1.3.08

Stóru og Stækkandi Börnin

Smábátur er allt í einu búinn að ná ömmu sinni í hæð. Þeinkjúverrímötsj. Það þýðir að hann hefur stækkað um einhverja 8 sentimetra síðan í haust. Enda var ég eitthvað að skoða myndirnar í sumarfríinu síðasta og furða mig á því hvað hann hefði verið miklu "minni" þá. Já, stóri ormurinn er víst að verða unglingur, og í tilefni af því byrjuðum við amma hans að skipuleggja ferminguna hans í dag... ekki nema 2 ár til stefnu, ekki seinna vænna.

Freigátan hefur líka blásið út á alla kanta síðan Hraðbáturinn fæddist. Ég var að fara í gegnum fataskápinn hennar um daginn og þar var bara heill haugur sem var orðinn of lítill. Og í leiðinni komst ég að því að allt sem hún á núna er svo stelpulegt að Hraðbáturinn kemur ekki til með að geta notað neitt af því! Hún er líka orðin duglegri að borða, en var á tímabilinu óttalegur gikkur. En stundum tekur hún daga þar sem hún er Gyða öfugsnúna og gerir allt öfugt við það sem henni er sagt. Einn svoleiðis dagur var í dag.

Hraðbáturinn verður 4 vikna á morgun og 1 mánaðar hinn daginn. Hann þyngist um ca. 400 grömm á viku og er alltaf að verða mannalegri og mannalegri. Hann er farinn að vaxa upp úr minnstu fötunum sínum, en það eru reyndar bara föt á 50cm sem hlupu í þvottinum. Önnur föt nr. 50 duga enn og 56 eru enn svolítið stór. Hann er allur mjórri og fíngerðari en Freigátan var þegar hún var nýfædd. Hún var til dæmis með svakalega stórar hendur og fætur, en Hraðbátur er með rúsínutær og eldspýtuputta. Annars held ég að það sé nú mikill svipur með þeim.

En þetta stækkar allt ógurlega hratt. Áður en maður veit af verður þetta alltsaman orðið fermt og fullorðið. Eins gott að vera duglegur að leika við þau áður en þau fara að heiman.

ps. Ég náði að skrifa nákvæmlega 2 orð í handritið í dag. Þá vöknuðu þau bæði í einu.

Undur!

Rannsóknarskip og Smábátur eru í bæjarferð og bæði litlu börnin sofandi. Ég er búin að ganga frá öllum þvottinum og það er alveg steinþögn. Fyrir utan þvottavélina og þurrkaran og snuðin sem eru í suðu.
Og fyrstu óvéfengjanlegu bros Hraðbátsins litu daxins ljós áðan.

Best að skrifa leikrit þangað til einhver fer að grenja.

29.2.08

Hlaupársdagur!

Það sem af er þessum degi höfum við Hraðbátur brúkað í svefn og beint símasamband við júgurbólguvaktina. Sú vakt er farin að fara illa í pirrurnar á mér. Þannig er að hún er staðsett uppi á Landspítala og maður fær símanúmerið þar heim með sér af fæðingardeildinni. En ætli maður að gerast svo djarfur að hringja þangað þarf maður að hafa daginn fyrir sér. Þar er nefnilega alltaf á tali. Og ekkert svona bið-kerfi. Þannig að maður þarf bara að hringja aftur og aftur og aftur... ekki ólíkt því þegar maður var að reyna að ná í vinsældarlista Rásar 2 í gamla daga. Eftir nokkurra klukkutíma tilraunir í gær náði ég í einhvern. (Er nefnilega að verða búin með pillurnar mínar, en júgurbólgan hefur ekki algjörlega horfið.)

