25.9.04

Viskukorn daxins er:

Í kínversku er sama orð notað yfir ógæfu, (eða katastrófu) og tækifæri.

Þetta skal ekki útskýrt nánar... í bili. Búin að skúra skrifstofuna mína við kátan undirleik Túpílaka, farin heim að endurheimta fyrri fegurð.

24.9.04

Eitt fynd gerðist.

Félagsstofnun vildi fá vottorð þess efnis að ég væri einstaklingur. Ég fór á skrifstofu til að fá slíkt, hvar tók á móti mér maður sem hugðist slá mér gullhamra með því að undrast einhleypi mitt með spurningunni.

"...og hvernig stendur nú eiginlega á því?"

Vesalings maðurinn gat ekki vitað að þarna spurði hann rangrar spurningar í mjög rangri viku og fékk þau svör á kjarngóðu alþýðumáli að þannig væri nú bara ástandið í heiminum að þeir menn sem vottorðsumsækjandi hefði undanfarið rennt hýru auga til væru þvílíkir lúðulakar og uxahalar að þeir kynnu ekki gott að meta þó það kæmi og boraði í nefin á þeim.

Maðurinn gaf út vottorð um piprun vora með skelfingarsvip og hefði látið það gilda til lífstíðar hefði tölvukerfið boðið uppá...

Þessi færsla er sérhönnuð fyrir Tarot-fólkið mitt. Ég veit að slatti af því er meðal lesenda minna. Hinir hætti að lesa strax, svo þeir sálgi sér ekki úr leiðindum og hneykslan.

Nokkrir gullpunktar úr Zen-Tarot spá dagsins

The issue:

Spil, Transformation.
This is a time for a deep let-go. Allow any pain, sorrow, or difficulty just to be there, accepting its "facticity."

Já, ég held það bara...

Internal influences:
Spil, Letting go.
To choose this card is a recognition that something is finished, something is completing. Whatever it is--a job, a relationship, a home you have loved, anything that might have helped you to define who you are--it is time to let go of it, allowing any sadness but not trying to hold on. Something greater is awaiting you, new dimensions are there to be discovered. You are past the point of no return now, and gravity is doing its work. Go with it--it represents liberation.

...absú fokkíng lútlí.

External influences:
Spil, Playfulness.
Life is rarely as serious as we believe it to be, and when we recognize this fact, it responds by giving us more and more opportunities to play.

Já, svei mér ef maður dettur ekki bara íða um helgina...


What is needed for resolution:
Spil, Friendliness.
First meditate, be blissful, then much love will happen of its own accord. [...] And if you see that the moment has come to depart because your paths separate at this crossroad, you say good-bye with great gratitude for all that the other has been to you, for all the joys and all the pleasures and all the beautiful moments that you have shared with the other. With no misery, with no pain, you simply separate.
---
This card indicates a readiness to enter this quality of friendliness. In the passage, you may notice that you are no longer interested in all kinds of dramas and romances that other people are engaged in. It is not a loss. It is the birth of a higher, more loving quality born of the fullness of experience.

...og fer á veiðar.

The understanding:
Spil, Conciousness.
When you choose this card, it means that there is a crystal clarity available right now, detached, rooted in the deep stillness that lies at the core of your being. There is no desire to understand from the perspective of the mind--the understanding you have now is existential, whole, in harmony with the pulse of life itself. Accept this great gift, and share it.

Sjer itt, einmitt, á blogginu sínu, til dæmis.


Annars er hægt að leika sér að þessum spilum á osho.com
Ég er að tileinka mér heilan haug af nýjum málheimum þessa dagana.

Í nýju vinnunni er ég farin að geta notað orð eins og "slögg", "burði" og "inndálka", alveg án þess að blikna eða blána. Jafnvel öll í sömu setningunni, ef mikið liggur við.

Svo er ég náttúrulega í miðri skrifstofuflórunni og tala við nokkrar móðurlegar eðalkonur á hverjum degi, hjá bönkum, fasteignasala, félagsþjónustu og örugglega fleirum þegar fram líða stundir. Þær eru búnar að kenna mér að nota orð eins og "greiðslugeta", "lánsloforð", "eiginfjármögnun" og "veðréttir", eins og ég hafi aldrei gert annað.

Svo, síðast á kvöldin, hafa þessa vikuna tekið við vangaveltur um ódauðleikann í sérdeilis góðum hópi.

Ætti kannski að skrifa ódauðlegan inndálk um veðrétti?

22.9.04

Þegar ég vaknaði í morgun huxað ég ekki: Hey, ég kaupi mér örugglega íbúð í dag!

