31.12.05
Áramót!
Eins og ævinlega hóf ég hönnun áramótapistilst á því að skoða þann síðasta. Honum lauk eitthvað á þann veg að nú ætlaði ég ekki að gera sviftingar miklar á árinu 2005, heldur horfa á sjónvarpið, prjóna og geispa. Held það hafi nú ekki alveg farið svo. Við skulum athuga þetta, í rökréttri röð.
Atvinnur og fjárhaxstjórn
Svo undarlega brá við á þessu ári að ég var bara mest lítið í lausbaeisluðum verkefnum. Bara á Bandalaginu mínu, næstum allt árið, og að þýða eitthvað mismikið. Hina vegar varð ég fyrir því happi að selja aftur nýkeyptu íbúðina mína, með milljónar gróða eða svo. Sparnaður sem felst í hamingjusamlegu fjölskyldulífi sem felur í sér að maður þarf ekki út fyrir veggi heimilis eftir félagsskap, sem og hverslags ólifnaðarleysi vegna óléttu, hefur síðan falið í sér svo mikinn sparnað að nú veit ég ekki aura minna tal. Og er það nú mikil snilld.
Leik-árið
Var óvenju gjöfult, held ég bara. Hófst á nokkrum sýningum á Memento Mori, sem hefur hlotið fádæmaviðtökur, þó reyndar allt of fáir hafi séð það. En síðast þegar ég vissi hugði nú sú sýning á einhver heimsyfirráð. Strax í upphafi árs hófust líka æfingar á Patataz, eftir Björn Margeir í leikstjórn Bergs Ingólfs. Það aðstoðarleikstjóraðist ég og sýningarstýrði. Það var lifandis skelfingar ósköp gaman og lærdómsríkt. Og vissulega meðvitaður þáttur í því að rækta leikstjórann í sjálfri mér, sem ég hef áhuga á að athuga betur næstu árin. Í beinu framhaldi leikstýrði ég líka mínu fyrsta verkefni, Bara innihaldið eftir Sævar Sigurgeirsson. Tefldi reyndar ekki á eitt einasta tæpt vað, fékk með skotheldan þátt og fékk pottþétta leikara, þau Heiðu mína og Sigga Páls og síðan leikstýrði þetta sér auðvitað bara sjálft. Var frumsýnt á aðalfundi Hugleiks í vor, hvar ég lét líka kjósa mig í stjórn og varð í framhaldinu varaformaður þess ágæta félax.
Í sumar héldum við vinnan mín síðan leiklistarhátíð á Akureyri sem tóxt með miklum sóma.
Eftir umræður um fjölskylduleikrit á aðalfundi Hugleix ákváðum við Toggi, eftir margra ára vangaveltur, að hefjast handa við að skrifa Jólaævintýri Hugleix. Fengum til liðs við okkur Sigrúnu Óskars, einn frumhöfunda Hugleix, og Snæbjörn “Bibba” Ragnarsson, pönkara og ungleikskáld. Varð það samstarf allt hið farsælasta og náði yfir leikstjórn verksins og allt. Eitthvað hefur virkað, aðsóknartölur eru allavega fram úr öllum vonum og ekki sér enn fyrir endann á Ævintýrinu. Ein sýning er eftir, verður hún á þrettándanum, (sem er 6. janúar) og ættu menn sem ekki hafa nú þegar að drífa sig, allir sem einn.
Í sumar héldum við vinnan mín síðan leiklistarhátíð á Akureyri sem tóxt með miklum sóma.
Eftir umræður um fjölskylduleikrit á aðalfundi Hugleix ákváðum við Toggi, eftir margra ára vangaveltur, að hefjast handa við að skrifa Jólaævintýri Hugleix. Fengum til liðs við okkur Sigrúnu Óskars, einn frumhöfunda Hugleix, og Snæbjörn “Bibba” Ragnarsson, pönkara og ungleikskáld. Varð það samstarf allt hið farsælasta og náði yfir leikstjórn verksins og allt. Eitthvað hefur virkað, aðsóknartölur eru allavega fram úr öllum vonum og ekki sér enn fyrir endann á Ævintýrinu. Ein sýning er eftir, verður hún á þrettándanum, (sem er 6. janúar) og ættu menn sem ekki hafa nú þegar að drífa sig, allir sem einn.
Og svo hamingjan
Og þetta var árið sem á brast með fjölskyldulífi. Ekki hafði ég nú fyrirframgefnar hugmyndir um að leið mín myndi óhjákvæmilega liggja þangað á endanum, en í ljós kom, heldur betur. Með sambúðarupphafi með Rannsóknarskipi í ágúst eignaðist ég eiginlega eitt barn, hann Róbert Smábát, sem skolaðist upp í hendurnar á mér, 9 ára og vel upp alinn, fyrir skólabyrjun. Þá þegar var líka búið að leggja í fyrir einum heimabrugguðum, sem ég vona bara að eigi eftir að taka eldri uppeldisbróður sinn til fyrirmyndar í sem flestu.
Og svo þróaðist auðvitað samband okkar Árna míns í skemmtilegri áttir en mig hefði nokkurn tíma dreymt um. Eins og sannir Íslendingar gerum við nú samt allt í öfugri röð, fyrst kom óléttan, þá sambúðin og síðast trúlofunin, og barnið sem nú er rétt ókomið í heiminn mun að sjálfsögðu fæðast í lausaleik. Eins og 64% barna sem fæðast á Íslandi. Maður fer nú ekki að skera sig úr!
En, mikilvægasta uppgötvun ársins 2005 er tvímælalaust þessi:
Eilíf ást og hamingja er hreint ekki sem verst. Heilsubót á sál og líkama.
Hvern hefði grunað...? Ég sem var búin að láta ljúga í mig, öll þessi ár, að þetta væri alltaf “einhver vinna” og að “í öllum samböndum væru vandamál”. Og síðast en ekki síst: Öll kærustupör rífast!
Já, það er nú margt bullið sem maður ætti ekki að hlusta á.
Og svo þróaðist auðvitað samband okkar Árna míns í skemmtilegri áttir en mig hefði nokkurn tíma dreymt um. Eins og sannir Íslendingar gerum við nú samt allt í öfugri röð, fyrst kom óléttan, þá sambúðin og síðast trúlofunin, og barnið sem nú er rétt ókomið í heiminn mun að sjálfsögðu fæðast í lausaleik. Eins og 64% barna sem fæðast á Íslandi. Maður fer nú ekki að skera sig úr!
En, mikilvægasta uppgötvun ársins 2005 er tvímælalaust þessi:
Eilíf ást og hamingja er hreint ekki sem verst. Heilsubót á sál og líkama.
Hvern hefði grunað...? Ég sem var búin að láta ljúga í mig, öll þessi ár, að þetta væri alltaf “einhver vinna” og að “í öllum samböndum væru vandamál”. Og síðast en ekki síst: Öll kærustupör rífast!
Já, það er nú margt bullið sem maður ætti ekki að hlusta á.
30.12.05
Ég vil þakka
fyrir snöfurmannlegar upplýsingar um hvað skal hafa með á fæðingardeild í síðustu kommentaskriðu. Mikil snilld. Gærdagurinn reyndist hreint ekki vera dagur fæðingar, heldur bara magapestar. Svoleiðis er ekki sérlega þægilegt að fá ofan í 38 vikur af óléttu.
Vorum að koma úr verslunarferð einni mikilli, hvar verslað var m.a. kengúrukjet til áramótamatar. Svo er bara spurning hvernig til text með matreiðslu. Svo eru húseigendur að flytja frá okkur og þá fáum við annað herbergi til umráða og að því tilefni ætlum við að fjárfesta í rúmi. Erum búin að máta allt sem til er í bænum, og held við höfum tekið ákvörðun. Verður pantað í upphafi næsta árs.
Og í kvöld er síðasta skipulagða sýning af Jólaævintýri Hugleix (fyrir utan eina, sem verður á þrettándanum). Ég reikna nú síður með því að mæta... en langar samt ógurlega... Rannsóknarskip er búinn að bjóðast til að bera mig... þannig að maður veit aldrei.
Vorum að koma úr verslunarferð einni mikilli, hvar verslað var m.a. kengúrukjet til áramótamatar. Svo er bara spurning hvernig til text með matreiðslu. Svo eru húseigendur að flytja frá okkur og þá fáum við annað herbergi til umráða og að því tilefni ætlum við að fjárfesta í rúmi. Erum búin að máta allt sem til er í bænum, og held við höfum tekið ákvörðun. Verður pantað í upphafi næsta árs.
Og í kvöld er síðasta skipulagða sýning af Jólaævintýri Hugleix (fyrir utan eina, sem verður á þrettándanum). Ég reikna nú síður með því að mæta... en langar samt ógurlega... Rannsóknarskip er búinn að bjóðast til að bera mig... þannig að maður veit aldrei.
29.12.05
Hmmmmmm...
Kannski er eitthvað að gerast. Eða kannski er ég bara að finna fyrir eftirköstum matarsukks yfir fótboltanum í gær. Pizzur og kók eru auðvitað fæðutegundir Zatans, eins og allir vita. Blandað saman við beiskan ósigur minna manna fyrir mönnum allra annarra í partíinu, á heimavelli, er auðvitað ekki laust við að samsetningin geti valdið meltingartruflunum.
Fer allavega ekki baun að vekja Rannsóknarskip eða gera usla.
En, ágætis áminning um að 38 vikna meðgöngu ku eiga að vera náð á morgun, og það væri kannski ekki alveg óvitlaust að fara að leita að listanum yfir það sem maður á að setja í fæðingadeildartöskuna, sem enn er ímynduð. Annað en Kafbátsföt sem trúlega eru þegar orðin of lítil.
Það er bara ekki fræðilegur séns að ég nenni því eitthvað.
Fer allavega ekki baun að vekja Rannsóknarskip eða gera usla.
En, ágætis áminning um að 38 vikna meðgöngu ku eiga að vera náð á morgun, og það væri kannski ekki alveg óvitlaust að fara að leita að listanum yfir það sem maður á að setja í fæðingadeildartöskuna, sem enn er ímynduð. Annað en Kafbátsföt sem trúlega eru þegar orðin of lítil.
Það er bara ekki fræðilegur séns að ég nenni því eitthvað.
28.12.05
Ekki stal ég...
...afmælisdeginum hans Hjalta í gær. Virðist líka ætla að láta fæðingardag Báru systur, í dag, alveg vera. Held reyndar, í augnablikinu, að ég verði bara alvega pollróleg fram yfir áramót. Gæti heldur ekki nennt að vera vakandi nógu lengi til að eignast barn þó ég reyndi.
Vorkenni mikið öllum sem eru farnir að þurfa að vinna. Þ.e.a.s., svona eins og fólk. Við Rannsóknarskip erum reyndar eitthvað að þýða, svona á milli þess sem við sofum og stelumst í jólaafgangana. Smábátur er á Akureyri þannig að okkar sólarhringur snýr bara einhvernveginn.
Á áramótunum er planið að elda kengúru og éta með Hugrúnu syss, sem er víst munaðarlaus þetta árið. Að því gefnu að við verðum ekki á fæðingardeildinni. Sem er ekki planið. Annars fær víst fyrsta barn ársins allskonar dót... en ekki finnst mér nú líklegt að mín börn fari að hafa metnað í að verða fyrst í einhverju.
Vorkenni mikið öllum sem eru farnir að þurfa að vinna. Þ.e.a.s., svona eins og fólk. Við Rannsóknarskip erum reyndar eitthvað að þýða, svona á milli þess sem við sofum og stelumst í jólaafgangana. Smábátur er á Akureyri þannig að okkar sólarhringur snýr bara einhvernveginn.
Á áramótunum er planið að elda kengúru og éta með Hugrúnu syss, sem er víst munaðarlaus þetta árið. Að því gefnu að við verðum ekki á fæðingardeildinni. Sem er ekki planið. Annars fær víst fyrsta barn ársins allskonar dót... en ekki finnst mér nú líklegt að mín börn fari að hafa metnað í að verða fyrst í einhverju.
26.12.05
Þá er búið að jóla...
...dáldið. Og öll fjölskyldan komin með appelsínuhúð með negulnöglum. Ég hef aldrei fengið annað eins gígantískt magn jólagjafa, eins og sést á mynd með jólakveðju, og pakkana sem lágu ofan á Kafbáti átti hann sjálfur. Já, einhverjir ættingjar misstu sig í barnafatabúðum fyrir jólin og Kafbátur fékk soldið af hryllilega sætum oggupoggufötum. Sem hann vex upp úr ef ég borða eina jólasmáköku í viðbót.
*Hrámm* Þar fór það.
En nú vil ég bara að hann fari að fæðast. Mig langar að klappa honum. Hef líka ákveðnar áhyggjur af því að ef hann þarf að þrífast þar sem hann er staddur yfir áramótaofátið líka, verði ég búin að gera hann að krónískum offitusjúklingi fyrir fæðingu. Ekki yrði það nú fallegt afspurnar.
*Hrámm* Þar fór það.
En nú vil ég bara að hann fari að fæðast. Mig langar að klappa honum. Hef líka ákveðnar áhyggjur af því að ef hann þarf að þrífast þar sem hann er staddur yfir áramótaofátið líka, verði ég búin að gera hann að krónískum offitusjúklingi fyrir fæðingu. Ekki yrði það nú fallegt afspurnar.
25.12.05
24.12.05
Ég vissi það ekki...
...en ég bý með tveimur jólæðingum.
Í kvöld myndaðist huxanlega upphaf af skemmtilegri hefð, fólk kom við hjá okkur á leið í bæinn eftir kvöldmat á Þollák. Þótti mér það gaman, og að ári verður til bjór og snaps. Að því loknu lagðist ég í símann til fjölskyldunnar fyrir austan og truflaði menn þar frá menningarlegri konjaksdrykkju. Á heimilinu þar sem enginn nennti að skreyta. Á meðan jólaði flotinn allt í kringum mig.
Á meðan á þessu símtali stóð jólnaði heimilið svakalega. Í geymslunni okkar reyndust vera fleiri tonn jólaskrauts. Í húsinu er ekki lengur ónotuð innstunga, það eru seríur Allsstaðar. Kom mér skemmtilega á óvart. Er sjálf mikið jólabarn en vissi ekki hvað yrði mikið úr skreytingum þar sem ég sjálf væri lítt gangfær. Var satt að segja farin að halda að allir strákar væru, ja allavega svona á yfirborðinu, of miklir töffarar til að láta sjást að þeir hefði ánægju af jóli.
Reyndist það rangt vera, og er vel.
Í kvöld myndaðist huxanlega upphaf af skemmtilegri hefð, fólk kom við hjá okkur á leið í bæinn eftir kvöldmat á Þollák. Þótti mér það gaman, og að ári verður til bjór og snaps. Að því loknu lagðist ég í símann til fjölskyldunnar fyrir austan og truflaði menn þar frá menningarlegri konjaksdrykkju. Á heimilinu þar sem enginn nennti að skreyta. Á meðan jólaði flotinn allt í kringum mig.
Á meðan á þessu símtali stóð jólnaði heimilið svakalega. Í geymslunni okkar reyndust vera fleiri tonn jólaskrauts. Í húsinu er ekki lengur ónotuð innstunga, það eru seríur Allsstaðar. Kom mér skemmtilega á óvart. Er sjálf mikið jólabarn en vissi ekki hvað yrði mikið úr skreytingum þar sem ég sjálf væri lítt gangfær. Var satt að segja farin að halda að allir strákar væru, ja allavega svona á yfirborðinu, of miklir töffarar til að láta sjást að þeir hefði ánægju af jóli.
Reyndist það rangt vera, og er vel.
22.12.05
Það eru allir í Kringlunni
Og við vorum þar líka áðan. Og keyptum allan jólamatinn. Sem við ætlum að eyða öllum aðfangadeginum í að elda. Aldeilis fínt. Allt er að mjakast í átt til hreinlætis. Mér finnst gaman hvað Rannsóknarskipi er umhugað um að taka vel til í skrifstofukytrunni. Minnir mig á hvað pabbi skreytir alltaf kjallarann af mikilli alúð fyrir jólin.
Í sjónvarpinu eru Rob og Amber að gifta sig. Mér leiðast þau bæði jafnmikið. Þannig að það er nú gott á þau bæði. En mikið var ég pirruð þegar þau unnu Survivor.
Mér leiðist ógurlega að blogger hafi tekið uppá þeim óskunda að hafa sett lengdarmörk á bloggfærslurnar mínar. Ég hef áhuga á að gera langhunda á jólum og/eða áramótum. Kann einhver bloggsnjall ráð við þessu fetli?
Annars er þetta kannski að koma sér ágætlega núna. Ætti að vera að leggja lokahönd á heilan haug af þýðingum sem þurfa helst að skilast í kvöld. Ætti ekkert að vera að langhunda. Þannig að kannski er bara eins gott að það er ekki hægt...
Í sjónvarpinu eru Rob og Amber að gifta sig. Mér leiðast þau bæði jafnmikið. Þannig að það er nú gott á þau bæði. En mikið var ég pirruð þegar þau unnu Survivor.
Mér leiðist ógurlega að blogger hafi tekið uppá þeim óskunda að hafa sett lengdarmörk á bloggfærslurnar mínar. Ég hef áhuga á að gera langhunda á jólum og/eða áramótum. Kann einhver bloggsnjall ráð við þessu fetli?
Annars er þetta kannski að koma sér ágætlega núna. Ætti að vera að leggja lokahönd á heilan haug af þýðingum sem þurfa helst að skilast í kvöld. Ætti ekkert að vera að langhunda. Þannig að kannski er bara eins gott að það er ekki hægt...
21.12.05
Nú er heima
Og Rannsóknarskip búinn að vera uppi á annarri í allan dag. Uppi á annarri hæð, þ.e.a.s., að þrífa, svo þar verði nú allt hreint og fínt ef mér dettur í hug að missa legvatnið þar og láta sjúkraflutningamenn missa mig niður stigann.
Húseigendur á leið í bæinn og rífandi gangur í öllusaman.
Hef klikkað alvarlega á einu þennan jólaundirbúninginn. Flotinn hefur enn ekki hugmynd um nöfn eða röð jólasveinanna. Þykir mér það afleitt, en hef bara hreint ekki staðið mig í að hlýða yfir eða hafa húslestur á jólasveinavísum hvert kvöld. Eins og ég ætlaði þvílíkt að gera.
Ojæja. Það koma jól eftir þessi jól.
Húseigendur á leið í bæinn og rífandi gangur í öllusaman.
Hef klikkað alvarlega á einu þennan jólaundirbúninginn. Flotinn hefur enn ekki hugmynd um nöfn eða röð jólasveinanna. Þykir mér það afleitt, en hef bara hreint ekki staðið mig í að hlýða yfir eða hafa húslestur á jólasveinavísum hvert kvöld. Eins og ég ætlaði þvílíkt að gera.
Ojæja. Það koma jól eftir þessi jól.
Mikið verður nú skrítið
að jóla í Reykjavík. Sennilega einhvern vegin rauðgræn jól með rigningu, án þess að sjá inn í Kaupfélagið á Egilsstöðum. Jæja, það verður væntanlega ekki jafn kjánalegt og það var að áramóta í Montpellier. Í sumarblíðu og án þess að sjá svo mikið sem eina rakettu. Ef ég man rétt eyddi ég þeim hjá Aðalsteini, MontFrumburði mínum, og við eyddum kvöldinu í að éta hangikjöt og skemmta Jean Luc vini okkar með ljóðalestri á íslensku.
Áður hafði sami Jón-Láki boðið okkur að halda jól með sér og fjölskyldu. Þar átum við nítjánréttað og ég kynntist besta mat í heimi sem varð til þess að ég fékk smekk fyrir patéum. Og við komumst að því að frönsk jólamatarlykt er alveg eins og íslensk. Jólamatarlykt er nefnilega bara lykt af bráðinni fitu.
Áður hafði sami Jón-Láki boðið okkur að halda jól með sér og fjölskyldu. Þar átum við nítjánréttað og ég kynntist besta mat í heimi sem varð til þess að ég fékk smekk fyrir patéum. Og við komumst að því að frönsk jólamatarlykt er alveg eins og íslensk. Jólamatarlykt er nefnilega bara lykt af bráðinni fitu.
20.12.05
Ef,
ég eignast barn fyrir 28. desember, fæ ég að fara í sjúkrabíl! Er að huxa um að reyna og ýta alveg eins og ég get. Ég hef nefnilega aldrei komið í sjúkrabíl.
Er annars náttúrulega í fyrsta skipti á ævinni að jóla ein og sjálf og "með". Skil móður mína að mörgu leyti betur. Finn fyrir undarlegum tilhneigingum eins og að langa sjúklega til að skúra eldhúsgólfið og þessháttar. Slíkt þarf þó víst að bælast þennan jólaundirbúninginn. Í staðinn má ég þýða fyrir Rannsóknarskip, að meðan hann skúrar þar sem ég segi honum, og huxa upp sálþvingandi samtöl til að fá Smábát til að taka til í herberginu sínu. En það finnst honum alveg hreint ekki gaman. Spurning hvort jólasveinninn/skórinn dugar eða hvort huxa þarf upp alvarlegri þvingunaraðgerðir eða hreinlega setja hnefann í borðið. Er búin að læra að til að vera foreldri þarf maður oft að vera blanda af fasista og evil mastermind.
En ég held ég sé búin að skipta um skoðun á einu. Áður þóttu mér jól og rómantík hreint ekki fara saman. Nú er öldin önnur og mér finnst ógurlega skemmtilegt þegar við Rannsóknarskip höldumst í hendur og horfum yfir draslið á heimilinu og tölum um að golfkylfurnar þurfi nú eiginlega að fara að fara niður í geymslu.
2005 var árið sem ég kom út úr skápnum sem rómantík og uppalari.
Er annars náttúrulega í fyrsta skipti á ævinni að jóla ein og sjálf og "með". Skil móður mína að mörgu leyti betur. Finn fyrir undarlegum tilhneigingum eins og að langa sjúklega til að skúra eldhúsgólfið og þessháttar. Slíkt þarf þó víst að bælast þennan jólaundirbúninginn. Í staðinn má ég þýða fyrir Rannsóknarskip, að meðan hann skúrar þar sem ég segi honum, og huxa upp sálþvingandi samtöl til að fá Smábát til að taka til í herberginu sínu. En það finnst honum alveg hreint ekki gaman. Spurning hvort jólasveinninn/skórinn dugar eða hvort huxa þarf upp alvarlegri þvingunaraðgerðir eða hreinlega setja hnefann í borðið. Er búin að læra að til að vera foreldri þarf maður oft að vera blanda af fasista og evil mastermind.
En ég held ég sé búin að skipta um skoðun á einu. Áður þóttu mér jól og rómantík hreint ekki fara saman. Nú er öldin önnur og mér finnst ógurlega skemmtilegt þegar við Rannsóknarskip höldumst í hendur og horfum yfir draslið á heimilinu og tölum um að golfkylfurnar þurfi nú eiginlega að fara að fara niður í geymslu.
2005 var árið sem ég kom út úr skápnum sem rómantík og uppalari.
19.12.05
Að segja að ég sé feit!
Hihi. Hef notað ýmislegt til að greina að systur mínar á þessu bloggi Þær heita yfirleitt systir mín hin... (hvað sem við á). Og auðvitað beit það í rassinn á mér. Núna heiti ég á bloggi Báru (sem heitir yfirleitt systir mín hin norskari þess dagana) "hin digrari". Það finnst mér mjög fyndið. En var hins vegar að átta mig á því að fáu fötin sem ég kemst ennþá í eru af systrum mínum hinum... ja... ódigrari(?).
Er annars bara að veifa tánum og þýða einhverjar dobíur. Við hjónaleysin settumst niður áðan og skrifuðum lista yfir allt sem við eigum eftir að gera. Í ljós kom að:
- Hann var langur.
- Rannsóknarskip þarf að gera næstum allt sem er á honum.
Sem þýðir að ég reyni að sjá um þyðingaverkefni heimilisins á meðan. Veit reyndar ekki hvað verður mikið vit í því. Virðist vera búin að missa niðrum mig hæfileikann til að sofa almennilega. Það er ótrúlega glatað. Er alltaf hálfsofandi, en aldrei alveg.
Er þó að lesa Da Vinci lykilinn og hún er nú alveg að hjálpa til. Mér finnst þetta nefnilega eiginlega frekar leiðinleg bók.
Er annars bara að veifa tánum og þýða einhverjar dobíur. Við hjónaleysin settumst niður áðan og skrifuðum lista yfir allt sem við eigum eftir að gera. Í ljós kom að:
- Hann var langur.
- Rannsóknarskip þarf að gera næstum allt sem er á honum.
Sem þýðir að ég reyni að sjá um þyðingaverkefni heimilisins á meðan. Veit reyndar ekki hvað verður mikið vit í því. Virðist vera búin að missa niðrum mig hæfileikann til að sofa almennilega. Það er ótrúlega glatað. Er alltaf hálfsofandi, en aldrei alveg.
Er þó að lesa Da Vinci lykilinn og hún er nú alveg að hjálpa til. Mér finnst þetta nefnilega eiginlega frekar leiðinleg bók.
