30.8.03

Var á fyrsta samlestri á Gaukshreiðirinu.
Er miður mín af hamingju.
Mikið ofboðslega er þetta gott leikrit.
Þaaaað ersvogaman að leika.... (með sínu lagi).

Ekki mætti nú neinn ofboðslegur haugur af karlpeningi, en þeir sem létu sjá sig stóðu sig afbragðsvel. Sigurður nokkur Ingólfsson reyndist t.d. vera snilldarlesari. Einnig hefur frést af einhverjum sem komust ekki/eru að huxa auk þess sem ég hef boðið Leikfélagi Hafnarfjarðar leikaraskipti.

Rokk og ról.
Til hamingju með bloggið, Ásta!
Örleikrit
Fékk leyfi hjá Nick nokkrum Kaldunski til að þýða eftir hann snilldarleikþátt sem hann skrifaði á námskeiði meðmér í Bonn í fyrra. Honum finnst mikið kúl að láta þýða sig á íslensku, enda ekki hvaða Belgi sem er sem lendir í því. Þá er bara spurning hverogherogvillog... hvaða leikfélag vill taka barnið að sér? Ætla að hafa það tilbúið í næstu viku.

Er alveg bráðum að fara á fyrsta samlestur í Gaukshreiðrinu. Fór út á galeiðuna í gærkvöldi undir því yfirskyni að hitta vini mína en var náttúrulega aðallega að gá hvort ég gæti púllað eitthvað á samlestur. Er hrædd um að ég hafi ekki haft erindi sem erfiði. Vona bara að eitthvað týnist af mönnum á þennan lestur. Það þarf einn sem getur leikið ekki verr en Jack Nicholson, annan sem er stór indjáni og einhverja 19 karlkyns í viðbót... ókei, þeim sem þekkja til Leikfélags Fljótsdalshéraðs þykir þetta kannski óráðshjal.
Samt sem áður, það búa hérna 2000 manns. Þetta bara hlýtur að vera hægt.

27.8.03

Skortur á verkefnaleysi
Um daginn bauðst mér kennarastaða við öldungadeild Menntaskólans á Egilsstöðum. Henni hafnaði ég þar sem ég hef enga kennslureynslu og ætlaði þar að auki leikfélaginu kvöldin mín á næstunni. Svo frétti ég af vöntun á leiklistarkennara við sömu stofnun, ákvað að freistast ekki til að sækjast eftir henni sökum hugsanlegra anna á næstunni. Í umræðunni hefur verið að ég taki að mér ritstjórn á eins og einu tölublaði tímaritsins Glettings. Þar á bæ hafa menn greinilega ekki frétt af því að síðast þegar ég ritstýrði tímariti lagði ég það niður.
Undanfarið hef ég sem sagt verið frekar dugleg við að taka ekki að mér verkefni, er núna bara í hálfu starfi á safninu, að skrifa MA ritgerð og í sjórn leikfélagsins.
Áðan fékk ég hins vegar símtal sem ég gat ekki staðist. Tilboð um að gerast listgagnrýnandi fyrir Svæðisútvarpið. Að "þurfa" að sækja alla listviðburði á svæðinu, mér að kostnaðarlausu og blaðra síðan um þá í útvarpið, fyrir péníng.
Við sumu er bara ekki hægt að segja nei. Fundað verður um þetta mál á mánudagsmorgun.

Er á leiðinni upp í Valaskjálf að skrúfa í sundur gamlar leikmyndir og taka til.
Jibbíkei!
Vá. Ég á heima í mjög kúl mynd...

CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

26.8.03

Dóri farinn.
Ég reyndi mikið að freista hans með Gaukshreiðrinu en dugði ekki til. Andsk...
Þá þarf maður að fara að sýna af sér ábyrgt líferni aftur, klára þessa fokkíngs ritgerð, taka til í leikfélagskompum og eitthvað svoleiðis. Bára syss neitar að fara til Reykjavíkur, ætlar ekki fyrr en eihverntíma á síðustu stundu, um helgina.
Í dag er Menntaskólinn að byrja. Voða fyndið. Ég hef ekki verið hér á þessum tíma síðan ég var í honum sjálf. Var heima hjá Rannveigu í gærkvöldi og það var voða notalegt að sjá vistina fyllast af unglingi. Það er eins og mig minni að þetta hafi nú einhverntíma jafnan verið besti dagur ársins...
Hlakka annars bara svakalega til að fara að byrja að leikfélagast. Meira en tveggja ára pása er greinilega ekkert fyrir mig. Spennandi að sjá hvað við notum í þessi 20 kallhlutverk!
Hihi.

25.8.03

Í fréttum er þetta helst.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs ákvað á miklum átaka- og vangaveltufundi í gærkvöldi að þetta haustið verði ráðist í það stórvirki að setja upp Gaukshreiðrið. Hvernig við mönnum um 20 öflug karlhlutverk má Guðvita, ýmis plön eru í gangi, snúa þarf upp á slatta af handleggjum auk þess sem mér hefur verið uppálagt að skera á hjólbarða bifreiðar Halldórs og kyrrsetja hann á svæðinu. (Er ekki hvortsemer nóg af köllum í Leikfélagi Hafnarfjarðar?)
Leikstjóri verður Oddur Bjarni Þorkelsson og fyrsti samlestur verður á laugardag kl. 13.00 í Grunnskóla Egilsstaða. Næsta mál er síðan að finna/skrifa/æfa einhvern slatta af örleikritum með fullt af keeellingum í.
Að öðru leyti ekki margt í gangi hjá mér (enda er þetta nú slatti). Stefnt á Borgarfjörð í kvöld að hitta eitthvað af tengda-ættinni.
Kallinn minn fæ ég að hafa á svæðinu þangað til á morgun (og svo kemur í ljós hvernig ástandið á dekkjunum verður...) er annars búin að hrella hann helling með fjölskyldunni, ættinni og öllum bæjarbúum. Hann stóð sig náttúrulega eins og hetjan sem hann er.
Mikið stuð á safninu þessa dagana, allir í sumarfríi nema ég og minna en ekkert að gera.
Gæti jafnvel orðið friður til að skrifa einhver leikrit af viti og ritstýra eins og einum Glettingi í vinnutímanum.
Það er sumsé ýmislegt í athugun.