31.12.07

Áramótabull

Þá erum við lent í Brekku eftir að hafa skilið Óðal feðranna eftir í tómri óreiðu, með dót og snýtubréf um allt hús. Hér munum við eflaust gera slíkt hið sama.

En það er víst gamlársdagur og svona, og þá hef ég það fyrir hefð að skrifa pistilinn, sem er samviskujöfnun fyrir að hafa ekki nennt að senda jólakort, frekar en fyrri daginn. Verð þó að byrja á að fyrirverða mig aðeins, pistill þessa árs verður framinn á PC tölvu. Nefnilega tölvu Sverris mágs. Ég tek því með skilningi ef einhverjir vilja ekki lesa lengra.

Svo mundi ég ekki baun hvað gerðist á árinu. En Rannsóknarskip gaf mér nú nokkra pojntera. Svo nú man ég eitthvað.

Síðasta ár hófum við hjónin á Egilsstöðum ásamt Freigátunni, en Smábátur var á Akureyri. Eftir miðnættið sendum við alla út á djammið, en lágum sjálf í leifunum og horfðum á As Good as it Gets. Ágætisbyrjun á árinu það. En árið hófst á sama hátt og því lauk, með drepsótt. Auk þess sem húsfreyju varð hált á fylleríi á þrettándanum og sneri sig á hæl og var fótlama í nokkrar vikur. Þegar fjölskyldan var rétt að skríða upp úr öllum þessum veikindum, veiktist tengdapabbinn í sveitinni og lést af þeim veikindum í febrúar. Rannsóknarskip var með annan fótinn í norðrinu í nokkrar vikur, en við Freigátan og Smábáturinn létum duga að mæta til jarðarfarar.

Var síðan kyrrt um hríð. Að mig minnir.

Páskahringurinn var tekinn að venju, og sem öðrum kirkjulegum hátíðum skipt á milli norðursins og austursins. Húsmóðir hamaðist og djöflaðist í stjórn Hugleix og Bandalaxmálunum sem aldregi fyrr, þóttist enda sjá fyrir endann á.

Líklega hafa næst orðið fyrirburðir og tíðindi á Bandalaxþingi í maí. Það var haldið á Hallormsstað, við góðan viðurgjörnin. Þar var að venju tilkynnt hvaða sýning hlyti titilinn "athygliverðasta áhugaleiksýning ársins" að mati lítillar dómnefndar í Þjóðleikhúsinu. Bar svo skemmtilega við að þetta árið varð fyrir valinu verk Móðurskips Listin að lifa, sem skrifað hafði verið fyrir 40 ára afmæli Leikfélax Fljótsdalshéraðs og sýnt fámenni á vetrinum á undan. Móðurskip og Hérastubbar bruggðust glaðir við og gerðu sér góða þynnku úr. Og aftur í partíi eystra um hvítasunnuna. Og svo auðvitað enn aftur eftir sýningar syðra.
Þótti að því loknu þrífagnað og það var nóg.

Ég man ekki hvort ég kjaftaði einhvern tíma frá því, en í framhaldinu hóf Þjóðleikhúsið við mig óformlegar viðræður um huxanleg skrif fyrir þá stofnun. Okkur Hlín Agnarsdóttur gekk þó illa að koma á fundum í sumar. Auk þess sem mér gekk illa að koma til hennar hálfköruðum verkum á tölvuformi sem hennar tölva skildi, og henni gekk illa að hafa tíma til að lesa þau sem skiluðu sér á mannamáli. Í haust las ég síðan í blöðunum að hún væri hætt sem leikhúsráðunautur Þjóðleikhússins, svo ég reikna með að málið sé dautt í bili. Enda má ég ekkert vera aððessu, akkúrat núna.

Hér fóru nefnilega stórtíðindin að rekast hver á önnur eins og risastór rolluhópur.

Móðurskipið fékk þá flugu í höfuðið að skreppa með flotann til Montpellier, til að sleikja sólskinið og skoða fornar slóðir. Og varð það úr. En nokkrum dögum fyrir brottför uppgötvaðist hins vegar tilvist laumufarþega. Ofurlítil Duggan, sem hefur huxað sér að fæðast í febrúar á ári komanda, vildi nefnilega hreint ekki missa af þessu ferðalagi. Þetta gerði það að verkum að Móðurskip hafði ekki alveg alla þá matarlyst sem hún ætlaði að hafa í landi yfirhafnanna, og var frekar sleppileg megnið af sumrinu.

Áður en að útferð kom skrapp líka Móðurskip í örsnöggt tripp til Egilsstaða til að taka við menningarviðurkenningu Rótarýklúbbs Héraðsbúa fyrir "framúrskarandi störf að leiklistarmálum" svo ég vitni í skjalið. Mikið mont. Og péningar. Sem voru að sjálfsögðu brúkaðir til kaups á tæki sem fremja átti frekari afrek á leikvellinum. Sem átti reyndar að fara ólöglegu leiðina til landsins, en mistókst sú tilraun til glæpastarfsemi hrappallega, þrátt fyrir einbeittan brotavilja, og fékk Móðurskip næstum sakaskrá fyrir vikið og var gert að borga formúgu, þegar loxins var hægt að losa gripinn úr tollinum, síðsumars.

Í haust urðu síðan mikil umskipti hjá næstum öllum flotanum. Smábátur settist á 6. bekk Vesturbæjarskóla. Rannsóknarskip lagði söngnámið á hilluna í bili og tók til við kennslu í skóla Haganna. Freigátan hóf sína fyrstu skólagöngu á leikskólanum Ægisborg. Og Móðurskipið vatt öllum sínum kvæðum í kross og hóf nám í Háskóla Íslands (einu sinni enn) og hugðist í þetta sinn eignast Meistarapróf í einhverju sem heitir Hagnýt ritstjórn og útgáfa.

Skemmst frá að segja að í þeim töluðum orðum upphófst mest pestatímabil í sögu fjölskyldunnar. Freigáta og Rannsóknarskip eru búin að liggja, ýmist sitt á hvað eða um leið, í ýmsum slæmskum og Móðurskipið hefur tekið einhvern þátt í því líka. Smábáturinn hefur einhverra hluta vegna sloppið að mestu, hvort sem það er að þakka ólíkri genasamsetningu eða sérherbergi. Síðan hefur eiginlega ekki gegnið á með öðru en hor og pestarfréttum, núna síðast bara alveg nýverið.

Smábáturinn er þó óvenjulánsamur þetta árið, þegar fjölskyldan var í Frakklandi í sumar, meira að segja í ferðalagi í ferðalaginu, í Avignon, þegar honum barst einkar skemmtilegt símtal. Það var nú frá henni Ingu móðurömmu hans, en hún var að spyrja hvort hann fýsti ef til vill að eyða jólunum með þeim ömmu og afahjónum sínum og fleirúm úr móðurfjölskyldu sinni úti á Flórída, og þar dvelja fram yfir áramót. Að fengnu samþykki allra foreldra hélt sá stutti það nú aldeilis, og þar er hann nú. Í góðu yfirlæti og fjarri pestarganginum í okkur. Og er því jafnvel enn heppnari en hann hugði. Síðast þegar fréttist var hann "búinn að fara í marga rússíbana".

En, sumsé. Nú ætlum við að heilsa nýju ári hér í Brekku í Eyjafjarðarsveit og heita á allar nærstaddar forynjur að heilsufarið verði eitthvað skárra á næsta ári en því síðasta.

Á ári komanda verður væntanlega fyrsta verkið að undirbúa mætingu nýs afkomanda á svæðið. Og líklega ráð að fara að drífa í því, mig dreymdi, núna síðustu nótt þessa árs, að ég væri komin á fæðingardeildina. Og Siggadís líka. Svo kom einhver kerlingarfáviti og fór að setja út á villur í vegabréfinu mínu... Guðmávita hvernig það á svosem að ráðast.

Ég óska öllum lesendum sem nenna árs og friðar.

ps: Ætlunin er að myndskreyta og tengja allskyns linka inn í þennan pistil. Ég nenni því bara ekki fyrr en ég kem heim.

30.12.07

Drepsóttarjólin

Jæja, þá er lox eitthvað að rofa til í heilsufarinu. Húsbóndinn heldur nokkurn veginn rænu í dag, svo við erum farin að huxa okkur til hreyfingx. Reyndar ætlar veðrið eitthvað að stríða okkur, en við ætlum að sjá til og sæta lagi, annað hvort í kvöld eða fyrramálið, að skjótast norðurum.

Freigátan er öll orðin þrælspræk og amma-Freigáta hefur verið svaka dugleg að hafa ofanaf fyrir henni, en Móðurskipið fékk líka einhvern skít í lungun en er að jafna sig. Smábátur reyndist því ótrúlega heppinn að vera fjarri fjölskyldunni þessi jólin, því ekki höfum við nú verið skemmtileg.

Einn er þó sjálfsagt feginn að norðurferð lét á sér standa, og það er hann litli kisi hjá ömmu í sveitinni sem Freigátan væri sjálfsagt langt komin með að sálga ef við værum á þriðja degi í heimsókn hjá honum nú þegar. Hann þarf sem sagt líklega bara að þola áganginn í um 2 daga í stað 5 og aukast þar með lífslíkur hans sem því nemur.

En öjmingja Rannsóknarskip er löngu kominn með heimþrá. Við vorum að vona að veðrið myndi þá teppa okkur fyrir norðan eitthvað lengur í staðinn, en, nei, spáð alveg hreint glimmrandi ferðaveðri á annan jan. Og bara þá. Hann verður bara að fá að fara í helgarferð einhverntíma í staðinn... samt ekki alveg víst að það verði hægt alveg á næstunni... mar er víst að verða kominn einhverjar 35 vikur á leið... ekki að ég búist við neinum atburðum fyrr en minnst 15 dögum eftir "ásettan" af biturri reynslu.

Ég held annars að Ofurlitla Duggan sé farin að síga aðeins. Það þýðir sennilega lítið annað en að drífa í undirbúningi þegar í bæinn verður komið, svona til frekasta öryggis. Svo ekki sé minnst á að sækja um fæðingarorlofið, sem gleymdist í jólaundirbúningnum og er "tæknilega" orðið of seint fyrir Rannsóknarskipið... Vonandi hafa jólin eitthvað smurt liðlegurnar í þeim á Hvammstanga.

Á morgun liggur fyrir að semja áramótapistilinn, ef internetið í Brekku vill eitthvað við mig tala. Og ekki er ég neitt farin að huxa fyrir honum. Sjitt hvað mar er ekki að standa sig.

27.12.07

Jólað og jólapestað

Þá erum við búin að jóla í góðu yfirlæti. Allir voru hinir ánægðustu með jólagjafaheimtur. Ég fékk allskyns og er byrjuð að lesa Harðskafa, Rannsóknarskip var sérlega ánægður með jólabókarflóðið sitt og er farinn að lesa Böðvar Guðmundsson. Freigátan fékk allan heiminn, m.a. tvær dúkkur, teiknidót og slatta af bókum, og það er til dæmis búið að þurfa að lesa bókina "Ég vil fisk!" um 50 sinnum á dag, að staðaldri.

Við heyrðum í Smábáti á aðfangadaxkvöld og lét hann vel af sér í útlöndunum. En það var enn svo snemma kvölds hjá honum að hann var ekkert farinn að vita hvað hann hefði fengið í jólagjafir. Við heyrum aftur í honum um áramótin.

Heilsubrestirnir eltu okkur annars í jólafríið. Eftir að Freigátan hafði hóstað og frísað alla jólanóttina var læknir ræstur út á jóladag, og hún reyndist vera langt komin með að koma sér upp lungnabólgu. Fékk pensilín. Rannsóknarskip var líka eitthvað að lasnast í gær og nú er hann kominn með 40 stiga hita. Vonandi ekki með lungnabólgu.

Móðurskipið er aðallega búið að vera í því að þverbrjóta allar meðgöngureglurnar. Hef raðað í mig salt- og sætmeti, varla drukkið dropa af vatni nema þá í gosformi og ekki hreyft mig meira en algjörlega nauðsynlegt er. Er líka alveg að súpa seyðið af því í brjóstsviða, bjúg og bakverk, en það verður bara farið að vinna í því á ári komanda. Í augnablikinu er það bara alveg þess virði. Reyndar þarf nú svolítið að snúast við sjúklingana, þannig að hreyfingarleysið er ekki alveg jafn algjört og gott væri.

Freigátan er annars að verða ágæt í heilsunni og kannski verður eitthvað hægt að fara með hana út að skoða snjóinn á morgun. Annars var planið að fara norðurum á morgun, en það verður að fara eftir heilsu húsbóndans hvort það skipulag gengur upp. Hann liggur allavega eins og Þolláxmessuskata í dag.

24.12.07

Gleðileg jól!

Og við höldum jólin hátíðleg og við höldumokkursaman öllsem eitt.
(Úr hvaða leikriti...?)

Til allra ættingja og kunningja, vina og velunnara, nær og fjær og allt þar á milli:

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Takk fyrir það gamla.

Bestu jólakveðjur frá:
Siggu Láru, Árna, Róberti Steindóri, Gyðu og Ofurlitlu Duggunni

ps. Þetta er myndin sem við hefðum sett á jólakort, hefðum við nennt og náð að láta gera þau. Þetta eru sumsé Smábátur og Freigáta í flæðarmáli í Frakklandi síðastliðið sumar.
pps. Hérna áttu líka að koma nokkrar jólalegar myndir af héraði, en myndavélsnúran varð óvart eftir í siðmenningunni. Aldrei að vita nema þær birtist á ári komanda.