18.12.05
Fjölfatlað annríki
Fórum í gær í gífurlegt ferðalag. Nú eru næstum allar jólagjafir komnar í hús auk þess sem fjölskyldumeðlimurinn verðandi á nú rúm og sæng. Mér er mjög hughægra. Litla syss kom til landsins í gær, fór beint að djamma og er sofandi. Það var víst mikklu kaldara og jólalegra í Noregi og hún tjáði mér að ég væri feit. Sem voru mér nú engar fréttir.
Svo er ég búin að koma mér upp þýðingaraðstöðu fyrir hreyfihamlaða, sem er eins gott. Fékk mjög merkilegt verkefni. Að því tilefni er getraun:
Sé maður að texta hvaða mynd getur maður lent í þeim ósóma að þurfa að texta allan textann við Moon River, en er samt allan tímann með allt annað lag á heilanum hvers texti hefst á orðnum:
You say, that we've got nothing incommon
No common ground to start from
And we're falling apart
?
Svo er ég búin að koma mér upp þýðingaraðstöðu fyrir hreyfihamlaða, sem er eins gott. Fékk mjög merkilegt verkefni. Að því tilefni er getraun:
Sé maður að texta hvaða mynd getur maður lent í þeim ósóma að þurfa að texta allan textann við Moon River, en er samt allan tímann með allt annað lag á heilanum hvers texti hefst á orðnum:
You say, that we've got nothing incommon
No common ground to start from
And we're falling apart
?
16.12.05
"Svo þú ert svona blessunarlega á þig komin..."
Sagði dómkirkjuprestur við mig um síðustu helgi. Hefðum við ekki verið stödd í kirkjunni miðri með söfnuðinn allt í kring hefði ég nú sjálfsagt tjáð mig aðeins, á kjarngóðri íslensku, um mitt álit á blessunarlegheitum þess. Held sé að verða útséð um að ég botni í rómantíkinni við Ástandið.
Er hreyfihamlaðri en elsta ættmóðir mín. Bara tímaspursmál um hvenær ég fer að þurfa aðstoð við klósettferðir og sjálfsþrif. Úgh. Þurfti að hryggja Smábát með því að komast ekki að sjá leikritið sem hann var að leika í í skólanum sínum í morgun. En þar sem hann er með eindæmum dásamlegt barn þá færði hann mér bara jurtaseyði úr Nornabúðinni í eftimiðdaginn, og hunang með. Til að mér batnaði í bakinu. Hann Kafbátur má nú aldeilis standa sig vel frá fæðingu ef hann ætlar í einhverja samkeppni við barnið sem fyrir er á heimilinu í yndislegheitum.
Enda von á góðu þegar heimilisfaðirinn er svona mikill hvers manns hugljúfi og fyrirmynd mannkyns í einu og öllu. Nú get ég bara ekki sagt fleira fallegt í dag.
Er hreyfihamlaðri en elsta ættmóðir mín. Bara tímaspursmál um hvenær ég fer að þurfa aðstoð við klósettferðir og sjálfsþrif. Úgh. Þurfti að hryggja Smábát með því að komast ekki að sjá leikritið sem hann var að leika í í skólanum sínum í morgun. En þar sem hann er með eindæmum dásamlegt barn þá færði hann mér bara jurtaseyði úr Nornabúðinni í eftimiðdaginn, og hunang með. Til að mér batnaði í bakinu. Hann Kafbátur má nú aldeilis standa sig vel frá fæðingu ef hann ætlar í einhverja samkeppni við barnið sem fyrir er á heimilinu í yndislegheitum.
Enda von á góðu þegar heimilisfaðirinn er svona mikill hvers manns hugljúfi og fyrirmynd mannkyns í einu og öllu. Nú get ég bara ekki sagt fleira fallegt í dag.
14.12.05
Fréttir af fjölskyldunni
Mikið snilldar uppeldisráð eru þessir jólasveinar. Smábátur gengur um þessa dagana gjörsamlega eins og hugur manns og önnur eins hlýðni, kurteisi og greiðvikni hefur nú bara ekki sést. Ekki síst þegar kemur að háttatímum. Jahér.
Rannsóknaskip (sem er ævinlega eins og hugur manns, allavega minn) dreymdi hins vegarí nótt að hann væri handtekinn fyrir sauðaþjófnað og þyrfti að borga 10 milljónir í sektir og fara í fangelsi. Það hlýtur að vera fyrir arfagóðu.
Sjálf er ég endanlega hætt að geta hreyft mig baun og er voða illt þar sem lappirnar væru teknar af mér, ef ég væri barbí. Þannig að ég ligg bara og hlusta á appelsínuhúðirnar vaxa á meðan ég er að skrifa texta á gamlan klassíker.
Og Kafbátur vex og vex. Er komin með alvarlega innilokunarkennd fyrir hans hönd að þurfa alltaf að vera svona allur samankrumpaður.
Rannsóknaskip (sem er ævinlega eins og hugur manns, allavega minn) dreymdi hins vegarí nótt að hann væri handtekinn fyrir sauðaþjófnað og þyrfti að borga 10 milljónir í sektir og fara í fangelsi. Það hlýtur að vera fyrir arfagóðu.
Sjálf er ég endanlega hætt að geta hreyft mig baun og er voða illt þar sem lappirnar væru teknar af mér, ef ég væri barbí. Þannig að ég ligg bara og hlusta á appelsínuhúðirnar vaxa á meðan ég er að skrifa texta á gamlan klassíker.
Og Kafbátur vex og vex. Er komin með alvarlega innilokunarkennd fyrir hans hönd að þurfa alltaf að vera svona allur samankrumpaður.
13.12.05
Jólaævintýrið
er að verða hið umfjallaðasta. Umfjall í Víðsjá í gær. Atriði í Stundinni okkar í fyrradag. Og síðan sérstakt gagg um hljómdiskinn með tónlistinni í Mogga daxins. (Þar sem var m.a. fyndin útlagning á trixi sem við brúkuðum eiginlega af illri nauðsyn til að láta Ebenezer sofa heilan dag, þar sem Íslendingar hefja ekki jólahald að morgni. Sniðugt.) Og svo verður eitthvað í Kastljósinu einhvern tíma fyrir jól.
Svo hafa menn víst eitthvað verið að láta orðbragð í sýningunni fara í siðferðið á sér. Þar sem sýningin er jú auglýst "fyrir alla fjölskylduna". En ég tek alveg á mig fullt af sök á því. Finnst miklvægt uppeldismál að kenna börnum að kjarngott alþýðublót, eins og horngrýtis, húmbúkk og skrattans, ef það heldur þeim þá frá enskuslettunum fokk og sjitt sem tröllríða málheimum þessa áratugina.
En það er víst ekki seinna vænna að hverja menn til að drífa sig. 4 sýningar eftir. 17., 18., 29., og 30. des. Allar kl. 20.00 í Tjarnarbíó. Miðapantanir hér.
Svo hafa menn víst eitthvað verið að láta orðbragð í sýningunni fara í siðferðið á sér. Þar sem sýningin er jú auglýst "fyrir alla fjölskylduna". En ég tek alveg á mig fullt af sök á því. Finnst miklvægt uppeldismál að kenna börnum að kjarngott alþýðublót, eins og horngrýtis, húmbúkk og skrattans, ef það heldur þeim þá frá enskuslettunum fokk og sjitt sem tröllríða málheimum þessa áratugina.
En það er víst ekki seinna vænna að hverja menn til að drífa sig. 4 sýningar eftir. 17., 18., 29., og 30. des. Allar kl. 20.00 í Tjarnarbíó. Miðapantanir hér.
Þetta helst
Þetta helst
Það er helst í fréttum að mér og félögum sem aldrei hafa skrifaði fyrir atvinnuleikhús var ekki fleygt öfugum út úr Leikskáldafélaginu á aðalfundi þess í gærkvöldi. Og það alveg án þess að ég gæti mætt til að ibba mig eða neitt. Enda, ætla þeir að vera að vitna í spakheit manns á heimasíðunni sinni, og henda manni svo bara út? Þvuh! Aukinheldur hélt ég að næstum allir stjórnarmenn þessara samtaka væru lærifeður mínir og/eða velunnarar. Hefði nú bara rétt ullað áðá ef þeir hefðu haldið þessum ósóma til streitu.
Svo eigum við víst nýja ungfrú heim. Mér er nú eiginlega alveg sama. En það rifjast alltaf upp fyrir mér þegar einhver íþróttakarlremba sem ég kannaðist einhvern tíma við sagði að þetta væri nú eina íþróttin sem ætti að LEYFA kvenfólki að keppa í. Allt hitt væri nú bara peningaaustur á takmörkuðum fjárráðum íþróttahreyfingarinnar, í tóma vitleysu. Nokkuð af kvenfólki var viðstatt og stökk það upp á nef sér, allt sem eitt. Úr varð mikill hávaði.
En stærsti kosturinn við þennan gífurlega sigur finnst mér hafa verið að sjá aðeins framan í hana Hófí í Kastljósinu í gær. Mér finnst hún alltaf ógurlega heilbrigð, eitthvað, með lappirnar á jörðinni. (Og mikið gasalega hefur hún nú haldið sér miklu betur en hún Linda Pé.)
En mitt þjóðarstolt er alveg til friðs fyrir þessu. Það þarf enga titla til að segja mér að á Íslandi eru sætasta fólk í heimi. Enda, ég meina, hafiði séð útlendinga?!?
Það er helst í fréttum að mér og félögum sem aldrei hafa skrifaði fyrir atvinnuleikhús var ekki fleygt öfugum út úr Leikskáldafélaginu á aðalfundi þess í gærkvöldi. Og það alveg án þess að ég gæti mætt til að ibba mig eða neitt. Enda, ætla þeir að vera að vitna í spakheit manns á heimasíðunni sinni, og henda manni svo bara út? Þvuh! Aukinheldur hélt ég að næstum allir stjórnarmenn þessara samtaka væru lærifeður mínir og/eða velunnarar. Hefði nú bara rétt ullað áðá ef þeir hefðu haldið þessum ósóma til streitu.
Svo eigum við víst nýja ungfrú heim. Mér er nú eiginlega alveg sama. En það rifjast alltaf upp fyrir mér þegar einhver íþróttakarlremba sem ég kannaðist einhvern tíma við sagði að þetta væri nú eina íþróttin sem ætti að LEYFA kvenfólki að keppa í. Allt hitt væri nú bara peningaaustur á takmörkuðum fjárráðum íþróttahreyfingarinnar, í tóma vitleysu. Nokkuð af kvenfólki var viðstatt og stökk það upp á nef sér, allt sem eitt. Úr varð mikill hávaði.
En stærsti kosturinn við þennan gífurlega sigur finnst mér hafa verið að sjá aðeins framan í hana Hófí í Kastljósinu í gær. Mér finnst hún alltaf ógurlega heilbrigð, eitthvað, með lappirnar á jörðinni. (Og mikið gasalega hefur hún nú haldið sér miklu betur en hún Linda Pé.)
En mitt þjóðarstolt er alveg til friðs fyrir þessu. Það þarf enga titla til að segja mér að á Íslandi eru sætasta fólk í heimi. Enda, ég meina, hafiði séð útlendinga?!?
11.12.05
Snarheilagt
Fórum í messu á þessum þriðja sunnudegi í aðventu, aðallega til að hlusta á Smábát lesa jólaguðspjallið í helgileik. Það gerði hann með miklum sóma, og nú eru að sjálfsögðu uppi mikil áform um að gera úr honum prest. Við sama tækifæri sáum við sr. Hjálmar sýna einstaka rósemi við að hafa stjórn á kirkjugestum og þátttakendur í prógrammi daxins, en meðalaldurinn var trúlega einhversstaðar fyrir neðan 10 ár, á meðan hann skírði einn Bárð. Varð huxað til bróður míns sem ungur afneitaði því auknefni sínu, og glotti að kvikindisskap foreldranna að ætla ekki einu sinni að gefa barninu séns á að brúka eitthvað annað.
Annars veit ég ekki hvernig nafngiftir á Kafbát enda eiginlega. Faðir hans neitar gjörsamlega að tjá sig um slíkt af alvöru, og það síðasta sem ég heyrði var annað hvort Jón Múli eða Gabríel Daníel.
Svo var fæðingardagurinn 28. des. að gerast snöggtum líklegri. Það verða allavega átök á heimilinu ef marka má fótboltadaxkrána.
Annars veit ég ekki hvernig nafngiftir á Kafbát enda eiginlega. Faðir hans neitar gjörsamlega að tjá sig um slíkt af alvöru, og það síðasta sem ég heyrði var annað hvort Jón Múli eða Gabríel Daníel.
Svo var fæðingardagurinn 28. des. að gerast snöggtum líklegri. Það verða allavega átök á heimilinu ef marka má fótboltadaxkrána.
Legsúrnun
Er orð daxins. Heiðurinn af því á hann Bibbi í kommenti við síðustu færslu. Þetta er svo dásamlega viðbjóðslegt orð að það er mesta furða að uppfinningamenn íslenskra læknaorða yfir meðgöngukvilla skuli ekki hafa klínt þessu á eitthvað ástand. Hef einmitt mikið furðað mig á því að menn skuli ekki hafa reynt að finna skárri orð yfir ýmislegt sem tengist þessu ástandi.
En, nei. Eins og þetta sé nú ekki alltsaman nógu mikill viðbjóður fyrir, þá þarf þetta alltsaman að heita eitthvað leg-slím-ógeðs-viðbjóður. Og, einmitt, mesta furða að ekki skuli vera til ástand sem heitir Legsúrnun. Það væri svo eftir þeim sem fundu upp orð eins og: Legslímuflakk, slímtappi og grindargliðnun. Og svo ætlar þetta lið í hinu orðinu að fara að messa yfir manni um "kraftaverk nýs lífs" og hvað ha? Og segja það bara næstum í sömu setningu og þeir tala um slím og gliðnanir? Ekki skrítið að illa gangi að selja manni þá rómantík.
En ég kann Bibba miklar þakkir fyrir þetta orð. Gott að kunna allavega eitt ógeðslegt orð sem er ekki sjúkdómsheiti í alvöru. Þeir hafa þá ekki notað þau alveg öll.
En, nei. Eins og þetta sé nú ekki alltsaman nógu mikill viðbjóður fyrir, þá þarf þetta alltsaman að heita eitthvað leg-slím-ógeðs-viðbjóður. Og, einmitt, mesta furða að ekki skuli vera til ástand sem heitir Legsúrnun. Það væri svo eftir þeim sem fundu upp orð eins og: Legslímuflakk, slímtappi og grindargliðnun. Og svo ætlar þetta lið í hinu orðinu að fara að messa yfir manni um "kraftaverk nýs lífs" og hvað ha? Og segja það bara næstum í sömu setningu og þeir tala um slím og gliðnanir? Ekki skrítið að illa gangi að selja manni þá rómantík.
En ég kann Bibba miklar þakkir fyrir þetta orð. Gott að kunna allavega eitt ógeðslegt orð sem er ekki sjúkdómsheiti í alvöru. Þeir hafa þá ekki notað þau alveg öll.
9.12.05
Seinnihluti pistils frá föstudegi:
Annars er ég farlama af grindverk. (Að brúka hitt orðið er algjörlega fyrir neðan mína virðingu, þó svo að mér finnist góð hugmynd hjá áðurnefndum Bibba að nota það í hljómsveitarnafn, eins og mig minnir að hann hafi ætlað.)
Ef ég hreyfi mig eru í boði þrenns konar viðbrögð:
- Æi...
- Áts!
- ANDSKOTANSDJÖFULL Í FÚLROTNANDI HELVÍTI!!!!
Elísabet mágkona er hjá okkur um helgina með annan son sinn. Ætlaði aldeilis með henni í leikhús í kvöld, en þurfti að hverfa frá því af áðurnefndum ástæðum og senda í staðinn Rannsóknarskip og barnungana með. Í staðinn er ég búin að æfa mig þvílíkt að liggja kjur, tala bæði eyrun af mömmu minni, og lengd þessarar færslu er að segja mér að huxanlega verði meira líf á þessu bloggi á næstunni en endranær.
Endalausar laggningar eru nefnilega mjög skrifhvetjandi. Kannski gerist meira að segja eitthvað af viti? Einþáttungar og klárun á þessum þremur hálfskrifuðu sem ég á einhvers staðar? Kannski maður ætti bara að segja: Húrra fyrir legsúrnuninni!...?
Já, nú held ég að Pollýanna sjálf megi fara að vara sig.
Ef ég hreyfi mig eru í boði þrenns konar viðbrögð:
- Æi...
- Áts!
- ANDSKOTANSDJÖFULL Í FÚLROTNANDI HELVÍTI!!!!
Elísabet mágkona er hjá okkur um helgina með annan son sinn. Ætlaði aldeilis með henni í leikhús í kvöld, en þurfti að hverfa frá því af áðurnefndum ástæðum og senda í staðinn Rannsóknarskip og barnungana með. Í staðinn er ég búin að æfa mig þvílíkt að liggja kjur, tala bæði eyrun af mömmu minni, og lengd þessarar færslu er að segja mér að huxanlega verði meira líf á þessu bloggi á næstunni en endranær.
Endalausar laggningar eru nefnilega mjög skrifhvetjandi. Kannski gerist meira að segja eitthvað af viti? Einþáttungar og klárun á þessum þremur hálfskrifuðu sem ég á einhvers staðar? Kannski maður ætti bara að segja: Húrra fyrir legsúrnuninni!...?
Já, nú held ég að Pollýanna sjálf megi fara að vara sig.
8.12.05
Amm
Fór þó aldrei svo að ekki yrði smá vesen. Lenti til fæðingarlæknis í dag og hann bannaði mér að vinna meir. Enda var ég næstum búin að eiga í gær og er um 105 ára af grinverk í dag með bauga niður af hnjám af svefnleysi. Ókei, það var kannski alveg kominn tími til. Ég er enn með andarteppu yfir fréttunum og held Bandalagið eigi örugglega eftir að örendast án mín. (Ekkert rökrétt hvað maður þykist alltaf vera ómissandi í vinnunni.) En, vill til að ég held að Ármann kunni alveg að ljósrita og selja jólasveinaskegg jafnvel og ég.
En það er svona. Ég NEYÐIST þá líklega bara til þess að SOFA fram að hádegi það sem eftir lifir AF ÞESSU ÁRI. Nema morguninn sem ég læt Árna keyra mig í Smáralindina svo við getum keypt allar jólagjafir þegar enginn annar er þar.
Dommmmmmaaaage...
En það er svona. Ég NEYÐIST þá líklega bara til þess að SOFA fram að hádegi það sem eftir lifir AF ÞESSU ÁRI. Nema morguninn sem ég læt Árna keyra mig í Smáralindina svo við getum keypt allar jólagjafir þegar enginn annar er þar.
Dommmmmmaaaage...
7.12.05
Vitjun
Í nótt dreymdi mig draug fortíðarjóla. Ekki vitjaði sá nú nafns, eins og títt ku vera um framliðna sem heimsækja vanfærar konur, en ég er ekki frá því að hann hafi verið að vitja fæðingardags.
Ásamt dagsetningunni 28. desember (sem ég ætla að miða á, bara til að stríða Báru syss, sem vill helst ekki að fólk sé að stela því sem hún á) finnst mér 5. janúar nú orðinn nokkuð líklegur...
Og jólin nálgast eins og óð fluga. Við Rannsóknarskip erum að skipuleggja yfir okkur. Erum að fá hana Eló mína í heimsókn um helgina. Með hana þarf að sjálfsögðu að fara á sýningu á Jólaævintýri. Smábátur er að fara að lesa eitthvað fallegt í Dómkirkjunni á sunnudag þannig að það stefnan er tekin í messu, hvar ég bind vonir við að hann sr. Hjálmar verði að kirkja. Svo ætlum við auðvitað bara að sitja, stolt og klökk, eins og foreldrar Tomma litla.
Svo er laufabrauð hjá ömmu Smábáts og fjölskyldu. Hlakka mikið geðveikt til. Einn höfuðókostur þess að búa ekki á Egilsstöðum er að hafa dottið útúr laufabrauðsgerð. Og ég er ekki enn farin að þora að leika mér með svona djúpsteikingarfeiti. Situr sennilega eitthvað í manni hvað þetta var útmálað sem STÓRHÆTTULEGT þegar mar var lítill. Þess vegna hef ég aldrei á ævinni bakað svo mikið sem eina kleinu upp á eigin spýtur.
Ásamt dagsetningunni 28. desember (sem ég ætla að miða á, bara til að stríða Báru syss, sem vill helst ekki að fólk sé að stela því sem hún á) finnst mér 5. janúar nú orðinn nokkuð líklegur...
Og jólin nálgast eins og óð fluga. Við Rannsóknarskip erum að skipuleggja yfir okkur. Erum að fá hana Eló mína í heimsókn um helgina. Með hana þarf að sjálfsögðu að fara á sýningu á Jólaævintýri. Smábátur er að fara að lesa eitthvað fallegt í Dómkirkjunni á sunnudag þannig að það stefnan er tekin í messu, hvar ég bind vonir við að hann sr. Hjálmar verði að kirkja. Svo ætlum við auðvitað bara að sitja, stolt og klökk, eins og foreldrar Tomma litla.
Svo er laufabrauð hjá ömmu Smábáts og fjölskyldu. Hlakka mikið geðveikt til. Einn höfuðókostur þess að búa ekki á Egilsstöðum er að hafa dottið útúr laufabrauðsgerð. Og ég er ekki enn farin að þora að leika mér með svona djúpsteikingarfeiti. Situr sennilega eitthvað í manni hvað þetta var útmálað sem STÓRHÆTTULEGT þegar mar var lítill. Þess vegna hef ég aldrei á ævinni bakað svo mikið sem eina kleinu upp á eigin spýtur.
6.12.05
Interestíng...
Þeir sem til þekkja vita að ég get verið alveg hund uppstökk. Finnist mér mér misboðið stekk ég upp á nef mér og ríf kjaft eins og ég fái borgað fyrir það. Undir venjulegum kringumstæðum heitir þetta hegðunarmynstur ýmist "frekja og kjaftforni" eða "að láta ekki vaða yfir sig", eftir því hver horfir og hvaðan.
Þessa mánuðina finnst mönnum hins vegar ástæða til að kenna hormónabúskap um geðvonskur mínar. Sem er skrítið. Þar sem lesendur hafa kannski tekið eftir því að ég hef verið seinþreyttari til kjaftforni undanfarið en í meðalári.
Þetta getur vissulega verið bæði kostur og galli. Annars vegar get ég kannski afsakað uppstekkjur með hormónum. Ef ég nenni ekki eftirfylgni við þær... það bara gerist aldrei. Á hinn bóginn gerir það almennan pirring ómarktækan, sem er náttlega óþolandi þar sem yfirleitt er nú einhver smásnefill af ástæðu fyrir geðvonskunni, einhvers staðar.
Þessa mánuðina finnst mönnum hins vegar ástæða til að kenna hormónabúskap um geðvonskur mínar. Sem er skrítið. Þar sem lesendur hafa kannski tekið eftir því að ég hef verið seinþreyttari til kjaftforni undanfarið en í meðalári.
Þetta getur vissulega verið bæði kostur og galli. Annars vegar get ég kannski afsakað uppstekkjur með hormónum. Ef ég nenni ekki eftirfylgni við þær... það bara gerist aldrei. Á hinn bóginn gerir það almennan pirring ómarktækan, sem er náttlega óþolandi þar sem yfirleitt er nú einhver smásnefill af ástæðu fyrir geðvonskunni, einhvers staðar.
5.12.05
Allir saman nú!
Síðan ég hóf búsetu að nýju á höfuðborgarsvæðinu hefur félaxlíf mitt aðallega samanstaðið af tvennu. Hugleikssamkundum og tónleikum og öðru sem tengist hljómsveitinni Hraun. (Fyrir óinnvígða, einni hljómsveitinni sem hann Jón Geir, maðurinn hennar Nönnu vinkonu minnar er í.)
Þessir hópar hafa þó hingað til verið aðskildir í flestu, nema Hjalta. Nú bregður svo við að meirihluti Hraunara eru komnir í Hugleik. Og á laugardagskvöld kom að því óumflýjanlega. Góður slatti af Hugleik fór á Hrauntónleika. Þegar ég endurheimti hæfileikann til félaxlífs lítur sumsé út fyrir að það verði allt komið í eina sæng. Og er vel. Gott að hafa allt á einum stað.
Og það er bráðskemmtilegur pistill á Varríusi um upplifunina.
Þessir hópar hafa þó hingað til verið aðskildir í flestu, nema Hjalta. Nú bregður svo við að meirihluti Hraunara eru komnir í Hugleik. Og á laugardagskvöld kom að því óumflýjanlega. Góður slatti af Hugleik fór á Hrauntónleika. Þegar ég endurheimti hæfileikann til félaxlífs lítur sumsé út fyrir að það verði allt komið í eina sæng. Og er vel. Gott að hafa allt á einum stað.
Og það er bráðskemmtilegur pistill á Varríusi um upplifunina.
3.12.05
Úff
Er orðinn mjög illhreyfanleg.
Held ástandið sé alveg að fara með heimilið. Rannsóknarskip er uppfyrir haus í verkefnum en er nú samt gjarnan eins og útspýtt hundsskinn að þjónusta mig, innan heimilis sem utan, með augnlokin á hælunum.
