Dóttir mín hefur mjög einfaldan tónlistarsmekk. Í tæpt ár hefur Ljóti Hálfvitadiskurinn verið það eina sem hefur staðið undir nafni sem "tónlist". En hana heimtar hún jafnan þegar hún er sett inn í bílinn. Míka fékk síðan líka að vera "tónlist" til mjög skamms tíma. Á heimleið úr páskaferðinni til Akureyrar skipti mín síðan um skoðun. Í miðju Bjór meiri bjór gall við úr aftursætinu: Tónlist! Móðurskipið fékk hland fyrir móðurhjartað og hélt að barnið væri nú endanlega orðið heyrnarlaust af eyrnabólgu og sagði:
-En það er tónlist.
Svarað var:
-NEI! TÓNLIST!
Í ljós kom að það eina sem hlotið hafði sess tónlistar var lagið "Afmæli" með Páli Vilhjálmssyni (Gísla Rúnari) en það er á barnadiski sem Hugga móða gaf henni. Í staðinn fyrir að fá þó allavega að hlusta á heilan disk í bílnum, þó aftur og aftur sé, má núna bara hlusta á eitt lag. Einstöku sinnum "Hann er tannlaus greyið" með Glámi og Skrámi.
En lagið á þó vel við í dag. Móðurskipið á afmæli. Er búin að fá dásamlega afmælisgjöf frá börnunum, fyrstu og einu seríuna af My So-Called Life á DVD formi. Ég gruna Rannsóknarskip um að hafa haft hönd í bagga. Hann gerir sér ljóslega ekki grein fyrir því hversu mikið ég mun Slefa þegar fundum okkar Jordans Catalano ber saman á ný. (Annars var ég að lesa í slúðurdálkunum að sú ágæta krúttbolla hafi um daginn bætt á sig 30 kílóum fyrir hlutverk og orðið svo feitur að hann gæti ekki labbað. Glansinn fór nú aðeins af...)
Og ég er algjörlega að stelast. Það er brjálað að gera. Allt vaðandi í þýðingaverkefnum, heimilisstörfum og öðru og þá er ég ekki einu sini farin að huxa fyrir kynningunni á ritgerðinni minni sem ég á að flytja í tíma á fimmtudaginn kemur.
En Hraðbáturinn er þó allavega orðinn reglulega friðsamur. Í gær fór hann í fyrsta sinn í vagninn á svölunum án þess að ég klæddi hann of mikið, og svaf í 3 tíma samfleytt. Þar er hann núna og er búinn að vera í 2 tíma. Ef svo heldur áfram sem horfir ætlar hann að sofa þarna langdvölum tvisvar á dag og lofa Móðurskipinu að vinna brjálað á meðan. Í staðinn get ég algjörlega leikið við hann þegar hann er vakandi, en það finnst okkur báðum einmitt svo gaman.
4.4.08
3.4.08
Tveggja mánaða!
�� dag er Hra��b��turinn Fri��rik tveggja m��na��a. ��egar Freig��tan Gy��a var tveggja m��na��a t��k ��g af henni myndir �� ��gurlega bleiku. Og n��na r��tt um daginn var Hra��b��tur �� ��llu beib��bl��u. Svo n�� er lag �� samanbur��i.
Annars er bila�� a�� gera svo vi�� l��tum myndirnar bara tala �� dag.
1.4.08
Góð ráð dýr
Þættinum hefur borist bréf.
Freigátan er á leikskóla alveg hinumegin á skaganum. Sparifatamegin í Vesturbænum, alveg við hinn sjóinn. En það er líka leikskóli hinumegin við götuna hjá okkur. Og ég var búin að gleyma að ég var með Freigátuna á flutningslista ef hún kæmist einhverntíma á hann. Og í dag barst bréf. Hún má fara á leikskólann hinumegin við götuna. Við höfum vikuna til að ákveða okkur.
Á móti flutningi er:
- Hinn leikskólinn er svaka góður.
- Það tók hana langan tíma að aðlagast og hún er nýbúin að því og hún er frekar feimin við börn. En nú er hún búin að kynnast öllum þar.
