Í dag held ég með flotann úr átthögunum. Eða kannski öllu heldur í þá. Höldum norður seinnipartinn hvar smábátur mun endurnýja kynni við norðurarm fjölskyldu sinnar. Ég verð í pössun að Brekku í Eyjafjarðarsveit á meðan Rannsóknarskipið menntar sig og svo er stefnan tekin austur í mín foreldrahús á laugardaxkvöld. Þar ætla ég að skilja mig eftir fram til sunnudax 11. september. Ætti að vera rúmt um mann í flugvélinni þann dag.
Í fréttum af barninu í sjálfri mér er það helst að ég fór í mæðraskoðun í gær og hafði ekki þyngst um eitt einasta gramm. Þóttu mér það góðar fréttir, en nokkuð undarlegar... Sú stækkun sem ég hef verið að sjá er þá líklega annað hvort ímynduð eða þyngdarlaus. Svo var mér uppálagt að taka járn þar sem ekki ku vera nóg af slíku í búskapnum. Lext á gaddavírsgirðingar í sveitinni.
Samt er óttalega kjánalegt að vera að fara svona seint í frí. Hugleikur kominn á fullt og ég missi af allskyns. Þykir reyndar bara betra að höfundagengið mitt úr Jólaævintýri stefni á bjór að mér fjarstaddri. Öfund er best stunduð úr fjarlægð. Ég gleymi líka og týni og afsaka mig frá partíum þessa dagana alveg eins og ég fái borgað fyrir það. Þar sem það er mér lífsins ómögulegt að vera vakandi fram yfir miðnætti, auk þess sem, sé maður ekki allavega með aðeins í öðrum fótnum, þá er það bara hreint ekki þess virði.
En það er löngu ákveðið, að það fyrsta sem ég geri, eftir að mannkyni hefur verið fjölgað og mjólkurbúi lokað, verður að drekka mig á öskrandi eyrun og herðablöðin svo undirtaki í heimsbyggðinni allri og ekki standi steinn yfir steini af siðmenningunni eftir.
1.9.05
30.8.05
Já, og annað...
Frétti um daginn að menntaðir sálfræðingar mættu víst ekki gantast með sjúkdómsheiti eins og Asperger-heilkenni á bloggum sínum, vildu þeir komast hjá samsætum með siðanefnd einkamála. Þetta þykir mér alveg hreint stórkostlegt. Sem fræðingur má maður sem sagt ekki fíflast með fræðiorð á sínu sviði.
Ég ætla að kanna þetta mál um leið og mér dettur eitthvað fyndið í hug varðandi póststrúktúralisma...
Ég ætla að kanna þetta mál um leið og mér dettur eitthvað fyndið í hug varðandi póststrúktúralisma...
Heyrið mig nú
allir mínir stafsetningar- og málfræðinördar. Það kemur fyrir að við Mörður erum ekki alveg sammála. Nú ber svo við að ég er á móti öllum. Hvaða apaheili var það eiginlega sem ákvað að það ætti að skrifa hinum megin, en ekki hinu megin? Hins vegar má segja það í einu orði með einu m-i, hinumegin.
Ég er á móti þessu bruðli með emmin. Auk þess sem mér finnst þessi beyging ekki meika neinn fokkíng sens, sama hvað Mörður segir. Ef einhver kann rökstuðning sem ég skil vil ég gjarnan heyra hann, svo ég sofi betur á nóttunni.
Var samt mun sáttari við hann Mörð minn áðan þegar hann gat staðfest þá trú mína og vissu að að vissu leyti og á næsta leiti væri ekki eins skrifað.
Þetta var málnördismi daxins.(Og, já, sennilega þykir mörgum málfasistanum ég ofnota x-in. Þessum rithætti stal ég af Varríusi og þykir vel, þar sem x hefur verið mjög vannýttur stafur lengi. Vona að til verði breiðfylking x-ista með tímanum.)
Helst er auðvitað í fréttum þessa dagana að leikhúsin ryðjast fram með vetrardaxkrár sínar. Sé ég ekki að Þjóðleikhúsið, með Sævar Sigurgeirs fremstan í flokki, er búið að stela franska leikritinu sem ég ætlaði þvílíkt að slá um mig með því að þýða einhvern tíma. Svona hefnist manni fyrir að gera ekki það sem manni dettur í hug, strax. Ekki nóg með að Sævar sé orðinn mér sneggri í viðbrögðum heldur hótar Árni því reglulega að "Ortona" mig. (Nirðir í einkamálum leikskálda vita hvað átt er við með því.)
