farast af leiðindum í brjóstagjöfinni. Þegar ég var búin að ná einstakri lagni við að láta tölvuna vega salt á brjóstagjafarpúðanum fór ég að lesa bloggið mitt, hverja einustu færslu frá upphafi. Mér finnst það ógeðslega skemmtilegt! Djöfull er ég fyndin! (Og hógvær.)

Svo er þetta líka alveg æsispennandi. Ég er komin þangað sem Freigátan er rétt ókomin undir...

14.3.08

Páskafrí!

Einn kosturinn við að hafa næstum alla fjölskylduna í menntakerfinu er sá að núna eru allir komnir í páskafrí! (Nema reyndar Freigátan, sem ætlar eitthvað í leikskólann á mánudag.)

Nú skulu allavega hendur standa frammúr. Smábátur fer norður í kvöld og er heppinn þar, þar sem helgin fer í gífurleg þrif á öllu og öllum. Og er ekki vanþörf á. Byrjaði áðan á langþráðu verkefni, eldhússkápunum. Skemmst frá því að segja að þegar útrunninni matvöru hafði verið komið fyrir kattarnef eru allir skápar hálftómir.

Svo er að hefja undirbúning fyrsta ferðalax fjölskyldunnar með nýja fjölskyldumeðliminn. Ég vona óskaplega mikið að hann sé týpan sem er dugleg að sofa í bíl.

Annars erum við Hraðbátur heldur úldin í dag. Nóttin fór í einhvern prumpugang.

13.3.08

Það er eins gott

að Hraðbáturinn fer bráðum að heita eitthvað. Hann stækkar svo hratt að það fer að verða verulega kjánalegt að kalla þennan fíleflda karlmann "Lilla". 
Ljósmóðirin telur líklegt að ég framleiði bara rjóma.

12.3.08

Allt að gerast

Það gerðist ótrúlega margt í dag. Til dæmis komst Rannsóknarskip loxins í vinnuna. Hraðbáturinn var rólegur næstum fram að hádegi og Móðurskipið duglegaðist við að skrifa bæði slatta í leikritinu og byrja pínulítið að lesa fyrir ritgerðina. En friðurinn endaði reyndar laust fyrir hádegi og kom aldrei aftur.

En í dag hafðist líka að senda feðgana Rannsóknarskip og Smábát í klippingar, og langar ógurlega að reyna að koma Freigátu í svoleiðis líka, fyrir norðurferð. Er ekki einhver krílaklippistofa einhvers staðar?

Og Smábátur tók til í herberginu sínu og svo stefna þeir nýklipptu í leikhús í kvöld, að sjá Bugsy Mallone í leikstjórn Siggu Birnu í Hagaskóla.

Brjálað að gera.

Og í dag varð uppvíst hverjir fara til Lettlands á leiklistarhátíð í ágúst, það verða Bingóararnir frá Hugleik og Leikfélagi Kópavox. Ég hef góða reynslu af partýum með því gengi svo þetta verður vafalaust hin besta skemmtan. En ég hef sumsé huxað mér að fara á þessa hátíð, bara á eigin vegum og uppá djókið. Hefði vissulega verið gaman að montast á henni sem höfundur Listarinnar að lifa, en, jæjajæja. Sennilega er ég búin að fá allt mont út úr þeirri sýningu sem ég get. (Og ég öfunda reyndar Hugleik Daxon meira. Einhvern tíma langar mig að verða svo hroðalega kúl að geta montast sem höfundur í Wiesbaden. Hef fengið að montast þar sem höfundarnemi og það var alveg slatta kúl, útaffyrirsig.)
Verst að allir hóparnir sem sóttu um að fara til Lettlands eru svo troðfullir af skemmtilegu fólki að ég hefði helst viljað hafa þá alla með...

