stendur yfr. Og með nokkrum hamangangi ef vera kynni að fæðing gæti hristst af stað. Er mjög fylgjandi því að reyna að brúka einhverja helgina til slíx. Smábátur er einmitt hjá afa sínum og ömmu núna og ekkert í sjónvarpinu. En, allt kemur fyrir ekki, Kafbátur rígheldur sér þar sem hann er og vill bara alls ekkert neitt fara að taka þátt í þessu.
Svo myndaði ég mér nokkrar skoðanir, svona á milli blunda:
Sharon: Er ekki dauður enn. Týpískt að hann skuli taka upp á þessu núna, þegar hann var loxins farinn að gera eitt og annað af viti. Hins vegar hefur mér nú tvo daga í röð orðið frekar bylt við þegar fréttir hefjast á stöð 2 og þar birtast menn með gredduglampa í augum og eru mjööög spenntir, já og beinlínis glaðir, yfir þeirri svakalegu "frétt" að einhver frægur og valdamikill skuli nú vera að drepast. Held að sólarhringsfréttavakt NFS sé að gera það að verkum að ákveðinn hópur fólks sé nú endanlega að missa raunveruleikaskynið.
Biskup: Heldur að með því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra séum við að fleygja hjónabandinu sem slíkur fyrir hund og kött. (Sem er fyndið, þar sem fólk í Ammríku er búið að vera að gifta hunda sína og ketti áratugum saman.) Ég sé hins vegar bara ekki neitt að það rýri eitthvað gildi, t.d., míns fyrirhugaða hjónabands þó samkynhneigðir megi ganga í svoleiðis líka. Við erum búin að heimila skilnaði, framhjáhald er næstum algengara en ekki, sérstaklega á Íslandi. Þetta eru staðreyndir rýra gildi hjónabands ef það er þá eitthvað hægt. Annars held ég að það sé undir þeim einstaklingum sem í hverju hjónabandi fyrir sig eru hvort það "kastast fyrir róða" eða ekki. Og að biskup skuli halda að samkynhneigðir muni sjálfkrafa vanvirða "stofnunina" finnst mér nú bara lýsa þröngsýni og eh... fordómum-gegn-samkynhneigð-isma á hæra stigi en ég hélt að fyrirfinndist í þessu þjóðfélagi.
6.1.06
Tíðindalaust
af vesturbæjarvígstöðvunum. Ekki virðist ég ætla að eiga barn á þessum degi álfa og umskiptinga. Tja, nema svínið sem Rannsóknarskip er að elda af mikilli list ætli að hafa einhver stórkostuleg áhrif.
Og í kvöld lýkur sýningum á Jólaævintýrinu okkar. Það er nú búið að vera gaman að því og það hefur nú aldeilis gert það gott. Ætlaði alltaf að gera topptíu lista af eftirminnilegustu áhrifamáttum þeirrar sýningar og setja hér, en held ég sé of sybbin í dag til að vera fyndin. Enda ekkert verra að gera hann á morgun, kannski.
Virðist hneygjast mest til meðvitundarleysis þessa dagana, og reyndar við hjónaleysi bæði. Trúlega hefur gripið okkur einhver forspá, þar sem skrokkar vorir, líf og andir vita að innan nokkurra vikna gæti svefnfriðurinn verið úti á þessu heimili, endanlega!
Og í kvöld lýkur sýningum á Jólaævintýrinu okkar. Það er nú búið að vera gaman að því og það hefur nú aldeilis gert það gott. Ætlaði alltaf að gera topptíu lista af eftirminnilegustu áhrifamáttum þeirrar sýningar og setja hér, en held ég sé of sybbin í dag til að vera fyndin. Enda ekkert verra að gera hann á morgun, kannski.
Virðist hneygjast mest til meðvitundarleysis þessa dagana, og reyndar við hjónaleysi bæði. Trúlega hefur gripið okkur einhver forspá, þar sem skrokkar vorir, líf og andir vita að innan nokkurra vikna gæti svefnfriðurinn verið úti á þessu heimili, endanlega!
5.1.06
Nú er líklega rétt
að láta vita daglega að ekkert sé að gerast. Það er semsagt ekkert að gerast. Nema í dag svaf ég í heilan klukkutíma þó ég væri búin að drekka heilan haug af kaffi. Er farin að geta sofið hvar og hvenær sem er. Og er það nú vel. Fór líka í mæðraskoðun um hádegið, það var geðveikt stuð eins og venjulega. Barnið hjarsláttar, ég er með blóðþrýsting, voða lítinn og heilbrigðan og Kafbátur stækkar og sparkar.
Seinnipartinn átti ég svo símtal við skáldkonuna dularfullu, Unu Mikaelsdóttur, en stuttverk hennar ku vera nýkomið á verkefnalista Hugleix í febrúarmánuði. Var hún nokk hamingjusöm með þær fréttir, en tók því nú samt fremur ólíklega að hún myndi bregða sér í bæjarferð í febrúar til að skoða sköpunarverk sitt og nýjan afkomanda. Sagðist vilja vera dularfull. Enda er hún það.
