14.2.09

Horfðá björtu...

Ekki skal ég reyna að mæla bót vitleysisganginum í að skella sér á syng-kvínandi fyllerí, (eitt af þessum ca. fjórum á árinu), akkúrat þegar geðheilsan hefur náð botni og lyfjameðferð er rétt nýhafin. Sennilega hef ég nú bara oft gert margt gáfulegra. Er enda nánast í fósturstellingu í dag með ofsakvíða fyrir lífinu og fýlustrenginn við þanþolsmörk. Hefði maður ef til vill átt að halda sig heima og drullast í jóga kl. 10 í morgun? Að öllum líkindum.
Góðu fréttirnar eru þær að meðferðir eru að hefjast, allt horfir til betri vegar fljótlega og ég veit það alveg og man.

Og gaman var í gær. Afskaplega. Takk fyrir síðast, allir. Kannski sérstaklega sjaldséði hvíti hrafninn hún Habbý.

Eníveis. Í tilefni allra þessara geðbólgna er rétt að tína til slatta af jákvæðum, góðum og dásamlegum fréttum sem ekki hafa komist að fyrir pólitísku hnussi og reiðilestrum. Rannsóknarskip og Ólafi eru búnir að vera gjörsamlega á trilljón á baðherberginu alla vikuna að hamast við að skipta um allt íðí. Nánast. Eftir að rúmum 200 þúsund kalli var spreðað á hjól hagkerfisins hefur hagræðing orðið á baðherberginu þannig að nú úir þar og grúir af geymsluplássi í hvívetna auk þess sem gólfpláss er alveg nóg til að jafnvel megi taka nokkur dansspor við að troða í þvottavél og þurrkara.

Svona í leiðinni voru verslaðar hillur á heilan vegg í barnaherbergis-skrifstofunni. Ágætasta mubla úr Ikea sem ég hef haft ágirnd á síðan hún kostaði um þriðjungi minna. Og nú hefur kommóðum verið staflað hverri uppá aðra í svefnherberginu hjá okkur. Ég held við hljótum að fara að setja einhvers konar met í plássnýtingu. Fimm manna fjölskylda með píanó í 80 fermetrum? Og er bara nokkuð rúmt og kósí.

En nú þarf að safna meiru í klósettsjóðinn áður en farið verður í frekari framkvæmdir. Og mér finnst afar ólíklegt að við nennum meiru á þessu ári.

Svo gengur bara ferlega vel í "vinnunni" og svona. (Held ég... nema þegar ég fæ ógurleg kvíðaköst og finnst ég gera allt ööööömurlega... en ég vona nú að það sé bara geðveikin.) Vitleysan í gær byrjaði reyndar með því að tekið var á móti bókmenntafræðinemum í vísindaferð. Soldið spes að vera hinumegin á því.

Já, svo spær maður auðvitað bara í doktorsnám í kreppunni. Var svo lánsöm að hitta einmitt svoleiðis fólk í gærkvöldi, doktorsnema í bókmenntafræði semsagt, einmitt svolítið búin að velta þessu fyrir mér og fékk mörg ráð og góð um hvernig maður ber sig að í slíku og hvílíku. Í dag var ég síðan eitthvað að leggja mig og fékk hugmynd að efni. Ræddi það við Rannsóknarskip og hann fann enn skemmtilegri vinkil og þetta er einmitt rannsóknarefni sem maklegt og réttvíst er að rannsaka núna akkúrat á næstu árum. Svo það getur vel verið að ég sæki um. (Reyndar eftirspurnin örugglega svakaleg fyrir haustið, en kannski sakar ekki að gá.)

Mikið svakalega langar mig í eitthvað subbulega þynnkulegt að borða, akkúrat núna!

Skemmtanaskattur

Mikið voru nú skemmtilegir Hálfvitatónleikarnir í gær.
Og nú er aldeilis komið að skuldadögum.
Er þynnri, andlega sem líkamlega, en ég hef verið lennnngi.

Jafnar sig vonandi einhverntíma.

13.2.09

Fjárhagslegt valdarán AGS

Þeir sem óttast ógurlega sjálfstæðismissi við inngöngu í EB ættu að lesa þennan.

Ég hef illan bifur á þessu og gleðst eiginlega alveg heils hugar yfir því að ríkisstjórnir, gömul sem ný, séu ekki að standa sig í stykkinu við að hlýða skilyrðunum... sem stundum ku ekki eiga að vera til.

"Ég bara í fýla" á BBC

Ég sá, fyrir algjöra tilviljun, viðtalið við fyrrverandi forsætisráðherra í gærkvöldi. Ekki kom hann nú vel út úr því, blessaður. Það var satt að segja mjög þjáningarfullt á að horfa. Sérstaklega þar sem maður fann greinilega að bullið sem stjórnmálamenn hér í Íslandi bjóða okkur uppá flýgur "hvergi annarsstaðar í hinum vestræna heimi," eins og sá sem ekki má nefna gæti komist að orði.

