Fjölskyldan er fræg um þessar mundir. Vorum tvisvar í Mogganum í gær. Annars vegar var viðtal við formann Hugleiks um sagnadagskrá sem seinni flutningur var á í gær. Meiri umfjöllun um hana skrifaði Silja Aðalsteinsdóttir á vef TMM.
Svo var líka minnst á leikritið mitt, Listina að lifa, sem er einmitt verið að fara að frumsýna annað kvöld á Iðavöllum, og þar ætlum við hjónin og Smábáturinn að vera, ef flugveðurguðinn leyfir.
Smábáturinn er síðan að fara að sýna litla einleikinn sinn frá því á Þessu mánaðarlega í október á ráðstefnu í dag. Hann og "undirleikarar" hans eru reyndar eins og Bítlarnir, hafa ekki getað verið allir á æfingu í einu. En þetta gengur nú vonandi samt bara vel hjá þeim.
Freigátan er með frægðaröfund og tók því upp á því nýnæmi að halda fyrir okkur vöku í nótt. Frægu foreldrarnir eru því með augnlokin á hælunum í dag.
9.11.06
Brjál
Það er alltaf allt í haugum. Sérstaklega annríkið. Og húsnæðin.
Núna standa yfir flutningar á heimilinu og það er eins og við mannin mælt, tóm geðbilun á öllum vígstöðvum hellist yfir um leið. Þýðingar sturtast yfir, vinnan mín er að fara að halda úrslitalestra á skrifstofunni á föstudaxeftirmiðdag. (Fer þaðan beint í flugvélina og austur í Egilsstaði með famlíuna á frumsýningu hjá sjálfri mér sem er hjá LF á morgun.) Tryggingamálin okkar eru einmitt núna líka í endurskoðun, með tilheyrandi pappírsflóði og þvagprufum, og eins og þetta væri nú ekki bara slatti þá fékk Rannsóknarskip í bakið í fyrradag og er rétt að byrja að skríða uppúr því að hreyfa sig eins og hálfnírætt gamalmenni. Já, og svo var hjólinu mínu stolið í fyrrinótt. Reyndar var annað skilið eftir í staðin... undarlegt... en löggan ætlar að taka það og ráðlagði mér að skoða tapað-fundið hjá þeim í næstu viku til að gá hvort mitt hefur skotið upp kollinum.
Er annars búin að olíubera gólfið á nýja heimilinu. Og Smábáturinn ræður sér varla fyrir hamingju yfir trampólíninu sem húsfélagið á nýja staðnum á. Heldur ekki yfir því hvað verður miklu styttra í skólann fyrir hann. Freigátan ræður sér ekki yfir hamingju yfir að geta skriðið um allt eftir eigin hentugleikum, í staðinn fyrir að vera römmuð af innan stigamarka. Ég er jafnhamingjusöm yfir sama fyrirhugaða stigaleysi... þó ég hafi örlitlar áhyggjur af spiksöfnun af hreyfingarleysi. Og Rannsóknarskip er hamingjusamur yfir heildarhamingju fjölskyldunnar.
Tóm hamingja, bara.
Núna standa yfir flutningar á heimilinu og það er eins og við mannin mælt, tóm geðbilun á öllum vígstöðvum hellist yfir um leið. Þýðingar sturtast yfir, vinnan mín er að fara að halda úrslitalestra á skrifstofunni á föstudaxeftirmiðdag. (Fer þaðan beint í flugvélina og austur í Egilsstaði með famlíuna á frumsýningu hjá sjálfri mér sem er hjá LF á morgun.) Tryggingamálin okkar eru einmitt núna líka í endurskoðun, með tilheyrandi pappírsflóði og þvagprufum, og eins og þetta væri nú ekki bara slatti þá fékk Rannsóknarskip í bakið í fyrradag og er rétt að byrja að skríða uppúr því að hreyfa sig eins og hálfnírætt gamalmenni. Já, og svo var hjólinu mínu stolið í fyrrinótt. Reyndar var annað skilið eftir í staðin... undarlegt... en löggan ætlar að taka það og ráðlagði mér að skoða tapað-fundið hjá þeim í næstu viku til að gá hvort mitt hefur skotið upp kollinum.
Er annars búin að olíubera gólfið á nýja heimilinu. Og Smábáturinn ræður sér varla fyrir hamingju yfir trampólíninu sem húsfélagið á nýja staðnum á. Heldur ekki yfir því hvað verður miklu styttra í skólann fyrir hann. Freigátan ræður sér ekki yfir hamingju yfir að geta skriðið um allt eftir eigin hentugleikum, í staðinn fyrir að vera römmuð af innan stigamarka. Ég er jafnhamingjusöm yfir sama fyrirhugaða stigaleysi... þó ég hafi örlitlar áhyggjur af spiksöfnun af hreyfingarleysi. Og Rannsóknarskip er hamingjusamur yfir heildarhamingju fjölskyldunnar.