Jú annars, eitt var gert í dag, samið við óléttu grannkonuna um að stökkva yfir götuna í Smábátsgæslu ef svo vill til að við þurfum allt í einu á fæðingardeildina um miðja nótt á virkum degi. Þá er allavega búið að gera einhverjar ráðstafanir. Annars situr umræddur bátur nú urrandi í herbergi sínu og er að skrifa sögu. Sem Rannsóknarskipið, af óknittum sínum, ákvað að hann ætti að hafa lengri en ströngustu kröfur gera ráð fyrir. Féllu þau fyrirmæli í nokkuð grýttan jarðveg og mættu nokkurri andstöðu. Er þó verið að fylgja þeim, með nokkrum andvörpum, þar sem téð skip er afbragðsuppalandi og er algjörlega óhagganlegur þegar fyrirmæli hafa verið gefin. Svo dásamlega "firm but fair". Verð að viðurkenna að mér finnst það alveg hnjálinandi heillandi.
Seinnipartinn átti ég svo símtal við skáldkonuna dularfullu, Unu Mikaelsdóttur, en stuttverk hennar ku vera nýkomið á verkefnalista Hugleix í febrúarmánuði. Var hún nokk hamingjusöm með þær fréttir, en tók því nú samt fremur ólíklega að hún myndi bregða sér í bæjarferð í febrúar til að skoða sköpunarverk sitt og nýjan afkomanda. Sagðist vilja vera dularfull. Enda er hún það.
Jú annars, eitt var gert í dag, samið við óléttu grannkonuna um að stökkva yfir götuna í Smábátsgæslu ef svo vill til að við þurfum allt í einu á fæðingardeildina um miðja nótt á virkum degi. Þá er allavega búið að gera einhverjar ráðstafanir. Annars situr umræddur bátur nú urrandi í herbergi sínu og er að skrifa sögu. Sem Rannsóknarskipið, af óknittum sínum, ákvað að hann ætti að hafa lengri en ströngustu kröfur gera ráð fyrir. Féllu þau fyrirmæli í nokkuð grýttan jarðveg og mættu nokkurri andstöðu. Er þó verið að fylgja þeim, með nokkrum andvörpum, þar sem téð skip er afbragðsuppalandi og er algjörlega óhagganlegur þegar fyrirmæli hafa verið gefin. Svo dásamlega "firm but fair". Verð að viðurkenna að mér finnst það alveg hnjálinandi heillandi.
4.1.06
Álfabörn
Nú eru komnar upp miklar spekúlasjónir um fæðingardaga. Náði mér í Sögu daganna um daginn og er búin að vera að skoða hvaða dagar ku vera skemmtilegir í janúar. Og svo er ýmislegt hægt að miða við. Smábátur er til dæmis fæddur á Jónsmessu, þannig að gaman væri að halda álfabarnaþemanu í fjölskyldunni. (Vissulega hefði í ljósi þess næsta barn átt að fæðast á vetrarsólstöðum eða kannski nýjársnótt, en það er víst of seint að pæla í því.)
Annars líst mér ágætlega á föstudagana í þessum mánuði. Sá næsti er þrettándinn og fyrsta nýja tungl eftir vetrarsólstöður, sem er vissulega hið ákjósanlegasta. Reyndar kannski viss hætta á umskiptingum. Laugardagurinn eftir er síðan Eldborgarmessa. Það er nú flott nafn á degi, en Saga daganna er ekki alveg sammála sjálfri sér um hvers vegna hann heitir það. Það sama á við um föstudaginn 13., en hann ku heita geisladagur, og vera merkilegur sem áttundi dagur eftir jól. Næsti föstudagur þar á eftir er síðan bóndadagurinn. Vilji barnið gleðja föður sinn/verða karlremba.
Og þessutan er ekkert í sjónvarpinu á föstudögum, svo þeir passa ágætlega.
Annars er ekkert að verða að vanbúnaði. Poggufötin komin ofan í skúffur, og taka miklu meira pláss en maður skyldi ætla. Búið að pakka í sjúkrahústöskuna að mestu og kann ég mér vísari konum miklar þakkir fyrir ráðleggingarnar sem ég fékk hér í kommentakerfið um daginn.
Ég ákvað að vera ekki með neina draumóra um hvað ég hyggðist komast í. Ætla bara að fara heim í feitum fötum, kannski verða þau þá bara VÍÐ! Það væri nú aldeilis gaman. Hafiði annars tekið eftir því hvað allar konur í sjónvarpinu eru geðveikt mjóar? Ég get varla einbeitt mér að neinu sjónvarpsefni þar sem ég missi alltaf fókusinn á rassana á mér mjórra kvenfólki. Mikið djöfull svakalega skulu étnar gulrætur og farið í megrun í vor!
