Í gær kom hann Aðalsteinn Mont-sonur minn í heimsókn og gerði grín að því hvað ég væri orðin fertug í öllu atferli. (Sem er alveg hreina satt, í samanburði við þegar við vorum að bóhemast saman í Frakklandi.)
Fann húsmóðurina í sjálfri mér af því tilefni og eyddi deginum í eldhúsinu við ýmsar tilraunir til bakstrar. Þær mistókust án undantekningar. Prófaði hins vegar rjómasprautu sem ég eignaðist úr búi ömmu minnar á tertubotni sem ég keypti. Það heppnaðist og var gaman. Gleymdi reyndar að láta éta tertuna fyrr en í dag. Þannig að hún var orðin soldið staðin.
Kannski ég ætti að drífa í að týna húsmóðurinni í sjálfri mér aftur.
Annars er bara bilaður gestagangur þessa dagana. Júróvísjón-upphitun í gærkvöldi. Grindhvalavaðan kom í heimsókn í morgun með alla ormana. (Og stofan manns er öll hin krúttlegasta þegar sex börn á aldrinum 9 - 16 vikna eru að ormast um hana.) Og svo er að sjálfsögðu jóróvísjón-grill á morgun. Rannsóknarskipið var í sóttkví í dag, en verður eiginlega bara að gjöra svo vel og vera kominn í lag á morgun.
Ég ætla annars að eiga svona ofur-dag. Byrja í jóga í fyrramálið, fara í Kringluna eftir hádegið og kaupa á grillið og fara í Next.
Já, morgundagurinn verður líka frekar svona... fertugur.
19.5.06
18.5.06
Töttögogfemm!
Hann Sigurvin litli bróðir minn er hálffimmtugur í dag. Litla dýrið. Í tilefni þess ætla ég að setja mynd af því hvað hann var frændalegur þegar hann var að frændast með Freigátuna í páskafríinu. Konan sem er að hlæja að honum er Bjarkey, kærastan hans. Þau eru á leið til London í haust, og ekki yrði ég ógurlega hissa ef þau settust að í Arsenal-hverfinu.
Annars, undankeppni júrívísjón í kvöld. Einhverjir ætla að streyma hingað og eru menn velkomnir. Þó skal varað við því að hér verður að sjálfsögðu barnvæn skemmtun til ekkert ógurlega seint. Ég er nefnilega að fá grindhvalina mína í kaffi í fyrramálið.
Annars, undankeppni júrívísjón í kvöld. Einhverjir ætla að streyma hingað og eru menn velkomnir. Þó skal varað við því að hér verður að sjálfsögðu barnvæn skemmtun til ekkert ógurlega seint. Ég er nefnilega að fá grindhvalina mína í kaffi í fyrramálið.
16.5.06
Veikindi
Þá er Freigáta komin með fyrsta kvefið sitt. Liggur bara með hita og hor og veit ekkert hvernig hún á að vera. Auðvitað ferlegt að fá kvef þegar maður kann hvorki að hósta né snýta sér. Hún er ósköp öjmingjaleg og ég vorkenni henni hræðilega, en nú bregður svo við að ég er með meiri verkefni en Rannsóknarskip þannig að hann er í umsinninu á meðan ég þykist vera að reyna að vinna.
Er sjálf með horafgang síðan um helgi, og er af þessum ástæðum júróvísíón alveg óráðstafað. En ég vona að hún verði nú fljót að ná þessu úr sér, stelpan. Verst að hún fordekrast örugglega af öllu umsinninu.
Er sjálf með horafgang síðan um helgi, og er af þessum ástæðum júróvísíón alveg óráðstafað. En ég vona að hún verði nú fljót að ná þessu úr sér, stelpan. Verst að hún fordekrast örugglega af öllu umsinninu.
15.5.06
Komin heim
Og allt á öðrum endanum. Kominn nýr formaður í Hugleik, sem er rétt ófarinn til Rússlands með þeim fyrrverandi og nokkrum fleiri stjórnar- og óstjórnarmönnum. Ég búin að missa af aðalfundi félaxins og veit ekki neitt. Og svo virðist bara vera endanlega brostið á með sumri. Þ.e.a.s. hérna megin á landinu. Fyrir austan er sko bara alveg brjálaður heimskautakuldi.
Allavega, það var ágætt að fara svona óvænta ferð austur. Hitti alla ættina og rúmlega það í erfidrykkju. Helst við slík tækifæri sem maður hittir þetta fólk í seinni tíð. Amma-Freigáta fékk líka aukatækifæri til að ammast, og var ánægð með. Litla-Freigáta var dugleg að sofa í flugvélinni og brosa framan í ömmuna og ættina.
Og svo er það bara að halda áfram. Hvað er næst á daxkrá? Júróvísíjón?
Allavega, það var ágætt að fara svona óvænta ferð austur. Hitti alla ættina og rúmlega það í erfidrykkju. Helst við slík tækifæri sem maður hittir þetta fólk í seinni tíð. Amma-Freigáta fékk líka aukatækifæri til að ammast, og var ánægð með. Litla-Freigáta var dugleg að sofa í flugvélinni og brosa framan í ömmuna og ættina.
Og svo er það bara að halda áfram. Hvað er næst á daxkrá? Júróvísíjón?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)