og ég nýbúin að rukka launin mín frá útlöndum og fá þau.
Djöfuls.
En tími hinnar haxínu húsmóður ku vera að renna upp.
Minn tími, semsagt.
Enda græddi ég aldrei neitt á þessu góðæri og er búin að hlakka lengi til kreppunnar.
Auðvitað lýg ég því. Ég hef undarlega hæfileika til að græða alltaf á öllu. Er reyndar nýbúin að komast að því að ég hef alltaf haft tekjur undir fátækramörkum. Er kannski nýskriðin yfir þau núna. Á samt alltaf miklu meira en nóga peninga. Undarlegt. Og það skemmtilegasta er að Rannsóknarskip hefur þennan hæfileika í enn ríkara mæli en ég! Sirka þannig að ef ég á allt í einu tíuþúsundkall, þá er hann líklegur til að eiga hundraðþúsund.
Enda finnst okkur við alltaf vera ríkasta fólk í heimi. Samt aðallega vegna þess að við eigum hvort annað og börnin okkar þrjú.
En það er víst einsgott að maður ætlar ekkert á neitt Evrusvæði á næstunni. Sem betur fer var enn sami gjaldmiðill á Akureyri, síðast þegar ég gáði. En nú borgar sig að þýða fyrir útlendinga! (Sagði konan sem er að fara að vera í fríi alla næstu viku.)
En ég nenni ekki að ranta um hagkerfið. Aðallega vegna þess að Bára syss er búin að því og Siffi bró er alltaf að því. (Og vegna þess að ég hef ekkert vit á því og nenni ekki að fá mér það.)
Allir í Evruna!
Og Kínverjar eru vondir. Hvernig er hægt að vera hræddur við, og harðstjórast á, fólki sem fylgir meinleysisgreyjum eins og Dalaí Lama? Það er nottla ekki í lagi meððetta.
Mikið er nú eitthvað brotakennt að reyna að blogga yfir fréttunum.