Tóm hamingja, bara.
8.11.06
Ras
Mér finnst við eiga að vera GÓÐ við útlendinga sem vilja búa á Íslandi. Gefa þeim vinnur og allt sem þeir vilja. Við þurfum nefnilega að horfa til framtíðar. Nú benda allar heimsendaspár nefnilega til þess að skerið okkar verði algjörlega óbyggilegt innan fárra alda, annað hvort verði það sokkið í lekann úr heimskautaísnum eða orðið ísilagt af Golfstraumsleysi, og þá kemur sér nú vel að eiga inni hjá ættingjum íslenskra Pólverja og Kínverja.
Heimurinn er að minnka og blandast. Þannig er þetta bara. Eftir fáhundruð ár verður enginn lengur af einu þjóðerni eða kynþætti. Og hvað sem mönnum finnst um það, og hversu mikið sem menn ætla að grisja hver annan í prósessnum, þá er þróunin þannig. Mannkyninu er líka að fjölga og við þurfum að læra að búa þröngt eins og Japanir. Eða fara bara að grisja á milljón. Eins og Ísraelar og arabar. Þannig er það bara.
Mér finnst líka kjánalegt þegar menn ætla að fara að slá um sig með einhverju "þetta er OKKAR land" og "VIÐ erum nú búin að vera hér í einhver 1200 ár" -kjaftæði. Ég veit ekki með restina af þjóðinni, en ég er búin að búa hér í rúmlega 32 og hálft ár. Margir útlendingar hafa búið hér lengur. Og ég bjó ekki einu sinni hérna allan tímann. Bjó í næstum tvö ár Í ÚTLÖNDUM! Misnotaði þar allskonar menntun og þjónustu og ýmis hlunnindi, sjálfsagt á kostnað heimamanna, eins og allir Íslendingar sem læra erlendis gera, og færa svo varninginn heim. Eigum við ekki bara að skammast okkar?
Mér blöskraði svo rasisiminn í "Íslendingnum á götunni" í fréttunum í gær. (Eða var það í fyrradag?) Allavega, ef glæpalýðurinn sem á verktakafyrirtækin er að ráða hæft fólk með reynslu, hvers lenskt sem það er, á skítakaupi, og ef lágmarkstaxtar eru ekki þannig að hægt sé að lifa á þeim, er hvorugt við útlendinga að sakast. Það eru okkar eigin glæpamenn í samningagerð og atvinnurekstri sem standa fyrir því.
Við förum í nám erlendis. Og vinnum þar líka. Þvælumst örugglega helling fyrir þarlendum. En við megum það alveg þannig að þarlendir verða bara að bíta í sig með það. Og við verðum að gera slíkt hið sama. Ef við viljum ekki hafa útlendinga heima hjá okkur, þá verðum við líka að hætta að fara heim til þeirra. Kalla alla á danska og sænska sósíalnum heim! Og það er alveg sama hvað menn "ræða viðbrögð" á Alþingi Íslendinga, það er enginn að fara að snúa þróun mannkyns í þá átt að menn fari bara að vera heima hjá sér og hætti að skoða heiminn og prófa að búa um hann allan.
Mér finnst margir Íslendingar ekki vera að átta sig á breyttum áherslum í "hver er bestur" keppninni. Það hefur verið þannig, í örugglega þúsund ár, að það ljótasta sem hægt er að segja um Íslending er að það sé ekkert hægt að NOTA hann í vinnu. Þeir sem eru að mennta sig um of hafa löngum verið, og eru jafnvel enn, litnir hálfgerðu hornauga. ("Þetta heldur víst að það sé eitthvað.") En nú er svo komið að það mikilvægasta sem menn búa yfir, nokkurs staðar í heiminum, er góð tungumálakunnátta. Og það getur þvælst fyrir mönnum, meira að segja heima hjá sér, að búa ekki yfir svoleiðis. Kannski er eitthvað aðeins hægt að stemma stigu við þessu "vandamáli" með því að hleypa engum inn í landið nema hann hafi fyrst komið við í tungumálaskólanum á Keflavíkurflugvelli og lært íslensku reiprennandi, en ég held það verði bara ekki mjög lengi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, þá er enskan orðin esperantó nútímans. Tvennt er í boði. Að læra hana, eða ekki. Velji menn að læra hana ekki (af því að í sínu HEIMA landi á bara að tala EITT tungumál, eins og það sé eitthvað regla), þá þýðir ekkert að sitja og nöldra ofan í kaffibollann sinn við hina tvo sem ekki var heldur boðið í skemmtilega Kínapartíið hjá nýbúanum í næsta húsi.