23.12.07

Þolláxmessa

og skötulyktin engu lík... og það er sko hverju orði sannara.

Við erum búin að ferðast norðurum og austurum. Byrjuðum á að skilja Smábátinn eftir í Grafarvoginum, en hann heldur utan til Flórída með afa sínum og ömmu. Við heyrðum í honum áðan og eitthvað er nú spenningurinn að stríða honum í maganum, en það jafnar sig vonandi þegar komið verður á leiðarenda. Auðvitað verður skrítið að halda jólin án stráksins okkar, en bót í máli að vita að hann á vafalaust eftir að skemmta sér alveg fantavel, í Disneivörldinu og öllur þessu þarna, hvaððanúheitir. 

Við dvöldum í góðu yfirlæti á ættaróðali Rannsóknarskips í fyrrinótt þar sem Freigátan náði mjög góðu sambandi við pínulítinn kött. Það var vegna þess að hann var ekki nógu fljótur að forða sér. Hún burðaðist með hann um allt, sneri honum á alla kanta, og ég er farin að hafa áhyggjur af hvort hann lifir af þess 5 daga sem við verðum í nágrenni við hann um áramótin.

Nú erum við komin austur, þar sem internetið býr aðeins í kjallaranum og kvöl og pína að reyna að nenna þangað til að blogga alltaf. Að mér heilli og lifandi skal ég nú samt koma jólakveðjunni á sinn stað á morgun, þar sem við klikkuðum á jólakortunum, eins og venjulega.

Hér er búið að éta skötu, eins og lög gera ráð fyrir, og fyrirliggjandi er að elda hangiket til að útrýma lyktinni með. Öll systkini mín eru heima, svo það er býsna glatt á hjalla. Eina barnabarnið nýtur athyglinnar í botn, en er reyndar búið að fá sér smá hor og hita, í tilefni jólanna. Ég stefni á að nenna í kaupfélagið í dag, en það er skylda, hvort sem mann vantar eitthvað eða ekki. Mamma og Bára ætla líka þangað með lannnnngan lista af mat sem "vantar". Héðan fer enginn eftir jólin undir 100 kílóum.

Ferðalagið er annars búið að vera hreinasta snilld, veðurfarslega séð. Við náðum alla leið heim í sumarfærð og stundum svakalega flottu tunglsljósi. Æðislega gaman að skoða landið í því, og gaman að sjá sveitabæi sem menn hafa nennt að skreyta vel. Það er svo flott að sjá það svona langt að. Allavega, sumarfærðin hélst alveg hingað, en í morgun var síðan jólasnjórinn kominn, eins og eftir pöntun. Aldrei að vita nema maður nái nokkrum jólalegum myndum, núna á þessum mínútum sem dagsbirtan er.

Jæja, best að skríða upp úr kjallaranum og taka þátt í mannlegu samfélagi.
Meira á morgun.

21.12.07

Að jóla að heiman

Í undirbúningsskyni fyrir samningu áramótapistils var ég í gærkvöldi og morgun að skanna árið. Það er greinilega nauðsynlegt að gera það, þar sem Sævar kommenterar aldrei fyrr en þremur til fimm mánuðum síðar. ;-)

Annars gerðist hið ómögulega í gær. Rannsóknarskip var eins og útspýtt hundsskinn og kláraði allt sem þarf að gerast fyrir brottför. Við eigum eingöngu eftir að taka til og klára að pakka niður. Hreinasta kraftaverk.

Annars er skrítið að pakka fyrir svona jólaferðir. Maður tekur aðallega allt sem byrjar á spari, og svo einhver inniföt. Enn undarlegra er að pakka fyrir jólaferð Smábátsins til Flórída. Stuttbuxur og hlýrabolir, sólvörn... og jólapakkar. Og fátt annað þar sem amman er búin að hóta að nota ferðina í að versla á hann öll föt í Ameríku. (Sem er heppilegt. Hann er að vaxa uppúr því þegar við keyptum á hann öll föt í Frakklandi.)

(Og ég er bjánaprik. Búin að vera svo mikið að baða Freigátuna og eitthvað að ég missti af meirihlutanum af Óskastundinni hennar Gerðar G. Jæja, hlusta bara á það á netinu á eftir yfir niðurpakkinu.)

Svo er ótrúlegasta fólk búið að vera að detta inn, undanfarna sólarhringa, og núna árdegis á ég von á mæðgunum Stefaníu, fóstru minni, og Láru, dóttur hennar. Þær þurfa reyndar að smeygja sér einhversstaðar á milli, ég er að plana að skreppa í bæði mæðraskoðun og bumbusund áður en við brennum norðurum.

Freigátan fékk frí í dag, en hún er í sálrænu áfalli. Hún fékk nefnilega niðurgang og eftir tvær kúkasprengjur undanfarna daga þá er hún komin með mjög alvarlega allsberufóbíu. Það má ekki fækka á henni fötum og alls ekki taka bleyjuna, nema með kröftugum mótmælum. Ég var alvarlega að huxa um að setja hana í meðferð hjá sálfræðingnum yfir jólin, en það tóxt nú með herkjum að baða hana áðan, með talsverðum söng og fortölum þó. En ljóst er að henni þyki kúkur og gubb alveg hroðalega ógeðslegt. Sem er skiljanlegt. En mér finnst hroðalega fyndið að hún sé farin að fatta svoleiðis svona ung. Hún gubbaði á hendurnar á sér í gubbupest um daginn og missti sig svoleiðis af hryllingi að ég vissi ekki hvert hún ætlaði. Og það var nú ekkert miðað við þegar það fór kúkur á fótinn. Eins og ég segi, ég er farin að halda að hún hafi orðið fyrir alvarlegu sálrænu áfalli. 

Vonandi heldur allur óbjóður sig vandlega fjarri á næstunni.

20.12.07

Barbapapa fæddist úti í garði

Og hann var bleikur. Seinna fæddist líka Barbamamma í sama garði. En ekki fyrr en Barbapabbi var búinn að bjarga öllum nokkrum sinnum. Og hún var svört.
Svo eignuðust þau sjö börn. Strákarnir eru í hreinum litum, gulur, rauður og blár. Stelpurnar eru í blönduðum litum, græn, appelsínugul og fjólublá. Svo er einn strákurinn svartur og loðinn. Strákarnir hafa það sér til ágætis að vera snjall vísindamaður, vænn dýravinur, þór íþróttagarpur og kær sem er listmálari. Stelpurnar eru vís, sem er bókaormur, ljóð, sem er tónlistargúrú, og fín, sem er... fín.
Það er nú alveg hægt að missa stjórn á sér í femínískri greiningu á þessu.

Barbarnir eru að hinu leytinu langt á undan sinni framtíð. Skrifaðir 1974, hafa þeir miklar áhyggjur af menguninni, umhverfinu og vilja helst að menn hætti að drepa, ekki bara hvali, heldur dýr almennt. Þeir eru hálfgerðir alfriðungar. Og leysa vandamál dýra á milli til dæmis með því að setja bara úlfinn hinumegin við ána þegar hann ætlar að fara að éta lambið. Og hann þorir ekki tilbaka.

En eitt finnst mér ógeðslegt. Í einum þættinum eru Barbarnir, eins og Frakkaskammirnar sem þeir eru, að myndast við að búa til vín. Eitthvað finnst strákunum litla berjapressan (sem stelpurnar eru nottla með) vera lítilvirk, og eftir talsverða tilaunastarfsemi bregða þeir á það ráð að breyta sér í risastórar lappir og trampa á berjunum, eins og fólk. Skemmst frá því að segja að Barbakær breytist í svakalega stóra og loðna löpp.

Mér finnst vínið þeirra ekki sérlega lystaukandi.

Litlu Jólin

Rannsóknarskip er að litlujóla bekkinn sinn. Smábátur er að litlujóla í sínum skóla. Freigátan er í leixkólanum, þar sem er verið að reyna að hafa allt sem hverstaxlegast.

Og ég stend á haus ofan í ferðatöskum.

Og áðan kom hún næstum. Huxunin (Sem er einhverra hluta vegna með rödd móður minnar):
"Hvað er maður að þvælast þetta, bandóléttur um miðjan vetur?"

En svo mundi ég að mamma er búin að baka karamellutertu.

Og ferðalagið varð algjörlega vesenisins virði.

19.12.07

Kom aððí

Eftir duglegur síðustu daga nenni ég engu í dag. Ég nenni svo innilega engu að ég er eiginlega búin að liggja og lesa og sofa og hanga í allan dag og nennti ekki í nema annað M-ið.

En ég ætti svo mikið að halda forskotinu og vera byrjuð að pakka niður.
Það væri svoooo skynsamlegt...
Að þurfa ekki að gera það alltsaman á morgun...

En, jiiiii, hvað ég er innilega ekki að nenna neeeeeinu...

Nema horfa á lokaþáttinn af Americas next top model á eftir.

18.12.07

Metrómenn

Ég held sjaldnast vatni yfir Rannsóknarskipinu né heldur nokkru sem honum viðkemur. Meira að segja vinir hans úr menntaskóla eru þvílík eðalmenni, að ég verð nú bara að kjafta frá því hvað þeir ætla að gera í kvöld.

Þeir hittast reglulega, eitt þriðjudaxhádegi í mánuði. Svo ætluðu þeir að hittast einu sinni að kveldi, svona undir jólin. Menn myndu kannske ætla og óttast að þeir færu eftir vinnu, hryndu íða og týndust síðan fram á fimmtudag? En, nei, ekki aldeilis, ekki þessir. Þeir ætla að fara snemma kvelds á Tapas, borða vel og drekka menntuð rauðvín, og síðan var stungið uppá að þeir skryppu og versluðu jólagjafir handa konunum sínum í miðbænum, í framhaldinu.

Þetta finnst mér alveg gífurlega fallegt plan og með þessu liðsinni, metrógenginu með fullan magann af Tapasi og rauðvíni, vænti ég einstaklega fagurrar/smekklegrar/góðrar jólagjafar frá eiginmanninum í ár. 
Sem eru þó ekki vanar að vera af verri endanum.

Á meðan ætlum við krakkarnir að vera gífurlega dugleg að pakka inn jólagjöfunum sem eftir eru.

Merkilegt

Alltaf ætla ég jafnmikið að halda desember hátíðlegan, baka, borða, fara á minnst 2 jólahlaðborð og 3 tónleika, föndra, skreyta, hoppa og hlæja. Og ekki brext það frekar en fyrri daginn að allt í einu eru örfáir dagar til jóla og í desember hefur fátt eitt af þessu gerst.

Jólaþrif hafa að vísu verið framin, flestar jólagjafir eru komnar í hús og jafnvel búið að vöðla sottlu af þeim inní pappír. (Bæðevei, það þýðir ekkert að fara í Kringluna. Ég keypti restina af henni í morgun.) En húsið er óskreytt og huxanlega verður bara eitthvað lítið gert af því, fer eftir því hverju Rannsóknarskip og Smábátur nenna. Enda verður hér ekki nokkur hræða frá og með föstudegi og fram yfir áramót til að horfa á skrautið. Það er sem sagt komið fram yfir aðventuhuxanaháttinn, og komið að einhverju "æi, það borgar sig ekki, þetta er nú hvort sem er að verða búið...". (Skrítið að maður er alltaf farinn að huxa svoleiðis um viku áður en jólin byrja.)

Ég stóð mig að því að huxa: Jæja, ég Hlýt að geta aðventað fyrir næstu jól. Þá ætla ég nefnilega að vera í fæðingarorlofi. En svo rifjaðist upp fyrir mér hvernig er að vera heima með 10 mánaða orm... Ætli aðventun nái ekki bara sögulegu lágmarki á ári komanda.

Dagurinn aflagaðist slatta. Smábáturinn hinn veðurteppti átti að koma með flugi í morgun en komst síðan ekki fyrr en seinnipartinn. Í morgun átti ég líka að fara í mæðraskoðun, en hún frestaðist fram á föstudag. Þá var ekkert eftir annað en að leggja undir sig Kringluna, og það var gert. Svikalaust. 

Fyrir utan gjafainnpakkningar er þá allt sem eftir er að fyrir jólin alveg einstaklega ójóló. 
Eins og:
- Að fara með föt í hreinsun
- Láta laga annað ljósið á bílnum
- Pakka niður fyrir alla

Mér finnst eiginlega meira eins og ég sé að fara í sumarfrí... 
Ef það væri nú einhvern tíma sæmilega bjart úti.

17.12.07

Mmmmoooonnntttt!

Oft hefur nú monts verið þörf, en sjaldan sem nú.

Í morgun, þegar ég var búin að ganga frá Þýðingafræðiritgerðinni, sem ég þurfti ekki að skila fyrr en á morgun, gerði ég mér örsmátt fyrir og kláraði bara lokaverkefnið í Ritstjórninni og hræðilegu skrifunum líka. Sem ég hefði ekki þurft að skila fyrr en hinn daginn. Þegar þarna var komið sögu var ennþá svo eldsnemmt morguns að ég náði að fara upp á Bandalag í kaffi og kjaftæði og ljósritun á aukadrasli sem þurfti að skilast með verkefnum, og ég náði meiraðsegja líka bæði í bókhlöðuna og Lánasjóðinn áður en ég mætti í M-jóga og -sund.

Í jóganu og sundinu voru allir, góðu heilli, með jafnvægisæfingaþema í dag. Það var djufflinum erfiðara, en vafalaust því hollara.

Eftir M vatt ég mér upp í háskóla, skilaði verkefnunum og lauk smá erindi við Nemendaskrá. Ég er sem sagt búin í skólanum!

