Var að lesa dáindissnilld hér um það hvernig hægt er að eignast algjörlega lovlí líf í gegnum veruleikasjónvarpið. Mikil snilld.
Sá einmitt einhvern hluta af "The Swan" á Skjá einum í gærkvöldi þegar ég var að bíða eftir Örvæntingarfullu Húsmæðrunum mínum á stöð 1 í gærkvöldi. (Já, imbinn stjórnar lífi mínu algjörlega þessa dagana, og gerir það ágætlega.) Það sem ég hjó eftir í orðfæri þessara þátta var hversu rækilega væri hamrað á því við stúlkurnar, eftir aðgerðir, að þær væru "nýjar manneskjur". Algjörlega orðnar óþekkjanlegar í útliti. Og það ku hafa átt að vera gott. Jú, sjálfsagt hefur sjálfstraustið þeirra fengið sæmilega yfirhalningu með öllu saman, en, nýjar manneskjur? Er það yfirhöfuð hægt? Eða hollt, ef út í það er farið?
En þetta er náttlega ekki fyrir sjálfsánægjupúka eins og mig að skilja. Sem finnst ég sjálf ævinlega líta óaðfinnanlega út, hvað sem hver segir, og er óhagganlega sannfærð um eigið ágæti í hvívetna. Auk þess náttúrulega að hafa alltaf rétt fyrir mér!
18.3.05
Nú er blogger búinn að stríða mér í morgun. Er líka búin að skúra skrifstofuna mína og púlla eitt uppeldi. (Gefa smábátnum kókópuffs í morgunmat og banna honum að vekja Rannsóknarskipið, sennilega með þeim afleiðingum að það sefur fram yfir hádegi... trúlega hvorugt til fyrirmyndar.)
Þrír komast fyrir í íbúðinni minni. Svona með smá lagni. Það var nú uppgötvun út af fyrir sig. Svo er að renna upp helgi með tveimur Patataz-sýningum og einum gífurlega afsdifaríkum fótboltaleik sem á eftir að setja talsvert álag á heimilislífið. Höfum ekki áður þurft að takast á við konfliktið Liverpool-Everton, allavega svona verandi á sama stað. Þetta er mjög spennandi, en spurning hvort orðbragð verður við hæfi barna. Reyndar verður fyrri hálfleik varið í leikhúsi, þannig að þetta gæti sloppið ef Klaufarnir ná að koma okkur í einstaklega gott skap.
Þrír komast fyrir í íbúðinni minni. Svona með smá lagni. Það var nú uppgötvun út af fyrir sig. Svo er að renna upp helgi með tveimur Patataz-sýningum og einum gífurlega afsdifaríkum fótboltaleik sem á eftir að setja talsvert álag á heimilislífið. Höfum ekki áður þurft að takast á við konfliktið Liverpool-Everton, allavega svona verandi á sama stað. Þetta er mjög spennandi, en spurning hvort orðbragð verður við hæfi barna. Reyndar verður fyrri hálfleik varið í leikhúsi, þannig að þetta gæti sloppið ef Klaufarnir ná að koma okkur í einstaklega gott skap.
17.3.05
Afturgöngubúningar...
Var að skoða þessa frétt. Myndin með henni vakti sérstaklega áhuga minn, en ég var lengi að átta mig á því hvað væri svona kunnuglegt við hana. Eftir talsverðar íspökuleríngar áttaði ég mig að því að litlasta dóttir Tevjes, sem situr fremst til vinstri, er í sama búningi og ég brúkaði við framningu sama hlutverks fyrir einum 15 árum síðan. Eins er systirin sem stendur aftast til hægri í búning sem Ragnhildur Rós lék í Tzeitel við sama tækifæri. Fékk mörrrg flössbökk í röð og fiðlaralögin glymja sennilega í hausnum á mér það sem eftir lifir dax.
Erum ummitt að fara í Stykkishólm á bandalaxþing í maí. Obbosslega væri nú skemmtilegt ef hólmarar sýndu okkur þessa sýningu. Hálft þingið myndi reyndar sennilega vera óþolandi og syngja með, hástöfum.
Íbúðin mín hefur fengið hreingerningu og yfirhalningu og er vonandi orðin nokkurn veginn við hæfi barna, enda á ég von á Rannsóknarskipi og Smábát í kvöld eða á morgun. Mikil leikhúshelgi framundan, tvær sýningar á Patataz og svo ætlum við að sjá Klaufana.
Erum ummitt að fara í Stykkishólm á bandalaxþing í maí. Obbosslega væri nú skemmtilegt ef hólmarar sýndu okkur þessa sýningu. Hálft þingið myndi reyndar sennilega vera óþolandi og syngja með, hástöfum.
