16.12.03

Horfði á Lord of the Rings 1 um helgina.
(Nei, ég var ekki búin að sjá hana, já, það er skrítið og skammarlegt, á ekki einu sinni skilið að vera nörd að heiðursnafnbót.)

Af því tilefni:

pippin
Congratulations! You're Pippin!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla

Fór líka á samlestra hjá Hugleik um helgina. Þar var lesið leikrit sem er ekki búið að skrifa. Af þeim orsökum var heldur ekki hægt að "kasta" (í hlutverk... hvernig?... hérna... hverjum datt í hug að íslenska þessa hálfvitalegu sögn?).
Allir bíða spenntir fram yfir áramót.

Komin með jólaflensu, en búin að græða heilan haug af péningum á þýðingum. Svona helst jafnvægi á alheiminum.
Svo var ég að frétta að sígrettupakkinn væri að hækka í kr. 700 um áramót... þetta kallar eiginlega á aðgerðir.