Heimurinn er að minnka.
Menn þurfa bara að vera til friðs með það.
Eða hætta á að vera bara sjálfir grisjaðir.
Þetta var nú meiri langhundurinn.
Heimurinn er að minnka og blandast. Þannig er þetta bara. Eftir fáhundruð ár verður enginn lengur af einu þjóðerni eða kynþætti. Og hvað sem mönnum finnst um það, og hversu mikið sem menn ætla að grisja hver annan í prósessnum, þá er þróunin þannig. Mannkyninu er líka að fjölga og við þurfum að læra að búa þröngt eins og Japanir. Eða fara bara að grisja á milljón. Eins og Ísraelar og arabar. Þannig er það bara.
Mér finnst líka kjánalegt þegar menn ætla að fara að slá um sig með einhverju "þetta er OKKAR land" og "VIÐ erum nú búin að vera hér í einhver 1200 ár" -kjaftæði. Ég veit ekki með restina af þjóðinni, en ég er búin að búa hér í rúmlega 32 og hálft ár. Margir útlendingar hafa búið hér lengur. Og ég bjó ekki einu sinni hérna allan tímann. Bjó í næstum tvö ár Í ÚTLÖNDUM! Misnotaði þar allskonar menntun og þjónustu og ýmis hlunnindi, sjálfsagt á kostnað heimamanna, eins og allir Íslendingar sem læra erlendis gera, og færa svo varninginn heim. Eigum við ekki bara að skammast okkar?
Mér blöskraði svo rasisiminn í "Íslendingnum á götunni" í fréttunum í gær. (Eða var það í fyrradag?) Allavega, ef glæpalýðurinn sem á verktakafyrirtækin er að ráða hæft fólk með reynslu, hvers lenskt sem það er, á skítakaupi, og ef lágmarkstaxtar eru ekki þannig að hægt sé að lifa á þeim, er hvorugt við útlendinga að sakast. Það eru okkar eigin glæpamenn í samningagerð og atvinnurekstri sem standa fyrir því.
Við förum í nám erlendis. Og vinnum þar líka. Þvælumst örugglega helling fyrir þarlendum. En við megum það alveg þannig að þarlendir verða bara að bíta í sig með það. Og við verðum að gera slíkt hið sama. Ef við viljum ekki hafa útlendinga heima hjá okkur, þá verðum við líka að hætta að fara heim til þeirra. Kalla alla á danska og sænska sósíalnum heim! Og það er alveg sama hvað menn "ræða viðbrögð" á Alþingi Íslendinga, það er enginn að fara að snúa þróun mannkyns í þá átt að menn fari bara að vera heima hjá sér og hætti að skoða heiminn og prófa að búa um hann allan.
Mér finnst margir Íslendingar ekki vera að átta sig á breyttum áherslum í "hver er bestur" keppninni. Það hefur verið þannig, í örugglega þúsund ár, að það ljótasta sem hægt er að segja um Íslending er að það sé ekkert hægt að NOTA hann í vinnu. Þeir sem eru að mennta sig um of hafa löngum verið, og eru jafnvel enn, litnir hálfgerðu hornauga. ("Þetta heldur víst að það sé eitthvað.") En nú er svo komið að það mikilvægasta sem menn búa yfir, nokkurs staðar í heiminum, er góð tungumálakunnátta. Og það getur þvælst fyrir mönnum, meira að segja heima hjá sér, að búa ekki yfir svoleiðis. Kannski er eitthvað aðeins hægt að stemma stigu við þessu "vandamáli" með því að hleypa engum inn í landið nema hann hafi fyrst komið við í tungumálaskólanum á Keflavíkurflugvelli og lært íslensku reiprennandi, en ég held það verði bara ekki mjög lengi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða ver, þá er enskan orðin esperantó nútímans. Tvennt er í boði. Að læra hana, eða ekki. Velji menn að læra hana ekki (af því að í sínu HEIMA landi á bara að tala EITT tungumál, eins og það sé eitthvað regla), þá þýðir ekkert að sitja og nöldra ofan í kaffibollann sinn við hina tvo sem ekki var heldur boðið í skemmtilega Kínapartíið hjá nýbúanum í næsta húsi.
Heimurinn er að minnka.
Menn þurfa bara að vera til friðs með það.