Konan sem ég talaði við í gær vissi ekkert, en ætlaði að biðja einhverja aðra að hringja í mig klukkan 9 í morgun. Klukkan 9 í morgun hringdi enginn. Klukkan 10 í morgun hringdi ég í ráðgjafarsímann góða, sami enginn svaraði. Ég hringdi í hinn símann og lét "pípa" á konuna, hún svaraði því ekki heldur. Hringdi að lokum upp á sængurkvennagang og lét ambússja konuna. Klukkan hálfellefu hringdi hún aftur í mig. Og trúði ekki á fyrri sjúkdómsgreiningar á júgurbólgunni.

Það er nefnilega svo merkilegur andskoti að brjóstagjafaráðgjafar halda alltaf að ástæða allra slæmskna í júgrum séu vegna þess að barnið sé að sjúga vitlaust. Svona er ferlið búið að vera:
- Strax á fæðingardeildinni/Hreiðrinu koma ljósmæður og skoða hvort barnið sé ekki örugglega að sjúga rétt.
- Svo kom ljósmóðir heim á hverjum degi í 8 daga og hún fyldgist með að barnið væri að sjúga rétt.
- Síðan því sleppti er heilsugæsluljósmóðirin mín búin að koma tvisvar til að vigta, og hvað annað? Jú, fylgjast með því að barnig sjúgi rétt.

Til að komast framhjá þessu eftirliti öllu saman, enn með vitlaust sjúgandi barn, þyrfti gífurlega einbeittan brotavilja.

En, allt kemur fyrir ekki. Ráðgjafinn sem ég talaði við í morgun reddaði mér reyndar fleiri pillum, en hún vill samt að við komum til hennar á mánudag, ef sá litli verður hættur með horið.
Til þess að gá hvort hann sé að sjúga rétt.

28.2.08

Og það snjóar og snjóar...

Það er frekar næs að vera alltaf heima og inni. Samt er ótrúlega mikil vítamínsprauta að komast út fyrir hússins dyr í einar 40 mínútur. Rannsóknarskip kom heim í gati í stundartöflunni sinni og passaði Hraðbátinn á meðan ég skrapp í skólann og gerði grein fyrir verkefni mínu í Íslenskri Samtímaleiklist. (Sem verður fræðileg ritgerðarúttekt á leikfélaginu Hugleik, sögu þess og samhengi við leiklist í íslenskum samtíma og kenningar Eugenio Barba. Á að verða grein sem kannski verður hægt að birta einhvers staðar á 25 ára afmæli Hugleixins á næsta ári. Ég er ekki búin að segja Hugleiknum frá þessu...)

En ég semsagt skrapp út úr húsi og fékk duglegusprengju í framhaldinu. Tók hroðalega vel til, fann týndan reikning og borgaði hann, hringdi í Nemendaskrá, Lánasjóðinn og Brjóstagjafaráðgjöfina og gerði bara allt sem ég mögulega mundi eftir. Hraðbátur var svo vænn að sofa í góðan klukkutíma svo ég gat duglegað helling.

Enda eins gott að ég er með duglegukast. Fyrir 1. mars á ég nefnilega að vera búin að skrifa mig í gegnum eitt leikrit. Eins gott að það er aukadagur í febrúar í ár.

Svo mætti nú alveg fara að koma eitthvað sæmilegt veður. Eins og til dæmis hláka...

27.2.08

Foreldraviðtöl

Ranns��knarskip f��r �� foreldravi��t��lin b����i �� sk��lanum og leiksk��lanum �� dag ��ar sem vi�� Hra��b��tur vorum enn r��mliggjandi �� eigin horum. Hann hefur l��ka l��ti�� geta�� sofi�� nema uppr��ttur ��annig a�� M����urskipi�� er ekki beint til s��nis �� dag.