Íbúðin mín hefur fengið hreingerningu og yfirhalningu og er vonandi orðin nokkurn veginn við hæfi barna, enda á ég von á Rannsóknarskipi og Smábát í kvöld eða á morgun. Mikil leikhúshelgi framundan, tvær sýningar á Patataz og svo ætlum við að sjá Klaufana.
16.3.05
Nú skilst mér að nokkrir kunningjar séu að hamast við að þreyja próf þau er kennd eru við inntöku. Þar fæst úr skorið hvort mönnum verður gert kleift að stunda nám til leiklistar. Mikið ógurlega vona ég að þau séu að skemmta sér og standa sig, hef reyndar litla trú á öðru.
Og þetta ár virðist ekki bara ætla að verða ár barneigna heldur líka brúðkaupa. Sumarið er að verða umsetið. Verra er að asnalega margir hafa valið að ganga í það heilaga á meðan á leiklistarhátíð stendur á Akureyri. Ekki þó allir. Hin verðandi frú Ringsted er með skipulagið á hreinu og hefur blásið til útihátíðar á Vestfjörðum nokkurn veginn miðja vegu á milli leiklistarhátíða á Akureyri og í Mónakó. Þetta kallar maður að huxa sinn gang.
Annars finnst mér svolítið skerí hvað sumarið er að verða þéttskipulagt, og ekki kominn nema rétt rúmlega miður mars. Ennþá skelfilegri er fjárlagahalli heimilisins sem er að ganga algjörlega út í öfgar. Sennilega þarf að fara að halda aðeins á spöðum og gera eitthvað í málum. Skrattans. Og ég sem nenni ekkert að vinna. Hvað ætli gangverðið sé á nýra?
Og þetta ár virðist ekki bara ætla að verða ár barneigna heldur líka brúðkaupa. Sumarið er að verða umsetið. Verra er að asnalega margir hafa valið að ganga í það heilaga á meðan á leiklistarhátíð stendur á Akureyri. Ekki þó allir. Hin verðandi frú Ringsted er með skipulagið á hreinu og hefur blásið til útihátíðar á Vestfjörðum nokkurn veginn miðja vegu á milli leiklistarhátíða á Akureyri og í Mónakó. Þetta kallar maður að huxa sinn gang.
Annars finnst mér svolítið skerí hvað sumarið er að verða þéttskipulagt, og ekki kominn nema rétt rúmlega miður mars. Ennþá skelfilegri er fjárlagahalli heimilisins sem er að ganga algjörlega út í öfgar. Sennilega þarf að fara að halda aðeins á spöðum og gera eitthvað í málum. Skrattans. Og ég sem nenni ekkert að vinna. Hvað ætli gangverðið sé á nýra?
Hvað er hrylló?
Er búin að spekúlera slatta í hryllingsmyndum undanfarin ár. Og þá einkum og sérílagi hvað virkar undantekningalítið til að hræða mann. Er að huxa um að fara í frekari rannsóknarvinnu á því einhverntíma, en hér eru nokkur trix sem virka fyrir mig:
- Litlar stúlkur sem tala með karlmannsrödd. Virkilega krípí, klikkar aldrei.
- Spegilmyndir sem haga sér öðruvísi en sá sem stendur fyrir framan þá. Það er þetta með að á bak við spegilinn sé annar heimur þar sem allt er öfugt. Mjög líklegt að þar búi skrímsl og draugar.
- Draugalegt fólk sem allt í einu er mjög nálægt þegar menn snúa sér við. Þetta er náttúrulega svolítið ódýrt trix, en virkar mjög vel til hræðunar. Sérstaklega er farið er alla leið og draugalega fólkið er alvöru draugar. Helst illir.
- Augu. Ef augun í fólki verða allt í einu alveg hvít eða alveg svört... þá bara veit það aldrei á gott.
- Klukkur sem allt í einu fara með vísana í sitthvora áttina. Mér finnst mjög skerí þegar menn fara að hringla með tímann.
- Grænt slím. Þetta með græna slímið hefur valdið mér miklum vangaveltum. Grænt slím er nefnilega mjög fjölnotað í hryllingsmyndum. Litla stelpan í Exorcist (sem líka talar með karlmannsrödd) gubbar því, og það virðast vera almenn sannindi að geimverur og skrímsli hvers konar hafa grænt slím í stað blóðs. Ég er komin með tvær kenningar um þetta mál.
a) Þetta er horvísun
b) Þetta er andblóð. Grænt, andstæður litur við rautt og þykkt í staðinn fyrir þunnt.
Og svo væri eflaust hægt að vaða út í miklu meiri bókmenntafræði og reyna að komast að því hvenær grænt slím var fyrst notað í hryllings/skrímslamynd... en ég nenni því ekki.
Einhvern tíma langar mig að gera reglulega draugalega hryllingsmynd.