Og Smábátur varð frekar undarlegur á svip um daginn þegar ég ætlaði að rétta honum stærðfræðiheftið hans, en hann fékk í staðinn hefti af ljósritunum glærum úr fæðingarfræðslunni... Aukinheldur veit ég ekki alveg hvort hann hefur kannski hvort sem er beðið tjón á sálu sinni, búandi á heimili þar sem bæklingar um brjóstagjöf, grindarbotnsæfingar og þvagleka liggja um alla íbúð.
Sjálf geri ég ekkert gagn. Fékk óþægðarkast í gærkvöldi og tók til, á meðan Rannsóknarskip var að stýra ljósum á sýningu. Almættið refsaði með aðstoð Satans og í dag ligg ég bara eins og öjmingi með grindverk.
Og Kafbátur er farinn að mótmæla kröftuglega þegar ég legg lapptoppinn á bumbuna á mér, þannig að það er vissara að hætta áður en hann sparkar græjunni fram á gólf.
Held ástandið sé alveg að fara með heimilið. Rannsóknarskip er uppfyrir haus í verkefnum en er nú samt gjarnan eins og útspýtt hundsskinn að þjónusta mig, innan heimilis sem utan, með augnlokin á hælunum.
Og Smábátur varð frekar undarlegur á svip um daginn þegar ég ætlaði að rétta honum stærðfræðiheftið hans, en hann fékk í staðinn hefti af ljósritunum glærum úr fæðingarfræðslunni... Aukinheldur veit ég ekki alveg hvort hann hefur kannski hvort sem er beðið tjón á sálu sinni, búandi á heimili þar sem bæklingar um brjóstagjöf, grindarbotnsæfingar og þvagleka liggja um alla íbúð.
Sjálf geri ég ekkert gagn. Fékk óþægðarkast í gærkvöldi og tók til, á meðan Rannsóknarskip var að stýra ljósum á sýningu. Almættið refsaði með aðstoð Satans og í dag ligg ég bara eins og öjmingi með grindverk.
Og Kafbátur er farinn að mótmæla kröftuglega þegar ég legg lapptoppinn á bumbuna á mér, þannig að það er vissara að hætta áður en hann sparkar græjunni fram á gólf.
2.12.05
Hvað er þetta með jólasveina?
Ætli sé til einhver vitræn skýring á því að þeir eru, margir hverjir, svona hrollvekjandi leiðinlegir? Menn sem leggja í vana sinn að leika jólasveina virðast svo gagnteknir að það hvarflar ekki að þeim að ekki sé hver sem á heyrir jafn áhugasamur. Ég er búin að temja mér einstaklega ruddalegt viðmót gagnvart þessum þjóðflokki. Hef hvorki tíma til, né áhuga á, að standa kannski hálfan morguninn og hlusta á reynslusögur úr "starfinu". Eða lannnnngar útlistanir af ævintýrum með skegglím.
Held ég sé að verða búin að þróa með mér gífurlegt ofnæmi fyrir jólasveinum. Huxa að ég leiði Kafbát í allan sannleikann um málið strax við fæðingu.
Annars hafa þau stórtíðindi gerst að ég og systkini mín ákváðum að gerast viðskila í jólagjöfum í ár. (Þ.e.a.s., ég og systur mínar... við ættum nú kannski að láta litlabró vita af því...?) Hingað til höfum við alltaf gefið hverju öðru og foreldrunum sameiginlega, en nú verður gerð breyting á þar við erum allt í einu orðin 50% útgengin, sem eru undur og stórmerki. Sem þýðir að við fáum öll miklu fleiri pakka! Jeij!
Og í fleiri undra og stórmerkisfréttum er það að mennirnir á næsta þaki hafa bara ekkert borað í hausana á okkur í dag. Mér líður eins og ég sé heyrnalaus. Hefði nú samt kannski alveg þegið að láta borhljóðin yfirgnæfa jólasveinsófétið sem pirraði mig í morgun.
Af ástandinu er annars ekkert að frétta. Við Rannsóknarskip erum á foreldrunarnámskeiði. Erum búin að læra allt um dópið sem hægt er að fá í fæðingu og erum margs vísari. Kafbátur er farinn að standa alfarið á haus og stækkar gífurlega þessa dagana og stefnir í að fæðast um fermingu ef fram heldur sem horfir.
Mamma mín segir að hann fæðist á milli jóla og nýjárs, hvað sem hún hefur nú fyrir sér í því, og ég er að huxa um að fara alveg að opna veðbankana.
Áveðjanlegir þættir eru kyn og fæðingardagur. Og í sjálfu sér gæti fæðingarár verið með? Sá sem hefur réttast fyrir sér vinnur titilinn Spámaður Fjölskyldunnar og verður jafnan ónáðaður í framtíðinni ef sjá þarf fyrir stórviðburði.
Held ég sé að verða búin að þróa með mér gífurlegt ofnæmi fyrir jólasveinum. Huxa að ég leiði Kafbát í allan sannleikann um málið strax við fæðingu.
Annars hafa þau stórtíðindi gerst að ég og systkini mín ákváðum að gerast viðskila í jólagjöfum í ár. (Þ.e.a.s., ég og systur mínar... við ættum nú kannski að láta litlabró vita af því...?) Hingað til höfum við alltaf gefið hverju öðru og foreldrunum sameiginlega, en nú verður gerð breyting á þar við erum allt í einu orðin 50% útgengin, sem eru undur og stórmerki. Sem þýðir að við fáum öll miklu fleiri pakka! Jeij!
Og í fleiri undra og stórmerkisfréttum er það að mennirnir á næsta þaki hafa bara ekkert borað í hausana á okkur í dag. Mér líður eins og ég sé heyrnalaus. Hefði nú samt kannski alveg þegið að láta borhljóðin yfirgnæfa jólasveinsófétið sem pirraði mig í morgun.
Af ástandinu er annars ekkert að frétta. Við Rannsóknarskip erum á foreldrunarnámskeiði. Erum búin að læra allt um dópið sem hægt er að fá í fæðingu og erum margs vísari. Kafbátur er farinn að standa alfarið á haus og stækkar gífurlega þessa dagana og stefnir í að fæðast um fermingu ef fram heldur sem horfir.
Mamma mín segir að hann fæðist á milli jóla og nýjárs, hvað sem hún hefur nú fyrir sér í því, og ég er að huxa um að fara alveg að opna veðbankana.
Áveðjanlegir þættir eru kyn og fæðingardagur. Og í sjálfu sér gæti fæðingarár verið með? Sá sem hefur réttast fyrir sér vinnur titilinn Spámaður Fjölskyldunnar og verður jafnan ónáðaður í framtíðinni ef sjá þarf fyrir stórviðburði.
1.12.05
Fyrstides!
Mér finnst fyrsti desember alltaf vera hátíðisdagur. Þegar ég var lítil var frí í skólanum á þeim degi. Þegar ég var mjög ung og heimsk hélt ég að það væri alveg pottþétt vegna þess að amma mín ætti afmæli. En það á hún! Hún amma Sigga er 83 ára í dag. Sendi henni hugheilar afmæliskveðjur á heilbrigðisstofnun Austurlands, Egilsstöðum.
Nú er að verða 1 og hálft ár síðan hún flutti búferlum þangað sökum heilsubrests. Þegar ég var lítil vann hún við að skúra sjúkrahúsið. Þar áður vann hún þar líka við að passa hvítvoðunga á nóttunni, á meðan enn var til siðs að nýbakaðar mæður fengju að hvíla sig eftir fæðingar.
Það er sem sagt eins og hún hafi flutt í vinnuna.
Svo mundi ég í morgun að foreldrar mínir áttu 37 ára brúðkaupsafmæli í gær. Talaði við mömmu í gær og mundi ekkert eftir að óska henni til hamingju. Enda hefur hún sjálfsagt ekkert munað eftir því heldur, frekar en nokkurn tíma áður. Það er nefnilega svo skemmtilegt með þessi hamingjusömustu hjón sem ég þekki, pabbi minn týndi giftingahringnum sínum fáum árum eftir að hann setti hann upp. Mamma fitnaði á puttunum við barneignir og hætti að ganga með sinn. Og þau sjá enga ástæðu til að halda sérstaklega uppá að þau séu gift, á hverju ári. Ekki einu sinni þegar það eru "merkis". Mér finnst það ógurlega rómantískt.
Og einhver mætti nú samt gefa mönnunum á næsta þaki frí í dag. Þeir eru að bora og saga þannig að maður heyrir ekki sjálfan sig huxa, þriðja daginn í röð. Mikið ógurlega verður mar nú hissa og feginn þegar það verður búið að gera það sem menn ætla á lóðinni þar sem Stjörnubíó stóð einu sinni. Hávaðanum hefur varla linnt þar síðan verið var að brjóta upp fyrir nýjum neðanjarðarsal þar í kringum 2000. (Sem var rétt áður en allt var svo rifið með manni og mús.) Nú eru sem sagt að verða 5 ár síðan mannsins mál hefur heyrst hér á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga.
Ekki skrítið að við séum orðnar geðvondar og heilaskemmdar.
Nú er að verða 1 og hálft ár síðan hún flutti búferlum þangað sökum heilsubrests. Þegar ég var lítil vann hún við að skúra sjúkrahúsið. Þar áður vann hún þar líka við að passa hvítvoðunga á nóttunni, á meðan enn var til siðs að nýbakaðar mæður fengju að hvíla sig eftir fæðingar.
Það er sem sagt eins og hún hafi flutt í vinnuna.
Svo mundi ég í morgun að foreldrar mínir áttu 37 ára brúðkaupsafmæli í gær. Talaði við mömmu í gær og mundi ekkert eftir að óska henni til hamingju. Enda hefur hún sjálfsagt ekkert munað eftir því heldur, frekar en nokkurn tíma áður. Það er nefnilega svo skemmtilegt með þessi hamingjusömustu hjón sem ég þekki, pabbi minn týndi giftingahringnum sínum fáum árum eftir að hann setti hann upp. Mamma fitnaði á puttunum við barneignir og hætti að ganga með sinn. Og þau sjá enga ástæðu til að halda sérstaklega uppá að þau séu gift, á hverju ári. Ekki einu sinni þegar það eru "merkis". Mér finnst það ógurlega rómantískt.
Og einhver mætti nú samt gefa mönnunum á næsta þaki frí í dag. Þeir eru að bora og saga þannig að maður heyrir ekki sjálfan sig huxa, þriðja daginn í röð. Mikið ógurlega verður mar nú hissa og feginn þegar það verður búið að gera það sem menn ætla á lóðinni þar sem Stjörnubíó stóð einu sinni. Hávaðanum hefur varla linnt þar síðan verið var að brjóta upp fyrir nýjum neðanjarðarsal þar í kringum 2000. (Sem var rétt áður en allt var svo rifið með manni og mús.) Nú eru sem sagt að verða 5 ár síðan mannsins mál hefur heyrst hér á skrifstofu Bandalags íslenskra leikfélaga.
Ekki skrítið að við séum orðnar geðvondar og heilaskemmdar.
30.11.05
Jóló?
Var að fletta plötutíðindum í gær, svona frekar annarshugar þar sem mig langar sjaldan í plötur fyrr en þær eru orðnar gamlar. (Með Það besta við jólin og Jólaævintýri Hugleiks að undantekningum, uððitað.) Allavega, eftir nokkur flett fór ég að taka eftir því að hann Sveppi litli er bara á öðru hverju umslagi í ár. Fylltist móðurlegu stolti.
En þegar maður spáir í það er hann auðvitað einstaklega jólalegur náungi.
Og þá dettur mér í hug ein lítil Montpellier-saga.
Við vorum í partíi hjá Reyni og Aðalsteini. (Tveimur öðrum Mont-sonum mínum.) Mikið stuð hjá Íslenskum námsmönnum þess vetrar og þeirra nánustu félaga, þetta regnsama kvöld. Vill þá svo óheppilega til að pabbi Reynis hringir. Í heimasímann sem er í miðju partíinu. Við hljóðnum og prúðnum hið snarasta, pabbi hans Reynis er nebblega prestur, og okkur þótti allt í einu mjög nauðsynlegt að hann sæti heima á Íslandi í þeirri trú að Reynir sæti einn heima, hljóður og prúður, þetta föstudaxkvöld.
Ekki gat nú áðurnefndur Sverrir þó setið lengi á sér, og fór bráðlega að óþægðast. Við reyndum að skamma hann, en strákur hélt nú bara áfram að vera með óþægð og sagði:
"Og hvað haldiði að hann geri? Kemur hann?"
Og ég sagði: "Nei, hann sendir Guð!"
Í þann mund gerðist þrennt. Það kom geðveik elding, rafmagnið fór og einhver braut glas. Held kannski að við höfum öll borið pínulítið meiri virðingu fyrir, ja, allavega þeim kaþólska, þareftir.
Sambandið slitnaði líka við séra Hjálmar, og þegar það komst á aftur voru allir hættir að vera þægir þannig að það komst upp um allt saman.
Og Sveppi hefur sennilega bara fyllst þessari líka guðhræðslu. Hann er allavega kominn framan á annan hvern jóladisk...
En þegar maður spáir í það er hann auðvitað einstaklega jólalegur náungi.
Og þá dettur mér í hug ein lítil Montpellier-saga.
Við vorum í partíi hjá Reyni og Aðalsteini. (Tveimur öðrum Mont-sonum mínum.) Mikið stuð hjá Íslenskum námsmönnum þess vetrar og þeirra nánustu félaga, þetta regnsama kvöld. Vill þá svo óheppilega til að pabbi Reynis hringir. Í heimasímann sem er í miðju partíinu. Við hljóðnum og prúðnum hið snarasta, pabbi hans Reynis er nebblega prestur, og okkur þótti allt í einu mjög nauðsynlegt að hann sæti heima á Íslandi í þeirri trú að Reynir sæti einn heima, hljóður og prúður, þetta föstudaxkvöld.
Ekki gat nú áðurnefndur Sverrir þó setið lengi á sér, og fór bráðlega að óþægðast. Við reyndum að skamma hann, en strákur hélt nú bara áfram að vera með óþægð og sagði:
"Og hvað haldiði að hann geri? Kemur hann?"
Og ég sagði: "Nei, hann sendir Guð!"
Í þann mund gerðist þrennt. Það kom geðveik elding, rafmagnið fór og einhver braut glas. Held kannski að við höfum öll borið pínulítið meiri virðingu fyrir, ja, allavega þeim kaþólska, þareftir.
Sambandið slitnaði líka við séra Hjálmar, og þegar það komst á aftur voru allir hættir að vera þægir þannig að það komst upp um allt saman.
Og Sveppi hefur sennilega bara fyllst þessari líka guðhræðslu. Hann er allavega kominn framan á annan hvern jóladisk...
29.11.05
Þetta helst:
Það er komið á hreint. Nokkuð endanlega, held ég bara. Mér er búið að vera að sýnast þetta, annað slagið í vetur, en í gær, í Grandi-Vogar, fékk ég staðfestingu sem ekki verður um villst.
Ég sá þrjár unglingsstúlkur úti á götu með íþróttabuxurnar kyrfilega girtar ofan í sokkana. Ég fékk margfalt flassbakk og minntist almenns fótabúnaðar úr gaggó.
Þegar heim kom beið mín síðan óvænt kynjamismunun. Bæklingur frá Smáralindinni þar sem mönnum er ráðlagt hvað skal gefa í jólagjafir. Og niðurflokkað, m.a. eftir kynjum. Frekar eru þetta nú óspennandi jólagjafahugmyndir svona yfirhöfið. En samkvæmt þessu hefur kvenfólk almennt ekki áhuga á neinu nema útlitsvörum og búsáhöldum af leiðinlegra taginu. Og bókum eftir konur. Konur gætu viljað fá kökudisk, en kallamegin er pizzuhnífur. Karlmenn gætu líka viljað fá tæki og tól til áfengisneyslu og það verður nú að segjast að þeirra bókmenntir eru talsvert meira spennandi en kjeeellingabækurnar.
Það er nefnilega það. Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.
Á hvaða öld erum við eiginlega?
Og þar sem ég var alveg að komast á barm taugaáfalls yfir öllu sem gera þyrfti í undirbúningi barns, kom Rannsóknarskipið til mín í vinnuna í gær og reddaði bóxtaflega öllu. Fæðingarorlofspappírar eru á hraðri leið í Tryggingastofnun, við höfum fest leigu á rúmstæði undir afkomandann fyrstu mánuðina og svo bætti Nanna um betur og sagðist eiga bílstól til að lána mér þangað til hún þarf að nota hann sjálf. (Sem sagt... fyrir barnið... ekki Tomma litla... sem ætti þó vissulega að koma til greina sem nafn á barnið.) Það er greinilega mjög sniðugt ef menn hafa svona 6-12 mánuði á milli barna innan kunningjahóps, þá er bara hægt að láta kittið ganga. Sniðugt.
Svo fann ég líka um daginn fyrirbæri sem heitir BabySam, en þar er hægt að leigja næstum allt sem við á að éta, á skítogkanil. Eiginlega bara allt nema krakkann sjálfan. (Já, hina grindkvalina er stundum hægt að pumpa um upplýsingar.)
Þetta finnst mér hið sniðugasta mál. Man alveg hvernig fór t.d. fyrir barnadótinu á mínu bernskuheimili. Það tók upp pláss í geymslunni þangað til mamma var orðin úrkula vonar um að eignast barnabörn, þá var það selt fyrir slikk og/eða fór á haugana. Og ég á ekki einu sinni geymslu þannig að ég get ekki leikið þetta eftir.
Ég sá þrjár unglingsstúlkur úti á götu með íþróttabuxurnar kyrfilega girtar ofan í sokkana. Ég fékk margfalt flassbakk og minntist almenns fótabúnaðar úr gaggó.
Þegar heim kom beið mín síðan óvænt kynjamismunun. Bæklingur frá Smáralindinni þar sem mönnum er ráðlagt hvað skal gefa í jólagjafir. Og niðurflokkað, m.a. eftir kynjum. Frekar eru þetta nú óspennandi jólagjafahugmyndir svona yfirhöfið. En samkvæmt þessu hefur kvenfólk almennt ekki áhuga á neinu nema útlitsvörum og búsáhöldum af leiðinlegra taginu. Og bókum eftir konur. Konur gætu viljað fá kökudisk, en kallamegin er pizzuhnífur. Karlmenn gætu líka viljað fá tæki og tól til áfengisneyslu og það verður nú að segjast að þeirra bókmenntir eru talsvert meira spennandi en kjeeellingabækurnar.
Það er nefnilega það. Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.
Á hvaða öld erum við eiginlega?
Og þar sem ég var alveg að komast á barm taugaáfalls yfir öllu sem gera þyrfti í undirbúningi barns, kom Rannsóknarskipið til mín í vinnuna í gær og reddaði bóxtaflega öllu. Fæðingarorlofspappírar eru á hraðri leið í Tryggingastofnun, við höfum fest leigu á rúmstæði undir afkomandann fyrstu mánuðina og svo bætti Nanna um betur og sagðist eiga bílstól til að lána mér þangað til hún þarf að nota hann sjálf. (Sem sagt... fyrir barnið... ekki Tomma litla... sem ætti þó vissulega að koma til greina sem nafn á barnið.) Það er greinilega mjög sniðugt ef menn hafa svona 6-12 mánuði á milli barna innan kunningjahóps, þá er bara hægt að láta kittið ganga. Sniðugt.
Svo fann ég líka um daginn fyrirbæri sem heitir BabySam, en þar er hægt að leigja næstum allt sem við á að éta, á skítogkanil. Eiginlega bara allt nema krakkann sjálfan. (Já, hina grindkvalina er stundum hægt að pumpa um upplýsingar.)
Þetta finnst mér hið sniðugasta mál. Man alveg hvernig fór t.d. fyrir barnadótinu á mínu bernskuheimili. Það tók upp pláss í geymslunni þangað til mamma var orðin úrkula vonar um að eignast barnabörn, þá var það selt fyrir slikk og/eða fór á haugana. Og ég á ekki einu sinni geymslu þannig að ég get ekki leikið þetta eftir.
27.11.05
Ekki dugar
að láta bloggið drepast ofan í horið á sér.
Er öll að skríða saman. Rannsóknarskip að ryksuga. Smábátur hjá ömmu sinni og afa. Var sjálf að komast að því að það er sulta á tölvunni minni, einhverra hluta vegna.
Fórum á meira námskeið í gær. Fengum útlistanir á því, í mjög ítarlegum smáatriðum, hvernig fæðingar ganga fyrir sig. Það var... áhugavert. Svo fengum við að sjá fæðingadeildina. Held ég sé nú eiginlega byrjuð að fá pínulítinn vott af kvíðakasti, svona innst inni. Hugga mig við að þetta á nú víst ekki að gerast fyrr en "einhvern tíma á næsta ári."
Eftir þennan truflandi morgun náði ég niður taugunum með því að jóla heima hjá mér. Eða öllu heldur aðventa. Gerði vörutalningu á aðventuljósum heimilisins og raðaði þeim útum allt af kvenlegu innsæi. Ofan á rykið, af því að ég nennti ekki að þurrka það neitt vel. (Dulbý letina með því að ljósmóðirin mín er löngu búin að harðbanna mér að þrífa fyrir jólin. Það er með því fallegra sem hefur verið sagt við mig.)
Á meðan á aðventinu stóð hlustaði ég að jóladiskinn hennar dr. Tótu, Það besta við jólin. Hann er svakalega góður og skemmtilegur og ég mæli með honum. Þeir sem ég ætla að gefa hann í jólagjöf mega samt alls ekki versla sér hann sjálfir. Það er svindl.
Og Rannsóknarskip ryksugar bara og ryksugar. Nú er líklega best að halda áfram að þýða svo mar fái ekki samviskubit.
Er öll að skríða saman. Rannsóknarskip að ryksuga. Smábátur hjá ömmu sinni og afa. Var sjálf að komast að því að það er sulta á tölvunni minni, einhverra hluta vegna.
Fórum á meira námskeið í gær. Fengum útlistanir á því, í mjög ítarlegum smáatriðum, hvernig fæðingar ganga fyrir sig. Það var... áhugavert. Svo fengum við að sjá fæðingadeildina. Held ég sé nú eiginlega byrjuð að fá pínulítinn vott af kvíðakasti, svona innst inni. Hugga mig við að þetta á nú víst ekki að gerast fyrr en "einhvern tíma á næsta ári."
Eftir þennan truflandi morgun náði ég niður taugunum með því að jóla heima hjá mér. Eða öllu heldur aðventa. Gerði vörutalningu á aðventuljósum heimilisins og raðaði þeim útum allt af kvenlegu innsæi. Ofan á rykið, af því að ég nennti ekki að þurrka það neitt vel. (Dulbý letina með því að ljósmóðirin mín er löngu búin að harðbanna mér að þrífa fyrir jólin. Það er með því fallegra sem hefur verið sagt við mig.)
Á meðan á aðventinu stóð hlustaði ég að jóladiskinn hennar dr. Tótu, Það besta við jólin. Hann er svakalega góður og skemmtilegur og ég mæli með honum. Þeir sem ég ætla að gefa hann í jólagjöf mega samt alls ekki versla sér hann sjálfir. Það er svindl.
Og Rannsóknarskip ryksugar bara og ryksugar. Nú er líklega best að halda áfram að þýða svo mar fái ekki samviskubit.
24.11.05
..liggur þar og á svo bágt
Uhu...
Held ég hafi sjaldan vorkennt sjálfri mér jafn svakalega og akkúrat núna. Hef enda aldrei áður verið bandólétt og fengið tvær flensur alveg í röð. Eðlismunurinn á þeim er hins vegar sá að þessi er nú meira krassandi. Meira hor og svona. (Tengist kannski öllum hor-mónunum?) En Pollýannan í mér kýs að trúa því að það geri það að verkum að hún taki fljótar af.
Þegar Rannsóknarskip má vera að hefur hann ofan af fyrir mér með afmælisgjöfinni sem ég gaf honum, það var allt X-Files eins og það leggur sig. Og mikil gleði með það. (Alveg óvart, í leiðinni, eignuðumst við líka allan Angel. Líka mikil gleði.)
Amazon er mjööög hættulegur staður.
Og svo fórum við aðeins á námskeið í gær. Það var... ja... kannski fróðlegt? En það var ekki svona fyndið námskeið með hofgyðju og steinþrykksglærum eins og Björn M fór á. Heldur með nýmóðins ljósmóður og power-point-showi. Hún sagði ýmislegt spaklegt... kannski ekki margt sem maður vissi ekki fyrir, en skýrði þó nokkur smáatriði. Svo æfðum við okkur að anda, og ég komst að því að eftir 15 ár af leiklistarnámskeiðum og þindaröndunarpredikunum er mér alveg lífsins ómögulegt að anda grunnt.
Og einu sinni enn komst ég að því að kjaftæði um "kraftaverkið fæðinguna" og að eftir hana fái maður "bestu verðlaun í heimi" og tilfinninga-hvað ha, gerir ekkert fyrir mig. Ég efast ekki um að það er gasalegt "kraftaverk" og voðalega gaman að vera búinn að eignast barnið, en ég held að það sé nú bara svona eins og brandarar sem ekki er hægt að endursegja. Maður þarf að hafa verið á staðnum. Og þetta kraftaverkakjaftæði hughreystir mig nú bara ekki baun þegar kemur að því að búa sig undir að koma hlut á stærð við hangikjötslæri út um leggöngin á sér.
