9.5.09

At skriva til pall...

Jápp, stundum fær maður undarlegur hugmyndir. Ekki síst þegar maður er fullur á Bandalaxþingum. Oftast eru þær frekar vondar, ef ekki með öllu óframkvæmanlegar, daginn eftir. Og líka daginn þar á eftir.
Hugmyndin um að skella sér á "skúla" Meginfélags áhugaleikara Föroya var ein slík. Þessi var þó alltaf að detta inn og út... einhvernveginn. Enda hafði ég góðar hvatningar, heima og heiman. Rannsóknarskipi þótti vart svara vert hvort hann treysti sér til að vera gjörsamlega aaaaaleinn með börnin í viku. Strax eftir strangt æfingatímabil þar sem hann hefur varla séð mig í marrrrrgar. Og aðeins nokkrum vikum áður en ég hverf að heiman í 9 daga á skólann í Svarfaðardalnum.

Þetta þótti mínum heittelskaða nú bara ekki nokkurn skapaðan hlut mál. (Fram takist að hann fær í staðinn að vera í golfi eins og hann getur í sig troðið í aaaaallt sumar.)

Semsagt, þann 18. maí, mánudag eftir frumsýningu á því mikla verki "Ó þú aftur" flýg ég á vit ævintýranna til frændþjóðarinnar í suðausturlöndum næst, og verð þar á námskeiði sem nefnist "At skriva til pall." Kennarinn er Þórgeir nokkur Tryggváson. Hann er búinn að lofa að vera ekkert allt of mikið að skipta sér af því hvað ég skrifa. En mikið svakalega held ég að gangur verði nú íðí, að taka tvö skrens á sama leikritinu á einu sumri. Það endar kannski með að ég klára það... þetta er eitthvað dæmi sem er búið að vera í smíðum hjá mér, af og á, síðan 2002.

Og ég pantaði flugfarið í dag.
Svo þannig fór um sjóferð þá og það verður ekki aftur tekið!

8.5.09

Það er ekki lengi gengið á Helgrindur af mörgum mönnum

Hinn umræddi útvarpsþáttur í tilefni 25 ára afmælis Hugleiks verður á dagskrá Rásar 1, fimmtudaginn 21. maí, uppstigningardag, klukkan 10.15.
(Síðasti dagskrárliður fyrir messu, takkpent.)

Hópist nú allir að viðtækjunum, hver sem betur getur.
Sjálf er ég að hugsa um að verða stödd í Færeyjum...

5.5.09

Búið!

Í minningunni verður það svona:
Ég lagði fagurlega innbundnu ritgerðirnar á borðið hjá góðu konunni á Hugvísindasviðsskrifstofunni, á brast með fiðlutónlist og ég sveif fagurlega í slómó út í sólskinið.

Í raunveruleikanum var ég búin að þvælast um allar asnalegu nýbyggingarnar (sem eru svo 2007 að það er ekkert hægt að finna í þeim) til að komast að því að skrifstofa Hugvísindasviðs var uppi á þriðju hæð í aðalbyggingunni. Þegar þangað kom var ég alveg að míga á mig. Fór því lítið fyrir slómóinu.
Eftir að hafa létt á mér á klósettina á annarri hæð (sem er ekki nærri jafnsjarmerandi eftir að það var 2007-að) hélt ég heim, í húðdynjandi rigningu, og fékk kvef.

En þegar ég rís upp úr þessu kvefi (sem er svosem engin svínaflensa, bara svona einhver horgjörningur með sleppu) verður mikill gleðidans stiginn! Og tekið til við að sníða niður í útvarpsþátt.

3.5.09

Er. Að. Prenta. Út.

Og MA2 verður komið í hús á morgun. Eða réttara sagt eldsnemma í fyrramálið.

Og það er alveg hægt að velja sér eiginmann af asnalegri ástæðum heldur en að hann sé góður í prófarkalestri.

Jammogjá.