Með er:
- Sá nýi er hinumegin við götuna, sem þýðir að sá sem fer með og sækir hana þarf ekki endilega að vera á bílnum, lengur.
- Hann er miklu minni og það eru miklu færri á deildinni sem hún yrði á. Svo kannski yrði hún minna feimin þar.
Svo erum við búin að liggja yfir námsskránni á nýja leikskólanum og dagskipulaginu. Ég held við séum nú frekar jákvæð. Næsta skref er allavega að fara á staðinn og skoða starfsfólkið og svona. Það er allavega búið að máta rólóinn þar vel og vandlega, við förum oft þangað um helgar.
Einn af faktorunum er auðvitað hvað við ætlum að búa hér lengi í viðbót. Mér reiknast að það verði líklega að minnsta kosti 2 ár. Í framhaldi af því fór ég að hugsa um heimilið. Ef við ætlum að vera allavega 2 ár í viðbót með 5 manna fjölskyldu í 80 fermetrum þarf nefnilega að þaulnýta hvern fersentímetra eins vel og mögulegt er. Og á gönguferð daxins endurskipulagði íbúðina fram og til baka. Fann heilan haug af földum fersentímetrum og hirslum sem huxanlega eru ekki algjörlega fullnýttar, með innkaupum eins ætems og með því að setja eitt húsgagn í geymslu undir hjónarúm... eða eitthvað annað.
Svo dömpaði ég öllum þessum breytingatillögum allt of hratt og öllum í einu á Rannsóknarskipið þegar hann kom heim, sem fékk tremma af breytingafælni svo sennilega verður ekki neitt úr neinu. *blás*
Annars eru þriðjudagskvöld ekki lengur leiðinlegustu kvöld í heimi. Ég bonda við Smábátinn yfir Veronicu Mars og á eftir er hægt að koma fyrir alveg tveimur þáttum af The Wire! Þetta er gallinn við að vera húkkt á þáttum sem eru alveg næstum klukkutímalangir. Það tekur langar tíma að horfa á hvern og um ellefuleytið sofnum við hjónin, sama hvar við erum stödd, þessa dagana.
Abbgabb...
Ég held ég verði að byrja á að öppdeita afmælaupptalninguna frá í gær. Það er nefnilega ekki afmælislaus dagur í þessari viku og varð mér alveg á í messunni að gleyma nokkrum.
Blindi hnífakastarinn hann Tóró verður 35 á morgun.
Hraðbáturinn Friðrik verður 2 mánaða á miðvikudaginn.
Og afmælisfrænka mín hún Guðný Ólafía er að verða 17 ára á sama dag og ég. Hún fæddist einmitt á 17 ára afmælisdaginn minn og er því akkúrat helmingi yngri en ég, í ár.
Og það er fyrsti apríl... spurning hvort maður ætti ekki að ljúga einhverju?
31.3.08
Þetta helzt
Um helgina vorum við Rannsóknarskip með dugleguna. Það þýðir að í dag er ekkert drasl heima hjá mér. Sem þýðir aftur að í dag verður ekki staðið á haus við að taka til án þess að högg sjái á vatni neitt. Það sést meira að segja í botninn á þvottakörfunni. Enda er ég búin að undirbúa ferð í lánasjóðinn og senda námstengda tölvupósta út um allt og held svei mér þá að það sé séns að ég geti klárað þetta, eftir alltsaman. Það er jú allur apríl til stefnu til að klára leikritið, og hálfur maí til viðbótar í ritgerðina. Ef mar klárar þetta ekki, þrátt fyrir eitt barn með bakflæði og annað með hor, þá sé maður nú plebbi.
Hraðbáturinn virðist þó allur vera að batna í bakflæðinu og það er að komast einhver regla á það hvenær hann vakir og sefur á daginn. Þá er auðveldara að skipuleggja. En Freigátan er á síðasta degi pensillíns og var frekar geðvond um helgina og komin með nýtt hor í gær. Er alvarlega að spá í hvort ég á að fara með hana til læknis í dag eða sjá til þangað til á morgun... Best að panta bara tíma á heilsugæslustöðinni. Í dag ef hægt er, annars á morgun. Jájá. Og panta í leiðinni flug fyrir Smábátinn um helgina. Hann er víst að fara í skoðunarferð norður, að heilsa upp á nýju systur.