Það mest hughreystandi sem ég hef heyrt kom frá Svandísi. Hún sagði að þetta væri eins og að skíta. Það finnst mér bæði fyndið og uppörvandi, þar sem ég kann það alveg.
Jæja, best að taka pínu til áður en húseigendur brenna í hlað.
Held ég hafi sjaldan vorkennt sjálfri mér jafn svakalega og akkúrat núna. Hef enda aldrei áður verið bandólétt og fengið tvær flensur alveg í röð. Eðlismunurinn á þeim er hins vegar sá að þessi er nú meira krassandi. Meira hor og svona. (Tengist kannski öllum hor-mónunum?) En Pollýannan í mér kýs að trúa því að það geri það að verkum að hún taki fljótar af.
Þegar Rannsóknarskip má vera að hefur hann ofan af fyrir mér með afmælisgjöfinni sem ég gaf honum, það var allt X-Files eins og það leggur sig. Og mikil gleði með það. (Alveg óvart, í leiðinni, eignuðumst við líka allan Angel. Líka mikil gleði.)
Amazon er mjööög hættulegur staður.
Og svo fórum við aðeins á námskeið í gær. Það var... ja... kannski fróðlegt? En það var ekki svona fyndið námskeið með hofgyðju og steinþrykksglærum eins og Björn M fór á. Heldur með nýmóðins ljósmóður og power-point-showi. Hún sagði ýmislegt spaklegt... kannski ekki margt sem maður vissi ekki fyrir, en skýrði þó nokkur smáatriði. Svo æfðum við okkur að anda, og ég komst að því að eftir 15 ár af leiklistarnámskeiðum og þindaröndunarpredikunum er mér alveg lífsins ómögulegt að anda grunnt.
Og einu sinni enn komst ég að því að kjaftæði um "kraftaverkið fæðinguna" og að eftir hana fái maður "bestu verðlaun í heimi" og tilfinninga-hvað ha, gerir ekkert fyrir mig. Ég efast ekki um að það er gasalegt "kraftaverk" og voðalega gaman að vera búinn að eignast barnið, en ég held að það sé nú bara svona eins og brandarar sem ekki er hægt að endursegja. Maður þarf að hafa verið á staðnum. Og þetta kraftaverkakjaftæði hughreystir mig nú bara ekki baun þegar kemur að því að búa sig undir að koma hlut á stærð við hangikjötslæri út um leggöngin á sér.
Það mest hughreystandi sem ég hef heyrt kom frá Svandísi. Hún sagði að þetta væri eins og að skíta. Það finnst mér bæði fyndið og uppörvandi, þar sem ég kann það alveg.
Jæja, best að taka pínu til áður en húseigendur brenna í hlað.
23.11.05
Skrambans
Virðist vera að fá aðra flensu, alveg í röð. Ligg í dag með upphafseinkenni. Er nú samt að vona að mér takist að taka u-beygju áður en ég lendi á henni. Drakk sólhatt í gær og það hafði hinar undarlegustu afleiðingar. Er kílói léttari í dag en í gær. Ég meig því. Er ekki einu sinni að ýkja neitt!
Reyndar erum við búin að fara í mæðraskoðun í morgun. (Ég og Árni. Er ekkert á leiðinni að fara að tala um sjálfa mig í fleirtölu.) Ljósmóðirin gaf okkur bækling með fullt af myndum af brjóstum. Gerir nú ekki mikið fyrir mig.
Og á eftir verð ég víst að reyna að lufsast á foreldrunarnámskeið, hvað sem tautar. Best að sofa þangað til.
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Reyndar erum við búin að fara í mæðraskoðun í morgun. (Ég og Árni. Er ekkert á leiðinni að fara að tala um sjálfa mig í fleirtölu.) Ljósmóðirin gaf okkur bækling með fullt af myndum af brjóstum. Gerir nú ekki mikið fyrir mig.
Og á eftir verð ég víst að reyna að lufsast á foreldrunarnámskeið, hvað sem tautar. Best að sofa þangað til.
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
22.11.05
Allt að koma
Ég held ég sé að verða búin að losa heilann út úr síðasta verkefni. Er allavega alveg að verða búin að ná í skottið að því sem er efst á baugi í umheiminum. Og alveg á fullu að mynda mér skoðanir í dag. Bara tímaspursmál hvenær þær verða komnar í eitthvað tjáningaform.
Allavega er ég að huxa um að ræða alvarlega við stofnfrumuna í barninu í sjálfri mér og athuga hvort hún er ekki til í að sjá til þess að Kafbátur erfi rólyndi og skapgæði föður síns og sönghæfileika, að minnsta kosti. Og svo auðvitað almenn dásamlegheit. Eitthvað dálæti virðist barnið allavega hafa á tónlist. Þegar svoleiðis heyrist upphefst jafnan mikill dans. Einkum og sérílagi við tónlist úr Jólaævintýrinu, en það var trúlega fyrsta tónlistin sem Kafbáturinn heyrði, eftir að hann fékk eyru. Hitt áhugamálið virðist vera fótbolti. Við áhorf á sollis gerast jafnan fóboltaæfingar á mínum heimavelli. Menn spyrja kannski sem svo hvort mikill munur sé á hreyfingum innra með mér eftir því hvort um er að ræða dans eða fótbolta? Það er það sko. Fótbolti er óþægilegri.
Annars hefur verið í gangi mikil tiltekt í Imbu-Skjálf. Hélt á tímabili daginn eftir frumsýningu að ég væri komin með hreiðurgerð, þangað til ég komst að því að æðsti höfundur þjáðist af því sama. Reyndust vera einhvers konar fráhvörf sem brutust fram í röðunarfíkn og þvottæði. Það er líka bara ljómandi. Ætla að reyna að stefna á að föndra aðventukrans og finna öll aðventuljós heimilisins í vikunni og setja þau útum ALLT.
Jólajóla.
Allavega er ég að huxa um að ræða alvarlega við stofnfrumuna í barninu í sjálfri mér og athuga hvort hún er ekki til í að sjá til þess að Kafbátur erfi rólyndi og skapgæði föður síns og sönghæfileika, að minnsta kosti. Og svo auðvitað almenn dásamlegheit. Eitthvað dálæti virðist barnið allavega hafa á tónlist. Þegar svoleiðis heyrist upphefst jafnan mikill dans. Einkum og sérílagi við tónlist úr Jólaævintýrinu, en það var trúlega fyrsta tónlistin sem Kafbáturinn heyrði, eftir að hann fékk eyru. Hitt áhugamálið virðist vera fótbolti. Við áhorf á sollis gerast jafnan fóboltaæfingar á mínum heimavelli. Menn spyrja kannski sem svo hvort mikill munur sé á hreyfingum innra með mér eftir því hvort um er að ræða dans eða fótbolta? Það er það sko. Fótbolti er óþægilegri.
Annars hefur verið í gangi mikil tiltekt í Imbu-Skjálf. Hélt á tímabili daginn eftir frumsýningu að ég væri komin með hreiðurgerð, þangað til ég komst að því að æðsti höfundur þjáðist af því sama. Reyndust vera einhvers konar fráhvörf sem brutust fram í röðunarfíkn og þvottæði. Það er líka bara ljómandi. Ætla að reyna að stefna á að föndra aðventukrans og finna öll aðventuljós heimilisins í vikunni og setja þau útum ALLT.
Jólajóla.
21.11.05
Gagg
Var búin að lofa alheiminum því, svona innra með mér, að hætta nú að tjá mig um hið nýfrumsýnda Jólaævintýri. Get samt ekki látið hjá líða að benda á umfjallanir sem við höfum fengið bæði hér og í Mogganum í dag. Fínustu pistlar frá Herði og Hrund eins og ævinlega. Og, ég verð nú bara að minnast á eitt. Í þessu höfundagengi er ég FREMST í stafrófinu! Hef aldrei verið það í neinu samhengi. Enn ein ástæðan til að halda áfram að skrifa með þessu fólki. ;-)
Og þá er víst best að fara að hrökkva í gírinn og hefja undirbúning frumsýningar Kafbáts. Á þeim vígstöðvum er nú bara næstum allt eftir. Þarf að sækja dót um alla Smábátsætt og við erum ekkert farin að hugsa fyrir hlutum eins og í hvurslax rúmi barnið á að sofa eða öðrum hirslum til að geyma það í. Umsókn um fæðingarorlof liggur í gremjulegum dvala, þar sem ég fyllist ævinlega skapvonsku þegar ég hugsa um hana.
En þetta verður vika foreldrafræðslunnar. Á miðvikudaginn erum við að fara í lannnga mæðraskoðun sem á að felast aðallega í því að ljósmóðirin ætlar að taka klukkutíma í að tala um allskonar. Ég reikna með að verða margs vísari.
Sama eftirmiðdag hefjum við síðan setu á foreldrunarnámskeiði, sem ég er að vona að sé jafnfyndið og Björn M segir. Rannsóknarskip vonar að hann verði eftir það við öllu búinn. Hef grun um að hann hafi miklu meiri áhyggjur af fæðingu en ég. Og er þá talsvert sagt.
Að lokum: Mig dreymdi um sýningu sem Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir um næstu helgi. Vakti hún í draumförum mínum svo mikinn múgæsing að menn söfnuðust saman, hundruð talsins, einhvers staðar á víðavangi, klæddir eins og Keltar í gamla daga og höfðu varðelda og gengu umvörpum á spjót sín. (Og þetta var sem sagt sértrúarsöfnuður sem spratt af hamslausri aðdáun á sýningunni, ekki skipulagt fjöldasjálfsmorð...)
Hvort þetta tengist eitthvað efni sýningarinnar skal algjörlega ósagt látið, enda veit ég ekkert um hana. En, hlýtur að spá góðu?
Og þá er víst best að fara að hrökkva í gírinn og hefja undirbúning frumsýningar Kafbáts. Á þeim vígstöðvum er nú bara næstum allt eftir. Þarf að sækja dót um alla Smábátsætt og við erum ekkert farin að hugsa fyrir hlutum eins og í hvurslax rúmi barnið á að sofa eða öðrum hirslum til að geyma það í. Umsókn um fæðingarorlof liggur í gremjulegum dvala, þar sem ég fyllist ævinlega skapvonsku þegar ég hugsa um hana.
En þetta verður vika foreldrafræðslunnar. Á miðvikudaginn erum við að fara í lannnga mæðraskoðun sem á að felast aðallega í því að ljósmóðirin ætlar að taka klukkutíma í að tala um allskonar. Ég reikna með að verða margs vísari.
Sama eftirmiðdag hefjum við síðan setu á foreldrunarnámskeiði, sem ég er að vona að sé jafnfyndið og Björn M segir. Rannsóknarskip vonar að hann verði eftir það við öllu búinn. Hef grun um að hann hafi miklu meiri áhyggjur af fæðingu en ég. Og er þá talsvert sagt.
Að lokum: Mig dreymdi um sýningu sem Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir um næstu helgi. Vakti hún í draumförum mínum svo mikinn múgæsing að menn söfnuðust saman, hundruð talsins, einhvers staðar á víðavangi, klæddir eins og Keltar í gamla daga og höfðu varðelda og gengu umvörpum á spjót sín. (Og þetta var sem sagt sértrúarsöfnuður sem spratt af hamslausri aðdáun á sýningunni, ekki skipulagt fjöldasjálfsmorð...)
Hvort þetta tengist eitthvað efni sýningarinnar skal algjörlega ósagt látið, enda veit ég ekkert um hana. En, hlýtur að spá góðu?
20.11.05
Þá er hann runninn upp, þessi dagur...
...svo sannarlega gleðidagur, eða hvað?
Vissulega er ég búin að hlakka til í grindverknum, að vera marflöt heima hjá mér á kvöldin, alveg samviskubitslaust. En einhver fráhvörf eru nú samt í manni. Er búin að gera fullt af því sem ég hef verið að trassa. Hitta ömmu mína að westan, sem er nýuppskorin í bænum. Búin að þrífa bæði baðherbergin, taka helling til hér og þar, ganga frá einhverjum þvotti og þvo meira af svoleiðis... og síðast en ekki síst, tala við Togga um hvort sama höfundagengi ætti ekki að reyna að skrifa meira.
Um það erum við 50% gengis allavega heilt sammála.
Allavega, allt gekk ljómandi vel í gærkvöldi og mér heyrðust menn heilt yfir vera ánægðir. (Enda, hver myndi svosem kunna við að segja annað við höfund á frumsýningarkvöld ;-) Og þetta var náttlega bara alltsaman geðveikt. En næst þegar ég leikhúsa ætla ég að vera hætt að vera með grindverk. Það fer illa saman. Og þá ætla ég líka helst að geta bjórað smá...
Vissulega er ég búin að hlakka til í grindverknum, að vera marflöt heima hjá mér á kvöldin, alveg samviskubitslaust. En einhver fráhvörf eru nú samt í manni. Er búin að gera fullt af því sem ég hef verið að trassa. Hitta ömmu mína að westan, sem er nýuppskorin í bænum. Búin að þrífa bæði baðherbergin, taka helling til hér og þar, ganga frá einhverjum þvotti og þvo meira af svoleiðis... og síðast en ekki síst, tala við Togga um hvort sama höfundagengi ætti ekki að reyna að skrifa meira.
Um það erum við 50% gengis allavega heilt sammála.
Allavega, allt gekk ljómandi vel í gærkvöldi og mér heyrðust menn heilt yfir vera ánægðir. (Enda, hver myndi svosem kunna við að segja annað við höfund á frumsýningarkvöld ;-) Og þetta var náttlega bara alltsaman geðveikt. En næst þegar ég leikhúsa ætla ég að vera hætt að vera með grindverk. Það fer illa saman. Og þá ætla ég líka helst að geta bjórað smá...
19.11.05
ogviðhöndumtökumsamanöllsemeitt!
Frumsýningardagar eru alltaf skrítnir. Manni finnst maður ætti að vera að gera eitthvað, en það er kannski ekkert eftir sem mar getur verið að gera. Tja, allavega ekkert sem ég get verið að gera, í tilfelli þessarar sýningar á þessum tímapunkti.
Ég verð að vera soldið sammála því sem æðsti leikstjóri sagði á sínu bloggi í gær. Þrátt fyrir fínar viðtökur í gær og að allt plögg lofi góðu, og að mér finnist þetta frekar ljómandi sýning, þá er ég mjööög tortryggin. Þetta var of auðvelt.
Það var gaman í höfundaklíkunni sem skrifaði. Alltaf stuð á fundum, og svo skrifaði þetta sig nú eiginlega bara sjálft, finnst mér. Tónlistin mokaðist út úr höfðum Snæbjarnar og Þorgeirs eins og þeir fengju borgað fyrir það. (Sem þeir fengu að sjálfsögðu ekki, frekar en neinn annar sem kom að gerð þessarar sýningar.) Og var harla góð.
Svo gat ég komið miklu minna að æfingatímabilinu heldur en ég ætlaði, sökum ýmiss krankleiks, en, svei mér þá, ég held það hafi nú bara ekki komið baun að sök. Svona er maður nú innilega ekki ómissandi, svei mér þá! Svo fær mar bara að mæta á frumsýningu, eins og fín frú, í síðasta kjólnum sem mar kemst í, og hirðir svo sneið af heiðrinum fyrir alltsaman.
En hvað við Toggi höfum nú verið framsýn og snjöll þegar við fengum þessa fáránlegu hugmynd, hérna einhverntíma árið 1999.
Ég verð að vera soldið sammála því sem æðsti leikstjóri sagði á sínu bloggi í gær. Þrátt fyrir fínar viðtökur í gær og að allt plögg lofi góðu, og að mér finnist þetta frekar ljómandi sýning, þá er ég mjööög tortryggin. Þetta var of auðvelt.
Það var gaman í höfundaklíkunni sem skrifaði. Alltaf stuð á fundum, og svo skrifaði þetta sig nú eiginlega bara sjálft, finnst mér. Tónlistin mokaðist út úr höfðum Snæbjarnar og Þorgeirs eins og þeir fengju borgað fyrir það. (Sem þeir fengu að sjálfsögðu ekki, frekar en neinn annar sem kom að gerð þessarar sýningar.) Og var harla góð.
Svo gat ég komið miklu minna að æfingatímabilinu heldur en ég ætlaði, sökum ýmiss krankleiks, en, svei mér þá, ég held það hafi nú bara ekki komið baun að sök. Svona er maður nú innilega ekki ómissandi, svei mér þá! Svo fær mar bara að mæta á frumsýningu, eins og fín frú, í síðasta kjólnum sem mar kemst í, og hirðir svo sneið af heiðrinum fyrir alltsaman.
En hvað við Toggi höfum nú verið framsýn og snjöll þegar við fengum þessa fáránlegu hugmynd, hérna einhverntíma árið 1999.
18.11.05
Sagan á enda núna er...
...eða næstum... eða kannski er hún bara rétt að byrja, svona það sem almenningur sér.
Akkurru ætli það heiti annars generalprufa? Þetta er bjánalegt. Og þýðir ekkert vitrænt.
Allavega, generalprufan á Jólaævintýrinu var áðan og allir skildu sáttir, held ég bara. Menn allaveg klöppuðu voða mikið, blístruðu og öskruðu, að henni lokinni, og það hlýtur að vera ágæts viti. Og sýningin virðist vera alveg rétt að verða tilbúin, verður það alveg á morgun, og bara... ljómi og sómi.
Held allavega að það sé alveg ástæða til að vera ánægð með okkur núna.
Annað, fyndnar umræður í grindhvalasundi í morgun. Vorum að velta fyrir því á hvaða vikudegi væri heppilegast að stunda fæðingadeildina. Ein sem á að eiga á fimmtudag í næstu viku segist ætla að vera á þriðjudegi, af því að þá er ekkert í sjónvarpinu. Ég er sjálf sett á föstudag, sem er alveg ljómandi. Missi ekki af neinu.
Akkurru ætli það heiti annars generalprufa? Þetta er bjánalegt. Og þýðir ekkert vitrænt.
Allavega, generalprufan á Jólaævintýrinu var áðan og allir skildu sáttir, held ég bara. Menn allaveg klöppuðu voða mikið, blístruðu og öskruðu, að henni lokinni, og það hlýtur að vera ágæts viti. Og sýningin virðist vera alveg rétt að verða tilbúin, verður það alveg á morgun, og bara... ljómi og sómi.
Held allavega að það sé alveg ástæða til að vera ánægð með okkur núna.
Annað, fyndnar umræður í grindhvalasundi í morgun. Vorum að velta fyrir því á hvaða vikudegi væri heppilegast að stunda fæðingadeildina. Ein sem á að eiga á fimmtudag í næstu viku segist ætla að vera á þriðjudegi, af því að þá er ekkert í sjónvarpinu. Ég er sjálf sett á föstudag, sem er alveg ljómandi. Missi ekki af neinu.
17.11.05
Siiiiríuslí...
Var að lesa einstaklega væmna blaðsíðu í Blaðinu, meira og minna upphátt fyrir Rannsóknarskipið, í hádeginu. Fjallaði hún öll um dásamlega rómantískar staðreyndir og heilræði til þess að láta hjónabönd ganga og þar fram eftir götunum. Þetta þótti okkur nú aldeilis fallegt, og andvörpuðum oft í kór, héldumst í hendur og horfðumst í augu. (Í alvöru, sko!)
Það var því ekki að undra að drykkjarjógúrtin kæmi næstum út um nefið á mér þegar ég sá að systir mín, hin kjaftforri og pipraðri, var skrifuð fyrir ósköpunum. Mar veit nú bara ekki hvað mar á að halda!
Hvað eru Blaðsmenn eiginlega að gera við hana?
Setja mýkingarefni í kaffið hennar?
Ætli hún sé kannski farin að reykja maríjúana að staðaldri?
Og, fyrst hún veit þetta alltsaman, því situr hún þá endalaust ein og bitur og kveinar yfir því að ég hafi trúlofast og óléttast á undan sér í staðinn fyrir að hreinlega gera eitthvað í málinu og veiða sér tarf, fyrst hana segist langa í...? Ætti ekki að vera skotaskuld úr því verkefni, miðað við þá bakgrunnsþekkingu sem hún ljóslega hefur.
Er farin alvarlega að halda að systir mín sé skápalessa.
Það var því ekki að undra að drykkjarjógúrtin kæmi næstum út um nefið á mér þegar ég sá að systir mín, hin kjaftforri og pipraðri, var skrifuð fyrir ósköpunum. Mar veit nú bara ekki hvað mar á að halda!
Hvað eru Blaðsmenn eiginlega að gera við hana?
Setja mýkingarefni í kaffið hennar?
Ætli hún sé kannski farin að reykja maríjúana að staðaldri?
Og, fyrst hún veit þetta alltsaman, því situr hún þá endalaust ein og bitur og kveinar yfir því að ég hafi trúlofast og óléttast á undan sér í staðinn fyrir að hreinlega gera eitthvað í málinu og veiða sér tarf, fyrst hana segist langa í...? Ætti ekki að vera skotaskuld úr því verkefni, miðað við þá bakgrunnsþekkingu sem hún ljóslega hefur.
Er farin alvarlega að halda að systir mín sé skápalessa.
Fari það í hlandbrunnið hurðalaust...
Nú er allt á barmi taugaáfalls. Gerði svo mikið í gær að ég var næstum búin að missa legvatnið og þurfti að sitja af mér æfingu. Sem mér þótti hið slæmsta mál. (Svona fyrir utan hvað það er alltaf gott að hafa meiri tíma til að knúsa Rannsóknarskip og Smábát.)
Gat samt sem áður ekki á mér setið þegar ég fékk tækifæri til að láta í mér heyra á opinberum vettvangi. (Öðrum en þessum hér, þ.e.a.s.) Og verð, að ég held, ásamt með Önnu Beggu á Talstöðinni klukkan hálffimm. Held við verðum í beinni, er samt ekki alveg milljón prósent viss.
Hvað fleira? Jú, hér er frétt.
Gat samt sem áður ekki á mér setið þegar ég fékk tækifæri til að láta í mér heyra á opinberum vettvangi. (Öðrum en þessum hér, þ.e.a.s.) Og verð, að ég held, ásamt með Önnu Beggu á Talstöðinni klukkan hálffimm. Held við verðum í beinni, er samt ekki alveg milljón prósent viss.
Hvað fleira? Jú, hér er frétt.
16.11.05
Planið er gó!
Mér voru að berast þær einstaklega skemmtilegu fréttir til eyrna að þegar væri orðið uppselt á einhverjar sýningar í desember á Jólaævintýri Hugleix. Það er því ljóst að það borgar sig fyrir þá sem sjá ætla að drífa sig hingað og panta miða sem allra fyrst.
Ójá, nú hafa Hullarar markaðsmógúlast sem aldrei fyrr. Kannski spillir ekki fyrir að vera með svona jóla-fjölskyldu-isj eitthvað?
Og svo erum við auðvitað bara svo fyndin og góð.
Og hógvær.
Ójá, nú hafa Hullarar markaðsmógúlast sem aldrei fyrr. Kannski spillir ekki fyrir að vera með svona jóla-fjölskyldu-isj eitthvað?
Og svo erum við auðvitað bara svo fyndin og góð.
Og hógvær.
15.11.05
Heldurðu að ég skíti flatkökum?
Það sem eftir er þessarar viku verða allar fyrirsagnir hér úr Jólaævintýri Hugleix, sem nú er komið í Tjarnarbíó og á endasprettinn sem lítur út fyrir að ætla að verða jafn dáindisskemmtilegur og allt annað sem á undan hefur gengið við tilbúnað þessarar sýningar. Heimilislegt sem aldrei fyrr í Tjarnó. Í búningsherberginu má finna svitalykt undanfarinna 10 ára og allt úir og grúir í draugum marrrrgra liðinna sýninga.
Og ég er enn mikið hamingjusöm yfir að hafa komið því til leiðar að Hugleikur uppgötvaði tilvist Guðmundar Steingrímssonar ljósamanns að austan og lokkaði hann til fylgilax. Þegar hann er farinn að hanga einhvers staðar uppi í stiga eða ljónast á ljósaborðinu, þá er mar nú fyrst kominn heim til sín.
En nú tekur við vika langra og strangra æfinga og einhverra stjórnarstarfa á milli. Hef reyndar svo sem alveg séð það svartara, bara kannski ekki alveg í þessu ástandi. Það er óneitanlega farið að fatla mann talsvert. Hraði yfirferðar er ekki alveg sá sami og venjulega og svefnþarfir eru miklar og ófrávíkjanlegar. Og svo eru ótrúlegustu hreyfingar farnar að þvælast fyrir manni. Var einmitt að pota mér í fötin, með nokkrum erfiðismunum, eftir sund ásamt nokkrum grindhvelum í gær og við vorum að spekúlera íðí hvort það væri ekki einmitt svona að vera gamall. U.þ.b. 90 ára.
En sem betur fer nýt ég fyrsta flokks þjónustu heima fyrir. Rannsóknarskipið mitt er afbragð annarra manna, stjanar í hvívetna og vandar um ef ég gleymi að borða eða sofa. Ynnnndislegt.
