frumsýnir í kvöld Kardemomubæinn. Sá "treiler" úr sýningunni á freyvangur.net. Eru einhverjir fleiri en ég sem finna lykt af kaptein morgan í kók þegar þeir heyra lög úr þessu leikriti?
Er að fara með Freigátuna í sína fyrstu heimsókn út í Hugleikhús. Vona bara að hún verði ekki til ófriðar. Smábátur er fyrir norðan um helgina. Rannsóknarskip fær að fara á tónleika á eftir og út að djamma og bjóða vinum sínum heim í póker í kvöld. Þá ætla ég að vera í hagkaupsslopp með rúllur í hárinu.
Fórum í gær í gífurlega ferð sem endaði á bókamarkaðnum í Perlunni. Nú á ég m.a. tvær ólesnar Agötur Kristír. Þannig að nú er eins gott fyrir Freigátuna að vera ekki að trufla á viðkvæmum tímum í söguþræðinum, annars verður gripið til viðeigandi ráðstafana.
Erum öll sybbin í dag. Freigáta er þeirrar skoðunar að maður eigi að djamma á föstudaxkvöldum.
25.2.06
23.2.06
22.2.06
Andsetinn dagur...
Freigátan er búin að vera öskrandi eins og umskiptingur meira og minna í allan dag og gubbaði í síðustu samfelluna sem hún kemst í. Rannsóknarskip slasaði sig undir tungunni með blýanti (ekki spyrja) og er búinn að vera að bíða á íslensku Bráðavaktina í 2 tíma. (Hún er sem sagt ekki sérlega bráð...) Smábátur er hins vegar loksins að verða búinn að ná úr sér flensunni sem hann er búinn að liggja í í viku.
Enda eins gott að eitthvað er á uppleið, annars færi Móðurskipið á taugum.
Og hjúkkan kom í dag og vigtaði freigátuna. Hún er orðin 4,350 kg, bara búin að þyngjast um 150 grömm þessa vikuna. Og örugglega búin að léttast um þau aftur af öllum öskrunum seinnipartinn. Fáránlegur hávaði sem svona pínulítið fólk getur gert.
Enda eins gott að eitthvað er á uppleið, annars færi Móðurskipið á taugum.
Og hjúkkan kom í dag og vigtaði freigátuna. Hún er orðin 4,350 kg, bara búin að þyngjast um 150 grömm þessa vikuna. Og örugglega búin að léttast um þau aftur af öllum öskrunum seinnipartinn. Fáránlegur hávaði sem svona pínulítið fólk getur gert.
21.2.06
Brjóst!
Eftirfarandi fjallar um brjóstagjafir. Alls ekki áhugavert fyrir aðra en áhugasama.
Það kom mér svolítið spánskt fyrir sjónir á meðgöngunni hversu mikið var áróðrað í varðandi brjóstagjöf. Mér fannst þetta nú eiginlega algjört "selfölgelighed". Auðvitað hefur maður krakkann á brjósti. En ekki hvað? Og lítur út fyrir að vera einfaldasta mál í heimi.
Reyndist alls ekki vera eins einfalt og það virtist. Eiginlega alveg hryllilega mikið hundandskoti vont. Alveg fyrstu tvo mánuðina, segir mín besta heimild. Og þá fór ég að skilja áróðurinn.
Af hverju, samt? Þetta á að vera svakalega náttúrulegt og næstum það eina sem við gerum ennþá eins og aðrar skepnur. En í okkar þjóðfélagi erum við með sérmenntaða brjóstagjafaráðgjafa, til að kenna okkur að gera þetta eftir öllum reglum kúnstarinnar. Og sé þeim ekki fylgt í þaula fer mjólkin til andskotans og maður situr eftir með uppnöguð brjóst.
