19.4.13

Varúð! Pólitík!

Í umræðum allra flokka í gærkvöldi var mönnum gríðarlega umhugað um "stöðugleika" já eða "fyrirsjáanleika" íslensks fjármálaumhverfis.

Það sem okkur vantar mest hingað ku nefnilega vera "fjárfestar."

Ég spyr: Ætlum við ekki að hafa lýðræði í þessu landi?

Lýðræði okkar byggir á kosningum á fjögurra ára fresti.
Sem geta, og eiga að geta, haft í för með sér algjöra stefnubreytingu landans í hverju sem vera vill, þar með talið fjármálaumhverfi.

Persónulega vil ég ekki sjá að eiga afkomu mína undir duttlungum "fjárfesta" íslenskra né erlendra.

Ef einhver nennir að muna nokkur ár aftur í tímann, þá endaði það ekkert vel síðast.

Til hamingju með komandi ríkisstjórn, Íslendingar!