Ekki var látið staðar numið, heldur fór ég og sótti Rannsóknarskip og við náðum að færa einn bílfarm af jólagjöfum heim, áður en við sóttum Freigátuna. Að því loknu sóttum við annað eins. Það sem eftir er af jólagjöfum verður sópað upp á morgun, en þá ætlar Móðurskipið að taka Kringluna með hælkrók og þreföldu áhlaupi.

Rannsóknarskip lauk þrifum á heimilinu í gær, (fyrir utan skrifstofuna sem enn ber nokkurn námsmerki sem stendur uppá Móðurskipið að laga).

Svo það á næstum bara eftir að pakka inn jólagjöfum og jólaskreyta smá.
Svo mega jólin bara koma...

16.12.07

Óli hass og Satan

Freigátan verður syngnari með hverjum deginum. Hún er merkilega lagviss, en skírmælgin er nú ekki alveg komin á skiljanlegt ról. Allavega ekki alltaf. 

Ólar hafa verið svolítið vinsælir undanfarið. Bæði Prik og Skans. Óli Skans hét reyndar lengi vel aldrei annað en Óli Hass.

En daginn sem Satan átti syni sjö stóð mér nú ekki alveg á sama...

Nýjasta nýtt

Mamma ætlar víst ekki að hafa Hamborgarhrygg á aðfangadaxkvöld. Vegna þess að ég sé svo ólétt og hún heldur að ég bjúgni mér til óbóta af honum. Í staðinn ætlar hún að hafa purusteik. En það er allt í lagi, við tókum nefnilega forskot á jólin í gær og borðuðum Hamborgarhrygg og tilheyrandi hjá afa og ömmu Smábátsins. Hah!

Þetta varð okkur til ógurlega mikillar orku. Allavega er Rannsóknarskip búinn að vera að hamast við að taka til í allan morgun, með dyggri aðstoð Freigátunnar, og ég er eitthvað að maukast við að mjatla saman þýðingafræðiritgerðinni og ætti að geta klárað í dag, ef duglegur halda. Er reyndar kolringluð ennþá og svitna yfir öllusaman, en ætla og skal og get bara farið í bað á eftir.

Í augnablikinu er reyndar pása. Rannsóknarskip fór að horfa á Mjög Mikilvægan Fóboltaleik, Freigátan lagði sig og ég settist í einhverri rælni fyrir framan Silfur Egils. Og er búin að komast að sömu niðurstöðu og venjulega þegar ég hlusta á þann þátt. Allir eru bjánar.

Þannig að; ætli ég haldi ekki bara áfram að ritgerða... eða leggi ringlaða hausinn á mér aðeins.

Fór annars í jóga í gær. Það var um það bil það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Sjitt hvað jafnvægis- og öndunar eitthvað er erfitt með ringli. En ringlið var miklu betra á eftir. Svo að á morgun ætla ég bæði í M-jóga og sund, eins og ekkert c og vera dugleg í því í vikunni og gá hvort ég næ aftur á mér hausnum fyrir jól! Enda, samkvæmt síðustu fréttum af Bárubloggi um Egilsstaðafærðina er víst vissara að vera með öll tæki og tól til að hanga á löppunum í lagi þegar þangað verður komið.

Annars finnst mér líka orðið lítið pláss til að anda, borða, eða athafna sig að innan. 
Barnið í sjálfri mér vex með ógnarhraða.

14.12.07

Brjálað veður...

En Smábáturinn fór samt í skólann í morgun, en verður sóttur á eftir.
Ég keyrði Freigátuna í leikskólann í morgun... er ekki viss um að það hafi verið góð hugmynd, svona ökuhæfnilega séð. Fór svo til eyrnafræðings í Fossvoginum. Hann vottorðaði mig, en gat annars lítið gert fyrir mig. Ég er með fína heyrn og augnhreyfingar þannig að nú á þetta bara að vera alveg að verða gott. Og ég má fara í bumbusund og jóga og allt sem még sýnist. Og vera dugleg að leggja mig á milli. Það versta er að það mikilvægasta kemur líklega seinast, hæfileikar til fyrirframantölvusetu. Oooo.

Held ég skrópi nú samt í sund í dag, menn eiga víst ekkert að vera á ferli. Er að huxa um að fara hreint ekkert meira út. Rannsóknarskip ætlar að koma til að sækja börnin og passa þau svo. Ætli verði ekki bara farið í að þrífa og skreyta þangað til flugfært verður fyrir Smábátinn á Norðurlandið. Sem líklega verður nú ekki fyrr en í fyrramálið.

En ég er nú óttalega hringluð og ætla að taka því frekar rólega í dag. Enda hafa allar þrýstilínurnar ekkert sérstaklega góð áhrif.

En ég er bjartsýn á að geta skilað ritgerðum nokkurn veginn innan skekkjumarka. Vonandi.

Jæjah... bezt að leggja sig nú vel og vandlega.

13.12.07

Mjakast

Þýðingafræðikennarinn minn er dúlla. Hún gaf mér vikufrest á ritgerðinni gegn framvísun læknisvottorðs. Og í dag er ég farin að geta ritgerðað ponkulítið. Ef ég sit stutt fyrir framan tölvuna og geri síðan eitthvað annað lengi. Er búin að fá mér langan göngutúr og eina langa laggningu og næst þegar ég þarf að hreyfa mig að planið að taka til í einum og einum fataskáp.

Smábátur er að fara í ammli, Rannsóknarskip situr sveittur í sínum skóla og fer yfir verkefni og próf, og Freigátan er í næstsíðustu vikunni á leikskólanum fyrir jól! Garg! Hvert fór tíminn?

Smábáturinn fer norður um helgina (ef veður leyfir, það er víst von á enn einum storminum) og Rannsóknarskip er með mikil plön um jólahreingerningar. Við Freigáta erum með mikil plön um að reyna að vera ekki mikið fyrir.

En, þetta gengur víst ekki. Einn, tveir og.... eitthvað

12.12.07

Ókeiókei

Hlutirnir í samhengi. Hitti ljósmóður í dag. Eitthvað leist henni ekki á hjartsláttinn í Ofurlitlu Duggunni og sendi mig í mónitor. En þar virkaði allt í ljómandi fínu lagi.

Allavega, ritgerðir smitgerðir, skítt með akademíuna, það er þó allt í góðu lagi með barnið.

Aðrar hverjar fimmínútur finnst mér ég vera að skána. Ætla að reyna að komast með Freigátuna í leikskólann í fyrramálið, fyrir eigin vélarafli. Líður enda best þegar ég er á ferðinni. Það eina sem ég get hreint ekki ennþá er að sitja við tölvuna af einhverju viti. En ætla nú samt að gera heiðarlega tilraun á morgun. Og svo skal eyrnalæknirinn fá að skrifa feitt vottorð á föstudaginn sem afsakar allt sem ég hef nokkurn tíma ekki gert.

Svo mar á kannski ekkert ógurlega bágt, í stórveraldlegu samhengi.

Helv...

Ég veit ekki undir hvaða stjörnuspeki það fellur, en innra eyrað á mér á greinilega til að vera eitthvað geðveikt í desember. Nánar tiltekið, það vinstra. Nú er mér batnað af hræðilegu veikinni, sem var eiginlega bara hiti og svimi, sem var líklega útaf einhverju í innra eyra, eins og í desember fyrir 6 árum síðan, en ringlið er eftir.

Ég er öll alveg kolhringluð í hausnum og er ekki beint að fara að skila ritgerð í dag, eins og ég átti að gera. Er samt komin með vottorð, og ætla að reyna að skila á föstudaginn. Er að fara að hitta ljósmóður á eftir og eyrnalækni á föstudag og sá skal sko aldeilis fá að lækna mig, eða vottorða mig í bak og fyrir að ég geti ekki neitt í skólanum. Ég verð alveg gjörsamlega brjáluð ef þetta helvítis fokk á að eyðileggja fyrir mér helminginn af þessari annars ljómandi önn. Grrrr. Ég vissi ekki að það væri hægt að verða svona ógeðslega pirraður út í líkamspart á sjálfum sér. Ég er alvarlega að huxa um að láta taka úr mér innra eyrað. Helst bæði.

Semsagt, í staðinn fyrir að jólast um allt eins og vindurinn og hafa ógurlega mikla aðventu eitthvað, næstu vikuna, verð ég líklega hálfringluð, stressuð og geðvond að reyna að draga tvær ritgerðir útúr félaxheimilinu á mér, sem ég var annars alveg búin að sjá fram á að geta gert geðveikt vel.

Ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir geðvonzku yfir þessum fjára!

8.12.07

Kólasveinninn!

Kemur í dag! Það er kóklestardagur! Jafnómissandi hlekkur í jólakeðjunni og aftansöngur á aðfangadaxkvöldi! Hugga móða kom og sótti Freigátuna og þær fóru í bæinn að gá hvort þær rækjust á kólasveinana.

Ég er alltaf að missa einbeitinguna. Það eru hippar í sjónvarpinu. Þeir voru nú merkilegir.

Rannsóknarskip er svakalega duglegur. Hann er að taka til, alveg eins og jarðýta.

Ég er að gera Ekkert. Líklega er ég með einhverja veiki. Í gær var mér skítkalt allan daginn, í dag er ég bara með klikkaðan svima. Vona að það sé bara einhver bjánapest, og ekkert meðgöngutengt.

En það átti nú hvort sem var að vera frekar latur dagur í dag. Ég er svona hálfbúin með ritgerðina sem ég á að skila á miðvikudag, í formi fyrirlesturs, þarf eiginlega bara að lesa smá greinar og raða henni svo aftur. Ef ekki fer þýðingavinnan mikið að káfa uppá það, verður þetta bara allt í sómanum þó ég hangi í ónýti um helgina.

Doors var nú ágætismynd. Ég er hins vegar með þá kenningu að þeir sem tóku Jim Morrison og hetjudýrkuðu hann, séu allir alkóhólistar. Mér fannst Morrison óttalegur bjáni í þessari mynd. En auðvitað hélt maður þeirri skoðun nú fyrir sjálfan sig á árunum kringum útkomu myndarinnar. Hún hefði nú þótt frekar ókúl. Í menntaskóla var kúlið allt.

Heimildamyndir um hippa og negra eru nú ekki beint afsvimandi... Þessi mynd er bara algjört augnlím. Og það verður að segjast. Rappið er nú sennilega það bókmenntalegasta sem hefur verið að ske í heimi dægurtónlistar undanfarna áratugi. En djull finnst mér það nú samt leiðinlegt.

Ég heyri að félaxlíf Freigátunnar er að verða algjörlega þéttskipað í dag. Faðir hennar er að skipuleggja að fara með hana á bæ að horfa á fótbolta, þegar hún snýr aftur úr kólasveinaferðinni. Þá ætla ég að fara að sofa. Þetta kaffi er ekkert að gera fyrir mig. Er enn alveg rangeygð. Er sennilega með örflensu sem hefur aðallega tekið sér bólfestu í öjmingjans innra eyranu mínu.

Endum þetta samhengislausa (aðventu?) rant á smáplöggi.

Jólaprógramm Hugleix
sem árlega slær óskaplega í gegn, verður framið í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld, sunnudaxkvöld 9. desember og þriðjudaxkvöld 11. desember klukkan 21.00 að staðartíma. Húsið opnar klukkan 20.30 og að venju kostar 1000 krónur íslenskar að hlýða og horfa á herlegheitin.

Dagskráin í ár gengur undir nafninu Aftansöngur jóla og inniheldur meðal annars frumflutning á þremur einþáttungum, skilst mér, og þar af er einn eftir Rannsóknarskip, sem leikritar alveg hringi í kringum Verðlaunaskáldið þessa mánuðina.

Allir mæta.

7.12.07

Jeij!

Það er jólaball hjá foreldrafélagi leikskóla Freigátunnar um helgina. Ég hlakka ógurlega til. Hún veit ekkert um það, líst örugglega ekkert á það og finnst sjálfsagt ekkert eins gaman og ég býst við að henni finnist.

Er annars bara að drepa tímann. Er að bíða eftir Smábátnum heim úr skólanum. Þegar hann kemur þaðan er planið að láta hann pakka niður og koma honum í flug norður á Akureyri. Hvar hann mun eyða helginni.

Í beinu framhaldi ætla ég svo að sækja Freigátuna á leikskólann og Rannsóknarskipið í vinnuna og fara heim með alltsaman. Og svo þarf örugglega að þaulskipuleggja þessi helgi. Ætli maður þurfi ekki að fara að reyna að ná einhverjum fleiri jólagjöfum á hús?
Kannski sérstaklega þeim sem gætu þá fengiðo far með Báru syss austur bílandi á mánudaginn? Það væri nú bara hreint óvitlaust...

6.12.07

Tú dán

End tú tú gó.

Búin að skila ritgerðarfjáranum. Mér fannst hún nú bara alveg ágæt. Ekki er hún nú samt merkileg ef miðað er við fjölda merkilegra og leiðinlegra fræðigreina í heimildaskrá. Hmmm...
Bót í máli að Frú Kennarinn ætlar yfirlýst ekki að gefa okkur einkunnir í þessum kúrsi. Rökin hljómuðu einhvern veginn svona: Þar sem þetta er hagnýtur kúrs.... blablabla... fáum við bara "staðið" að því gefnu að við skilum öllum verkefnum nokkurn veginn skammlaust.