Allavega.
Sm��b��tur er �� alla sta��i mesti fyrirmyndarnemandi. Ranns��knarskip f��kk a�� sko��a vitnisbur��inn hans, eins og hann l��tur ��t �� dag, og ��ar er alltsaman eins og bl��mstri�� eina. Reyndar er �� Vesturb��jarsk��la eitthva�� undarlegt b��kstafakerfi �� n��msmatinu sem ��g get aldrei muna�� hvernig virkar, en Sm��b��tur var mj��g rogginn me�� sig ��egar hann kom heim og tj����i m��r a�� hann hef��i fengi�� n��stum eint��m "F" og "S". Svo ��g reikna me�� a�� ��a�� s��u bestu einkunnirnar. Enda er drengurinn mikill heili. ��a�� er helst a�� hann ��urfi fulll��ti�� a�� hafa fyrir ��essu, en ���� er ��kve��in h��tta �� a�� ma��ur venji sig �� ��gurlega akadem��ska leti. Og tala ��g af g��furlegri reynslu.

Freig��tan ku vera hl��dr��g �� leiksk��lanum (svo h��n hefur greinilega eitthva�� ��r f����ur��ttinni), en er ��ll a�� ver��a ��ruggari me�� sig. (��essi hl��dr��gni er l��ka greinilega eitthva�� sem h��n skilur eftir �� leiksk��lanum. Heima hj�� s��r getur h��n veri�� algj��r alheimsfrekja. Sem er ��r m����ur��ttinni.) H��n er svakalega t��nelsk og syngur miki�� og dansar. M��l��roskinn er v��st l��ka �� g����u lagi hj�� henni.

Svo b����i b��rnin sem eru �� sk��la eru bara a�� standa sig vo��a vel.

Og ��g er ekki fr�� ��v�� a�� litla manninum s�� a�� sk��na af kvefinu. Hann sefur allavega �� bringunni �� m��r n��na, eftir a�� litli nebbinn hefur fengi�� magna��a me��fer�� me�� saltvatnsdropum og horsugu. Sem var reyndar ekkert vins��lt.

M����urskipi�� er l��ka allt a�� skr����a saman, sem er eins gott, �� morgun stendur nefnilega til a�� m��ta �� sk��lann! Reyndar ekki nema �� einn t��ma. Ranns��knarskip er einmitt �� gati �� s��num sk��la og ��tlar a�� koma og leysa af �� horgemlingsp��ssun.

26.2.08

Þitt Fyrsta Hor...

Við Hraðbátur erum bæði lasin. Eigum ósköp bágt og það snörlar í okkur. Hann getur helst ekki sofið nema uppréttur. Þegar hann leggst niður stíflast hann og vaknar og skælir. Og ég er með hausverk og hor. Við erum ekki beint hressileg. Og vagnferðir verða víst ekki í bili.

Á morgun eru foreldraviðtöl bæði hjá Smábáti og Freigátu. Ég ætlaði að reyna að fara á leikskólann, en ef heilsufarið verður ekki eitthvað farið að skána lítur út fyrir að Rannsóknarskip fari í bæði.

25.2.08

Bissíbiss

Börnin alveg hrynja úr fólki þessa dagana. Og nú er litla stelpan hennar Ástu Kristínar mætt á svæðið. Allir sem ég þekki virðast vera að eiga stelpur. Nema sundfélagarnir mínir. Þar er karlpeningurinn í afgerandi meirihluta.

Annars var þetta ógurlega bissí dagur hjá okkur Hraðbáti. Maður býr sér gjarnan til svoleiðis ef maður sefur fram að hádegi. Það sem eftir var af deginum fór síðan bara í heimilishald og brjóstagjöf. Dagný ljósmóðir kom líka og vigtaði, sá litli er orðinn næstum 4 kíló, svo að nú fer maður að púsla saman vagninum. En þá þarf ég einhvern veginn að komast niður í geymslu. Þetta er mikil púsluspil, allt sem ég þarf að reyna að ná að gera á meðan Hraðbáturinn sefur, eftir að Rannsóknarskip og Freigáta eru komin heim. Ég var einmitt að spá í þetta áðan, þegar ég skaust í örstutta sturtu áður en Rannsóknarskip fór á fund. Hvernig fara einstæðar mæður ungbarna eiginlega að því að þrífa sig og næra?

