Það verður nú gífurleg lyfristöng fyrir sumarafköst skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga ef það hefst í vetur að festa kaup á húsnæði undir hana sem ekki breytist í bræðsluofn um leið og sést sólarglenna á lofti. Þessa dagana kemur maður inn og svo hefst kapphlaupið um að opna alla glugga og bakdyr áður en maður fellur í öngvit af hita. (Og hvað gerir maður þvínæst? Jú, fær sér kaffi.) Klæðaburður á vinnustað er eins takmarkaður þessa dagana og siðsemismörk leyfa.
Einhverjir halda kannske að þessu battríi hljóti nú að vera óhætt að loka vegna sumarleyfa? Öðru nær. Nú bíður fjall handrita sem barst með styrkumsóknum sem þarf að skrá inn í tvo mismunandi gangagrunna og ganga frá. Semsagt, það er nýsköpun í handritagerð sem stendur sumarlokun algjörlega fyrir þrifum, þessa dagana. En ég verð að játa að þessi vinna fékk algjörlega nýtt og spennandi yfirbragð eftir að ég fékk möppur í öllum regnbogans litum til að setja handritin í. Einnnssstaklega spennandi.
Eftir hádegi rennur svo upp svona helgi. Fyrsta helgin sem við erum heima með Rannsóknarskipi og öllu frá því í byrjun júní. Maður bara kann þetta ekki.
13.7.07
12.7.07
Jákvæði Hugarfarssöngurinn
Síðan smyglmálið mikla komst upp er ég búin að hafa tilhneigingu til kvíðakasta. Ég hef svo takmarkaðar taugar í glæpamennskuna að ég hreinlega höndla ekki ef eitthvað er ekki nákvæmlega eins og ég er búin að ákveða. Þá hef ég áhyggjur af að allt annað í heiminum og lífinu fari huxanlega í vaskinn, í kjölfarið. Er samt öll að reyna að jafna mig, með aðstoð HAM og jákvæða hugarfarsins. Hér eru til dæmis nokkur jákvæð hugarför um nánustu framtíð:
Það á að vera geðveikt gott veður hér á suðvestur horninu um helgina. Sem er alvarlega frábært þar sem ég sé fram á að þetta verði ein af örfáum helgum í sumar sem fjölskyldan þarf ekki að vera einhversstaðar úti á landi í brúðkaupi. Að hluta til eða í allri sinni dýrð. Eitt er um þarnæstu helgi. Í Bárðardal. Í augnablikinu lítur út fyrir að við byrjum bara á að skreppa austur með Freigátuna og geymum hana þar frá laugardegi til sunnudags. (Svo foreldrin geti nú hrunið alminilega íða, í fyrsta sinn sem þau fara saman í brúðkaup, utan síns eigins.)
Svo eru aðrar stórfréttir á næstu grösum, sem ég er svo heppin að vera alltaf að gleyma. Síðasta Harry Potter bókin er alveg að koma! Og hvílík heppni að hún skuli einmitt koma á árinu sem ég er búin að einsetja mér að lesa enga bók sem ég hef lesið áður. (Þýðir reyndar að ég sleppi hinni venjubundnu upphitun, en hvað um það.) Ég er ekki búin að fyrirframpanta hana á netinu, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir frá honum Amazoni. Ég gerði það síðast og þegar skræðan var búin að hía á mig í viku úr öllum búðargluggum, gafst ég upp á að bíða eftir að hin kæmi í póstinum, keypti hana, og seldi hina, lox þegar hún drattaðist í hús, þá þegar orðin öldruð. Svo nú verður bara beðið eftir að hún komi í bókabúðir. Og ég ætla heldur ekki á miðnæturopnun. Bara á venjulegan búðartíma, þegar ég hef tíma. En gaman verður þá. Ójá.
Og nú er ég að vinna síðasta sprettinn á Bandalaginu mínu, á bara eftir að vera hér í rúman mánuð. Og ætla að klára heilan haug af allskyns, svo það er vissara að halda á spöðunum og hætta þessari endalausu jákvæðni.
Það á að vera geðveikt gott veður hér á suðvestur horninu um helgina. Sem er alvarlega frábært þar sem ég sé fram á að þetta verði ein af örfáum helgum í sumar sem fjölskyldan þarf ekki að vera einhversstaðar úti á landi í brúðkaupi. Að hluta til eða í allri sinni dýrð. Eitt er um þarnæstu helgi. Í Bárðardal. Í augnablikinu lítur út fyrir að við byrjum bara á að skreppa austur með Freigátuna og geymum hana þar frá laugardegi til sunnudags. (Svo foreldrin geti nú hrunið alminilega íða, í fyrsta sinn sem þau fara saman í brúðkaup, utan síns eigins.)
