Dagur sem byrjar með slyddu.
Hvað getur gert hann verri?
Jú, ferð til tannlæknis.
Þetta ætlar ekki að verða neitt sérstaklega góður dagur...
18.9.03
17.9.03
Komin heim.
Hér er allt í einu kominn vetur, skíta kuldi úti og það á að snjóa á morgun. Hvað var ég eiginlega lengi í burtu? Missti kannski af jólunum?
Kom heim í gargandi þvottakrísu, fór í öll fötin sem ég átti eftir áður en ég fór í vinnuna. (Mér snjallara kvenfólk hefði e.t.v. notað eitthvað af þessum tveimur dögum sem ég hafði til að ráfa um miðbæinn til að kaupa eitthvað í tóma fataskápinnn... maður bara eyðir ekki "sumarfríinu" sínu í að gera leiðinlegt.)
Þarf að hitta þrjú sett af geðsjúklingum seinnipartinn, ritstjórn Glettings, stjórn leikfélagsins og svo náttúrulega Gaukshreiðursgengið. Hælismatar allsstaðar.
Og í dag er Rannveig komin úr fríi þannig að ég fæ að fara aftur að dudda niðri á verkstæði.
Jibbúler!
Hér er allt í einu kominn vetur, skíta kuldi úti og það á að snjóa á morgun. Hvað var ég eiginlega lengi í burtu? Missti kannski af jólunum?
Kom heim í gargandi þvottakrísu, fór í öll fötin sem ég átti eftir áður en ég fór í vinnuna. (Mér snjallara kvenfólk hefði e.t.v. notað eitthvað af þessum tveimur dögum sem ég hafði til að ráfa um miðbæinn til að kaupa eitthvað í tóma fataskápinnn... maður bara eyðir ekki "sumarfríinu" sínu í að gera leiðinlegt.)
Þarf að hitta þrjú sett af geðsjúklingum seinnipartinn, ritstjórn Glettings, stjórn leikfélagsins og svo náttúrulega Gaukshreiðursgengið. Hælismatar allsstaðar.
Og í dag er Rannveig komin úr fríi þannig að ég fæ að fara aftur að dudda niðri á verkstæði.
Jibbúler!
16.9.03
Þá er þetta fína sumarfrí í Hafnarfirði að verða búið. Það er alltsaman búið að vera einstaklega gagnlegt, "landaði" vinnunni á Bandalaginu nokkuð endanlega frá áramótum, reddaði mér húsnæði í kommúnu Nönnu frá sama tíma (halló 101!).
Samt, búin að vera ágætis afslöppun og frí frá þvarginu á Egilsstöðum, enda er vinna og slatti af fundum og leikæfing um leið og ég kem úr fluvvélinni. (urgh...) Mikið verðu nú gaman og þægilegt að flytja hingað í bæinn í rólegheitin;-)
Annars er ég að finna fyrir vaxandi rithöfundi. Þ.e.a.s. undarlegri hvöt til að sitja einhversstaðar og skrifa lygar og vitleysu, ekki einhverja ritgerð/greinar eða sollis leiðindakjaftæði. Vil alls ekki skrifa, eða gera, ef út í það er farið, hluti sem "vit" er í. Oj.
Bæðevei, þetta skrifa ég á tölvu með ADSL tengingu (!) á skrifstofunni á heimilinu (!!) á meðan verið er að dramatúrgera leikrit í eldhúsinu (!!!). Alltaf gaman að ramba á sína réttu hillu í lífinu...
Samt, búin að vera ágætis afslöppun og frí frá þvarginu á Egilsstöðum, enda er vinna og slatti af fundum og leikæfing um leið og ég kem úr fluvvélinni. (urgh...) Mikið verðu nú gaman og þægilegt að flytja hingað í bæinn í rólegheitin;-)
Annars er ég að finna fyrir vaxandi rithöfundi. Þ.e.a.s. undarlegri hvöt til að sitja einhversstaðar og skrifa lygar og vitleysu, ekki einhverja ritgerð/greinar eða sollis leiðindakjaftæði. Vil alls ekki skrifa, eða gera, ef út í það er farið, hluti sem "vit" er í. Oj.
Bæðevei, þetta skrifa ég á tölvu með ADSL tengingu (!) á skrifstofunni á heimilinu (!!) á meðan verið er að dramatúrgera leikrit í eldhúsinu (!!!). Alltaf gaman að ramba á sína réttu hillu í lífinu...
14.9.03
Halló Hafnarfjörður
Er í bænum. Ekki með góða samvisku, á að vera að þykjast skrifa menningarlega pistla. Doj hvað ég er ekki að nenna því.
Annars, sá loxins Grimms í gær. Það var alveg jafn mikil snilld og allir voru búnir að segja mér. Sá líka æfingu á Kontrabassanum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og lítur það vel út, enda Minn alltaf flottur. Fór síðan og hitti fólk um kvöldið. Endaði í miklum gleðskap og fylleríi heima hjá Ármanni með alls kyns leikfélagafólki. Gamangaman. Er með smá displacement disorder og fráhvörf frá Gaukshreiðrinu.
Hitti Bandalagið á morgun til að skipuleggja framtíð mína og garfa í örleikritum.
Er í bænum. Ekki með góða samvisku, á að vera að þykjast skrifa menningarlega pistla. Doj hvað ég er ekki að nenna því.
Annars, sá loxins Grimms í gær. Það var alveg jafn mikil snilld og allir voru búnir að segja mér. Sá líka æfingu á Kontrabassanum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og lítur það vel út, enda Minn alltaf flottur. Fór síðan og hitti fólk um kvöldið. Endaði í miklum gleðskap og fylleríi heima hjá Ármanni með alls kyns leikfélagafólki. Gamangaman. Er með smá displacement disorder og fráhvörf frá Gaukshreiðrinu.
Hitti Bandalagið á morgun til að skipuleggja framtíð mína og garfa í örleikritum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)