11.9.03
Ég var búin að átta mig...
... á ungliðabyltingunni á Alþingi og sætta mig við það að mín kynslóð væri farin að þreifa sig áfram í stjórnun landsins. En, fékk samt menningarsjokk þegar ég komst að því að tannlæknirinn hérna er bara einhver Norðfirðingur á mínum aldri.
Kræst hvað maður er orðinn gamall eitthvað. Er fólk á mínum aldri svona almennt "orðið" eitthvað? Alþingismenn eða tannlæknar? Ætli ég þurfi að fara að ákveða hvað ég ætla að gera við líf mitt?
Ojbara.
... á ungliðabyltingunni á Alþingi og sætta mig við það að mín kynslóð væri farin að þreifa sig áfram í stjórnun landsins. En, fékk samt menningarsjokk þegar ég komst að því að tannlæknirinn hérna er bara einhver Norðfirðingur á mínum aldri.
Kræst hvað maður er orðinn gamall eitthvað. Er fólk á mínum aldri svona almennt "orðið" eitthvað? Alþingismenn eða tannlæknar? Ætli ég þurfi að fara að ákveða hvað ég ætla að gera við líf mitt?
Ojbara.
9.9.03
Það kom að því...
...að nútíminn náði í skottið á mér. Ég er sumsé, einu sinni enn, komin með gsm síma. Er farin að undirbúa mig andlega undir að fá aldrei að vera í friði aftur. Verð trúlega von bráðar kominn inn í netsímaskrá Landsímans, hefi menn hug á að njósna upp þessu númeri. (Já, ég valdi að skipta við Landsímann. Mér finnst Skjár Einn nefnilega góð sjónvarpsstöð og er alveg til í að láta menn þaðan stela peningunum mínum ef þeir mögulega geta.)
Annars, góður lestur í gær. Geðsjúklingarnir mínir allir að verða mjög... já. Byrjum að æfa í Valaskjálf í kvöld og verðum sumsé á endanlegu sviði væntanlega nánast allar æfingar fram að frumsýningu! (Í fimm vikur!) Þvílíkur gargandi lúxus.
...að nútíminn náði í skottið á mér. Ég er sumsé, einu sinni enn, komin með gsm síma. Er farin að undirbúa mig andlega undir að fá aldrei að vera í friði aftur. Verð trúlega von bráðar kominn inn í netsímaskrá Landsímans, hefi menn hug á að njósna upp þessu númeri. (Já, ég valdi að skipta við Landsímann. Mér finnst Skjár Einn nefnilega góð sjónvarpsstöð og er alveg til í að láta menn þaðan stela peningunum mínum ef þeir mögulega geta.)
Annars, góður lestur í gær. Geðsjúklingarnir mínir allir að verða mjög... já. Byrjum að æfa í Valaskjálf í kvöld og verðum sumsé á endanlegu sviði væntanlega nánast allar æfingar fram að frumsýningu! (Í fimm vikur!) Þvílíkur gargandi lúxus.
8.9.03
Hohó. Þetta var skemmtileg mynd. Fékk reyndar ekkert svakalega skemmtilegt út úr þessu prófi (Ástu var betra) en hef það hérna samt...
You are "Welcome to the Caribbean, love."
You're more than a little world-weary, but also
intelligent and you keep your head when things
get dodgy. You're everybody's favorite
drinking buddy, but your stubbornness does get
in the way sometimes.
Which one of Captain Jack Sparrow's bizarre sayings from Pirates of the Caribbean are you?
brought to you by Quizilla
You are "Welcome to the Caribbean, love."
You're more than a little world-weary, but also
intelligent and you keep your head when things
get dodgy. You're everybody's favorite
drinking buddy, but your stubbornness does get
in the way sometimes.
Which one of Captain Jack Sparrow's bizarre sayings from Pirates of the Caribbean are you?
brought to you by Quizilla
Menningardagur
Var ógurlega artí í gær, fór inn á Skriðuklaustur og skoðaði álfasýningu og niður á Seyðisfjörð og skoðaði myndlistarsýningu í Skaftfelli, hvoru tveggja til að ná mér í efni til menningarrýni fyrir svæðisútvarpið. Fannst ég verða einstaklega hipp og kúl kona með "carreer" a la Sex and the City.