Svona bull á nottla bara ekki skilið betri vinnubrögð. Ég vil fá EINKUNNIR þegar ég er í námi. Ekki bara eitthvað ess sem getur þýtt allt milli 5 og 10. Ég sé ekki hvað er vandamálið við að gefa mér einkunn fyrir útvarpsþáttinn minn. Hann er alveg ljóslega einhversstaðar á bilinu 7,5 til 8,5. Ef kennari leggur ofuráherslu á lengd heimildaskráa, er þessi ritgerð hins vegar bastarður og hortittur. Mér finnst hins vegar vísanir í frumheimildir og eigin rannsóknarvinna bara hreint ekki akademískt ókúlla heldur en að éta upp margumskrifuð fræði eftir milljón öðrum og leggja svo út af þeim hvað sem manni sýnist.

Annars skilgreindi ég fyrir sjálfri mér hvernig einkunnakerfið lítur út í mínum haus. Allt undir 7 eru bastarðar. Ég held að það komi til af því að fyrsta einkunnin sem ég fékk í tölu í barnaskóla var 7. Í lestri í fyrsta bekk, sem nú heitir annar. (Annars fengum við bara einkunnir í einhverjum asnalegum bókstöfum sem pirraði mig ekkert minna þá en nú.) Sennilega finnst mér að eftir það eigi leiðin að liggja upp einkunnastigann en ekki niður. Óháð skólastigi.

Allt milli 7 og 8 er skítsæmilegt. 8,5 er ég hæstánægð með, fer enda sjaldan hærra.

Þegar maður er í svona námi hefur maður síðan aðgang að Uglunni, sem þýðir að maður getur gluggað í tölfræði fyrri háskólanáma. Meðaleinkunnirnar útúr báðum háskólagráðunum mínum eru nú bara ljómandi. BA-ið slefar í fyrstu einkunn, sem reiknar út frá innbyrtu áfengi og almennu þunglyndi, leikfélagi og kjaftæði, verður nú bara að teljast nokkuð gott. MA-ið er hátt í 8. Enda færri bastarðar þar. Og miklu fleiri einingar en ég þurfti.

Og í þessu námi hef ég huxað mér hærra. Helst meðaleinkunn yfir 8 og engar refjar. Og miklu fleiri umframeiningar, ef ég næ að klára allt sem mig langar.

En þessi einkunnasókn gengur væntanlega illa ef allir kennarar ætla bara að gefa manni einhver asnaleg ess. Pfff. Á næstu önn ætla ég að spurja alla kennara sérstaklega að því hvort þeir ætli ekki örugglega að gefa einkunnir í TÖLUM. Og þeir rétt ráða hvort þeir velja að koma bandóðu og kolóléttu konunni úr jafnvægi með röngu svari.

Þá verður þeim tjáð á kjarngóðu alþýðumáli hvað þeir geta gert við öll sín ess.

5.12.07

Báran

Hún er sjaldan ein eða stök. Núna er Bára syss komin til landsins, en ætlar ekki að hefja búsetu hjá okkur fyrr en eftir helgi, sökum gubb-hættu. Hún fær enn martraðir vegna ælupestarinnar sem hún fékk hjá okkur fyrir réttu ári.

Svo eru nokkrar bárur í viðbót sem gefur á allan flotann þessa dagana. Smábáturinn er enn nokkuð slappur og frekar er ólíklegt að hann komist til náms á morgun. Móðurskipið situr við rigerðarskrif og þar að auki rignir þýðingaverkefnum núna. Hætti í nokkuð löngu fríi frá því þann 1.  desember, en venjulega er kerfið nokkuð lengi að muna eftir manni aftur eftir löng frí. Ég fékk fyrsta verkefnið klukkan 9.30 að morgni fyrsta des. og síðan hefur verið nokkuð uppstyttulaust í því. Og ekki veitir víst af að reyna að auka eitthvað fjárstreymi heimilisins. 

Annars heyrði ég að borgarsjóður þættist ætla að eiga 12 milljarða eftir af fjárlögunum sínum eftir næsta ár. Svona fer gífurlega í pirrurnar á mér. Menn virðast alltaf vera ógurlega montnir af því að geta látið almenning borga miklu meiri skatta en þarf. Svo þykist þetta alls ekki hafa efni á að borga kennurum og leikskólakennurum rassgatíbala, félagsþjónusta borgarinnar í skítnum og grenjað yfir hverri krónu, þó skrilljónir megi fara í einhver óljósleg útrásaverkefni sem enn ólósara er hver á að græða á.
Ef menn ætla að vera að monta sig af 12 milljarða afgangnum sínum, þá vil ég í leiðinni heyra montið um hvað þeir ætla að hækka kennaralaunin mikið fyrir þá! 
Plebbar.

Síðasta vígið


Og í dag liggur Smábátur. Hann kvartar reyndar ekkert yfir að fá frí í skólanum til að liggja í rúminu og leika sér í tölvunni og fá kók. Móðurskipið er hins vegar orðið alveg bráðhresst og ætlar aæ hafa M-dag eins og ekkert hafi í skorist.

Ein góð saga af Freigátunni sem ég ætlaði alltaf að segja:
Á sunnudaxmorguninn sat hún í fanginu á mér og var að horfa á barnatímann. Þá kom svaka karatespark frá Ofurlitlu Duggunni, beint í Freigátuna. Sú síðarnefnda hnyklaði brýrnar, renndi sér niður á gólf og skoðaði bumbuna vandlega.
Svo lamdi hún í þann stað sem henni fannst sparkið hafa komið úr.
Ég held að það sé strax komin einhver valdabarátta í gang.

Annars sparkar Duggan miklu meira, nú orðið, en Freigátan gerði nokkurn tímann. Ég hef á tilfinningunni að þetta barn sé með lengri lappir.

Svo var ég að frétta að nú má maður víst fæða í böðunum á Landspítalanum, en það var bannað síðast þegar ég fæddi þar. Í meðgöngujóga rignir yfir okkur voða fallegum fæðingarsögum og jóguðum fæðingarráðum með lavenderlykt og hugleiðslu. Enda læt ég mig mikið dreyma um hvað ég ætla nú að hafa þessa fæðingu ógurlega jógaða og ynnnndislega.

Rannsóknarskip tekur þessum draumórum mínum með mestu vantrú. Enda fékk hann ekkert morfín í síðustu fæðingu þannig að hún er honum sennilega í mun ferskara minni heldur en mér. Ef þörf krefur mæli ég með því að hann fái mænudeyfinguna í næstu fæðingu. Hún virkar hvortsemer ekkert á mig.

4.12.07

Að gubba, eða ekki

Jájá, nógar ástæður til að grenja í dag. Eða aðallega ein. Nú er Móðurskipið lagst í eitthvað gubbuafbrigði. Reyndar alveg án gubbu. En er með lumbru og hita og ét ekkert. Fékk hins vegar þessa fínu símigu síðustu nótt. Ég mé hreinlega af mér svo miklu að ég efast um að Bjúgnakrækir sæki bara nokkuð til mín þetta árið, eins og annars útlit var orðið fyrir. Allt í einu er giftinghringurinn bara laflaus og ég er ekkert svo mikið eins og hamstur í framan lengur.

En þessi jákvæðni gengur nú ekki, þegar maður ætlar að barma sér.

Nei, ég lýg. Hef það fínt. Freigátan er á leikskólanum. Rannsóknarskip lufsaðist í vinnuna, meira af vilja en mætti held ég reyndar, en hann ætlaði að þræla nemendum sínum svo rækilega úr í þessari síðustu kennsluviku fyrir jól að hann gat ekki látið reka lengur á reiðanum.

Ég sit bara í rúminu, með fötu, og skrifa ritgerð um menningarspeglun. Sem er nú alveg gubbuefni útaf fyrir sig. En sýnist ég alveg vera að koma slatta í verk. Jájá.

Afsakið mig meðan ég æli.

3.12.07

Gríptu Augnablikið og Lifðu Núna!

No one told you when to run
You missed the starting gun

Þegar þetta kom í laginu sneri mamma hans Gunna litla sér við í sætinu og sagði okkur, "krökkunum" í aftursætinu, að láta þetta nú ekki henda okkur. Gunni litli var einn af M0nt-sonum mínum og við vorum í hellaskoðunarferð um nágrenni Montpellier. Foreldrar Gunna litla voru í heimsókn og buðu mér að koma með. Þau voru nýbúin að kaupa ofursafn með Pink Floyd. 

Okkur Gunna þótti nú frekar ólíklegt að það myndi einhvern tíma henda annað hvort okkar að standa kjur þegar við ættum heldur að hreyfast úr stað. Og ég hef ekki séð hann Gunna litla síðan við kvöddumst úti í Montpellier. Hann var á leiðinni í eitthvað stórmerkilegt nám í Háskóla Reykjavíkur og hugði á glæstan feril í einhvers konar Evrópumálum. Sjálfsagt er hann núna bara langt kominn þangað. Hann er nefnilega jarðýta.

Ég er hins vegar Þeytingur. Samkvæmt Hver tók ostinn minn? Það segir pabbi minn. Ef einhver tekur minn ost hleyp ég alveg strax af stað að leita að nýjum. Mér er alveg sama hver tók hinn. Enda veit ég alltaf um fleiri osta en ég kemst yfir að sinna. (Eða éta.)

En þetta ömurlega slagorð í fyrirsögninni er alveg snjallt. Maður þarf að grípa augnablikin. Og lifa núna. Mér hættir til að lifa í framtíðinni. Ég á erfitt með að halda mig í nútíðinni og fortíðin er hreinlega ekki til. Þess vegna þarf ég að taka myndir. Og þess vegna var mjög kjánalegt af mér að hætta því í ein 10 ár og ákveða að muna bara hluti. Það þýðir að ég man ekki neitt. Þess vegna er líka mjög nauðsynlegt að ég hafi einhverskonar dagbók. Þá get ég flett upp. Því miður byrjaði ég aftur að taka myndir ekkert löngu eftir að ég byrjaði að blogga. Svo síðustu ár eru vel dokkúmenteruð þó áratugurinn á undan sé meira og minna í dái gleymskunnar.

Og hvaðan koma svo þessar vangaveltur?
Svosem ekki af neinu.

Eftirá að hyggja, þá hefði ég nú samt átt sjá ákveðnar vísbendingar á ákveðnum tímum. Þumalputtareglan er þessi: Ef ég er ekki að minnsta kosti að gera þrennt, og langar að gera svona fjórt í viðbót, á er ég með þunglynduna og þarf að athuga málið. (Og ef ég er að gera þrennt, langar í fjórt í viðbót, en er ferlega syfjuð og lengi á leiðinni allt, þá er ég ólétt. ;-)

Núna er ég aðallega með hormón. 
Á föstudaginn breyttist planið þannig að síðasta heldi Smábáts hjá okkur fyrir jól var allt í einu runnin upp, í stað þess að vera um næstu helgi eins og planið var. Ég fór að grenja í bílnum af því að ég sá ekki fram á að geta bakað piparkökur með honum, eins og ég ætlaði. 
Í gær var Freigátan óþæg og vildi ekki leggja sig og Rannsóknarskip var fárveikur og gat ekkert hjálpað til. Og ég grenjaði heilmikið yfir því. 
Í dag voru lesnar tvær voða fallegar fæðingasögur fyrir okkur í jóganu. Ég átti verulega bágt með mig.

Þetta fer að verða eins og æsispennandi framhaldssaga. Yfir hverju ætli ég grenji á morgun?
Sé til dæmis fram á hroðalega leiðinlegan þýðingafræðitíma... en græt kannski frekar gleðitárum þegar hann er búinn, þar sem þetta er allra síðasti tími þessarar annar.
Jibbí? Ég veit það ekki.
Þetta er nú búið að vera ansi gaman...

Mánó

Freigátan hin ljónhressa fór á leikskólann í dag. Borðaði, svaf, lék sér og hljóp á vegg, alveg eins og herforingi. Henni er sumsé alveg hreint batnað af gubbunni. Rannsóknarskip er hins vegar ennþá með hita og sleppu og lá í dag eins og skata. Og þá er komið nóg af heilsufarsmálum.

Móðurskipið hellti sér í rannsóknarvinnu fyrir ritgerðina sem á að skila á fimmtudaginn og nú sýnist mér lítið eftir annað en að skrifa fyrirbærið. Þrír dagar til þess, og það ætti að sleppa, ef ekkert hræðilega óvænt kemur uppá. Fór líka í meðgöngujóga og -sund, og kom svo heim með færandi hendi með innkaup og Freigátum eftir viðkomu í bókhlöðunni, og er að huxa um að fá örlítið laggningarleyfi hjá hinu örlítið hressara Rannsóknarskipinu núna fram að kvöldmat.

Seinni tíma viðbót: Og hann Öngull er búinn að STELA jólunum!
Ef ég man rétt ætlar hann að senda FÓLIN til Jarðarinnar í staðinn!
Ég óttast það versta.

2.12.07

7 9 13

Freigátan er komin með sæmilega matarlyst og búin að vera meira og minna hitalaus í dag. Þá er bara að krossa putta og vona að það haldi til morgundax svo ég geti farið með hana á leikskólann. Annars verður stóri sjúklingurinn að passa hana. Sem ég veit ekki hvort hann hefur heilsu til. Og ef hann hangir í lappirnar heimtar hann örugglega að fá að fara í vinnuna.

En ég verð bara að fara að byrja á ritgerðinni sem ég á að skila á fimmtudaginn!
Rannsóknarskip segir mér reyndar reglulega að hann hafi skrifað BA ritgerðina sína á 2 dögum. En hann var nú ekki óléttur á meðan.

