I
Ég er leikritahöfundur. Ég sýni
það sem ég hef séð. Á mannamörkuðum
hef ég séð hvernig menn ganga kaupum og sölum. Það
sýni ég, ég, leikritahöfundurinn.
Hvernig þeir ganga inn í herbergi hver hjá öðrum með ráðagerðir
eða gúmmíkylfur eða peninga
hvernig þeir bíða standandi á götum úti
hvernig þeir brugga hver öðrum banaráð
fullir vonar
hvernig þeir bindast fastmælum
hvernig þeir hengja hver aðra
hvernig þeir elskast
hvernig þeir verja ránsfeng sinn
hvernig þeir matast
það sýni ég.
Orðin sem þeir kalla hver til annars hermi ég.
Hvað móðirin segir við son sinn
hvað vinnuveitandinn fyrirskiptar vinnuþeganum
hverju eiginkonan svarar manni sínum.
Öll hin biðjandi orð, öll hin skipandi
hin auðmjúku, hin tvíræðu
hin lognu, hin fávíslegu
hin fögru, hin meiðandi
öll hermi ég.
Ég sé snjóflóð steypast fram.
Ég sé jarðskjálfta ríða yfir.
Ég sé fjöll standa á miðjum veginum
og fljót flæða yfir bakka sína.
En snjóflóð eru með hatt á höfðinu.
Jarðskjálftarnir hafa peningaveski í vasanum.
Fjöllin bera sig um í bifreiðum
og fossandi fljótin njóta lögregluverndar.
Það afhjúpa ég.
II
Til þess að geta sýnt það sem ég sé
kanna ég leiklist annarra þjóða og annarra tíma.
Fáein leikrit hef ég umritað af nákvæmni
rannsakað tækni tímabilsins og tileinkað mér
það sem mátti að gagni koma.
Ég kynnti mér lýsingar á hinum voldugu lénsherrum
í verkum Englendinga, þessum auðjöfrum
sem verja til þess ævinni að magna veldi sitt.
Ég kynnti mér hina siðavöndu Spánverja
og Indverjana, meistara fagurra tilfinninga
og Kínverja, sem lýsa lífi fjölskyldnanna
og marglitum örlagavegum borganna.
III
Og svo ört breyttist á minni tíð
útlit húsanna og borganna að eftir tveggja ára fjarveru
var heimkoman ferð til annarrar borgar
og múgur manns breytti um útlit
á fáeinum árum. Ég sá
verkamenn ganga inn um verksmiðjuhlið og hliðið var hátt
en þegar þeir komu út aftur urðu þeir að beygja sig.
Þá sagði ég við sjálfan sig:
Allt breytist og er bundið sínum tíma.
Hverju sjónarsviði gaf ég þess vegna sitt auðkenni
og merkti með ártali hverja verksmiðju og hvert herbergi
eins og bændur brennimerkja fénað til þess að hann þekkist.
Og setningarnar sem sagðar voru
auðkenndi ég einnig svo þær urðu eins og orð
hinna forgengilegu sem skrifuð eru upp
til þess að þau falli ekki í gleymsku.
Það sem konan í vinnusloppnum sagði
álút yfir dreifiblöðunum – á þessum árum
og hvernig kauphallarbraskarar töluðu við ritara sína
með hattinn aftur á hnakka – í gær
– á það setti ég mark forgengileikans
með réttu ártali.
En allt gerði ég að undrunarefni
jafnvel hið alkunna.
Þegar móðirin gaf barni sínu brjóstið
sagði ég frá því eins og enginn mundi trúa mér
og eins og óþekktu fyrirbæri lýsti ég því
þegar dyravörðurinn skellti hurðinni á hinn klæðlausa.
Bertolt Brecht
Þýð. Þortsteinn Þorsteinsson
23.10.09
Að lifa október af. Dagur 23 - 26.
Í morgun var alveg kolsvartamyrkur þegar ég skilaði drengnum á leikskólann. Á móti kemur að það eru víst ekki nema svona tveir mánuðir í jól.
