3.9.04

Fann þjóðráð við kvíðaröskun. Sennilega í fyrsta skipti sem undirfatakaup í Kringlunni hafa róað mig. Dagurinn fer í hinar dæmigerðu "reddingar props á síðustu stundu" út um allan bæ. Og sé það í hinu fínasta lagi.

Í dag er amma mín fyrir Westan áttræð, hvorki meira né minna, og ég kem til með að gera mér ferð til að hitta hana og hennar afkomendur í Hveragerði í smá stund fyrir generalprufu. Ég ætla að færa henni Báru, leikrit eftir sjálfa sig og sýna henni nýjast eintak af kærasta. (Hann ætti að vera að hennar fanatíska skapi, þurr og steríll eins og pimpsteinn og hvaðeina...)
Það hlýtur að bæta upp fyrir hvað ég get stoppað stutt.

Svo er það bara Generáll. Best að krossa putta og biðja til Guðs um að allt tæknidót verði tilbúið, allir kunni allt og allt verði nokkurn veginn eins og blómstrið eina.

2.9.04

Gah! Taugadrulla dauðans.
Martraðaræfing í gær. Hef sjaldan sökkað meira á sviði á minni lífsfæddri ævi. Þarf að liggja yfir handritinu í dag, eftir að í ljós kom í gær að ég kann ekki baun í því. Ég er einhvers staðar á milli taugaáfalls og syfju dauðans og huxa ekki heila huxun óbrenglaða. Þarf að hitta fjöslkylduna fyrir generalprufu annaðkvöld og gera eins og trilljón hluti áður en að því kemur.

En, ljósi punkturinn í öllu saman er mánudaxkvöldið. Þá hef ég huxað mér að liggja einhversstaðar, glápa á eitthvað, og hlusta á heilann minn deyja. Halelúja.

Þangað til... veit einhver um gott ráð við kvíðaröskun?

1.9.04

Gleðilegan 1. september!
Þann dag finnst mér ætti að halda hátíðlegan, vegna þess að þá byrjar Harry Potter alltaf í skólanum. Í gær fór Hogwarts lestin og í dag fær hann stundartöfluna sína. Þetta er dagurinn sem mér finnst að allir ættu að senda J.K. Rowling áskorun um að fara nú að klára sjöttu bók og vera ekki með þessa leti og ómennsku.

Og Þjóðleikhúsið tilkynnir vetrardaxkrána í dag, og Hugleikur trúlega bráðum. Allt að byrja að gerast, enda orðið sæmilega fullt af lífi á skrifstofunni minni eftir sumarládeyðu.

Ég þarf eiginlega að halda á spöðunum við skriftir í þessari viku, þrátt fyrir að upp sé runnin hin staðlaða "síðastavikafyrirfrumsýningu" með tilheyrandi geðvonsku. Þá gleymi ég jafnan öllu og týni, og get ekki einbeitt mér að nokkrum sköpuðum hlut.

Grrrr...

31.8.04

Þá er komin fréttatilkynning. Allir á þetta. Þarna kem ég annaðhvort til með að vinna frægan leiksigur við sjötta mann (eða... þ.e.a.s. konu) eða missa endanlega niður um mig mannorðið og alla hæfileika til leiklistar, allt eftir því hvernig fer.

En plaggatið er allavega flott...

30.8.04

Þá er runnin upp síðasta vika af Petruæfingum, næstsíðasti dagur ágústs og ég er alveg að fara að hlakka til jólanna.

Er eitthvað að reyna að skipuleggja nánustu framtíð, búin að bóka stúdíótíma til að taka upp útvarpsþáttinn minn ógurlega í næstu viku, Petrun á hárgreiðslustofu á morgun, er að skrifa áttræðisafmælisgjöf handa ömmu minni, og sitthvað fleira.

Hins vegar er ég með hita í hausnum og held ég sé að verða þvílíkt fár- hund- veik. Og það er ekkert smá bannað, akkúrat núna.

Fór í greiðslumat á föstudaginn, allir eru óðir og uppvægir að lána mér peninga og ég ætti að geta keypt mér íbúð upp á nokkrar grilljónir, svona þegar ég nenni af stað að skoða. Það verður þó trúlega ekki fyrr en í næstu viku. Fella og Hólahverfi líta líklega út til búsetu í nokkuð náinni framtíð.

Jólin koma! Lalala!