Og annar algengur misskilningur meðal íslenskra stjórnmálamanna. Að það sé kúlla að tala ensku í mikilvægum viðtölum, með ömurlegan framburð og í besta falli skítsæmilegan orðaforða, frekar en að brúka túlka. Þar með geta með litið gáfulega út meðan þeir svara á sinni tungu og fengið bullið síðan túlkað af þrautþjálfuðum einstaklingi með gott vald á viðtökumálinu.

Það er eins og mönnum þyki svo kúl að geta sýnt fram á að þeir "kunni útlensku" að þeir átti sig ekki á því að þeir kunni hana ekkert almennilega. Ég hef enn ekki heyrt til íslensks stjórnmálamanns sem hefur sannfærandi tök á ensku.

Dorritt er krúttleg þegar hún segir Ísland vera "stórasta land í heimi". En hvernig myndum við taka þjóðarleiðtoga sem segði bara:
"Ég ekki vita."
"Ég ekki skilja það svoleiðis."
"Ég ekki segja það. Hann vera vinur minn."
"Nei! Ég bara fara í fýla og ekkert tala við Gordon Brown!"
"Hann Kúkalabb!"

Myndum við taka þennan mann alvarlega? Eða þjóð sem kaus hann til lýðræðislegrar forystu oft og mörgum sinnum?

Éld við verðum að sætta okkur við það vera endanlega orðin hirðfíflið í alþjóðasamfélaginu.

11.2.09

Ríkisstjórn Framsóknar og IMF

Nú held ég að Jóhanna ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Við þessi skilyrði er ekki hægt að starfa.

Landið getur þá bara verið "stjórnlaust" fram yfir kosningar. Er hvort eð er á hraðri leið lóðbeint til helvítis með sækópatinn í Seðlabankanum.

Skríllinn fær þá kannski vinnufrið á meðan til að bera manninn út.

Orðabók Andskotans

stendur undir nafni í dag. Orð og orðasambönd sem ég hef nýlega lært:

Skortur á lausafé/lausafjárþurrð: Að vera búinn að eyða öllum peningunum sínum, og meiru ti, í gagnslítið drasl.

Ég veit ekki um aðra landsmenn, en ég er eiginlega ennþá að jafna mig á þeim fréttum að bankarnir hafi þurft á lánum að halda til að borga af öðrum lánum. Þegar einstaklingur tekur lán til að borga af öðru láni er hann á bullandi neyslufylleríi og líklegast með allt niður um sig. Að þríbankinn íslenski skuli hafa verið orðinn hreinlega vanur svoleiðis fáránleika er ennþá eitt af því sem mér finnst mest sjokkerandi við bankahrunið. Ekki að aumingja greyis bankarnir hafi ekki fengið lán, heldur að þeir hafi þurft lán. Og mér er bara alveg skítsama hvað menn segja um "kaupin á eyrinni" og hvernig þau gerast og að lánsfé hafi verið "ódýrt". Lánsfé er aldrei ókeypis og öll lán þurfa allir að borga. Líka bankar. Og það að bankinn hafi þurft að fá lánaða einhverja milljarða, oft á ári, til að borga af láni er auðvitað ekkert minna en fáránlegt.

Ofurlaun: Mesti fávitaháttur sögunnar
Ákvarðanir sem teknar voru um að greiða ákveðnum mönnum svokölluð ofurlaun var víst að erlendri fyrirmynd. Aðaleigendur og stjórnendur bankanna urðu að vera "samkeppnishæfir" við erlenda menn í sambærilegum störfum í flottræfilshætti. Og nú sjá menn umvörpum að sér í þjóðfélögum sem eru ekki nærri því eins mikið á hausnum og við.
Persónlulega myndi ég nú treysta manni betur fyrir peningunum mínum sem kann að gera mikið úr litlu en þeim sem gerir mikið að engu.

Lýðræði: Það sem stjórnvöld haga sér eins og meirihluti þjóðarinnar vill.
Þannig er það bara. Hvort sem Sjálfstæðismönnum líkar betur eða ver.
Og hvort sem þjóðinni líkar betur eða ver. Ofurfrjálshyggjan hefur verið við völd vegna þess að nokkuð vænn skammtur þjóðarinnar hefur kosið hana.
Sá flokkur fær mitt atkvæði sem gerir það að sínu eina og stærsta stefnumáli að sjá til þess að Sjálfstæðismenn komi ekki nálægt kjötkötlunum í laaaaangan tíma.
Annars verður það bara flóttamennska í Manitoba.

10.2.09

Mig kætir

hve oft ég hef heyrt Dallas-aðferðina bera á góma undanfarið.

Líklega sú tillaga sem ég hef oftast heyrt nefnda að "lausn" á kreppuveseninu.
Sennilega bara spurning um útfærslu.

Að partíja eins og árið sé 2007? Eða kannski bara 1990?

Nah... þetta var ekkert líf áður en Smells Like Teen Spirit kom út.

1992, kannski?

