4.11.10
Lækjarbrekka og Social Network
Í fréttum er það helst að Rannsóknarskip á afmæli á morgun, foreldrin mín koma í bæinn í dag, reyndar í öðrum erindagjörðum, en ætla að hefja helgina á því að passa ormana fyrir mig í kvöld svo við Árni getum skroppið út að borða og í bíó. Stefnan tekin á Lækjarbrekku og Social Network.
Í tilefni dagsins klippti ég á mér toppinn og ekki er ólíklegt að ég skreppi niðrí bæ í afmælisgjafaleit.
Annars er þvílíkt jólakortaveður úti núna. (Fagra og jólalega tréð á meðfylgjandi mynd er reyndar frá Egilsstaðajólum fyrir 3 árum eða svo.) Kirkjugarðurinn við Suðurgötu var alveg dásamlegur við sólarupprás og ég spáði dáldið í hvers vegna mér hefði ekki hugkvæmst að vera með myndavél.
Í framhaldinu fór ég að spá í hvort þetta væri ekki týpískt fyrir hina innri frekju nútímafólksins. Það er ekki nóg að sjá og upplifa eitthvað dásamlega fagurt og njóta þess, heldur þarf að festa það á filmu svo maður geti séð það alltaf og hvenær sem maður vill. Það þarf alltaf að vera hægt að gera allt hvenær sem maður vill. Við missum af öllu af því að á meðan við erum að upplifa það erum við að reyna að finna leið til að upplifa það sama aftur. Hvenær sem við viljum.
Éld þetta sé kannski vitleysa.
Kannski er alveg nóg að ganga einu sinni framhjá kirkjugarðinum við Suðurgötu fyrsta daginn sem hann er í jólafötunum og anda að sér snjólyktinni á meðan. Vilji maður njóta þess lengur er hægt að gera svolítið alveg byltingarkennt.
Nema staðar.
3.11.10
Nenni Siggi
Eins og hverju ætli maður nenni í dag?
Það er opinberlega orðið alveg biksvart heimskautamyrkur úti þegar maður fer í vinnuna. Og brjálæðislega kalt, ofan í kaupið. Og ég hékk heima með Freigátuna sem var næstum alveg hætt að vera lasin í gær. Hún hékk mest í tölvunni og horfði á They Might Be Giants myndbönd. Ég hékk og horfði á How I Met Your Mother í akkorði. Og er búin með það sem ég á af því.
Ég verð að fara að gera eitthvað.
Annars var Allrasálnamessa í gær. Daginn þaráður var Allraheilagramessa. Ég fór að gúggla þessu þegar ég mundi ekki hvort var daginn eftir Hrekkjavöku. Svo kaþólikkar eru voða mikið í Allramessum þessa dagana. Annars væri gaman að gefa út allsherjardagatal. Þar sem merktir væru allar messur, frídagar og helgidagar allra trúarbragða, tunglið, merkilegir dagar í vestrænni og kínverskri stjörnuspeki, allir dagar sem eru tileinkaði einhverju... og gá svo hvort einhver dagur er eftir. Kannski jafnvel að lýsa hann friðhelgan. Venjulegi dagurinn. Bannað að tileinka hann neinu eða einu sinni eiga afmæli á honum!
Ég þarf að lesa Postdramatic Theatre eftir Lehmann. Svo þarf ég líka ógeðslega mikið að halda áfram að skrifa stóru ritgerðina mína. Klára allavega innganginn fyrir áramót. En það er bara þoka í hausnum á mér þessa dagana. Og óstjórnleg leti. Og krónísk syfja. Eiginlega bara næstum eins og það sé ennþá október.
Best að lesa.
Lehmann, you and me, baby!
Það er opinberlega orðið alveg biksvart heimskautamyrkur úti þegar maður fer í vinnuna. Og brjálæðislega kalt, ofan í kaupið. Og ég hékk heima með Freigátuna sem var næstum alveg hætt að vera lasin í gær. Hún hékk mest í tölvunni og horfði á They Might Be Giants myndbönd. Ég hékk og horfði á How I Met Your Mother í akkorði. Og er búin með það sem ég á af því.