Til að stytta það sem eftir er af október aðeins er gott ráð að brúka vetrarfrí grunnskólafólks í fjölskyldunni og þruma út á land. Við ætlum í norðrið á eftir. Þar skal tjillað ógurlega alveg fram á mánudag. (En hlaupaskórnir eru nú samt með í för.)
Það verður annars að segjast að þetta er með auðveldari októberjum. Ég veit ekki hvort það eru hlaupin eða gítarspileríið, hvurttveggja hjálpar allavega til, eða annríkið, tíminn flýgur allavega ferlega mikið á því. Ég er allavega að fara að gera góðan haug af verkefnum í nóvember en er bara ekkert sérstaklega á tauginni. Mér finnst líklegt að ég klári það sem ég á að klára og svona.
Svo vilja menn ferlega heyra hvað ég segi þessa dagana. Var með fyrirlestur í Brecht-tíma um daginn, er að fara að messa yfir dramatúrgíunemum á BA stiginu á eftir og er að fara í heimsókn í MH í næstu viku hvar leiklistarnemar ku vera að leika sér með Unga menn á uppleið.
Ferlegt stuð í því, bara.
Til að stytta það sem eftir er af október aðeins er gott ráð að brúka vetrarfrí grunnskólafólks í fjölskyldunni og þruma út á land. Við ætlum í norðrið á eftir. Þar skal tjillað ógurlega alveg fram á mánudag. (En hlaupaskórnir eru nú samt með í för.)
Það verður annars að segjast að þetta er með auðveldari októberjum. Ég veit ekki hvort það eru hlaupin eða gítarspileríið, hvurttveggja hjálpar allavega til, eða annríkið, tíminn flýgur allavega ferlega mikið á því. Ég er allavega að fara að gera góðan haug af verkefnum í nóvember en er bara ekkert sérstaklega á tauginni. Mér finnst líklegt að ég klári það sem ég á að klára og svona.
Svo vilja menn ferlega heyra hvað ég segi þessa dagana. Var með fyrirlestur í Brecht-tíma um daginn, er að fara að messa yfir dramatúrgíunemum á BA stiginu á eftir og er að fara í heimsókn í MH í næstu viku hvar leiklistarnemar ku vera að leika sér með Unga menn á uppleið.
Ferlegt stuð í því, bara.
22.10.09
Ellefu manns sem ég hlusta á
Í framhaldi af spekúleringum um fjölmiðlastríðið er eitt orðið ljóst. Þeir hafa allir ákveðna málstaði/einstaklinga að verja.
Svona fyrir utan það eru allir fréttamiðlar að missa sig í kreppukláminu. Í dag er frétt ekki frétt nema í henni sé hamfaraspá. Þessi sérfræðingur talar um greiðsluþrot, annar um lélegra lánshæfismat, og heimsenda- og hamfarahugtökum og líkingum strá menn í kringum sig sem aldregi fyrr.
Hvað er að gerast í raun og veru?
Ja, það er rigning úti og fólk er örugglega almennt bara í vinnunni.
Guði sé lof fyrir internetið, á svona tímum. Þar tekur hins vegar við manni frumskógur. Ég er farin að átta mig á landslaginu. Suma miðla líður mér oftast vel með að lesa. Það sama á við um blogg. Ég meika ekki AMX og Björn Bjarnason, boycotta bæði mbl og vísi alveg markvisst. Ef eitthvað "raunverulegt" er að gerast má yfirleitt lesa það á milli línanna í sjónvarpsfréttum RÚV á kvöldin. Samt ekki fyrr en í þriðju frétt, á eftir nokkrum kreppukláms ekkifréttum um að einhver hafi sagt eitthvað.
Um daginn ákvað ég að skilgreina fyrir sjálfri mér hverja ég vildi hlusta mest á. Hugmyndir hverra mér þætti best að byggja nýtt og betra þjóðfélag á, þegar stríðinu lýkur. Sumir þessara einstaklinga eru reyndar líka með hugmyndir um skítmoxturinn, jafnvel aðallega. Gríðarlega margir eru nálægt því að komast á listann, en í dag er hann svona:
Eva Joly
Páll Skúlason
Vigdís Finnbogadóttir
Njörður P. Njarðvík
Jóhanna Sigurðardóttir
Andri Snær Magnason
Lára Hanna Einarsdóttir
Þorvaldur Þorsteinsson
Silja Bára Ómarsdóttir
Ólafur Stefánsson
Halla Gunnarsdóttir
Ellefu manns sem ég vil hlusta á og lesa.