Hvernig var þetta eiginlega hægt fyrir tíma þurrmjólkur og brjóstagjafaráðgjafa, fyrst þetta er svona innilega ekki meðfætt eða sjálfgefið? Hvernig fara kellingar að í þróunarlöndum þar sem hvorugt er til heldur? Held að svarið liggi kannski í því að kannski væru brjóstin á okkur ekki þessir bévuðu ömingjar ef þau væru oftar strípuð og lafandi niður á maga, eins og í Afríku og fornöld.
Semsagt, í þágu einfaldari brjóstagjafa, allir úr að ofan!
Það kom mér svolítið spánskt fyrir sjónir á meðgöngunni hversu mikið var áróðrað í varðandi brjóstagjöf. Mér fannst þetta nú eiginlega algjört "selfölgelighed". Auðvitað hefur maður krakkann á brjósti. En ekki hvað? Og lítur út fyrir að vera einfaldasta mál í heimi.
Reyndist alls ekki vera eins einfalt og það virtist. Eiginlega alveg hryllilega mikið hundandskoti vont. Alveg fyrstu tvo mánuðina, segir mín besta heimild. Og þá fór ég að skilja áróðurinn.
Af hverju, samt? Þetta á að vera svakalega náttúrulegt og næstum það eina sem við gerum ennþá eins og aðrar skepnur. En í okkar þjóðfélagi erum við með sérmenntaða brjóstagjafaráðgjafa, til að kenna okkur að gera þetta eftir öllum reglum kúnstarinnar. Og sé þeim ekki fylgt í þaula fer mjólkin til andskotans og maður situr eftir með uppnöguð brjóst.
Hvernig var þetta eiginlega hægt fyrir tíma þurrmjólkur og brjóstagjafaráðgjafa, fyrst þetta er svona innilega ekki meðfætt eða sjálfgefið? Hvernig fara kellingar að í þróunarlöndum þar sem hvorugt er til heldur? Held að svarið liggi kannski í því að kannski væru brjóstin á okkur ekki þessir bévuðu ömingjar ef þau væru oftar strípuð og lafandi niður á maga, eins og í Afríku og fornöld.
Semsagt, í þágu einfaldari brjóstagjafa, allir úr að ofan!
Klukk
Þó ég hafi fáránlega lítinn tíma til að lesa annarra manna blogg, sá ég að Varríus klukkaði mig. Þá verð ég að láta klukkast.
Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina
Póst-út-berari
Barna-í-sumarbúðum-passari
Prófarkalesari á DV (þangað til ég var rekin)
Ritari (Á ýmsum stöðum, oft.)
Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur
Harry Potter (Allur)
Bridget Jones (Báðar)
Anna í Grænuhlíð (Eins og hún leggur sig)
Elías (Allar 5)
Og fullt í viðbót. Les margt oft.
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Mary Poppins
French Kiss
Die Hard
Arachnophobia
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég reyni að missa ekki af
Lost
Desperate Housewifes
Law & Order
Survivor
(Og ótalmargt fleira!)
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Egilsstaðir
Reykjavík
Montpellier
Glasgow
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Patreksfjörður
Dalvík
Mallorca
Viljandi
Fjórar síður sem ég skoða daglega
Hmmm. Þessa dagana skoða ég ekkert daglega, nema reyni að komast yfir slatta af random boggum.
Fjórir veitingastaðir sem ég held uppá
St. Anne's Pizza í Montpellier
Hornið
Tapas
Hótel Mamma
Fernt matarkyns sem ég held uppá
Pizza
Almennt allur matur sem ég bý ekki til sjálf.
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna
Hvergi. Er heima hjá mér sem er besti staður í heimi.
Fjórir hlutir sem ég hlakka til
Ná fullri hreyfifærni
Hætta með barn á brjósti (mega drekka bjór eins og ég vil)
Þegar sama barn fer að sofa heilar nætur í einu
Næsti höfundafundur Hugleix
Sýnist vera búið að klukka alla sem ég þekki, svo ég ætla ekki að klukka neinn.
Fjórar vinnur sem ég hef unnið um ævina
Póst-út-berari
Barna-í-sumarbúðum-passari
Prófarkalesari á DV (þangað til ég var rekin)
Ritari (Á ýmsum stöðum, oft.)
