hrökk upp úr Lánsbáti í dag, þegar við vorum á leiðinni í sveitina, eftir að hafa farið í sund og út að borða, og eftir sveitina var stefnt á bíó. Það er sumsé afmælisdagur Smábáts og hver mínúta skipulögð. Nú eru þeir í bíóinu, en við Freigáta heima. Hún er að taka einhvern svakalegan vaxtarkipp og borðar allt sem tannleysur festir á og er sennilega búinn að fitusjúga nokkur kíló af mér í leiðinni. Þessvegna höfum við mæðgur lítið sofið undanfarna daga og erum úldnar.
Halla: Skipulagið fokkaðist upp í gær og ég sá ekki kommentið frá þér fyrr en núna áðan. Ætla að hafa samband áður en við yfirgefum stór-Eyjafjarðarsvæðið, en það verður ekki fyrr en þann 6. júlí. Það verður ekki fyrr en við Freigáta verðum búnar að ná okkar eðlilegu skapgæðum.
Sigurvin og Bjarkey: Er heldur ekki búin að gleyma ykkur. Ætla samt að bíða með heimsóknir þar til fjölskyldan minnkar aðeins.
Bilað að gera í sumarfríinu. Skyldi maður eitthvað ná að slappa af?
Ekki borða Cadburys súkkulaði, það er kúkur í því. Það var í fréttunum.
Og næsta sumar er víst 20. djasshátíðin á Egilsstöðum. Þar með er búið að skipuleggja einn útgangspunkt í næsta sumarfríi...
24.6.06
23.6.06
Akureyri
Þá er nú góða veðrið komið. Þetta sem við hefðum einmitt þurft að brúka hérna á sama tíma fyrir ári. Við Freigáta sendum piltana í sveitina, og Lánsbát á leikskólann, og röltum aðeins í bæinn. Þeir sem sáust brosa báru það með sér að vera aðkomumenn. Merkilegt hvað það getur verið mikill snúður á Akureyringum. Það reyndist vera erfitt að labba upp gilið með barnavagn, og Freigáta er núna steinsofandi úti, þrátt fyrir leikskólann í næsta húsi. Núna hanga lirfur og vefja utan af sér niður úr öðru hverju reynitré í bænum. Ég var svo mikið að tala við sjálfa mig á labbinu áðan að ég var næstum búin að éta eina.
Og nú ætla ég að leggja mig, eins og Freigátan. (Inni, samt)
Og nú ætla ég að leggja mig, eins og Freigátan. (Inni, samt)
22.6.06
Þriðja barnið!
Haha. Nú halda náttlega allir að ég sé að koma með einhverja tilkynningu. En það er ég ekki. Heldur er það þannig að við Rannsóknarskip erum með Lánsbát í þrjá daga. Þannig er að Systurskip Rannsóknarskips, hún Elísabet AE, þurfti að bregða sér í bæinn (ætlaði að heimsækja okkur, en það mistóxt...af því að við erum hér) með henni í för er eldri drengurinn hennar, en við fluttum inn til þess yngri á meðan. Til að passa hann. Nú hefur sumsé, í nokkra daga, einn fimm ára bæst í hópinn. Jájá, heilmikið að gera á misstóru heimili.
Annars erum við búin að vera alveg á skrilljón í sveitinni. Rannsóknarskip vasast í að henda kindunum af túninu ásamt bróður sínum og föður og Smábátur er að verða efni á ágætissmalastrák. Hef bara sjaldan séð barnið ólmast úti af annarri eins innlifun og stundum er ég bara ekki frá því að tölvuleikirnir séu hreint ekkert ofarlega í huganum. Já, það hafa öll börn gott af að komast aðeins út í sveit. Freigátunni leist nú ekki meira en svo á í fyrsta skipti sem heimalningur ætlaði að bíta í puttana á henni, en hún er farin að venjast þessu. Og er fljót að sofna úti. Getur líka dundað sér við að telja kindur.
Og mínir (sem eru ævinlega liðið sem er fjær) eru bara hreint ekkert að standa sig í HM-inu. Þangað til í dag. Áfram Ghana! Það er agalegt að vera búin að missa svona mikið af. Er hreint ekkert búin að læra riðlana, og nú er það of seint. Þannig að það hefði sennilega verið tímasóun. Nú höfum við enga Sýn hér í systurhúsum, en brúkum væntanlega tækifærið og heimsækjum Siffa bró, og verðum svo komin aftur í sveitina fyrir 16 liða úrslit.
Semsagt, gaman í okkar bekk. Nú er Lánsbátur sofnaður, Smábátur enn úti að djamma með föður sínum og Freigátan bandóþæg og er að láta svæfa sig í þriðja skiptið. Við erum alveg að gera hana snarruglaða með þessum þvælingi.
Annars erum við búin að vera alveg á skrilljón í sveitinni. Rannsóknarskip vasast í að henda kindunum af túninu ásamt bróður sínum og föður og Smábátur er að verða efni á ágætissmalastrák. Hef bara sjaldan séð barnið ólmast úti af annarri eins innlifun og stundum er ég bara ekki frá því að tölvuleikirnir séu hreint ekkert ofarlega í huganum. Já, það hafa öll börn gott af að komast aðeins út í sveit. Freigátunni leist nú ekki meira en svo á í fyrsta skipti sem heimalningur ætlaði að bíta í puttana á henni, en hún er farin að venjast þessu. Og er fljót að sofna úti. Getur líka dundað sér við að telja kindur.
