4.9.09

Nýnemadagar

Þessa dagana er brjálað stuð hér á háskólasvæðinu. Oft tjúlluð tónlist úti um allt og fólk í allskonar uppátækjum og -komum. Éld þetta hljóti að vera einhver góðærisuppáfinding. Ekki man ég eftir neinu svona þegar ég var að byrja hér, á tímum þjóðarsáttar. Og núna er maður bara gamall fartur, og orðinn frekar heimaríkur eftir að hafa mikið hangið hérna í ein 15 ár, og vill ekki sjá svona húmbúkk. Vill bara að fólk fari að hætta þessum fíflalátum og hávaða og fara að læra og hætti að hagna endalaust í röðum allsstaðar þar sem ég þarf að komast að á Háskólatorginu.

Í dag er meira að segja NýnemadagurINNNN! Mælt með að fólk geri kennsluhlé eftir hádegi.
Ætla að láta undan þrýstingi.
Gefa sjálfri mér "kennsluhlé" eftir hádegi og fara í Kringluna.

3.9.09

Verfremdung

Brecht talar um eina aðferð við smíðar pólitískra ádeiluverka fyrir leiksvið sem hann kallar Verfremdung. Útleggst gjarnan á íslensku framandgerving. Það er að segja, það sem er eðlilegt og viðtekið er gert skrítið á leiksviði. Sýnt í öðru ljósi þannig að það er ekki lengur sjálfsagt eða eðlilegt. Brecht notaði þessa aðferð mikið við að deila á stríð og stríðsrekstur.

Í byrjun október gerðist sá merkilegi atburður á Íslandi að samfélagið framandgerðist. Þegar íslenska efnahagsundrið kom út úr skápnum sem íslenska efnahagsklúðrið snerist næstum allt í samfélaginu á haus. Allt sem áður var merki um velsæld og velgengni (og hamingju?) varð táknmynd heimsku og skuldafens (og óhamingju?).

Kannski gerir þessi viðsnúningur ádeiluhöfundum kreppunnar erfitt fyrir?

Já, nú finnst mér gaman.

Það er ljóst að doktorsverkefnið mitt á eftir að koma talsvert við sögu á þessum vettvangi. Þyki mönnum vangaveltur þessar eitthvað áhugaverðar, stay tuned. Ef ekki... ja, þetta er kannski ágætt fyrir svefninn?

En ég verð nú líka að halda áfram að skrifa annað slagið um börnin og buruna.
Fyrir mömmu.

Já, svo á skáldkonan amma mín fyrir Westan afmæli í dag og er 85 ára. Ég ætlaði að fara til hennar í leikferð með Gegnumtrekk í tilefni dagsins, en svo fékk ég bara kvef. Enda þeir Ljótu í Hrísey og ekki til viðtals. Jæjajæja. Geri þetta bara þegar hún verður níræð.

Til hamingju, amma.

1.9.09

Piscator og Brecht og fleira skemmtilegt...

Er að lesa Piscator á milljón en var að koma úr tíma í Brecht-i. Það var alveg hroðalega gaman. Og á köflum er mjög undarlegt að lesa Piscator. Til dæmist þegar maður rekst á textabrot eins og þetta:

But the unfortunate Republicans went on deceiving themselves. They were not guiltless and they added to their own guilt by refusing to recognize their error, by succumbing to their own reactionary convictions and sanctioning the real guilty men later. Bad and stupid, but consistent.
(Erwin Piscator, The Political Theatre, 1929)

Svo las ég brot úr and-andbyltingar áróðursverki, frá ca. 1921 sem heitir Russia's Day. Persónur eru teiknimyndalegar persónugerðir af fyrirbærum:

World Capital: (Dressed in a giant moneybag with a stockbrokers top hat): Silence! (To the Diplomat) Have you given orders for force to be used ruthlessly against anyone who infringes the sacred rights of property? Speak up!

Diplomat: Your Majesty's power embraces the entire world that has been bestowed upon man. But your Majesty's omnipotence is gravely threatened by the masses of workers in their struggle for power.

World Capital: Trample the masses underfoot!

[...]

Diplomat: It is clear that freedom for the masses would be the downfall of us all.

World Capital: Downfall? Anybody who is not with me is against me!

....!

Þarna þurfti ég nú bara að fá mér kaffi.

31.8.09

31.08.2009

Í dag virðast allir vera í svona "að-byrja-í-skólanum" fíling. Allt í einu er háskólasvæðið fullt af fólki og ég varð skíthrædd við að fara út á Háskólatorg áðan. Hætti við Bóksöluna.

Og í dag ætlar OR að selja sinn hlut í HS til Magma.
Á íslensku:
Í dag ætlar Orkuveita Reykjavíkur að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja til erlends fyrirtækjarisa sem heitir Magma Energy. Í von um skjótan gróða. Svo hægt sé að halda áfram að bruðla. Aðeins lengur. Hvað gerist þegar hlutabréfakrúsandi útlendingarnir verða búnir að hækka gjaldskrár þannig að ekki verði lengur búandi á Suðurnesjum er síðan ekki vandamál Orkuveitunnar. Greinilega. Skammsýni og fávitaháttur. Ef Steingrímur stoppar þetta ekki á síðustu stundu, hvernig sem hann fer að því, veit ég ekki hvað til hans friðar heyrir.

Mér sýnist allir sem vita um hvað málið snýst vera á móti þessu. Fullt af fólki nennir ekki að kynna sér málið. Enda búið að flækja það, vísvitandi, með allskonar asnalegum skammstöfunum og orðaleppum.

En það sem þetta þýðir er þetta:
Heita vatnið og rafmagnið, sem Íslendingar eiga og hafa hingað til getað notað tiltölulega ódýrt... (samt dýrara en hægt væri vegna flottræfilsháttar orkuveitanna... hefur einhver komin inn í nýja Landsvirkjunarhúsið?)... eru að fara að missa yfirráðin á þessum auðlindum í hendur útlendinga sem ætlast til þess að þessar fjárfestingar skili hagnaði. Og það eins miklum og hægt er að kreista út úr almennum notendum á Íslandi. Næstu 65 árin! Menn hafa ekki völ á öðrum veitum í rafmagni og vatni. Ef menn búa á Suðurnesjum borga menn sín orkuafnot til Magma. Til Kanada. Og ef þetta gerist með orkuveitur víða um land hugsa ég að fullt af fólki flytji í kjölfarið. Ég mun allavega hugsa mig vandlega um.

Og það er strax byrjað. Ekki er hægt að veita stjórnvöldum frest til að finna pening, vegna þess að Magma þarf að segja eitthvað við HLUTABRÉFAMARKAÐINN í dag! Sem sagt, erlendir hlutabréfamarkaðir stjórna því hver á auðlindirnar okkar, núna.

Mér er sama hvernig. Nú þarf að ríkisvæða allt draslið. Strax í dag. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur eru greinilega fábjánar og ekki treystandi fyrir neinu mikilvægu. Hugsa ekki lengra en nef þeirra nær.

Já, ég er fokkíng brjáluð.