Svona fyrir utan það eru allir fréttamiðlar að missa sig í kreppukláminu. Í dag er frétt ekki frétt nema í henni sé hamfaraspá. Þessi sérfræðingur talar um greiðsluþrot, annar um lélegra lánshæfismat, og heimsenda- og hamfarahugtökum og líkingum strá menn í kringum sig sem aldregi fyrr.
Hvað er að gerast í raun og veru?
Ja, það er rigning úti og fólk er örugglega almennt bara í vinnunni.
Guði sé lof fyrir internetið, á svona tímum. Þar tekur hins vegar við manni frumskógur. Ég er farin að átta mig á landslaginu. Suma miðla líður mér oftast vel með að lesa. Það sama á við um blogg. Ég meika ekki AMX og Björn Bjarnason, boycotta bæði mbl og vísi alveg markvisst. Ef eitthvað "raunverulegt" er að gerast má yfirleitt lesa það á milli línanna í sjónvarpsfréttum RÚV á kvöldin. Samt ekki fyrr en í þriðju frétt, á eftir nokkrum kreppukláms ekkifréttum um að einhver hafi sagt eitthvað.
Um daginn ákvað ég að skilgreina fyrir sjálfri mér hverja ég vildi hlusta mest á. Hugmyndir hverra mér þætti best að byggja nýtt og betra þjóðfélag á, þegar stríðinu lýkur. Sumir þessara einstaklinga eru reyndar líka með hugmyndir um skítmoxturinn, jafnvel aðallega. Gríðarlega margir eru nálægt því að komast á listann, en í dag er hann svona:
Eva Joly
Páll Skúlason
Vigdís Finnbogadóttir
Njörður P. Njarðvík
Jóhanna Sigurðardóttir
Andri Snær Magnason
Lára Hanna Einarsdóttir
Þorvaldur Þorsteinsson
Silja Bára Ómarsdóttir
Ólafur Stefánsson
Halla Gunnarsdóttir
Ellefu manns sem ég vil hlusta á og lesa.
21.10.09
Að lifa október af. Missti næstum af 21. degi.
Féll ekki verk úr hendi í allan dag. Bókstaflega. Hvorki tími til að hlaupa né skipta um strengi í Gerðari Fender.
Mæli ekkert sérstaklega með því.
Það er geðheilsunni bráðnauðsynlegt að slæpast.
Ætla að standa mig betur strax á morgun.
Mæli ekkert sérstaklega með því.
Það er geðheilsunni bráðnauðsynlegt að slæpast.
Ætla að standa mig betur strax á morgun.
20.10.09
Að lifa október af. Bjartsýniskast á 20. degi.
Ég er alltaf að komast betur og betur á þá skoðun að eignar- og tangarhald spillingararmanna tveggja á fjölmiðlum sé af hinu góða. Nú djöflast menn á hæl og hnakka, Jón Ásgeir og útrásarpésarnir annars vegar og Davíð og náhirðin hins vegar, við að moka skítnum af góðærisbullinu hvor á annan. Þeir gera þetta af mikilli heift, rætnum hug og öllum þeim skítmennaskap sem þeir eiga til. Það er gott. Fín rannsóknarblaðamennska í gangi á báða bóga sem á örugglega eftir að hjálpa til við rannsóknir á orsökum efnahagshrunsins.
Með illu skal illt út reka og það sem menn eru ekki að átta sig á er að þetta eru tveir armar af sama siðspillta búknum og haldi menn svona áfram verður ekkert eftir af hvorugu þegar slagnum linnir.
Þegar upp verður staðið lifa bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking stríðið af. Enda kemur þetta þeim sem stjórnmálaöflum ekki við nema að litlu leyti. En þeir báðir verða betri flokkar og heilli í hugsjónum sínum varðandi stjórn landsins þegar búið verður að hreinsa úr þeim ruslið. Það sem eftir stendur, eftir stríðið, verður vonandi heilbrigðara stjórnmálalíf, viðskiptalíf, fjölmiðlalíf og þjóðfélag.