Ég verð að fara að gera eitthvað.
Annars var Allrasálnamessa í gær. Daginn þaráður var Allraheilagramessa. Ég fór að gúggla þessu þegar ég mundi ekki hvort var daginn eftir Hrekkjavöku. Svo kaþólikkar eru voða mikið í Allramessum þessa dagana. Annars væri gaman að gefa út allsherjardagatal. Þar sem merktir væru allar messur, frídagar og helgidagar allra trúarbragða, tunglið, merkilegir dagar í vestrænni og kínverskri stjörnuspeki, allir dagar sem eru tileinkaði einhverju... og gá svo hvort einhver dagur er eftir. Kannski jafnvel að lýsa hann friðhelgan. Venjulegi dagurinn. Bannað að tileinka hann neinu eða einu sinni eiga afmæli á honum!
Ég þarf að lesa Postdramatic Theatre eftir Lehmann. Svo þarf ég líka ógeðslega mikið að halda áfram að skrifa stóru ritgerðina mína. Klára allavega innganginn fyrir áramót. En það er bara þoka í hausnum á mér þessa dagana. Og óstjórnleg leti. Og krónísk syfja. Eiginlega bara næstum eins og það sé ennþá október.
Best að lesa.
Lehmann, you and me, baby!
1.11.10
Nóvember!
011110. Þeir sem vilja eiga symmetrísk binary-börn, drífi sig næsta tækifæri er ekki fyrr en eftir ár. 111111. Annars eru nóg tækifæri í þessum mánuði fyrir venjuleg ó-symmetrísk binary-börn. 101110, 111110... og svo meira í janúar, október og nóvember á næsta ári. Fullt af binary-börnum.
Lítil vélmenni úti um allt.
Svo er annarhver fésbókarvinur á leiðinni á fæðingardeildina, eða nýkominn af henni. Og svona var þetta nefnilega líka um svipað leyti fyrir ári.
Var heima fram að hádegi og er ekki komin í gang. Deddlæn hrúgast í kringum mánaðamót þessi misserin og nú er að byrja að hugsa fyrir öllu sem á að gerast í kringum þau næstu. Dagurinn (eða eftirmiðdagurinn) átti nú að fara í einhverja skipulagsvinnu. En það er bara ekkert að gerast. Mig langar bara til að vera heima og horfa á How I Met Your Mother. Ennþá fleiri þætti í röð. Voða lítið stress í gangi. Svo ku eiginmaðurinn eiga afmæli á föstudaginn. Hann mun vera búinn að panta foreldra mína til að passa ormahauginn og við utlum sko út að borða og í leikhús, eða eitthvað. Einstaklega sjaldgæfur lúxus það.
.... Nei, þetta er ekkert að gerast. Best að... eitthvað.
Lítil vélmenni úti um allt.
Svo er annarhver fésbókarvinur á leiðinni á fæðingardeildina, eða nýkominn af henni. Og svona var þetta nefnilega líka um svipað leyti fyrir ári.
Var heima fram að hádegi og er ekki komin í gang. Deddlæn hrúgast í kringum mánaðamót þessi misserin og nú er að byrja að hugsa fyrir öllu sem á að gerast í kringum þau næstu. Dagurinn (eða eftirmiðdagurinn) átti nú að fara í einhverja skipulagsvinnu. En það er bara ekkert að gerast. Mig langar bara til að vera heima og horfa á How I Met Your Mother. Ennþá fleiri þætti í röð. Voða lítið stress í gangi. Svo ku eiginmaðurinn eiga afmæli á föstudaginn. Hann mun vera búinn að panta foreldra mína til að passa ormahauginn og við utlum sko út að borða og í leikhús, eða eitthvað. Einstaklega sjaldgæfur lúxus það.
.... Nei, þetta er ekkert að gerast. Best að... eitthvað.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)