Fjórar bækur sem ég gæti lesið aftur og aftur
Harry Potter (Allur)
Bridget Jones (Báðar)
Anna í Grænuhlíð (Eins og hún leggur sig)
Elías (Allar 5)
Og fullt í viðbót. Les margt oft.
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Mary Poppins
French Kiss
Die Hard
Arachnophobia
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég reyni að missa ekki af
Lost
Desperate Housewifes
Law & Order
Survivor
(Og ótalmargt fleira!)
Fjórir staðir sem ég hef búið á
Egilsstaðir
Reykjavík
Montpellier
Glasgow
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Patreksfjörður
Dalvík
Mallorca
Viljandi
Fjórar síður sem ég skoða daglega
Hmmm. Þessa dagana skoða ég ekkert daglega, nema reyni að komast yfir slatta af random boggum.
Fjórir veitingastaðir sem ég held uppá
St. Anne's Pizza í Montpellier
Hornið
Tapas
Hótel Mamma
Fernt matarkyns sem ég held uppá
Pizza
Almennt allur matur sem ég bý ekki til sjálf.
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna
Hvergi. Er heima hjá mér sem er besti staður í heimi.
Fjórir hlutir sem ég hlakka til
Ná fullri hreyfifærni
Hætta með barn á brjósti (mega drekka bjór eins og ég vil)
Þegar sama barn fer að sofa heilar nætur í einu
Næsti höfundafundur Hugleix
Sýnist vera búið að klukka alla sem ég þekki, svo ég ætla ekki að klukka neinn.
20.2.06
Opinber Frumsýning...
Jæjah. Þá held ég að Móðurskipið sé komið nógu vel á lappirnar til að óhætt sé að opna fyrir almennan gestagang, svona fyrir þá sem vilja skoða Freigátuna, svona læf. Mönnum er samt ráðlagt að hringja á undan sér til þess að ég geti nú hellt uppá og skellt í kleinur. (Einmitt. Glætan. Þeir sem eru heppnir fá pressukönnukaffi, en allar líkur eru á því að menn fái bara ælublautt og kúkalyktandi barn í fangið og skulu gera sig ánægða...)
Annars er ég búin að sjá að svona ungbarnaumönnun krefst ekki beint hæfni í að múltítaska. Maður þarf hins vegar að hafa ágætis minni til að muna að klára það sem maður byrjar á. Eftir daginn get ég venjulega rakið eftir sjálfa mig slóð af hálfísettri þvottavél, hálfúrtekinni uppþvottavél, hálfskrifuðum bloggfærslum og hálfítilteknum herbergjum um allt hús. Og á kvöldin man ég síðan ævinlega eftir öllu hinu sem ég ætlaði en náði aldrei að byrja á.
Ótrúlega flókið að vera svona heimavinnandi. Ætla ekki að gera það að ævistarfi.
Annars er ég búin að sjá að svona ungbarnaumönnun krefst ekki beint hæfni í að múltítaska. Maður þarf hins vegar að hafa ágætis minni til að muna að klára það sem maður byrjar á. Eftir daginn get ég venjulega rakið eftir sjálfa mig slóð af hálfísettri þvottavél, hálfúrtekinni uppþvottavél, hálfskrifuðum bloggfærslum og hálfítilteknum herbergjum um allt hús. Og á kvöldin man ég síðan ævinlega eftir öllu hinu sem ég ætlaði en náði aldrei að byrja á.
Ótrúlega flókið að vera svona heimavinnandi. Ætla ekki að gera það að ævistarfi.
19.2.06
Mont
Var búin að gleyma að það er konudagur. Í tilefni daxins þreif Rannsóknarskip allt húsið og fór með mig í gönguferð og keypti handa mér tertu. (Ætli honum finnist megrunin mín ganga fullhratt fyrir sig?) Í tilefni þess að ég á svo góðan mann, eins og segir í laginu, ætla ég að setja inn pabbalegar myndir:
Feðginin í Hreiðrinu, morguninn eftir fæðingu.