En mikið ógurlega hlakka ég til að sjá Túskildingsóperuna í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst svo hryllilega skemmtileg tónlist í því. Sem og, auðvitað, 8 konur. (Sem ég ætla að sjá með hinu gagnrýnasta hugarfari og finna handriti allt til foráttu ;-)
Þegar ég verð búin að skoða betur hvað allir ætla að hafa að bjóða getur meiraðsegja vel verið að ég búi til einhvern topp 10 langar að sjá lista að hætti Varríusar. Svo er bara spurning hvenær minn stækkandi búkur hættir að komast í leikhússæti.
Ég er á móti þessu bruðli með emmin. Auk þess sem mér finnst þessi beyging ekki meika neinn fokkíng sens, sama hvað Mörður segir. Ef einhver kann rökstuðning sem ég skil vil ég gjarnan heyra hann, svo ég sofi betur á nóttunni.
Var samt mun sáttari við hann Mörð minn áðan þegar hann gat staðfest þá trú mína og vissu að að vissu leyti og á næsta leiti væri ekki eins skrifað.
Þetta var málnördismi daxins.(Og, já, sennilega þykir mörgum málfasistanum ég ofnota x-in. Þessum rithætti stal ég af Varríusi og þykir vel, þar sem x hefur verið mjög vannýttur stafur lengi. Vona að til verði breiðfylking x-ista með tímanum.)
Helst er auðvitað í fréttum þessa dagana að leikhúsin ryðjast fram með vetrardaxkrár sínar. Sé ég ekki að Þjóðleikhúsið, með Sævar Sigurgeirs fremstan í flokki, er búið að stela franska leikritinu sem ég ætlaði þvílíkt að slá um mig með því að þýða einhvern tíma. Svona hefnist manni fyrir að gera ekki það sem manni dettur í hug, strax. Ekki nóg með að Sævar sé orðinn mér sneggri í viðbrögðum heldur hótar Árni því reglulega að "Ortona" mig. (Nirðir í einkamálum leikskálda vita hvað átt er við með því.)
En mikið ógurlega hlakka ég til að sjá Túskildingsóperuna í Þjóðleikhúsinu. Mér finnst svo hryllilega skemmtileg tónlist í því. Sem og, auðvitað, 8 konur. (Sem ég ætla að sjá með hinu gagnrýnasta hugarfari og finna handriti allt til foráttu ;-)
Þegar ég verð búin að skoða betur hvað allir ætla að hafa að bjóða getur meiraðsegja vel verið að ég búi til einhvern topp 10 langar að sjá lista að hætti Varríusar. Svo er bara spurning hvenær minn stækkandi búkur hættir að komast í leikhússæti.
29.8.05
Sumarfrí!
Þá er komið sumarfrí, seinni hálfleikur, og ég held að við það tækifæri hafi heilinn á mér dottið úr sambandi. Er varla með meðvitund og nenni hreint ekki að byrja á öllu tiltakinu sem ég ætlaði nú aldeilis að klára í vikunni.
Um helgina fann ég hins vegar Hallgeirunginn í sjálfri mér, bakaði vöfflur og bauð fólki í þær. Fór í eitt barnaafmæli og komst að því að það eru einu staðirnir sem allt "gengið" hittist þessi árin. Svo var mikið grillað í gærkvöldi á pallinum. Mikið var viðhaft við föndrun grills og síðan étin á sig mörg göt í félagi við þau nágrannahjón Nönnu og Jón Geir. (Eða á maður að segja Jón Geir og Nönnu? Hvort er eðlilegra?)
*Geisp* Best að fara að athuga með að koma bókaflóði heimilisins í hillur.
Um helgina fann ég hins vegar Hallgeirunginn í sjálfri mér, bakaði vöfflur og bauð fólki í þær. Fór í eitt barnaafmæli og komst að því að það eru einu staðirnir sem allt "gengið" hittist þessi árin. Svo var mikið grillað í gærkvöldi á pallinum. Mikið var viðhaft við föndrun grills og síðan étin á sig mörg göt í félagi við þau nágrannahjón Nönnu og Jón Geir. (Eða á maður að segja Jón Geir og Nönnu? Hvort er eðlilegra?)
*Geisp* Best að fara að athuga með að koma bókaflóði heimilisins í hillur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)