Eða hætta á að vera bara sjálfir grisjaðir.
Þetta var nú meiri langhundurinn.
7.11.06
Það kemur þegar maður hættir að leita að því
Á bæði við um peninga, karlmenn og hugræna atferlismeðferðarfræðinga.
Auðvitað er það ekki þannig að þetta öðlist maður "fyrr" ef maður er ekki að leita, en maður tekur minna eftir tímanum sem líður á meðan maður er án þess. Og þá finnst manni það vera fyrr.
Er að fara í hugræna atferlismeðferð í næstu viku.
En klippingu á eftir.
Jibbíkei.
Auðvitað er það ekki þannig að þetta öðlist maður "fyrr" ef maður er ekki að leita, en maður tekur minna eftir tímanum sem líður á meðan maður er án þess. Og þá finnst manni það vera fyrr.
Er að fara í hugræna atferlismeðferð í næstu viku.
En klippingu á eftir.
Jibbíkei.
Hratthratt!
Ég held að hún Hulda hafi verið að minnast á það í kommenti um daginn hvað allt virðist gerast hratt í lífi mínu. Og ekki bara þessa dagana, heldur almennt. Það er alveg rétt. Um daginn sat ég t.d. með fjölskylduna á Pizza Hut og fékk svona óraunveruleikatilfinningu. Ef einhver hefði sagt mér, fyrir svona tveimur árum og tveimur mánuðum síðan, að 2006 myndi ég eiga fjögurra manna fjölskyldu, hefði ég nú bara sagt viðkomandi að fara heim og taka pillurnar sínar.
Mér fannst þetta reyndar mjög fínt þegar ég var yngri. Svona upp að, eða upp fyrir, 25 ára aldur fannst mér ævinlega hraði í lífinu vera af því góða. Núna er ég hins vegar aðeins farin að furða mig. Sennilega hélt ég alltaf að þegar maður væri kominn í þessa aðstöðu, með mann og börn og svona, að þá færi nú eitthvað að hægjast á þessu. Lífið að komast í fastar skorður og lognmolla að færast yfir. En það er nú eitthvað annað. Ég er að fara að flytja í 19. skiptið á ævinni, aukinheldur sem börn stækka með gífurlegum hraða og sjá til þess að hver dagur er nýrri og meira spennandi og hver öðrum ólíkari en allir þeir sem á undan fóru. Núna koma ný verkefni á hverjum degi og tíminn virðist líða hraðar en nokkru sinni fyrr. Freigátan mín verður mannalegri með hverjum deginum, og Smábáturinn er að verða unglingur. Hann hefur þroskast alveg fáránlega mikið á þessu ári sem ég er búin að eiga hann. Þar fyrir utan koma svo leikhúsmálin, en leikfélagið mitt (sem ég hef ekki þurft að hætta í vegna barneigna, því ég á svo góðan mann) er gjörsamlega að tjúllast í brjálaðri starfsemi svo maður veit ekki hvernig maður á að snúa. Og svo er verið að setja mig upp annars staðar.
Það lítur allavega ekki út fyrir að það ætli neitt að hægjast á þessu í bili.
Hins vegar eignaðist ég einn klukkutíma í sólarhringinn í gær. Allavega virka daga. Nú er hann Doktor minn Phil horfinn af öldum ljósvakans og í staðinn komið... "eitthvað"... sem ég nenni alls ekki að horfa á. Allt í einu er tíminn á milli 5 og 6 á daginn bara galopinn fyrir hvað sem er. (Eins og að pakka niður í kassa.) Enda vissi ég ekkert hvað ég átti að gera af mér á þessum tíma í gær.
Mér fannst þetta reyndar mjög fínt þegar ég var yngri. Svona upp að, eða upp fyrir, 25 ára aldur fannst mér ævinlega hraði í lífinu vera af því góða. Núna er ég hins vegar aðeins farin að furða mig. Sennilega hélt ég alltaf að þegar maður væri kominn í þessa aðstöðu, með mann og börn og svona, að þá færi nú eitthvað að hægjast á þessu. Lífið að komast í fastar skorður og lognmolla að færast yfir. En það er nú eitthvað annað. Ég er að fara að flytja í 19. skiptið á ævinni, aukinheldur sem börn stækka með gífurlegum hraða og sjá til þess að hver dagur er nýrri og meira spennandi og hver öðrum ólíkari en allir þeir sem á undan fóru. Núna koma ný verkefni á hverjum degi og tíminn virðist líða hraðar en nokkru sinni fyrr. Freigátan mín verður mannalegri með hverjum deginum, og Smábáturinn er að verða unglingur. Hann hefur þroskast alveg fáránlega mikið á þessu ári sem ég er búin að eiga hann. Þar fyrir utan koma svo leikhúsmálin, en leikfélagið mitt (sem ég hef ekki þurft að hætta í vegna barneigna, því ég á svo góðan mann) er gjörsamlega að tjúllast í brjálaðri starfsemi svo maður veit ekki hvernig maður á að snúa. Og svo er verið að setja mig upp annars staðar.
