19.6.04

Stund milli ferða
Komin heim eftir 18 tíma ferðalag. Búin að skola af mér illu írsku frjókornin sem eru búin að vera í nefinu á mér í heila eilífð. Líka búin að smakka á tollinum og reykja áttahundruð sígrettur í röð. Á eftir að pakka og endurpakka svo ég verði tilbúin í flugið norður í fyrramálið. (Líka búin að hrósa happi yfir að ætla ekki að vera á útskriftinni minni á morgun, hefði sennilega alveg steinsofið yfir henni.)

Annars, frekar kúl að vera að fara að útskrifast á kvenréttindadeginum 19. júní. Og viðeigandi, eftir þetta fína femínistavekjandi námskeið sem ég er að koma af. (Ef Lárusi Vilhjálmssyni finnst ég hafi verið vond við karlmenn í verkum mínum hingað til og málað þá dökkum litum... tja, þá fær hann sjálfsagt martraðir yfir því sem á eftir að koma.)

Allavega, keellingar landsins, til hamingju með daginn á morgun.

Hélt ítarlega dagbók á meðan ég var úti, þó ég hafi aldrei komist með hana á bloggið. Hún verður sennilega birt í einhverjum slöttum á næstunni. Svo er búið að panta hjá mér blogg á enskri tungu sem á að fjalla um ýmsar hliðar hugtaxins "stupidism" sem ég huxa að útleggist á íslenska tungu bjánismi. Það kemur.

Best að pakka og endurpakka og klára bjórinn og sofa.