Með illu skal illt út reka og það sem menn eru ekki að átta sig á er að þetta eru tveir armar af sama siðspillta búknum og haldi menn svona áfram verður ekkert eftir af hvorugu þegar slagnum linnir.
Þegar upp verður staðið lifa bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking stríðið af. Enda kemur þetta þeim sem stjórnmálaöflum ekki við nema að litlu leyti. En þeir báðir verða betri flokkar og heilli í hugsjónum sínum varðandi stjórn landsins þegar búið verður að hreinsa úr þeim ruslið. Það sem eftir stendur, eftir stríðið, verður vonandi heilbrigðara stjórnmálalíf, viðskiptalíf, fjölmiðlalíf og þjóðfélag.
19.10.09
Gerðar Fender
Þegar maður spókar sig sveittur í hlaupagallanum um háskólalóðina uppsker maður stundum nokkur ill augnaráð einstaklinga með samviskubit í líkamsræktinni. En það var fyndið að snúa aftur úr hlaupum í dag, í hlaupagallanum með umbúðalausan gítar á bakinu. Og storma beinustu leið inn í íþróttahús.
Í gítartímum er ég að læra fleira en gítarleik. Til dæmis er ég að komast inn í málheim strömmara. Það eru svona kallar yfir fimmtugt sem strömma af innlifun í öllum útilegum (býst ég við) kunna "Minning um mann" og "Stál og hníf" afturábak og áfram og finnst reglulega mikil framúrstefna að læra Sálarlög og "Ó, Gunna."
Þeir ræða gjarnan ágæti hljóðfæranna sinna fyrir tíma. Fara þá mikinn í umræðu um "standard og gæði" og nota orð eins og "græjur" og "verkfæri". Ég tek lítinn þátt, en ku eiga að fá mér "almennilega græju" þar sem gamli nælonstrengjagítarinn hennar Báru er víst "vonlaust verkfæri." Eins og áður sagði fékk ég líka aðeins að kenna á honum í síðasta tíma, ekki af því að hann skorti hljómfegurð (eins og strömmgengið vill meina) heldur er hann heldur hálsbreiður fyrir vora fíngerðu fingur.
Gaman verður að sjá í andlitin á liðinu þegar ég mæti í næsta tíma með græjuna hann Gerðar, sem er af tegundinni Fender (sem allir vita að er kúlst í heimi) og þar að auki svartur eins og erfðasyndin.
Í gítartímum er ég að læra fleira en gítarleik. Til dæmis er ég að komast inn í málheim strömmara. Það eru svona kallar yfir fimmtugt sem strömma af innlifun í öllum útilegum (býst ég við) kunna "Minning um mann" og "Stál og hníf" afturábak og áfram og finnst reglulega mikil framúrstefna að læra Sálarlög og "Ó, Gunna."
Þeir ræða gjarnan ágæti hljóðfæranna sinna fyrir tíma. Fara þá mikinn í umræðu um "standard og gæði" og nota orð eins og "græjur" og "verkfæri". Ég tek lítinn þátt, en ku eiga að fá mér "almennilega græju" þar sem gamli nælonstrengjagítarinn hennar Báru er víst "vonlaust verkfæri." Eins og áður sagði fékk ég líka aðeins að kenna á honum í síðasta tíma, ekki af því að hann skorti hljómfegurð (eins og strömmgengið vill meina) heldur er hann heldur hálsbreiður fyrir vora fíngerðu fingur.
Gaman verður að sjá í andlitin á liðinu þegar ég mæti í næsta tíma með græjuna hann Gerðar, sem er af tegundinni Fender (sem allir vita að er kúlst í heimi) og þar að auki svartur eins og erfðasyndin.
Er Sigmundur Davíð lýðskrumari?
Góð spurning.
Ég held samt að honum gengi betur í skruminu ef hann væri jafn mjór og sætur og hann var þegar hann var að vinna á RÚV í kringum 2000.