Svo eru aðrar stórfréttir á næstu grösum, sem ég er svo heppin að vera alltaf að gleyma. Síðasta Harry Potter bókin er alveg að koma! Og hvílík heppni að hún skuli einmitt koma á árinu sem ég er búin að einsetja mér að lesa enga bók sem ég hef lesið áður. (Þýðir reyndar að ég sleppi hinni venjubundnu upphitun, en hvað um það.) Ég er ekki búin að fyrirframpanta hana á netinu, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir frá honum Amazoni. Ég gerði það síðast og þegar skræðan var búin að hía á mig í viku úr öllum búðargluggum, gafst ég upp á að bíða eftir að hin kæmi í póstinum, keypti hana, og seldi hina, lox þegar hún drattaðist í hús, þá þegar orðin öldruð. Svo nú verður bara beðið eftir að hún komi í bókabúðir. Og ég ætla heldur ekki á miðnæturopnun. Bara á venjulegan búðartíma, þegar ég hef tíma. En gaman verður þá. Ójá.
Og nú er ég að vinna síðasta sprettinn á Bandalaginu mínu, á bara eftir að vera hér í rúman mánuð. Og ætla að klára heilan haug af allskyns, svo það er vissara að halda á spöðunum og hætta þessari endalausu jákvæðni.
10.7.07
Að missa af...
Var að skoða myndir af Skólanum góða í dalnum Svarfaðar. Undarleg tilfinning að hafa hreint ekki baun komið nálægt honum í ár. Maður kannast ekki einu sinni við helminginn af fólkinu. Man varla hvað hinn helmingurinn heitir. (Nema nottla það sem maður er giftur.) Undarleg tilfinning. En samt, kannski bara pínu þægileg. Ég held ég sé að verða komin yfir það að mega aldrei missa af neinu. Núna er ég eiginlega að missa af öllu. Og gæti vel hugsað mér að missa af sem allra flestu í sumar. Sé til næsta vetur, en hlakka eiginlega aðallega til að verða bara að gera það sem ég verð að gera. Og huxa að ég missi af alveg fullt af öðru.
Og svo er ég að hætta að vinna á Bandalaginu, og missi þá sennilega af öllu hinu líka. Mikið held ég að maður verði nú þá orðinn heimasætur.
Kannski fer ég einhvern tíma á skólann aftur. Og mikið að djamma. Og oft í leikhús. Og verð svaka dugleg í félaxlífinu. Kannski þegar ég verð svona fimmtug.
Og það verður ábyggilega gaman. Þangað til ætla ég bara að njóta þess að missa af, á meðan ég krúttast með litlu fjölskyldunni minni heima og fer í mesta lagi með hana í eitt og eitt brúðkaup og ömmuheimsóknir, eins og í sumar. Það er ljómandi.
Og svo er ég að hætta að vinna á Bandalaginu, og missi þá sennilega af öllu hinu líka. Mikið held ég að maður verði nú þá orðinn heimasætur.
Kannski fer ég einhvern tíma á skólann aftur. Og mikið að djamma. Og oft í leikhús. Og verð svaka dugleg í félaxlífinu. Kannski þegar ég verð svona fimmtug.
Og það verður ábyggilega gaman. Þangað til ætla ég bara að njóta þess að missa af, á meðan ég krúttast með litlu fjölskyldunni minni heima og fer í mesta lagi með hana í eitt og eitt brúðkaup og ömmuheimsóknir, eins og í sumar. Það er ljómandi.
9.7.07
Svarti hundurinn í Montpellier
Ég var búin að gera mér grein fyrir því að ég var hundþunglynd í Montpellier. En ekki Hversu. Það er þetta með tilhneiginguna að langa mest að skríða ofan í holu og reyna bara að vera ekki fyrir? Ég gerði einmitt það, þar. Kannski er erfiðara að átta sig á því ef maður hefur aðstæður til að haga sér nákvæmlega eins og sjúkdómurinn heimtar. Þetta er líklega í eina skiptið sem ég hef misst matarlystina af þunglyndi. Að hluta til vegna þess að það var ekki hægt að feisa afgreiðslufólk matvöruverslana eða aðra í þjónustugeirum. Og bara þessi hálfi mánuður þar aftur núna, fór með mig langleiðina, þó ég sé öll að skríða upp stigann aftur.