Og ég er enn mikið hamingjusöm yfir að hafa komið því til leiðar að Hugleikur uppgötvaði tilvist Guðmundar Steingrímssonar ljósamanns að austan og lokkaði hann til fylgilax. Þegar hann er farinn að hanga einhvers staðar uppi í stiga eða ljónast á ljósaborðinu, þá er mar nú fyrst kominn heim til sín.
En nú tekur við vika langra og strangra æfinga og einhverra stjórnarstarfa á milli. Hef reyndar svo sem alveg séð það svartara, bara kannski ekki alveg í þessu ástandi. Það er óneitanlega farið að fatla mann talsvert. Hraði yfirferðar er ekki alveg sá sami og venjulega og svefnþarfir eru miklar og ófrávíkjanlegar. Og svo eru ótrúlegustu hreyfingar farnar að þvælast fyrir manni. Var einmitt að pota mér í fötin, með nokkrum erfiðismunum, eftir sund ásamt nokkrum grindhvelum í gær og við vorum að spekúlera íðí hvort það væri ekki einmitt svona að vera gamall. U.þ.b. 90 ára.
En sem betur fer nýt ég fyrsta flokks þjónustu heima fyrir. Rannsóknarskipið mitt er afbragð annarra manna, stjanar í hvívetna og vandar um ef ég gleymi að borða eða sofa. Ynnnndislegt.
14.11.05
Húmbúkk!
Hvaða djöfuls fábjána datt í hug að það gæti verið sniðugt að láta unglinga keppa í leiklist? Hefði alveg getað lifað án milljónþúsund hópa af ofvirkum unglingi í búðinni í dag að kaupa "smink".
Og hvaða hálfvitagangur er það líka að halda að senda þessa tegund út af örkinni í 4-5 manna háværum hópum, sem undantekningalaust veit EKKERT hvað hann er að gera, en hefur allur gífurlega miklar skoðanir á ÖLLU.
Mér finnst unglingur best geymdur í einangrun, slík tegund ætti aldrei að ganga laus og það er hreinlega mannvonska við heiðarlegt vinnandi fólk að senda þetta í reddingar.
Og hvaða hálfvitagangur er það líka að halda að senda þessa tegund út af örkinni í 4-5 manna háværum hópum, sem undantekningalaust veit EKKERT hvað hann er að gera, en hefur allur gífurlega miklar skoðanir á ÖLLU.
Mér finnst unglingur best geymdur í einangrun, slík tegund ætti aldrei að ganga laus og það er hreinlega mannvonska við heiðarlegt vinnandi fólk að senda þetta í reddingar.
Hólí fokkíng krapp og sjitt...
Góðu fréttirnar eru þær að maður þarf ekki að sækja um fæðingarorlof fyrr en 6 vikum fyrir áætlaða frumsýningu nýs afkomanda. (En ekki 8, eins og ég hélt, sem hefði verið á föstudaginn, sem hefði hreinlega ekki verið hægt...) Þær slæmu eru að listinn af pappír sem fylgja þarf umsókn er lengri en það sem þarf til að fá greiðslumat. Og er þá nóg sagt. Er ekki hægt að ráða fólk til að sjá um svona fyrir sig? Ég bara má ekki vera að þessu...
Og svo gerir kerfið alls ekki ráð fyrir afbrigðilegu fólki. Jújú, fæðingarORLOF er fyrir fólk sem er í vinnu, og fæðingarSTYRKIR eru fyrir þá sem eru í yfir 75% námi. EÐA atvinnulausir... það er ekki gert ráð fyrir fólki eins og Rannsóknarskipinu sem er í tveimur hálfum námum. Hvorugu sérstaklega námslánshæfu. Samt hreint ekki atvinnulaus. Ekki víst að hann fái neitt fæðingarorlof. Enda finnst honum kannski bara ágætt að fá að loka sig inni í skáp og skrifa ritgerðir í vor þegar barnuglan öskrar svo undir tekur í húsinu, skítur upp á bak og fær í eyrun, magann, og allt þetta sem börn eru alltaf að fá í. Hins vegar er skápurinn illa hljóðeinangraður þannig að ekki er víst að hann gefi neitt bliss.
En vegir Tryggingastofnunar eru sem endranær illransakanlegir, og ef ég mögulega hefði efni á því myndi ég ekki nenna þessu kjaftæði. Verð að muna að verða orðin fáránlega rík fyrir næsta barn.
Og svo gerir kerfið alls ekki ráð fyrir afbrigðilegu fólki. Jújú, fæðingarORLOF er fyrir fólk sem er í vinnu, og fæðingarSTYRKIR eru fyrir þá sem eru í yfir 75% námi. EÐA atvinnulausir... það er ekki gert ráð fyrir fólki eins og Rannsóknarskipinu sem er í tveimur hálfum námum. Hvorugu sérstaklega námslánshæfu. Samt hreint ekki atvinnulaus. Ekki víst að hann fái neitt fæðingarorlof. Enda finnst honum kannski bara ágætt að fá að loka sig inni í skáp og skrifa ritgerðir í vor þegar barnuglan öskrar svo undir tekur í húsinu, skítur upp á bak og fær í eyrun, magann, og allt þetta sem börn eru alltaf að fá í. Hins vegar er skápurinn illa hljóðeinangraður þannig að ekki er víst að hann gefi neitt bliss.
En vegir Tryggingastofnunar eru sem endranær illransakanlegir, og ef ég mögulega hefði efni á því myndi ég ekki nenna þessu kjaftæði. Verð að muna að verða orðin fáránlega rík fyrir næsta barn.
13.11.05
Ætem!
Eitt af því fyrsta sem við Varríus bárum ábyrgð á í sameiningu var fyrirbæri sem hlaut hið skemmtilega heiti "ætemið". Var það mikið teygjubelti með frönskum rennilás sem við brúkuðum til að binda upp um okkur aðra löppina, en svo bar við í þessu fyrsta leikriti sem við stunduðum saman, að við vorum bæði einfætt, á sitthvorum tímapunkti í verkinu samt. Apparat þetta var fengið einhvers staðar í heilbriðgðistkerfinu, og eflaust ætlað til einhverra annarra nota, enda spáði hún Hulda ekki vel fyrir þessari misnotkun. Vildi meina að um fimmtu sýningu myndum við bæði missa lappirnar, þ.e.a.s. þær uppbundnu, um hné.
Tilvist þessarar græju var ég síðan búin að gleyma.
Þangað til ég eignaðist ekki ósvipað tæki í dag. Nema hvað nú brúkast það til að halda upp um mig ístrunni, og mjöðmunum saman til þess að ég detti nú ekki niður um klofið á mér. Enda væri það nottlega frekar agalegt, svona í vikunni fyrir frumsýningu. Sem sagt, hef eignast mitt eigið Ætemildi, og er trúlega að brúka það á réttari hátt en síðast!
Annars er heilsan að skríða saman, en við tekin mikið geðsýkisvika. Hin hefðbundna síðasta vika fyrir frumsýningu. Áðan var ég viðstödd gegnumrennsli í Tjarnarbíó. Það var hreint ekki leiðinlegt, þó svo að nokkur fengi maður kvíðaköstin yfir því sem er eftir, eins og gengur. En þetta lofar bara góðu... held ég.
Tilvist þessarar græju var ég síðan búin að gleyma.
Þangað til ég eignaðist ekki ósvipað tæki í dag. Nema hvað nú brúkast það til að halda upp um mig ístrunni, og mjöðmunum saman til þess að ég detti nú ekki niður um klofið á mér. Enda væri það nottlega frekar agalegt, svona í vikunni fyrir frumsýningu. Sem sagt, hef eignast mitt eigið Ætemildi, og er trúlega að brúka það á réttari hátt en síðast!
Annars er heilsan að skríða saman, en við tekin mikið geðsýkisvika. Hin hefðbundna síðasta vika fyrir frumsýningu. Áðan var ég viðstödd gegnumrennsli í Tjarnarbíó. Það var hreint ekki leiðinlegt, þó svo að nokkur fengi maður kvíðaköstin yfir því sem er eftir, eins og gengur. En þetta lofar bara góðu... held ég.
10.11.05
Útvarp...
verð á rás 2 um 2-leytið, held ég, ásamt með Varrjussi. Ekki svo ógurlega víst að mikið verði sagt af viti, frá mínum bæjardyrum, en að vinna í dag reyndist alveg forkastanleg heimska og ég ætla að semja við Ármann um að vinna fyrir mig á morgun. (Enda eins gott hann fái aðeins að æfa sig, ætlar að leysa mig af í barneignafríinu.)
Þarf annars að gera fullt í dag og held ég hafi aldrei á ævinni verið svona hryllilega veik. Blerrg, hor og slef.
Leiðrétting: Tímasetning á útvarpinu reyndist lygi. Við vorum í upptöku áðan, en verðum ekki spiluð fyrr en einhvern tíma á milli 16.00 og 18.00 á morgun í Dægurmálaútvarpinu á Rás 2.
Þarf annars að gera fullt í dag og held ég hafi aldrei á ævinni verið svona hryllilega veik. Blerrg, hor og slef.
Leiðrétting: Tímasetning á útvarpinu reyndist lygi. Við vorum í upptöku áðan, en verðum ekki spiluð fyrr en einhvern tíma á milli 16.00 og 18.00 á morgun í Dægurmálaútvarpinu á Rás 2.
Ehemm.
Heiðarleg tilraun til að vera aftur þátttakandi í mannheimum er í gangi. Er allavega í vinnunni. Reyndar meira af vilja en nokkru öðru og veit ekki alveg hvað ég er að gera hérna. En, eins og Gummi E sagði, nú er kominn tími til að plögga. Og þó miklu fyrr hefði verið.
Hugleikur verður með Þetta Mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld og hitt kvöldið. Húsið opnar í báðum tilfellum klukkan 21.30 og sýningar hefjast klukkan 22.00.
Og svo fer að styttast í frumsýningu á Jólaævintýri Hugleix. Það frumsýnist í Tjarnarbíó um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 19. nóvember klukkan 20.00. Dagbók verkefnisins má lesa hér og miðapantanir á báða viðburði má fremja hér:
Hugleikur verður með Þetta Mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld og hitt kvöldið. Húsið opnar í báðum tilfellum klukkan 21.30 og sýningar hefjast klukkan 22.00.
Og svo fer að styttast í frumsýningu á Jólaævintýri Hugleix. Það frumsýnist í Tjarnarbíó um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 19. nóvember klukkan 20.00. Dagbók verkefnisins má lesa hér og miðapantanir á báða viðburði má fremja hér:
9.11.05
Ojts
Læknirinn segir að við séum með veiru. Og hún sé lennngi að fara. (Nó sjitt?)
Og nú liggjum við öll í hrúgu. Smábátur veiktist í gærkvöldi, Rannsóknarskip var óþægur í gær og er allur niðursleginn í dag, og ég ætlaði að fara í vinnuna í morgun, þangað til ég leit í spegil. Sá eini sem ekki kennir sér meins er Kafbátur, en hann er víst gífurlega vel varinn fyrir öllu. Honum leiðist hins vegar herfilega, sparkar og potar og vill að ég hreyfi mig meira með hann.
Verð nú samt eitthvað að reyna að þjónusta sjúklingana mína í dag og halda litla æfingu á einþáttunginum mínum í kvöld. Og vinna á morgun, hvað sem það kostar.
En við erum ekki orðin neitt smá hundleið á þessu.
Foj!
Og nú liggjum við öll í hrúgu. Smábátur veiktist í gærkvöldi, Rannsóknarskip var óþægur í gær og er allur niðursleginn í dag, og ég ætlaði að fara í vinnuna í morgun, þangað til ég leit í spegil. Sá eini sem ekki kennir sér meins er Kafbátur, en hann er víst gífurlega vel varinn fyrir öllu. Honum leiðist hins vegar herfilega, sparkar og potar og vill að ég hreyfi mig meira með hann.
Verð nú samt eitthvað að reyna að þjónusta sjúklingana mína í dag og halda litla æfingu á einþáttunginum mínum í kvöld. Og vinna á morgun, hvað sem það kostar.
En við erum ekki orðin neitt smá hundleið á þessu.
Foj!
7.11.05
Öppdeit
Og það kom líka flensa í internet heimilisins, er búin að gera tvær mjög heiðarlegar tilraunir til að blogga (og vera mjög fyndin í bæði skiptin) en þeir pistlar hurfu út í hið eilífa sæberspeis án þess að skilja neitt eftir sig. En þetta er það sem hefur gerst síðan:
3.11. Fimmtudagur.
Lenti í sálarháska á milli Scrubs og That 70s Show, þar sem á öðrum stöðvum var í þessu ágæta auglýsingahléi boðið upp á annars vegar Íslenska baddsélorinn og hins vegar Ástarfleyið. Hefur sjaldan leiðst jafn mikið á jafn stuttum tíma.
4.11. Föstudagur.
Ákvað að mér hefði skánað nógu mikið til að breggða mér bæjarleið og horfa á Ædolið með Nönnu og co. Það var alveg skemmtilegt. Ég á samt ennþá erfitt með þá staðreynd að hann Simmi litli Vilhjálms hafi orðið ötulsti talsmaður Egilsstaða sem besta staðar heims, svona á opinberum vettvangi.
5.11. Laugardagur.
Rannsóknarskipið varð 33 ára, sjálfum sér til mikillar furðu. Var búinn að upplifa sig ári eldri en hann var í heilt ár. Veit ekki alveg hvað það segir um okkar samvistir, sem eru einmitt búnar að standa yfir síðan um það leyti sem hann fór að ljúga upp um aldur að sjálfum sér.
6.11. Sunnudagur.
Fólk einhvers staðar á efri hæðunum ákvað að taka jólahreingerninguna snemma og með trukki og henda sófasettinu sínu fram af svölunum, ásamt með ýmsu fleiru. Ég held það geti verið að það búi dáldið af geðsjúklingum hér í grennd...
7.11. Mánudagur.
Hef endurheimt Flotann og er það ljómandi vel. Hins vegar er heilsufarið á okkur hjónaleysum enn hreint afleitt og tímar hafa verið pantaðir hjá læknum, fyrramáls. Og ég held kannski að ég sé að tefja fyrir bata með því að hafa endalausar áhyggjur af öllu sem ég þyrfti að gera en er ekki að gera vegna þess að ég þarf að liggja hérna alveg endalaust. Hrmpfh!
3.11. Fimmtudagur.
Lenti í sálarháska á milli Scrubs og That 70s Show, þar sem á öðrum stöðvum var í þessu ágæta auglýsingahléi boðið upp á annars vegar Íslenska baddsélorinn og hins vegar Ástarfleyið. Hefur sjaldan leiðst jafn mikið á jafn stuttum tíma.
4.11. Föstudagur.
Ákvað að mér hefði skánað nógu mikið til að breggða mér bæjarleið og horfa á Ædolið með Nönnu og co. Það var alveg skemmtilegt. Ég á samt ennþá erfitt með þá staðreynd að hann Simmi litli Vilhjálms hafi orðið ötulsti talsmaður Egilsstaða sem besta staðar heims, svona á opinberum vettvangi.
5.11. Laugardagur.
Rannsóknarskipið varð 33 ára, sjálfum sér til mikillar furðu. Var búinn að upplifa sig ári eldri en hann var í heilt ár. Veit ekki alveg hvað það segir um okkar samvistir, sem eru einmitt búnar að standa yfir síðan um það leyti sem hann fór að ljúga upp um aldur að sjálfum sér.
6.11. Sunnudagur.
Fólk einhvers staðar á efri hæðunum ákvað að taka jólahreingerninguna snemma og með trukki og henda sófasettinu sínu fram af svölunum, ásamt með ýmsu fleiru. Ég held það geti verið að það búi dáldið af geðsjúklingum hér í grennd...
7.11. Mánudagur.
Hef endurheimt Flotann og er það ljómandi vel. Hins vegar er heilsufarið á okkur hjónaleysum enn hreint afleitt og tímar hafa verið pantaðir hjá læknum, fyrramáls. Og ég held kannski að ég sé að tefja fyrir bata með því að hafa endalausar áhyggjur af öllu sem ég þyrfti að gera en er ekki að gera vegna þess að ég þarf að liggja hérna alveg endalaust. Hrmpfh!
2.11.05
Mikil lifandis skelfingar
óssköp er leiðinlegt að liggja einhversstaðar í eigin hori þegar svona margt skemmtilegt og spennandi er að gera, gæti maður.
Þessa vikuna ætlaði ég þvílíkt að vera dugleg að vera úti á Eyjarslóð á leikæfingum á kvöldin og föndra hlandkoppa úr pappamassa og hlæja að öllu skemmtilega fólkinu. Mér finnst þetta æfingatímabil vera búið að vera svo þrælskemmtilegt að mér finnst alveg hrikalega leiðinlegt að vera bara að missa af heilli viku þegar það er alveg að verða búið. Það sökkar feitt. En ef maður vill vera Pollýanna, þá er náttlega skárra að liggja núna en t.d. í næstu viku (aðfaraviku mánaðarlex í þjóðleikhúskjallara) eða þarnæstu (aðfaraviku frumsýningar).
Annars er ég að dunda mér við að liggja og mynda mér skoðanir á ýmsu, og geri allskonar aðgerðaáætlanir sem ég gleymi síðan alltaf þegar ég sofna. Annars var verið að stinga uppá að ég hætti að eyða þessu fína óráði í vitleysu og færi að brúka það í eitthvað af viti, eins og einþáttunga. Og það er í athugun.
Er að huxa um að láta blogger ráða nafninu, en hann segir: blpfsqiw.
Hvað segir það mönnum?
Þessa vikuna ætlaði ég þvílíkt að vera dugleg að vera úti á Eyjarslóð á leikæfingum á kvöldin og föndra hlandkoppa úr pappamassa og hlæja að öllu skemmtilega fólkinu. Mér finnst þetta æfingatímabil vera búið að vera svo þrælskemmtilegt að mér finnst alveg hrikalega leiðinlegt að vera bara að missa af heilli viku þegar það er alveg að verða búið. Það sökkar feitt. En ef maður vill vera Pollýanna, þá er náttlega skárra að liggja núna en t.d. í næstu viku (aðfaraviku mánaðarlex í þjóðleikhúskjallara) eða þarnæstu (aðfaraviku frumsýningar).
Annars er ég að dunda mér við að liggja og mynda mér skoðanir á ýmsu, og geri allskonar aðgerðaáætlanir sem ég gleymi síðan alltaf þegar ég sofna. Annars var verið að stinga uppá að ég hætti að eyða þessu fína óráði í vitleysu og færi að brúka það í eitthvað af viti, eins og einþáttunga. Og það er í athugun.
Er að huxa um að láta blogger ráða nafninu, en hann segir: blpfsqiw.
Hvað segir það mönnum?
1.11.05
Heimsyfirráð og dauði
Flotinn er að leggja af stað norður á bóginn svo ég verð heilt alein heima fram á sunnudag. Er hins vegar búin að finna ýmsar aferðir til að stjórna heiminum af sóttarsæng með aðstoð tölvu og síma. Birgðir eru allt um kring af snítupappír og kvefléttandi meðölum ýmis konar, svo sterkum sem ástandið leyfir, svo ég hef ekki huxað mér að láta væsa um mig, hvað sem það nú þýðir.
Annars er ég með hálfgerðu óráði, þannig að heimsyfirráð eru kannski ekkert svo svakalega góð hugmynd akkúrat núna. Búin að eiga heilmikil tölvupóstsamskipti út um allt, en er ekki alveg viss um hvað af þeim mig hefur dreymt. Held samt að ég hafi örugglega boðað æfingu á Bara innihaldið heima hjá mér í kvöld... vonandi.
Annars er ég með hálfgerðu óráði, þannig að heimsyfirráð eru kannski ekkert svo svakalega góð hugmynd akkúrat núna. Búin að eiga heilmikil tölvupóstsamskipti út um allt, en er ekki alveg viss um hvað af þeim mig hefur dreymt. Held samt að ég hafi örugglega boðað æfingu á Bara innihaldið heima hjá mér í kvöld... vonandi.
31.10.05
Hor og slef
Flensudraugurinn náði mér. Ég vaknaði meira að segja við það í nótt. Og á versta tíma, Rannsóknarskip og smábátur halda norður á bóginn á morgun og verða í næstum viku. Unnustinn minn getur auðvitað ekki á heilum sér tekið af áhyggjum af að skilja mig aaaaaleina eftir en ég er nú búin að vera að reyna að segja honum að það verði lítið hægt fyrir mig að gera á meðan ég ligg í mínu hori og slefi.
Verst finnst mér að missa af æfingum, en þá kemur æfingadagbókin að góðum notum. Svo er ég auðvitað með kvíðaröskun yfir öllu sem ég er ekki að gera í vinnunni, en það verður bara að hafa það.
Þannig að, þessa vikuna verður væntanlega mest óráðshjal á þessu bloggi. Sem gæti reyndar alveg orðið áhugavert.
Best að gera nokkur létt Sudoku þangað til Rannsóknarskip kemur úr yfirstandandi svaðilför, sem snýst um að bíða endalaust í biðröð þangað til bíllinn kemst af inniskónum, með pizzu!
PS. Jú, það verður að viðurkennast, það er hryllilega gott að láta stjana við sig þegar mar er veikur. Ég bara man ekki til annarrar eins þjónustu þannig að ég kann ekki að ætlast til hennar. Líklega eins gott að þeir yfirgefa mig á morgun. Annars gæti ég vanist þessu og gert mér upp samfleytta flensu næstu 10 árin.
Að gefnu tilefni er lag daxins söngur Kapítólu Karlsdóttur úr Jólaævintýri Hugleix, en þar kemur einmitt, margendurtekin, línan:
"Ég á svo góðan mann."
(Í laginu sem hann Snæbjörn samdi upp í konuna sína. Tilviljun?)
Verst finnst mér að missa af æfingum, en þá kemur æfingadagbókin að góðum notum. Svo er ég auðvitað með kvíðaröskun yfir öllu sem ég er ekki að gera í vinnunni, en það verður bara að hafa það.
Þannig að, þessa vikuna verður væntanlega mest óráðshjal á þessu bloggi. Sem gæti reyndar alveg orðið áhugavert.
Best að gera nokkur létt Sudoku þangað til Rannsóknarskip kemur úr yfirstandandi svaðilför, sem snýst um að bíða endalaust í biðröð þangað til bíllinn kemst af inniskónum, með pizzu!
PS. Jú, það verður að viðurkennast, það er hryllilega gott að láta stjana við sig þegar mar er veikur. Ég bara man ekki til annarrar eins þjónustu þannig að ég kann ekki að ætlast til hennar. Líklega eins gott að þeir yfirgefa mig á morgun. Annars gæti ég vanist þessu og gert mér upp samfleytta flensu næstu 10 árin.
Að gefnu tilefni er lag daxins söngur Kapítólu Karlsdóttur úr Jólaævintýri Hugleix, en þar kemur einmitt, margendurtekin, línan:
"Ég á svo góðan mann."
(Í laginu sem hann Snæbjörn samdi upp í konuna sína. Tilviljun?)
29.10.05
Upphöf
Í dag var ýmislegt fyrst. Það var fyrsta yfirferð á Bara innihaldið, sem mitt fólk ætlar að endurflytja í Þjóðleikhúskjallaranum eftir hálfan mánuð, og svo var fyrsta rennsli á Jólaævintýrinu áðan. Í nótt dreymdi mig að rennsli tæki yfir 8 klukkutíma og uppgötvaðist að inni í leikritinu þyrfti að leika allan Hamlet. Sem betur fór var það ekki neitt fyrir daglátum.
Rennsli tók alveg hárréttan tíma (og ekki nærri því átta) og var harla gott, held ég bara. Reyndar ýmislegt ólagt, ósmíðað, ósaumað og lítið eitt ósamið, en það kemur nú allt, örugglega, einhverntíma. Í kvöld á svo að éta baunasúpu, og það verður nú gaman og skemmtilegt.
Í dag fékk ég allt í einu svona "undarlega" tilfinningu. Einstöku sinnum stendur maður sig nefnilega að því að sitja á laugardegi í iðnaðarhúsnæði úti í bæ, við tuttugasta mann, og vera að leika og syngja og láta öllum illum látum og fatta að þetta séu kannski ekki alveg "eðlilegar" aðstæður. Það sé kannski soldið skrítið að tuttugu manns skuli bara nenna þessu, fullt af kvöldum og helgum. Fyrir ekkert nema fíflaganginn.
En mikið ógurlega er það nú gaman.
Eða eins og blogger leggur til málanna: htagzdrw. (Hitagazdræw?)
Rennsli tók alveg hárréttan tíma (og ekki nærri því átta) og var harla gott, held ég bara. Reyndar ýmislegt ólagt, ósmíðað, ósaumað og lítið eitt ósamið, en það kemur nú allt, örugglega, einhverntíma. Í kvöld á svo að éta baunasúpu, og það verður nú gaman og skemmtilegt.
Í dag fékk ég allt í einu svona "undarlega" tilfinningu. Einstöku sinnum stendur maður sig nefnilega að því að sitja á laugardegi í iðnaðarhúsnæði úti í bæ, við tuttugasta mann, og vera að leika og syngja og láta öllum illum látum og fatta að þetta séu kannski ekki alveg "eðlilegar" aðstæður. Það sé kannski soldið skrítið að tuttugu manns skuli bara nenna þessu, fullt af kvöldum og helgum. Fyrir ekkert nema fíflaganginn.