Nú er ekki tími fyrir meiri veiki á þessu ári. Og hananú.

1.12.07

1. des

Gleymdi næstum að blogga í dag. Var svo upptekin af því að geta ekki ákveðið hvort ég ætti að hætta við að fara á jólahlaðborð með Rannsóknarskipi, þar sem Freigátan var enn frekar slöpp, ég frekar löt og soldið stressuð. Á að skila ritgerð á fimmtudaginn um eitthvað sem ég skil ekki...
Freigátan var nú samt orðin frekar hress, þannig að ég ákvað að drífa mig, en við fórum bara á okkar bíl. Sem var eins gott. Rannsóknarskip fékk Freigátuveikina og ólétta konan þurfti að fara með hann snemma heim. Núna er hann kominn í rúmið, alveg fárfárveikur, og barnapían flýtti sér heim til að smitast ekki.

En fátt er svo með öllu illt, ég kom þá nógu snemma heim til að blogga um það að Sigga amma mín er 85 ára í dag. Og hefur vonandi gaman af því. Ég veit ekki hvort var nú mikið um veisluhöld á spíttlanum á Egilsstöðum þessvegna. Hún er nú orðin óttalega léleg til heilsunnar.
Þegar ég var lítil hélt ég að það væri frí á 1. desember til þess að maður gæti borðað fyrsta súkkulaðið úr dagatalinu og fara með afmæliskort til ömmu. Þau voru jafnan heimatilbúin og stór hluti af deginum fór í hönnunarvinnu.

Foreldrin mín áttu líka brúðkaupsafmæli í gær, höfðu þá verið gift í 39 ár. (Þau ætluðu að gifta sig 1. des, en þurftu að flýta því af því að pabbi þurfti að leika. Þetta er fólk með forgangsröðina á hreinu!) Í tilefni daxins, eða ekki, fóru þau á jólahlaðborð í gær með vinnustað... annarshvors þeirra, og ég vona bara að þau hafi komið heilli frá því heldur en Rannsóknarskip gerði. Annars gaf ég mér ekki tíma að dag til að heyra í þeim og gá hversu þunn þau væru.

Rannsóknarskip fær allavega líklega að eyða morgundeginum, sem var annars eyrnamerktur þynnku, í eitthvað annað og verra. Skinnið.

30.11.07

Aðventað

Þegar við Freigáta vorum búnar með morgunverkin (hún búin að gubba hafragrautnum ofan í seríósið mitt og yfir okkur báðar og ég búin að þrífa okkur báðar og nágrenni og koma öllusaman í þvottavélina og okkur í hreint) og jafna okkur á þeim, ákváðum við að gera eitthvað jóló.
Móðurskipið þrumaði uppá stól, eins og hverönnur kanna, og náði í aðventuljósin og -kransinn upp í efriskáp. Svo skelltum við aðventuljósunum upp í glugga, kveiktum á þeim og ulluðum bara á dagatalið, þó það sé tæknilega séð 2 dögum of snemmt, og dunduðum okkur svo lengið við að kroppa gamla grenið utan af aðventukransinum.

Freigátan þreyttist nú reyndar fljótlega á þessu og þurfti að fá að liggja lengi í sófanum á eftir og horfa á Barbapapa. Hún er alveg fárlasin í dag.

Fjárfesti síðan í meira greni síðdegis og gerði þennan fína aðventukrans, sem ég nenni ekki að taka mynd af alveg strax.

Smábáturinn átti að fara norður um í dag, en vegna veðurs var þeirri för frestað til næstu helgar. Rannsóknarskip er á tónleikum og litla gubbustelpan er nokkurn veginn sofnuð, held ég, svo við Smábátur erum bara hér í rólegheitunum að borða mandarínur og horfa á aðventukransinn og Survivor.

Næslæf

29.11.07

Duddurudduuuu!

Búin að vera með vaxandi kvíðaröskun vegna ljóðaþýðinga sem ég á að skila á morgun og var ekki byrjuð á í morgun. Í ljós kom... að þýða 19. aldar ljóð úr frönsku? Ekki eins mikið mál og margir gætu haldið... Vinnur nú sennilega engin þýðingaverðlaun, og ekki nennti ég að eltast við rímið, en, samt sem áður, verður hreint ekki alslæmt, huxa ég. Þungu fargi af mér létt. Og það var farið að síga heldur meira í heldur en óléttan.

Semsagt, á meðan Rannsóknarskip og Smábátur sátu í kristilegum hugleiðingum á jólatónleikum Kvennakórs Reykjavíkur, sat ég og þýddi tvö ógeðslegustu ljóðin úr Ljóðum illskunnar eftir Baudelaire. Kunni fleiri orð um rotnun, maðka og allskonar slímkennt ógeð en mig minnti. En til að gefa óljósa hugmynd um geðsleika innihaldsins; ég þurfti samt talsvert að brúka samheitaorðabókina. Ætla ekki að birta þessar þýðingar hér, þær eru að fara beint í bók. (Sem er nottla frekar kúl... þó við séum bara að tala um kennslubók... sem fyrsta árs nemar í bókmenntafræði framtíðarinnar, og einu lesendurnir, eiga sennilega eftir að hata meira en pestina.)

Freigátan varð annars að fullgildum sjúklingi í dag. Var með bullandi hita allan daginn og gubbaði til dæmis út um allt í hádeginu. Svo að það þýðir víst ekki lengur að vera með neina bjartsýni um að þessi veiki sé eitthvað minniháttar. Hún var bara lengi af stað. En litli sjúklingurinn sefur núna eins og lítið grjót og er vonandi að hamast við að láta sér batna á meðan.

Móðurskip hefur gert samning við Rannsóknarskip um að hann velti heim uppúr hádeginu og passi greyið á meðan ég reyni að bumbusunda úr mér grindverkinn frá í gær. Er annars öll að skríða saman eftir hálkuhnykkinn. Er samt að huxa um að reyna að komast til sjúkraþjálfara einhverntíma, og huxanlega nudd, ef ég kemst þá ekki að því að meðgöngu-fjárlögin séu uppurin fyrir þetta árið. Sem gæti svosem skeð.

Annars er þetta ágætishugmynd. 
Skilaboð til fjölskyldunnar: Ein jólagjafahugmynd handa óléttasta fjölskyldumeðlimnum, gjafabréf í eitthvað svakalega gott meðgöngunudd. Til dæmis í Lótus jógasetri eða einhversstaðar þar sem menn eru með bumbubekk.

28.11.07

Dett

Mynd daxins er af 22 mánaða afmælisbarninu.

---

Síðustu tímar í næstum ðllu.

Hænsnahópurinn gaggar framan í kennarann sem öllum kellingum í bekknum, sem eru á aldri við mömmu mína, finnst sætur. Sem aldrei fyrr. Ekki eru nú mörg orð af viti að fara fram í þessum tíma. Verður að segjast.

Fífl er ekki mættur. Ég þarf ALDREI að sjá hann aftur!

---

Þegar maður heldur að allt sé að fara að ganga svo afbragðsvel... gerist eitthvað annað. Freigátan fékk bullandi hita síðustu nótt og fór lasnandi með köflum í dag. Ég gabbaði nú samt Rannsóknarskip til að vera heima eftir hádegi svo ég gæti komist í allt meðgangið. Tóxt að púsla saman bæði jóga og sundi fyrir síðasta tímann í ritstjórnarfræðunum, og var nú bara nokkuð lukkuleg með skrokkinn á mér.

Þangað til ég flö-höjg á hausinn fyrir utan Krónuna. Mér fannst ég reyndar gera það besta úr þessu. Þetta var svona dett sem var alveg ótrúlega lengi að gerast þannig að égg gat alveg miðað það fullt. Miðaði á að lenda á vinstri rasskinninni, sem var sennilega mýxti hlutinn til að lenda á, fyrir utan kannski þá hægri. Fannst þetta vera hin bezta lending. Meira svona "lypp" en dett.

En eitthvað hef ég nú samt hnykkt mér. Óþægileg áminning um hvernig rassinum á mér leið í síðustu umferð.
Gengur vonandi til baka.

27.11.07

Beztu börn í heimi

Smábátur hefur öðlast skilning (aðallega vegna þess að ég nöldraði því í hann með mest pirrandi uppeldisröddinni) að líf bandóléttrar húsmóður í námi er hreint enginn pikknikkur. Áðan, þegar hann var búinn að læra heima, algjörlega óumbeðinn, kom hann með pleimódótið sitt, (sem venjulega er haldið heilagt) og lék sér að því með litlu systur sinni í góðan klukkutíma. Á meðan gat ég bara sitið og prjónað, með lappirnar uppá.
Til minnis: 11 ára börnum getur verið ýmislegt til lista lagt. Og þeim (allavega mínu) finnst óstjórnlega skemmtilegt að hjálpa til. Sérstaklega ef hann finnur uppá því sjálfur. Smábátur er fyrirmyndarbarn vikunnar, gott ef ekki bara mánaðarins fyrir þetta framtak.

Sérstaklega þar sem við Freigátan erum búnar að vera heima í dag, hún var frekar slöpp en ekkert mjög lasin. Og Rannsóknarskip var í skólanum sínum í allan dag og verður langt fram á kvöld vegna bekkjarkvölds í bekknum hans.

Móðurskipið er því frekar uppgefið enda þreytir það fátt meira en fúll tæm húsmæðrun.

En nú eru ormarnir komnir ú rí og best að horfa á eitthvað af Rendell-safninu sem Rannsóknarskip kom með færandi hendi úr síustu Nexus-ferð.
Sem sýnir nokkuð góða fyrirhyggju af hans hálfu þar sem hann verður mikið úti á galeiðunni á næstunni og sú feita nennir sjaldnast með.
En á morgun er M-dagur. Ætla að reyna að ná bæði M-Jóga og M-sundi í gatinu sem myndast hefur á miðvikudögum, áður en ég brenni í síðasta tímann af Ritstjírn og hræðilegum skrifum. Allt að klárast.

Og þessa færslu myndskreyti ég með myndum af englabörnunum og hjónakornunum.

26.11.07

Fyrsti M-dagurinn

var nú aldeilis ljómandi. Fór fyrst í meðgöngujóga og svo meðgöngusund. Skemmtilegt að vera alltaf að einhverju sem byrjar á "meðgöngu-" og hitta fleiri tonn af óléttum kellingum á einum degi. Reyndar held ég að geti verið að ég sofni yfir CSI NY, en það verður að hafa það.

Freigátan sló met á síðustu vikum, meikaði tvær vikur í röð án veikindadax í leikskólanum. En í dag var sigurgangan á enda. Hún var grunsamlega róleg þegar hún kom heim og var komin með bullandi hita um kvöldmat. Rannsóknarskip fór með hana á læknavaktina til að gá hvort þetta væri nokkuð eyrnabólga eða streptókokkar að gera endurkomu, en, nei, einhver splunkuný flensa varða heillin. Þó það hefði kannski verið þægilegt að geta látið Herra Pensillín um að redda öllusaman í bili, þá er ég nú frekar fegin að þetta er ekki upphafið af neinu krónísku eyrnabólguvandamáli. Hún sefur núna á sitt grænasta og Móðurskipið er dauðfegið að hafa afsökun til að skrópa í þýðingafræði á morgun. Hinn daginn ætlar Rannsóknarskip að vera feginn að skrópa á kennarafund.

Svo allir eru bara frekar fegnir.

Líka amma-Freigáta sem nær okkur þá örugglega heima þegar hún kemur í örstutta heimsókn á milli fundar og flux á morgun.

Útlendinganauðganir

Ég er búin að vera að læra. Og ætti alveg vissulega að halda því áfram fram að jógi. En það eru tveir óvenjudjúsí pistlar í hausnum á mér. Svo ég er að huxa um að reyna að koma út úr mér þeim sem ég hef grun um að verði styttri.

Hann skrifa ég í dag, í tilefni þess að nú heyrðist mér í útvarpinu að það væri að hefjast eitthvað 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Reyndar ku átak ársins í ár vera tileinkað mansali, en mig langar að fjalla um allt annað sem ég er alltaf að heyra umræðu um. Það eru "útlendinganauðganir."

Nú hafa þeir útlendingar sem tekið hafa upp á þeim ósóma undanfarið gefið útlendingafordómunum byr undir báða vængi. Og jafnvel er talað um að setja alla karlkyns innflytjendur á námskeið þar sem þeim er kennt að konur séu ekki búfé. Ég held nú samt að þessir menn séu, eins og í öðrum samfélögum, undantekningar frá reglunni. Eins og mennirnir sem lemja konurnar sínar. Gallinn er bara sá við ofbeldismenn og nauðgara að hver þeirra er líklegur til að ofbelda heilan haug af konum. Og reyndar öðru fólki líka. Helst minnimáttar, samt. Sem stækkar vandamálið út yfir þann fjölda manna sem eiga heiðurinn af að valda því.

Og ég kallaði þetta Útlendinganauðganir. Mér finnst málið nefnilega eiga aðra og náskylda hlið hér á landi. Það eru mennirnir sem eiga útlendu konurnar og fara illa með þær. Vandamál sem er vel þekkt. Og hefur haft alvarlegustu afleiðingar. En mig grunar að við vitum ekki um nema ponkulítð brot af.

Mér finnst lykilspurningin vera þessi; hvað er það sem segir ofbeldismönnum að þeir þurfi jafnvel minni virðingu að bera fyrir konum að erlendum uppruna heldur en löndum sínum? Mér finnst það vera nokkuð sem mætti halda námskeið í, while we are at it, Konur af öðru þjóðerni en þú ert sjálfur eru ekki búfé, og þörf á að boða íslenska ofbeldismenn á slík, ekki síður en þá útlensku.

