26.6.07

Úti ur heiminum

Ekki gengur nú þrautalaust að finna hottspotta hér í Frankaríki. Internetið sem ég stal um daginn, entist mjög stutt, ég hef ekki fundið það aftur, Nú er ég á "formlegu" internetkaffihúsi með hottspotti, skemmst frá því að segja að kaffið er ömurlegt og þjónustan sökkar. Jæjajæja.

Við höfum það annars prýðilegt. Í dag og gær er búið að vera hálfgert skítaveður, sem við höfum notað til að versla þvílíkt. En svo á að fara að hlýna aftur, svo þá förum við nú að huxa okkur til strandanna, sem við erum ekki enn farin að gera. Qnnars eru allir frekar hamingjusamir, Smábáturinn varð 11 ára um daginn og fékk ferða DVD-spilara, glóðvolgan úr fríhöfninni í afmælisgjöf. Þar með er hægt að horfa á þrennt DVD í einu heima hjá okkur. En yfirleitt er bara tvennt í gangi þegar við erum þar, Barbapapa á frönsku (sem Freigátunni áskotnaðist um daginn) og Simpsons (sem Smábátur kann utanað, fjárfesti samt í og situr dáleiddur fyrir framan, löngum stundum.)

Ætlaði að reyna að setja inn myndir, en það virðist ætla að taka rúmlega eilífðina, svo ég reyni aftur ef ég finn kaffihús með heitari reit. Best að fara að leita afganginn af fjölskyldunni uppi, þau fóru í Pólígonið (sem er verslanamiðstöð) og vissara að stoppa þau áður en heimilið verður gjaldþrota... eða... skemmtilegra að taka þátt í að gera heimilið gjaldþrota.

Bonnsvarrei!