En mikið ógurlega er það nú gaman.
Eða eins og blogger leggur til málanna: htagzdrw. (Hitagazdræw?)
28.10.05
Skemmtun skrattans?
Í tilefni markaðssetningarverðlaunaveitingardax:
Í dag var ég í strætó. (Grandivogar) Og þar var líka staddur einn bekkur af börnum á frumstigum grunnskóla. Þetta voru ljóslega söngelsk börn og brustu í einn slíkan í takmarkalausri gleði og hamingju yfir lífinu og tilverunni. Að sjálfsögðu sungu þau auglýsingalag, af því að það er sú tónlist sem börn kunna best í dag.
Eitthvað hafði nú innihald auglýsingarinnar skolast til, allavega heyrði ég þarna bæði af Essó-pulsum og SOS-pulsum.
Í dag var ég í strætó. (Grandivogar) Og þar var líka staddur einn bekkur af börnum á frumstigum grunnskóla. Þetta voru ljóslega söngelsk börn og brustu í einn slíkan í takmarkalausri gleði og hamingju yfir lífinu og tilverunni. Að sjálfsögðu sungu þau auglýsingalag, af því að það er sú tónlist sem börn kunna best í dag.
Eitthvað hafði nú innihald auglýsingarinnar skolast til, allavega heyrði ég þarna bæði af Essó-pulsum og SOS-pulsum.
Ríki Anns
Er alveg að fara að taka nokkur geðstropsköst af annríki. Af hverju segist maður alltaf ætla að gera eitthvað? Helgin er svo þéttbókuð af leikæfingum að annað eins hefur ekki sést. Held ég hafi aldrei... eða allavega ekki oft, lent í að hafa 2 leikstjórnarverkefni í einu. Þetta er auðvitað fávitaháttur.
En væri samt allt í ljómandi lagi ef ekki væri allt í einu kominn bylur, og einhverjir menn héngju ekki utan á skrifstofunni minni og gerðu geðveikan borhávaða, núna bara alveg vikum saman. Heyri ekki sjálfa mig huxa í vinnunni og er þess vegna alltaf að klúðra einhverju geðveikt illa.
Eníhú. Það verður samt gaman að allri geðveikinni um helgina. Fyrsta upprifjunaræfing á Bara innihaldið í fyrramálið (svo framarlega sem einhvern tíma verður hlé á hávaðanum svo ég geti hringt í annan leikarann minn) og fyrsta rennsli á Jólaævintýri eftir hádegi. Það verður nú forvitnilegt. Það hefur enginn í heiminum hugmynd um hvernig þetta leikrit er í laginu, eða hversu langt það er. Huxa að höfundar/leikstjórar verði ruglaðastir allra. Baunasúpa verður svo étin um kvöldið.
Nú kom frú Ringsted í kaffi, svo best er að hætta að barma sér.
En væri samt allt í ljómandi lagi ef ekki væri allt í einu kominn bylur, og einhverjir menn héngju ekki utan á skrifstofunni minni og gerðu geðveikan borhávaða, núna bara alveg vikum saman. Heyri ekki sjálfa mig huxa í vinnunni og er þess vegna alltaf að klúðra einhverju geðveikt illa.
Eníhú. Það verður samt gaman að allri geðveikinni um helgina. Fyrsta upprifjunaræfing á Bara innihaldið í fyrramálið (svo framarlega sem einhvern tíma verður hlé á hávaðanum svo ég geti hringt í annan leikarann minn) og fyrsta rennsli á Jólaævintýri eftir hádegi. Það verður nú forvitnilegt. Það hefur enginn í heiminum hugmynd um hvernig þetta leikrit er í laginu, eða hversu langt það er. Huxa að höfundar/leikstjórar verði ruglaðastir allra. Baunasúpa verður svo étin um kvöldið.
Nú kom frú Ringsted í kaffi, svo best er að hætta að barma sér.
26.10.05
Link daxins
fær Maggi Teits fyrir að nenna að lesa og kommenta á langhundinn minn um kvennafrídaginn. Líka fyrir að ætla að eignast barn sama dag og ég. (Föstudaginn 13. jan. 2006. Mikill happadagur.) Svo er hann líka í metrógenginu sem var með Rannsóknarskipi í menntaskóla. Ég kalla þá metrógengið af því að þeir gera gjarnan hittingar eins og matarboð hver hjá öðrum eða hittast í hádeginu niðri í bæ. Þetta langsiðmenntaðasta strákagengi sem ég veit um. Enda hafa þeir endurvakið trú mína á að meirihluti karlkyns vilji kannski ekki endilega verða Hómer Simpson þegar hann verður stór.
Annað er það helst í fréttum að syni mínum blóðsugunni, hinum ófædda, finnst skemmtilegt á leikæfingum. (Væri enda illa í ætt skotið ella. Báðumegin.) Hann er yfirleitt alltaf sofandi, nema þegar ég reyni að sofa, nema Hullarar séu allt um kring að æfa og hlæja. Þá vakir hann og potar í magann á mér innanfrá þegar ég hlæ. Og þegar kemur tónlist, þá get ég sko svarið að hann heddbangar. Er greinilega mikill aðdáandi tónsmíðanna hans Bibba, en sá ber einmitt ábyrgðina á því að afkomandinn hefur verið karlkenndur. Hann dreymdi nefnilega fyrir því.
Vona bara að Afkomandinn fái metrógenið frekar en hellisbúaheilkennið.
Annað er það helst í fréttum að syni mínum blóðsugunni, hinum ófædda, finnst skemmtilegt á leikæfingum. (Væri enda illa í ætt skotið ella. Báðumegin.) Hann er yfirleitt alltaf sofandi, nema þegar ég reyni að sofa, nema Hullarar séu allt um kring að æfa og hlæja. Þá vakir hann og potar í magann á mér innanfrá þegar ég hlæ. Og þegar kemur tónlist, þá get ég sko svarið að hann heddbangar. Er greinilega mikill aðdáandi tónsmíðanna hans Bibba, en sá ber einmitt ábyrgðina á því að afkomandinn hefur verið karlkenndur. Hann dreymdi nefnilega fyrir því.
Vona bara að Afkomandinn fái metrógenið frekar en hellisbúaheilkennið.
25.10.05
Kvennafrídagurinn
fór framhjá mér vegna annríkis. Barnið mitt blóðsugan sá reyndar til þess að ég fór ekkert í vinnuna sökum blóðrannsókna og yfirliðu og svo missti ég af baráttufundinum útaf grindverk. Var þar þó mikið með í anda.
Og hefði að sjálfsögðu átt að skrifa magnað rant um kvenréttindabaráttu í gær. En mátti ekki neitt vera að því (og datt ekkert í hug vegna blóðsogs) þannig að ég geri það bara í dag í staðinn. Vona bara að ég komi einhverri reglu á það sem ég er að hugsa.
Er jafnréttisbarátta fásinna og óþarfi í dag?
Nei, það er hún ekki, á meðan það er kynbundinn launamunur í landinu. Hins vegar er líka annað mál sem mér finnst þurfa að skoða. Það er margt sem er bara á bandvitlausum stað í launastiganum. Mér þykja kennsla og umönnunarstörf hverskonar vera hryllilega mikilvæg störf. Ég vil að krakkarnir mínir (og annarra) fái almennilega menntun svo þau verði ekki öjlar. Og þegar ég verð gömul, vil ég að sjúkraliðarnir sem skeina mig verði á góðum launum. Ég nefnilega efast um að það verði gott eða skemmtilegt starf. Einhver þarf nú samt að gera það, ekki ætla ég að geta það sjálf.
Ég held við séum komin á þann stað (eða ég vona það) að konur, og allir, geri sér grein fyrir því að þeir geta menntað sig og starfað við hvað sem þeir hafa áhuga á. Óháð stétt, kyni, uppvexti, eða hvort pabbi viðkomandi er góður í stærðfræði. Samt sem áður virðast konur frekar sjá um menntun og umönnun en karlar. Ég veit ekki hvort það er endilega slæmt. Það fer kannski ekkert hjá því að alltaf verði einhver kynbundinn munur á fjölda fólks eftir áhugasviði. Hins vegar eru þessi störf með allra mikilvægustu störfum þjóðfélaxins og ættu auðvitað að vera mikkkklu hærra launuð en FULLT af sjórnunarstöðum.
En, já, jafnréttisbaráttan. Ég held það sé fullt eftir af henni. Mér finnst ég allavega alltaf vera að heyra eitthvað nýtt og kvenfyrirlitlegt. Fyrir ekki mörgum árum stóð ég á strætóstoppistöð og heyrði á tal nokkurra unglingspilta. Þeir voru að reyna að vera svalir, hver fyrir öðrum. Þar heyrði ég m.a. setninguna: "Sko, kellingar, bara ríða þeim og berja þær." Í kasúal samtali, og þetta var ekki einu sinni grín.
Fyrir ekki mörgum árum "reið" yfir skriða hópnauðgana, nokkrar verslunarmannahelgar. Þá kom berlega í ljós að heilum haug af karlmönnum þóttu nauðganir ekki bara sport, heldur fínast hópíþrótt!!! Þegar ég sat á Bautanum á Akureyri á sunnudegi, einhvern tíma í fyrra, heyrði ég á tal nokkurra karlkyns háskólanema. Þeir voru að tala um skemmtan kvöldsins áður. Hafði þar komið við sögu eitthvað af kvenfólki. Það sem stakk mig var að engin þeirra var nefnd á nafn, allt samtalið. Þær voru flestar "Gellan sem [þessi eða hinn] reið."
Mér finnst gífurlega jákvætt að mér finnst ég sjá karlmenn vera farna að blanda sér í jafnréttisbaráttuna meira en áður. Þeir sem haldnir eru kvenfyrirlitningu eru nefnilega ekkert að fara að hlusta á kellingar, yfirhöfuð.
Versta bakslag sem komið hefur fyrir jafnréttið undanfarin ár er það sem ég vil kalla Simpson-heilkennið. Mér þykja þættirnir um Simpsons-fjölskylduna gargandi snilld. En fyrir einhverja fávita var greinilega ótímabært að fara að gera grín að vanhæfa fjölskylduföðurnum, þar sem upp reis einhver undarlegur þjóðflokkur Hómer-wannabees sem taldi sig, í krafti karlmennsku sinnar, ekki þurfa að viðhafa lágmarksmannasiði í mannlegum samskiptum. Sérstaklega ekki við sína nánustu. Eins og þeir hafi ekki alveg náð því að ÞETTA VAR GRÍN! Þetta fólk er fullkomlega óþolandi. Og þetta eru alltsaman karlmenn. Og ég þekki fáránlega marga svona.
Þetta hafði þau ömurlegu áhrif að upp spratt aragrúi gamanþátta í hverjum húsbóndinn á heimilinu er undantekningalítið feitur og undantekningalaust heimskur og faltaður í mannlegum samskiptum og hagar sér eins og ofvaxinn smákrakki.
Það sem pirrar mig við þessa þætti er hins vegar fyrst og fremst sú mynd sem dregin er upp af kvenfólki. Það er þessi altumfyrirgefandi rödd skynseminnar sem umber Hómerinn. Óspennandi, leiðinleg, undirokuð og skoðanalaus gólftuska sem sættir sig bara við það, nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust, að makinn sé erfiðasta barnið á heimilinu. Huxar sem svo að betra sé að veifa röngu tré en öngu, þegar mér finnst dagljóst að betra sé autt en illa skipað rúm.
Þetta finnst mér vera óhugnalega nálægt steríótýpunni af konu. Steríótýpan af Konu er ekki beint skemmtileg. Hún vill alltaf ryksuga þegar það er fótbolti í sjónvarpinu. Hún er þröngsýn og dómhörð og að mörgu leyti viktoríönsk. Hefur t.d. ekki kynhvöt.
Ég hef aldrei hitt steríótýpíska konu.
Og þarna liggur kannski rót vandans. Steríótýpur karla og kvennna þvælast fyrir og lítt greindar manneskjur taka þær sér til fyrirmyndar. Strákar skulu vera sterkir og tilfinningalega fatlaðir og stelpur sætar og meðfærilegar. Það eru kannski þessar bábiljur sem fyrst alls þarf að ráðast á?
Þetta var nú aldeilis óskipulegt rant, í tilefni kvennafrídax.
Reyni að gera betur eftir 30 ár.
Og hefði að sjálfsögðu átt að skrifa magnað rant um kvenréttindabaráttu í gær. En mátti ekki neitt vera að því (og datt ekkert í hug vegna blóðsogs) þannig að ég geri það bara í dag í staðinn. Vona bara að ég komi einhverri reglu á það sem ég er að hugsa.
Er jafnréttisbarátta fásinna og óþarfi í dag?
Nei, það er hún ekki, á meðan það er kynbundinn launamunur í landinu. Hins vegar er líka annað mál sem mér finnst þurfa að skoða. Það er margt sem er bara á bandvitlausum stað í launastiganum. Mér þykja kennsla og umönnunarstörf hverskonar vera hryllilega mikilvæg störf. Ég vil að krakkarnir mínir (og annarra) fái almennilega menntun svo þau verði ekki öjlar. Og þegar ég verð gömul, vil ég að sjúkraliðarnir sem skeina mig verði á góðum launum. Ég nefnilega efast um að það verði gott eða skemmtilegt starf. Einhver þarf nú samt að gera það, ekki ætla ég að geta það sjálf.
Ég held við séum komin á þann stað (eða ég vona það) að konur, og allir, geri sér grein fyrir því að þeir geta menntað sig og starfað við hvað sem þeir hafa áhuga á. Óháð stétt, kyni, uppvexti, eða hvort pabbi viðkomandi er góður í stærðfræði. Samt sem áður virðast konur frekar sjá um menntun og umönnun en karlar. Ég veit ekki hvort það er endilega slæmt. Það fer kannski ekkert hjá því að alltaf verði einhver kynbundinn munur á fjölda fólks eftir áhugasviði. Hins vegar eru þessi störf með allra mikilvægustu störfum þjóðfélaxins og ættu auðvitað að vera mikkkklu hærra launuð en FULLT af sjórnunarstöðum.
En, já, jafnréttisbaráttan. Ég held það sé fullt eftir af henni. Mér finnst ég allavega alltaf vera að heyra eitthvað nýtt og kvenfyrirlitlegt. Fyrir ekki mörgum árum stóð ég á strætóstoppistöð og heyrði á tal nokkurra unglingspilta. Þeir voru að reyna að vera svalir, hver fyrir öðrum. Þar heyrði ég m.a. setninguna: "Sko, kellingar, bara ríða þeim og berja þær." Í kasúal samtali, og þetta var ekki einu sinni grín.
Fyrir ekki mörgum árum "reið" yfir skriða hópnauðgana, nokkrar verslunarmannahelgar. Þá kom berlega í ljós að heilum haug af karlmönnum þóttu nauðganir ekki bara sport, heldur fínast hópíþrótt!!! Þegar ég sat á Bautanum á Akureyri á sunnudegi, einhvern tíma í fyrra, heyrði ég á tal nokkurra karlkyns háskólanema. Þeir voru að tala um skemmtan kvöldsins áður. Hafði þar komið við sögu eitthvað af kvenfólki. Það sem stakk mig var að engin þeirra var nefnd á nafn, allt samtalið. Þær voru flestar "Gellan sem [þessi eða hinn] reið."
Mér finnst gífurlega jákvætt að mér finnst ég sjá karlmenn vera farna að blanda sér í jafnréttisbaráttuna meira en áður. Þeir sem haldnir eru kvenfyrirlitningu eru nefnilega ekkert að fara að hlusta á kellingar, yfirhöfuð.
Versta bakslag sem komið hefur fyrir jafnréttið undanfarin ár er það sem ég vil kalla Simpson-heilkennið. Mér þykja þættirnir um Simpsons-fjölskylduna gargandi snilld. En fyrir einhverja fávita var greinilega ótímabært að fara að gera grín að vanhæfa fjölskylduföðurnum, þar sem upp reis einhver undarlegur þjóðflokkur Hómer-wannabees sem taldi sig, í krafti karlmennsku sinnar, ekki þurfa að viðhafa lágmarksmannasiði í mannlegum samskiptum. Sérstaklega ekki við sína nánustu. Eins og þeir hafi ekki alveg náð því að ÞETTA VAR GRÍN! Þetta fólk er fullkomlega óþolandi. Og þetta eru alltsaman karlmenn. Og ég þekki fáránlega marga svona.
Þetta hafði þau ömurlegu áhrif að upp spratt aragrúi gamanþátta í hverjum húsbóndinn á heimilinu er undantekningalítið feitur og undantekningalaust heimskur og faltaður í mannlegum samskiptum og hagar sér eins og ofvaxinn smákrakki.
Það sem pirrar mig við þessa þætti er hins vegar fyrst og fremst sú mynd sem dregin er upp af kvenfólki. Það er þessi altumfyrirgefandi rödd skynseminnar sem umber Hómerinn. Óspennandi, leiðinleg, undirokuð og skoðanalaus gólftuska sem sættir sig bara við það, nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust, að makinn sé erfiðasta barnið á heimilinu. Huxar sem svo að betra sé að veifa röngu tré en öngu, þegar mér finnst dagljóst að betra sé autt en illa skipað rúm.
Þetta finnst mér vera óhugnalega nálægt steríótýpunni af konu. Steríótýpan af Konu er ekki beint skemmtileg. Hún vill alltaf ryksuga þegar það er fótbolti í sjónvarpinu. Hún er þröngsýn og dómhörð og að mörgu leyti viktoríönsk. Hefur t.d. ekki kynhvöt.
Ég hef aldrei hitt steríótýpíska konu.
Og þarna liggur kannski rót vandans. Steríótýpur karla og kvennna þvælast fyrir og lítt greindar manneskjur taka þær sér til fyrirmyndar. Strákar skulu vera sterkir og tilfinningalega fatlaðir og stelpur sætar og meðfærilegar. Það eru kannski þessar bábiljur sem fyrst alls þarf að ráðast á?
Þetta var nú aldeilis óskipulegt rant, í tilefni kvennafrídax.
Reyni að gera betur eftir 30 ár.
23.10.05
Thats it!
Nú er eitthvað alvarlegt á seyði. Er að fara að þvo rúmföt. Ekki svosem í frásögur færandi, nema ég er allt í einu gripin óstjórnlegri löngun til að strauja þau. Sem og öll önnur rúmföt sem til eru á heimilinu. Bara vegna þess að þau yrðu flottari í skápnum. Er viss um að húsfrúin Ringsted hefur ekki einu sinni upplifað annað eins. Held ég sé endanlega að breytast í mömmu mína.
Eins gott að það er leikæfing í allan dag, annars veit ég ekki hvar þetta hefði endað...
Eins gott að það er leikæfing í allan dag, annars veit ég ekki hvar þetta hefði endað...
22.10.05
Akkurru...
Geta helgar aldrei farið í tóma tímasóun, eins og mig minnir að þær hafi einhverntíma gert? Um helgi sér maður ævinlega fram á að þurfa að eyða hálfum degi í stórmörkuðum, sökum tómleika ísskáps, svo er alltaf eitthvað allskonar í gangi og þessa helgina er heimilið t.d. undirlagt af...
Ja, með orðum Rannsóknarskips:
"Veistu hvað er leiðinlegt við Joss Whedon? Hann talar alveg ógeðslega mikið."
Jú, það er commentary og aukaefni við Serenity, eina helgina enn. Aukaefni þessarar DVD útgáfu hlýtur að ná út yfir alla þjófabálka í heiminum. Allavega finnst mér ég vera búin að þýða svona fimmhundruðþúsundmilljón "featurettes". En hef samt sjálf ekkert fengið að sjá myndina. Rannsóknarskip er hins vegar búinn að þýða myndina og er núna að þýða commentary Whedons, sem er mikkkklu lengra og erfiðara verkefni. Enda tala Joss Whedon óstjórnlega mikið.
Síðustu málsgrein skildu aðeins Buffy- og DVD-nördar.
Annars, Lilja, Rannsóknarskip er ekki austanmaður, hann er alfarið af Eyfirskum uppruna, lengst aftur. Annars, ef menn vilja lesa sér til um okkar sögu, fram til samdráttar, þá er hún neðst á þessari síðu í arkhævinu.
Ja, með orðum Rannsóknarskips:
"Veistu hvað er leiðinlegt við Joss Whedon? Hann talar alveg ógeðslega mikið."
Jú, það er commentary og aukaefni við Serenity, eina helgina enn. Aukaefni þessarar DVD útgáfu hlýtur að ná út yfir alla þjófabálka í heiminum. Allavega finnst mér ég vera búin að þýða svona fimmhundruðþúsundmilljón "featurettes". En hef samt sjálf ekkert fengið að sjá myndina. Rannsóknarskip er hins vegar búinn að þýða myndina og er núna að þýða commentary Whedons, sem er mikkkklu lengra og erfiðara verkefni. Enda tala Joss Whedon óstjórnlega mikið.
Síðustu málsgrein skildu aðeins Buffy- og DVD-nördar.
Annars, Lilja, Rannsóknarskip er ekki austanmaður, hann er alfarið af Eyfirskum uppruna, lengst aftur. Annars, ef menn vilja lesa sér til um okkar sögu, fram til samdráttar, þá er hún neðst á þessari síðu í arkhævinu.
21.10.05
Feimnismál
Í vikunni lenti Rannsóknarskipið mitt í sálrænni krísu. Þannig var að það var leikur í Meistaradeildinni á miðvikudaxkvöldi. Og Skipið þurfti af bæ til að horfa á hann. Sem aftur þýddi að hann missti af einbeittustu fjölskyldustundum vikunnar, þegar flotinn safnast saman og horfir á Americas Next Top Model. Ég bauðst til að taka það bara upp fyrir hann, taldi hreint engin vandkvæði á því.
Eitthvað varð minn maður nú vandræðalegur og tvístígandi og hafnaði síðan góðu boði, þar sem hann sagðist eiginlega ekki geta látið fréttast af sér, einhvern daginn, heima að horfa á UPPTÖKUR af Americas Next Top Model.
Og þetta þótti mér svo fyndið að... ég varð að láta það fréttast.
Annars, nei við erum hreint ekki búin að ákveða hvenær eða hvernig eða hvar eða neitt við ætlum að gifta okkur. Mér finnst ennþá svo merkilegt að það skuli hafa verið trúlofast mér að ég kemst eiginlega ekki lengra í ferlinu í bili.
En systir mín hin kjaftforri er búin að panta að fá að vera brúðarmær og mikið væri nú skemmtilegt að setja hana í bleikan púffkjól...
Eitthvað varð minn maður nú vandræðalegur og tvístígandi og hafnaði síðan góðu boði, þar sem hann sagðist eiginlega ekki geta látið fréttast af sér, einhvern daginn, heima að horfa á UPPTÖKUR af Americas Next Top Model.
Og þetta þótti mér svo fyndið að... ég varð að láta það fréttast.
Annars, nei við erum hreint ekki búin að ákveða hvenær eða hvernig eða hvar eða neitt við ætlum að gifta okkur. Mér finnst ennþá svo merkilegt að það skuli hafa verið trúlofast mér að ég kemst eiginlega ekki lengra í ferlinu í bili.
En systir mín hin kjaftforri er búin að panta að fá að vera brúðarmær og mikið væri nú skemmtilegt að setja hana í bleikan púffkjól...
20.10.05
Sniðugt...
Þarf að leggja mig í allan dag og leiðist. Eins gott að tölvan mín passar í rúmið mitt. Þá skemmtir maður sér við að taka gagnslaus próf. Og þetta fannst mér fyndin útkoma:
Skenntilegt!
You Should Get a PhD in Liberal Arts (like political science, literature, or philosophy) |
You're a great thinker and a true philosopher. You'd make a talented professor or writer. |
Skenntilegt!
Allur er fyrirvarinn góður
Systir mín hin norskari er búin að komast að ágæti þess að kynna áætlanir með góðum fyrirvara. Best ég fylgi góðu fordæmi og plöggi og augýsi slatta af trúlega fyrirsjáanlegu.
11. og 12. nóvember verður Hugleikur með Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar verður, meðal ýmiss annars, einþáttungur leikstýrður af sjálfri mér, huxanlega annar í leikstjórn Rannsóknarskips og einhver atriði úr Jólaævintýrinu, svo eitthvað sé nefnt.
19. nóvember er síðan stefnt að frumsýningu á áðurnefndu Jólaævintýri og eiga sýningar þess að fara fram í Tjarnarbíó og ná fram í miðjan desember eða þarumbil.
24. desember er síðan ætlunin að hefja jólahald í landi voru, víðast hvar kl. 18.00 að staðartíma. Kynning á þessum viðburði er löngu farin í gang. Það fer ekki jafnmikið í pirrurnar á mér þetta ár eins og venjulega, enda byrjaði ég að skrifa jólaleikrit í júlí þannig að mér þykir IKEA bara vera aftarlega á merinni.
13. janúar er áætlað að fjölga mannkyninu, á afmælisdegi Stefaníu móðursystur, Gróu föðursystur og Siggu Birnu Hullara. Þó má vel vera að afkomandanum gremjist að þurfa að deila afmælisdegi sínum með öllu þessu fólki og fæðist einhvern allt annan dag. Enda erfitt að plana frumsýningar af neinni nákvæmni með þriggja mánaða fyrirvara.
