bloggar Rannsóknarskip meira en ég. Maður verður bara að fara að herða sig.
Ég er annars farin að hlakka mikið til að sjá frumsýninguna sem ég er að fara á í kvöld. ég hef nefnilega aldrei séð hana. Mín samskipti við þessa sýningu hafa aðallega verið í því formi að leikstjóri hringi í mig og panti undarlega hluti. Ég hef gætt þess vandlega að spyrja einskis. Gera bara eins og fyrir mig er lagt. Hvort sem það er að versla ruslatínu, grennslast fyrir um eplabúninga úr ávaxtakörfum, eða búa til þrjú rauðhærð börn.
Í gær var ég síðan bara frammi í anddyri að leika mér, meðan á sýningu stóð og horfa á fólk skipta um búninga og ná sér í undarlegustu hluti áur en það fór aftur inná svið. Það var mjöööög forvitnilegt.
Semsagt. Spennandi kvöld framundan. Fylgist með á morgun, hvort ég hvet menn til að sjá þessa sýningu. ;-)
23.3.07
22.3.07
Montpellier
Ég efast um að ég fari nokkurn tíma þangað aftur. Ekki nema ég eigi leið hjá. En í nótt dreymdi mig þangað. Þegar mig dreymir Montpellier er fólkið þar samt aldrei fólkið sem ég umgekkst þar, heldur tek ég fólk héðan með mér. Sem er svolítið skrítið. Ég umgekkst margt fólk mikið þar. Svona 6 Íslendinga og þrjúhundruðmilljón útlendinga. Og Montpellier er óttaleg járnbrautarstöð þannig að flestir sem ég þekkti þar eru sennilega farnir núna. En ég man ekki einu sinni greinilega hvernig þetta fólk leit út.
Ég tók engar myndir á þessum tíma. Bloggaði ekki eða skrifaði neins konar dagbók, og það er einhvern veginn enginn til frásagnar. Mér fannst ég eiginlega ekki gera neitt af viti þennan tíma. (Var reyndar slatta í skólanum, fékk fínar einkunnir, sem segir reyndar meira um Paul Valery-háskólann heldur en mína námsiðni, og kláraði næstum Mastersritgerðina mína, fattaði það bara ekki af því að hún var á vitlausu línubili...) En mig minnir að þarna hafi dagarnir meira og minna liðið á einhverju kaffihísakjaftæði, heimspekilegum vangaveltum á ýmsum tungumálum, og málfræðiþanka. (Lenti einhverra hluta vegna inn í einhverja kreðsu þýðenda og málfræðinörda... skrítið hvernig það er alltaf að gerast...) Hefði örugglega verið fyndið að blogga á þessum tíma. Sennilega fátt vitrænt, en því fleira skemmtilegt komið út úr því.
En nú er þetta alltsaman löngu liðið og aldrei það kemur til baka. Og ég er búin að gleyma og týna næstum öllu sem gerðist. Og langar ekki einu sinni sérstaklega að fara þangað aftur. Nema ef ég gæti farið til baka í tíma og öjlast byrjað að blogga eins og tveimur árum fyrr...
Kannski ég skrifi artífart minningabrotaljóð? Hmmmm...
21.3.07
Nýr bloggari!
Í tilefni af fjögurra ára bloggafmæli voru spratt upp nýtt blogg.
Rannsóknarskip bloggar!
Rannsóknarskip bloggar!
20.3.07
Fjögur ár!
20.3.03
Jæja.
Þá er komið Blogg. Kominn tími til þar sem líf mitt er sem ævinlega fullt af endalausum straumi skemmtilegra og spennandi uppákoma sem alheimurinn má ómögulega missa af.
Þannig hóf þetta blogg göngu sína. Og hverju orði sannara.
Ég óska sjálfri mér til hamingju með fjögurra ára tjáningaræpu sem ekki sér enn fyrir endann á.
Jæja.
Þá er komið Blogg. Kominn tími til þar sem líf mitt er sem ævinlega fullt af endalausum straumi skemmtilegra og spennandi uppákoma sem alheimurinn má ómögulega missa af.
Þannig hóf þetta blogg göngu sína. Og hverju orði sannara.
Ég óska sjálfri mér til hamingju með fjögurra ára tjáningaræpu sem ekki sér enn fyrir endann á.
Allt að koma
19.3.07
Nýtt mannkyn
Þegar kynslóðin liggur í barneignum, ploppidíplopp, hægri og vinstri, ákveður Þórunn Gréta að vera öðruvísi og eignast lítinn bróður. Eins og það sé ekki nógu fyndið, þá hefur það í för með sér að Davíð Þór var að eignast lítinn mág.
Spennandi verkefni fyrir ættfræðinga framtíðar að finna út úr þessu. Eins og reyndar mörgu í fjölskyldusamsetningum nútímans.
Ég óska þeim öllum saman til hamingju með hann litla stúfinn, sem heitir meira að segja Sigurjón!
Svo á Hugrún Ofurfrænka afmæli í dag. Hún er orðin svo gömul að ég er hætt að telja. Til hamingju!
Annars var ég rétt í þessu að missa lífsviljann. Það eru 4 dagar í frumsýningu og líklega fer þetta bara versnandi fram á föstudag.
Minnið mig á að hætta í leikfélaginu...
Spennandi verkefni fyrir ættfræðinga framtíðar að finna út úr þessu. Eins og reyndar mörgu í fjölskyldusamsetningum nútímans.
Ég óska þeim öllum saman til hamingju með hann litla stúfinn, sem heitir meira að segja Sigurjón!
Svo á Hugrún Ofurfrænka afmæli í dag. Hún er orðin svo gömul að ég er hætt að telja. Til hamingju!
Annars var ég rétt í þessu að missa lífsviljann. Það eru 4 dagar í frumsýningu og líklega fer þetta bara versnandi fram á föstudag.
Minnið mig á að hætta í leikfélaginu...
18.3.07
Að Zeta eða ekki...
Þessum skítkaldasta degi áratugarins ákvað ég að eyða í að fara í sendiferðir.
Í öðrum fréttum er það helst að skrifborðsstóllinn minn er að detta í sundur á hverri stundu. Er alveg á leiðinni að endurinnrétta heimaskrifstofuna. Og kaupa nýja eldhússtóla í leiðinni. Þeir eru líka að hrynja?
Það mætti halda að við sætum sem fastast...
Í öðrum fréttum er það helst að skrifborðsstóllinn minn er að detta í sundur á hverri stundu. Er alveg á leiðinni að endurinnrétta heimaskrifstofuna. Og kaupa nýja eldhússtóla í leiðinni. Þeir eru líka að hrynja?
Það mætti halda að við sætum sem fastast...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)