Og Ylfa á afmæli í dag. Til hamingju.
Það þýðir að Nína á afmæli á morgun. Hún er aprílgabb.
Og þá á ég líka afmæli á föstudaginn. Finnst ég eiga svo ómerkilegt afmæli að ég er búin að panta að fá pottasett í afmælisgjöf frá eiginmanninum. (Þar sem ég eyðilagði sósupottinn með snuðabræðslu um daginn og skaftið er alveg að detta af hinum skaftpottinum líka.)
Og þá á Lilja Eygerður afmæli á... mánudaginn? (Er það rétt hjá mér?)
Og Þórunn Gréta og hjónabandið mitt á þriðjudaginn.
Og ég er ekki alveg viss, en ég held ég hafi átt 20 ára fermingarafmæli einhvern tíma rétt um daginn.
Og ég er örugglega að gleyma mörgu, bæði fólki og fénaði sem á líka afmæli þessa dagana.
Til hamingju allir.
30.3.08
Gjörsamlega allt að gerast
Frumsýning var á föstudaginn á 39 og 1/2 viku eftir Hrefnu Friðriksdóttur (sem er samt ekki sonardóttir mín) í Möguleikhúsinu, í leikstjórn amígóanna þriggja, Ástu, Júlíu og Sigga. Það var gaman. Flott sýning hjá þeim og ég skemmti mér konunglega á milli þess sem ég seldi öðrum leikhúsgestum miða og hressingar.
Fyrr um daginn fórum við Hraðbátur og aðstoðuðum Ástu við að gera Eyjarslóðina frumsýningarpartíhæfa. Svo ætlaði ég nú kannski að athuga eitthvað með partíið, eftir að hafa farið heim að gefa, en þá var nú Hraðbáturinn nú bara með vesen og vesalings Rannsóknarskipið að niðurlotum komið, þó það reyndi nú að bera sig vel. Svo ég fór ekki fet, heldur svæfði bara liðið. (Hefði eftiráaðhyggja alveg getað stungið af um tólfleytið. Hraðbáturinn var svo aðframkominn eftir kvöldið að hann svaf eins og grjót alla nóttina.)
Annars er ég búin að vera að hitta fólk núna, og fór að huxa um samskipti þess. (Sem öll leikrit eru um.)
Nú hljóma mín samskipti einhvern veginn svona:
Bla-bla-bla bakflæði bling-bling nefkirtlar ble-ble-blö.
Fyrir ca. 10 árum var það eitthvað:
Ble-ble próf blu-blu helvítis ritgerð bla-blíng
Fimm árum fyrr:
Blí-blí-blí fyllerí blæng-blæng fjörutíuþúsund bjórar ble-ble-bla
Datt þetta svona í hug þar sem þetta er að hluta til sama fólkið sem ég er að hafa samskipti við í öll þessi ár. En sama er hvort umræðuefnið er hver drakk 16 tekílaskot og gubbaði svo eða hvað ungabarnið gubbar mikið, þá er bara eitthvað svo alltaf jafn stórskemmtilegt við að eiga samskipti við fólk, þó það sé allt meira eða minna um gubb. Og sjálfsagt verður sama ánægjan í því, eftir 50 ár, að ræða gigtina, þvaglekann og veðrið. (Og gubb.)
Eitt hefur þó alltaf verið gegnumgangandi í öllum mínum samskiptum í öll þessi ár:
Bla-bla leikfélagið ble-ble-ble frumsýning blíng.
---
Og rétt í þessu voru að berast fréttir af því að Smábáturinn var að eignast litla (ja eða bara nokkuð stóra) systur hjá norðurfjölskyldunni sinni. 17 merkur og 53 cm var daman.
Óskum Möggu, Steindóri og Kamillu til hamingju með hana og vonum að öllum heilsist ljómandi. Þau voru búin að þurfa að bíða dáldið, komin viku framyfir.
Þar með á Smábáturinn 4 lítil systkini. Eins gott að hann er þessi ljómandi fyrirmynd.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)