Og fleira hefur ekki verið skipulagt í þessu lífi.
11. og 12. nóvember verður Hugleikur með Þetta mánaðarlega í Þjóðleikhúskjallaranum. Þar verður, meðal ýmiss annars, einþáttungur leikstýrður af sjálfri mér, huxanlega annar í leikstjórn Rannsóknarskips og einhver atriði úr Jólaævintýrinu, svo eitthvað sé nefnt.
19. nóvember er síðan stefnt að frumsýningu á áðurnefndu Jólaævintýri og eiga sýningar þess að fara fram í Tjarnarbíó og ná fram í miðjan desember eða þarumbil.
24. desember er síðan ætlunin að hefja jólahald í landi voru, víðast hvar kl. 18.00 að staðartíma. Kynning á þessum viðburði er löngu farin í gang. Það fer ekki jafnmikið í pirrurnar á mér þetta ár eins og venjulega, enda byrjaði ég að skrifa jólaleikrit í júlí þannig að mér þykir IKEA bara vera aftarlega á merinni.
13. janúar er áætlað að fjölga mannkyninu, á afmælisdegi Stefaníu móðursystur, Gróu föðursystur og Siggu Birnu Hullara. Þó má vel vera að afkomandanum gremjist að þurfa að deila afmælisdegi sínum með öllu þessu fólki og fæðist einhvern allt annan dag. Enda erfitt að plana frumsýningar af neinni nákvæmni með þriggja mánaða fyrirvara.
Og fleira hefur ekki verið skipulagt í þessu lífi.
19.10.05
Hún París Hilton hin íslenskari
Ég gleymdi alltaf að tjá mig um litlu stúlkukindina sem keypti af mér íbúðina. Hún var nefnilega alveg framhaldssaga út af fyrir sig.
Þegar ég mætti á sölufundinn hitti ég hana fyrst. Stelpa um tvítugt, soldið þybbin, í einhverju voða bleiku. Ég talaði nú samt minnst við hana. Mamma hennar var nefnilega með. Kaupandi sat sumsé meirhluta fundarinn með fýlusvip og sagði fátt nema annað slagið, í tón sem krakkar nota gjarnan í vondu skapi:
- Ég skil ekkert í þessu.
Og þá sagði mamman:
- Neinei, svona svona.
Á einhverjum tímapunkti ákvað Frú Fasteignasalinn að pabbi hennar þyrfti að koma líka. (En hætti svo við það... hún var nefnilega eiginlega önnur framhaldssaga.)
Kaupandi reif upp símann, hringdi og sagði:
- Pabbi, þú átt að koma líka... Æi, bara.... Æi, mamma talaðu við hann.
Og henti símanum í móður sína.
Allavega, í gegnum þennan sölufund komumst við nú, föðurlaust, og án þess að ég missti andlitið mjög mikið í forundran. Sem oft lá þó nærri, með þetta undarlega tvíeyki fyrir kaupendur og fasteignasala sem hafði búið til vitlausa pappíra um næstum allt og þurfti að gera allt aftur á meðan við vorum þarna. Og, eins undarlegt og það nú var, þá hafði ég á tilfinningunni að hún væri bara að því til að sýna að hún kynni það.
Næst hitti ég þær mæðgur við afhendingu. Hitti þær í íbúðinni, sýndi þeim hvar rafmagnstaflan var og svoleiðis. Kaupandi hafði meðferðis móður sína, sem þjónaði öllum duttulungum eftir bestu getu, og svona lítinn töskuhund, eins og ofdekraðar stelpur í Hollívúdd eiga! Ég átti aftur ógurlega bágt með mig og hálfsá eftir því að hafa ekki skilið eftir nokkrar faldar myndavélar í íbúðinni. Þetta var að verða athygliverðara með hverjum hittingi.
Síðustu fundir mínir við nýjan eiganda voru við afsal. Þá voru báðir foreldrarnir með í för. Faðirinn var alveg jafn auðmjúkur þjónn og móðirin, og kaupandi hálfu gelgjulegri og geðverri. Einu sinni var ég næstum búin að missa stjórn á andlitinu á mér í eitthvað á milli hláturskasts og forhneykslunar. Það var þegar kaupandi sagði, einu sinni sem oftar:
- Æi, ég skil ekkert í þessu!
Og móðirin sagði, yfirgengilega róandi röddu, svona eins og hún væri að tala við um 5 ára barn:
- Neinei, elskan mín, ég skal bara útskýra þetta fyrir þér þegar við komum heim.
Þetta er trúlega eitt besta sýnidæmi sem ég hef séð um afleiðingar ofdekrunar.
Þegar ég mætti á sölufundinn hitti ég hana fyrst. Stelpa um tvítugt, soldið þybbin, í einhverju voða bleiku. Ég talaði nú samt minnst við hana. Mamma hennar var nefnilega með. Kaupandi sat sumsé meirhluta fundarinn með fýlusvip og sagði fátt nema annað slagið, í tón sem krakkar nota gjarnan í vondu skapi:
- Ég skil ekkert í þessu.
Og þá sagði mamman:
- Neinei, svona svona.
Á einhverjum tímapunkti ákvað Frú Fasteignasalinn að pabbi hennar þyrfti að koma líka. (En hætti svo við það... hún var nefnilega eiginlega önnur framhaldssaga.)
Kaupandi reif upp símann, hringdi og sagði:
- Pabbi, þú átt að koma líka... Æi, bara.... Æi, mamma talaðu við hann.
Og henti símanum í móður sína.
Allavega, í gegnum þennan sölufund komumst við nú, föðurlaust, og án þess að ég missti andlitið mjög mikið í forundran. Sem oft lá þó nærri, með þetta undarlega tvíeyki fyrir kaupendur og fasteignasala sem hafði búið til vitlausa pappíra um næstum allt og þurfti að gera allt aftur á meðan við vorum þarna. Og, eins undarlegt og það nú var, þá hafði ég á tilfinningunni að hún væri bara að því til að sýna að hún kynni það.
Næst hitti ég þær mæðgur við afhendingu. Hitti þær í íbúðinni, sýndi þeim hvar rafmagnstaflan var og svoleiðis. Kaupandi hafði meðferðis móður sína, sem þjónaði öllum duttulungum eftir bestu getu, og svona lítinn töskuhund, eins og ofdekraðar stelpur í Hollívúdd eiga! Ég átti aftur ógurlega bágt með mig og hálfsá eftir því að hafa ekki skilið eftir nokkrar faldar myndavélar í íbúðinni. Þetta var að verða athygliverðara með hverjum hittingi.
Síðustu fundir mínir við nýjan eiganda voru við afsal. Þá voru báðir foreldrarnir með í för. Faðirinn var alveg jafn auðmjúkur þjónn og móðirin, og kaupandi hálfu gelgjulegri og geðverri. Einu sinni var ég næstum búin að missa stjórn á andlitinu á mér í eitthvað á milli hláturskasts og forhneykslunar. Það var þegar kaupandi sagði, einu sinni sem oftar:
- Æi, ég skil ekkert í þessu!
Og móðirin sagði, yfirgengilega róandi röddu, svona eins og hún væri að tala við um 5 ára barn:
- Neinei, elskan mín, ég skal bara útskýra þetta fyrir þér þegar við komum heim.
Þetta er trúlega eitt besta sýnidæmi sem ég hef séð um afleiðingar ofdekrunar.
17.10.05
Lannngt síðan
ég hef tekið einhvers konar svona próf og sett hér inn. Raxt hins vegar á þetta og þótti passa í ljósi Biflíurannsókna þeirra sem Varríus er að smita vefheima af.
You are Proverbs.
Which book of the Bible are you?
brought to you by Quizilla
Og nú verð ég að spyrja eins og fávís kona, þar sem ég er alls ólæs á Biflíuna á útlensku, hvaða kafli er Proverbs?
You are Proverbs.
Which book of the Bible are you?
brought to you by Quizilla
Og nú verð ég að spyrja eins og fávís kona, þar sem ég er alls ólæs á Biflíuna á útlensku, hvaða kafli er Proverbs?
16.10.05
Hin
Einhver spurði um hina rökheimskuna sem fer mest í pirrurnar á mér. Hana má einmitt líka nota til afsökunar næstum hverju sem er. Hún hjóðar uppá:
Ég sagðist aldrei ekki ætla að...
Og virkar einhvern veginn þannig að menn geti komið fram og gert það sem þeim sýnist, hafi þeir ekki, í svo mörgum orðum, ekki sagst ekki ætla að gera það. Þar með eru menn alveg komir með sitt eigið lagaumhverfi og siðalögmál. (Tæknilega séð, samkvæmt þessari hyggð, má ég sem sagt alveg drepa mann, ef ég var aldrei búin að taka fram í orði eða riti, með beinum hætti, að ég ætlaði ekki að gera það.)
Þetta er við hliðina á því þegar fólk segir. "Ég var ekki búin að LOFA..." þegar það svíkur eitthvað. Gjarnan notað af einstaklingum sem hrósa sér af að svíkja aldrei loforð. Sem gera það yfirleitt alveg jafnmikið og aðrir, eru bara iðnari við að vinna útskýringar og afsakanir framhjá því.
Þetta var sem sagt hin.
Ég sagðist aldrei ekki ætla að...
Og virkar einhvern veginn þannig að menn geti komið fram og gert það sem þeim sýnist, hafi þeir ekki, í svo mörgum orðum, ekki sagst ekki ætla að gera það. Þar með eru menn alveg komir með sitt eigið lagaumhverfi og siðalögmál. (Tæknilega séð, samkvæmt þessari hyggð, má ég sem sagt alveg drepa mann, ef ég var aldrei búin að taka fram í orði eða riti, með beinum hætti, að ég ætlaði ekki að gera það.)
Þetta er við hliðina á því þegar fólk segir. "Ég var ekki búin að LOFA..." þegar það svíkur eitthvað. Gjarnan notað af einstaklingum sem hrósa sér af að svíkja aldrei loforð. Sem gera það yfirleitt alveg jafnmikið og aðrir, eru bara iðnari við að vinna útskýringar og afsakanir framhjá því.
Þetta var sem sagt hin.
15.10.05
Rökheimskan og pedófílarnir
Ég man ekki hvort ég var einhvern tíma búin að tjá mig hér um rökheimskurnar tvær sem mér þykja verstar af öllu. Vegna þess að þær eru iðulega brúkaðar til að afsaka skítshátt. Önnur þeirra er:
Aðrir eru verri.
Þetta brúka menn gjarnan til að afsaka svik sín og pretti, ofneyslu hvers sem er og stundum upp í fáránlegasta skítshátt og lögbrot. Samkvæmt þessari eilífu afsökun er til dæmis allt í lagi þó ég roti og ræni eina gamla konu, einhver annar hefur örugglega rænt tvær.
Mér datt þetta í hug í sambandi við ofanafflettingu af hryllilega fjölskylduníðingnum í Hafnarfirðinum. Maður vonar jú og ímyndar sér að kannski sjái einhverjir pedófílar að sér í allri umfjölluninni, eða verði hræddir við að upp komist, og snúi af villu síns vegar. Einhvern veginn.
Ofboðslega er ég nú samt hrædd um að einhverjir huxi sem svo:
"Qua? Ég misnota þó allavega bara eitt barn, og bara á fimmtudögum. Ég er greinilega næstum ekki að gera neitt, miðað við hann þennan!"
Ég er öll fyrir betrun hvers konar og að gefa ótrúlegustu skítmennum alla sjensa í heiminum. En pedófílum finnst mér eigi að útrýma. Hvernig sem farið er að því. Ef hægt er að einangra pedófílagenið og bólusetja menn við því við fæðingu, þá er það fínt. Fram að þeim tíma þarf bara að...
Aðrir eru verri.
Þetta brúka menn gjarnan til að afsaka svik sín og pretti, ofneyslu hvers sem er og stundum upp í fáránlegasta skítshátt og lögbrot. Samkvæmt þessari eilífu afsökun er til dæmis allt í lagi þó ég roti og ræni eina gamla konu, einhver annar hefur örugglega rænt tvær.
Mér datt þetta í hug í sambandi við ofanafflettingu af hryllilega fjölskylduníðingnum í Hafnarfirðinum. Maður vonar jú og ímyndar sér að kannski sjái einhverjir pedófílar að sér í allri umfjölluninni, eða verði hræddir við að upp komist, og snúi af villu síns vegar. Einhvern veginn.
Ofboðslega er ég nú samt hrædd um að einhverjir huxi sem svo:
"Qua? Ég misnota þó allavega bara eitt barn, og bara á fimmtudögum. Ég er greinilega næstum ekki að gera neitt, miðað við hann þennan!"
Ég er öll fyrir betrun hvers konar og að gefa ótrúlegustu skítmennum alla sjensa í heiminum. En pedófílum finnst mér eigi að útrýma. Hvernig sem farið er að því. Ef hægt er að einangra pedófílagenið og bólusetja menn við því við fæðingu, þá er það fínt. Fram að þeim tíma þarf bara að...
14.10.05
Mér hefur vaknast skilningur
á gsm síma Rannsóknarskips. Þessa dagana eigum við nefnilega ýmislegt sameiginlegt. Þegar téður sími liggur einhversstaðar hreyfingarlaus og er ekki í notkun, líður honum vel og þykist vera með fullt battrí. En svo um leið og á að fara að brúka hann bípir kvikindið og slekkur á sér alveg undireins.
Svoleiðis er ég núna. Fín ef ég ligg einhversstaðar, helst sofandi, en orðin battríslaus um 5 mínútum eftir að ég rís. Sennilega var það alveg hárrétt sem frú Ringsteð sagði, snemma í ástandinu, mar er orðinn alltof gamall til að vera aððessu.
Og, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um hollt mataræði, virðist mig farið að skorta flest. Aðallega blóð. Þarf að taka járn. Vantar líka kalk, en kalkríkan mat má ekki borða neitt nálægt járntökum. Heldur ekki brjóstsviðalyf. Og allir sem ég tala við eða les eru hver ósammála öðrum um ágæti mjólkurvara. Þannig að þetta er svolítið ruglandi. Og púsluspil.
Annars ég er að léttast, sem ég á örugglega ekki að vera að gera, en lítið við því að gera þar sem allt sem er járnríkt er einstaklega ófitandi. Og svo er heldur ekkert pláss fyrir sérstaklega mikinn mat innra með mér núna. Þar er allt undirlagt af öðru fólki sem stundar mikla líkamsrækt. Þessutan kann ég ekki að éta á meðan ég sef. Sem er næstum alltaf. Og svo þykjast menn geta étið á sig spik í þessu ástandi.
Svo ég vitni aftur í frú Ringsted: I don't get it.
Svoleiðis er ég núna. Fín ef ég ligg einhversstaðar, helst sofandi, en orðin battríslaus um 5 mínútum eftir að ég rís. Sennilega var það alveg hárrétt sem frú Ringsteð sagði, snemma í ástandinu, mar er orðinn alltof gamall til að vera aððessu.
Og, þrátt fyrir allar yfirlýsingar um hollt mataræði, virðist mig farið að skorta flest. Aðallega blóð. Þarf að taka járn. Vantar líka kalk, en kalkríkan mat má ekki borða neitt nálægt járntökum. Heldur ekki brjóstsviðalyf. Og allir sem ég tala við eða les eru hver ósammála öðrum um ágæti mjólkurvara. Þannig að þetta er svolítið ruglandi. Og púsluspil.
Annars ég er að léttast, sem ég á örugglega ekki að vera að gera, en lítið við því að gera þar sem allt sem er járnríkt er einstaklega ófitandi. Og svo er heldur ekkert pláss fyrir sérstaklega mikinn mat innra með mér núna. Þar er allt undirlagt af öðru fólki sem stundar mikla líkamsrækt. Þessutan kann ég ekki að éta á meðan ég sef. Sem er næstum alltaf. Og svo þykjast menn geta étið á sig spik í þessu ástandi.
Svo ég vitni aftur í frú Ringsted: I don't get it.
13.10.05
Sögur úr vöðunni
Í Grindhvalasundi heyrir maður margt skrítið og misheimskulegt.
Eitt hef ég reyndar ekki bara heyrt þar. Heldur annað slagið og út um allt. Og mér finnst þetta alltaf jafnfurðulegt. Það er bábiljan:
Þegar maður er óléttur má maður borða eins og maður vill.
Ehemm. Það er svo margt undarlegt, rangt og heimskulegt við þessa setningu að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Í fyrsta lagi man ég ekki til annars en að ég hafi mátt borða eins og ég vil frá því einhvern tíma síðla barnsaldurs og þangað til, einmitt, ég varð ólétt. Þá þóttu mér nú koma hömlur á flest. Allavega á ég erfitt með að borða allt sem ég vil ef ég á að sneiða hjá salti og sykri. Þá er nú flest gott horfið af matseðlinum. Þó maður megi vissulega troða í sig eins og maður hefur lyst til af hráu spínati... sé bara ekki sérstaka ástæðu til að fagna því.
Það sem ég þykist vita að verðandi mæður sem tala svona séu að meina, sé hins vegar að þær fitni hvort sem er og þess vegna "megi" þær éta eins og þær geta í sig troðið af súkkulaði... að eigin áliti. Og láta löngun um að kýla eigin vömb verða tilmælum um æskilegt mataræði yfirsterkara. En ég verð nú bara að viðurkenna að ég get alveg étið skynsamlega í nokkra mánuði til þess að afkomandinn þrói með sér hluti eins og miðtaugakerfi. Og finnst það ekki einu sinni til neitt sérstaklega mikils mælst.
Undanfarið hef ég líka tekið einstaklega mikið eftir því hverjar í vöðunni eru með hringi og hverjar ekki. Komst reyndar svo að því að það er ekkert að marka það, þar sem margar eru þær með ólétta og feita putta og hafa þurft að taka þá af sér. Eins og ég þarf örugglega bráðum. Og svo heyrir maður líka tragedíur.
Ein hringlaus, sem leit út fyrir að geta verið dóttir mín, fór um daginn að tala um hvað væri gott að koma í sundið, hún hefði nefnilega eiginlega ekki hitt neinn dögum saman. (Ég var einmitt byrjuð að þróa með mér fordóma og fuss gagnvart kjeeellingum sem gætu ekki einu sinni þagað í leikfimitíma, en fattaði svo að fullt af þessum stelpum eru löngu kyrrsettar og hitta aldrei neitt annað fólk. Og skammaðist mín.) Allavega, einhverjar stúlkur voru að spjalla við þessa áðurnefndu og upp úr dúrnum kom að hún hafði verið ein eiginlega alla helgina, þar sem... "æi... kærastinn hennar (whatshisname) hafði aðeins skroppið að hitta vini sína á föstudegi og komið aftur á sunnudegi". Einhverjar vanþóknunarraddir risu nú upp í kringum stúlkuna en hún sagði, manni sínum til varnar: "Æi, honum finnst bara svo leiðinlegt að vera heima þegar ég þarf alltaf að vera að biðja hann að gera eitthvað..."
Það sló eiginlega þögn á pottinn. Mig langaði mest til að taka stelpugreyið með mér heim, þvo framan úr henni maskaraleifarnar, ættleiða hana og handrota svo vesalinginn sem barnaði hana.
Það er margt í mörgu.
Eitt hef ég reyndar ekki bara heyrt þar. Heldur annað slagið og út um allt. Og mér finnst þetta alltaf jafnfurðulegt. Það er bábiljan:
Þegar maður er óléttur má maður borða eins og maður vill.
Ehemm. Það er svo margt undarlegt, rangt og heimskulegt við þessa setningu að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Í fyrsta lagi man ég ekki til annars en að ég hafi mátt borða eins og ég vil frá því einhvern tíma síðla barnsaldurs og þangað til, einmitt, ég varð ólétt. Þá þóttu mér nú koma hömlur á flest. Allavega á ég erfitt með að borða allt sem ég vil ef ég á að sneiða hjá salti og sykri. Þá er nú flest gott horfið af matseðlinum. Þó maður megi vissulega troða í sig eins og maður hefur lyst til af hráu spínati... sé bara ekki sérstaka ástæðu til að fagna því.
Það sem ég þykist vita að verðandi mæður sem tala svona séu að meina, sé hins vegar að þær fitni hvort sem er og þess vegna "megi" þær éta eins og þær geta í sig troðið af súkkulaði... að eigin áliti. Og láta löngun um að kýla eigin vömb verða tilmælum um æskilegt mataræði yfirsterkara. En ég verð nú bara að viðurkenna að ég get alveg étið skynsamlega í nokkra mánuði til þess að afkomandinn þrói með sér hluti eins og miðtaugakerfi. Og finnst það ekki einu sinni til neitt sérstaklega mikils mælst.
Undanfarið hef ég líka tekið einstaklega mikið eftir því hverjar í vöðunni eru með hringi og hverjar ekki. Komst reyndar svo að því að það er ekkert að marka það, þar sem margar eru þær með ólétta og feita putta og hafa þurft að taka þá af sér. Eins og ég þarf örugglega bráðum. Og svo heyrir maður líka tragedíur.
Ein hringlaus, sem leit út fyrir að geta verið dóttir mín, fór um daginn að tala um hvað væri gott að koma í sundið, hún hefði nefnilega eiginlega ekki hitt neinn dögum saman. (Ég var einmitt byrjuð að þróa með mér fordóma og fuss gagnvart kjeeellingum sem gætu ekki einu sinni þagað í leikfimitíma, en fattaði svo að fullt af þessum stelpum eru löngu kyrrsettar og hitta aldrei neitt annað fólk. Og skammaðist mín.) Allavega, einhverjar stúlkur voru að spjalla við þessa áðurnefndu og upp úr dúrnum kom að hún hafði verið ein eiginlega alla helgina, þar sem... "æi... kærastinn hennar (whatshisname) hafði aðeins skroppið að hitta vini sína á föstudegi og komið aftur á sunnudegi". Einhverjar vanþóknunarraddir risu nú upp í kringum stúlkuna en hún sagði, manni sínum til varnar: "Æi, honum finnst bara svo leiðinlegt að vera heima þegar ég þarf alltaf að vera að biðja hann að gera eitthvað..."
Það sló eiginlega þögn á pottinn. Mig langaði mest til að taka stelpugreyið með mér heim, þvo framan úr henni maskaraleifarnar, ættleiða hana og handrota svo vesalinginn sem barnaði hana.
Það er margt í mörgu.
12.10.05
11.10.05
Í gærkvöldi
spurði Árni mig hvort ég vildi giftast sér.
Og ég sagði já.
Og fór næstum að grenja úr rómantík.
En segið mér nú, fólk sem hefur verið trúlofað, ég veit að giftingahring hefur maður á vinstri baugfingri, en trúlofunar? Er það eins? Eða er hann kannski á hægri til aðgreiningar?
Og ég sagði já.
Og fór næstum að grenja úr rómantík.
En segið mér nú, fólk sem hefur verið trúlofað, ég veit að giftingahring hefur maður á vinstri baugfingri, en trúlofunar? Er það eins? Eða er hann kannski á hægri til aðgreiningar?
10.10.05
Árið
Nú er liðið akkúrat 1 ár frá því að við Rannsóknarskip hófum samvistir. (Tæknilega séð var það reyndar einhvern tíma síðastliðna nótt sem einmitt ár var frá fyrstu samdráttum, á fylleríinu á Papaballinu.) Reyndar höfum við meirihluta þessa tíma átt í fjarskiptasambandi, að miklu leyti, en það kom nú ekki í veg fyrir að við leggðum í afkomanda. Geri aðrir betur.
Mánuðum saman höfum við spurt hvort annað: Hvað ættum við að gera þegar við eigum ammæli? En ekki höfum við nennt neitt að skipuleggja það. Þannig að sennilega verðum við bara venju fremur væmin og ástúðleg hvort við annað. Svo þarf ég nú bara að fara á stjórnarfund.
En það var sem sagt fyrir ári sem ég sat alveg skelþunn á haustfundi Bandalagsins á Hótel KEA á Akureyri og var að reyna að rita fundargerð. Eigandi kannski kærasta. Vitandi eiginlega ekki hvað sneri upp eða niður á neinu.
Og svo getur verið gaman að skyggnast enn lengra aftur í tímann. Einu sinni vorum við Árni nefnilega næstum búin að leika hjón. Það var í Páskahreti árið 1996, þegar við litum út eins og myndskreytingar sýna. Svo flutti Adda Steina allt í einu til Kazakstan og ég tók við hennar hlutverki sem ástmey ofbeldismannsins Varríusar og Fríða B. Andersen við mínu hlutverki sem eiginkona Rannsóknarskips. Það er kannski þess vegna sem Smábátur er svona líkur henni? Allavega, ári síðar þurfti Árni síðan að þykjast vera skotinn í mér í heilt leikrit. Það fannst honum svo leiðinlegt að hann lék ekki meira með Hugleik. Fyrr en núna. (Eða kannski leiddist honum bara svona mikið að ég skyldi í því leikriti ekki veita honum nokkra athygli heldur vera síslefandi utan í óberminu honum Sævari?)
Þetta tripp niður minningastræti var í boði gagnagrunns Hugleix.