Annars þarf bara að fara að taka á vandamálinu "Þeir sem níðast á minnimáttar" í heild sinni. Það tekur yfir ansi mörg vandamál. Og ekki bara karlkyns ofbeldismenn.

Það er nefnilega annarskonar kynbundið ofbeldi sem mig grunar að sé algengara en nokkurn grunar. Og það er andlegt ofbeldi sem konur gerast ekkert síður sekar um, á hendur maka sinna. Það er lúmskara og getur gert engu minni skaða. Og er mjög alvarlegt mál þar sem ég held að fæstir sem beita slíku geri sér einu sinni grein fyrir því.

Kannski þarf bara eitt námskeið, eða jafnvel eina setningu, sem allir ættu að kappkosta að fara eftir:

Maður á að vera góður við manninn/konuna sína.

Já, og bara fólk almennt.

Og svo er bannað að vera með vesen.

Þetta var styttri langhundurinn sem er að brjótast um í hausnum á mér.
Hinn er mikkklu lengri og flóknari og um allt annað.
Svo bíðiði bara!

25.11.07

Ooooo

Það kom að því að óléttan lét mig finna fyrir sér. Var í fyrirlestrum frá helvíti allan gærdaginn. Ekki nóg með það, það var ekki hægt að fá kaffi á f...ing háskólasvæðinu. Í dag er ég öll bjúguð og eilífðarþreytt. Sem gengur hreint ekki. Þarf mikið að gera á næstu dögum og vikum. Og morgundagurinn fer til fjárans. Eða Keflavíkur... löng saga.

En planið er að reyna að ná bæði meðgöngujóga og -sund á morgun og gá hvort ég get ekki hresst mig eitthvað. Og raða í mig járni, off kors.

Annars er Kóraninn bara þrælskemmtilegur. Hreint ekki sama torfið og Biflían. Eiginlega bara eins og lögfræði miðausturlanda fyrir 1500 árum. Kannski samt ákveðið áhyggjuefni ef menn vilja að hún eigi við í dag... réttarstöðuleysi kvenna og allt það... samt svolítið fallegt að menn skuli eiga að vera góðir við öjmingja og fávita, klappa þeim og tala hlýlega til þeirra.

En einhvers staðar þarf ég að stela mér tímanum sem ég þarf til að klára að fara yfir textana úr honum og andagiptina til að þýða Baudelaire-ljóðin. Svo ég geti nú farið að byrja á hinni þrælmerkilegu ritgerð um Menningarspeglun... eða eitthvað svoleiðis. Sem á að skilast 6. des. Þarf að klárast fyrr, þar sem þýðingafræðigerðin þarf að skilast 10. des og tekur meira en 3 daga.

Mér finnst ég vera að endurlifa oft áðurlifaða martröð. Með einu fráviki þó. Þrátt fyrir óléttuþreytu og bjúg, tímaskort og geðveiki, þá hef ég mikinn áhuga á öllum verkefnunum sem eftir eru, og hreinlega hlakka til að komast íðau.

Það er bara daglega amstrið sem þvælist fyrir þessa dagana.

En talandi um það, Rannsóknarskip og Smábátur tóku geðveikt vel til í gær og fóru svo út af örkinni í dag og redduðu alveg geðveikum helling af jólagjöfum. Svo þetta er bara spurning um að koma öllum í skólana sína, flesta virku dagana, og taka svo til málanna óspilltra.
Verst hvað maður er allt í einu orðinn þungur og sybbinn.

23.11.07

Ögglí Mamma

Freigátan hefur tekið uppá því að benda á ljóta fésið á Ögglí Bettí hvar sem hún sér það, og segja, hátt og snjallt, þó hún sé úti í búð: MAMMA!

Ég er ekki viss um að hún fái neitt í jólagjöf!

M-Dagar

Nú eru Mánudagar og Miðvikudagar orðnir Meðgöngudagar. Var að skrá mig í Meðgöngujóga, sem ég fer í í hádeginu á M-dögunum, á undan bumbusundinu. Ég var búin að ákveða að þegar skólinn yrði búinn ætlaði ég þvílíkt að einbeita mér að því að vera svo innnnlifað ólétt að annað eins hefði ekki sést.

Enda bara um að gera. Nú eru ekki nema 2 mánuðir eftir af þessari óléttu sem ég hef annars lítið mátt vera að því að velta mér uppúr, og maður veit aldrei hvenær manns síðasta ólétta er upp runnin.

Ofurlítil Duggan er annars alveg steinhætt við að vera róleg. Þvert á móti held ég að hún sofi aldrei og hún er farin að sparka meira og fastar en ég man eftir að Freigátan hafi gert á sama aldri. Sem gerir það að verkum að mér finnst hún enn meira vera strákur. (Fordómar? Já.)

En nú þarf ég að afla mér upplýsinga. Um ýmislegt. Mér finnst ég hafa átt að eiga Inferno Dantes hérna einhversstaðar. Er að velta fyrir mér hvort ég á að nenna að leita hér, eða fara bara beint í hlöðuna til að finna út úr því. Okkur vantar svona Heimilis-Gegni. Sem segir manni hvaða bækur eru til, og hvar þær eru staðsettar í húsinu. (Þó það geti verið: "Á bak við hilluna í stofunni" eða "Undir náttborðinu hans Árna". Svo þarf ég að athuga samræmda vestræna stafsetningu á nokkrum arabískum orðum og komast að einhverjum aðalatriðum um Ottoman heimsveldið. (Kóranfjandinn.) Og er ekki enn byrjuð að þýða helv... viðbjóðsljóðin úr Blómum illskunnar eftir Baudelaire. Hefur annars nokkur dundað sér við að þýða ljóðin Til lesandans og Hræ úr þeim bálki, sér til skemmtunar? Ég á að gera einhverja tilraun, en hef bara ekki fengið andann yfir mig.

Altént gaman að það skuli vera föstudagur. Ástæðan fyrir nýlegafundnu dálæti mínu á föstudögum er reyndar tiltölulega áttrætt. Hún er sú að þá get ég hlustað á Óskastundina hjá Gerði G. Bjarklind á milli 9 og 10 á morgnana. Ég held það sé uppáhaldsútvarpsþátturinn minn. Óskalagaþáttur eldri borgara. 

Best að reyna að gera eitthvað, fram að sundi.

22.11.07

Ekki nóg með

að hinir bráðskemmtilegu skólamiðvikudagar séu orðnir þungir í togi, þeir eru farnir að hafa hin mestu eftirköst. Er alveg eins og öjmingi í dag og nenni engu. Byrjaði á að fara á Bandalagið og trufla fólk í vinnunni og drekka frá því kaffi. Kom heim og leysti úr einhverju af aðgerðalista daxins, en þurfti svo að leggja mig. Og svaf eins og grjóthnullungur í tvo tíma. Og borðaði svo allt sem til var.

Komin aftur að tölvunni, en gæti alveg bara auðveldlega farið aftur að sofa. Ætla nú samt að reyna að gera eitthvað á meðan ég píska Smábát áfram í píanóæfingunni þangað til hann fer í tónfræðitíma, og þangað til ég sæki Freigátuna. En ljóst er að ýmislegt verður eftir af aðgerðalista daxins.

Ætla síðan að sækja Freigátuna snemma (þarf reyndar að versla fyrst, af því að ég borðaði allt) og svo ætlum við mæðgur að hafa það þvílíkt náðugt seinnipartinn. Hún er búin að vera með mikið mömmukast og setur upp eitthvað á bilinu stóra skeifu til hágrenjs þessa dagana þegar ég skil hana eftir á leikskólanum. En svo er víst allt í himnalagi með hana þegar ég er búin að hypja mig úr auxýn. Nema hvað hún er víst óttalega léleg að borða. Hvaðan sem hún hefur það nú...
Hún fær allavega góðan mömmutíma í dag áður en kemur að því að pína í hana kvöldmatinn.

Og rétt að vekja athygli á því að Rannsóknarskip hefur allt í einu tekið upp á því að blogga á hverjum degi, marga daga í röð!

21.11.07

Ég sofnaði í lyftunni

á leiðinni frá fjórðu niður á fyrstu í Árnagarði í dag. Greinilega orðin of ólétt fyrir löngu miðvikudagana. Eins gott að útvarpsþáttagerðin kláraðist í dag. Þar með myndaðist át og sundgat á miðjum miðvikudögum. Svo klárast eitt á viku hér eftir, sýnist mér.

Líka farin að þurfa að forgangsraða þvottinum betur. Bumban er farin að standa út úr næstum öllu sem ég á. Veit ekki hvað ég heiti núna.

20.11.07

Þar sem háir haugar...

Stundum er maður alveg hrrroðalega stressaður. Þannig er ég búin að vera fyrir þennan dag. Vissi samt að ég hefði "einhvern tíma" milli mæðraskoðunar og stúdíós. Svo að lokayfirferðir og útprentanir á öllu þessu mikilvæga sem ég er að fara að gera í dag fengu að bíða fram á "síðustu stundu". Sem gerði það að verkum að ég var búin með alltsaman og orðin fullkomlega tilbúin og niðurpökkuð ofan í skólatösku tveimur tímum áður en ég átti að mæta neinsstaðar.

Góð ráð voru dýr. Hvað skyldi fá það óþvegið, af fyrirliggjandi?
Eftir að hafa huxað mig vel og vandlega um fattaði ég að ég sat í "skrifstofunni" eins og aukaherbergið heitir þessi árin, við alvarlega hættu á skriðuföllum fjalla úr hreinum þvotti, bókum og pappír hverskonar. Ég horfði huxi í kringum mig og ákvað að við svo búið mætti ekki standa.

Nú er hver einasta pjatla af fjölskyldunni komin á sinn lögboðna stað, nema það sem enn er óþvegið. Bókum og öðrum pappír hefur ennfremur verið raðar og staflað í þartilgerðar hillur og pappírsstaflar sem bíða flokkunar gera það nú þannig staðsettir að ekki stafi af þeim skriðuhætta. Og heldur er ég nú montin. Þetta hefur staðið lengi til. Og enn er klukkutími til stefnu.

Ekki skal ég þó þverþræta fyrir það að enn er líklega meirihluti heimilisins í megnustu óreiðu. Afstaða milli hluta er oftar en ekki órökrétt og fæst sem er í gólfinu á að vera þar. En ég skammast mín ekki baun. Við hjón erum búin að vera svo óstjórnlega dugleg utan heimilis undanfarið að það má alveg vera drasl. Gólfið er hvort sem er svo ljótt að það er bara betra að það sjáist ekki.

Mæðraskoðun var annars með öllu tíðindalaus. Ég er ekki með neinn blóðþrýsing af viti, frekar en venjulega. (Rannsóknarskip lét hins vegar mæla sinn í gær og á að fara í svoleiðis í hverri viku... virkar hann sem týpan sem er með háan blóðþrýsting...?) Ofurlítil Duggan virðist vera í réttri stærð, er með fínan hjartslátt og er farin að hreyfa sig engu minni er Freigátan gerði, þrátt fyrir að hafa farið rólega af stað í því. Þyngdaraukning Móðurskips, með öllu, er ennfremur algjörlega í neðra meðallagi. Það eina sem kom í ljós var að Móðurskipið er heldur lágt í járni, svo það er víst betra að fara að éta spínat og kjet.

Enda er komið hádegi, svo það er best að gera það undireins.

Ef það skyldi skemmta einhverjum

finnst mér rétt að skýra frá því að NjarðarSkjöldurinn var afhentur í Iðnó klukkan hálfníu í morgun.
Einmitt þá sátum við Freigátan og lásum Fasteignablaðið.
Hún vill fá hús með rólum fyrir utan.

Svo tjáir hún manni reglulega að hún vilji fisk, þessa dagana, en það er vegna þess að hún varð fyrir bókmenntalegum áhrifum á degi íslenskrar tungu. Ef íslenskir höfundar eru að reyna að selja barnabækur; það borgar sig greinilega að fara og vera með upplestur í leikskólum. Jafnvel á kríladeildinni. Freigátan hefur síðan setið með bókatíðindin og potað í myndina af bókinni "Ég vil fisk" auk þess að hafa titilinn yfir hátt og í hljóði oft á dag. Við ætlum nú samt að reyna að láta það bíða til jóla að hún eignist þetta ágæta skáldverk.

Þá er að athuga hvað Ofurlítil Duggan vill í dag.
Er á leiðinni í mæðraskoðun.

19.11.07

Hættur á heimilum

Rannsóknarskip bað Smábát að leggja á borð fyrir kvöldmatinn.
Smábátur brást hið besta við, þar til hann missti ("missti"?) disk ofan á tærnar á Rannsóknarskipi.
Rannsóknarskip fékk pulsuna sína inn á bað þar sem hann sat og kældi á sér vesalings tásurnar.
Ljóst er að næst þegar Rannsóknarskip óskar eftir aðstoð Smábáts við heimilisstörfin verður það úr felum.

Meik or breik

Í dag er undirbúningsdagur fyrir einn af þessum Afar Mikilvægu Dögum sem allt virðist hrúgast á. Á morgun er nefnilega einn svoleiðis.

- Um morguninn er mæðraskoðun. Undirbúningur fyrir hana er reyndar minniháttar, þarf bara að finna blaðið sem ég fékk í sónarnum fyrir margt löngu... en hef óljósan grun um hvar það er.

