12.12.03

Jólalagaumræðan sem hefur verið í spjallkerfi Varríusar er búin að vera mjög spennandi og fyndin. Gleðihangikjötið hennar Helgu Möller gleður mig t.d. óskaplega mikið þessi jól, svo ekki sé minnst á söguskýringu Huldar á henni jómfrú Önnu sem dansaði í kringum lurk uppi á stól og var eftir það kölluð Anna Tussa.
(Umræða sem spannst út frá "Jólasveinar ganga um gólf", ef menn vilja alla söguna þá þurfa þeir að grafa í kommentakerfi Varríusar. Mér á allavega alltaf eftir að detta þessi saga í hug þegar ég heyri þetta lag, miklu frekar en einhverjar bragfræðilegar umbætur.)

Svo var ég að heyra eitt. Það er til jólalag með Pálma Gunnarssyni þar sem hann syngur, aftur og aftur: "Ógleðileg Jól".
Það minnir mig alltaf á það þegar við Berglind tókum að okkur, af hrikalegu fyrirhyggjuleysi, að vera forsöngvarar á jólaballi á sunnudegi á milli jóla og nýjárs. Að sjálfsögðu vorum við aðframkomnar af timburmönnum einmitt þann dag. Það voru frekar ógleðileg Jól.

Annars, erum að undirbúa jólaflipp í safnahúsinu, ætlum að hafa Dísufyrirlestur um uppruna jólakorta og Dúrrubakaðar lummur og gamaldax jólasveina. Getur ekki klikkað.

11.12.03

Á laugardaxkvöld
Ætla ég á jóladaxkrá Hugleiks í Kaffileikhúsinu. Einhverjir voru búnir að lýsa yfir löngun sinni til að fara með, en ég man ekki hverjir. Alltént, þessi jólakvöld eru ævinlega hin besta skemmtun og mig langar náttrulega að sjá sem allra flesta sem ég þekki. Menn geta pantað sér miða í netfangi Hugleix hugleik@mi.is, það ætla ég t.d. að gera núna.

10.12.03

Og í þeim orðum töluðum...
...fór að rigna yfir mig þýðingaverkefnum frá Philip Vogler. Er reyndar búin að skila af mér ritarastöðu í LF til að geta orðið ritari á landsvísu. Ætlaði að hætta að fá mér verkefni.
En er náttúrulega gasalega gaman að vinna sem sona "frílans"... *sveifla hárinu tilgerðarlega og finnst ég vera svakalega hipp og artí*

Það eru þó allavega peningar í þessu.

Annars, við Rannveig erum í jólasköpum í dag og ætlum að skreyta í vinnunni okkar. Víííí!
Svo er ég að fara til Reykjavíkur um helgina. Víííí.
(Reyndar ákvað Skjáreinn að hafa næstsíðasta þáttinn af Sövævör akkúrat á meðan ég verð í fluvvélinni á leiðinni þangað. Hrmpf.)

8.12.03

Er að verða búin að öllu.
Er m.a. búin með Might and Magic 7, tölvuleik sem ég byrjaði á í kringum 1998.
Því miður er ekki eins ástatt með leikritið og MA ritgerðina sem ég byrjaði á um svipað leyti. Nú er semsagt bara leiðinlegt að verða eftir á verkefnalistanum og um að gera að finna nýtt skemmtilegt til að gera frekar.

Ég sá t.d. nýtt veruleikasjónvarp um helgina, byggingaverkamaður var dubbaður upp sem milli og á síðan að velja á milli 20 heimskra stúlkna sem eru látnar halda að þær eigi möguleika á því að vera í prinsessuleik það sem eftir er ævinnar. Þær fá ekki að vita að hann á enga péninga fyrr en eftirá.
Nú finnst mér gaman.

Svo er Egilsstaðafærðin í essinu sínu. Núna er kominn snjór ofan á hálkuna þannig að maður veit ekkert hvar hún er. Hænugöngulagið virkar ekki neitt lengur og maður getur hvenær sem er verið kominn á rassgatið með lappirnar út í sitt hvort loftið og brotna mjaðmagrind.
Það verður að vera einhver spenna í þessu...