Það snörlar eitthvað í honum núna og ég er ekki frá því að ég finni líka fyrir kvefbyrjun. Vona alveg einstaklega fast að við séum ekki að fá flensu. Ég þarf nebblega að undirbúa kynningu á verkefninu mínu fyrir fimmtudag og skrifa mig í gegnum leikrit sem ég er ekki byrjuð á fyrir föstudag. Svo ég VERÐ að fara að hunskast á lappir FYRIR HÁDEGI!

Og Júgrabandið fer í Júgróvísjón. Það er allt í lagi. Mér fannst lagið reyndar eiginlega skemmtilegra áður en það var tekknóað upp fyrir lokakeppnina. Og kannski hefði verið gaman að sjá viðbrögð Evrópu við tröllunum í Mercedes Club. Eða gulu gúmmíhönskunum, sem hefðu reyndar líklegast núllað. En Friðrik Ómar er þeim einstöku hæfileikum gæddur að hann sjarmerar bæði konur yfir miðjum aldri og hefur svakaleg gay fylgi. Og þetta eru tveir áhrifamestu hóparnir í Júgróvísjónheiminum.

24.2.08

Sunnudagur

Hra��b��turinn or��inn 3 vikna og allt a�� f��rast �� e��lilegt horf eftir andvkuskei��i��. M����urskipi�� ��urfti upp �� s��ngukvennangang �� g��r ��ar sem h��n f��kk lyf vi�� einhverri j��gurb��lgu og matm��lst��mar Hra��b��tsins strax or��nir sn��ggtum ����gilegri. Einhverja andv��kun��ttina heyr��um vi�� svo sms koma �� s��ma Ranns��knarskips og hn��stumst �� ��a��, ��ar sem okkur gruna��i hva��a fr��ttir v��ru �� fer��um. Og, miki�� r��tt, f��tboltaf��lagi Hra��b��tsins var m��ttur ��r sv����i��. Ranns��knarskip fer nefnilega ekki svo ��t �� barneignir a�� hann tryggi ekki a�� einhver vinur hans s�� a�� sj�� fyrir leikf��laga sem h��gt er a�� leika vi�� fyrir framan sj��nvarpi�� �� laugardaxeftirmi��d��gum. ��annig ��ttu Freig��tan og Vala vinkona a�� f����ast sama dag, en endu��u reyndar me�� 16 daga millibili, og svo ��tti prinsessa Einars og Siggu R��su a�� koma �� heiminn fj��rum d��gum �� eftir Hra��b��tnum, en s����an ur��u 17 dagar �� milli ��eirra. ��etta er l��ka ��g��tis bil �� milli afm��la. ��a�� er ���� til d��mis ein helgi �� milli.

��a�� eru hins vegar bara 6 dagar �� milli afm��la Freig��tu og Hra��b��ts, ��annig a�� ��au ��urfa a�� deila veislu, svona �� bili. ��egar fram �� s��kir ver��ur ��etta s����an bara vert����. Og ef ��g nenni einhvern t��mann a�� ver��a t��pan sem bakar fyrir j��lin, ���� ver��ur ��etta f��nn vettvangur til a�� koma ��t afgangnum af j��lasm��k��kunum.

Er ma��ur a�� missa sig �� framt����arskipulaginu?

Ranns��knarskip er a�� reyna a�� koma Freig��tunni �� laggningu. H��n er str����in venjulega, en eftir a�� h��n ��urfti a�� fara a�� deila athyglinni hafa komi�� dagar ��ar sem h��n er algj��lega ��fugsn��in og gerir b��xtaflega allt ��fugt vi�� ��a�� sem henni er sagt. Og ma��ur ��arf n�� oft a�� passa sig a�� hl��ja ekki, ��v�� h��n er oft alveg ferlega fyndinn. Og ��a�� ������ir ekkert a�� ver��a rei��ur vi�� hana heldur, ��v�� ��a�� finnst henni fyndi��. En vi�� ��urfum a�� fara a�� breyta eitthva�� skipulaginu �� sv��fingunum ��v�� ����r eru or��nar hi�� mesta vesen.