En þetta er stórundarlegt. Að dvalir við suðurhöf þunglyndi mann? Svo er ég miklu betri í frönsku en mig minnti, en fékk algjört þynglyndisflog í hvert skipti sem ég skyldi ekki eitthvað. Og einföldustu framkvæmdir voru orðnar mjög alvarlega óyfirstíganlegar, eftir hálfan mánuð. Ég hef ekki grunmund um hvað veldur, nákvæmlega. Nema ef vera skyldi lyktin? Svona þungt loft með smávegis myglukeim? Huxa að ég fari ekkert að kanna það nánar, nema þá vel birg af Zolofti. Það er ljóst að ég verð líklega aldrei týpan sem eyðir jólunum á Kanarí.
Er allavega fegin að vera komin aftur til Íslandsins, í skýjað og hálfkalt júlíveður og vinnuna mína á hverjum degi. Rugga ekki bátnum frekar í bráð. Hlakka til þegar ég verð búin að raða öllu aftur inn í skáp og fá matarlystina til baka.
Kannski á svarti hundurinn bara heima í Montpellier?
Allavega beit hann okkur Svandísi báðar, þar.
En þetta er stórundarlegt. Að dvalir við suðurhöf þunglyndi mann? Svo er ég miklu betri í frönsku en mig minnti, en fékk algjört þynglyndisflog í hvert skipti sem ég skyldi ekki eitthvað. Og einföldustu framkvæmdir voru orðnar mjög alvarlega óyfirstíganlegar, eftir hálfan mánuð. Ég hef ekki grunmund um hvað veldur, nákvæmlega. Nema ef vera skyldi lyktin? Svona þungt loft með smávegis myglukeim? Huxa að ég fari ekkert að kanna það nánar, nema þá vel birg af Zolofti. Það er ljóst að ég verð líklega aldrei týpan sem eyðir jólunum á Kanarí.
Er allavega fegin að vera komin aftur til Íslandsins, í skýjað og hálfkalt júlíveður og vinnuna mína á hverjum degi. Rugga ekki bátnum frekar í bráð. Hlakka til þegar ég verð búin að raða öllu aftur inn í skáp og fá matarlystina til baka.
Kannski á svarti hundurinn bara heima í Montpellier?
Allavega beit hann okkur Svandísi báðar, þar.
Brúðkaupsdagurinn ógurlegi
var um helgina. allir giftu sig á 070707. Við Freigáta fórum niður í bæ og sáum haug af blómskreyttum bílum, en næstum ekkert fólk nema útlendina og tvo róna sem ekki var boðið í brúðkaup. Rannsóknarskip var fyrir norðan, að syngja í brúðkaupi, nema hvað.
Svo var fólk sem ég þekki í Montpellier að gifta sig. Þau voru búin að búa saman einhvern slatta þegar ég bjó þar, en nú skyldi slegið til. Þegar þau voru að segja mér það, fór brúðguminn tilvonandi í ógurlegu fælniflaustri að tafsa eitthvað um að þetta væri nú bara formsatriði, eins og til að hugga sjálfan sig með því að þetta skipti nú engu máli. Í beinu framhaldi sagði brúðurinn mér frá erfingjanum sem þau ættu von á í janúar. Ég gratúleraði. Þessi einstaklega þroskaði maður sagði, með nokkrum þjósti: "Svo sem allt í lagi, svo framarlega sem það verður ekkert fyrir mér."
Tekið skal fram að maðurinn er um fertugt.
Úff.
Ég er hrædd um að ég hafi ekki náð að samgleðjast henni Nikki af algjörlega heilum hug á laugardaginn.
Svo var fólk sem ég þekki í Montpellier að gifta sig. Þau voru búin að búa saman einhvern slatta þegar ég bjó þar, en nú skyldi slegið til. Þegar þau voru að segja mér það, fór brúðguminn tilvonandi í ógurlegu fælniflaustri að tafsa eitthvað um að þetta væri nú bara formsatriði, eins og til að hugga sjálfan sig með því að þetta skipti nú engu máli. Í beinu framhaldi sagði brúðurinn mér frá erfingjanum sem þau ættu von á í janúar. Ég gratúleraði. Þessi einstaklega þroskaði maður sagði, með nokkrum þjósti: "Svo sem allt í lagi, svo framarlega sem það verður ekkert fyrir mér."
Tekið skal fram að maðurinn er um fertugt.
Úff.
Ég er hrædd um að ég hafi ekki náð að samgleðjast henni Nikki af algjörlega heilum hug á laugardaginn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)