Það lítur allavega ekki út fyrir að það ætli neitt að hægjast á þessu í bili.
Hins vegar eignaðist ég einn klukkutíma í sólarhringinn í gær. Allavega virka daga. Nú er hann Doktor minn Phil horfinn af öldum ljósvakans og í staðinn komið... "eitthvað"... sem ég nenni alls ekki að horfa á. Allt í einu er tíminn á milli 5 og 6 á daginn bara galopinn fyrir hvað sem er. (Eins og að pakka niður í kassa.) Enda vissi ég ekkert hvað ég átti að gera af mér á þessum tíma í gær.
6.11.06
Ammli og sögur
Elsku Rannsóknarskipið mitt varð 34 ára í gær. Ég hélt upp á afmælið hans með því að troða í hann mat í hvert sinn sem ég sá hann. Eldaði meiraðsegja hrygg í gærkvöldi. (Sem var búinn að vera í frystinum í ár, og ég þverneitaði að flytja upp á Ránargötu.)
Annars voru annir um helgina og því lítið gert í flutningsmálum. Rannsóknarskip var að æfa fyrir Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum, en það var frumflutt í gærkveldi. Í þetta sinn segja Hullarar sögur af forfeðrum sínum og bresta annað slagið í fallegan söng. Úr þessu varð óskaplega falleg sýning. Ég mæli algjörlega með þessu. Þetta verður aftur sýnt á fimmtudagskvöldið.
Næst á daxkrá er síðan að reyna að koma einhverri hreyfingu á eitthvað af dóti til flutnings, flytja jafnvel geymsludót og bækur og eitthvað í vikunni, en síðan er ferð heitið til Egilsstaða um næstu helgi hvar öll fjölskyldan ætlar að vera viðstödd frumsýningu á höfundarverki voru sem heitir núna Listin að lifa. Verður mikið um dýrðir og ég ætla að klæðast kínverskum kjól sem Hugga syss ætlar að lána mér. Svo er ég búin að panta klippingu og litun. (Það skemmtilegasta við að skrifa leikrit er að mæta íðilfagur á frumsýningu.)
En það verður ekki mikið skrið á flutningum um helgar á meðan annríkið er svona. Móðir mín er búin að boða komu sína til aðstoðar eftir þarnæstu helgi. Opinber Flutningsdagur hefur verið settur svona umþaðbil 20. nóv. Þá verður allt þetta þunga flutningabílað yfir og tannburstar fluttir. Huxanlega eitthvað keyrt í sorpu í leiðinni.
Svo ætla ég að gera aðventukrans. Allt dauðskipulagt.
Annars voru annir um helgina og því lítið gert í flutningsmálum. Rannsóknarskip var að æfa fyrir Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum, en það var frumflutt í gærkveldi. Í þetta sinn segja Hullarar sögur af forfeðrum sínum og bresta annað slagið í fallegan söng. Úr þessu varð óskaplega falleg sýning. Ég mæli algjörlega með þessu. Þetta verður aftur sýnt á fimmtudagskvöldið.
Næst á daxkrá er síðan að reyna að koma einhverri hreyfingu á eitthvað af dóti til flutnings, flytja jafnvel geymsludót og bækur og eitthvað í vikunni, en síðan er ferð heitið til Egilsstaða um næstu helgi hvar öll fjölskyldan ætlar að vera viðstödd frumsýningu á höfundarverki voru sem heitir núna Listin að lifa. Verður mikið um dýrðir og ég ætla að klæðast kínverskum kjól sem Hugga syss ætlar að lána mér. Svo er ég búin að panta klippingu og litun. (Það skemmtilegasta við að skrifa leikrit er að mæta íðilfagur á frumsýningu.)
En það verður ekki mikið skrið á flutningum um helgar á meðan annríkið er svona. Móðir mín er búin að boða komu sína til aðstoðar eftir þarnæstu helgi. Opinber Flutningsdagur hefur verið settur svona umþaðbil 20. nóv. Þá verður allt þetta þunga flutningabílað yfir og tannburstar fluttir. Huxanlega eitthvað keyrt í sorpu í leiðinni.
Svo ætla ég að gera aðventukrans. Allt dauðskipulagt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)