- Eftir hádegi verður gerð önnur tilraun til upptöku útvarpsþáttarins sem klúðraðist svo eftirminnilega í þarsíðustu viku. Ég er búin að laga handritið að öllum reglum kúnstarinnar og koma öllum upptökum yfir á form sem allar græjur í útvarpshúsinu eiga að skilja. Á reyndar eftir að skella öllu saman á pugg, en það ætti að vera létt verk. Svo er bara að vona að tæknin stríði okkur ekki neitt. Á líka eftir að prenta út í þríriti.

- Svo er að æða beinustu leið þaðan í þýðingafræðitíma þar sem ég þarf að halda fyrirlestur upp úr grein um skjátexta. Ég er nokkurn veginn búin að skrifa hann og gera slatta af kraftbendilsglærum máli mínu til útskýringar. Á bara erftir að reyna að vinna soldið í þessu, setja sjóið á nemendasvæðið mitt (þá get ég náð í það beint í tölvuna með skjávarpanum í dýflissu XI. Tæknin.) og svo nottla prenta út og svona.

Eftir þennan þýðingamikla dag sem hefur úrslitaáhrif í helmingnum af náminu mínu, get ég síðan haldið upp á að hann sé búinn með því að láta fara vel um mig og horfa á.... 
EKKERT Í SJÓNVARPINU.

Auðvitað þarf þetta að vera fokkíng þriðjudagur.

18.11.07

Dagar...

Á miðvikudaginn verður dagur forvarna. Um daginn var dagur íslenskrar tungu. Svo þurfti líka í síðustu viku að halda upp á afmæli Astridar Lindgren og Jóns Sveinssonar. Konur hafa, að mig minnir, allavega þrjá daga á ári. Svo eru dagar geðfatlaðra, björgunarsveita, barna, gamalmenna... ég held það stefni í að allir þjóðfélagshópar, sjúkdómar, öll vandamál og allir minnihlutar verði komnir hver með sinn dag.

Nú hlusta ég mikil á Rás 1 þessa dagana, og mér finnst ekki líða þannig vika að ekki sé "dagur" einhvers. Og þeim fjölgar með hverju árinu. Alltaf eru fleiri og fleiri að gera eitthvað merkilegt, og deyja svo, og alltaf er verið að grafa upp fleiri og fleiri dauða snillinga og brúka afmælisdagana þeirra í einhver bráðnauðsynleg baráttumál. Og ekki skal ég mæla á móti því, flest eða allt eru þetta ógurlega merkilegir málafrlokkar og fólk sem verið er að halda uppá og vekja athygli á með öllum þessum dögum.

En fer ekki hinn venjulegi dagur að verða í útrýmingarhættu? Ég held að það þurfi hið snarasta að taka einn dag frá, sem þar og með verður kallaður Venjulegi dagurinn. Og það verður bannað að tileinka hann einu eða neinu. Þetta á bara að vera svona dagur til að fara í vinnuna, setja í vél, horfa á sjónvarpið og bora í nefið. Og ef hann þarf að miðast við einhvern þrælómerkilegan vikudag. Ekki mánaðardag því hann má alls ekki lenda á helgi. 
Þetta gæti til dæmis verið annar þriðjudagurinn í október, eða eitthvað þannig.

Ég held mest upp á venjulegu dagana. Þessa sem eru ekki tileinkaðir neinu og fara bara í daglegt amstur og ekkert sérstakt stendur til. Þeir eru bestir.

17.11.07

Syfj

Hefði nú þurft að gera slatta um helgina, en ég er með ógurlega syfju. Meðgöngumælirinn sýnir nú 28 vikur og doktor.is segir að ég geti farið að finna fyrir svefnörðugleikum. Ég finn hins vegar fyrir hinum mestu vökuörðugleikum. Ég á allavega miklu erfiðara með að vera vakandi en sofandi.

Rannsóknarskip og Freigáta drösluðu mér nú samt í Hringluna í dag og þar fjárfesti ég í forláta óléttubuxum sem ég get fitnað fullt í í viðbót. Þær eru meiraðsegja með innbyggðri viðbyggingu sem er hægt að renna frá þegar að fer að kreppa. 
Einnig fann ég sérhannaðan galla til að klæða Ofurlitlu Dugguna í þegar þarf að koma henni heim á fæðingardeildinni. Og þangað aftur í fimm daga skoðun. Djöfull svakalega er maður að skipuleggja yfir sig. 
Svo misstum við okkur aðeins og hófum jólagjafainnkaup. Sem er bara fínt. Syfjugrýlan verður sjálfsagt ekki minni þegar líður á aðventu.

En á morgun gengur þetta ekki lengur. Ég verð að fara að hunskast til að skrifa fyrirlestur fyrir þýðingafræði á þriðjudaginn. Á morgun eftirhádegis gefst til dæmis fínt tækifæri. Meðan Freigátan sefur og Rannsóknarskip fer á höfunda/leikstjórafund fyrir jólaprógramm Hugleix með tvo, frekar en einn, nýskrifaða jólaþætti eftir sjálfan sig í farteskinu. Já, hann er alveg að Ortona hringi í kringum mig. Svo er hann að tala um að fara að blogga meira líka. 
É'v'tekki hvar þetta endar eiginlega.

16.11.07

Koppí!

Ég reikna með því að Freigátan verði ekkert alltaf sátt við mig á unglingsárunum. Þó ekki verði fyrir annað en það sem ég ætla að birta núna í fjölmiðli fyrir sjónum alheims:

Um nokkurt skeið hefur hún tilkynnt þegar hún þarf að "issa og kúka". Þrátt fyrir margar heiðarlegar tilraunir, aðallega af hálfu Rannsóknarskips, hefur þó ekkert lent í koppnum til þessa. Ýmist er allt um seinan þegar þangað er komið eða þá að ekkert skilar sér þrátt fyrir þrálátar zetur og bóklestur ýmiskonar. 
Áðan barst ákveðin viðvörun. Koppur var sóttur og sest við Andrés. 
Og svo gerðust undur og stórmerki!

Dags íslenskrar tungu verður hér eftir minnst öðruvísi en annars staðar á þessu heimili. 
Hann verður hér eftir Kúkadagurinn Mikli í Kopp.
Í tilefni dags íslenskrar tungu er best að hafa ljóð:
(Æfing í ritstjórn og útgáfu.)

Dauðinn gengur eftir veginum.
Hvern skyldi hann ætla að ná í núna?
Hann nær mér ekki því ég er á bíl.

(Höf. Rannsóknarskip, á barnsaldri)

Ég þarf trúlega líka að brúka daginn í þágu tungunnar. Skrifa fyrirlestur í þýðingafræði um byltingar í skjátextun og líklega væri líka snjallt að byrja á að skoða ljóðin Hræ og Til lesandans eftir Baudelaire sem ég lét gabba mig til að gera tilraun til að þýða. Þau eru bæði löng, bæði reglulega ógeðsleg, og ríma a-b-b-a í hverju erindi. Svo eru þau nottla á frönsku, en ég er reyndar búin að finna slatta af þýðingum á ensku til að hafa til hliðsjónar. 
Ég finn svakalega til vanmáttar míns og getuleysis. Nema kannski varðandi viðbjóðinn. Mér finnst þó erfitt að eiga að hafa hann ljóðrænan.

Við Freigáta erum að fara að rölta á leixkólann. Rannsóknarskip er á bílnum í dag þar sem hann fer með Smábátinn í flug norður á meðan ég verð í bumbusundinu. En þangað strætóa ég.

Ég hef alltaf gleymt að segja frá því, en mér finnst umræðan um ómöguleika nýja leiðarkerfisins (sem er nottla ekki lengur neitt nýtt) soldið fyndin. Síðan þetta kerfi kom gengur eini strætóinn sem stoppar rétt hjá mér, allt sem ég get mögulega þurft að fara. Hann gengur langleiðina út á Eyjarslóð þar sem Hugleikur á heima, í Háskólann og í Bumbusundið. Einu sinni þurfti ég síðan að strætóa í partí til Hrefnu Friðrix, og viti menn, hann gekk meiraðsegja þangað. Það eina sem hann gengur ekki er þvert yfir skagann að leikskóla Freigátunnar. En það væri nú líka bara ávísun á jafnvel enn meiri stækkun á þverveginn.

Og svo, þökk sé Villa, á ég núna ókeypis strætókort sem gildir í allan vetur.
Strætó rúlar!

15.11.07

Ammli


Elísabet mágkona mín á afmæli í dag.
Hún er kornung og þar að auki alveg svakalega dugleg að blogga, undanfarið.
Og er líka í háskóla á svipuðum ungs-aldri og ég.
Til hamingju, Eló.
Þessi fjöruga mynd er af téðri Elísabetu og Rannsóknarskipi, sonum hennar, Smábáti og Freigátu, Guðrúnu Mist (dóttur Þórðar Rannsóknarskips- og Elísabetarbróður) og einni stúlku sem ég þekki ekki. Og tekið í brúðkaupi Jóns, bróður þeirra allra.

Á morgun er annað næstum jafnmerkilegt afmæli. Jónas Hallgrímsson hefði orðið 200 ára hefði hann ekki dottið niður stiga.
Hann fann upp sjóndeildarhringinn. Og margt fleira sem ég man ekki í svipinn.
Á morgun er líka akkúrat ár síðan Hugleikur fékk viðurkenningu á degi íslenskrar tungu. Húrrahúrrah!
Menntamálaráðherra ætlar að heimslkja leikskíla Freigátunnar í fyrramálið, en vera farin áður en við komum þangað.
Og ég ætla að birta mjög dramatískt ljóð eftir Rannsíknarskipið í tilefni daxins.

Svo fylgist með í næsta þætti.

Rugggl

Í upphafi þessa dax var ég komin með alveg ótrúlega langan lista af öllu sem ég ætlaði að gera. Þetta átti að verða svona reddingadagur um allan bæ.
1. Ég byrjaði á að senda Rannsóknarskip í vinnuna með eina bíllykilinn í vasanum.
2. Þurfti því að labba með Freigátuna á leixkólann og nálgast lykilhelvítið í leiðinni.
3. Fara svo aftur heim og ná í bílinn.
4. Þá þurfti ég uððitað endilega að setjast niður með kaffið og Moggann.
5. Og gá síðan aðeins í tölvuna.
6. Fór að skoða listann yfir fyrirliggjandi aðgerðir betur, og komst að því að ýmislegt þurfti að gerast í réttri röð.
7. Endurraðaði.
8. Klukkan var komin nálægt hádegi þegar ég loxins druslaðist niður í skóla.

Ætlaði að hitta á kennara sem átti að hafa viðtalstíma milli 12 og 13. Á fimmtudögum. Þegar kom að skrifstofuhurðinni hans sagði hún nú bara eitthvað allt annað. Ég á skrifstofu Hugvísindadeildar. Hún kom af fjöllum.
Ég get rætt við annan kennara um þetta sama lokaverkefni, en hún er með viðtalstíma þegar ég er í bumbusundi. Ég skrópa nú þegar einu sinni í viku til að hlusta á Ólínu Þorvarðar, og er meinilla við að skrópa fyrir viðtalstíma. Í staðinn skipulagði ég hefndaraðgerðir.

Skrifaði báðum þessum kennurum erindi mitt í löhöhöhöngu máli í lengsta og leiðinlegasta tölvupósti sem ég hef nokkurn tíma látið frá mér fara. Í honum var ekki eitt einasta fynd eða skætingur, aðeins fræðilegar staðreyndir ýmissa mála raktar í mikkklum smáatriðum. Flýtti mér að senda áður en ég færi að vorkenna þeim of mikið.
Ef ég fæ einhvern tíma svar við þessum langhundi líður yfir mig.

Þegar öllu þessu er lokið er komið fram yfir hádegi. Ég er búin að komast að því að ekkert af því sem eftir er á listanum er hægt að gera í dag fyrst ég náði ekki í þennan kennara. Og verkefni daxins í Ritstjórn og Hræðileg skrif get ég ekki gert vegna þess að ég á enga gamla námsritgerð aðra en M.A. ritgerðina mína. Og hana legg ég nú ekki á nokkurn mann. Svo ég þarf að fá eitthvað að láni hjá Rannsóknarskipi.

Er þó búin að viða að mér efni til að fara með heim. M.a. tveimur ógeðsljóðum eftir Baudelaire sem ég er allt í einu búin að taka að mér að þýða, og Kóraninum. Sem er búið að þýða. En nú er klukkutími þangað til ég á að sækja Smábátinn og fara með hann í flensusprautun. Það er of lítill tími til að byrja á neinu af viti og of mikill tími til að hanga.

Er í Bókhlöðunni. Kaffið hér er vont.
Kaffið heima er gott. En ég nenni ekki þangað til að fara strax aftur út.

Þessi dagur er greinilega alveg ákveðinn í að fara til spillis.

14.11.07

Jólafýla

Á þessum árstíma fer ég að finna lykt.
Hún er af skítugum diskum. Með sósuleifum svínakjötsafgöngum. Súrum jólabjór sem maður hellir með ógeðsblandinni eftirsjá í skítugan vask. Og rauðum álaborg sem blandast saman við bússjúlei í sama vaski. Og svitalykt og táfýla.
Lyktir sem fylgja því að þjóna til borðs í jólahlaðborðum.

Jólahlaðborðatíminn hafði vissulega sína kosti. Það er auðveldara að vera með hlaðborð. Fólk fær sér sjálft á diskana og maður þarf ekki að vera alltaf að þvælast fram í eldhús og hlusta á kjaftháttinn (og kynferðislegu áreitnina) í fj... kokkunum. Það voru líka alltaf túristamiðuð fiskihlaðborð á sumrin sem voru draumur í dós. Maður þurfti varla að sjá nokkurn kokk og útlendingar tíma ekkert að drekka á íslenskum veitingahúsum. Létt og löðurmannlegt og allir komust yfirleitt snemma heim.