Annars erum við Rannsóknarskip greinilega mjög alvarlegir leiklistarsjúklingar. Þetta sést best á því að nú erum við bæði búin að gefa sjálfum okkur og hvoru öðru leyfi til að taka húsmæðraorlof í svona viku í sumar, og hvað ætlum við að nota þau? Ekki til að taka langþráða afslöppun. Heldur í mjög strangt leiklistarprógramm sem nær frá morgni til kvölds alla fjarvistina. Hann á skólanum í Dalnum Svarfaðar og ég á leiklistarhátíð í Landi Lettsins. Hvurutveggja býður upp á mikið aksjón og lítinn svefn. En heim kemur maður ævinlega endurnærður í sálinni, þó líkaminn sé kannske ekki upp á alla fiskana.

Nú eru feðgarnir farnir og ég er orðin ein með litlu ungana sem báðir eru hálfsofnaðir. Ef ekki snúa báðir við í þeirri þróun lendi ég ekki í vondum málum... Ef báðir sofna eins og englar get ég kannski brotið saman þvottinn!

11.3.08

Þriðjudaxkvöld - Tölvuvesen

Þriðjudaxkvöld eru öööömurleg sjónvarpskvöld. Allavega ef maður er bara með úrvalið sem miðast við fátækramörkinn, stöð og skjá 1. Þetta gerir það að verkum að eftir kvöldmat á þriðjudaxkvöldum slökknar EKKI á heilanum á manni. Sem gerir það aftur að verkum að maður fer að velta fyrir sér ýmsum fyrirliggjandi verkefnum/vandamálum.

Hann Míka litlimakki er að sjálfsögðu í meira en fullkomnu lagi og hefur alltaf verið. Það sama er hins vegar ekki að frétta af PC hluta tölvubúnaðar heimilisins. 

Í vor fór PC lappurinn minn að haga sér undarlega á margan hátt. Ég hafði samband við söluaðila (gripurinn var reyndar nýdottinn úr ábyrgð, að sjálfsögðu) og söluaðili kenndi mér að strauja hann sjálf. Ég bakkaði upp allt draslið sem var í honum, skellti því í nokkra zippaða pakka og skellti þeim inn á Safnið hjá Símanum, tímabundið. Og straujaði svo. Það hafði ekki tilætluð áhrif. Ég hef vélbúnaðinn grunaðan um einhverjar belanir, sem ég kann ekki nánari skil á. Svo græjan þyrfti að fara í viðgerð. Vandamálið er að á verkstæði söluaðila er ætlast til þess að maður taki sjálfur afrit af draslinu sínu. Ég þurfti að nota þessa tölvu í allt sumar, á meðan litli-makki var í fangelsi, og hreinlega hef ekki nennu í að setja allt eitthvert annað, aftur.

Og tölva Rannsóknarskips er orðin forngripur hinn mesti. Hún virkar hægt og sígandi, en er farin að haga sér að næstum öllu leyti undarlega, enda orðin alveg pakkfull af drasli.

Og nú spyr ég, af því að ég nenni ekki að kanna það, eru einhver fyrirtæki sem geta tekið svona vandræðagripi, séð um að taka afrit af öllu sem í þeim er og gera þau fúnkerandi á ný? (Hef reyndar grun um að tölva Rannsóknarskips sé á leiðinni á haugana, en gott væri að geta sett það sem nýtilegt og merkilegt er úr henni, yfir í hina.)

Og best að ég svari strax spurningunni, hvers vegna við makkavæðum ekki heimilið algjörlega, þýðingaforritin sem ég vinn í virkar aðeins og eingöngu í windowsi, og ég er með kenjar og vil ekki setja svoleiðis í makkann minn, þó það eigi víst að vera hægt. Og veit ekki heldur hvort þetta dót myndi virka í svoleiðis umhverfi. Og ég nenni ekki að gá að því.

Planið er sem sagt að gera PC-lappann minn nothæfan, taka öll gögn úr gömlu Rannsóknarskipstölvu (sem er btw sennilega eina tölvan á Íslandi sem enn er með klumpuskjá!) og setja í lappann, sem myndi þá fúnkera sem Rannsóknarskipstölva á heimilinu (og á leikritunarnámskeiðinu í sumar) og hin færi í gúanóið.

Hvert snýr maður sér, nenni maður engan veginn að gera neitt af þessu verkefni sjálfur?

