1.8.04

Og þá er víst best að hætta að hanga í vinnunni og blogga og fara að undirbúa næsta flæking.
Viljandi í Eistlandi: Hér kem ég, og Hugleikur og eitthvað af bandalagsstjórn og hinir og þessir aðrir. Er ekki búin að skoða dagskrána á þessari hátíð neitt að ráði, kemur allt í ljós.

Best að fara að pakka, verð væntanlega ekki "hér" aftur fyrr en eftir viku.

Og hér kemur lokahnykkurinn:

15. 6
Þrítugsafmælisdagur Svandísar byrjaði hægt. Svo hægt að þegar klukkan var 10 hélt vekjaraklukkan okkar að hún væri bara níu. Svo eru eiginlega bara rólegheit með kaffi og intensívu jóga. Er að bíða eftir hádegismatnum mínum og svo ætla ég eitthvað að gá á leikritið mitt.

Lásum leikrit Lilu, Kim og Elísabetar í dag. Stuð. Kvöldmatur með Carrie og Shoshana á pöbbnum. Er södd upp í háls. Núna er ekkert sérstakt að gerast í allt kvöld. Ætla að reyna að skrifa smá.

Endaði með pöbbarölti sem endaði með byltingu, reyktum inni á einum pöbb, einn maður varð alveg vítlaus.

16.6.
Og ég gleymdi töskunni minni þar og gat þessvegna ekki farið á internetið í dag eins gog ég ætlaði. Sjittfokk. Og gleðilegan Bloomsdag. Í dag eru 100 ár síðan Ulysses (sem ég hef aldrei nennt einu sinni að byrja að lesa) á að hafa "gerst". Verða víst mikil læti út af ?ví í Dublin í dag, upplestrar á pöbbun og allskyns. Við höfum okkar eigins Bloomsvöku hér í kvöld, með hópdinner að hætti Dave Caffrey og við Dave lesum eitthvað upp úr Ulysses. (Fór aldrei svo a› ég neyddist ekki til að lesa eitthvað smá af þessari bók.) Reyndar soldið fyndið að fá næstum einu manneskjuna sem ekki hefur ensku að móðurmáli til að lesa, en ég býst við að það sé vegna þess að Dave vill ekki hafa Ulysses með ammrískum hreim. (Náttúrulega miklu skemmtilegra að hafa það með mínum, sem var áður en ég kom hingað ensk-skoskur, en er núna orðinn líka með írsk-amerísku ívafi. Ekki skrítið að maður sé orðinn pínulítið ruglaður.)

Í tímanum á eftir lesum við leikrit Lauru, Söruh og Vanessu. þau eru öll í styttri kantinum þannig að það verður líklega ekki jafn mikil maraþonseta og í gær. Ég er að reyna að raða sama köflum úr mínu leikriti til að setja á míníhátíðina okkar á morgun. Vona bara að ég fái nógu slímugan Íra til að lesa barmanninn minn, verð nú að reyna að koma persónuleikaleysi Gareth Holmes almennilega til skila, sérstaklega þar sem ég enda á að drepa hann.

17.Júní!
Lásum leikritin 3 í gær, öll ágæt. Svo var matur og vítleysa, upplesturinn úr Ulysses gekk þokkalega (fannst mér reyndar vefjast tunga um höfuð oftar en gott þykir). Svo fengum við þær fréttir að einn leikarinn okkar, hann Mike the Bike hefði fengið hjartaáfall og dáið um morguninn, þannig að af hátíðinni okkar í kvöld verður ekki. Þar með er dagurinn eiginlega stanslaust frí, og það var náttlega eins og við manninn mælt, veðrið er orðið sjittí.
Og, it’s our indipendance day! Sem útskýrir þessa neikvæðu lykkju sem veðrið hefur ákveðið að taka. Þessum þjóðhátíðardegi ætla ég að eyða að mestu fyrir framan arininn að lesa Stephen King bók sem ég fann, og drekka kaffi og borða allt nammið sem til er í búðinni.

Ferðadagur á morgun, ojbara.

And the rest is history!
Þar sem ég er að fara í viku bloggfrí ætla ég að reyna að klára að dæla Írlandsförinni hér inn í dag. Dyggir lesendur hafa þá eitthvað að lesa á meðan ég er í Eistunum:

12. júní.
Fórum til Castletownbeare, fékk mér peninga og myndavél og bloggaði pínu. Núna ætla ég að skrifa slatta af alvarlega rómantísku bulli áður en tími byrjar kl. 2. Þá eigum við að sýna módelin okkar, ég verð með myndina og bátana, veit ekki hvort meikar meiri sens. Og svo eru einhverjar orðapælingar. Er ekki búin að lesa. ;-(

Svo held ég að sé bara skriftími. Frekar myglaður dagur, er hundþreytt eftir allt labbið í gær, og kalt, eitthvað. Nú eru hinir álfarnir mættir í Svarfaðardalinn, ábygglilega svaka gaman hjá þeim, hlakka til að sjá þau eftir viku.

