Auðvitað haut Ósóma að vera dauður. Mig fór strax að gruna þetta þegar uppgötvaður var ímyndaður hryðjuverkahópur í Bretlandi, í staðinn fyrir að myndband frá Ósóma kæmi lýðnum aftur í hræðslugírinn, þegar hann fór að slaka á um daginn. En hann dó ekki úr taugaveiki í Pakistan, heldur úr hjartaáfalli vegna offitu í kjallaranum á Hvíta húsinu þar sem hann hefur búið í vellystingum síðan nokkru fyrir 11. sept 2001.
Og fáráðinn sem fann upp á því að börn ættu alltaf að fá nammi á laugardögum ætti að skjóta á færi. Búið að afnema þennan háfvitalega sið hjá Smábáti og öðrum duggum verður ekki komið upp á þetta. Börn þurfa ekki nammi. Þau eiga heldur ekki skýlausan rétt á að fá nammi, hafa ekki gott af nammi og hafa ekkert slæmt af því að fá ekki nammi. Og mér er alveg sama hvernig þetta er hjá "öllum hinum í bekknum." Og hananú.
Nú ætlum við með alla fjölkylduna á Pizza Hut.
23.9.06
22.9.06
Langar
að hjóla heim eftir hádegi og eyða svo því sem eftir er helgar að leika við krakkana mína og knúsa Rannsóknarskipið. Fara með allt stóðið út að labba í sólinni. Og fara kannski í leikhús. Sjá Fagnað í Þjóðleikhúsinu. En eru þetta raunhæfar hugmyndir? Hreint ekki.
Þarf sem aldrei fyrr að hlekkja mig við tölvuna og ansa ekki nema neyðartilfellum í heimilislífinu. Það sem ekki þarf að klárast fyrir þessa helgi þarf að gera það fyrir þá næstu og ég er sybbin.
Langar í bað með blómailmi. Og kjúklingaborgara. Langar líka að fara í IKEA og kaupa innréttingadót til heimilisins. Koma svo heim og raða þeim og skúra eldhúsgólfið. Svo langar mig að eyða svona klukkutíma í að elda eitthvað geðveikt í kvöldmatinn. Leika meira við krakkana, koma þeim í rúmið og glápa svo á síðasta þáttinn í heiminum af Buffy á DVD í faðmi Rannsóknarskips yfir púrtvínsglasi.
Af hverju langar mann alltaf mest til allskonar þegar maður hefur alls ekki tíma til þess?
Þarf sem aldrei fyrr að hlekkja mig við tölvuna og ansa ekki nema neyðartilfellum í heimilislífinu. Það sem ekki þarf að klárast fyrir þessa helgi þarf að gera það fyrir þá næstu og ég er sybbin.
Langar í bað með blómailmi. Og kjúklingaborgara. Langar líka að fara í IKEA og kaupa innréttingadót til heimilisins. Koma svo heim og raða þeim og skúra eldhúsgólfið. Svo langar mig að eyða svona klukkutíma í að elda eitthvað geðveikt í kvöldmatinn. Leika meira við krakkana, koma þeim í rúmið og glápa svo á síðasta þáttinn í heiminum af Buffy á DVD í faðmi Rannsóknarskips yfir púrtvínsglasi.
Af hverju langar mann alltaf mest til allskonar þegar maður hefur alls ekki tíma til þess?
20.9.06
Kvöldsæta?
Hvers vegna ætli lítil börn verði svona skelfing sæt á kvöldin? Það bregst ekki að þegar Freigátan er komin í náttgallan fær hún eplakinnar og soldið syfjuleg augu og verður svo mikil dúlla að það liggur við að maður tími ekki að setja hana í rúmið sitt. Og svo er hún orðin dæmalaust dugleg að sofna sjálf í rúminu sínu, þegar við loxins nenntum að láta hana grenja við það í tvö kvöld. Síðan hefur það bara verið málið. Og hún er líka hætt að vakna á nóttunni. Og alveg að verða hætt á brjósti. Svo nú get ég nú aldeilis farið að hrynja íða í tíma og ótíma... fram að næstu bökun.
Og nú er mikið að gera. Ég þarf að skrifa allskonar dót, flest fyrir 1. október. Vill til að mér finnst gaman að skrifa dót. Bara spurning um að finna sér tíma meðfram allri heilsuræktinni og uppeldinu.
Smábátur þarf að taka á honum stóra sínum þessa dagana. Mikið að gera í skólanum hjá honum auk þess sem hann er að læra á píanó og leika í einþáttungi. Og best að plögga það svolítið:
Frumraunir
Í Þessu mánaðarlega hjá Hugleik, sem sýnt verður í Þjóðleikhúskjallaranum 3. og 5. október, fer fjölskyldan nefnilega ýmsar ótroðnar. Smábátur leikur sitt fyrsta hlutverk hjá Hugleik, í þættinum Pappírspési, höfundur og leikstjóri Unnur Gutt, og fyrsta höfundarverk Rannsóknarskips verður frumflutt í Leikstjórn Sigurðar H. Pálssonar.