- Litlar stúlkur sem tala með karlmannsrödd. Virkilega krípí, klikkar aldrei.
- Spegilmyndir sem haga sér öðruvísi en sá sem stendur fyrir framan þá. Það er þetta með að á bak við spegilinn sé annar heimur þar sem allt er öfugt. Mjög líklegt að þar búi skrímsl og draugar.
- Draugalegt fólk sem allt í einu er mjög nálægt þegar menn snúa sér við. Þetta er náttúrulega svolítið ódýrt trix, en virkar mjög vel til hræðunar. Sérstaklega er farið er alla leið og draugalega fólkið er alvöru draugar. Helst illir.
- Augu. Ef augun í fólki verða allt í einu alveg hvít eða alveg svört... þá bara veit það aldrei á gott.
- Klukkur sem allt í einu fara með vísana í sitthvora áttina. Mér finnst mjög skerí þegar menn fara að hringla með tímann.
- Grænt slím. Þetta með græna slímið hefur valdið mér miklum vangaveltum. Grænt slím er nefnilega mjög fjölnotað í hryllingsmyndum. Litla stelpan í Exorcist (sem líka talar með karlmannsrödd) gubbar því, og það virðast vera almenn sannindi að geimverur og skrímsli hvers konar hafa grænt slím í stað blóðs. Ég er komin með tvær kenningar um þetta mál.
a) Þetta er horvísun
b) Þetta er andblóð. Grænt, andstæður litur við rautt og þykkt í staðinn fyrir þunnt.
Og svo væri eflaust hægt að vaða út í miklu meiri bókmenntafræði og reyna að komast að því hvenær grænt slím var fyrst notað í hryllings/skrímslamynd... en ég nenni því ekki.
Einhvern tíma langar mig að gera reglulega draugalega hryllingsmynd.
15.3.05
Læti
Já, það mátti reikna með því að í dag yrði ærslafullur dagur á skrisstofunni. Fólk í kaffi áður en ég var búin að hella uppá, og þannig. Og það er hann. Jájá.
Í óspurðum fréttum, nú hefur elsku hjartans snillingurinn hann Árni minn, sem er líka frábær sáli, losað mig við ritstíflu undanfarinna ára. Ég er farin að skrifa og skrifa. Allt í einu komin vel í gang með ein 3 leikrit, sem öll eru meira og minna um samskipti fólks. Hvað annað? Semsagt ógurlega gaman á skrifstofunum mínum í dag, heima og heiman. Ef svo heldur sem horfir held ég ég þurfi að halda einhvers konar höfundasamkundu bráðum. Til að vita hvort þetta er eitthvað...
Sjöfalt húrra fyrir Rannsóknarskipinu mínu sem getur allt!
Í óspurðum fréttum, nú hefur elsku hjartans snillingurinn hann Árni minn, sem er líka frábær sáli, losað mig við ritstíflu undanfarinna ára. Ég er farin að skrifa og skrifa. Allt í einu komin vel í gang með ein 3 leikrit, sem öll eru meira og minna um samskipti fólks. Hvað annað? Semsagt ógurlega gaman á skrifstofunum mínum í dag, heima og heiman. Ef svo heldur sem horfir held ég ég þurfi að halda einhvers konar höfundasamkundu bráðum. Til að vita hvort þetta er eitthvað...
Sjöfalt húrra fyrir Rannsóknarskipinu mínu sem getur allt!
14.3.05
Það er mjög reglulega viðbjóðslega kalt. Jafnt sunnan heiða sem norðan, er búin að gá á báðum stöðum, í dag. Og ég sem var að vona að það væri komið sumar. Skrattans.
Átti annars ljómandi helgi í Norðurlandinu, sá Taktu lagið Lóa hjá Freyvangsleikhúsinu. Er að fara að skrifa nánari úttekt á því á leiklistarvefinn. Drakk líka kaffi hjá fjölda fólks, át súpu með Óliveringum og dvaldi í hreint dásamlegu yfirlæti og naut tilraunaeldamennsku hjá Rannsóknarskipi og Smábát. Mikið og hreinræktað ofdekur og nú verður maður víst að fara að sjá um sig sjálfur. Usssss.
Átti annars ljómandi helgi í Norðurlandinu, sá Taktu lagið Lóa hjá Freyvangsleikhúsinu. Er að fara að skrifa nánari úttekt á því á leiklistarvefinn. Drakk líka kaffi hjá fjölda fólks, át súpu með Óliveringum og dvaldi í hreint dásamlegu yfirlæti og naut tilraunaeldamennsku hjá Rannsóknarskipi og Smábát. Mikið og hreinræktað ofdekur og nú verður maður víst að fara að sjá um sig sjálfur. Usssss.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)