Og mínir (sem eru ævinlega liðið sem er fjær) eru bara hreint ekkert að standa sig í HM-inu. Þangað til í dag. Áfram Ghana! Það er agalegt að vera búin að missa svona mikið af. Er hreint ekkert búin að læra riðlana, og nú er það of seint. Þannig að það hefði sennilega verið tímasóun. Nú höfum við enga Sýn hér í systurhúsum, en brúkum væntanlega tækifærið og heimsækjum Siffa bró, og verðum svo komin aftur í sveitina fyrir 16 liða úrslit.
Semsagt, gaman í okkar bekk. Nú er Lánsbátur sofnaður, Smábátur enn úti að djamma með föður sínum og Freigátan bandóþæg og er að láta svæfa sig í þriðja skiptið. Við erum alveg að gera hana snarruglaða með þessum þvælingi.
19.6.06
Sveitó
Gleðilegan 19. júní. Sem ku vera einhvurslax kvennadagur.
Nú erum við flutt úr Reiðholtinu í Svarfaðardalnum. Þar var nú aldeilis ljómandi að búa. Ég skrauf og skrauf og komst í gegnum fyrsta uppkast af leikritinu mínu. Svo misnotaði ég vitaskuld þessa fínu leikara sem ég var með þarna og lét lesa það fyrir mig. Og það var svaka fínt að heyra það á þessu stigi málsins og ég veit núna um ýmsar frekar stórar lagfæringar sem ég þarf að gera.
Freigáta naut líka lífsins í Svarfaðardalnum og lét sér vel líka að hafa 40 manns til að dúllast í sér í tíma og ótíma. En núna eftir að við komum í Eyjafjörðinn er hún líka svo uppgefin að hún hefur varla vaknað. Hún er farin að borða graut og ýmis mauk og hefur matarsmekk hinn furðulegasta. Gulrótarmauk finnst henni best í heimi, en hún fussar við banönum og perum og einhverju ávaxtagumsi. Sem mér finnst nú skrítið. Gulrótarmauk lyktar alveg viðbjóðslega.
Nú erum við sumsé komin í Brekku í Eyjafjarðarsveit, föðurhús Rannsóknarskips, og erum í góðu yfirlæti. Og ég er búin að fá að gefa heimalningunum. Freigáta er líka búin að hitta þá, en henni varð nú ekki alveg um sel... Smábátur kemur svo til okkar á morgun en hann hefur huxað sér að verða 10 ára gamall á laugardag. Þetta er að verða alveg harðfullorðið.
Og nú er loxins komið að því að við getum farið að fylgjast með HM af einhverju viti. Ég ætla alltaf að halda með landinu sem er lengra í burtu. Tógó - Sviss klukkan 2! Jeij!
Í dag þurfum við líka að fara til Akureyrar, afhenda eina afmælisgjöf, kaupa aðra, og versla appelsínugula peysu handa Freigátu, sérhannaða til að borða gulrótarmauk í.
Nú erum við flutt úr Reiðholtinu í Svarfaðardalnum. Þar var nú aldeilis ljómandi að búa. Ég skrauf og skrauf og komst í gegnum fyrsta uppkast af leikritinu mínu. Svo misnotaði ég vitaskuld þessa fínu leikara sem ég var með þarna og lét lesa það fyrir mig. Og það var svaka fínt að heyra það á þessu stigi málsins og ég veit núna um ýmsar frekar stórar lagfæringar sem ég þarf að gera.
Freigáta naut líka lífsins í Svarfaðardalnum og lét sér vel líka að hafa 40 manns til að dúllast í sér í tíma og ótíma. En núna eftir að við komum í Eyjafjörðinn er hún líka svo uppgefin að hún hefur varla vaknað. Hún er farin að borða graut og ýmis mauk og hefur matarsmekk hinn furðulegasta. Gulrótarmauk finnst henni best í heimi, en hún fussar við banönum og perum og einhverju ávaxtagumsi. Sem mér finnst nú skrítið. Gulrótarmauk lyktar alveg viðbjóðslega.
Nú erum við sumsé komin í Brekku í Eyjafjarðarsveit, föðurhús Rannsóknarskips, og erum í góðu yfirlæti. Og ég er búin að fá að gefa heimalningunum. Freigáta er líka búin að hitta þá, en henni varð nú ekki alveg um sel... Smábátur kemur svo til okkar á morgun en hann hefur huxað sér að verða 10 ára gamall á laugardag. Þetta er að verða alveg harðfullorðið.
Og nú er loxins komið að því að við getum farið að fylgjast með HM af einhverju viti. Ég ætla alltaf að halda með landinu sem er lengra í burtu. Tógó - Sviss klukkan 2! Jeij!
Í dag þurfum við líka að fara til Akureyrar, afhenda eina afmælisgjöf, kaupa aðra, og versla appelsínugula peysu handa Freigátu, sérhannaða til að borða gulrótarmauk í.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)