Þar brá hins vegar alltöðruvísi við í jólahlaðborðunum. Fátt er leiðinlegra en vinnustaðahópar, fullir af jólamat, jólabjór og bússjúlei, stundum þangað til þeir gubba. Maður þurfti gjarnan á allri sinni jólagleði og Mariu Carey að halda frá miðjum nóvember til þolláx, hreinlega til að halda geðinu og góða skapinu. Og mikið var maður nú alltaf feginn þegar þollákur rann upp, með skötulykt í staðinn fyrir jólað. Ekki að vita hvernig jólamaturinn hefði runnið niður hefði ekki jafnan komið til sú pása.

Ein tegund jólahlaðborðagesta var þó öðrum erfiðari. Kennarar. Komu jafnan úttaugaðir eftir önnina, undir lok eða í lok kennslu fyrir jól, og peruðu sig. Í sameginlegu spennufalli og ofsakæti yfir að hafa lifað af aðra önn á skítalaunum án þess að enda á geðspítala, urðu gjarnan úr þessu miklar matar- og drykkjuorgíur. Ekkert síður í hádeginu.

Mér datt þetta sisvona í hug.
Ég er að fara í jólahlaðborð með Rannsóknarskipi og samkennurum þann 1. des...
Huxa að ég keyri nú bara.

13.11.07

Get ekki blox bundist

Var á fyrsta Þjóðleikhúskjallaraprógrammi Hugleix. Það var nú algjört æði. 6 fínir þættir og vel úr görðum gjörðir að öllu leyti. Og eins var ógurlega gaman að sjá að félagið fúnkerar alveg bara ljómandi vel þó ég sé í pásu. Ekki að ég hafi ekki alveg reiknað með því, en ég var bara komin með heiminn svo ógurlega á herðarnar yfir þessu í fyrra og orðin illa haldin af leikfélaxþunglyndi. Ég þoli fátt ver en að halda að ég sé ómissandi. Ég þarf að vera... missandi.

Og Rannsóknarskip lék eins og hetja. Mér finnst mikilvægt að taka fram að ég kúka aldrei þegar hann er í sturtu.

Svo hangir maður bara og dinglar sér eitthvað og ætlar aldrei að koma sér í bælið. Sem gengur ekki. Það er skóladagur á morgun.

Ofurlítilli Duggu fannst mjög skemmtilegt í leikhúsi og sparkaði eins og vítleysingur allan tímann. Ég er nú farin að hlakka dáldið til að hitta hana/hann.

Freigátan var á meðan dugleg að sofa á meðan afi og amma Smábátsins pössuðu hana, og Smábáturinn var duglegur að passa þau, lesa fyrir þau Íslendingasögurnar og laga handa þeim kaffi.

Allir duglegir, bara.

Uj

hvað ég nenni ekki að fara að sækja um fæðingarorlof. Því síður að fara í Lánasjóðinn með skuldabréf og sækja um undanþágu til að fara niðurfyrir lágmarkseiningar eftir áramót vegna burðar en fá samt námslán. En til að þetta taki fljótar af er ég að hugsa um að gera bæði í sömu vikunni. Fæðingarorlofssjóðurinn er strax farinn að vera með múður. Heimtar að ég verði skráð í fullt nám eftir áramót til að eiga rétt á fæðingastyrk í næsta september. Þýðir ekkert að reyna að útskýra að ég sé í 20 einingum núna og 10 eftir áramót og líklega 15 næsta sumar sem er samtals 45 einingar sem er fullt nám í heilt árm frekar en hálft, sem það þarf að vera.
Neibb, engin liðlegheit hér.
Og það sem maður myndi gera í stöðunni væri að fara á staðinn með haug af pappírum og útskýra og ibba sig.
En skrifstofan er á Hvammstanga.
Ætli ég verði ekki að gá hvort háskólinn getur logið einhverju fyrir mig.
Þarf líka að kjafta eina konu þar inn á að leyfa mér að gera lokaverkefnið eins og ég vil.

Held ég leggi mig bara.

12.11.07

Aldrei

bjóst ég við að láta hafa eftir mér eftirfarandi setningu:
"Mikið var ég nú fegin að komast í bókhlöðuna í dag."
En þannig er það nú samt. Freigátan fór nánast óhóstandi í leikskólann og án þess að úr nefinu á henni hafi runnið horlufsa frá fyrriparti gærdags. Enda urðu fagnaðarfundir og það var sko ekkert mál að skilja við Móðurskipið í dag.

Svo skaust ég í Hlöðuna að gera allt sem ég er búin að trassa um helgina.

En það er einhvern veginn þannig að sé maður búinn að hrúga upp nógu miklu, þá er eins og manni sé skotið úr teygjubyssu og spýtist í gegnum verkefnin. Enda held ég að viðskiptum okkar Baudelaires sé nú bara svei mér þá lokið, og klukkan ekki nema rétt 11.

Sem er eins gott. Ég á að halda fyrirlestur í þýðingafræði í næstu viku og hann er ekkert byrjaður að undirbúast. Svo ekki sé nú minnst á Kóraninn, sem ég hef ekki enn lesið stafkrók í. Ég þarf reyndar ekki að skila honum fyrr en í lok mánaðar... en það er bara allt í einu svo asskoti langt liðið á þennan mánuð. Og ég held ég eigi líka að skila einhverri ógurlega heimspekilega þenkjandi ritgerð um menningarspeglun þann 28. Svo þetta er eiginlega að verða svolítið... ja ég má allavega ekki vera að fleiri veikjum fyrr en kannski í desember. Annars er óvenjulegt að vera í námi og vera eiginlega búinn að öllu þegar desember byrjar. Í þeim mánuði þarf ég bara að skrifa eina ritgerð. Reyndar tvisvar.

Jæjah. Bezt að fara þá bara niður á kaffistofu og fá sér kaffi og eitthvað alvarlega gott meððí, hunskast svo í búð og versla rækilega og fara svo heim og panta flugfar handa Smábátnum, setja í eins og eina þvottavél og fara í bumbusund.

No rest for the wicked.

11.11.07

Plögg og fleira

Maður er nú ekki að standa sig.

Fyrsta Þjóðleikhúskjallaraprógramm Hugleix er í kvöld. Húsið opnar kl. 20.30, Sýningin byrjar kl. 21.00. 6 einþáttungar eftir og leikstýrt af félaxmönnum á boðstólnum. (Rannsóknarskip leikur í einum.) Skitinn þúsundkall inn. Seinni sýning á þriðjudaginn. Ég fer á hana, Smábátur fer í kvöld ásamt afa sínum og ömmu, en hann er þar í láni síðan í gær, en það gengi passar síðan Freigátuna á þriðjudaginn.

Annars er allt á uppleið. Ég var að huxa um að leyfa Freigátunni að kíkja aðeins út í dag, en svo er hún aðeins að hora og hósta svo ég ákvað að fresta öllu sollis þangað til í leikskólanum á morgun. Hún fékk hins vegar að fara í bað og er þess vegna hvorki með gamalt hor eða svita í hárinu lengur, móður sinni til mikillar gleði. Og virðist ekki hafa orðið meint af, heldur hefur dregið úr horfossi ef eitthvað er.

Og við erum að horfa á Barbapapa á frönsku.
Ég er löngu búin að sjá hvaðan Vinstri grænir hafa alla sína hugmyndafræði.
Ætli Steingrímur J. geti breytt um lögun?

Við erum annars búin að eiga frekar lata helgi. Rannsóknarskip og Smábátur fóru í Kringluna í gær og keyptu sér föt. Þar ber helst til tíðinda að nú vill drengurinn helst hafa öll föt svört. Ég sé unglingsaldurinn nálgast óðfluga.

Móðurskipið er nú farið að verða aðeins latara og feitara, sprettur kannski ekki lengur upp eins og stálfjöður, við hvert tækifæri, til þjónustu reiðubúin, en samkvæmt teljaranum eru víst núna 90 dagar eftir af óléttunni. Sem þýðir að þeir eru samkvæmt sónar 89 (ég nennti ekki að leiðrétta hann á sínum tíma) og eru örugglega í verunni eitthvað allt annað. Duggan er orðin ansi fyrirferðarmikil og sparkar þannig að það sést. Og Móðurskipið er eitthvað svo sybbið að ég frestaði öllu sem ég ætlaði að gera um helgina fram á mánudag, með einu kötti og peisti.

Enda eins gott. Við Freigáta þurfum að sjá um okkur sjálfar allan seinnipartinn. En á svona innidögum með litlu lasi verða eftirmiðdagarnir oft ansi geðvondir og kryddaðir með nokkrum frekjuköstum. Í augnablikinu er þó alveg dúnalogn. Barbapapa rúlar.

9.11.07

?

Á síðustu óléttu mjakaðist ég eitthvað yfir 80 kílóin á lokasprettinum. Og fannst ég vera hvalur. Núna nálgast ég þá þyngd óðfluga, á 7. mánuði, en finnst ég samt alltaf jafn hoj og slank og gordjuss. Í síðustu óléttu var ég á þessu stigi málsins farin að þurfa að leggja mig alveg fullt á daginn og orðin voða þreytt og sybbin alltaf. Núna púlla ég vikuveikindi hjá Freigátunni með tilheyrandi nætursvefnleysi án þess að, ja, depla auga? Síðast var ekki meira en svo að ég réði við hálfa vinnu, og ekki nema rétt fram á 8. mánuð, en núna er ég að púlla 20 einingar af mastersnámi og hef huxað mér að fá ekkert smá geðveikislega góðar einkunnir. Síðast var ég öll neikvæð og ætlaði ekki að gera allskyns og verða allskonar tegundir af manneskju. Núna er ég bara svakalega jákvæð og vil bara vera allar tegundir sem mér dettur í hug að vera þann daginn.

Hvað er eiginlega í gangi?

Ég fer að halda að ég hafi ekki verið svona léleg í síðustu meðgöngu af því að ég væri orðin of gömul til að byrja áessu.
Kannski var ég bara of ung.

Svo á ég allt í einu næstum 5 manna fjölskyldu. Það er ekki lengi að gerast. Og er klikkað gaman. Þrátt fyrir hor.

Kannski jákvæði hugarfarssöngurinn sé farinn að hafa áhrif...

Lín á línuna

Ég var að vona að Freigátan yrði orðin leikskólafær í dag. Það var auðvitað brjáluð bjartsýni. Hún fékk mikinn hita í gærkvöldi og nótt var öll með hryglur. Ég fór með hana á barnalæknavaktina í morgun og í ljós kom alveg bullandi asmi og brjáluð eyrnabólga báðumegin. Hún er komin á sama pensillín og Rannsóknarskipið fékk við 15 ára stíflunni sinni (og finnst það ljómandi nammi) og púst (sem henni finnst ógeð.)

Hún er nú samt alveg ótrúlega kát núna, enda búin að fá að fara oggulítið út, og skoða dótið hjá barnalæknunum í Dómus, sem er nú alveg svakalega skemmtilegt. En hún heyrir náttúrulega næstum ekki neitt og getur ekki andað ennþá nema lítið.
Þar sem fjárlögum heimilisins hefur nú verið varið í heilbrigðiskerfið er vonandi að eitthvað fari að létta til í horbransanum. Eins gott að maður er búinn að vera skipulagðir. Ég þarf kannski svona tvær zetur í hlöðunni um helgina til að ná í skottið á sjálfri mér með það sem ég hef vanrækt af skólanum í þessari viku, og þarf kannski að gera aftur eitthvað af í næstu viku. En það er nú kosturinn við að menn séu komnir með meðöl, þá er svona nokkurn veginn hægt að treysta á sæmilegt heilsufar á meðan á því stendur.

Eins þurftum við aðeins að endurskipuleggja daginn, ég ætlaði að fara með Smábátinn upp á lansa eftir hádegið, hann þarf að fá hjartsláttarmæligræju og hafa í einn sólarhring. Hann þarf að hafa svoleiðis einu sinni á ári vegna hjartasjúkdómsins sem hann er með. En Rannsóknarskip fær frí eftir hádegið í sínum skóla til að fara með hann og ætlar síðan að bæta um betur og koma heim svo ég geti farið í bumbusund! Það er orðið gífurlega langþráð eftir heimaseturnar og svefnlausu næturnar í vikunni.

Já, þetta er að verða mjög mikið eins og sjúkradagbók. En það er nú mest til þess að fjarstaddar ömmur og aðrir áhugasamir geti fylgst með, og eins til upplýsingar fyrir þá sem alltaf eru að bíða eftir uppstyttu í horinu til að koma í heimsókn. (Og eins til afsökunar við þá sem við erum að bíða eftir uppstyttu í horinu til að heimsækja.) Og ekki síst fyrir öjmingja Huggu móðu sem má ekki koma neinsstaðar nálægt svo mikið sem horköggli og þá er hún lögst í einhvern ómeðhöndlanlegan fjára. Hún hefur þá vit á að halda sig í hæfilegri fjarlægð þegar ófremdarástand er.

Þá er Freigátan sofnuð, heyrnarlaus og hryglandi, og tekst vonandi að vinna upp eitthvað af nóttinni. Hún var alltaf að vakna og gráta, greyið, með uppundir 40 stiga hita, andarteppu og eyrnaverk.

Bezt að ég reyni að brúka timann af viti og læri.