Annars líst mér ágætlega á föstudagana í þessum mánuði. Sá næsti er þrettándinn og fyrsta nýja tungl eftir vetrarsólstöður, sem er vissulega hið ákjósanlegasta. Reyndar kannski viss hætta á umskiptingum. Laugardagurinn eftir er síðan Eldborgarmessa. Það er nú flott nafn á degi, en Saga daganna er ekki alveg sammála sjálfri sér um hvers vegna hann heitir það. Það sama á við um föstudaginn 13., en hann ku heita geisladagur, og vera merkilegur sem áttundi dagur eftir jól. Næsti föstudagur þar á eftir er síðan bóndadagurinn. Vilji barnið gleðja föður sinn/verða karlremba.
Og þessutan er ekkert í sjónvarpinu á föstudögum, svo þeir passa ágætlega.
Annars er ekkert að verða að vanbúnaði. Poggufötin komin ofan í skúffur, og taka miklu meira pláss en maður skyldi ætla. Búið að pakka í sjúkrahústöskuna að mestu og kann ég mér vísari konum miklar þakkir fyrir ráðleggingarnar sem ég fékk hér í kommentakerfið um daginn.
Ég ákvað að vera ekki með neina draumóra um hvað ég hyggðist komast í. Ætla bara að fara heim í feitum fötum, kannski verða þau þá bara VÍÐ! Það væri nú aldeilis gaman. Hafiði annars tekið eftir því hvað allar konur í sjónvarpinu eru geðveikt mjóar? Ég get varla einbeitt mér að neinu sjónvarpsefni þar sem ég missi alltaf fókusinn á rassana á mér mjórra kvenfólki. Mikið djöfull svakalega skulu étnar gulrætur og farið í megrun í vor!
3.1.06
Grrrr...
Nú er ég alveg búin að fá nóg af þessari jólaleti. Smábátur líka kominn heim og byrjar í skólanum á morgun. Og Rannsóknarskip byrjar í sínum skóla á fimmtudag. Og ég að fara að... halda áfram að leggja mig stanslítið. Nú þarf eiginlega að fara að komast einhver hreyfing á þetta barn, verði móðirin ekki orðin vitlaus úr leiðindum fyrir fæðingu.
Í dag liggur allavega fyrir að flytja inn í hjónaherbergið hið nýja og skal hefja þá aðgerð á rúmkaupum miklum. Hérmeð.
Í dag liggur allavega fyrir að flytja inn í hjónaherbergið hið nýja og skal hefja þá aðgerð á rúmkaupum miklum. Hérmeð.
1.1.06
Pæng! Bang! Splojnk!
Gleðilegt nýtt ár! Mikið sprengja nú Reykvíkingar á áramótum. Jájá.
Kengúran heppnaðist með afbrigðum ljómandi vel og ekki var gæsalifrin á undan af verri endanum. Hefur langað í svoleiðis síðan ég kom frá Frakklandi, fyrir... að verða þremur árum síðan! Sjitt hvað tíminn líður.
Reif mig upp fyrir allar aldir í morgun til að flytja föt milli herbergja. Gat bara ekki vitað af skápaplássinu í "nýja" herberginu ónotuðu. (Já, ég er að verða mamma mín.) Fötin okkar og Smábáts voru líka voða glöð og teygðu alveg úr sér.
Fórum í fjölskylduboð til ömmu og afa Smábáts í dag. Þar voru börn af ýmsum árgerðum þannig að það var soldið eins og að rekast á draug framtíðarjóla. Þarna gátum við allavega séð sýnishorn af ástandinu á næstu þremur jólum. Það var nú... athyglivert. Maður sér í hendi sér að ýmsu verði sullað niður og að þögnin um þessi jól og áramót er sennilega eins sinnar tegundar, næstu 10 ár eða svo.
Kengúran heppnaðist með afbrigðum ljómandi vel og ekki var gæsalifrin á undan af verri endanum. Hefur langað í svoleiðis síðan ég kom frá Frakklandi, fyrir... að verða þremur árum síðan! Sjitt hvað tíminn líður.
Reif mig upp fyrir allar aldir í morgun til að flytja föt milli herbergja. Gat bara ekki vitað af skápaplássinu í "nýja" herberginu ónotuðu. (Já, ég er að verða mamma mín.) Fötin okkar og Smábáts voru líka voða glöð og teygðu alveg úr sér.
Fórum í fjölskylduboð til ömmu og afa Smábáts í dag. Þar voru börn af ýmsum árgerðum þannig að það var soldið eins og að rekast á draug framtíðarjóla. Þarna gátum við allavega séð sýnishorn af ástandinu á næstu þremur jólum. Það var nú... athyglivert. Maður sér í hendi sér að ýmsu verði sullað niður og að þögnin um þessi jól og áramót er sennilega eins sinnar tegundar, næstu 10 ár eða svo.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)