10.3.08

Kjöraðstæður!

�� dag ger��ist ��a��. Freig��tan komst �� leiksk��lann en Ranns��knarskip ��urfti a�� vera heima, samt ekki alveg f��rveikur lengur. ��etta ger��i hi�� ��tr��lega a�� verkum, M����urskipi�� slapp ��r einangruninni �� einnogh��lfan t��ma! Honum var vel og vandlega vari�� �� Kringlunni hvar��

Hin Alltumlykjandi M����ir hug��ist fata sj��lfa sig, ����rum fremur. En missti a�� sj��lfs��g��u stj��rn �� s��r �� barnafatadeildinni �� Next og lenti �� t��mahraki og st��lvillu me�� sj��lfa sig. Eftir �� a�� hyggja, hvort sem er heimskulegt a�� f�� s��r f��t ��egar um eitt k��l�� er enn a�� flagna af manni �� viku. Haldi ��a�� bara ��fram sem lengst.

Og Hra��b��turinn var vigta��ur �� dag. Hann er or��inn 4.650 gr��mm, hefur ��yngst um 650 gr��mm �� h��lfum m��nu��i, ��r��tt fyrir hor. Og magap��nan taldi lj��sm����ir a�� v��ri l��klega horinu a�� kenna l��ka. Svo vi�� h��ldum bara ��fram a�� vera inni og vona a�� ��a�� fari n�� a�� kl��ra a�� fara. Freig��tan var alveg horlaus �� dag, ��r��tt fyrir a�� vera a��eins �� ����rum degi pensill��ns. H��n er a�� fara til h��ls nef og eyrnal��knis �� m��nudaginn n��sta.��

H��lsb��lga Sm��b��ts f��r af sj��lfri s��r, svo n�� er hann bara farinn a�� hlakka til nor��urfer��ar �� f��studagskv��ldi��. Og ����ur en a�� henni kemur er l��klega b����i leikh��sfer�� og ��rsh��t���� hj�� honum. Gott a�� einhver �� heimilinu l��tur samkv��mat��mabili�� ekki framhj�� s��r fara.
Og myndskreytingar eru br����ur og systkin, n��na ����an og �� prufukeyrslu �� leikteppinu um daginn.

9.3.08

Um miðnætti í nótt grenjaði alltsaman. Hraðbátur með kveisu, Freigátan vakandi og grátandi og enginn skildi hvers vegna, Rannsóknarskip ennþá svo veikur að hann var hálfskælandi líka og Móðurskipið komið hættulega nálægt barmi taugaáfalls. Freigátan og Rannsókanrskipið sofnuðu fljótlega en Hraðbátur hélt Móðurskipinu uppi á (eða sem) snakki meira og minna í nótt.

Í morgun ákvað ég að fara með Freigátuna á barnalæknavaktina þar sem hor og slappleiki var búið að vera viðloðandi allt of lengi. Læknirinn sagði að króníska horið og hroturnar væru sennilega vegna nefkirtla og sagði okkur að fara með hana til háls nef og eyrnalæknis. En svo skoðaði hann eyrun og þá kom í ljós bullandi eyrnabólga og nýsprungin hljóðmimna í öðru! Ég er alveg eyðilögð, hélt að hún væri bara búin að vera óþæg og afbrýðisöm undanfarið, en þá er hún bara búin að vera að drepast í eyranu sínu. Hún fékk pensillín og sefur núna gífurlega vel á sitt... veika eyra. Rannsóknarskip er líka eitthvað aðeins að skána, hann er ekki lengur ljósgrænn í framan, með miklu minni hita og það er meira að segja farið að heyrast pínulítið þegar hann talar. Og Hraðbátur virðist vera betri í mallanum og horinu, en sefur samt best þegar einhver heldur á honum. En Rannsóknarskip er þó allavega farinn að geta leyst mig af annað slagið.

Einhvern tíma ætla ég að geta borðað sofið og þrifið mig eins og ég vil.
En, ég er þó allavega að verða fáránlega mjó!