Hvað ætli hafi eiginlega komið fyrir hann?
Mín persónulega kenning er að hann hafi étið Finn Ingólfsson.
Það útskýrir líka spillingarfnykinn af honum, og svona.
Ég held samt að honum gengi betur í skruminu ef hann væri jafn mjór og sætur og hann var þegar hann var að vinna á RÚV í kringum 2000.
Hvað ætli hafi eiginlega komið fyrir hann?
Mín persónulega kenning er að hann hafi étið Finn Ingólfsson.
Það útskýrir líka spillingarfnykinn af honum, og svona.
Að lifa október af. Dagur 19.
Þá er að taka á honum stóra sínum. Það þarf virkilega að fara að taka á verkefnafargani annarinnar og bæta upp hlaupaleysið frá um helgina, en til þess gafst hreint enginn tími, þá.
Í öðrum helstum og óspurðum fréttum ætla ég að fá lánaðan gítar hjá henni Gerði í dag. Ég reikna með að mikil fagnaðarlæti upphefjist í gítartímanum mínum þegar hann fær að fara með mér þangað. Kallarnir þar eru búnir að vera ferlega rasandi yfir því að ég sé að hamra á gítar með svona feitum hálsi, með mína litlu putta. Þeir eru síðan allir með risakrumlur og koma puttunum á sér ekki fyrir hlið við hlið á sínum hálsmjóu köntrígíturum. Og myndu aldrei skipta yfir í hálsbreiðari klassíska gítara og skilja heldur ekki hvað ég er að gera með svonleiðis, þar sem "það heyrist ekkert í þeim."
Ég hef látið vera að útskýra að ég hafi nú ekkert hugsað mér að vera mikið að strömma "Ó, Gunna" undir fjöldasöng... Þessu er misskipt.
Staðreyndin er hins vegar sú að ég er með ponkulitlar hendur og í síðasta tíma vorum við ógurlega mikið í asnalegum hljómum sem taka yfir 5 bönd og rythmaæfingum um leið og litla vinstri höndin mín var nú bara að detta af. Svo ég ætla að athuga hvort hann Gerðar gæti kannski eitthvað lagað handheilsuna.
Þetta var nú mikið rant.
Undanfarið hef ég ekki haft tíma til að láta október bögga mig mikið.
En það fer kannski að koma...
Í öðrum helstum og óspurðum fréttum ætla ég að fá lánaðan gítar hjá henni Gerði í dag. Ég reikna með að mikil fagnaðarlæti upphefjist í gítartímanum mínum þegar hann fær að fara með mér þangað. Kallarnir þar eru búnir að vera ferlega rasandi yfir því að ég sé að hamra á gítar með svona feitum hálsi, með mína litlu putta. Þeir eru síðan allir með risakrumlur og koma puttunum á sér ekki fyrir hlið við hlið á sínum hálsmjóu köntrígíturum. Og myndu aldrei skipta yfir í hálsbreiðari klassíska gítara og skilja heldur ekki hvað ég er að gera með svonleiðis, þar sem "það heyrist ekkert í þeim."
Ég hef látið vera að útskýra að ég hafi nú ekkert hugsað mér að vera mikið að strömma "Ó, Gunna" undir fjöldasöng... Þessu er misskipt.
Staðreyndin er hins vegar sú að ég er með ponkulitlar hendur og í síðasta tíma vorum við ógurlega mikið í asnalegum hljómum sem taka yfir 5 bönd og rythmaæfingum um leið og litla vinstri höndin mín var nú bara að detta af. Svo ég ætla að athuga hvort hann Gerðar gæti kannski eitthvað lagað handheilsuna.
Þetta var nú mikið rant.
Undanfarið hef ég ekki haft tíma til að láta október bögga mig mikið.
En það fer kannski að koma...
Að lifa október af. Dagur 18 sem gleymdist.
Ekkert húsráð birt í gær.
Það var vegna þess að Obama át allan daginn, með hnakk og beisli.
Skömmin á'onum.
Það var vegna þess að Obama át allan daginn, með hnakk og beisli.
Skömmin á'onum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)