Sætir feðgar á aðventunni.
Feðginin í Hreiðrinu, morguninn eftir fæðingu.
Sætir feðgar á aðventunni.
Ussuss
Alveg þriggja daga gúrka. Þetta gengur náttlega ekki. En Freigátan er búin að vera með átsýki og Smábátur með flensu þannig að heimilið hefur verið dáldið á haus.
Og nú halda allir að það sé alveg bráðum að fara að koma fuglaflensa. Alveg er ég viss um að, á meðan allir glápa upp í loftið eftir fuglum með hósta, þá kemur eitthvað annað aftan að okkur. Hefur einhver t.d. athuga fiskana nýlega. Mér þætti mest gaman ef það kæmi t.d. grænmetisflensa. Allt pakkið sem væri búið að lifa "heilsusamlegu" lífi og líta niður á hamborgaraétandi almúgann fengi drepsótt. Fastagestir McDonalds lifðu góðu lífi. Hahahaha!
Sosum eins og þegar hipparnir vorum búnir að hrista skömmina af kynlífinu og þá kom í ljós að þeir voru allir með eids.
Freigátan varð þriggja vikna í gær. Í tilefni af því fór hún upp um bleyjustærð og óx upp úr minnstu fötunum sínum. Aukinheldur hækkaði hún hljóðstyrk um nokkur desíbel og hljómar nú í frekjuköstum ekki lengur eins og stunginn grís heldur, með orðum Smábáts, eins og söngvarinn í Rammstein. En nú sefur hún vært við óminn af einhverri ofurklassík sem Rannsóknarskipið er að spila á meðan hann ryksugar.
Og, það er komin dagsetning á skírn. Hún verður framin þann 8. apríl í Dómkirkjunni af honum Séra Hjálmari Jónssyni. Við ætlum ekki að gera neitt geðveikt vesen, það verður engin skyldumæting fyrir neinn, ættingjar, vinir og kunningjar mega mæta ef þeir nenna. Þetta verður bara voða frjálslegt og á eftir verður bara smá eitthvað hérna heima, en alveg örugglega engar sautján sortir.
Og nú halda allir að það sé alveg bráðum að fara að koma fuglaflensa. Alveg er ég viss um að, á meðan allir glápa upp í loftið eftir fuglum með hósta, þá kemur eitthvað annað aftan að okkur. Hefur einhver t.d. athuga fiskana nýlega. Mér þætti mest gaman ef það kæmi t.d. grænmetisflensa. Allt pakkið sem væri búið að lifa "heilsusamlegu" lífi og líta niður á hamborgaraétandi almúgann fengi drepsótt. Fastagestir McDonalds lifðu góðu lífi. Hahahaha!
Sosum eins og þegar hipparnir vorum búnir að hrista skömmina af kynlífinu og þá kom í ljós að þeir voru allir með eids.
Freigátan varð þriggja vikna í gær. Í tilefni af því fór hún upp um bleyjustærð og óx upp úr minnstu fötunum sínum. Aukinheldur hækkaði hún hljóðstyrk um nokkur desíbel og hljómar nú í frekjuköstum ekki lengur eins og stunginn grís heldur, með orðum Smábáts, eins og söngvarinn í Rammstein. En nú sefur hún vært við óminn af einhverri ofurklassík sem Rannsóknarskipið er að spila á meðan hann ryksugar.
Og, það er komin dagsetning á skírn. Hún verður framin þann 8. apríl í Dómkirkjunni af honum Séra Hjálmari Jónssyni. Við ætlum ekki að gera neitt geðveikt vesen, það verður engin skyldumæting fyrir neinn, ættingjar, vinir og kunningjar mega mæta ef þeir nenna. Þetta verður bara voða frjálslegt og á eftir verður bara smá eitthvað hérna heima, en alveg örugglega engar sautján sortir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)