Heldur betur ekki. Þvert á móti var ég um 10 leytið búin að ákveða að leita mér að rottulegri holu til leigu, helst í kjallara, skríða þangað niður, éta þunglyndislyfin mín og rígrúppa, og bíða eftir að verða rekin úr nýju vinnunni sem ég er ekki að ná neinum tökum á. Án þess að sjálfsögðu að viðurkenna nokkurn tíma, fyrir öðrum en veggjunum í rottuholunni minni, að neitt væri að í mínu lífi

Í dag tók hins vegar líf mitt eins og trilljón U beygjur.

Maðurinn tók tilboði mínu í íbúðina á klukkutíma sléttum. Er orðin verðandi eigandi 8 milljóna króna íbúðar, við Vitastíg, sem hefur fegursta stofuglugga í heimi. Nú hef ég viku til að redda pappírum og einum þremur milljónum.

Herra Uberboss í vinnunni neitar að gefast upp á mér. Hann settist niður í dag og tjáði mér að hann neitaði að trúa því að ég gæti ekki náð tökum á þessu með hæfilegum aðlögunartíma. Taldi síðan upp fullt af hlutum sem ég hef gert í mínu lífi, sem ég var satt að segja ekki búin að setja í samhengi, og hafði ekki hugmynd um að hann vissi. Herra Uberboss hefur sem sagt talsvert meiri trú á mér þessa dagana heldur en ég sjálf... á kannski eftir að fara flatt á því, en er á meðan er og gott að vita.

Og nú er komið eftir miðnætti og ég var að koma af Memento Mori æfingu sem ég held að geti varla orðið annað en tær snilld.

Ég veit ekkert hvaðan á mig stendur veðrið... nema það komi beint frá Guði og englunum.
Gerði tilboð!
Með fyrirvara um að maðurinn klári að smíða á næsta mánuði og að ég geti galdrað mér greiðslumat með aðeins öðrum tölum í næstu viku.

Maðurinn segir annað hvort "já og amen" eða "nei og éttu það sem úti frýs" á morgun.

Og íbúðin reyndist, bæðevei, bæði stærri, opnari, bjartari og meira sjarmerandi á allan hátt í eigin persónu heldur en leit út á myndunum. Þá er það bara að sjá hvað zetur.

Blúggblúgg.
Já, það er líklega rétt sem mýmargir eru búnir að segja mér. Þegar maður dettur niður á íbúðina "sína" þá bara veit maður það.

Fékk greiðslumatið í hendurnar í gær og það var ekki mjög hátt. Samt sem áður ákvað ég að gá hvað ég réði við. Þá plampaðist ég fyrir tilviljun á pínulitla íbúð, sem er í risi (sem ég vildi alls ekki hafa) í miðbænum (sem ég ætlaði helst ekki að gera) með brunabótamati uppá rúmlega fimmaura (sem ég ætlaði nú aldeilis að passa mig á) og er alvarlega heltekin af eignarþrá.

Er að reyna að ná í konuna sem sýnir hana, en held ég sé hreinlega búin að ákveða mig. Þessa íbúð vil ég eignast, sé þess nokkur kostur, ekki seinna en strax. Þó ekki væri nema fyrir þennan dásamlega stofuglugga.

21.9.04

Rifjaði upp eitt fynd með stúlkunum mínum í gær. Það var samtalsbrot sem við heyrðum á Vitabar fyrir mörgum árum.

Ung stúlka og ungur maður sátu saman við borð. Maðurinn snéri baki í okkur og þess vegna heyrðum við bara hvað stúlkan sagði.

Stúlkan: ...en við vorum hætt saman. Þú sagðir mér upp áðan, manstu það ekki?
Maðurinn: [Muldrar eitthvað sem við heyrum ekki]
Stúlkan: (Endurtekur muldrið hátt og skýrt með nokkurri hneykslan í röddinni.)
VAR ÞAÐ BARA DJÓK?!?!

Þegar þarna var komið sögu áttum við erfitt með okkur og gott ef einhverjir hlógu ekki drykkjarföngum út um nef sér. Þetta er enn þann dag í dag með absúrdari undanbrögðum sem ég hef nokkurn tíma heyrt.

Og vissuð þið að það er búið að loka þjóðskrá fyrir almennings og einkanotum?
Hvernig á maður þá að gera framið ritúal annars dags eftir uppsögn, þ.e.a.s. fletta upp gömlum sénsum og gá hvort þeir séu giftir? Þetta setur sístemið úr skorðum.

Sé fram á að þurfa bara að setjast að þar sem piparinn grær...

20.9.04

Eigulegu konunni hefur enn einu sinni verið sparkað út á frjálsan markað.
Þegar hefur verið opnað fyrir tilboð í hlutafé af ýmsu tagi.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en ábendingar um eigulegan karlpening eru vel þegnar.

Unnið er að gerð kröfulista þar sem hvergi verður gefið eftir, ekki frekar en með baðkör og stúdíóeldhús í huxanlegum framtíðarhúsnæðum.

Setning vikunnar: Hell hath no fury... og svo framvegis.

Nefndin.