9.2.09

Þeir sem eru að bugast af samúð með Davíð Oddssyni

...þurfa greinilega smá upprifjun. Og smá lista yfir glæpina.

Látið ekki Sjálfstæðiskórinn rugla ykkur í ríminu.
Ekki í þetta sinn.

Meiri barning við Seðlabankann á morgun!
Mæli með því að daginn sem lögin verða samþykkt verði safnast saman við Seðlabankann og barið þar til uppsögn hefur formlega verið tilkynnt.
OG EKKERT KJAFTÆÐI UM AÐ MANNHELVÍTIÐ FÁI LAUN Í 7 ÁR!
Menn hafa verið reknir með skít og skömm fyrir minni sakir en að hafa sett þjóðfélagið á hausinn. Þó svo eigi að heita að hann hafi verið "einn af mörgum." Veit einhver til þess að Davíð Oddsson hafi leyft samstarfsfólki sínu að ráða einhverju sem hann hefur viljað ráða?

Spurning um að taka mistökum sínum af meiri reisn en að grenja um einelti og ofsóknir, maðurinn sem hefur verið öllum öðrum í íslenskum stjórnmálum atorkusamari í einmitt því að ryðja mönnum úr störfum og embættum, hægri og vinstri, ef þeir voga sér að taka ekki þátt í að taka undir hans sjónarmið, sem öll miða að því að hlaða undir hans eigið rassgat.

Auðvitað er maðurinn ekkert í lagi. Því minni ástæða til að hafa hann í framlínunni þegar bjarga á efnahag lands og þjóðar. Sjálfstæðisfávitinn í Kastljósinu vildi meina að reynsla Davíðs fælist í "farsælli stjórnun efnahagsmála" í stjórnartíð hans sem forsætisráðherra. Ég veit ekki betur en skuldasúpan sé bein afleiðing einmitt þeirrar frjálshyggjufávitastefnu sem þar hófst.

Já, og best að taka það fram. Ég er ekki haldin Blindu Hatri heldur Afar Upplýstri Óbeit.
Og þetta heitir ekki Einelti heldur Karma.

Hið sjúka geð

Snillingar eru þunglyndir og geðveikir.
Margir mestu snillinganna eru meiraðsegja ekkert ógjarnan alveg kolsnar.

Svo hljóðar málsvörn mín sem ég stefni á heilbrigðiskerfið, enn einn ganginn í slagsmálum við svartan hund með kvíðaröskun.

Nú skal endurheimtur hæfileikinn til að taka smávægilegum hnökrum á daglegum rextri með því að yppa öxlum og segja "fooookkitt!" í stað þess að fara að grenja.

Hvað segja menn annars?
Allir hressir?
Davíð?
Dorritt?
Hvalveiðar?

Getraun um forsætisráðherra og bankastjóra

Ef þið lagið ekki þvæluna sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr.

Hvaða forsætisráðherra skrifar til (banka)stjóra hvaða stofnunar sem hann ku ekkert eiga með að hafa afskipti af?

Vísbending: Það er ekki sama hvort er, forsætisráðherra eða Bubbi kóngur.

Fyndiiiið.

Svo ætla ég, alveg án leyfis höfunda, að birta fynd sem ég sá á fésbókinni:

Ásta Gísladóttir spáir í hvort jarðvegurinn sé ekki hárréttur fyrir nýja uppsetningu á Bubba kóng.
Oddur Bjarni Þorkelsson: er hún ekki í gangi - ósýnilega leikhúsið í seðlabankanum?

Algjörlega!
Mar verður að fara að lesa Jarry. Ég held hann sé fyndnari en venjulega, þessa dagana.

8.2.09

Pffff...

Er enginn annar en ég vonsvikinn? Ég hélt að Davíð væri að undirbúa einhverja meiriháttar Bombu. En svo étur hann bara upp hreinsana- ofsóknaslefuna úr stuttbuxnadeildinni. Ég bjóst nú við einhverju meira krassandi.

Enda átti auðvitað ekkert að vera með einhverjar aðvaranir. Bara reka seðlabankagaurana, hvorki með meiri né minni viðhöfn en aðra pólitískt ráðna apaketti sem reynst hafa kolvanhæfir í embætti sínu. Eins og fjárhagsstaða landsins í dag sýnir.

Mér finnst líka ferlega fyndið þegar menn eru að nota þau mótrök við aðgerðum ríkisstjórnar eða annarra að ekki sé "hefð" fyrir að gera hlutina svona eða hinsegin.
Það er búið að ræna okkur. Við erum á hausnum. Enginn veit hvort atvinnuleysisbætur verða til í árslok og atvinnulaust fólk í óseljanlegum húsum með óseljanlega jeppa á myntkörfulánum er þegar orðið nauðbeygt að sækja um aðstoð til Mæðrastyrksnefndar þar sem menn éta jú varla flatskjáina sína.

Menn geta nú bara troðið þessum hefðum upp í helblá rassgötin á sér, þar sem þær eiga heima.