29.11.03

Var að heyra fyrsta jólalagið þetta árið.
Jú, það klikkar ekki frekar en fyrri daginn, það var Last Chrismas með Wham.

Annars fara svona jólarómantíkur lög frekar mikið í taugarnar á mér. Ég fæ hroll og grænar í hvert sinn sem ég heyri "Jólin með þér" með Bó Hall og Rut reg. Hvernig dettur jólalagasmiðum í hug að það sé sniðugt að blanda saman jólum og rómantík? Að taka eitthvað ógurlega fallegt og væmið og bæta við það öðru konsepti sem er... líka fallegt og væmið.
Eins og að setja sykur út á súkkulaði.
Mér þykja jólin þar að auki bara ekki sérstaklega góður vettvangur fyrir rómantík. Jafnvel bara óviðeigandi að blanda þessu tvennu saman. Soldið eins og að ríða í kirkju...

Annars er í gangi skemmtileg umræða um hálfvitaleg jólalög í kommentakerfi Varríusar.

28.11.03

Það er eins og mig minni að einhvern tíma í fyrndinni hafi ég haldið að það yrði minna að gera hjá mér eftir frumsýningu á Gaukshreiðrinu. Þegar það gekk ekki eftir þá fór ég að ímynda mér að það yrði minna að gera eftir lokasýningu. Það eru að verða 2 vikur síðan lokasýning var og það er ekki neitt minna að gera.

Ég skil ekki.
Núna ætlaði ég að vera löngu farin að geta hangið í bílskúrnum lon og don og klára ritgerðina mína í öllum frítímanum sem ég ætlaði að hafa, og svo ætlaði ég að hafa frið til að aðventast rækilega í desember. But, nooooo...

Á ennþá eftir að ljúga upp einhverjum myndtextum og efnisyfirliti í Gletting.
Opnun á einhverri undarlegri sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði á morgun (ég veit ekki mikið, nema að þar blandast saman myndlist og matargerð... bíts mí há) til að tala um í útvarpið, annað kvöld verður síðan lokahóf Gaukshreiðursins en þar verða sýndir Sambekkingarnir sem við fórum með á örleikritahátíðina. Svo var verið að biðja mig að skemmta efstu bekkjum grunnskólans á 1. des. og ég ætla að lesa fyrir þau hið snilldarlega verk "Ein lítil jólasaga" eftir Dr. Tótu. Getur verið að ég æfi mig á Gaukshreiðursfólki annað kvöld.

Helgin fer sem sagt meira og minna í einhverja vinnu og vitleysu. Mig sem langaði bara að vera heima og föndra aðventukransa og prjóna. Það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi, enda kannski sniðugt að hafa mikið að gera til að halda skammdegisfýlunni frá.

Er farin að hlakka mikið til að fá Svandísina mína heim um jólin, sem og náttúrulega alla aðra sem hafa huxað sér að jólast á svæðinu, hef bara ekki enn frétt almennilega hverjir aðrir ætla sér það. "Ó hvað ég hlakka..." (með sínu lagi)

26.11.03

Hihi...

You're mostly evil. You're evil most of the
time, but ever once in a while you're good...
for the right person. ;)

Click here
to become an evil vampire.*How evil are you?*
brought to you by Quizilla


Fíntfínt.

Carefree
You're just the happy go-lucky type. You might have
your pet peeves, but other than that, you're
mainly calm. Blending in with your
surroundings, you're the type of person who
everyone likes. Usually it's you who cracks
jokes at social gatherings - after all,
laughter is the best medicine. Sometimes you
pretend to be stupid, but in all actuality, you
could be the next Einstein.


What Type of Soul Do You Have ?
brought to you by Quizilla

Mjög kúl.

25.11.03

Þá verður ekki aftur snúið.
Búin að panta mér flugfar til Reykjavíkur föstudaginn 12. des og tilbaka þann 16. Ætla m.a. að sjá jóladagskrá Hugleix sem er þessa helgi, (13. og 14., minnir mig) þeir sem hafa áhuga á hópferð láti vita af sér.
Samviskan er náttúrulega alveg kolbikasvört vegna þessarar peninga- og tímasóunar en það er of seint að iðrast eftir dauðann.
Nú ætla ég út í skúr til að skammast mín fram að kvöldmat, þar sem illu er best aflokið.

24.11.03

Er búin að vera í sálrænni krísu.
Þannig er að mig langar ógurlega að fara til Reykjavíkur einu sinni enn á þessu ári. Spurningin er bara, er mér siðferðilega stætt á því að leggja land (eða flugvél) undur fót "bara" til að heimsækja unnusta minn? Er maður ekki aumingi ef maður lifir ekki af einhverja 40 daga?
En, svo fór ég að gá hvort ég gæti ekki búið mér til einhver fleiri ferðatilefni. Ég er jú að flytja í bæinn eftir áramót... ég get alveg sagt að ég þurfi að fara með eitthvað af drasli, fara heim til Ástu og skipuleggja með henni búsetu mína þar. Það hljómar ekkert ólíklega...
Svo fékk ég aðra fína afsökun í tölvupósti áðan, nefnilega staðfestingu á því að jólaprógramm Hugleix verði haldið í desember, að venju. Ég held ég þurfi ekkert fleiri afsakanir. Ætla að skoða flugför.