9.10.05
Mánaðarlegt
í Þjóðleikhúskjallaranum sýndist mér fara ljómandi fram. Við Smábátur brugðum okkur í gær og þótti hin besta skemmtan. Og komin er umfjöllun á Leiklistarvefinn, fyrir þá sem af misstu. Í dag er ég eiginlega óvíg eftir, en það er nú í góðu lagi, á hvort sem er ekkert erindi frammúr, get sem best verið kjur hér á meðan ég skrifa graðan prest. Og Rannsóknarskipið hefur verið sent út af örkinni, í rannsóknarleiðangur, til að gá hvort til eru hitapokar í voru samfélagi.
Fór þó örlítið í samfélag mennskra til að taka á móti hálfu höfundagengi Jólaævintýris sem kom við í eldhúsi voru, raulaði fyrir mig nýsaminn upphafssöng og lofsöng skemmtilegheit og hæfileikaríkni leikhópsins, sem eru með eindæmum.
Mikið lifandi skelfingar ósköp og ofboðslega verður þetta nú gott leikrit.
Og þá er ekki eftir neinu að bíða með að skrifa síðasta atriðið sem liggur á mínu teikniborði!
Fór þó örlítið í samfélag mennskra til að taka á móti hálfu höfundagengi Jólaævintýris sem kom við í eldhúsi voru, raulaði fyrir mig nýsaminn upphafssöng og lofsöng skemmtilegheit og hæfileikaríkni leikhópsins, sem eru með eindæmum.
Mikið lifandi skelfingar ósköp og ofboðslega verður þetta nú gott leikrit.
Og þá er ekki eftir neinu að bíða með að skrifa síðasta atriðið sem liggur á mínu teikniborði!
7.10.05
Fyrir réttu ári
sat ég einmitt á sama stað og nú. Reyndar alveg örugglega að reykja og búin að drekka svona 14 sinnum meira kaffi en í dag. Þá var ég að undirbúa haustfund á Akureyri. Algjörlega meðvitundarlaus um örlög mín. Við Vilborg fífluðumst með að þetta yrði nú eitthvað tíðindalítil samkoma. Gáðum á skráningarlistann. Þótti þar ekki úr miklu að moða. (Tekið skal fram að Rannsóknarskip var ekki á honum. Hann var sörpræs-element á hátíðarkvöldverði með skemmtandi Freyvengjum.) Freyvengir naga sig líklegast í handarbökin í dag, fyrir að hafa sleppt honum í Bandalagið þessa kvöldstund. Það varð þeim nú aldeilis að mannsmissi.
Hefði nú einhver örlaganorn bent mér á gripinn á þessari kvöldskemmtan, og sagt sísvona:
Heyrðu gæskan, eftir árið verður þú nú barasta alveg bandólétt eftir hann þennan!
Er ekki víst að mér hefði nú orðið um sel... en svona er oft framvinda lífsins undarleg. Þetta er ástæðan fyrir því að raunveruleikinn er gjarnan lítt nothæfur í skáldverk. Hann er sjaldnast trúverðugur.
Það er þetta með muninn á possible og plausible.
PS: Þessi dásamlega og heiðríka mynd er úr einleiknum "Hefur einhver sagt þér hvað þú ert líkur Róbert Redford?" eftir Jón Guðmundsson sem Rannsóknarskip leikur þessa dagana í leikstjórn Hrefnu Friðriksdóttur. Er hann á meðal þess efnis sem flutt verður í Þessu mánaðarlega hjá Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og annað kvöld, klukkan 21.00 bæði kvöldin. Miðaverð kr. 1.000.
Missið ekki af þessari einstöku upplifun.
6.10.05
Grilljón göslandi grindhvalir
Já, ég er búin að vera að lesa Tinna.
Áðan var ég hins vegar í aðstöðu hvar þessi setning átti vel við.
Og nú hef ég séð hvernig 20 óléttra kellinga hópur í sundbolum lítur út.
Það er nú meiri viðbjóðurinn.
Áðan var ég hins vegar í aðstöðu hvar þessi setning átti vel við.
Og nú hef ég séð hvernig 20 óléttra kellinga hópur í sundbolum lítur út.
Það er nú meiri viðbjóðurinn.
Er hreint að drepast ofan í
klofið á mér. Eða kannski heldur að detta niður í gegnum það.
Þarf að sætta mig við tvennt:
a) Ég stend útúr næstum öllum fötunum mínum.
b) Ég get ekki lengur labbað í vinnuna.
Ræð bara við Laugaveginn niður á við. Ligg annars mest eins og afvelta grindhvalur. Sem er reyndar mjög skrifhvetjandi og samhöfundar mínir eru farnir að óska mér sem mestrar gliðnunar.
Í kvöld ætlar Rannsóknarskipið mitt að taka Smábát með sér á kynningu starfsvetrarins í Þjóðleikhúskjallaranum til að ég komist í grindkvalasund. Fyrst hafði ég samviskubit yfir því að ég skyldi vera að verða til þess að barnið lenti á öldurhús, en svæfði samviskuna síðan með þeim rökum að þetta yrði snar og góður þáttur í menningarlegu uppeldi Drengs. Enda má ekki við svo búið standa í heilsufari húsfrúarinnar, eigi hún ekki að verða farlama innan ótrúlega skamms.
Annars er svosem margt verra til í heiminum heldur en að verða kyrrsettur með tölvuna á bumbunni í nokkra mánuði. Og Hugleikur á hjólastól til að koma mér á æfingar... Einhvertíma hefði manni nú þótt þetta draumastaða... Ég treysti bara ekki Ármanni til að taka við vinnunni minni á meðan hann er enn staðsettur á Sauðárkróki, þó hann sé nú fjölhæfur.
Best að gluða einhverjum fyndbjóði í leikritið góða.
Þarf að sætta mig við tvennt:
a) Ég stend útúr næstum öllum fötunum mínum.
b) Ég get ekki lengur labbað í vinnuna.
Ræð bara við Laugaveginn niður á við. Ligg annars mest eins og afvelta grindhvalur. Sem er reyndar mjög skrifhvetjandi og samhöfundar mínir eru farnir að óska mér sem mestrar gliðnunar.
Í kvöld ætlar Rannsóknarskipið mitt að taka Smábát með sér á kynningu starfsvetrarins í Þjóðleikhúskjallaranum til að ég komist í grindkvalasund. Fyrst hafði ég samviskubit yfir því að ég skyldi vera að verða til þess að barnið lenti á öldurhús, en svæfði samviskuna síðan með þeim rökum að þetta yrði snar og góður þáttur í menningarlegu uppeldi Drengs. Enda má ekki við svo búið standa í heilsufari húsfrúarinnar, eigi hún ekki að verða farlama innan ótrúlega skamms.
Annars er svosem margt verra til í heiminum heldur en að verða kyrrsettur með tölvuna á bumbunni í nokkra mánuði. Og Hugleikur á hjólastól til að koma mér á æfingar... Einhvertíma hefði manni nú þótt þetta draumastaða... Ég treysti bara ekki Ármanni til að taka við vinnunni minni á meðan hann er enn staðsettur á Sauðárkróki, þó hann sé nú fjölhæfur.
Best að gluða einhverjum fyndbjóði í leikritið góða.
5.10.05
Og plögg
Af hinu mánaðarlega, Rannsóknarskipið var í Íslandi í bítið, að leika til kynningar. Stóð sig eflaust með sóma. Nú er einnig komið á hreint að miðapantanir á dæmið eru í síma 551 2525 eða á midasala@hugleikur.is og miðaverð er kr. 1.000 fyrir óbreytta en 500 fyrir Hullara og þeirra slekti.
Og sýningar hefjast, eins og áður sagði, kl. 21.00 (húsið opnar 20.30 og barinn er opinn) föstudaxkvöldið 7. og laugardaxkvöld 8. okt, eða semsagt á hinn og hinnhinn.
Sýndir verða 5 þættir eftir 4 höfunda og í leikstjórn fólks. Spennandi.
Svo eru æfingar hafnar á Jólaævintýri Hugleix. Æfingadagbók má lesa hér.
Og sýningar hefjast, eins og áður sagði, kl. 21.00 (húsið opnar 20.30 og barinn er opinn) föstudaxkvöldið 7. og laugardaxkvöld 8. okt, eða semsagt á hinn og hinnhinn.
Sýndir verða 5 þættir eftir 4 höfunda og í leikstjórn fólks. Spennandi.
Svo eru æfingar hafnar á Jólaævintýri Hugleix. Æfingadagbók má lesa hér.
Enn af ástandinu
Já, mann ku eiga að dreyma skrítnar þegar maður er óléttur en ella. Ég las það einhvers staðar. Hef hins vegar ekkert tekið eftir því að mig hafi dreymt neitt meira en venjulega. Það sem mann dreymir, þegar maður man það, er yfirleitt ekki sérlega vitrænt. Hins vegar er spurning hvort maður man ekki frekar drauma sína þegar maður vaknar til að míga 785 sinnum á nóttu.
Ég held að þetta með auknar draumfarir séu ein þeirra bábilja sem tilkomin er vegna samþættunar svefntruflana og sjálfhverfu sem ólétt fólk fær gjarnan. Það hljómar bara rómantískar hinsegin. Og rómantísering óléttna er síst að fara minna í pirrur mínar nú en þegar ég henti fyrstu óléttubókinni yfir stofuna mína í geðvonskukasti á 10. viku meðgöngu.
Og svo þetta sem maður les. Myndtexti í einni óléttubók situr í mér:
Margvíslegar hugsanir þjóta gegnum hugann eftir því sem líður á meðgöngu(!)
What?! Huxanir mínar eru ætíð æði "margvíslegar". Hef ekki orðið vör við að þær séu nokkra baun "margvíslegri" nú en áður. Hvern djöfulann sem það á nú að þýða. Þetta eru bara einhverjir svona... orðaleppar sem geta þýtt hvað sem er. Það er eins og menn taki bara hvað sem hljómar væmið og klíni því á ástandið. Er þá að furða þó menn verði þunglyndir þegar þeir eru allt í einu ekki lengur miðdeplar einhvers ljósbleiks ólétturaunveruleix og þurfa að takast á við raunveruleikann í sauðalitunum með grenjandi, ælandi og drullandi krakka hangandi í brjóstunum.
Ég held því fram að þetta sé óhollt og geðskemmandi.
Í beinu framhaldi, mikið var ég glöð þegar ég heyrði að það ætti að fara að byrja á einhverri vitundarvakningu um uppeldi. Huxaði "...ekki veitir nú af, agaleysið í þjóðfélaginu..." og þar fram eftir... Svo sá ég þetta sem fíflin sem standa á bak við hálvitafyrirbærið "Verndum bernskuna" kalla "Heilræði". Fullt af fallegum setningum. Sem segja manni andskotann og ekki neitt.
Hvað þýðir til dæmis: "Leyfum barninu að vera barn"?
Ég spyr nú bara, eins og fávís kona, hver er hin leiðin?
Ég held að þetta með auknar draumfarir séu ein þeirra bábilja sem tilkomin er vegna samþættunar svefntruflana og sjálfhverfu sem ólétt fólk fær gjarnan. Það hljómar bara rómantískar hinsegin. Og rómantísering óléttna er síst að fara minna í pirrur mínar nú en þegar ég henti fyrstu óléttubókinni yfir stofuna mína í geðvonskukasti á 10. viku meðgöngu.
Og svo þetta sem maður les. Myndtexti í einni óléttubók situr í mér:
Margvíslegar hugsanir þjóta gegnum hugann eftir því sem líður á meðgöngu(!)
What?! Huxanir mínar eru ætíð æði "margvíslegar". Hef ekki orðið vör við að þær séu nokkra baun "margvíslegri" nú en áður. Hvern djöfulann sem það á nú að þýða. Þetta eru bara einhverjir svona... orðaleppar sem geta þýtt hvað sem er. Það er eins og menn taki bara hvað sem hljómar væmið og klíni því á ástandið. Er þá að furða þó menn verði þunglyndir þegar þeir eru allt í einu ekki lengur miðdeplar einhvers ljósbleiks ólétturaunveruleix og þurfa að takast á við raunveruleikann í sauðalitunum með grenjandi, ælandi og drullandi krakka hangandi í brjóstunum.
Ég held því fram að þetta sé óhollt og geðskemmandi.
Í beinu framhaldi, mikið var ég glöð þegar ég heyrði að það ætti að fara að byrja á einhverri vitundarvakningu um uppeldi. Huxaði "...ekki veitir nú af, agaleysið í þjóðfélaginu..." og þar fram eftir... Svo sá ég þetta sem fíflin sem standa á bak við hálvitafyrirbærið "Verndum bernskuna" kalla "Heilræði". Fullt af fallegum setningum. Sem segja manni andskotann og ekki neitt.
Hvað þýðir til dæmis: "Leyfum barninu að vera barn"?
Ég spyr nú bara, eins og fávís kona, hver er hin leiðin?
4.10.05
Sýnishorn
Það er miður dagur og allt eðlilegt fólk í heiminum er í vinnunni.
Í einni skrítinn íbúð í Vesturbænum er þó annað uppi á teningnum. Inn kemur níu ára drengur og kveðst hafa verið í Nornabúðinni. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta tilkynnir hann manni sem stendur á miðju stofugólfi, undarlega til fara, og æfir eintal. Eftir stutt samtal sest sá minni niður við eldhúsborðið og fer að skrifa sögu sem gerist úti í geimnum og fjallar um plánetuna Kók-Læt.
Í skáp undir stiganum situr kona fyrir framan tölvu, undarleg í laginu, skrifar einhvern fíflagang og raular fjörugt og glaðlegt lag fyrir munni sér. Ef grannt er hlustað er hins vegar ekki hægt að heyra betur en að textinn byrji eitthvað á þessa leið: Nú er hann dáinn, dáinn...
Á efri hæðinni situr kona fyrir framan aðra tölvu með næstum fullskrifaða skáldsögu á skjánum og skeggræðir deddlæn og bókarkápur við Forlagið.
Stór og skeggjaður maður kemur af ráðstefnu í útlöndum hvar hann var að snapa styrki í rannsóknarverkefni um jarðhræringar.
Þegar þetta fólk má vera að því að tala saman er gjarnan rætt um leikrit, sýningar og kvikmyndahátíðina. Raunveruleikann ber sjaldan á góma.
Ekkert af þessu er einu sinni lygi.
Þetta er heimilislífið mitt.
Held ég hafi loxins náð lífstakmarki mínu og heimili mitt er artí og menningarlegt.
Í einni skrítinn íbúð í Vesturbænum er þó annað uppi á teningnum. Inn kemur níu ára drengur og kveðst hafa verið í Nornabúðinni. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta tilkynnir hann manni sem stendur á miðju stofugólfi, undarlega til fara, og æfir eintal. Eftir stutt samtal sest sá minni niður við eldhúsborðið og fer að skrifa sögu sem gerist úti í geimnum og fjallar um plánetuna Kók-Læt.
Í skáp undir stiganum situr kona fyrir framan tölvu, undarleg í laginu, skrifar einhvern fíflagang og raular fjörugt og glaðlegt lag fyrir munni sér. Ef grannt er hlustað er hins vegar ekki hægt að heyra betur en að textinn byrji eitthvað á þessa leið: Nú er hann dáinn, dáinn...
Á efri hæðinni situr kona fyrir framan aðra tölvu með næstum fullskrifaða skáldsögu á skjánum og skeggræðir deddlæn og bókarkápur við Forlagið.
Stór og skeggjaður maður kemur af ráðstefnu í útlöndum hvar hann var að snapa styrki í rannsóknarverkefni um jarðhræringar.
Þegar þetta fólk má vera að því að tala saman er gjarnan rætt um leikrit, sýningar og kvikmyndahátíðina. Raunveruleikann ber sjaldan á góma.
Ekkert af þessu er einu sinni lygi.
Þetta er heimilislífið mitt.
Held ég hafi loxins náð lífstakmarki mínu og heimili mitt er artí og menningarlegt.
Horngrýtis!
Nú hefur einhver fækkað klukkutímum í sólarhringnum eina ferðina enn. Hvorki vinnutíminn né annar tími endist til þess sem ég þarf. Og Rannsóknarskipið hefur enn meira að gera en ég, og rétt maður plöggi það sem hann er einn máttarstólpanna í þessa dagana:
Hugleikur verður með
ÞETTA MÁNAÐARLEGA
Í Þjóðleikhúskjallaranum 7. og 8. október kl. 21.00
Fyrir þá sem ekki þekkja til eru þessi mánaðarlegu jafnan sýning nokkurra einþáttunga, saminna, leikstýrðra og leikinna af Hullurum sjálfum. Rannsóknarskipið verður þarna á hverju strái, þannig að fyrir þá sem enn hafa ekki barið verðandi barnsföður minn augum er þarna komið Einstakt Tækifæri, lesendur góðir, aldrei að vita hvenær hann verður næst sýndur.
Hugleikur verður með
ÞETTA MÁNAÐARLEGA
Í Þjóðleikhúskjallaranum 7. og 8. október kl. 21.00
Fyrir þá sem ekki þekkja til eru þessi mánaðarlegu jafnan sýning nokkurra einþáttunga, saminna, leikstýrðra og leikinna af Hullurum sjálfum. Rannsóknarskipið verður þarna á hverju strái, þannig að fyrir þá sem enn hafa ekki barið verðandi barnsföður minn augum er þarna komið Einstakt Tækifæri, lesendur góðir, aldrei að vita hvenær hann verður næst sýndur.
3.10.05
Bleikjur...
Dreymdi í nótt draum sem eiginlega hlýtur að þýða eitthvað. Þannig var að við Rannveig vorum úti á einhverju vatni, á sitthvorum bátnum. Við vorum að veiða, en vorum ekki með stangir, bara girni með öngli. Hún veiddi fjórar litlar bleikjur, en ég bara eina stóra. Það var hins vegar mjöög auðvelt að draga mína upp, og það var eins og hún væri eiginlega hálfdauð þegar ég náði henni um borð. Þurfti samt aðeins að rota hana.
Og þá spyr ég, spekingar, fyrir hverju eru bleikjur?
Öðru en að maður hafi leyndar hvatir til ferskvatnsfiskveiða?
Og þá spyr ég, spekingar, fyrir hverju eru bleikjur?
Öðru en að maður hafi leyndar hvatir til ferskvatnsfiskveiða?
Sá framan á DV
að einhver grúppan hafi verið að kaupa Tolla fyrir 650 milljónir.
Áður en ég réði við það var ég búin að huxa:
"Halda menn nú virkilega að það sé góð fjárfesting...?"
Áður en ég réði við það var ég búin að huxa:
"Halda menn nú virkilega að það sé góð fjárfesting...?"
Mikil synd
hvernig maður er farinn að fara með helgarnar sínar í seinni tíð. Eyddi minn í að þýða aukaefni dauðans, reyndar fyrir ágætis péning. Sem er eins gott vegna þess að áðan tók ég mjög rækilegt neyslulán. Flokkast reyndar undir hagræðingu, þar sem það var tekið til að borga upp sýndaryfirdrátt sem ég var næstum búin að taka... Semsagt, endurfjármögnun á fyrirsjáanlegri eignatilfærslu... eða eitthvað.
Enn eitt stórt skref hefur verið tekið í átt til foreldrunar. Við hjónleys pöntuðum pláss á foreldrunarnámskeiði. Vegna þess að það, eins og svo margt annað, er alveg bráðnauðsynlegt svo maður viti nú hvað snýr upp eða niður á óléttunni eða krakkanum. (Ókei, ég er aðallega að þessu út af fyndnu sögunni hann Björns M.)
Allavega, í boði var annars vegar 3 skipti og hins vegar 6. Tímasetning er ekki fyrr en eftir frumsýningu Jólaævintýris þannig að ég sagðist hafa allan heimsins tíma og tjáði Rannsóknarskipinu að hann réði bara hverju hann tímdi af tíma. Og þar með kom auðvitað tilsvar:
R: Ég yrði nú lélegur faðir ef ég tímdi ekki 6 x 2 klukkutímum...
Ég var ekki búin að huxa forgangsröðina svona og fannst hreint ekki að því að vera að nenna ekki að læra undir fæðingu fyrr en eftir frumsýningu... Held það sé alveg á hreinu hver er og verður Aðalforeldrið á þessu heimili. Og það finnst mér snilld.
Og talandi um snilld. Í kvöld fáum við að heyra enn eina snilldartónsmíðina eftir snillinginn Snæbjörn á Jólaævintýrisæfingu! (Já, og líklega fá menn að vita hvað þeir eiga að leika. Asnalegt að vera hérna megin borðsins með það.)
Enn eitt stórt skref hefur verið tekið í átt til foreldrunar. Við hjónleys pöntuðum pláss á foreldrunarnámskeiði. Vegna þess að það, eins og svo margt annað, er alveg bráðnauðsynlegt svo maður viti nú hvað snýr upp eða niður á óléttunni eða krakkanum. (Ókei, ég er aðallega að þessu út af fyndnu sögunni hann Björns M.)
Allavega, í boði var annars vegar 3 skipti og hins vegar 6. Tímasetning er ekki fyrr en eftir frumsýningu Jólaævintýris þannig að ég sagðist hafa allan heimsins tíma og tjáði Rannsóknarskipinu að hann réði bara hverju hann tímdi af tíma. Og þar með kom auðvitað tilsvar:
R: Ég yrði nú lélegur faðir ef ég tímdi ekki 6 x 2 klukkutímum...
Ég var ekki búin að huxa forgangsröðina svona og fannst hreint ekki að því að vera að nenna ekki að læra undir fæðingu fyrr en eftir frumsýningu... Held það sé alveg á hreinu hver er og verður Aðalforeldrið á þessu heimili. Og það finnst mér snilld.
Og talandi um snilld. Í kvöld fáum við að heyra enn eina snilldartónsmíðina eftir snillinginn Snæbjörn á Jólaævintýrisæfingu! (Já, og líklega fá menn að vita hvað þeir eiga að leika. Asnalegt að vera hérna megin borðsins með það.)
30.9.05
Nýyrðasmíð...
Fann upp orðið þrívíddarkúkur.
Held ég hjóti með því að hafa unnið mér fyrir laggningu.
Held ég hjóti með því að hafa unnið mér fyrir laggningu.
Þá veit maður það
Ef bloggerinn manns birtist á kóresku í tölvunni manns, og maður sé kannski pínu fullur, þá borgar sig ekki að fara að fikta í settöppinu sínu og giska á hvaða takka skal ýta á til að vista. Þessi fróðleiksmoli var í boði Varríusar.
Annars er að koma klukkan 13.00 á föstudegi og það ætti að þýða helgarfrí, eða hvað? Nei það er nú eitthvað annað. Bandalagið heldur námskeið í Hafnarfirðinum, þannig að þar sé ég fram á að halda til, allavega eitthvað, í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar en svo þarf ég að reyna að þýða og endurskrifa eitthvað í Jólaævintýrinu. Rannsóknarskipið sækir téð námskeið sem nemandi, en svo vill til að Smábátur siglir eftir hádegið norður í sín önnur föðurhús þannig að hann ætti aldeilis ekki að verða jafnvanræktur um helgina og horfur voru á.
Er annars búin að kenna allri fjölskyldunni að éta spínat, meira að segja Smábáti, sem er annars ekki mikið fyrir fæði að hætti sauðkinda.
Og það verður nú samt fjölmenni í Imbu-Skjálf um helgina. Þau eigendahjón eru á svæðinu vegna frumsýningar hjá Hugleik (semsagt, Dagssyni, þess sem minn Hugleikur heitir eftir) auk þess sem Jón "Eymundson" mágur ætlar að gista hjá okkur eina nótt á leið sinni erlendis þar sem hann kemur til með að baða sig í ljóma rokkstjörnunnar með hljómsveitinni sinni Hekkenfeld á leið sinni til Suður-Ameríku, hvar hann hyggst ala manninn langt fram á næsta ár.
Sem sagt, gargandi gestagangur sem við hjónaleysin megum minnst vera að því að sinna.
Annars er að koma klukkan 13.00 á föstudegi og það ætti að þýða helgarfrí, eða hvað? Nei það er nú eitthvað annað. Bandalagið heldur námskeið í Hafnarfirðinum, þannig að þar sé ég fram á að halda til, allavega eitthvað, í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar en svo þarf ég að reyna að þýða og endurskrifa eitthvað í Jólaævintýrinu. Rannsóknarskipið sækir téð námskeið sem nemandi, en svo vill til að Smábátur siglir eftir hádegið norður í sín önnur föðurhús þannig að hann ætti aldeilis ekki að verða jafnvanræktur um helgina og horfur voru á.
Er annars búin að kenna allri fjölskyldunni að éta spínat, meira að segja Smábáti, sem er annars ekki mikið fyrir fæði að hætti sauðkinda.
Og það verður nú samt fjölmenni í Imbu-Skjálf um helgina. Þau eigendahjón eru á svæðinu vegna frumsýningar hjá Hugleik (semsagt, Dagssyni, þess sem minn Hugleikur heitir eftir) auk þess sem Jón "Eymundson" mágur ætlar að gista hjá okkur eina nótt á leið sinni erlendis þar sem hann kemur til með að baða sig í ljóma rokkstjörnunnar með hljómsveitinni sinni Hekkenfeld á leið sinni til Suður-Ameríku, hvar hann hyggst ala manninn langt fram á næsta ár.
Sem sagt, gargandi gestagangur sem við hjónaleysin megum minnst vera að því að sinna.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)