Þessutan verður sýnt eitt verk eftir mig í leikstjórn Hrefnu Friðriksdóttur og Rannsóknarskip leikstýrir þætti eftir Sigurð H. Pálsson. En að ég skrifi og hann leikstýru eru nú óld njús.
Og fyrst við erum að plögga:
Systur
Eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar
Verður tekið upp aftur í Möguleikhúsinu nú í haust. Frumsýning-seinni verður núna á sunnudagskvöldið. Alls verða sýndar fjórar sýningar, ein um hverja af næstu fjórum helgum. Mæli algjörlega með þessari sýningu, ætla sjálf að sjá hana aftur.
Og nú er mikið að gera. Ég þarf að skrifa allskonar dót, flest fyrir 1. október. Vill til að mér finnst gaman að skrifa dót. Bara spurning um að finna sér tíma meðfram allri heilsuræktinni og uppeldinu.
Smábátur þarf að taka á honum stóra sínum þessa dagana. Mikið að gera í skólanum hjá honum auk þess sem hann er að læra á píanó og leika í einþáttungi. Og best að plögga það svolítið:
Frumraunir
Í Þessu mánaðarlega hjá Hugleik, sem sýnt verður í Þjóðleikhúskjallaranum 3. og 5. október, fer fjölskyldan nefnilega ýmsar ótroðnar. Smábátur leikur sitt fyrsta hlutverk hjá Hugleik, í þættinum Pappírspési, höfundur og leikstjóri Unnur Gutt, og fyrsta höfundarverk Rannsóknarskips verður frumflutt í Leikstjórn Sigurðar H. Pálssonar.
Þessutan verður sýnt eitt verk eftir mig í leikstjórn Hrefnu Friðriksdóttur og Rannsóknarskip leikstýrir þætti eftir Sigurð H. Pálsson. En að ég skrifi og hann leikstýru eru nú óld njús.
Og fyrst við erum að plögga:
Systur
Eftir Þórunni Guðmundsdóttur í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar
Verður tekið upp aftur í Möguleikhúsinu nú í haust. Frumsýning-seinni verður núna á sunnudagskvöldið. Alls verða sýndar fjórar sýningar, ein um hverja af næstu fjórum helgum. Mæli algjörlega með þessari sýningu, ætla sjálf að sjá hana aftur.
19.9.06
Sævar þjófbloggar:
"Ég sé að þetta er staðurinn þegar maður vill flikka upp á orðatiltækjasafnið sitt. „Að fara vestur úr því“ eða „alveg vestur úr því“ hef ég ekki heyrt fyrr. Það er snilld. Og nú kom eitt nýtt. „Að finna ekki í sér föstudaginn“. Mögulega var það ekki hugsað sem orðatiltæki heldur eðlileg lýsing á ástandi, en mér finnst að ætti að gera úr þessu orðatiltæki. Ég á bara eftir að finna einhverja góða merkingu nógu langt frá þeirri upphaflegu. Það mætti kannski starta samkeppni hér í athugasemdakerfinu? Hver er ykkar óskamerking á orðatiltækinu „Að finna ekki í sér föstudaginn?“
17.9.06
Vinkonur
Hér koma nokkrar myndir úr félagslífi Freigátunnar.
Spjallað við Úlfhildi vinkonu. Huxanlega um mikilvægi skriðs.
Og í dag kom Vala vinkona í heimsókn...
...og það var spilað fjórhent á píanó.
Þetta eru ljóslega tónlistarsnillingar framtíðar. Þessar tilfæringar kættu óneitanlega skap feðranna, sem voru nýbúnir að horfa á sína menn gjalda afhroð.
Og talandi um feður, minn á sextuxafmæli í dag. Held hann hafi ekkert ætlað að halda uppá það og eyðir því sjálfsagt deginum í símanum. Til hamingju með það.
Spjallað við Úlfhildi vinkonu. Huxanlega um mikilvægi skriðs.
Og í dag kom Vala vinkona í heimsókn...
...og það var spilað fjórhent á píanó.
Þetta eru ljóslega tónlistarsnillingar framtíðar. Þessar tilfæringar kættu óneitanlega skap feðranna, sem voru nýbúnir að horfa á sína menn gjalda afhroð.
Og talandi um feður, minn á sextuxafmæli í dag. Held hann hafi ekkert ætlað að halda uppá það og eyðir því sjálfsagt deginum í símanum. Til hamingju með það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)