23.1.10

Rök

Þegar hin tæplega fjögurra ára Freigáta er hún farin að grípa til efnislegra mótmæla. Stundum, þegar hún er í of góðu skapi til að grípa til hinnar hefðbundnu grenjutaktíkur, segir hún með leikrænum tilþrifum: Þetta er ósanngjarnt!

Þegar hinum tæplega tveggja ára Hraðbáti misbýður ráðríki forfeðranna, og er í of góðu skapi fyrir hefðbundna grenjutaktík, þá grípur hann til mun einfaldari málflutnings. Hann segir, eins hátt og hann getur: JÚÚÚÚÚ!!!

Hinn 13 ára Smábátur hefur alltaf verið mjög góður í þöglum mótmælum hins sárþjáða unglingasvips. Og aðrir heimilismenn orðnir jafnflinkir í að leiða hann hjá sér.

Þetta verða stjórnmálamenn.

20.1.10

Mamma getur bara gert eitt í einu!

Segi ég stundum við börnin þegar verkbeiðnir berast úr öllum áttum og allt á helst að gerast samstundis.

Svo gleymi ég að segja þetta við sjálfa mig og reyni að gera allt í einu þar til ég verð geðveik úr geðvonsku.

19.1.10

Vald peninganna

Það er ekki hægt að "kjósa með fótunum".
Það er að segja, öllum sem ráða einhverju er sama hvar maður býr. Sérstaklega ef maður á enga peninga. En heimsyfirráð kýs maður hins vegar með peningunum sínum.

Er til dæmis allt í lagi að kaupa vörur sem framleiddar eru með barnaþrælkun, ef þær eru ódýrari? Og starfsfólkið í búðinni? Skiptir máli að það fái sæmilega borgað? Og eigandinn? Skiptir máli hvort hann virðist græða mikið eða lítið á búðinni? Hvort hann greiðir sjálfum sér bókhaldsupploginn arð á meðan hann heldur starfsmannakostnaði niðri með því að reka menn um leið og þeir eru búnir að vinna sig upp í sæmleg laun? Bara af því að það er ódýrara? Er í lagi að geyma peningana sína í banka sem mann grunar að sé í eigu glæpamanna, bjóði hann góð kjör?

Það hefur orðið leiðinlega augljóst nú eftir byltingu að fólkið sem við kjósum með atkvæðunum okkar ræður engu. Þeir sem eiga peningana (og þeir eru fáir) stjórna þjóðfélaginu og heiminum. Jón Ásgeir fær að halda öllum búðunum sínum. Bjögginn byggir gagnaver. Og enginn veit hverjir eiga endilega þessa banka eða hve mikið þeir hafa afskrifað af skuldum sjálfra sín. Og allt þetta lið er enn að eyða peningunum sem við við borgum með heilbrigðis og menntakerfinu um ófyrirsjáanlega framtíð. (Ísbjörg eða ekki. Hún er dropi í hafið við hliðina á grilljónunum sem fóru í bankana og "hurfu.")

Það er bara um eitt að ræða.
Svelta helvítin.
Hvað sem það kostar.

Já, og hætta svo að láta Icesave-kjaftæðið valda sundrung í þjóðfélaginu og leiða umræðuna frá því sem máli skiptir.

Byltingin lifi!