Seinna
Var fínn tími, gaman að sjá öll módelin. Svo fengum við smá fyrirlestur um eiginleika tragedíu og ég fékk loxins botn í hvernig ég ætti að enda leikritið mitt! Mikið gaman. Já, skjóta bara helvítið. Meikar algjörlega sens. Svo skrauf ég og skrauf og skrauf. Fengum pizzu í kvöldmat og ég sagði Carrie hver ætti að skjóta hvern í hennar leikriti. Mörg morð í dag. Í staðinn ætlar hún að kaupa handa mér bjór í kvöld. Jibbíkóla. Mér líður ógurlega vel með að hafa drepið þennan skítakarakter. Veit að Lárus Vilhjálmsson hefði sjálfsagt eitthvað um femínismann í því að segja, en skítt meðða, þessi persóna var hvort sem var bara til vandræða!

Enn seinna
Núna er ég búin að ruglast einu sinni í gegnum allt leikritið eftir kvöldmat, laga slatta af hlutum, en finnst ég samt vanta aðeins yfirsýn. Föndra kannski aðeins meira með bátana mína. Og tek myndir á nýju einnota myndavélina mína. Og pöbba svo. Já, held það sé snilld.

Allt í einu var ég að lesa yfir dagbókina mína og fattaði að ég er ekkert búin að tala um hitt fólkið sem er hérna. Nú kemur semsagt:

Persónur og leikendur:

Dave og Trish: Þau búa hér í Centrinu og sjá um hópa sem eru á námskeiðum hér á sumrin, en búa í París á veturna. Trish var reyndar bara hér rétt fyrst, svo fór hún til Frakklands. Dave keyrir okkur út um allt, eldar handa kennurunum okkar og segir okkur ef það er skemmtileg tónlist á pöbbunum og sollis. Hann sagði mér að Írum væri aldrei treystandi. þeir væru undirförlir af því að þeir hafa svo oft þurft að vera það, þegar þeir voru að stelast til að vera kaþólskir og þannig. Það útskýrir fullt. Dave er fínn kall, þó hann sé Íri.

Ruth og Leslie: Eru kennararnir okkar. þær vita allt mugligt og eru líka afskaplega flinkar í abstraktera alla skapaða hluti. Það er mjög gaman að því, nema þegar maður þarf að fá beinharðar upplýsingar. Þeim er mjög illa við að þurfa að gefa greinargóð og skýr svör.

Veronica: Konan sem við Carrie (kem að henni síðar) búum hjá. Hún rekur lítið gistiheimili og vinnur þess utan á einum bar og á pósthúsinu, og örugglega fleiri stöðum, Þetta eru bara þeir sem ég hef rekist á hana á. Skemmtileg keeelling sem eldar allt of góðan mat.

Elísabet: Hinn Íslendingurinn á námskeiðinu. Henni finnst raunveruleikinn leiðinlegur, enda heldur hún sig ekkert við hann. Hún er búin að segja mér nokkra gagnlega hluti um alkóhólisma, í staðinn gaf ég henni klaustur.

Carrie Loise Nutt: Býr í herbergi með mér. Hún er mjög fyndin og skemmtileg og loðin svör kennaranna okkar fara oft í taugarnar á henni. Hún býr í New York og er nýbúin að klára “internship” hjá “The New Dramatists” Er sumsé búin að læra böns um leikritun og sollis. Hefur gaman af því að kryfja málin niður í frumeindir þannig að þegar við fáum okkur bjór kemur fyrir að við þurfum að kjafta mjöööög lengi.

Sarah Long: Býr hinu megin við götuna. Hún er nýbúin að vera lærlingur á sama stað og Carrie. Býr líka í New York. Hún er að skrifa ógurlega fyndið leikrit sem gerist á skrifstofu. Hún á diskinn með Jeff Buckley sem Halelujah er á. Það fannst mér skemmtilegt, sérstaklega þegar við hlustuðum á hann.