Finnst það ekki alveg jafn mikið í dag, veit ekki mikið hvað ég á að segja um þessar sýningar, með gargandi ritstíflu og er búin að komast að því að ég hef ekki vit á neinu. Aldrei sér maður Carrie Bradshaw lenda í þessu!
Líka samlestur á Gaukshreiðrinu í gærkvöldi með næstum öllum leikurunum. Það var hrikalega gaman að heyra og mér sýnist þetta lið hafa alla burði til að gera alveg sultugóða sýningu. Gangi allt vel.
Jæja... grrr... huxhux... Hvað eru góðar klisjur í myndlist?
Var ógurlega artí í gær, fór inn á Skriðuklaustur og skoðaði álfasýningu og niður á Seyðisfjörð og skoðaði myndlistarsýningu í Skaftfelli, hvoru tveggja til að ná mér í efni til menningarrýni fyrir svæðisútvarpið. Fannst ég verða einstaklega hipp og kúl kona með "carreer" a la Sex and the City.
Finnst það ekki alveg jafn mikið í dag, veit ekki mikið hvað ég á að segja um þessar sýningar, með gargandi ritstíflu og er búin að komast að því að ég hef ekki vit á neinu. Aldrei sér maður Carrie Bradshaw lenda í þessu!
Líka samlestur á Gaukshreiðrinu í gærkvöldi með næstum öllum leikurunum. Það var hrikalega gaman að heyra og mér sýnist þetta lið hafa alla burði til að gera alveg sultugóða sýningu. Gangi allt vel.
Jæja... grrr... huxhux... Hvað eru góðar klisjur í myndlist?
7.9.03
Góðir Íslendingar,
til hamingju með okkar menn í gær, það er ekki á hverjum degi sem maður er í alvörunni fúll yfir að liðið manns sigri ekki heimsmeistarana. Mikið djö... voru okkar menn flottir. (Fyrir þá sem ekki fylgjast með, þetta var um fótbolta...)
Eníhú, mikið að gerast, Leikfélagar ruddu sínu drasli út úr Valaskjálf í gær við undirleik sándtékks hjá Brimkló. Þótti mér það viðeigandi. Endurnýjaði örlítið gömul kynni við Kára nokkurn Waage, en það er einmitt hann sem er að fara að reka þetta ágæta félagsheimili. Já, heimurinn er pínkulítill. Ég endaði með því að nenna ekki á ball með Bó og félögum, eftir þessa ágætu upphitun, sjeim.
Í dag liggur fyrir að fara um héraðið og firðina og þefa uppi nokkra menningarviðburði og athuga hvort ég nenni að blaðra um þá í útvarpið. Stjórna síðan samlestri í kvöld af harðfylgi í fjarveru Odds Bjarna sem er enn eitthvað að potast í Reykjavík. Hexhex.
til hamingju með okkar menn í gær, það er ekki á hverjum degi sem maður er í alvörunni fúll yfir að liðið manns sigri ekki heimsmeistarana. Mikið djö... voru okkar menn flottir. (Fyrir þá sem ekki fylgjast með, þetta var um fótbolta...)
Eníhú, mikið að gerast, Leikfélagar ruddu sínu drasli út úr Valaskjálf í gær við undirleik sándtékks hjá Brimkló. Þótti mér það viðeigandi. Endurnýjaði örlítið gömul kynni við Kára nokkurn Waage, en það er einmitt hann sem er að fara að reka þetta ágæta félagsheimili. Já, heimurinn er pínkulítill. Ég endaði með því að nenna ekki á ball með Bó og félögum, eftir þessa ágætu upphitun, sjeim.
Í dag liggur fyrir að fara um héraðið og firðina og þefa uppi nokkra menningarviðburði og athuga hvort ég nenni að blaðra um þá í útvarpið. Stjórna síðan samlestri í kvöld af harðfylgi í fjarveru Odds Bjarna sem er enn eitthvað að potast í Reykjavík. Hexhex.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)