Kim Burke: Býr á sama stað og Sarah. Hún er frá Austin, Texas. Hún spilar á kontrabassa í hljómsveit og er nýkomin af 6 vikna tónleikaferð um Bandaríkin með hljómsveitinni sinni og er hafsjór af sögum af 6 vikum í mínírútu með 5 manneskjum. Einum þeirra verandi fyrrverandi eiginmaður hennar. Hún er leikkona, en er búin að komast að því að hún er ekkert sérstaklega góð í því. Svo nú skrifar hún. Hún er algjörlega miður sín yfir nýjasta uppátæki Bush, þessu með að W. standi fyrir women.

Vanessa de Santis: Er frá Santa Barbara. Hún lærði leiklist, en fór svo í lögfræði. Núna er hún að skrifa og er að velta fyrir sér námi í dramatúrgíu. Hún segir ekki margt, svosem, en er mikið fyrir að ofhuxa hluti.

Lyla Rose Kaplan: Hún er mjög brosmild og kát. Vinnur fyrir einhvers konar and-ritskoðunar samtök í New York. Hún er líka dansari. Hún faðmar fólk að ástæðulausu.

Shoshana Flax: Er 20 ára. Ég man ekki alveg hvaðan hún er, en ég held ekki New York. Hún er að skrifa fyndinn farsa um dvergana 7, áður en mjallhvít kom til sögunnar. Hún ætlar að verða barnaskólakennari og skrifa ljóð fyrir börn í frístundum.

Laura Neuman: Líka nýbúin að vera lærlingur hjá New Dramatists. Er sveimhuginn í genginu. Hún er með mjög absrakt hugmynd af leikriti í maganum, en getur ekki byrjað. Það síðasta sem ég heyrði var að hún sagði að sennilega gerðist leikritið inni í orði. Það fer ekki mikið fyrir henni.

Þetta er sem sagt allt gengið í klaustrinu okkar. Ef einhverjir pöbbast þá erum það yfirleitt ég, Carrie, Sarah og Kim sem erum síðastar heim, enda búum við akkúrat í miðbænum. Held reyndar að við séum líka týpurnar sem mundum helst gera sollis. Núna er kominn:

13.6.
…og ég er eiginlega hálfþunn afþvíað við áðurnefndar pöbbuðum til eitt. Held ég hafi alveg misst áhugann á leikritinu mínu eftir að ég drap Írann í því í gær.

Fórum á tónlistarhátíð í Ardgroom og skoðuðum nokkra merkilega staði í leiðinni, svosem “The Hag of Beara” og Steinhring frá því fyrir Keltíska tíma. Svo fórum við á tónlistarhátíðina og sáum írskan dans. Um kvöldið kláraði ég eðalflíkina sem ég var að prjóna og fór snemma að sofa.

14.6
…og svaf fram undir hádegi í dag. Las einu sinni í gegnum kafla úr Ulysses sem við Dave ætlum að lesa fyrir hina á Bloomsday (meira um það fyrirbæri síðar).

Og leikritið mitt var workshoppað. Það er ekki svo ógurlega vitlaust… held ég. Á eftir að laga slatta. Og kanarnir segja að það sé svooooo “unconventional”! Allir Íslendingar mundu pissa á sig úr hlátri ef þeir þekktu samhengið. Þetta er sennilega hefðbundnara heldur en nokkuð sem ég hef séð í íslensku leikhúsi í langan tíma.
Það verður írskur dans á eftir. Það verður nú stuð.

Tók myndir af öllum að vinna og svo af því hvernig veðrið var úti. Til að búa til sönnunargögn fyrir því hvað við vorum duglegar. Sniðugt. Og írskur dansur var alveg ágætlega skemmtilegt. Auðvitað vorum við algjörir spassar. En, enginn slasaðist.

Og kvöldið endaði ágætlega. Fórum á O’Sullivans, bar sem við höfðum ekki komið á áður, Þar var tónlist og allskyns og einn sætur strákur. Við klausturstúlkur urðum náttlega mjög uppnumdar og ætluðum alveg að kæfa þennan vesalings tvítuga mexíkana í fleðulátum. Ég hélt reyndar fyrst að hann væru frá Suður-Evrópu og fékk klígju, en það hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar mexíkanskrur uppruni mannsins kom í ljós. Eftir það var ég hin alminilegasta og svaraði elskulega öllum heimskulegum spurningum um hvort það væru íshótel á Íslandi, og svo framvegis. Þegar við komum til baka komum við við hér í Centrinu og sáum okkur til mikillar gleði að þar voru Laura og Lyla að byggja virki. Við, Carrie, Kim og Sarah tókum umsvifalaust þátt, byggðum þetta fína virki fyrir framan arininn og fórum inn í það og flissuðum þangað til Dave rak okkur heim að sofa. Afspyrnu skemmtilegt, alveg hreint.